Lögberg - 05.09.1940, Page 3

Lögberg - 05.09.1940, Page 3
LÖGBEBG, FIMTUDAGINN 5. SEPTEMBER, 1940 3 Mér finst eg býsna rétthár, því í .rauninni eg er Sem regísteruð undirtylla kvenfélagsins hér. En náttúrlega þegar voða og vanda’ að hönduin ber; Eg veit þær treysta guði bezt, en þar næst kannske mér. Svo drjúpi yfir “Munda” og ‘.Steinu” þeirra börn og bú öll blessun þessa kvenfélags í ást og von og trú, Og þótt mér hafi mislukkast að tala í kvennatón, Eg tel mér sæmd að vera stundum þeirra “gramofón.” Lúðvík Kristjánsson. * * * Við lékum saman, litlir ungir drengir, en leikurinn varð stundum nokkuð grár. í “Munda” voru sterkir ofnir strengir, stóðst hann enginn, þó hann væri knár. Eg held ’ann sé nú hættur við að glíma, hefja stökk á “pole” og hlaupa til. Enginn sér ’ann iðjulausan heirna, hann öllum gjörir verkum sínum skil. Honum sendi heilla og ásta dísin . hýra meyju vestur yfir sæ. Fjalla-liljur þola eld og ísinn, og ekki fölna í hverjum mótgangsblæ. Á Fögruvöllum fögur blómin gróa, finst þar alt, sem þrífst í Bifröstsveit, má þar líta engjar, akra og skóga, einnig sauði, naut, og hross á beit. Nú lifir “Mundi” i hárri og glæstri höllu, sem hæfa mætti kóngi Breta-lands. Eg veit þau hafa unnið fyrir öllu, og enginn þarf að borga skatt til hans. Hér heilan aldarfjórðung liðinn þið öllu hafið sýnt hin beztu skil. Því vil eg að þið hljótið frernd og friðinn og finnið glögt í minningunum yl. Þegar æfin ykkar verður búin og engin framar mæðir sorg né raun, er mín hjartans óskin bæði og trúin. þið öðlast munið dýrust sigurlaun. F. P. Sigurðsson. Nú vakna aftur æskustöðva heitin, Nú endurskapast mörg hin fyrri Ijóð, Nú brosir enn við okkur sama sveitin Og sumardagsins stund í morgunglóð. Nú kallar lífið enn á ungdóni landsins, Sem okkur fyr, að renna göfugt skeið. Og enn er treyst á helgi hjónabandsins, því himins dögg er oft á þeirri leið. Nú vakna aftur allar gamlar sögur Og æfintýri mörg er birtust þar; Þá var bygðin alt eins frjáls og fögur, En “Framnesbúið” langt af öðrum bar. Sigvaldi með sælubros á vörum Sjónum rendi drengjahópinn á, En Margrét átti kjark í öllum kjörum Og kunni vel að herða og brýna þá. Þá gerðist þetta æfintýra undur Og ólst þar upp við mánaskin og nótt. Vitni gætu borið laut og lundur, Þá líður sælustundin heldur fljótt. Og “Mundi” fann það þá og alt í einu Hve ástin smýgur gegnum taugar manns; Hann fann: það líf er allslaust utan “Steinu’ Og ekkert þvílíkt blóm á vegi hans. Hún sagði “já”, þau urðu síðan saman, Og saman reistu bú á nýjum stað. Og þessi stund er góðra vina gaman, Því gleðin hefir rent í þeirra hlað. Hvergi er bygðin fegri en “Fögruvellir”, Fegurð landsins skín á búandann, Þegar Guð úr himinlindum hellir Og heimsins börnum færir sáttmálann. Það er okkar ósk og allra hinna, Að andi Drottins b lessi þeirra rann, Að ávöxt beri barna þeirra vinna Á bústað þeim, sem faðir þeirra ann. Gleði lífs og heill sé þessum hjónum, Sem hlýddu þannig röddu sannleikans. Við skynjum þennan óm úr æðri tónum, Því ástin tendrar ljós á vegi manns. G. O. Einarsson. KAUPIÐ AVALT LUMBER hjl TNE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD. HENRY AVENUE and ARGYLE STREET Winnipeg, Man. - Phone 95 551 Suðurskautslöndin /?. BYRD, AÐMÍRÁLL, TELUR AÐ ÞA-U HAFl ÁÐUR VERIÐ t HITABELTINU. Byrd aðmíráll dvaldi ekki sjálfur með öðrum leiðangurs- mönnum í Litlu-Ameríku í vet. ur, en leiðangur, sem hann und- irbjó og stjórnar úr fjarlægð, hefir dvalið þar syðra síðan í desember síðastl. Leiðangurinn tók sér vetursetu á tveim stöð- um, og þegar biiið var að koma öllum mönnum og tækjum upp á ísröndina, fór Byrd tíl Chile. Blöð þar áttu tal við hann, og fer hér á eftir grein, sem eitt þeirra birti. • “Þegar eg fór fyrstu för mina til Suðurskautslandanna,” sagði Byrd, “varð mér ljóst, að þar stóð yfir ísöld, sem var að líða. Á hverju ári hörfar ísinn undan. íshettan á pólnum bráðnar hægt og sígandi, þótt hún sé ennþá um 5000 fet á þykt á pólnum, en um eitt til fjögur þúsund fet á þykt með ströndum fram. Við fundum sannanir fyrir því, að á liðnum ölduin hafa ísa- lögin verið ennþá meiri og það er ekki , óhugsandi, að Suður- skautið geti, er frain líða stundir, orðið byggilegt aftur, ef engin ný ísöld kemur. En auðvitað myndi það taka miljnir ára. Eg held einnig, að veðurfarið í Chile og Argentínu sé heldur að hlýna. Fjárhirðar í Suður-Chile hafa látið svo um mælt við mig, að ís og snjór sé nú minni í fjöll- unum, en fyrir mannsaldri. Eftir því sem ísinn hörfar undan við Suðurskautið, hækkar meðalhit- inn smám sainan, og Huinboldt- straumurinn verður e. t. v. hlýrri. (Humboldt-straumurinn temprar veðurfarið i hitabeltis- héruðum Chile og Peru). f Palmerslandi, sem brezkir jarðfræðingar kalla altaf Gra- hamsland, enda þtt Palmer hafi fundið það fyrst, fundum við botnfrosið stöðuvatn, sem okkur reiknaðist til að hefði frosið fyr- ir 10—20,000 árum. Vísinda- mennirnir okkar athuguðu ís- mola úr vatninu og fundu í honum frosnar smá-lífverur. Þegar ísinn var bræddur vökn- uðu þær til lífs og voru hinar sprækustu. Það er svo kalt í Suðurskauts- löndunum, að það er erfitt að gefa mönnum hugmynd um þvi- líkan reginkulda. í einum af leiðangrum mínum var alt að -^64° C. í veðurathuganaskúrn- um mínum. Bakteríur geta ekki lifað í þeim kulda. Með- limir leiðangursins fengu aldrei kvef eða inflúensu, nema þegar skip leiðangursins komu og höfðu þá lifandi bakteríur innan- borðs. Að mínu áliti sannar þetta, að kvef orsakast af bakteríu. Einn leiðangursmann- anna hafði þjáðst mjög af asthma og hafði lézt svo, að hann vóg aðeins 125 pund. f Suðurskautslöndunum þyngdist hann um 45 pund og læknaðist. Síðan hefir hann dvalið sex ár i Bandaríkjunum og aldrei kent hins gamla ineins. Andardráttur manns frýs á auðabragði og hávaðinn er eins og skip hleypi út gufu. Það er miklu kaldara en á Norðurskaut- inu. Meðan eg var þar, bjó eg einu sinni i Eskimóaþorpi, sem var ekki 1100 km. frá pólnum. Jafnvel að vetrarlagi sjást mosk- usuxar, sem eru Norðurskauts- dýr, mjög norðarlega. Á sumr- iu. þegar hitinn er að jafnaði nokkur stig fyrir ofan frostmark, vex gras og blóm nvrst á Græn- landi. Þar eru líka refir, úlfar, hérar og allfjölskrúðugt fugla- líf. Á hinn bóginn sézt hvergi stingandi strá innan 1600 km. frá Suðurskautinu og einu dýr- in, sem þar dvelja að staðaldri, eru mörgæsirnar, sem verpa og unga út eggjum sínum um nótt- ina — sex mánaða langa — með því að láta þau liggja á fótum sínum. Á sumrin koma þarna hvalir, sæljón og selir. Fiskur er í sjónum, en þótt vtð höfum fundið hann í maga mörgæsanna, hefir reynst ómögulegt að veiða hann á færi. Það er reginkuldinn á Suður- skautinu, sem orsakar tempraða loftslagið í S.-Argentínu, Chile og Peru. Hann gerir Patagoniu og hafið umhverfis Hornið að einhverjum hráslagalegustu stöð- um á hnettinum, í samanburði við þau svæði á norðurhveli jarðar, sem eru á sömu breidd- argráðum, t. d. Noreg og Alaska. En ef sjórinn hlýjaði ekki lofts- lagið, myndi það vera enn kald- ara. Það, sem sannar að Suður- skautslöndin voru einu sinni i hitabelti, er að við fundum í fyrri leiðangri steinrunnin tré, þótt enn sé ekki að fullu rann- sakað, hvaða tré er um að ræða. Auk þess fundum við steinrunn- in trjáblöð. Það er mögulegt, að hægt sé að finna dýraleifar í jörðinni undir ísnum, ef hægt væri að eyða tima og fé í að grafa niður úr íslaginu. Við sprengdum með dynamiti á nokkurum stöðum og urðum varir við kol. Þau fundust m. a. á yfirborðinu á fjallatindunum, en gæðin voru litil. Eins og nú standa sakir hafa kolin enga við- skiftaþýðingu, vegna þess. hve erfitt er að vinna þau og langt þarf að flytja þau, en þau koma kannske í góðar þarfir, þegar aðrar birgðir verða uppétnar, enda þótt víst megi telja, að þá verði komið eitthvað nýtt elds- neyti á markaðinn. í fjalllendunum fundum við einnig kopar, silfur og blý. Þar uppi er mosinn eini gróðurinn. Meðal þeirra 22ja vísinda- greina, sem eiga fulltrúa í leið- angrinuin er einn frá þeirri deild Carnegie-stofnunarinnar, sem rannsakar segulmagn. Á beztu landabréfum er syðra segul- skautið á fjórum mismunandi stöðum. Við fundum það á fimta staðnum. Það er ómögu- legt að segja, hvort segulskautið snýst um landfræðilega skautið, eða hefir einhverja óreglulega braut. Er það af því, að rann- sóknir fara fram með of miklu millibili, til þess að hægt sé að draga neinar öruggar ályktanir af þeim. Leiðangurinn hefir safnað ýmsum merkilegum gögnum fyr- ir veðurfræði. Suðurskautið er eitt vindasamasta svæði á hnettinum, en þó er Margaret- flóinn í Litlu-Ameriku (þar sem leiðangurinn hafði aðalbækistöð sína) tiltölulega skjólgóður. Sir Douglas Mawson, hinn frægi ástralski vísindamaður, hefir rannsakað vindhraðann í samtals tvö ár og hann var að jafnaði 80. km. á klst. — en komst upp í 320 km. á klst. f Margaret-flóa komst hann aldrei yfir 160 kin. á klst.! Mig hefir lengi langað til að komast að hinu sanna um þá kenningu’ að Andes.fjöllin haldi áfram neðansjávar suður af Tierra del Fuego. Dýptarmæl- ingar virðast benda á þetta, en eg get ekki sannað það vísinda- lega. Nýja-Sjálandsfjöllin halda ef til vill áfram í Suðurskauts löndunum hjá Colbeckhöfða. í þessu sambandi má geta þess, að Norðurskautið er blett- ur á ísbreiðu, sem þekur 10 þús. feta djúpt haf, en Suðurheims- skautið er á fjalli, sem er 9000 fet á hæð yfir sjávarmál.” —.Sunnudagsbl. Vísis. Tilviljanir verða oft til merk- ustu uppgötvana, og tilviljun varð til þess, að nýlega hafa ver. ið gerðar tilraunir með kvika- silfuf og áhrif þess á manns- líkamann. Þær hafa leitt í ljós, að i kvikasilfri er mikið eitur, sem getur valdið sjúkdómum i líkama manns, ef það kemst í hann. í flestri ef ekki allri fæðu sem neytt er, finst kvikasilfur, það er einnig í tóbaksreyk, en hættulegast er það í tannfyll- ingum. Það eru tannfyllingar, — silfurplombur — sem oftast valda kvikasilfurseitrun, enda þótt hún geti á annan hátt kom- ist í likamann. The Watch Shop Diamonds - Watches - Jewelry Agents for BULOVA Watches Marriage Licenses Issued THORLAKSON & BALDWIN Watchmakers and Jetoellers 699 SARGENT AVE., WPG. Pistill af Ströndinni Blaine 12.-8., ’40 Kæri E. P. Jónsson, Það hafa verið æði oft haldn- ar Lofræður um íslendinga; sér- staklega hefir þeim verið hrósað fyrir skilvísi, en ekki get eg tal- ist þar með. Eg fór að líta á litla miðann, sem er límdur á “Lögberg” og sá eg þar að eg tilheyri hinum óskihisu, svo eg legg hér með þrjá dollara, ef ske kynni að eg yrði búinn að borga það áður en þið sendið mér skuldakröfu. Eg þakka þér kær- lega fyrir blaðið, það er ætíð velkomið til min; við hér fáum það á sunnudaginn á pósthúsið og dreg eg ekki að sækja það. í fréttum verður fátt í þess- um miða, og sizt nokkuð, sein markvert er. Tíðin hefir verið góð í sumar, hitar æði miklir og helzt til þurt. Yfirleitt líður okkur vel, löndunum, allir hafa eitthvað að gera hér um slóðir, sem vilja bjarga sér, og eru vinnufærir, en hinir, sem komnir eru yfir 65 ár, fá eftirlaun, ef þeir óska, hjá stjórninni. Laxveiðin stendur nú sem hæzt og gengur vel; heyrt hefi eg að sumir hafi fiskað ágætlega en aðrir minna, eins og vanalegt er með þá atvinnugrein. Nú er dálítið farið að hitna í kosningapottinum og nógir í vali, og allir telja sér sigurinn visan; enginn þorir að segja annað en beran sannleikann i kosningahríðinni. Nú sækir um þingmensku atorku- og fjármála- maðurinn víðþekti Andrés Dan- ielsson undir merkjum Re- publicana, þar sem hann hefir ætíð staðið sem klettur og ekki látið bifast hvernig sem áhorfð- ist. Vinir hans vona að hann komist sigri hrósandi úr þeim hildarleik. Eg gef þér leyfi að setja þetta í blaðið, ef þú álítur það þess virði, en þá bið eg þig að laga það, svo það verði ekki mér til skammar. Vertu svo blessaður og sæll, og eg óska þér alls þess bezta. Þinn einl. J. V. BORGIÐ LÖGBERG PRinTmq IN THE BUSITIESS TUORLD ^ O OTHER AID to the World of ^ equals that of the Printing Press. Business Every business enterprise calls to its service one or other of the many forms of printing. $ We have been serving Western Business for over fifty years. We solicit a larger patronage with modesty and confidence. / Why not contact our Winnipeg office and learn what service we can render you. Columbia Press Limited COR. SARGENT AND TORONTO Phones 86 327-8 WINNIPEG

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.