Lögberg


Lögberg - 15.08.1940, Qupperneq 6

Lögberg - 15.08.1940, Qupperneq 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 15. AGÚST, 1940 \ Maðurinn sem eg giftiál (Sönn saga frá árunum 1930-31) Islenskað af Jakobínu J. Stefánsson. Tafarlaust lagði eg höfuðið á arma hans. Eg trúði honum. “Eg skal ekkert tala meira urn þet'ta, Etnest, eg treysti þér.” “Blessuð stúlkan!” Það var auðheyrt á málrómi hans að honum létti.fyrir brjósti. En þó eg talaði ekki meira um þessi efni við Ernest, þá hafði mótlæti það, og skapraun sú, er eg hafði orðið að þola fyrir þetta, djúpse'tt áhrif á mig. Eg trúði að sönnu Ernest, en mér var lítið efamál, að Helen mundi einskis svífast. Hún mundi koma aftur, heimsækja Ernest hvað ofan í samt, ásækja hann á svo afgerandi hátt, að hann yrði um síðir undan að láta. Slíkt hefir margan karlmann hent, þar sem kven- fólk, sem virðir siðferðislögmálið að vettugi, er annarsvegar. Rg varð kvíðin og ótta- slegin. Þetta mátti ekki svo til ganga! Eg varð að hefjast handa og berjast gegn því, — fvrir okkur öll — fyrir Ernest, fyrir sjálfa mig, fyrir Marju. Ein hvað gat eg nú eiginlega gert? Þá rifjuðust upp fyrir mér orð Dr. Philips — “Væri hann kominn heim til átt- haga sinna, er ég viss um að honum batn- aði.” Þetta var ráðið! Eg varð að fara burt með Ernest. Við það mundi hann fá heils- una aftur; ekki einasta það; heldur mundi okki lengur hætta á, að hann biði tjón af völdum j>essa áleitna kvenmanns. “Emest,” sagði eg stillilega. “Dr. Philips hél't að þú þyrftir þess með, að breyta um verustað. Mundi þér ekki líka að fara heim til átthaganna — til Maun- burg?” Hann tók viðbragð og ánægjuglampi kom í augu hans, eins og eg hefði- komið upp með eitthvað sem yrði honum til heilla og hamingju. “Mundir {>ú vilja fara?” spurði hann. ‘öJá,” sagði eg, “svo sannarlega vil eg það. Það hefir verið þjáningar-líf fvrir okkur liér. ” Hann tók hönd mína í sína. “Já, Lilja, vel mundi mér það líka, að komast heim. Ekkert er það til í víðri ver- öld, sem eg j»rái eins og það. Eg hefi ekki viljað neitt á það minnast — upp að þessu. Að þú hófst máls á því, gleður mig inni- lega. ’ ’ Hann bað mig þá þegar um penna og blek, og skrifaði foreldrum sínum bréf. Rúmlega viku síðar kom hraðskeyti þess efnis, að peningar mundu sendir okkur, eins fljótt og mögulegt væri. Litlu síðar kom bréf frá föður Ernests, sem bar vott um mikla ánægju yfir væntanlegri heim komu sonarins; kvaðst faðir hans þess full- viss, að þýzku læknarnir mundu lækna sjúk- dóm hans og bauð fyrirfram velkomna hina ameríkönsku eiginkonu. Dr. Philips hafði haft rétt fyrir sér. Vonin um að eiga að fara heim, hafði þau áhrif á Ernest, að heilsan batnaði stórum. Hann varð fjörmeiri, útlitsbetri, hafði hetri matarlyst og virtist fara dagbatnandi. Við tókum nú tafarlaust að búa okkur undir burtförina og ráðstafa því sem þurfti. Var nú allur okkar hugur og tími svo upp- tekinn, að Ernest hafði ekki tóm til að finna vini sína. Helen kom ekki aftur. Hún hefir án efa frétt að Ernest væri á förum heim til I>ýzkalands, og séð j>ann kostinn bestan að gefa mér sigurinn eftir. Um það gat eg jx> ekki verið vi.ss. Hún var hættuleg stúlka, og í hvert skifti og eg jmrfti eitthvað að heiman, flutti eg hljóðláta bæn með sjálfri mér, um að eg þyrfti ekki að sjá hana stánda ögrandi frammi fyrir mér þegar eg ka*mi heim aftur. Eftir hálfa aðra viku vorum við albúin til ferðar. Þegar við komum á járnbrautar- stöðina var J>ar fyrir hópur af gömlum vin- um okkar og kunningjum, til að fylgja okk- ur úr hlaði og kveðja okkur. Meðal þeirra var gamli dyravörðurinn í Vínarsalnum. líann j>reif utan um mig og rak rembings- koss á vangann á mér. En ekki voru flokks- bræður Ernests þar, né Helen. En rétt í því við vorum að stíga upp í járnbrautarlestina, kom maður með nokkur bréf, er hann afhenti Ernest. “Frá hverjum eru þessi bréf?”sagði eg. “ Þau eru frá félögum mínum; }>eir biðja mig að muna eftir skyldu minni, þegar eg komi heim. Eift frá Helen, — en svona fer eg nú með það. ” Hann reif það niður, og henti því svo út á járnbrautarteinana. Nú brunaði lestin af stað. Loksins var eg nú laus við jxrnnan Helenar-kvíða. Ernest tók utan um mig og veifaði kveðju vina- hópnum á járnbrautarstöðinni. Hann var hæst-ánægður. Afram brunaði eimlestin, undanláts- laus't. Því lengra sem við héldum þannig áfram því betur gerði eg mér grein fyrir gey.sistærð ættjarðar minnar — þetta stóra, dýrðlega land! Um stund greip mig sár saknaðartilfinning af að vera nú að yfirgefa móðurlandið. En brátt hvarf sú tilfinning fvrir voninni og hugsjón um glæsta framtíð í framandi landi. Eg mintist góðsemi þýzka fólksins í Chicago — alt að einu mundu jrjóðsystkini þess hinumegin við Atlants- hafið yera, það mundi reynast mér eins gott og góðsamt. Nú komum við til New York. Ernest sagði, að það væri eins og New York “sta>ði upp á endann, en Chicago sæti.” Og hló eg þá dátt að honum. Við urðum að bíða næturlangt í þeirri borg, og fengum við því herbergi í ódýru hóteli þar. Ernest var orðinn þreyttur, svo eg lét ekki bíða að koma honum og Marju litlu í rúmið. Þetta var þá mín síð'asta nótt í Banda- ríkjunum. Eg leit út um gluggann. Ljóm- inn af geysistórum rafmagnsljósum skiftist á við risa-skugga himingnæfandi stórbygg- inga. Það var áhrifamikil sjón, mest vegna þess, að það gaf svo ljósa hugmynd um hvað tröllaukinn að stærð borgarinnar var. Mér fanst eg verða svo frjáls við að athuga um þessa stórfengilegu víðáttu — það var sama tilfinningin og sú, sem greip mig þegar eimlestin brunaði áfram með okkur yfir hin afar víðáttumiklu landsvæði að þessum stað. Það var sem Ameríka breiddi út faðm- inn mikilfenglegan, eins og hún var sjálf. Þannig hugsaði eg og leit á ljósin í miljóna- tali. Eg 'tók að gráta. “Vertu sæl, kæra móðurjörð,” sagði eg í hljóði. “Eg verð að yfirgefa þig, af því eg elska Ernest.” Næsta morgun sigldum við út úr New York höfn, og sáum standlíkan Frelsisgyðj- unnar renna saman við geisla hádegissólar- innar — og hverfa. Ekki vorum við lengi á leiðinni yfir liafið; stigum af skipsfjöl í Havre; þaðan með járnbrautarlest til Parísar; þaðan fór- um við með annari járnbrautarlest áleiðis til Þvzkalands. Xú vorum við óðum að nálgast áfangastaðinn. Þessi járnbraútarlest, sem við vorum nú á, var af útlendri gerð — öðruvísi en eg hafði vanist, en hún flutti okkur gegnum sofandi bvgðir. Hver stund sem leið færði okkur nær og nær Maunburg og fólki Ernests. Ameríku-kafli æfi okkar var nví á enda; nú vorum við að byrja nýtt líf. Áfram þeyttist eimlestin í myrkri næt- urinnar. Hvað skyldi nú fyrir mér ligg.ja í Maunburg? Mundi eg verða ánægð jtar ? Mundi amerísk eiginkona verða þar vel- kominn gestur? Eg l>rosti. Það var svo þýðingarlítið að sþyrja svona. En hvað Ernest var orð- inn hress í bragði. Það var næstum vfir- náttúrlegur bati. Það var sú bezta trygg- ing fyrir framtíðina, sem eg ^at öðlast. Eg kom mér j>ægilega fyrir í sætinu og hlustaði á reglubundna ganginn í vélinni. Við höfðum gegnumgengið lítt bærar sorgir og örðugleika. Nú var öllu mótlæti af létt. V. Við komum til Frankfurt um morgun- inn. Það er stór bær, og er við veginn, sem liggur til Maunburg. Við urðum að bíða þar nokkrar klukkustundir og Ernest var allur sem á lofti af fögnuði og eftirvæntingu. Meðan við vorum í járnbrautarlestinni, hafði Ernest kynst tveim ungum hændum, sem voru á leið til Frankfurt. Af þvrí þeir höfðu orðið okkur samferða, vildu þeir endilega hahla samfélag við okkur meðan við stæðum við í bænum. Snjór lá á jörðu, eins og fannhvít á- breiða, huldi einnig strætin og húsþökin. Húsin undir þessum snjóhvítu þökum voru falleg. En mig undraði að sjá flögg svo víða. Þau sáust blakta út úr húsgluggum, uppi á verzlunarbyggingum, verksmiðjum, smábúðum og víðar. Á flestum þessum flöggum var einkenni, eða merki, sem í lögun líktist mjög krókóttyi krossmynd. Eg hafði séð mennina, sem unnu á jámbrautar- lestinni sem við vorum með, bera þessa sömu táknmynd, saumaða á þykkt, hvítt klæði; var mér nú sagt að það héti “Swastika.” “Er einhver tyllidagur núna?” spurði eg Ernest. “Ekki er það nú eiginlega,” svaraði hann, “en fólk okkar er mjög gagntekið af áhuga nú. Swastika-flöggin eru flokks- merki Hitlers-manna — Nazista.” Síðan bætti hann við: “Þeir munu nú brátt kom- ast 'til valda.” En athygli minni beindi eg nú samt mest að fólkinu og búðunum, og fleiri opinberum byggingum; en eg gat ekki annað en veitt eftirtekt og undrast, hve margir ungir menn, sem við gengum hjá, voru í hermannafötum. “Eru þetta hermenn?” spurði eg. “Þeir eru hermenn vors nýja föður- lands,” svaraði Ernest. “Það er Storm- herdeild Hitlers.” Eg átti nú erfitt með að skilja þetta. “Er þá svo að skilja, að Nazistar séu her- menn? Eg hélt að afstaða þeirra væri sú, að þeir bara veittu fylgi sérstakri stefnu í mannfélags- eða stjórnmálum.” “Þú skilur ekki þetta, Lilja. Nazistar eru ekki líkir stjórnmálaflokkum í Ameríku, — þar hafa þeir nú ekki annað að gera en að gróðursetja og tala — en hér bíða vor verk og verkefni. Vér verðum að umskapa alt, hefja þjóðina úr vesöld og veiklyndi til hreysti og manndóms; gera land vort og j>jóð hið voldugasta í heimi. Eii til þess þarf Leiðtoginn hermenn.” Ernest talaði af ákafa. Það Var ekki laust við að mér gremdist live lítið hann gerði úr amerískum stjórnmálum. Hann sá það óðara og þótti fyrir því. “Fyrirgefðu mér elskan mín,” sagði hann. “Það er ekki rétt að leiða brúði sína á þýzka jörð með j>essum orðum. Það er ekki við að' búast að þú skiljir öll okkar hjartfólgnu áhugamál í fljótu bragði, en þú munt skilja með tímanum, þá muntu gera þér grein fyrir hvernig heimurinn traðkaði á Þýzkalandi, þegar j>að beið' ósigur í stríð- inu; klíndi á það öllum glæpum styrjaldar- innar, tóku lönd þess; kvöldu og píndu með því, að leyfa að hafa aðeins örsmátt herlið. Settu á landið svo tröllauknar stríðsskuldir, að alt hefir haldist í sárri fátækt síðan. Þegar j>ú gerir þér fulla grein fyrir öllu þessu, þá skilur þá okkur og okkar tilfinn- ingar, þá mun þér einnig Ijóst, hversvegna vér unnum Adolf okkar Hitler, leiðtoganum, sem hefir upp risið meðal vor, til að frelsá oss, og j>á einnig því vér unnum Storm- hernum hans.” Ernest var nú aftur kominn í sama á- kafann, þegar hann talaði. Þjóð'verjarnir tveir, sem með okkur voru skildu svolítið í ensku, og komust því nokkurnveginn í skiln- ing um hvert umræðuefnið var. “Ja, ja,’’ sögðu þeir með ákafa. Bg tók þétt um handlegg Ernests. “Við skulum reyna að glevma þjóðmálum nú sem stendur,” sagði eg. “Eg mun leitast við að skilja tilfinningar ykkar í því efni; því lofa eg. Er eg ekki orðin að þýzkri frú, nú ? ” Þó við værum úti á strætinu, þreif Ernest utan um mig og kysti mig. “Enginn er eins hamingjusamur og eg!” sagði hann hátt. Við gengum nú um í þessari ókunnu borg, meðan biðtíminn, sem var nokkrar klukkustundir, stóð yfir. Ernest símaði nú fólki sínu um hvenær J>að mætti búast við okkur. Við vorum orðin jireytt á sál og líkama eftir alt göng'ulagið í borginni og nýjungarnar sem því fylgdu; settumst víð nú inn í járnbrautarlestina, kvöddum liina nýju kunningja Ernests, þýzku bændurna, og svo brunaði lestin á stað með okkur. Við komum til Maunburg seint um kvöld- ið, og sá eg þá borgina í fyrsta sinn; virtist mér hún svo tignarleg og fögur í tunglskin- inu, að eg varð gagntekn af hrifningu. Hús- in falleg og smekkleg í hundraðatali, með snjóhvítum fannafald efst, umvafin mildu mánaljósi, var sem svæfu í næturkyrðinni. Ljós sáust samt í sumum gluggum, og fanst mér þar mundi gott og hlýtt inni að vera. Þegar við vorum komin af járnbraut- inni, stóð Emest við stundarkorn, sneri sér síðan að mér og sagði: “Elskan mín — nú er eg sem nýr mað- ur!” Hann leit löngunaraugum á hina hljóð- látu borg. Gamall burðarmaður, sem þar var, leit til hans og brosti. Marja litla var orðin völt á fótunum. Hún þurfti að komast í rúmið. Ernest sá að barnið gat varla haldið opnum augunum, og rann til sjálfs sín aftur. “Nú skulum við fara heim!” sagði hanm “Þú og Marja þurfið að taka ykkur góða hvíld. I húsi mínu eru stærðar rúm og dún- sængur.” Hann leigði nú flutningsbíT og lét í hann farangur okkar. “Til Padagog götu,” sagði hann bíl- stjóranum. “Padagog stræti”. Þetta var nú síðasti áfanginn, nú var eg á síðasta ferðafærinu, — ekki var laust við að óhugur gripi mig. Það var eins og þessi bíll væri síðasta tengitaugin milli mín og Ameríku — alls, S£m mér hafði verið nákomið. En nú var bíllinn að stanza; Emest fór út og rétti mér síðan hendina. En hann hélt fast * um hönd mína: “Líttu á!” sagði hann. Yfir húsdyrunum var einhver yfirskrift. Bar á liana birtu af kerti í loftglugga þar yfir. Hljóðaði þannig: Hjartanlega velkomin. Emest sagði mér nú að það þýddi: “Yerið af hjarta velkomin.” Hann bar nú farangur okkar úr bílnum, hljóp síðan að húsdvrunum og bankaði. Dyrunum var þegar í stað þeytt opnum, og yfir okkur rigndi kossum, fagnaðarkveðj- um, klappi, faðmlögum og handaböndum. Við vorum þegar leidd að arineldi, hlýindum og þægindum míns nýja framtíðarheimilis. Þarna voru foreldrar, frændur og vinir, sem beðið höfðu eftir okkur. Það lieilsaði Ernest með kossi og handahandi; það ýmist grét ea hló, af því hann var aftur kominn. Þá tók Ernest um herðar mér og sagði: “Þetta er kona mín og barn — Lilja og Marja.” Það var svo mikill ánægjuhreimur í rödd hans, þegar hann sagði Jietta, að mér fanst eg fullkomlega örugg, og varð strax innilega vel við þetta fólk. Svo tók það að tala við mig á sínu móð- urmáli — þýzku. Það tók í hönd mér og horfði aðdáunaraugum á mig. En eg skildi ekkert af því, sem það sagði, og varð því hálf-feimnislega við vinahótum þess. Þá sneri j>að sér til manns míns og lagði fyrir liann ótal spurningar. Eg var orðin mjög þreytt. Það var heitt inni og svefn tók að síga á augu mín. Marja litla lá hálf- sofandi við barm minn, en gegnum sígarettu- reykjarmóðuna voru J>að altaf tvö andlit, sem fyrir sjónum mínum, tóku sig lang- skýrast út, og drógu að sér athygli mína — það voru andlit þeirra föður og stjúpmóður Ernests. Frú Schmidt sát á öðrum armi hæginda- stólsins, og hélt um hönd Ernests. Eg sá . þegar í stað að Ernest og hún voru mjög samrýmd. Hún virtist vera nær fertugu að aldri, en bar aldurinn svo vel, að hún gat sýnst ytigri en það. Hún var ljós á hör- und og háralit og var fyrir það unglegri. Augun með þeim einkennilega bláa lit, sem við dagsljós gat oft sýnst dökkgrænn. And- litsdrættirnir allir svo skarpir, að mér fanst lýsa hörku, ef ekki grimd. Hakan beygðist þróttlega fram á við. Meðan eg sat þarna á móti henni, hálfráðaleysisleg, og svo þreytt og syfjuð, að eg gat ekki fullkomlega gert mér grein fyrir nokkrum hlút, leit hún oft á mig, og brosti, til að sýna vinsemd og J>ýð- legt viðmót. Ólíkari mann frú Schmidt en maður hennar var, er ekki hægt að hugsa sér. Ilr. Schmidt hafði djúpsett, blíðleg augu og vin- gjarnlegt tillit, gegnum J>ykku gleraugun, sem hann oftast bar. Hann hafði mjög dökkan hörundslit, varaþykkur, en þó munn- fríður; nefið íbjúg't. Af útliti hans fór eg nú að halda að ekki væru allir Þjóðverjar ljósir á brún og brá. Þá mundi eg alt í einu eftir því, sem eg sagði fórðum við Ernest í Vínarsalnum heimá: “Eg hélt að alt þýzkt fólk va>ri Ijóst á brún og brá. ” Og hve grimdarlega Ernest leit J>á til mín. ósjálfrátt gast mér þegar í stað mjög vel að hr. Schmidt. Þegar hann sagði eitt- livað, bar rödd hans og málfar þýðari hreim en hinna annara, er þarna voru. Hann leit oft á mig og virtist mér út úr ugnaráði hans mætti lesa orðin, sem rituð voru til okkar, )>egar við komum: “Verið lijartan- lega velkomin.” Xú kom Ernest til mín og tók utan um mig og sagði: “Hugur minn var nú svo uppitekinn af heimkomunni, að mér gleymdist að gæta þess að þið Marja eruð orðnar þreyttar og syfj- aðar. Það er bezt þið farið að hátta. Eg Setla svo ofan aftur og halda áfram samtali nokkra stund. ” Þjóðnustustúlkan, Minna, sem alt vildi gera okkur nýkomna fólkinu til þægðar, brá þegar við, og fór með okkur áleiðis til svefn- herbergisins. Ernest bar Marju litlu í fang- inu. Fórum við fyrst upp all-langan stiga, því við áttum að sofa uppi á lofti. Svefnherberg- ið var stórt og skemtilegt, með rósrauðum veggjum og fallegum og fullkomnum þvotta- áhöldum, stórum og góðum J>urkum, nógri sápu á postulínsdiskum, hárburstum o. s. frv. Þjónustustúlkan horfði á mig, með lirosi á þunnleita andlitinu; Ernest talaði við hana á þýzku. Hún svaraði, og Ernest út- lagði það fyrir mig: “Hún segir að hún hafi aldrei snert neinn frá Ameríku fyr en þig. Hún segist vilja gera þér alt til þægðar sem hún geti.” Það lýsti sér svo mikil einlægni í aug- um Minnu, þegar þetta fór okkar á milli, að mér varð óðara hlýtt til hennar. Hún tók Marju litlu sofandi í fang sér og bar hana í lítið svefnherbergi næst við okkar, og bjó þar um hana.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.