Lögberg - 31.10.1940, Síða 2

Lögberg - 31.10.1940, Síða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINÍS 31. OKTÓBER, 1940 Þeir bj ugguál allir við að verða skotnir Hjelvik liðsforingi segir frú bnrdögiim i GuObrandsdal, flótta til Norður-Noregs og hörmungunum þar. -f -f Viðureignin í Guðbrandsdaln- um var vonlaus fyrir okkur með öllu, við gátum tafið framrás þýzka hersins, en ekkert annað. Því á móti hverjum hundrað hermönnum okkar megin höfðu þeir þúsund. Og byssur okkar unnu ekki lifandi ögn á skrið- drekum þeirra. Á þessa leið hóf Hjelvik liðs- foringi frásögn sina, er hann hélt áfram að segja tíðindamann blaðsins frá því, sem fyrir hann bar í Noregsstryjöldinni. —Hve langt voru Þjóðverjar komnir upp eftir dalnum, þega herdeild yðar kom ofan úr Dofrafjöllunum? —Við komumst suður til Faa vang, sem er 5 mílur fyrir norð an Lille-Hammer. Þar var aðstaðan afleit, eins og yfirleitt altaf á meðan við vorum þar í dalnum. Hið fjöl menna þýzka lið reyndi sífelt að umkringja okkur með því að liðssveitir voru sendar upp hlíðarnar, er skyldu komast að baki okkar, sem niðri í dalnum voru. Þetta tókst v aldrei svo miklu næmi. Að vísu vissi eg til þess, að eitt “kompaní” af her okkar var strádrepið einn dag- inn, og foringi þess með, sem neitaði að flýja, nema hann gæti bjargað líði sínu Hka. Þetta var einn af nafntoguðustu liðsfor- ingjum okkar Norðmanna. Einu sinni sá eg 36 manna sveit norska á flótta með vél byssur og annan útbúnað, er var svo aðframkomin af þreytu, að hermennirnir urðu að hvíla sig og settust niður í skógarjaðri. Inni í skóginum rétt hjá þeim hafði þýzkt lið búið um sig, er þeir vissu ekki af. Voru þessir 36 menn skotnir á nokkrum augnablikum. Sprengjum rigndi yfir dalinn. Þýzkar flugvélar flugu yfir dalnum myrkranna á milli, vörpuðu sífelt niður sprengjum og gerðu Aitaskuld mikið tjón. Hávaðinn og djöfulgangurinn ætlaði oft alveg að æra mann. En nokkur bót var það í máli, að flugmenn gátu ekki komið við steypiflugi þarna, til þess að miða á skotmark sitt. Því í fjalllendi sem þarna, er slíkt flug lítt mögulegt. Sprengjun- um vörpuðu flugmennirnir þvi úr mikilli hæð, og mistu oftast nær af því marki, sem þeir ætl- uðu Bér. Þeir lögðu megin- áherzlu á að spilla brúm og veg- um fyrir okkur. Persónulega sá eg þá aldrei hitta neina brú. —Þið Norðmenn höfðuð aldrei neinar flugvélar á móti? —Flestar flugvélar okkar féllu strax í hendur Þjóðverja, nema nokkrar sjóflugvélar, sem ekki komu til greina þarna. Norski herinn var nýhúinn að fá all- margar nýtízku flugvélar, er voru i birgðageymslu hersins. Var ekki annað eftir en að setja þær saman. Og enskum flugvélum varð ekki komið við þarna, þegar allir flugvellir i Noregi að heita mátti voru í höndum Þjóðverja, en brezku flugvélarnar þurftu að hafa sínar bækistöðvar handan við Norðursjó eða úti á hafi. Þýzku flugvélarnar höfðu ekki nema örstutta leið að fara til að sækja sprengjur, nokkrar vél- ar til þess að gera gátu haldið áfram sífeldum sprengjuárásum. Það var nokkuð þreytandi að hafa slíka fugla rétt yfir höfði sér, heyra hvininn í sprengjun- um hverri af annari daginn út og inn, er þa*r falla niður úr flugvélunum, og vera á glóðum hvað eftir annað um, að einmitt þessi lendi beint í hausinn á manni eða geri útaf við mann á annan hátt. —En sprengduð þið ekki brýr og spiltuð vegum til þess að tefja framrás þeirrá? Fljótir að bgggja brýr. —Jú. Það var ntáske það helzta, sem við gátum gert til þess að tefja fyrir þeim. En sú töf varð bara lítil. Því þeir höfðu með sér alt sem til þurfti til þess að gera bráðabirgðabrýr. Þeir settu upp fallbyssur við brúarstæðin eða hinar hrundu brýr, og voru byssur þessar svo langdrægar, að þýzka Iiðið, sem vann að brúargerðinni, var alveg i vari, við náðum ekki til þess með skotvopnum okkar. Þeir gerðu sér stórar brý’r á nokkrum klukkustundum. Eg heyrði sagt, að þeir hafi sumstaðar notað gúmmíbönd, sem þeir strengdu yfir árnar og gátu notað sem brýr. En slíkan útbúnað sá eg aldrei sjálfur, og veit ekki full- ar sönnur á þessu. Eina huggun okkar í bardög- um þessum, ef huggun skyldi kalla, var það, að altaf féllu fleiri Þjóðverjar en Norðmenn. Það var greinilegt. Þýzku her- mennirnir voru svo fífldjarfir og óvarkárnir. Þetta voru flest ungir menn, 18—22 ára, eða í hæsta lagi 25 ára, nema einstöku foringjar eldri. Eg hefi séð 5— 600 þýzka hermenn fallna eða fanga, svo eg hafði tækifæri til þess að kynnast þvi, á hvaða aldri þeir voru. Ætluðu ekki að trúa lifgjöfinni. En á fífldirfsku þeirra feng- um við eðlilega skýringu. í viðureign okkar í skógum og fjallahlíðum tókum við altaf nokkuð af föngum, þó fleiri væru þeir Þjóðverjar, sem gengu alveg út í opinn dauðann held- ur en að láta taka sig höndum. Hver einasti þýzkur hermaður, er tekinn var til fanga, sem eg hafði spurn af e^a sá til, spurði undir eins og hann var fallinn okkar hendur, hvort ekki ætti að skjóta hann. Þessuin ungu lýzku hermönnum hafði auð- sjáanlega verið innprentað það, að það þýddi ekkert fyrir þá að gefa sig okkur á vald, þvi við Norðmenn skytum alla okkar fanga. Það kom oft fvrir að við þurft- um að hafa fangana með okkur úti í skógunum 1—2 daga, áður en við gátum komið þeim af okkur. Það var eins og við ildrgi gætum sannfært þá glögg- lega um, að við ætluðum ekki að taka þá af lífi. Þegar þeim var sagt að setjast niður, þá bjuggust þeir við, að nú væri dauðastund þeirra komin. Og jegar við sögðum þeim að standa á fætur og ganga með okkur, þá var eins og þeir byggjust altaf við því, að nú myndu þeir leiddir á aftökustaðinn. En þessi skoð- un þeirra eða sannfæring, sem þeim hafði verið innprentuð um KAUPIÐ AVAI/T í LUMBER hJ4 THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD. HENRY AVENUE and ARGYLE STREET Winnipeg, Man. - Phone 95 551 J harðýðgi og mannúðarskort okk- ar Norðmanna varð til þess að þeir hættu lífinu hvar sem var, heldur en að gefast upp. Undanhaldið yfir fjöllin. Þegar þýzki herinn var kom- inn upp fyrir Hvam í Guðbrands- dal, var orðið mjög lítið um vörn frá okkar hálfu eða Englendiuga, sem ineð okkur börðust. Þó þeir væru með okkur niðri í dalnum, hafði það engin úrslitaáhrif, þvi þeir voru lítið betur settir en við. Þeir komu aldrei skrið- drekum né fallbyssum yfir Dofrafjöll frá Ondalsnesi. Til þess voru flutningarnir alt of erfiðir á þessari einu braut, sem sjirengjum rigndi yfir alla daga. Lestir gátu ekki farið eftir braut- inni nema á nóttunni. Urðu vagnlestirnar að vera inni í skúgum yfir daginn, þar sem flugmenn kæmu ekki auga á þær. á þær. En með harðfylgi og kænsku tókst að koma í veg fyrir, að nokkurntíma yrðu fjölmennar herdeildir króaðar inni í Guð- brandsdal. Herliðið komst til baka til Ondalsness skipulega, að öðru leyti en því, að allmargt hermanna hafði strjálast úr því upp í fjöll og yfir í Austurdai og hörðust þeir í smáskæruhern- aði hér og þar í fjöllunum. Þegar herdeild mín kom til Ondalsness, var þar ein saman- hangandi ógn og skelfing. Hafn- arbakkar sundurtættir, bærinn logandi rúst og skógurinn í fjallshlíðinni fyrir ofan bæinn alelda. Við komumst þaðan allmargir saman á gufubát að nóttu til. Flugmenn skutu á bátinn, en hann sakaði ekki. Mín hersveit kom til Vikebugt í Romsdals- fjord 5 mílur frá Ondalsnesi. Suðurherinn afvopnaður. Þá vissum við ekki annað, en að þarna ættum við að fá að hvíla okkur í nokkra daga, til þess að byrja bardaga að nýju endurhrestir eftir hvildina. í þrjár vikur höfðum við aldrei sofið rólega nótt, aldrei lagst í rúm, aldrei farið úr fötum. Og oft höfðum við haft mat af skornum skamti, því ekki var altaf hægt að koma til okkar vistum. Þetta var 1. maí. Það var ein- hver dapurlegasti dagur styrj- aldarinnar. Þá var okkur sagt, að við yrðum að leggja niður vopn. Sú tilkynning var út gef- in, að hver sá norskur hermaður þar um slóðir, sem Þjóðverjar fvrir hittu vopnaða að 4 klukku- stundum liðnum, gæti búist við því að hann yrði skotinn. Hervarnir okkar í Suður-Nor- egi voru alveg bilaðar. Við höfðum nóg af hermönnum, sem vildu berjast. En okkur skorti vopn og alla möguleika til skipu- legrar varnar. Eg sá hermenn, sem grétu er þeir heyrðu þenna boðskap. Þriggja vikna bardag- ar og blóðsúthellingar höfðu eng- an árangur borið. Fjórir flóttamenn á bát. Þá var það, að við tókum okk- ur saman fjórir og ákváðum að óhlýðnast afvopnunarskipuninni. Við vorum tveir Norðmenn, danskur kafteinn, sem barist hafði í Guðbrandsdal sem sjálf- boðaliði og maður af islenzkum ættum, sem á heima í Álasundi. Hann var undirforingi, eins og eg var þá. Eg hirði ekki um að nefna nöfn þessara manna. Við söfnuðum skotvopnum og matvælum i róðrarbát og héldum af stað noðrur á bóginn. Eftir 9 daga erfiði og æfintýri vorum \nð komnir norður í hin frjálsu héruð Noregs. Það var að kvöldi þess 1. maí, sem við rérum af stað út Romsdalsfjörð. Það var ömur- legt ferðalag, einkum fyrst í stað. Altaf vorum við að hitta báta með fólki, er flúið hafði úr bæjum og þorpum á strönd- inni, i dauðans ofboði, undan sprengjuregni þýzku flugvélanna. sængurfötum og matvæli. Aðrar eigur þess ef til vill allar glatað- ar. Heimilin í rústum. Við sáum bálið frá Molde. Sá bær brann til ösku. Hermenn- irnir, sem afvopnaðir höfðu ver- ið og leituðu þangað heim til sín, komu að bænum í björtu báli. Og eins var með Kristians- sund. Það þótti okkur einkenni- legra. í þeim bæ hafði engin herdeild bækistöð. Ekkert var í bænum, sem hafði neitt að þýða fyrir herinn. Þar höfðu verið 1370 hús. Okkur var sagt að 320 myndu vera þar uppistand- andi. Og við fréttum meira frá flóttafólkinu, sem við hittum á sjónum. Undanfarna daga höfðu þýkar flugvélar farið þar um allar bygðir, þrætt víkur og voga og öll dalverpi. Alstaðar þar sem verksmiðjureykháfur sást, eða eitthvað i byggingum bar þess vott, að þar væri um ein- hver iðnfyrirtæki að ræða, þá var þar varpað niður sprengjum, en fólkið lir þessum þorpum eða úr nágrenni þeirra flýði annað- hvort upp á fjöll ellegar út í eyjar. Skall hurð nærri hælum. Um miðjan dag þ. 3 maí kom- um við út í eyna Edö (Æðey?). Mikinn hluta leiðarinnar höfðum við fengið vélbát til þess að draga flevtu okkar. Nú gat hann ekki farið lengra. Við gengum á land í eynni, og var ákaflega vel tekið. Við fengum þar bezta viðurgerning. Og þar beið okkar það, sem við þráðum mest: Að fá að hátta ofan i rúm og sofa, hvila okkur. En við höfðum ekki hvílt okk- ur nema 3 stundarfjróðunga er við vorum vaktir hastarlega og okkur sagt, að þýzkt lið væri komið til eyjarinnar. Það væri ekki nema 4 km. frá bænum, þar sem við vorum. Við þutum á fætur, út í bátinn og rérum út í dálitinn hólma samt frá landi. Héldum við að Þjóðverj- arnir hefðu fengið njósnir af ferðum okkar og erindi þeirra væri til okkar. En ekki skyldu þeir hafa hendur í hári okkar alveg óeypis. Við lágum skot- búnir úti ( hólmanum alt til kvölds. En þýzku hermennirnir sýndu sig ekki. Kömumst við að því síðar, að erindi þeirra í eyna var að fá vald yfir vita, sem þar var. Nú urðum við að nota nóttina til þess að sleppa úr þessari sjálfheldu. Við urðum að róa í myrkrinu rétt framhjá Þjóð- verjunum. Aðra leið komumst við ekki. Til þess að forðast að nokkuð brakaði í árunum skár- um við bolina af sokkunum okk- ar og smeygðum þeim upp á ár- arnar. Við sluppum. Síðan gerðust engin stórtíð- indi á ferð okkar í 5 daga. Morg- uninn eftir að við fórum frá Edö komum við til eyjarinnar Lya og gátum þar hvílt okkur heilan dag. Síðan var ferðinni heitið til Namsos. Því þar átt- um við von á að hitta norskt lið og komast í bardaga að nýju. En er lengra kom norður frétt- um við, að Namsos væri þegar á valdi Þjóðverja. Því var ekki annað en halda lengra norður á bóginn. Eftir að við nálguðumst Þrándheimsfjarðarmynni, og það sem eftir var leiðarinnar, gátum við altaf átt von á því að hitta þýzka varðbáta. í hvert sinn, sem við sáum bát á ferð bjugg- umst við til varnar í bát okkar. Því við vorum í hermannabún- ingum og engin miskunnarvon, ef þýzkir hermenn kæmu auga á okkur. Við komum til Mossjöen þann 9. maí að kvöldi. Þar var norskt lið. Þar gátum við gefið okkur fram til herþjónustu að nýju. En þegar við komum þangað, var þýzki herinn ekki nema 6 km. frá bænum. Og því varð að halda enn lengra áfram í skyndi. Var norski herinn að dags þ. 10. maí komum við til Mo. Fyrirliðar sjálfboðasveitar. Og nú byrjaði nýr þáttur í lífi okkar þessara fjögurra sjálf- boðaliða. Danski kafteinninn, sem var einn af okkur fjórum, fékk nú liðssveit sjálfboðaliða til þess að stjórna og var eg vara-foringi þeirrar sveitar. Við fengum 100 manna sveit til yfirráða, sem var tekin úr öðrum herdeildum, mest sjálfboðaliðar. Því liklegt þótti, að við hefðum fengið þá æfingu í Suður-Noregi og kunn- leika á baráttuaðferðum Þjóð verja, er að gagni mætti koma. Rétt í sömu svifum og við vor- um að leggja í hernaðinn að nýju, voru Þjóðverjar að komast til Hemnæs. Þeir sendu 2500 manna lið yfir fjallveginn þang- að, en farþegaskip kom þangað með 500 manna lið. Það var rétt komið í land, þegar enskt her- skip sökti skipinu við hafnar- bakkann. Barist í sex sólarhringa. í sex daga vorum við i si- feldum bardögum nokkuð sunn- an við Mo, milli Finejde og Hemnæs. Oft var þá barist í ná- vígi. íslenzki undirforinginn, er kom með okkur að sunnan, særðist annan daginn, sem við vorum þarna. Fékk kúlu í bak- ið og var fluttur á spítala í Mo. Eg gæti sagt langa sögu af þvi, sem gerðist hvern daginn þar i sveit. En það yrði altof langt mál. Alla þessa sólar- h'ringa stóðum við i bardögum og þrotlausu erfiði. Aldrei hvild eða svefn að heitið gæti. Maður fleygði sér niður augnablik und- ir tré i skógi eða í fjárhús eða hvar sem var. En þreytan yfir- bugar mann ekki svo glatt an altaf er um lífið að tefla- Bitpeningurinn drepst i húsunum. Ástandið í sveit þessari var 0 skaplegt. Fólki öllu var skipa að flýja bæina. Allir urðu a hlýða því boði. Þó heyrði eg getið um aldraða bóndakonu. sem rak allstórt bú, er neita 1 alveg að yfirgefa bæ sinn skepnurnar í húsunum. ^ ekkcrt var hægt að gera við Þ*r’ þegar bæirnir voru inannlausir- Skepnurnar stóðu bundnar innilokaðar. Ekki hægt að slepPa þeim út á gaddinn. Kýrnar ekk' mjólkaðar, og alt banhungra ■ Við reyndum að skjótast inn * fjósin og mjólka, þar sem vi komum, og fleygja fóðri í grlP' ina. En sjaldan var tími 0 þess. Við skutum það af fénað inum, sem við sáum að lel mestar kvalir. Ætluðum alta að reyna að fá tækifæri til a leysa út allan fénað, og reka hann norður eftir bygðinni. En aldrei vanst timi til þess. Nokkf' um sinnum heyrðum við 11 m bændur og búalið, sem að nset- urþeli fór inn á milli víglínanna til þess að lina þjáningar bU' peningsins. Um hörmungar fólksins, er hafðist við uppi u|n fjöll og firnindi, vissum við minna þá daga. Lokabardaginn þarna. Sjötti dagurinn á þeim víg' stöðvum varð mér og félögum mínum erfiðastur. Kafteinninn hafði farið til Mo, til þess 3® sækja þangað ýmsar nauðsynj' ar og var e,g fyrir liðinu á meðan- Það var um nónbil um dagin11 Við vorum 14 saman staddir inni i kaupfélagsverzlun einn' og vorum að taka þar til ýmiS' DR. B. H. OLSON Phones: 35 076 . 906 047 Consultation by Appointment Only • HeimiU: 5 ST. JAMES PLACE Winnlpeg, Manitoba Dr. P. H. T. Thorlakson 205 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 22 866 Res. 114 GRENFELL BLVD. Phone 62 200 DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Office tímar 3-4.30 Helmili: 214 WAVERLEY ST. Phone 403 288 Winnipeg, Manltoba Það hafði með sér eitthvað af hörfa úr bænum. Seinnipart DRS. H. R. & H. W. TWEED Tannlæknnr • 406 TORONTO GEN. TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 26 545 WINNIPEG DR. ROBERT BLACK Sérfræðingur I eyrna, augna, nef og hálssjúkdömum 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham & Kennedy ViStalsUmi — 11 til 1 og 2 til 5 Skrifstofuslmi 22 251 Heimliissfml 401 991 DR. A. V. JOHNSON Dentist 606 SOMERSET BLDG. Telephone 88 124 Home Telephone 27 702 DR. K. J. AUSTMANN 512 MEDICAL ARTS. BLDG. Stundar eingöngu, Augna- Eyrna-, Nef og H&ls- sjúkdöma. VlCtalstlml 10—12 fyrir h&degl 3—6 eftir h&degl Bkrtjstofusimi 80 887 Hcimilissími 48 551 Dr. S. J. Johannesson 806 BROADWAY Talsimi 30 877 • Viötalsttmi 3—5 e. h. H. A. BERGMAN, K.C. Islenzkur lögfrœSinyur Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P.O. Box 1656 Phones 95 052 og 39 043 J. T. THORSON, K.C. Islenzkur lögfrœOingur 800 GREAT WEST PERM. Bldg. Phone 94 668 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDG., WPEG. • Fastelgnasalar. Lelgja hús. Ct- vega peningalán og elds&byrgö, bifreiöa&byrgö o. s. frv. PHONE 26 821 A. S. BARDAL 848 SHERBROOOKE ST. Selur Ukklstur og annaat um dt- farir. Aliur útbúnaOur s& beztl. Ennfremur selur hann allskonar mlnnisvarða og legstelna. Skrifstofu talslmi 86 607 Heimilis talslmi 601 562 ST. REGIS HOTEL 285 SMITH ST., WINNIPE*3 • pægilegur og rólegur bústaSur l miObiki borgarinnar Herbergl $2.00 og þar y«r; rneB baöklefa $3.00 og þar yíir. Agætar m&ltlðir 40c—60c Free Farking for Ouests

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.