Lögberg - 26.12.1940, Síða 3

Lögberg - 26.12.1940, Síða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 26. DESEMBER, 1940 3 um prestur nýs safnaðar í Reykjavík. Nú er koniinn 8. nóv. Meðan eg var að rita þessar síðustu línur opnaði eg útvarpið fyrir mjög áhrifaríkri athöfn. Það var jarðarför Ingvars Ágústs Bjarna- sonar skipstjóra af togaranum Braga, sem sökk við Englands- strendur nú fyrir skömmu. Druknuðu þar tíu íslenzkir sjó- menn. Náðist lík Ingvars og var það flutt heim til greftrunar og allra hinna druknuðu skip- verja minst fagurlega við það tækifæri. Vegna þess að eg varð snortinn af þessum atburði sem hrærir dýpstu tilfinningar í hjörtum þjóðarinnar, get eg þess hér þótt eg fari með því út fyrir það þrönga svið, sem bréf mín eru ætíð miðuð við. Það hefir verið skrifað um það eins og algerða nýjung, að landar austan hafs og vestan færu nii að auka kynni sín með bréfaskiftum. Eg hefi verið all- lengi fylgjandi þessari skoðun og að nokkru leyti sýnt það í verki, þvi um fimmtán ár hefi eg haft árlega bréfaskifti við einstaka menn í Vesturheimi og nú síðastliðin tuttugu ár sent Lögbergi fréttabréf. Ekki þætti ósennileg tilgáta að nii séu mín bréf að te.lja út þegar á það er litið, að mig vantar tæpa fimm mánuði upp á áttatíu ár, fædd- ur 5. apríl 1861. En þá er gott að ný bréfaöld með nýju lífi verði tekin við, því ættarböndin og bræðraþelið sem nii er með góðu lífi má ekki líða undir lok. Verða svo þessar linur ekki fleiri. Vona eg að þær nái í Lögberg um jólaleytið eins og min síðustu bréf. Læt eg því verða mín siðustu orð í þetta sinn: Gleðileg jól, gott nýtt ár og þökk fyrir alt það liðna. Kr. Þ. Silfurbrúðkaup MR. & MRS. KRISTJÁNS BESSASONAR, SELKIRK, MAN. Margmenni safnaðist saman á samfagnaðarstund með ofan- greindum hjónum þann 20. nóv. s.l., en þann dag höfðu þau ver- ið gift fyrir 25 árum síðan. Samsætið hófst með þvi, að allir sungu giftingarsálm, en því næst flutti forseti samsætisins, prest- ur safnaðarins, stuttan biblíu- lestur og bæn, og bauð fólk vel- komið með nokkrum orðum; því næst var sungið “Hvað er svo glatt.” Flutti veizlustjóri Rvi næst ávarp' til heiðursgesta fyrir fólksins hönd, og þakkaði störf hjónanna i félagsþarfir og þá sérstaklega fvrir störf og þjónustu í safnaðarþarfir. Gjafir voru afhentar frá almenningi: “Silver set” og “silver basket,” og stafur, alt veglegar gjafir, en vandaður lampi frá börnum þeirra. Mrs. L. Murdoch söng ísl. brúðkaupssálm og enskt ljóð. Miss Dolores Ramjall hafði framsögn á íslenzku. Sá er sam- sætinum stýrði, las upp Ijóð til heiðursgestanna, ort af Mr. Kristjáni Pálssyni. Til máls tóku Mr. Sigvaldi Nordal og Mr. Sveinn A. Skaptfeld, með fögr- uni og efnisþrungnum ræðum. Árnaðaróskir voru fluttar frá séra Rúnólfi Marteinssyni og frú, hafði séra Rúnólfur gift heiðursgestina, en gat ekki verið viðstaddur í samsætinu. ís- lenzkir söngvar voru sungnir af viðstöddum gestum, milli þess að önnur atriði skemtiskrár voru framborin. — Vitnisburður sam- bæjarmanna og vina lýsti hag- sýni, híbýlaprýði og dugnaði hjónanna, sem verið var að heiðra. Selkirk hefir verið heimili þeirra þessi 25 ár. Kistján er Húnvetningur að ætt og er harðger fjörmaður að upp- lagi til. Hann var landnáms- maður í Árdalsbygð norðan- verðri og átti þar í hinu venju- lega striði hins fátæka land- nema, en æfibarátta hans þar var með fádæmum þung og erfið. Þar misti hann fyrri konu sína, Guðrúnu Vigfúsdóttur að nafni, frá 4 börnum þeirra ung- um; hafði sainfylgd þeirra var- að um 12 ár, en 6 af þeim ár- um átti hann í vonlausu stríði við heilsuleysi konu sinnar, er endaði með dauða hennar. Bjó hann þá um nokkur ár einn með börnum sínum, en sum þeirra voru tekin til fósturs. Loks neyddist hann til að bregða búi og selja land sitt; flutti hann þá til Graham-eyjar um hríð, en til Selkirk flutti hann og settist þar að vorið 1915, og um haust- ið giftist hann Sesselju Bjarna- dóttur ættaðri úr Revkjavík, táp- mikilli og ágætri konu; reyndist hún börnum hans hin bezta móðir, og hefir á björtum og dimmum dögum verið þeim og manni sínum trygt athvarf. Dugnaður og hagsýni hefir gert æfibaráttu þeirra sigursæla. Ár- um saman hefir Kristján verið starfandi í lúterska söfnuðinum í Selkirk, og oft i ýmsum fram- kvæmdarnefndum hans, og enn brennur hann af áhuga og starfs- löngun, en sjóndepra hindrar hann hin síðari ár. Einn sonur Kristjáns, Stefán að nafni, dó 16 ára, 1924. Hin börnin eru Georg, í herþjón- ustu; Valdimar, fiskimaður og Vilborg, Mrs. Jack Turner, Win- nipeg, er ásamt manni sinum var við hlið foreldra sinna í samsætinu og jók á gleði þeirra með nærveru sinni þar. Undir lok samsætisins þakk- aði sá er samsætinu stýrði fyrir hönd heiðursgestanna, hlýhug þann og gjafir og vinahót, er þau höfðu orðið aðnjótandi, og öllum er þar áttu hlut að máli. Naut fólk sín svo vel við sam- tal og ágætar veitingar, og dans að lokum. Sigurður ólafsson. TIL MR. OG MRS. KRISTJÁN BESSASON á tuttugu og fimm ára giftingarafmæli 20. nóv. ’40. Alt sem gæfan getur bezt Gefið kærum vinum mínum, Auðlegð þá, sem metur mest Manndáðin í bænum sínum. Alt sem kært er konu og manni kvæði eg fús að ykkar ranni. fslenzk festa, afl og þor ósigruð á hólmi standa. Hvar sem finnast fremstu spor Frumherjans í auðnum landa. Því er hugljúft þökk að færa Þeim, sem virða inálið kæra. Þeim, sem geyma æskueld Eins þó halli lífsins degi, Veitist fagurt friðsælt kveld, Fegra ljós á andans vegi.— Þó að eldist hlýja höndin, Hjartað vermir trygðaböndin. Kristján Pálsson. Thorlakson & Baldwin 699 SARGÉNT Hugardrif Naumast veit eg hvort talin verður heppileg þessi fyrirsögn fyrir þessum línum, þó held eg það fremur, því víða verður komið við áður lýkur. Vil eg meðal annars minnast ferðar minnar á liðnu sumri til Winnipegosis. Eg lagði upp með hálfum huga ókunnuga manns- ins, eg hafði að vísu komið þangað áður, en svo stutt var dvölin þá, að ekki var unt að ná verulegu kynni meðal manna; en nú gafst þess kostur. Var eg þar um tvær vikur eða rúm- lega það og kyntist flestum löndum; varð inér ljóst, að þar er um mikinn andlegan heilleik að ræða; þar liggur í landi sann- íslenzkur þróttur; en kraftarnir eru all-dreifðir vegna þess að ekki hefir verið unt að halda uppi skipulegu andlegu starfi. Kirkjufélagið lúterska hefir ekki getað liðsint fólki þar eftir þörf, þó er þar söfnuður; ætti hann að geta færst í aukana með aukinni starfsemi. Leyfi eg mér að benda Þjóðræknisfélaginu á þennan stað, sem líklegan til góðs árangurs. Vilji sá félags- skapur bera nafn með rentu og láta af sér leiða alt það gagn, sem hann má, ætti hann að heiinsækja iðulega íslenzk bygð- arlög. Eg veit fullvel að það er hægra sagt er gert, vegna kostn- aðar og annara örðugleika. Það er eins nauðsynlegt fyrir Þjóð ræknisfélagið, að flytja erindi sitt út á meðal almennings, eins og gert er í kirkjulegum málum; var mikið gagn og ánægja að komu Dr.. Becks til Þingvalla- bygðar á liðnu sumri; væntum vijð þess fastlega, að hann geti komið til okkar á komandi sumri; set eg hiklaust í sam- band við komu hans það, að við seinna héldum “íslendinga- kvöld,” Við koinum saman og skemtum okkur svipað því, sem tíðkaðist um löng vetrarkvöld á íslandi. Við höfum að visu átt þessar kvöldstundir áður, en í þetta sinn fanst mér einhvern- veginn að áhrifin af koniu Dr. Becks væru meðal okkar. Það hygg eg að fleirum hafi fundist. En svo eg viki aftur að Win- nipegosis, er mér sönn ánægja að minnast verunnar þar. Safn- aðarstarfið er eftir öllum vonum, þegar þess er minst, að utan að starfið hefir verið mjög óreglu- bundið. Það mun hafa verið tíðast, að prestar hafi komið þangað einu sinni á ári og þar við setið. Söfnuðurinn á laglegt guðshús og söngkraftar eru þar miklir og ágætir. Safnaðarnefnd- inni hefi eg það að bera, að hún vill vinna verk sitt með ötulleik og trúmensku. Hélt eg til hjá Mr. og Mrs. E. M. Einar- son; er hann forseti safnaðarins og kona hans skrifari. Voru þau og fleiri alt af tilbúin að liðsinna mér á allan hátt; vænti eg þess fyllilega að menn meti og virði góðvilja þess fólks i andlegum málum, svo að menn fái notið andlegra krafta sinna sameiginlega. f Winnipegosis er allmikið af islenzkum “þulum,” sem búa yfir íslenzkum fræðum, fornum og nýjum; var mér óskift ánægja að njóta miðlunar úr sjóði þeirra. Meðal annara var Finn- bogi Hjálmarsson. Áttu menn fagnaðarstund með honum á afmælisdegi hans. Finnbogi er hress og hreyfur eins og hann væri fyrir innan tvítugt, og fróð- ur um margt. Þórarinn Stefánsson, einn af eldri mönnum i bænum, bar fram nokkur erindi til Finnboga. Eg læt þau fylgja, því þau eru góð lýsing á manninum: “Við heilsum þér öldungur ungi, því ellinnar sogstraumur þungi gat þér ei bifað né beygt, ólund og flónskan freðin flýði þig rótsterki “Héðinn,” né eðli þitt feygt eða deigt. Syngi nú hver með sinu nefi, þó sumir hafi snert af kvefi, og raddbönd sumra keyrð í kút. Af fúsleik þetta fram eg segi, og farið sé að halla degi og tímans glas að tæmast út. Þér var engin þraut ofvaxin, þú gazt hlaupið á við laxinn, klofið mannlífs kalda strauin, betur en margur baggatækur, beittir plóg og skrifaðir bækur; eðlisbjartan æskudraum. Seint og snemma velvakandi, víðsýnn, attir ljóðagandi áttatíu ára skeið, rúnir margar rakti — þandi, reifaði snild og skilgreinandi, sálarbirtan hrein og heið. Berð með sæmd þinn kollin hvíta, hvikur i spori enn að líta þig sem værir ungur enn. Eg því vil við ending hnýta að ára og daga sældar nýta, gel i .þér bæði Guð og menn. Winnipegosis er þriflegur bær og liggur við vatnið, sem bær- inn heitir eftir; norðaustur frá bænum er Red Deer Point eða Hjartarnes. Fyrsti hluti leiðar- innar þangað norður er nokkuð eyðilegur, en hj'rnar eftir þvi sem norðar dregur, þar er afnes af tanganum; vikin á milli er falleg og sveitarlegt að horfa j'fir. Fáeinar íslenzkar fjöl- skyldur eru enn á Hjartarnesi, en nokkrir hafa flutt inn í bæ- ínn. Eitt fyrirbrigði er mér fast í minni, það er skip allstórt, sem sézt iit úr bænum. Skip þetta gekk eitt sinn á vatninu, á að gizka um fjörutíu ára skeið; varð aldrei mannskaði af því. Eitt sinn var það á ferð suður á leið, rak þá á garð inikinn og lá nærri strandi, en fyrir orku og traustleika skipsins björguð- ust menn og farangur; iðulega mun hafa reynt á kosti þess, og flutti það eigendunum mikinn ágóða. Nú situr þetta fley á rifi fram í vatninu, eins og svan- ur með hvelfdu brjósti, autt, yfirgefið og gleymt, þar sem það háir silt dauðastríð við strauma lofts og lagar. Það sýnist átak- anlega einmana þar úti á yfir- borði vatnsins. Hvernig á þessu stendur, er mér ekki kunnugt með víssu; ef til vill eru eig- endurnir gengnir undir græna torfu á undan eign sinni, eða þeir láta sér liggja í léttu rúmi um afdrif þess, þegar ágóði þess er horfinn. Vanþakklæti manna kemur fram í mörgum myndum; þekti eg mann nokurn, sem átti hryssu ötula og þæga sem gaf honum sextán góð hestsefni; þegar hún gerðist hrum og ófær til vinnu, seldi hann nágranna sínum hana fyrir eitt hevæki; gekk hún eftir það manna á milli jiar til hún gat ekki borið sig um; þannig voru eftirlaunin þessa ágæta vinnudýrs. — — í Nú vík eg að heimahögum aftur. Það hefir tíðkast upp á síð- kastið hér í bygð, að menn hafa |komið saman til að syngja, og til að hafa um hönd aðrar sak- lausar skemtanir; er tilgangur- inn sá, að ^era glaða stund þeim, sem vegna hrumleika eða las- leika ekki geti sótt alinenn skemtimót. Standa fyrir skemt- unum þessum Mr. og Mrs. Mar- vin, sem eru gædd ágætum söng- hæfileikuin og fúsleika til að verða öðrum til gleði. í sam- bandi við þessi mót fer fram tilbeiðsluathöfn: fluttar bænir og sungnir sálmar. Er gamla fólkinu safnað saman eða það sækir þessar athafnir; menn á- varpa nokkrum orðum hlýjum í garð húsráðenda og þeirra, sem eru viðstaddir. Finnum við öll til þeirrar gleði og blessunar, sem þessir fundir leiða af sér; við syngjum okkur inn í hjarta hvers annars, jafnvel betur á þennan hátt en nokkurn annan Söngur skipulegur og vel fram borinn er alheimsmál, sem út- rýmir misskilning og gerir hjartanlega eining öllum, sem söngnæmi hafa. Svo blessunarrík hafa reynst áhrif þessara samstunda, að fátt mun hafa verið haft hér um hönd, sem leiðir af sér meiri blessun. Menn koma saman með þeim tilgangi einum, að gleðjast til að gleðja aðra. Þann 24. növember komu menn sama-n á heimili Mrs. Paul Egilson. Þar var meðal annara Sigurlaug móðir hennar, kona Jóhannesar Einarssonar, sem var viðstaddur; þykir öllum vænt um þau hjón og fólk þeirra alt. Mrs. Egilson býr i Calder. Þar er í bænum gömul kona, sem ekki gat vegna hrumleika sótt þetta mót; brugðu menn sér þangað og sungu fyrir hana jólasálma o. fl. Gladdi það hana stórlega og hún sagði: “Þetta eru jólin.” Eg held okkur hafi fundist það líka, því enginn get- ur glatt annan án þess að gleðj- ast sjálfur. Það er gott og blessað að koma á fót söngsamkomu fyrir eldra fólk á opinberum stöðum, en á heimilunum eru allir eins og heima hjá sér, enginn hefðar- snykkur á rífeinu; þar njóta menn sín bezt; alt eðlilegt og óþvingað; þar tengjast menn fastast ákveðnum vinarböndum; þar eignast nienn sameiginlegar, hlýjar endurminningar, sem vermir þá um marga kalda daga. Orðið “tiund” lætur illa í eyrum margra; það að hafa beyg af því orði er þó ekkert þroskamerki andlegt. Ekki er það tilgangur minn að krefjast tíundar af nokkruin manni, að Guð krefjist tíundar af afurð- um manna. Eg hreyfi þessu vegna þess, að reynsla allra þeirra, sem hafa gert sér að reglu að leggja fram tíund málefnum guðsrikis, hafa ætíð hlotið af því mikla blessun; þetta er almenn reynsla, sem ekki verður hrakin. Það er deg- inum ljósara, að nienn og kirkjufélög, sem halda þessa reglu, er fvllilega eins vel efna- lega stödd og þeir, sem ekki hafa tamið sér þennan sið. Orð Guðs i Malakí spádóms- bók 3:10 eru á þessa leið: “Færið mér alla tíundina i forðabúr.” . . . reynið mig einu sinni á þennan hátt.” Nú vita allir af reynslunni, sem hafa reynt að fara eftir þessum orðum, að það hefir flutt þeim ómælilega blessun, og að Guð héfir látið þeim falla í skaut það, sem er miklu meira virði en það sem þeir lögðu fram. En þegar talað er um tíund, er það ekki skilningurinn, að inenn eigi að takmarka tillög við þann mælikvarða;- heldur það, að Guð elskar glaðan gjaf- ara, og þvi meir sem við látum standa gott af okkur, þess meiri blessun berst að borði. Ekki er heldur ineint, að mælikvarðinn gripi aðeins yfir peninga og fjármuni; það lýtur að allri viðleitni i orði og verki — að allri fórnfýsi i hvaða mynd sem er. Hver er þá ávinningurinn, sem tíundargjaldið flytur? Það flytur hjartanlega gleði og samvizku rósemi, af viðleitninni að gæta skyldu sinnar af öllum kröftum. Þessi fögnuður er þeim aðeins fáanlegur, sem vilja leggja í sölurnar. jafnvel þó guðsorð bendi til þess, (Framh. á bls. 7) $imntss aitb A DR. B. H. OLSON Phones: 35 076 . 906 047 * Consultation by Appointment Only • í\\ vj rf HelmlU: 5 ST. JAMES PLACE Winnlpeg, Manitoba Dr. P. H. T. Thorlakson DR. B. J. BRANDSON 205 Medical Arts Bldg. 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 22 866 Phone 21 834—Oífice tlmar 3-4.30 • HeimiU: 214 WAVERLEY ST. Res. 114 GRENFELL BLVD. Phone 403 288 Phone 62 200 Winnipeg, Manltoba DRS. H. R. & H. W. TWEED DR. ROBERT BLACK Sérfræöingur I eyrna, augna, nef og h&lssjúkdömum Tannlasknar 216-220 Medical Arts Bldg. • Cor. Graham & Kennedy 406 TORONTO GEN. TRUSTS ViÖtalsUmi — 11 tii 1 og 2 til 5 BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. Skrifstofusimi 22 251 PHONE 26 645 WINNIPEG Helmilisslmi 401 991 DR. A. V. JOHNSON Dr. S. J. Johannesson Dentist 806 BROADWAY • Talsimi 30 877 506 SOMERSET BLDG. • Telephone 88 124 ViÖtalstimi 3—6 e. h. Home Telephone 27 702 DR. K. J. AUSTMANN H. A. BERGMAN, K.C. 512 MEDICAL ARTS. BLDG. Stundar eingöngu, Augna- islenzkur lögfrœOingur Eyrna-, Nef og Hftls- sjúkdöma. • Vlötalstíml 10—12 fyrir hádegl Skrlfstofa: Room 811 McArthur 3—5 eftir h&degi Building, Portage Ave. Skrifttofusími 80 887 P.O. Box 1656 Heimilissimi 48 651 Phones 95 052 og 39 043 J. T. THORSON, K.C. islenzkur lögfræOingur A. S. BARDAL 848 SHERBROOOKE ST. Selur likkistur og annast um út- • farir. Allur útbúnaöur s& bestl. Ennfremur selur hann allskonar 800 GREAT WEST PERM. Bldg. minnisvaröa og legsteina. Phone 94 668 Skrifstofu talsiml 86 607 Heimilis talsiml 501 562 J. J. SWANSON & CO. ST. REGIS HOTEL 286 SMITH ST„ WINNIPEG LIMITED 308 AVENUE BLDG., WPEG. Pœgilegur og rólegur biLstoöur • i miObikl borgarinnar Fasteignasalar. Lelgja hús. Ct- Herbergl 32.00 og þar yfir; með vega peningalán og eldsfibyrgð, baðklefa $3.00 og þar yfir. bifreiöaábyrgö o. s. frv. Agætar m&ltiöir 40c—60e PHONE 26 821 Free Farking for Ouests

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.