Lögberg - 31.10.1940, Síða 8
8
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 31. OKTÓBER, 1940
Hollasti heimilis-
drykkurinn.
\
Úr borg og bygð
MA TREIÐSLUB6K
Kvenfélaga Fyrsta lúterska safn-
aðar í Winnipeg. Pantanir
sendist til: Mrs. E. W. Perry, 723
Warsaw Ave.; Mrs. E. S. Feld-
sted, 525 Dominion St. Verð:
$1.00. Burðargjald 5e.
♦ ♦ ♦
Jón Sigurdson Ghapter, I.O.
D.E., heldur sinn næsta fund í
Jón Bjarnason Academy, Home
St., kl. 8 e. h. næsta þriðjudag,
5. nóvember.
♦ ♦
Dr. F. W. Shaw, sem lengi
hefir verið starfandi læknir á
Gimli, lézt að heimili sínu síð-
astliðinn laugardag, hinn vinsæl-
asti maður; hann lætur eftir sig
ekkju og tvö börn.
♦ ♦ ♦
Mr. Sveinn Magnus frá Minne-
apolis, Minn., kom hingað seinni
part fyrri viku til þess að vera
við litför systur sinnar, frú
Stefaniu Benson, er jarðsungin
var i Selkirk á föstudaginn.
♦ ♦
Á laugardaginn 26. okt. voru
gefin saman í Fyrstu lút. kirkju
af sóknarprestinum, þau Bobert
George Pollack og Helga Grace
Johnston. Brúðurin er dóttir
Paul heitins Johnston, og konu
hans Helgu Bardal Johnston, nú
til heimilis á 708 Banning St.
Ungu hjónin setjast að á 774
Victor St.
♦ ♦ ♦
Þjóðræknisdeildin “Brúin” í
Selkirk hefir opinn fund í is-
Jenzka samkomuhúsinu á föstu-
dagskveldið kl. 8, 1. nóvember.
Forseti Þjóðræknisfélagsins,
Dr. Richard Beck, Ásmundur P.
Jóhannsson og fleiri tala. Allir
velkomnir!
T. S. Thorsteinson,
skrifari deildarinnar
“Brúin”, Selkirk.
Minniál BETEL
í
erfðaskrám yðar
KOSTABOÐ!
Sendið bækur ykkar i band
og viðgerð til Daviðs Björns-
sonar. Vandað verk en ódýrt.
Greið og ábyggileg viðskifti.
Allskonar islenzkar bækur
til sölu og hentugar bækur
til jólagjafa.
Stórt “Lending Library”
BJÖRNSSON’S BOOK STORE
AND BINDERY
702 Sargent Ave.
Nýlátinn er hér í borginni
Magnús Jónsson frá Hjarðar-
felli, 61 árs að aldri. Magnús
heitinn starfaði í mörg undan-
farin ár i þjónustu Manitoba-
stjórnarinnar sein vínsölu In-
spector. Magnús var fríður
maður og karlmannlegur, og
drengur hinn bezti.
♦ ♦ ♦
Mr. Jón Westdal frá Wynyard,
Sask., kom til horgarinnar í lok
fyrri viku, og dvelur hér f
nokkra daga; hann á margt ætt-
menna hér í borg, er hann lang-
aði til að heimsækja, því langt
er síðan hann hefir lagt leið
sína hingað. Jón er móðurbróðir
Einars P. Jónssonar ritstjóra
Lögbergs.
♦ ♦ . ♦
Kvenfélag Fyrsta lúterska
safnaðar, deildir 3 og 4, efna
til útsölu á heimatilbúnum mat
í fundarsal kirkjunnar seinni-
partinn á föstudaginn þann 1.
nóvember næstkomandi, og að
kvöldinu; verða þar meðal ann-
ars á boðstólum pressuð svið,
auk þess sem selt verður jafn-
framt kaffi með heitum pönnu-
kökum.
♦ ♦ ♦
* Hinn 1. október s.l. fór fram
gifting á heimili hjónanna
Gústafs og Andreu Björnson í
Argylebygð, þar sem elzta dóttir
þeirra ungfrú Gunnlaug Jónína
var gefin Wilfred Bruce Dowd
frá Cypress River, Man. Heimili
Mr. og Mrs. Björnson var skreytt
svo sem við átti og allir nánustu
ættingjar voru viðstaddir. Að
giftingunni lokinni var öllum
ríkulega veitt að íslenzkum sið
'og rausn. Að giftingunni lok-
inni tóku hin ungu hjón sér
ferð á hendur til ýmsra staða í
Manitoba og Saskatchewan, en
framtiðarheimili þeirra verður á
bújörð brúðgumans við Cypress
River, Man. Séra E. H. Fáfnis
gifti.
♦ ♦ ♦
Hinn 26. þ. m. voru gefin sam-
an i hjónaband í kirkjunni í
Glenboro þau ungfrú Valgerður
Breiðdal og Hallgrímur Erickson
frá Lundar, Man. Brúðurin er
dóttir Jóns Breiðdal og fyrri
konu hans Guðbjargar Bárðar-
son, nú látinni fyrir mörgum ár-
um, en brúðguminn er úr hinni
ágætu íslenzku bygð við Lundar,
en foreldrar hans eru dáin fyrir
nokkru. Kirkjan var öll ljós-
um prýdd við þetta tækifæri, og
nánir vinir og faðir voru við-
staddir. Eftir giftinguna fóru
hin ungu hjón brúðkaupsför til
ýmsra staða í Manitoba en heim-
ili sitt munu þau setja að Lund-
ar, Man., þar sem brúðguminn
hefir stundað fiskiveiðar nokk-
ur undanfarin ár. Séra Egill
H. Fáfnis framkvæmdi hjóna-
vigsluna.
Mr. Björn Jónasson frá Silver
Bay, Man., hefir dvalið í borg-
inni undanfarna daga.
♦ ♦ ♦
Séra Rúnólfur Marteinsson
messar í Piney á sunnudaginn
kemur. íslenzk guðsþjónusta kl.
2 e. h., en ensk kl. 8 að kveldi.
♦ s- ♦
Laugardaginn 26. október gaf
séra H. Sigmar í hjónaband:
Richard Ernest Thomasson frá
Garðar og Margaret Svanfríði
Kristjánson frá Mountain; einnig
Karty Halldórson frá Mountain
og Allie Gudmundson frá Garðar.
Báðar hjónavígslurnar fóru fram
á heimili prestshjónanna að
Mountain, N.D.
♦ ♦ ♦
Miðvikudaginn 23. okt. lézt á
heimili sínu í Grand Forks, N.D.
Guðjón Jackson, sem þar hefir
búið um 17 ára skeið, og starfað
hjá International Harvester Co.
meðan heilsan leyfði. Guðjón
sál. sem var sonur Guðvalda og
Kristínar Jackson frá Hámundar-
stöðum í Vopnafirði, fluttist
ungur til þessa lands. Bjó hann
fyrst í grend við Akra, N. D„
siðar í Minnesota, þá nokkur ár
í Iowa og loks nú 17 ár i Grand
Forks, N.D. Hafði hann mest af
verið við einhver verzlunarstörf.
Fyrri konu sina misti Guðjón
fyrir rúmum 20 árum, og síðar
tvö börn af þeim fjórum, sem
þau áttu. Seinni kona Guðjóns
sál. var Kristjana Bjarnason frá
Garðar, eignuðust þau tvær dæt-
ur, sem báðar lifa föður sinn á-
samt inóður sinni. Einnig lifa
hann fimm systur.
Guðjón var mjög myndarlegur
maður, prýðilega vel gefinn og
drengur góður. ' Hann var fé-
lagslyntur og duglegur í öllu því
félagsstarfi er hann tók þátt í.
Hann var er hann lézt, meðlimur
í A.O.U.W. félaginu, og i United
Lutheran Church í Grand Forks.
Jarðarför hans fór fram á
laugardaginn 26. október. í
Grand Forks var athöfn á ensku
er Rev. F. T. Smidt stýrði. En
svo einnig sama dag útfararat-
höfn i Garðarkirkju, sem séra
H. Sigmar stýrði. Og í grafreit'
Garðarsafnaðar var hann lagður
til hvíldar.
Messuboð
FYRSTA LÚTERSKA KIRKJA
Séra Valdimar J. Eylands
Heimili: 776 Victor Street.
Sími 29 017.
Sunnudaginn 3. nóvember:
Ensk messa að morgninum
kl. 11; sunnudagsskóli kl. 12.15
e. h.; íslenzk messa að kvöldinu
kl’ 7' ♦ ♦ ♦
Áætlaðar messur um fyrstu
sunnudaga í nóvember:
3. nóv.—Árborg, kl. 2 síðd.
10. nóv.—Víðir, kl. 1 e. h.
S. ólafsson.
♦ ♦ ♦
GlMLl PRESTKALL
3. nóv.—Betel, morgunmessa;
Árnes, messa kl. 2 e. h.; Gimli,
ensk messa kl. 7 e. h.
Sunnudagsskóli Gimli safnað-
ar kl. 1.30 e. h. hvern sunnudag.
B. A. Bjarnason.
Sunnudaginn 3. nóvember
messar séra H. Sigmar í Péturs-
kirkju kl. 11, á Garðar kl. 2 og
á Mountain kl. 8 að kveldi.
Messan á Mountain fer fram á
ensku. + ^
LúTERSKA PRESTAKALLIÐ
í VATNABYGÐUM
Séra Carl J. Olson, B.A., B.D.
prestur
♦ ♦ ♦
Guðsþjónustur 3. nóv., 1940:
Westside kl. 11 f. h.
Foam Lake kl. 3 e. h.
Leslie, kl. 7 e. h.
Stuttur fundur eftir Foam Lake
messuna.—C. J. O.
♦ ♦ ♦
MESSUR í ARGYIÆ
Sunnudaginn 3. nóv., 1940:
Baldur, kl. 11 f. h„ sainskot
til heimatrúboðs.
Brú, kl. 2.30 e. h„ samskot til
heimatrúboðs.
Glenboro, kl. 7 e. h„ samskot
til heimatrúboðs.
E. H. Fáfnis.
Timely and
Challenging Book
(By PROF. RICHARD BECK)
I Saw It Happen in Norway—By
Carl J. Hambro. D. Appleton-
Century Company, New York and
London, 1940. $2.50.
“The Tragedy of Norway” might
well have been the sub-title of this
timely and important book, although
it is also the heroic story of a small
nation bravely defending itself,
with very limited means, against the
overwhelming military might of a
ruthless invader.
Mr. Hambro makes very modest
claims for his book, saying: “This
is not a literary essay, neither is it
a continuous historical treatise. It
is merely a personal narrative of
political experiences, a brief sketch
of certain events in a small country
as they appeared to pne man who
happened to be in a position to fol-
low developments from day to day.”
This fact, however, that we have
here a first-hand description of
what took place in Norway preced-
ing, during and following the Ger-
man invasion, gives to the account
a lasting historical value, such is all
the more the case, as this record of
events bears the stamp of high
authority, the writer being both
president of the Norwegian Parlia-
ment and chairman of the Com-
mittee on Foreign Relations, and
therefore directly and prominently
identified with the development,
which he describes.
While it is true, as Mr. Hambro
points out, that this is not the com-
plete story of the two manths’ war
in Norway, his book gives a clear
and well-rounded picture of the
highly uneven struggle, as well as
of the political, economical and cul-
tural factors involved.
The book tells, in a more or less
chronological fashion, the story of
the invasion of Norway from the
surprise attack during the fateful
night of April 9 until after June 7,
when the King and the Government
deemed it the better part of wisdom
to terminate the military operations
at home and leave the country to
carry on abroad the fight for inde-
pendence of the Norwegian people.
Numerous state documents and
official reports add to the historical
value and the impressiveness of the
account. Wisely, the author has also
included several chapter an neces-
sary background material, such as
the political parties in Norway, the
army and the air force.
The book contains many intimate
glimpses of events and individuals.
Particularly memorable are the
pen-pictures of the aged King
Haakon and of Crown Prince Olav,
whose dignity, courage and spirit of
sacrifice, inspired their co-laborers
and “made every personal worry
seem petty and irrelavent,” to bor-
row a happy phrase from the author.
In his challenging introduction Mr.
Hambro sounds a warning: “But to
all those who understand the scope
and the importance to all mankind
of the struggle that is now going on,
what happened in Norway is a rare
object-lesson and ought tö be
studied in every country that is still
neutral and independent, for every
country is in danger, and every un-
suspicious nation is living under a
mortal menace.”
He goes on to analyze what is
really at stake in the present con-
flict: “For what we are witnessing
today is not a fight for a ‘place in
the sun’ or political supremacy in
Europe and on the seven seas. It is
not a conflict between two different
ideologies or different conceptions
of conscience, of decency, of honest
relations between man and man and
nation and nation.”
Numerous illustrations, many
•from the devastated Norway, add
vividness and poighancy to the
graphic verbal account.
This is a book deserving wide
reading. To the many who heard Mr.
Hambro’s recent lectures, it will
have a special appeal. It should, in
fact, be read by all those genuinely
concerned about the rights of man to
live a free and full life.
Á mánudaginn lézt á Grace
spítalanum hér í hænum Elísabet
Freeman, ekkja Árna Magnús-
sonar Freeman, sem dáinn er
fyrir allmörgum árum hér í bæ,
en var áður bóndi i Álftavatns-
og Grunnavatnsbygðum. Elízabet
heitin var fædd að Dálksstöðum
á Svalbarðsströnd í Eyjafjarðar-
sýslu. Sex börn hennar eru á
lífi: VibaJd, búsettur i Winni-
peg; Magnea, Mrs. F. A. Staddon;
Magdalena, Mrs. A. F. Cameron;
Ada; Guðrún; Emilia. — Jarð-
arförin fór fram á miðvikudag,
30. okt. Séra Valdimar J. Ey-
lands jarðsöng.
Programme and Dance
Tuesday, November 5th, I 940
in the
GOODTEMPLARS’ HALL, Sargenl Ave.
V a r i e t y Prog'ramme
by
THE ICELANDIC MALE VOICE CHOIR
and its members
Dance music by the popular
DEL. GENTHON’S CJRC GRAIN BELTERS
Dance floor manager — Mr. Bradshaw
Sport-dance Prizes
Admission 35c Commences 8 p.m.
ARSFUNDUR
ÍSLENDINGADAGSINS
verður haldinn i Goodtemplarahúsinu
ÞRFÐJUDAGSKVELDIÐ 12. NóV„ 1940.
klukkan 8
Lagðar verða fram skýrslur og reikningar.
Kosning sex manna í nefndina í stað
þeirra, sem endað hafa starfsár sitt.
í wmboði nefndarinnar,
Sveinn Pálmason, forseti
Davíð Björnsson, ritari.
Samtaka!
Vestur-íslendingar hafa oft
sýnt það í verki, að þeir gátu lát-
ið hendur standa fram úr erm-
um og orðið samtaka. Sérstak-
lega hefir þetta komið í ljós
þegar um eitthvað var að ræða,
sem snerti alla íslendinga beggja
megin hafsins; má í því sam-
bandi minna á samskotin til
Leifsmyndarinnar í New York.
Eins og öllum er kunnugt
hefir “Þjóðræknisfélagið” nú
með höndum verk, sem er þýð-
ingarmeira en flest annað, sem
hér hefir verið unnið að,’ og á-
reiðanlega það langmerkilegasta,
sem það félag hefir nokkru sinni
gengist fyrir.
Eg á hér við ritun og útgáfu
Landnámssögu fslendinga í
Vesturheimi.
Þær góðu fréttir bárust vestur
fyrir fáum dögum 4 bréfi frá
Soffoníasi Thorkelssyni til séra
V. .1. Eylands, formanns Sögu-
nefndarinnar, að fyrsta bindið
af þessu mikla verki sé nú full-
prentað, heft og bundið, og komi
hingað vestur til sölu fyrri hluta
næsta mánaðar.
Landar vorir heima á íslandi
hafa þegar tekið verkinu svo vel
og drengilega, að sala bókarinnar
er trygð þeim megin hafsins; er
það bæði vegna hins frábæra
dugnaðar Soffoniasar, sem nú
dvelur heima, og fyrir heilhuga
aðstoð margra leiðandi manna
þar.
Tæplega þarf að efast um að
Vestur-íslendingar taki saman
höndum við útbreiðslu bókarinn-
ar og vinni að sölu hennar hér
með sama dugnaði og gert er
heima. Má telja það víst að hver
sannur fslendingur álíti það
þjóðræknisskyldu sína að eign-
ast hana.
Um verð bókarinnar, söluað-
ferð og fleira því máli viðkom-
andi verður skrifað þegar hún
er komin. Þessar línur eru til
þess eins ritaðar að láta fólk
vita á hverju það á von, og búa
það undir sölusamtökin. Menn
verða að fást, sem ferðist með
bókina og komi við á hverju
einasta heimili í hverri einustu
bygð beggja megin línunnar.
Sölulaun og fleira verður á-
kveðið og birt í næstu blöðum.
Sig. Júl. Jóhannesson.
(ritari nefndarinnar).
SÖNG- OG DANS-
SAMKOMA
Karlakór fslendinga í Winni-
peg auglýsir í þessu blaði sam-
komu í Goodtemplarahúsinu
þriðjudaginn 5. nóv. Allir er
unna góðum söng munu sækja
þessa samkomu, og þá ekki siður
það fólk, er hefir nautn af fjör-
ugum dansi. Kórinn hefir feng-
ið ágætis hljómsveit til að leika
fyrir dansinum og ráðið Mr.
Bradshaw til að sjá um að allir
hafi tækifæri að skemta sér sem
bezt, en hann er alþektur fyrir
hve vel honum er lagið að koma
fjöri í alla dansa er hann annast.
fslendingar, ungir og gamlir,
munu allir á þessgri samkomu
njóta valdra sönglaga kórsins,
einsöngva, upplesturs og nýrra
og eldri dansa. Kaupið aðgöngu-
miða i tíma hjá meðlimum
Karlaórsins eða í íslenzkum búð-
um á Sargent Ave.
—Nefndin.
Heimatrúboð
Síðasta kirkjuþing fól fram-
kvæmdanefnd kirkjufélagsins að
gera sitt ýtrasta til þess á þessu
ári að jalna alla reikninga
kirkjufélagsins. Þessu hlutverki
vill nefndin sinna í samvinnu
við söfnuðina, meðlimi þeirra og
alla kristindómsvini. Einn aðal
þáttur þessa er i pambandi við
heimatrúboðið. Með því að nú
er sá tími ársins þegar hefð er
á að söfniuðírnir sýni þessu
málefni rækt, viljum vér mælast
til að allir söfnuðir vorir styðji
>ss i því að rækja það, sem okkur
var falið, með því að taka sam-
skot á einn eða annan hátt til
heimatrúboðs eins fljótt og á-
stæður leyfa og senda svo það
sem inn kemur til féhirðis
kirkjufélagsins, hr. S. O. Bjer-
ring, 550 Banning St., Winnipeg.
Þvd ríflegri sem tillögin eru, því
betur getur nefndin lokið því er
henni var falið.
Vér viljum einnig snúa oss til
starfsfélaga innan safnaðanna,
svo sem kvenfélaga, ungmenna-
félaga, karlafélaga, trúboðsfélaga
og annara og biðja þau ásjár.
Einnig sunnudagaskóla vora. Þá
eru einnig þeir einstaklingar
víðsvegar er unna málum vorum,
þó ekki séu þeir tengdir þessum
félögum er kynnu að vera fúsir
til liðs. öllum þessum tilkynn-
ist þörfin og að frjálsra tillaga er
mikil þörf. Inn þyrftu að koma
fimm til sex hundruð dollars.
Með öruggri tiltrú til fólks
vors og safnaða,
Fyrir hönd framkvæmdar-
nefndar,
K. K. ólafson, forseti.
Dagsett í Minneota, Minn.
24. október, 1940.
Jólakort
Björnsson’s Book Store and
Bindery, hefir mikið og fagurt
úrval af jólakortum á verði
við allra hæfi.
Áður en þið kaupið jólakortin
annarsstaðar, þá lítið inn að
702 SARGENT AVE.
____
The Watch Shop
Diamonds - Watches - Jewelry
Agrents for BIJLOVA Watchee
Marriage Licenses Issued
THORLAKSON & BALDWIN
Watchmakers and Jetoellera
699 SARGENT AVE., WPG.
H. BJARNASON
TRANSFER
Annast grreiölega um alt, sem aö
flutnlngum lýtur, smftum eöa
stðrum verB. Hvergi sanngtlarnara
Heimili : 591 SHERBURN ST. Slmi 35 909
Til þess að tryggja yður
skjóta afgreiðslu
SkuluO þér ávalt kalla upp
SARGENT
TAXI
FRED BUCKLE, Manager
Light Delivery Truck
PHONE
34 555 - 34 557
SARGKNT and AGNES
mmm
Þeir eru dýrari
í Winnipeg!
Strætisbílar, sem kosta $9,000 í Winnipeg,
fást fyrir $6,000 í Bandaríkjunum; útbúnað-
ur og viðhald ei» 50% hærra hér en viðgengst
í Bandarikjaborgum.
En þrátt fyrir þetta, er það ávalt
markmið vort að afgreiðsla og
fargjöld hér i borg standi hlið-
stæðri starfrækslu í Bandaríkj-
um fyllilega á sporði.
WINNIPEG ELECTRIC
C O M P A N Y