Lögberg


Lögberg - 26.12.1940, Qupperneq 1

Lögberg - 26.12.1940, Qupperneq 1
PHONE 86 311 Seven Lines d ClcaS°^ Cot- erS a Service and Satisfaction ' ts ðtwoji ít' woss.mjpj a -Sjív ^OCZI^OC PHONE 86 311 Seven Lines vMfS ite d Lets ÉTís^*0* Cot For Better Dry Cleaning and Laundry 53. ARGANGUE LÖGBERG, FIMTUDAGINN 26. DESEMBER, 1940 Vinur smælingjans Skorturinn batt honuin byrði rauna; blés honum él í fang; hurðum þó aldrei á hæla læsti húsvana ferðalang. Langförlum vegförum loftsins bláa léði hann þreyttum skjól; stráði á fönnina björg og brauði, bjó þeim, í hretum, jól. Söngvarar himins, er hríðin næðir, harma sinn trygðavin; þögulir drúpa, en þýtur stormur þungur um bleikan hlyn. Ljóðþrestir koma með lauf, er vorar, lilju og rósar blað; láta þau hljóðlaust á foldu falla, fegra hans hvílustað. Richard Beck. Undirbúningur nýbýlahvertis í Ölfusi Á fundi rikisstjórnarinnar í gærmorgun var tekin sú ákvörð- un að láta koma strax til fram- kvæmda heimild, sem seinasta Alþingi veitti ríkisstjórninni til að kaupa jarðeignir í ölfusi, þar sem komið yrði upp nýbýla- hverfi. Jafnframt ákvað ríkis- stjórnin að láta einnig koma til framkvæmda heimild, sein henni var veitt á seinasta þingi til að verja 150 þús. kr. á yfirstand- andi ári til undirbúnings ný- býla á löndum ríkisins. Fyrir fundi ríkisstjórnarinnar lá tilaga frá landnámsnefnd um að ríkið keypti jarðirnar Kirkju ferju, Kirkjuferjuhjáleigu og Hvamm; sömuleiðis kauptilboð frá eigenduin þessara jarða. Rikisstjórnin ákvað að taka til- boðum um Kirkjuferju og Kirkjuferjuhjáleigu, en að láta gera gagntilboð um Hvamm. Búnaðarfélag fslands hefir að tilhlutun landbúnaðarráðherra, látið gera mælingar á þessari landspildu í sumar og er upp- drætti af fyrirhugaðri framræslu og öðrum ræktunarframkvæmd- um langt komið. Ætti að vera hægt að hefja vinnu við fram- ræsluna strax og þessu undir- búningsverki er lokið. Telja má sennilegt, að fyrir þá fjárveitingu, sem ríkisstjórn- in hefir nú ákveðið að veita til undirbúnings nýbýla á þessu ári, verði aðallega unnið við hið fyrirhugaða nýbýlahverfi í ölf- usi. Það hefir dregist nokkuð hjá ríkisstjórninni að taka framan- greindar ákvarðanir og réðu þar mestu, að mikil atvinna hefir verið hér undanfarna mánuði og því verið talið erfitt að fá menn í þessa vinnu. Nú virðist at- vinna hér í bænnm fara mjög minkandi og ætti því ekki að vera hörgull á vinnuafli. Ný- býlamálið er lika svo mikilvægt mál að það má ekki stranda á því, þótt vinna bjóðist við önnur iangtum óhagnýtari störf. Nýbýlamálið er tvímælalaust stærsta framtiðarmál þjóðarinn- ar. Þjóðinni er ekkert nauð- synlegra en að geta beint heim- ilafjölguninni þangað, sem beztu og heilbrigðustu afkomu- skilyrðin eru fyrir hendi. Það er heldur ekki auðveldara að vinna að undirbúningi annars framtíðarmáls en nýbýlamálsins meðan styrjöldin stendur yfir. Það er hægt að vinna að fram- ræslu og öðrum ræktunarundir- búningi, án nokkurs teljandi innflutnings. Þær 150 þús. kr., sem eru veittar til þessara fram- kvæmda nú fyrst í stað, segja vitanlega lítið. Til þess að hægt sé að sinna þessum málum að nokkru gagni og fjölga nýbýlum, svo að það hafi verulega þýð- ingu fyrir þjóðfélagið, þarf að margfalda þessa upphæð. Það þarf að ræsa fram land og undir- búa til ræktunar i svo stórum stíl að hægt verði að reisa hundruð nýrra býla, þegar styrj- aldarástandinu linnir og mögu- leiki fyrir bvggingar skapast á ný. Þessvegna hlýtur það að verða eitt meginverkefni næsta þings að beina síórauknu fjár- magni til þessara framkvæmda og láta hinn mikla stríðsgróða þannig koma að notum til að skapa varanleg verðmæti og þjóðinni betri afkomuskilyrði í framtíðinni. —Tíminn 29. okt. Um Gunnar rithöfund Gunnarsson Herra ritstjóri: Fyrir nokkrum dögum fékk eg bréf frá Gunnari Gunnars- syni, skáldi, og er það titefni þess að eg vildi biðja blað þitt fyrir línur þessar. Eins og allir vita, fluttist Gunn- ar heim til átthaga sinna nú fyrir meira en ári síðan, keypti höfuðbólið Skriðuklaustur i Fljótsdal, settist þar að og lét húsa bæinn af nýju. Gunnar flutti frá húseign í Danmöru, sem hann mun tæplega hafa get- að selt að svo stöddu; að minsta kosti gat Jónas Jónsson þess í Tímanum, að landsstjórnin, eða réttara sagt, bankarnir hefðu litillega hjálpað upp á hann þar til hann gæti komið húsi sínu í Danmörku í verð. Þetta mun hafa verið i fyrsta skifti að Gunnar þá fé að löndum sínum, og það þá að láni. Eins og öllum er kunnugt náði Gunnar Gunnarsson svo mikilli hylli með bókum síuum á Norð- urlöndum og í Þýzkalandi, og nágrannalöndunuin að hann gat lifað sem sjálfstæður maður. Og það er án efa fyrir tekjur þær, sem hann hafði af bókum sínum í Evrópu, að hann gat ekki að- eins hugsað til heldur lika fram- Jcværnt heimförina. Nú hefir stríðið og hafnbann- ið lokað þessari aðaltekjulind skáldsins, svo að hann hefir ekki á öðru að lifa en því, litla, sem bækur hans gefa af sér á fs- landi. íslendingar hafa raunar brugðist vel við og myndað út- gáfufélag*) með það mark fyrir augum að gefa út bækur hans, gamlar og nýjar. Eru þannig allar líkur á að sú sjálfsgaða skuld verði goldin er landið hef- ir lengi átt að gjalda þessum fræga syni sinum, skyldan að koma bókum hans öllum í virðu- legan íslenzkan búning. En það er annar aðili, sein Gunnar Gunnarsson á nú hönk upp í bakið á, J»ó líklega verði óhægt að sannfæra þann aðilann um skuldina. Þetta eru hinar enskumælandi þjóðir, fyrst og freinst England og Canada, sem hernumið hafa landið og bannað siglingar til meginlandsins. En þó að Englendingar séu manna samningaliprastir og þótt þeir, að sögn blaðanna, hafi veitt fs- lendingum ýms verzlunarfríð- indi, þá er varla að búast við að þeir telji sér skylt að fæða is- lenka höfunda, þótt þeir verði fyrir tekjuhalla af striðinu. Þeir hafa öðrum hnöppum að hueppa nú. Hinsvegar ætti Vestur-fs- lendingum að renna blóðið til skyldunnar að gera sitt til |iess að auka sölu þeirra bóka, sem þegar hafa verið þýddar á ensku og fáanlegar eru. Þessar bækur eru Ships in the Sky og The Night and the Dream, sem svara til þriggja fyrstu bindanna af hinni mikHi og ágætu sjálfsæfisögu Gunnars, Kirkjunni á fjallinu. Útgefend- ur þessara bóka eru Bobbs Mer- rill Company, Indianapolis, Ind., tm umboðsmenn þeirra í Canada eru MacGlelland and Stewart, Ltd., 215 Victoria Street, Tor- onto, Canada. Eg hefi það frá útgefendum að 138 eintök hafi selst af fyrri bókinni en 100 eintök af hinni síðari í Canada. Þó að engir hefðu keypt nema Vestur-ís- lendingar, virðist mér þetta ekkf mikil sala. Hér er þó um bæk- ur að ræða, sem ekki einungis hafa selst svo tugum þúsunda skiftir á Norðurlöndum og í Þýzkalandi, heldur einnig hafa fengið hina beztu dóma bæði á Englandi og hér vestan hafsins, — í blöðunum. Bækurnar eru með öðrum orðum viðurkendar góðar bókmentir á alþjóða mæli- kvarða, þótt þær hafi ekki selzt vel í enskumælandi lönduin. En þar á ofan hafa þessar bækur sér það til ágætis, að þær lýsa íslenzku lífi og íslenku landi, — eins og það var um og eftir alda- mótin, — betur og hlutlausar en flestar bækur hinna nýrri höfunda gera. Æskuár Gunnars á Valþjófsstað í Fljótsdal, flutn- ingurinn norður með Lagarfljóti og yfir Smjörvatnsheiði, dvöl hans á nýja heimilinu á Ljóts- stöðum í Vopnafirði, — alt þetta stendur lifandi og ljóst fyrir hugskotssjónum lesandanna. Gunnar afskræmir ekki, eins og Laxness, né fegrar, eins og Hulda, heldur segir söguna mik- ið til eins og hún gengur, með svo ógleymanlegri list, að manni finst maður vera kominn heim til hans á bæina. Eða svo finst- mér, sem ólst upp við svipuð kjör, þó í annari sveit væri, á Austurlandi. Mig grunar, að svo finnist fleirum gömluin ís- lendingum. Þess er að gæta, að Gunnar skrifaði þessa æfisögu á dönsku, *)petta félaft nefnir sig Landnávxu og hafa félagar bundist I aé borga visst. gjald á mánuði til útgáfunnar. og hún er enn ekki þýjd á ís- lenzku, þó þýðing sé í uppsigl- ingu. Hvað margir Vestur-ís- lendingar lesa dönsku? Og þó þeir læsu dönsku, þá eru nú allar dyr lokaðar í hili að fá bókina frá Danmörku. Hins- vegar er hér nú líka tækifæri fyrir þær kynslóðir, sem týnt hafa máiinu að meiru eða minna leyti að lesa Gunnar og njóta hans, — ef þær kynslóðir hafa þá ekki líka týnt ræktinni til ættlands sins og áhuga fyrir öllu öðru en hinu enska uinhverfi. Loks er hitt ekki ómögulegt að jafnvel þótt ræktin lifi, þá líki ekki þessari nýju ensk-ísl. kyn- slóð það sem hún fær að heiman, þó hún eigi kost á að lesa það i þýðingu. Því það er ekki við það að dyljast, að fslendingar, sem Norðurlandabúar, standa utan hinnar ensku menningar, ekki á þann hátt að þeir og Norður- lönd fvlgist ekki sæmilega vel með því, sem fram fer í hinum enska heimi, heldur þannig að ensku-mælandi menn hirða i rauninni ekkert um hvað fram fer á Norðurlöndum, — i hók- mentunum, að minsta kosti. Andlegu landamærin hafa lengi verið, eins og þau pólitísku, Rín og Norðursjórinn. Ef nokkuð gott kom frá Norðurlöndum, þá var það selflutt yfir Frakkland. Þetta er aldagömul hefð, frá dögum Vilhjálins bastarðar. Hvaðan fékk Shakesjieare efnið ■* Hamlet. úr Laxa hinum danska, í franskri endursögn! Hvar kyntust Englendingar fyrst íslenzkum bókmentum? f latn- eskum**) og frönskum þýðing- um! Hve mikils var Ibsen met- inn í Englandi og. í Ameríku áður en Frakkar gerðu hann nógu fínan til þess að honum yrði veitt viðtaka? Auðvitað eru hér margar undantekningar, ekki sízt á hin- um síðustu tímum, þegar ekki aðeins stórskáldin, heldur líka smærri spámennirnir eru áður en varir þýddir af einu málinu á annað. En undantekningarnar gera ekki annað en sanna regl- una.***) Það er því miður satt, að þrátt fyrir William Morris og aðra, sem ausið hafa úr íslenzkum sagnauði, og reynt að beina athygli almennings til norðurs, þá er og verður ensk menning suðurhverf og blind á aðrar áttir. Þetta er auðvitað ekki sagt til þess að niðra enskri menn- ingu i neinu, heldur aðeins til þess eins að gera mönnurn ljóst, hverskonar vaxtarskilyrðum ís- lenzkar mentir mættu búast við, ef svo færi, að samband þeirra við Norðurlönd yrði rofið til lengdar. Dæmi Gunnars Gunn- arssonar er ótvíræð bending í áttina. En svo aftur sá vikið að út- gáfu bóka hans vestan hafs, þá er það ætlun útgefendanna að senda út þýðingu af Advent eftir Gunnar með vorinu og hefir Book-of-the-Month-Club pantað hana handa félögum sínum. Er þetta að vísu ágæt auglýsing fyrir bækur Gunnars, og von- andi að komi að nokkrum not- um. Stefán Einarsson. (Johns Hopkins University). **)paðan koma þessar leiðu nafn- myndir eins og Hela, Valhalla, o. s. frv. í stað gððra enskra orðmynda: Hell og Valhall. ***)Sfðan eg kom vestur um haf man eg aðeins eftir einni norskri bók, sem gerðist "best seller.” pað var Og bag ved syngvr skovene eftir Tryggve Gul- brandsson. NÚMER 5: Azure s Death Song Cold as this rock and defying, Fate leaves iny anguished and dying. Lonely and longing------yet knowing Endless the night and the blowing. — Sweet, alluring voices out of Niflheim were borne. One have I loved with devotion. -----Guilty and painful emotion. -----Sleep has been denied me by those voices forlorn. Love was not meant for my keeping, Only the sighing and weeping. Slowly my heart strings are breaking. Twilight descends on my waking. Cold and inournful voices out of Niflheim are borne. Freyja, Thy wings must enfold me. Goddess in dying uphold me. Theu shall sleep prevail against those voices forlorn. (From the Icelandic of Indriði Einarsson). by Jakobina Johnson. FYRSTA LÚTERSKA KIRKJA Séra Valdimar J. Eylands Heimili: 776 Victor Street. Sími 29 017. Sunnudaginn 29. desember: Guðsþjónusta á ensku kl. 11 fyrir hádegi. Jólasamkoma eldri deilda sunnudagaskólans, kl. 7 e. h.— A Pageant entitled THE STAR OF HOPE will be presented. The pageant consists of 48 per- formers, and is snpported by a choir of 50 inixed voices. Nýársdag 1941: Guðsþjónusta á ísl. kl. 11 f.h. Áskorun til ítölsku þjóðarinnar Mr. Winston ChurchiLl, for- sætisráðherra Breta, flutti eina af sínum kyngfmögnuðu útvarps- ræðum á mánudaginn, þar sem hann skoraði á ítölsku þjóðina að reka Mussolini frá völdum tafarlaust, eða að öðrum kosti yrði eigi fyr við skilist, en ítalska veldið yrði tætt í smá- agnir; hann kvað Mussolini ein- um um það að kenna, hvernig hag ftaliu nú væri komið. IIERT A SÓKN Bretar hafa rekið allan italska herinn á brott úr Egyptalandi, og tekið yfir 35 þúsundir ítalskra hermanna til fanga; nú sækja þeir hart að ítölskum bækistöðA7- um í Libyu, þar á meðal hafnar- borginni Bardia. S O RGLEGT SLYS Theodór ólafsson, tuttugu og þriggja ára að aldri, sonur þeirra Mr. og Mrs. J. K. ólafsson að Garðar, N. Dak., fórst i flugslysi á föstudaginn i vikunni sem leið; hann var kvæntur maður, gáfaður og vel metinn. Lögberg vottar sifjaliði hans innilega hluttekningu í hinni djúpu sorg. Miss María Hermann látin Á miðvikudaginn þann 18. þ. m. lézt á Almenna sjúkrahúsinu hér i Winnipeg, Miss María Hermann, rúmlega sextug að aldri, er gegnt hafði um langt skeið yfirhjúkrunarkonu stöðu við fyrgreint sjúkrahús; var hún hin glæsilegasta stúlka, prýðis gáfuð og vel ment. Foreldrar Maríu voru Hermann Hjálmars- son Hermann og Magnea dóttir Péturs Guðjohnsen dómkirkju- organista, og fluttist hún með þeim til Vesturheims árið 1890. Systkini hennar á lífi eru Kirstin, Pétur, Theodora, Thor- halur, Halldóra, og uppeldissyst- ir, Rósa. útför Maríu fór fram frá heimilinu og Fyrstu lútersku kirkju á föstudaginn var. Séra Valdimar J. Eylands jarðsöng. Saga Islendinga í Vesturheimi Nýkomið er á bókamarkað hér vestra 1. bindið af Sögu íslend- inga í Vesturheimi eftir Þorstein Þ. Þorsteinsson, mikil bók og fyrir margra hluta sakir merki- leg; bókinni fylgja úr hlaði ítar- leg formálsorð eftir dr. Richard Beck; þetta er allstór bók, 253 blaðsíður i stóru broti, prentuð í Reykjavík fyrir atbeina Þjóð- ræknisfélagsins, og átti Soffonías Thorkelsson framkvæmdarstjóri í því mikinn þátt, hve greiðlega tókst um útgáfuna. Bókin kost- ar í bandi $3.50, og hefir Einar Haralds, Ruth Apts., aðalútsölu með hendi. Auk þess má panta bókina hjá þeim Dr. Sig. Júl. Jóhannessyni, 806 Broadway og Sveini Pálmasyni, 654 Banning Street, Winnipeg. á^eaöon’ö (^reettnöö There is no more appropriate time to stimulate the spirit of hope and good cheer than the Christmas season. With Canada and all parts of the British Empire as well as other countries who prefer freedom to oppression at war, this spirit gives encouragcment to march on “towards their just and true inheritance.” So again this year the Dominion Department of Agriculture extends sincere wishes for as Happy a jChristmas and as Happy a New Year as is humanly possible in a war-torn world, to all with whom, in whatever capacity, it has been privileged to be associated. JAMES G. GARDINER, Minister G. S. H. BARTON, Deputv Minister

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.