Lögberg - 26.12.1940, Blaðsíða 5

Lögberg - 26.12.1940, Blaðsíða 5
LÖGBEBG, FIMTUDAGINN 26. DESEMBEE, 1940 5 og eru smá túnblettir kring um flest húsanna. Vatns- og skolp- veita er engin i þorpinu, enda ómögulegt að fá rennandi vatn á nesinu. Vatnsbólin eru því aðeins brunnar. Rafveita er engin og sennilega eru virkjun- arskilyrði engin. Einn aðalvegur liggur um þorpið og auk þess nokkrir smærri vegarspottar. Þorpið er óskipulegt. Höfnin má teljast allgóð. Nú er byrjað að byggja þar bryggju, sem á- ætlað er að kosti a. m. k. 50 þúsund krónur. Talið er að all- stóð skip geti lagst við bryggj- una, þegarf ullgerð er. Búist er við að þorpið komist í bílvega- samband á næsta ári. Þorpsbúar lifa á sjávarútvegi og landbiinaði. Bátaflotinn er þó aðeins 8 hreyfilbátar frá IV2 —3 smál. að stærð. Venjulegur veiðitími er frá maíbyrjun til ágústloka og er eingöngu veitt á línu. Til þessa hefir aflinn ver- ið saltaður og þurkaður, því að hraðfrystihús er ekkert í þorp- inu. Sjómennirnir verka afla sinn sjálfir. Talið er að út- haldstími bátanna gæti vel verið lengri heldur en hann er, þvi aðstæður fyrir þessa tegund út- gerðar er fremur góð í þorpinu, tiltölulega stutt til miða og höfn- in örugg. Hinsvegar hefir út- gerð stærri báta vegnað illa á Vopnafirði, eins og víðar á Aust- fjörðum, og hefir nú um skeið alveg lagst niður. Engin lifrarbræðsla er í þorp- inu, og inestur hluti fiskiúr- gangins fer í sjóinn. Mikið vantar á að bátaflotinn í þorpinu sé nægur atvinnuþörf- inni, enda er þar talsvert at- vinnuleysi, jafnvel um hábjarg- ræðistímann. Sennilega þarf að tvöfalda veiðiflotann, svo að nægur verði núverandi fólks- fjölda. Ræktað land í þorpinu mun vera nálægt 25 ha. Eru það að- allega gamlir túnblettir kringum íbúðarhúsinn, því nýrækt í þorp- inu er tiltölulega lítil. óræktað land, sem telja má ræktunar- hæft, má ætla 70 ha. og er meiri- hluti þess álitlegur mýrarflói norðan til á Kolbeinstanga ör- stutt frá þorpinu. Ekki hefir land þetta verið mælt til rækt- unar ennþá, og er þó á þvi hin mesta þörf. Grasnyt og búskap hafa tæplega 50 fjölskyldur af 60, sem í þorpinu búa. Veru- legan hluta af heyfengnum verða þoi-psbúar að sækja inn í sveit, með miklum kostnaði og fyrir- höfn. Er því búskapur þeirra að ýmsu leyti dýr og torveldar þeim jafnframt aðra atvinnusókn. Mikið af túnunum í þorpinu er ræktað á leirbornum me;l, enda bregðast þau mjög þegar þurkar ganga. Ræktuninni í þorpinu miðar ‘því nær ekkert áfram. Hreppurinn gerir ekkert til að ýta undir menn í því efni. Árið 1939 var uppskera og búfénaður: Taða 1200 hestb., úthey 800 hestb., kartöflur 220 tunnur. Kýr 40, sauðfé 750, hestar 15. Af annari atvinnu í þorpinu má nefna sláturvinnu á haustin (um 8,000 fjár). Þá er talsvert uin vegavinnu í héraðinu, sem þorpsbúar njóta nokkurs af. En mikið vantar á að atvinna sé nægileg. Það er engum vafa bundið, að því fólki, sem nú býr á Kol- beinstanga getur vegnað vek ef þau gæði, sem þar eru til á sjó og landi, eru réttilega hagnýtt, en uin það hefir rikt hin mesta deyfð undanfarið. Framtiðarverkefnin eru þvi: 1. Að mæla og skipuleggja ræktunarhæft land þorpsins og auka ræktunina að því marki, að þorpsbúar geti sem mest full- nægt sér með landbúnaðarvör- ur og aflað þeirra af ræktuðu landi. Samhliða þessu þarf að gjörnýta öll áburðarefni, bæði sjávarfang og húsdýraáburð. Ekki er hægt að búast við að þetta mál kornist á rekspöl, nema hreppurinn hafi um það forystu og láti framkvæma ákveðinn þátt ræktunarinnar, (framræsla, girðingar o. fl.). 2. Aukning veiðiflotans i þorpinu. Talið er, að margir hinna yngri manna séu efnilegir sjómenn, en bátar handa þeim eru ekki til. 3. Fullomin hagnýting sjávar- afurðanna. Þar til má nefna: (a) Lifranbræðslutæki og hag- nýting fiskiúrgangs til áburð- ar. Þessi verðinæti eru nú lítt eða ekki hagnýtt. (b) Hraðfrystihús í sambandi við kjötfrystihús kaupfélags- ins. Mun þessi breyting ekki ýkjadýr, og er málið til at- hugunar. Ef vel tekst til um lausn þess- ara mála, getur búum þorpsins vegnað vel, en tæplega er rétt að gera þar ráð fyrir fólks- fjölgun svo nokkru nemi. —Tíminn 29. okt. Vigfúsína Helga Haldórsson Konunnar viðkvæma og veika hönd veltir oft þungum steinum." Þessi orð skáldsins komu mér í hug, er eg frétti lát konu þess- arar, er lengi hafði, jafnvel á annan tug ára, átt við þungan heilsubrest aó striða, en hafði lokið stóru og óvenjulegu dags- verki, þrátt f'yrir það þó að alla æfi væjrij hún injög veil að heilsu. Hún var fædd 6. marz 1880, voru ættir hennar úr Húnavatnssýslu. Föður sinn Vigfús Vigfússon að nafni, misti hún smábarn að aldri. Sigríður Jónsdóttir móðir hennar fór ineð dóttur sína 4 áia, vestur um haf og dvaldi að mestu í Yrnesbygð i Nýja íslandi, en ung að aldri fór Vigfúsína að vinna fyrir sér; vann hún um langa hríð í Selkirk, og var þá og ávalt síðan athvarf móður sinnar. Árið 1907 giftist Vigfús ína Benedikt Halldórssyni, ætt- uðum úr Vopnafirði í Norður- Múlasýslu. Þau bjuggu fyrst á Melstað í Mikley, en um mörg síðari ár norðanvert á Mikley, en þar hefir Benedikt verið vitavörður um langa hríð. Oft hefir hann eigi síður en hin látna kona hans átt við þunga sjúkdómsreynslu að striða. Þó auðnaðist þeim að ljúka stóru og sjaldgæfu dagsverki, sem vert er á að minnast. Þau hjón tóku tit fósturs og gengn í góðra for- eldra stað 4 munaðarlausum börnum. Eitt dó í bernsku, en á lifi eru: Grace Iris Dorothy, gift Þorkeli Guðmundssyni Þor- kielssonar frá Geirastöðum í Ár- nesbygð, og búa þau þar i grend. Wiliam Rosengren, heima og Stanley Walter, sömuleiðis heima. Hin látna átti djúpa samúð með öllum, er fáa áttu að, og stóðu áveðurs í æfibar- áttunni. Hún starfaði i kyrþey og yfirlætislaust. Árum saman átti blind móðir hennar, og tengdafaðir alhvarf á heimili þeirra hjónanna. Frá sjónar- hæð. saknaðarins getur hann, sem nú er eftirskilinn, horft yfir æfiferil, sem oft var torsóttur, en sem fxerði sigurvinninga úr djúpi lífsreynslunnar, og með stilingu og djúpri festu var að verki gengið. Vigfúsína fékk heimfararleyfi til betri tilveru jxann 10. des. á Grace sjúkra- húsinu í Winnipeg þá 60 ára, 9 mánaða og 4 daga göniul. Kveðjuorð voru flntt á heimili dóttur hennar á Geirastöðum, og frá kirkju Gimli safnaðar, undir umsjón sóknarprestsins þar, séra Bjarna A. Bjarnasonar. Sá er línur þessar ritar, mælti einnig kveðjuorð. Sigurður ótafsson. The Watch Shop Dlamonds - Watches - Jewelry Agrents for BULOVA Watches Marriage Licenses Issued THORLAKSON & BALDWIN Watchmakers and Jewellerst 699 SARGENT AVE., WPG. OLD NIAGARAl Portvin og Sherry i “Engin Eftirliking til fyrir Aldurinn” Æ Ingibjörg Vídalín Sveinsdóttir Magnússon HÚSFREYJA Á EYJÓLFSSTÖÐUM í NYJA ÍSLANDI “Ein var hún þeirra, Er þolinmóðar Með hugarstilling Og hugarþreki, Gleðjandi aðra Meðan grætast sjálfar, Iiera brest heilsu og böl hvert annað. Syrgja nú látna Svanna prýði Eiginmaður, börn Og ástmenni; Deyji góð kona, Er sem daggeisli Hverfi úr húsum, Verður húm eftir. (Stgr. Thorsteinsson). Með henni er til moldar geng- in ein af mikilhæfustu og bezt þektu konum hins víðlenda og margmenna Nýja íslands. Hiin var fædd að Kletti í Reykholts- dal i Borgarfjarðarsýslu. For- eldrar hennar voru Sveinn Árna- son og Þorgerður Jónsdóttir. Ungþroska kom hún vestur um haf árið 1893, og fór þá strax til Mrs. Valgerðar Sigurðsson á Hnausum, er Valgerður móður- systir hennar. Árið 1895 giftist hún frá heimili frændkonu sinn- ar og Stefáns kaupinanns og gekk að eiga Magnús Magnússon frá Ragnardal í Patreksfirði, Barðastrandasýslu, hinn mæt- asta og bezta mann. Giftingin fór fram 10. m’árz á téðu ári. Þau bjuggu fyrst að Nýjabæ við Hnausa, en fluttu að Eyjólfs- stöðum og bygðu þar brátt eitt hið allra stærsta íbúðarhús bygð- arinnar, varð það og mannflesta heimili héraðsins, áratugum saman. Stór og mannvænlegur varð hann hópurinn umhverfis Ingi- björgu og Magnús á Eyjólfs- stöðum; eru börnin hér talin eftir aldursröð: Jón Vídalín, Eyjólfsstöðum, kv. Rannveigu Albertson; Magn- ús Ragnar (d. 2. sept. ’40) kv. Sigurborgu Oliver; Helga Þor- gerður Sigriður (d. 12. ág. ’32), gift Th. Sigmundssyni; Sveinn Sigursteinn, kv. Ruth Magnús- son, Eyjólfsst.; Oscar Kristinn, kv. Önnu Jóhannsson, Riverton: Ásta Maria Monica, gift Jóhanni Dan(elssyni, Wpg.; Jóhannes Helgi, kv. Hönnu Anderson, Eyj- álfsstöðum; Einar Kopráð, kv. Ingu Magnússon, Evjólfsst.; Guðmundur Gröndal, heima; Ingibjörg Magnúsína, gift Björg- vin Holm; Jórunn Valgerður Oddný, vinnur i þjónustu Dom- inion stjórnar; tvo drengi mistu Eyjólfsstaðahjónin, dóu þeir í bernsku, og hétu þeir Sveinn og Einar. Barnabörnin á lífi eru 31 að tölu, og 1 barnabarnabarn. Systkini Ingibjargar eru: Jón, fyrrum þingmaður Mýramanna (dáinn); Jóhannes, fyr fast- eignasali í Winnipeg, nii i Morovia, California, kv. Ásu Nordal, hún látin; Helga, látin, gift Lýð Jónssyni á Lundi i Hnausabygð; Gróa, gift Sveini Pálmasyni byggingameistara, Winnipeg. Móðursystkini Ingibjargar eru: Jón Jónsson, fyr bóndi á Grund í Mikley og Valgerður Sigurðsson, ekkja Stefáns kaup- manns Sigurðssonar frá Hnaus- um í Breiðuvík. Það varð sneinma mann- margt og umfangsmikið heimilið á Eyjólfsstöðum. Frá fyrstu tíð stundaði Magnús á Eyjólfsstöð- um fiskiveiðar í stórum stíl, fóru þær svo vaxandi, með auknum starfsháttum og nýrri tækni um síðastliðna tvo tugi ára, í höndum sona hans. En það, sem fyr og síðar einkendi þetta stóra útvegsheimili var andi sá, er þar ríkti, en það var velvildar andi og góðhugur hús- bænda og barna þeirra gagnvart öllum er unnu í þarfir heimil- isins eða á útveg Eyjólfsstaða- manna. Er það ekki einsdæmi að synir manna er fyr unnu á útveg þeirra feta í fótspor feðra sinna, er fyr á árum unnu þar. Má segja um Eyjólfsstaða-hjón- in eins og segir í Njálu um Njál og Bergþóru að “þeim varð vel til hjóna og vildu margir heldur með þeim vera en heima að bú- um sínum.” Hjónin Ingibjörg og Magnús áttu sinn stóra þátt í því að skapa þennan geðblæ, er mótaði heimilið og börn þeirra, og fiski- verin þar sem Eyjólfsstaðabræð- ur hafa stöðvar sínar. Hin nánustu bönd samiiðar tengdu allan hinn stóra barna- hóp innbyrðis, og sum barna- börn þeirra hjóna ásamt tengda- börnum þeirra áttu þar heimili árum saman. Um mörg síðari ár höfðu dætur þeirra létt heim- ilisábyrgð af herðum móður sinnar, og sumar þeirra fóru aldrei að heiman, en vöktu yfir velferð og heilsu móður sinnar, er var veil og fór mjög hrörn- andi hin síðari árin. Stór og djúp sorgarsár a^f hendi dauðans varð hið fjölmenna heimili að þola, fyr og síðar. En máttugt og djúpt traust til Guðs lýsti. Það var bjart umhverfis Ingi- björgu, hlýleiki ástvina, héraðs- búa og skyldmenna streymdi til Eyjólfsstaðahjónanna. Trúin á gæzku og handleiðslu Guðs var Ingibjörgu ljós á leið. Á marg- an hátt má fullyrða að henni v^r i blóð borin þau einkenni, er gerðu hana hæfa til að stjórna hinu stóra heimili með rausn og prýði. Hún átti yfir miklu þreki og glæsmiensku að ráða, bæði andlega og líkamlega. Höfðingsskapur einkendi per- sónu hennar og framkomu; hún bar óræk merki stórfelds tilfinningalífs, er mikil og breyti- leg æfireynsla hafði þjálfað. Á ýmsan hátt virtist mér hún minna mig á hvenhetjur forn- aldarinnar með þjóð vorri, er sögur vorar lýsa. Höfðinglyndi, samfara djúpri samúð, og hjálp- fýsi gagnvart þeim er þurfandi voru, og i skuggum lífsins dvöldu, einkendu hana. Hún átti djúpa aðdáun og glöggan skilning á sögu og bókmentum ættlands sins. Áttu Eyjólfsstaða- hjónin ágætan bókakost, enda bæði lestrargjörn og fróðleiks- fús. Þung reynsla féll þessum ást- vinum í hlut við sviplegt fráfall næst-elzta sonar þeirra, Magnús- ar Ragnars, 2. sept. 1940, enda urðu tæpir tveir mánuðir milli sonar og móður. Ingibjörg átti þó þolanlega líðan á þessu tíma- bili; daginn áður en hún dó, fór hún í heimsókn til Ingibjargar dóttur sinnar, á fögrurn haust- degi, kom heirn að kveldi, ánægð og glöð við þolanlega líðan. Árla næsta morgun fékk hxin heirn- fararleyfi; hún var kvödd rétt um það bil er fagurt sumar, eftir íslenzku tímatali, var að Kúla hljóp úr fallbyssu og sprakk á túninu á Þaravöllum Síðastliðinn þriðjudag hljóp skot úr fallbyssu við bækistöð brezka setuliðsins á Kjalarnesi. Kúlan kom niður á túninu á Þaravöllum í Innri-Akraness- hreppi, hinum megin við Hval- fjörð. Myndaði kúlan talsvert djúp- an gíg í túninu, en moldin ýrð- BÆNDUR. KAUPMENN FLUTNINGSBÍLASTJÓRAR Verð hráskinna og annara tegunda, sem við verzlum með. hafa allmjög hækkað í verði; yður mun undra hve hátt vér greiðum. Sendið oss hráskinn i dag. Nákvæm vigt, og peningaávísun send um hæl. American Hide&FurCo.Ltd. 157-159 RUPERT AVENUE, WINNIPEG, MAN. kveðja. Þá horfði fjölmennur ástvinahópur og héraðsbúa og vina, yfir haf dauðans á eftir henni, á indælum degi, “um haust af auðri strönd.” Minning hennar mun lengi lifa, og færa yl og gróður ást- vina hjörtum og þeim, er nutu vinfengis og kærleika hennar. Sigurður ólafsson. ist út um túnið. Tvö börn á bænum voru að taka upp kartöflur skamt frá þeim stað, er kxilan kom niður. Urðu þau vör við mikinn loft- þrýsting og eitt kúlubrotið fój fyrir ofan höfuð þeirra. Hefir ríkisstjórninni verið send skýrsla um inálið og þess krafist, að hún hlutist til um, að bóndinn á Þaravöllum fái fullar bætur fyrir spjöllin á túninu.—Alþbl. 20. okt. ‘This advertisement is not inserted by the Government Liquor Control Commission. The Commission is not responsible for statements made as to the quality of products advertised.” KVEtíJA FLUTT Vltí JARtíARFÖR MRS. MAGNÚS MAGNÚSSON Eyjólfsstöðum, Hnausa, Man., 2í. október 19i0 Heimilið sitt hinzta sinni kveður húsfreyja, kall ei bíður. Blessun sína breiðir yfir, að framtið verði fögur eining. Hér sæti er autt, því sézt ei forna gleðin. Hér sjáum liðna fegurð lífs er bar, ^hér enduð leiðar æfistundar biðin frá öllu því, er kærast henni var. Eiginmanns nú harmur kremur hjarta, því horfin nú er sjónum Inga kær, er gjörði ætíð götu lífsins bjarta, sem geislandi þar stjarna væri skær. Þig innan skamms hann aftur fær að líta hjá ástvinum, sem tóku á móti þér. Er sitt við kall, hér samleið varð að slíta, l»að sama lifsins þess sem jarðneskt er. Hér ininning hennar mótar geisla hlýja sem mynd dagfars, er aldrei breytast vann. Hér einstæðingur ætíð von fékk nýja, í andbyr lifs, er máttinn þverra fann. Þig bygðin kveður klökku meður sinni, þar kær er minning liðnum timum frá; venslafólki og vinum ertu í mi nni vinsæl, — hetja stundum lífsins á. Ástvinirnir! Vonin frið vill færa, sem flytur boðskap mannlífssorgum þeim. Að aftur sjáið systur, móður kæra, í sælum, betri og fullkomnari heim. Hver hinsta burtför, hún oss á það bendir að hér sé bernsku runnið aldursskeið. Því áframhald, — en enginn lífs er endir þá annað viðhorf birtist vorri leið. B. J. Hornfjörð.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.