Lögberg - 31.10.1940, Side 5

Lögberg - 31.10.1940, Side 5
LÖGBEKG, FIMTUDAGINN 31. OKTÓBER, 1940 5 Eikin mín Þú eikin mín fríða, í heiðloft há þitt höfuð þú teygfr, með krónu prúða. Hve tignarleg varstu í vorsins skrúða, er vorsól þér gullhlaði um enni brá. Þú barst eins og drotning af björkum lundar, með bjargtraustar rætur í örmum grundar. Og sumarið gjafmilt þér gæddi á guðadrykk lífsins, með yl frá sunnu. í blíðvindi ljúfum þá lauf þín kunnu hinn liprasta dans, kring um sína tág. Og sumarlangt entist þeim æfi-kveikur; en öll var þeim tilveran hvíld og leikur. En haustið er örlátt á hret og kul; það hleður í valköstu blóinans liði. Og eignarmörk sín, þó með ýmsu sniði, það áletrar gróðurinn, föl og gul. Það flestum gaf silfur, en sæmdi þig gulli, i sumarsins hátíðarloka-fulli. B. Thorsteinsson. ofan á þau óþægindi, sem ellinni oft fylgja, hætist ekki áhyggjur um afkomuna og skortur á þeim lifsnauðsynjum og þeirri aðbúð, sem allir menn þurfa til þess að þeim geti liðið sæmilega. Áhugi á því, að bæta kjör gamalmenna í þessum efnum hefir farið vax- andi hér á landi i seinni tíð og komið fram í löggjöf um elli- styrk, lífeyrissjóð o. s. frv. og í samtökum um að reisa elli- heimili og gera þau sem bezt úr garði. Starf Blindravinafélags- ins miðar líka að því, að gera þeim gömlum mönnum, sem blindir eru, ellina léttbærari. f allri þessari viðleitni kemur fram samúð með gamla fólkinu, og án slikrar samúðar getur þjóðlífið ekki verið heilbrigt. Það væri undarlegt og ómann- úðlegt skipulag, að búa þannig í haginn, að þeir, sem hafa borið hita og þunga æfidagsins, slitið kröftum sínum til þess að koma yngri kynslóðinni á legg og gold- ið skatta og skyldur til þjóðfé- lagsins, ættu svo að lokum að líða skort á æfikvöldi sínu. í viðhorfinu til ellinnar kem- ur fram sambandið milli ungu kynslóðarinnar og gömlu kyn- slóðarinnar, milli nútíðar og fortíðar. Mér hefir altaf fundist ræktarsemin við fortíðina vera dygð. Hún sprettur af meðvit- undinni um það, hvað hinir yngri eiga hinum eldri að þakka, og reynslan mun vera sú, að þeir séu að jafnaði þakklátastir öðrum, sem gjöfulastir eru sjálf- ir. Sú kynslóð, sem þakkar sjálfri sér rnest og þykist lítið hafa þegið 'frá fyrirrennurum sínum, hefir naumast mikla sam- úð með ellinni. En hún verður þá að sama skapi grunnfær og ófrjáls ( anda og athöfnum. Þvi að sannleikurinn er sá, að alt nýtt verður að sama skapi þroskavænlegra og frjórra, sem það á sér dýpri rætur í fortíð- inni og dtegur þaðan næringu og styrk. Lengi er að vaxa vegleg björk, sem vermir um aldir hólinn, en kalt er að byggja bera inörk þá burt eru gömlu skjólin. Og því endurtek eg gömlu bæn- ina að lokum: Gott ey gömlum mönnum! Gott ey ærum mönnum! —Lesb. Morgunbl. Landsbankinn fær aukið og endurbœtt húsnœði Landsbanki íslands opnar í dag hinn nýja afgreiðslusal, sem er í hinni nýju byggingu bank- ans við Pósthússtræti. Batna nú stórum afgreiðsluskilyrði bankans, en það hefir háð mjög afgreiðslunni undanfarið, hversu þröng húsakynni bankans hafa verið. f hinum nýja afgreiðslusal, sem er bjartur og rúmgóður, verður sparisjóður, hlaupareikn- ingur, veðdeild og tékkar á úti- búin og innlenda banka. Klukkan 7 í gærkvöldi bauð bankastjórnin ríkisstjórn, blaða- mönnum og nokkrum gestum til þess að skoða hin nýju húsa- kynni bankans. Georg ólafsson bankastjóri á- varpaði gestina og bauð þá vel- komna. Hann rakti síðan í stór- um dráttum byggingasögu bank- ans og lýsti hinni nýju bygg- ingu. Hann mælti á þessa leið: 1. júlí 1886 tók Landsbankinn til starfa í húsinu nr. 3 við Bankastræti, og var hann þar i 12 ár eða til ársins 1898, er bankinn flutti í hús það, sem hann hafði sjálfur látið reisa við Austurstræti. f aprilmánuði 1915 eyddist húsið af eldi i brun- anum mikla, er lagði mörg hús við Austurstræti og Hafnarstræti í rústir. Eftir brunann fékk bankinn húsnæði í núverandi pósthúsi, og 1917 flutti hann í nýbygt hús við Austurstræti, er Nathan & Olsen höfðu látið reisa, og er þar nú Reykjavíkur Apó- tek. Á árunum 1922 og 1923 lét bankinn endurbyggja bankahús- ið við Austurstræti, allmjög stærra en það var í upphafi, og flutti bankinn i hið nýja hús- næði 1. marz 1924. Var þá gert ráð fyrir, að bankinn hefði fengið húsnæði, sem myndi verða honum nægilegt um langan aldur. En það vom ekki mörg ár liðin, þegar sýnt var, að bankanum yrði brátt þörf á enn rýmra húsnæði, og með hliðsjón af framtíðarþörfum bankans voru hinn 13. september 1928 fest kaup á nágrannaeign bank- ans, Ingólfshvoli. Nú hafa viðskifti bankans á undanförnum árum aukist svo mjög, að um all-langt skeið hefir verið þröngt við afgreiðslu, og hefir það verið til mikils baga. Og síðustu árin var afgreiðslu- salurinn á neðstu hæð hússins orðinn með öllu ófullnægjandi sökum þrengsla. Var þvi sú á- kvörðun tekin að stækka húsið og byggja við það, og skyldi einn afgreiðslusalurinn stækk- aður. Byggingarframkvæmdir hófust í ágúst 1938, og var steypuvinnu lokið í febrúar 1939. Stærð neðri hæðar og kjallara hvors um sig er 234 fermetrar, efri hæðar 82 fermetrar, en byggingin er tvær hæðir og kjall- ari. Uppbygging hússins var að ýmsu leyti hin vandasamasta, og má t. d. geta þess, að sjávar gætir 2 metra ofar neðsta gólfi, þegar stórstreymi er, og meðan steyptar voru súlur, hvíldi norð- urhlið bankahússins og suður- hlið Ingólfshvols á bráðarbirgða- trésúlum. Styrkleiki súlna og veggja er miðaður við það, að hægt verði að hækka bygginguna um tvær hæðir, og er þá ætlunin að Ingólfshvoll verði rifinn, en byggingin nái þá yfir um horn Pósthússtræfis og Hafnarstrætis. Mestan hluta kjallarans taka aðalféhirzla og verðbréfageymsla bankans og nauðsynleg herbergi í sambandi við þær. Þar er og herbergi fyrir seðlagreiningu og eyðingu seðla, sem teknir hafa verið úr umferð. Á fyrstu hæð er viðaukinn við afgreiðslusal, sérstök herbergi fyrir endurskoðun og skrifstofu- stjóra auk eldtraustrar geymslu og snyrtiherbergja. Stærð eldri salar er um það bil 253 fer- metrar, en hins nýja 260 fer- metrar, og er því afgreiðslusalur bankans nú samtals 513 fer- metrar. Afgreiðslurými við disk eldri hlutans er um það bil 18.5 metrar, en við breytinguna eykst það um 38.5 metra, og er þvi nú samtals 57 metfar. Innanhússmunir og diskur eru gerðir úr celluloselakkbornu ahorni. f disknum er komið fyrir spjaldskrám og því um liku til notkunar við afgreiðslu. í afgreiðslusal eru bólstruð hús- gögn, klædd íslenzku sauðskinni, til afnota fyrir viðskiftamenn, en skrifborðsstólar eru klæddir is- lenzkum vefnaði. Upphitun er með þeim hætti, að dælt er inn hreinsuðu, hæfi- lega heitu og röku lofti, en ó- hreint loft er sogað út við fóta- lista. Hvort nægilega heitt er í solum og skrifstofum, má sjá á þar til gerðum mælum (Thermo- stat) í sjálfu ketilrúminu. Raflýsing salarins er óbein (indirect) og blandað saman kvikasilfur- og dekalominperum, til þess að birtan verði sem lík- ust dagsbirtu. Sérstakjr raf- geymar eru í kjallara fyrir bók- haldsvélar og varalýsingu, ef rafkerfi bæjarins bilar um stund. Á efri hæð eru 6 skrifstofu- herbergi auk snyrtiherbergja og þess háttar. Verkstjóri við bygginguna var Jón Bergsteinsson múrarameist- ari, en fyrir smíði innanstokks- muna stóðu Jónas Sólmundsson og Guðmundur Breiðdal. Bólstr- un annaðist Helgi Sigurðsson, en frá Erna Ryel hefir ofið,klæði á skrifhorðsstólana. Málningu annaðist Helgi Guðmundsson. Járnteikningar gerðu Geir Zoega og Gústaf E. Pálsson; hitalagnir teiknaði Benedikt Gröndal, eh útfærslu annaðist firmað Á. Einarsson & Funk; raflagnir teiknaði Jakob Guð- johnsen, en verkið tók að sér Júlíus Björnsson. Við smíði úr málmum hafa unnið Vélsmiðjan Héðinn, Stál- húsgögn h.f., Björn Eirksson og Tryggvi Árnason á verkstæði Egils Vilhjálmssonar. Teikningar hefir gert Gunn- Iaugur Halldórsson arkitekt, sem og hefir haft daglegt eftirlit með öllum framkvæmdum, en aðstoð- armaður hans við húsgögn var Skarphéðinn Jóhannsson, hús- gagnateiknari. Nú þegar byggingunni er lokið og stærð afgreiðslusalarins hefir verið tvöfölduð, vonar bankinn, að hann geti veitt viðskiftamönn- um sínum greiða og góða af- greiðslu, og þegar geymsludeild- in er koinin i fult lag, væntir hann að geta enn betur fullnægt þörfum viðskiftamanna sinna. • Er gestir höfðu skoðað hin nýju húsakynni bankans og þeg- ið veitingar, sem framreiddar voru i hinum nýja afgreiðslusal, kvaddi fjármálaráðherra, Jakob Möller sér hljóðs og mælti á þessa leið: Fyrir hönd rikisstjórnarinnar óska eg Landsbankanum til ham- ingju með hina nýju byggingu. Eg vil láta í ljósi þá ósk, að bankinn inegi halda áfram að dafna, þróast og vaxa, eins og hann hefir gert á undanförnum árum eins og lýst var í ræðu Georgs ólafssonar bankastjóra er hann gat þess að viðskiftin hefðu sprengt húsnæði bankans. Þetta eru merki athafnalífs og gró- anda í þjóðlífi fslendinga. Eg vona, að þannig verði yþað í framtíðinni. Eg vil að lokum óska starfs- mönnum bankans til hamingju með hin bættu vinnuskilyrði og vona, að þau auki ánægju þeirra og gleði við starfið. • Hinn nýi afgreiðslusalur setur alveg nýjan svip á bankann inni. Salurinn er mjög rúmgóður. Á miðju gólfi, utanborðs, er stór, tvöfaldur “sófi,” klæddur ís- lenzku sauðskinni. Þar er og horð, handa viðskiftamönnum að skrif.a við. f einu horninu er lítið kringl- ótt borð og á því uppdráttur af Reykjavík, sem sýnir helztu bygingar bæjarins og skemtistaði (iþróttavelli, golfvöll, baðstaði o. s. frv.). Þessi uppdráttur er til leiðbeininga fvrir erl. ferða- menn. Þar er og fyrir innan borð stúlka, sem notuð verður til að skifta erl. peningum. Það er unun að koma inn í þenna nýja afgreiðslusal og sjá hve öllu er þar haganlega fyrir- komið. Allur frágangur ber vott um listfengi og smekkvísi arki- tektsins, Gunnlaugs Halldórsson- ar, sem gerði teikningar og hafði umsjón með daglegum fram- kvæmdum verksins. Hitt er lika ánægjulegt, að sjá handbragðið á öllu, sem inni er, diskum, borðum, skúffum, stólum, skrif- borðum o. s. frv., en alt er þetta smiðað af islenzkum mönnum. Þeir sýna hér í verki, að þeir eru starfi sínu vaxnir. —Morgunbl. 17. ág. Hitt og þetta Charles Blondin hét frægasti línudansari jarðarinnar. Hann hét réttu nafni Gravelin og fæddist árið 1824 í Saint Omer. Það eru fjörutíu ár siðan að hann dó. Frægasta afrek hans var þegar hann gekk á streng yfir Niagarafossana, þar sem þeir eru hrikalegastir. Hann gerði þetta i fyrsta skifti árið 1855, en mannfjöldinn er safnast hafði saman hélt niðri í sér andanum af eftirvæntingu. Allir bjuggust við að hann myndi hrapa — en hann komst ekki að eins heilu og höldnu yfir, heldur margend- urtók gönguna á strengnum, undir dynjandi fagnaðarlátum áhorfendanna. Eitt sinn spurði Edward VII. Bretakonungur Blondin hvað hann hefði nú eiginlega hugsað, þegar hann var kominn út á strenginn. “Eg hugsaði um að halda jafn- væginu, yðar hátign,” sagði hann stuttaralega. Venjulega var Blondin kallað- ur Niagarahetjan. Leikni hans þótti óviðjafnanleg. Hann gekk á stultum eftir línu, eða hann bar mann á bakinu, mataðist og drakk kaffi á þessum göngu- ferðum sínum og lét jafnvel binda fyrir augu sér. Á sumardaginn fyráta, 25. apríl 1940 Þann dag var eg staddur á gamalmennaheimilinu Betel á Gimli, fór þangað aðallega til að sjá gamla konu, sem þar er búin að vera um tuttugu ár; hún heitir' Margrét og er Sigurðar- dóttir, ættuð úr Húnavatnssýslu á fslandi og er frænka konunn- ar minnar, og varð 90 ára gömul 12. marz siðastliðinn. Þegar menn komast á þann aldur finst flestum það vera orðin löng braut og margs að minnast. Það átti að vera söngsamkoma þennan dag í hinum prýðilega samkomusal hejmilisins undir um sjón hins velþekta og lipra tónsnillings Hannesar Kristjáns- sonar kaupmanns á Gimli. Vist- fólk heimilisins var að hópa sig saman til að hlusta á guða- söngva islenzkra dýrðarheima, sem túlkaðir skyldu verða af hreimfögrum hjartaslögum sona og dætra f jallkonunnar fögru, sem lét okkur dreyma um löndin ókunnu, þegar við, sem farin er- um að eldast, vorum á fyrri barnsaldrinum. Yfirumsjónarkona heimilisins, sem gerir garðinn frægan, svo að allir dáðst að, er þangað koma, gekk um meðal gamla fólksins líkust gyðju hjálpræð- isins, sem, eins og eitt af okkar beztu skáldum komst að orði, “til að hugga, sefa og græða”; og með komandi sól sumarsins, að vekja til nýs lífs vonarneist- ann hjá þessum ellimóðu ein- stæðingum, hlýju vorsins, sem sumarkoman var að boða. Er ekki lífið okkar eins og jörðin, sem við búum á: undarlegt sam- bland af frosti og funa. En svo segja máske aðrir: skáldin geta gefið öllu nafn. Hvað um það. Eitt var auðsjáanlegt, að það áttu sem flestir að verða að- hjótandi söngskemtunarinnar á Betel á sumardaginn fyrsta. Brátt kvað við úr bergi gýj- unnar stilt af tónmeistaranum, með, eins og Steingrímur kemst að orði: “hljóm, sem birtir innri veröld alla, sem manns í brjósti hreyfir sér” lagið indæla “Á stað burt í fjarlægð.” Það er víst altaf einhver að búa sig á stað í fjarlægð; á ekki þetta lag, eins og þar stendur, voldugan frum- kraft, sem vaknaði upp eftir nótt. Svo kom næst “Á vængjum vildi eg berast”, djúpsettir, hrifandi tónar; Er það ekki æðsta þrá mannssálarinnar að ná “sigri yfir líf og hel.” Þá “Ó, fógur er vor fósturjörð^ ódauðlegt orðaval, skáldið var á glæsiáruin æskunnar, en þung tákn of fljótt enda; það er of oft sagan. Næst “Þú bláfjalla geimur.” Er nokk- urt lag sem íslenzka þjóðin á með slíkri dagrenning í undir- vitund sinni? Mér komu í hug orð Guðm. Guðmundssonar úr hinu þjóðkunna kvæði Locksley Hall, lýsingin á Ainie frænku: “dagrenningu úr djúpi sálar dökkbrún augu sýndu ljóst.” Þvílíkt hugmyndaflug; skaði að það kvæði skuli ekki vera í bók- unum hans. Þá var lagið og Ijóðið “Geng eg fram á gnýju, geigvæna brún.” Það er eins og alt sverji sig í ættina, hvar sem maður heyrir skáldið með harnshjartað hreyfa fiðlu Braga gamla; þess- ar traustu undirstöður, þessi gagntakandi viðvörunarandi, þessi mildi blær, þessi þróttmikla andagift, þessi sannfæringar stál- vilji og síðast en ekki sízt, þessi sigurvissa á það háleita og góða. Blessuð veri minning hans. Svo “Heyrið morgunsöng á sænum”; seyðandi, vekjandi vermandi, friður náttúrunnar, æstar öldur úthafsins, kraftur og þrek þegar á reynir, trú og vonin síðasta og bezta, sú, að Guð veit nöfnin; ekki orsök að örvænta sigurs eftir stríð. Þá var lagið “Hvað er svo glatt,” spilað og sungið af mikilli list, eins og öll hin. Hugsanir mínar voru vist í móðu þessa stund, en þeg- ar eg fór að fá skýringu, undr- aði mig á minni og skilningi gömlu konunnar áður á minstu, yfir 20 árum eldri en eg, enda hefir æfi hennar oft verið þannig löguð, að íslenzku skáldin með sínum hreimfögru blæbrigðum hafa að líkindum verið hennar unun og stundastytting; má vera í orðsins beztu merkingu. unun og aflgjafi. Nú er hún orðin blind, samt virðist friður og gleði ríkja í sál hennar og innri hugsjóna dagsbirtan ólömuð, þó sú ytri sé með öllu horfin. Guð algeimsins er sannarlega ljós góðrar sálar, þó dagsbirtan sé þrotin og alt sýnist eintóm nótt. Eg er söngfólkinu innilega þakklátur fyrir skemtunina, og þó dagar sumarsins séu nú á enda, þá hefi eg ekki gleymt stundinni. Megi friður og rósemi ávalt hvíla yfir heimilisfólkinu á Betel. Áheyrandi. SKYLDA YÐAR ER BRÝNNI EN e AÐUR! Ocr. 22%-Nov.64 W I N N I P E G COMMUNITY CHEST

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.