Lögberg - 26.12.1940, Side 4

Lögberg - 26.12.1940, Side 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 26. LESEMBER, 1940 ------------Högberg----------------------- OeíiB út hvern fimtudag af THE (JOLiLMJiIA PHESS, IJMITEU «9ö Sargent Ave., Wiunipeg, Manitoba Utanáskrift ritstjórans: EDITOH LÖGBEKG, 695 Sargent Ave., Winnipeg. Man. Editor: EINAR P. JÓNSSON Verð $S.OO uin árið — Borgist fyrirfram The “Dögberg'1 is printed and published by The Columbia Press, Eimited, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba PHONE 86 327 Ritgerð um Island vekur bitra andúð Innan um nýkomnar póstsendingar frá Is- landi, barst Lögbergi til umsagnar dálítill bæklingur á tvennum tungumálum, ensku og íslenzku; höfundur bæklingsins er hr. Snæ- björn Jónsson bóksali í Reykjavík; frum- ritið birtist í enska blaðinu Speetator þann 20. september síðastliðinn; ritgerð þessi hef- ir auðsjáanlega sætt nokkurri andúð á Is- landi, og telja ýmsir hana ganga landráðum næst; höfundur ritgerðar þessarar hefir snúið henni sjálfur á íslenzku; þýðingin er í öllum atriðum nákva*m, og teljum vér víst, að Islendingum vestanhafs þyki það nokk- urs um vert, að fá hana til lesturs í heilu lagi, því enn láta þeir sér ant um hag og viðhorf stofnþjóðar sinnar, jafnt í efnaleg- um og andlegum skilningi; hin margum- ra‘dda ritgerð hr. Snæbjarnar er á þessa leið: “. . . Island flytur út meginið af fram- leiðslu sinni og flytur inn mestan hluta neysluvörunnar. Yerzlunarmagn landsins er þannig í engu samræmi við fámenni þess. Það varð því sérstaklega illa úti fyrir þeim hömlum á alþjóðlegum verzlunarviðskiftum, sem um síðasta áratuginn fyrir ófriðinn höfðu svo skaðsamleg áhrif á sambúð þjóð- anna í heiminum. . . . Þannig var það, að vefnaðarvörur og málmvörur, sem við höfð- um áður keypt á Bretlandi, urðum við nú að kaupa á ítalíu og Þýzkalandi — lakari vör- ur fyrir hærra verð — sökum þess, að þessi lönd tóku á móti verulegum hluta af útflutn- ingi okkar. Verzlunin var í rauninni að mestu leyti vöruskifti . . . Öllum kröftum var nú til þess beitt, að fiska sem mest til útflutnings. Flest fóru skipin með afla sinn til Bretlands, en sum fóru til Þýzkalands, þar sem fiskurinn seldist geypiverði. Því miður fyrir okkur tók Þýkaland fljótlega að viðhafa þær hernaðaraðferðir, sem neyddu Bretland til þess að beita algerðu hafnbanni, og var þannig þýzka markaðinum lokað fyrir okkur. En brezki markaðurinn tók auðveldlega á móti öllum þeim afla, sem til féll, og verðið hefir.yfir höfuð verið gott, stundum mjög hátt. . . . Aflinn yfir veiðitím- ann reyndist gífurlegri en nokkur dæmi voru til, og ennþá er því mikil síld óseld, en von er um að enn kunni að fást markaður fyrir hana. . . . Alt efni til húsa verður að flvtja inn, og slíkt er vitaskuld ómögulegt núna. 1 maímánuði settu svo Bretar her á land, og breytti það' miklu, svo að einungis þeir hafa orð'ið illa úti, sem húsagerð stunda. Því að brezka herliðið hefir veitt mikla at- vinnu, bæði beinlínis, en langtum meiri ó- beinlínis. I svipinn að minsta kosti hefir liðsetningin orðið Islandi til stórkostlegs hagnaðar efnalega. Það er ómótmælanleg sannreynd — sannreynd, sem enginn getur rekið sig úr vitni um. Það ern einu áhrifin sem hún hefir hingað til haft í landinu; því að gætt hefir verið hins ítrasta íhlutunar- leysis. Og að svo miklu leyti sem nokkur samskifti hafa verið á milli setuliðsins — en það er dreift um alt landið — og lands- manna sjálfra, hafa þau verið hin vinsam- legustu, og alls enginn árekstur hefir átt sér stað. Ef verið skyldi hafa í upphafi einhver tilhneiging til þess að líta grunsemd- ar-augum á “innrásarliðið,” þá hvarf sú grunsemd fljótlega. Þó var það svo, að enda þótt ekki væri réttmætt að tala um fjandskap af hálfu blaðanna, verður því ekki neitað, áð undantekningarlaust gerðust þau í byrjun sek um óvarkárni, og sumt af þeirri óvarkárni var í fremur óvinsamlegum anda. En jafnframt slíkri vangá (sem ekki verður lengur vart við), voru þess frá upphafi dæmi, að mjög viturlega væri á málinu tekið. . . . Það er augljóst, að meðan ófriðurinn stendur yfir, veltur á því efnalega fyrir fs- land, að Bretland, sem nú er nálega eini markaðurinn fyrir útflutningsvörur okkar, haldi vinsamlegri afstöðu. En það er ekki einungis efnaleg heldur og pólitísk framtíð íslands, sem um er að ræða. Undir sam- bandslögunum frá 1918, hafði landið síðan það ár verið fullvalda ríki, og tengslin við Danmörku ekki önnur en samciginlegur kon- ungur, og samningur, sem gerði það að værkum, að Danmörk taldist fara með utan- ríkismál íslands, enda þótt Islendingar hefðu sjálfir að nokkru leyti tekið þau mál í sínar hendur. Sambandinu mátti slíta í árslok 1943, og allir stjórnmálaflokkar á alþingi höfðu í meira en eitt skifti lýst yfir þeirri ákvörðun sinni, að því skyldi verða slitið. Svo kom þýzka innrásin í Danmörku í síð- astliðnum aprílmánuði, og af augljósum ástæðum lýsti Island yfir því daginn eftir, að þau tengsl, sem þangað til höfðu knýtt þessi tvö lönd saman, væru rofin. 1 þeirri ályktun, sem alþingi samþykti, er að vísu svo að orði komist, að sambandsslit þessi séu “að svo stöddu,” en það veit’ hver mað- ur, að þessi orð voru sett þar fyrir kurteisis sakir aðeins. Skilnaðinum var án efa ætlað að verða endanlegur, og endanlegur verður hann, hvað sem gerast kann. Frá sjónarmiði alþjóðalaga, og með sög- una í baksýn, hafa tveir nafntogaðir amerískir iögfræðingar, báðir fæddir Islendingar, rætt núverandi stöðu Is- lands af mikilli prýði í júní-heftinu af American Bar Association Journal. Hver sá maður, sem af alvöru lætur sig málið skifta, ætti að lesa þá fræðimannlegu grein- ■ argerð. Undir því stundar-fyrirkomulagi, sem nú ríkir, er það framkvæmdarvald, sem áður var í höndum konungs, falið ráðuneyti Islands, og ísland er nú í veruleikanum lýð- veldi með stjórnarskrá konungsríkis. Ber- sýnilega er þetta óþjált og óhentugt fyrir komulag, jafnvel þótt eigi sé nema til bráða- birgða.; og vitanlega hugsar enginn sér það sem varanlegt. Tvent er það, sem fyrir ófriðinn var deginum ljósara þeim miðlungi mörgu, sem ganga með augun opin (en aðeins þeim), en hlýtur nú að vera hverjum manni bersýni- legt; sem sé, að á ófriðartímum er ekki unt að líta á hnattstöðu Islands sem einangraða, og hún getur þannig ekki veitt landinu neitt öryggi; og að í sama máta er ekki heldur vernd í yfirlýsingu um ævarandi hlutleysi. Síðan þessar staðreyndir urðu öllum aug- ljósar, hefir aðeins verið minst á tvo vernd- ara, nefnilega Bretland og Bandaríkin í Ameríku, þ. e. a. s. að Monroe-kenningin yrði þannig túlkuð, að hún tæki til íslands, eins og lega landsins gerir mögulegt. Fyrir ófriðinn heyrðist hér dálítið drýgilegt, en barnalegt, tal um þá vernd, sem Norður- landaríkin gætu veitt okkur ef við þyrftum á að halda. Óþarft er að segja það, að þessi vitleysa heyrist ekki lengur. Að því er við kemur amerískri vernd, er það fyrst og fremst ákaflega vafasamt, hvort hennar > mjmdi kostur ef á þyrfti að halda; enginn er svo flónskur að halda því fram, að hún myndi hafa verið í té látin síðastliðið haust hversu knýjandi þörf sem á henni kynni að hafa verið. Og í öðru lagi hefir brezka lið- setan á íslandi átt sinn þátt í að opna augu fólks fyrir því, hver bezt myndi vemda frelsi íslands og öryggi landsins. Greindari mönnum á meðal Islendinga hefir lengi verið þetta ljóst, og fyrir þrem árum lýsti Jónas Jónsson, fyrrum dómsmálaráðherra, yfir því opinberlega (án þess að nokkur andmælti), að einungis af Bretlandi gætum við vænst vemdar í framtíðinni, eins og það hefði líka á liðnum tíma veitt þá einu vepid sem saga íslands hefði af að segja (nefnilega í Napoleons-styrjöldinni og í heimsstyrjöld- inni 1914*—1918). Að efni til hefir nýlega verið lögð áhérzla á hið sama í ársf jórðungs- ritinu Eimreiðinni. Það er að líkindum sannleikurinn, að íslenzka þjóðin hafi ekki enn tekið ákvörðun um það, hverjar séu óskir hennar um póli- tíska framtíð landsins. Þeir sem meira eru uppi í skýjunum og miður raunsæir, hugsa sér ef til vill enn lýðveldi án nokkurs stjórn- arfarslegs sambands við neitt annað land og varið ævarandi ró yfirlýsts hlutleysis. En það má telja sa*milega víst, að skyldi tilraun verða gerð um slíkt, myndi af hag- sýnisástæðum brátt verða að Iiverfa frá henni. llinir raunhyggnari. myndu óska, að Island gerðist fullvalda aðili í ríkjasamband- inu brezka. Rökin fyrir þeirri stefnu hafa bezt verið flutt af Héðni Valdimarssvni alþingismanni, í greinaflokki, sem hann rit- aði í blað sitt Nýtt land síðastliðið vor. Greinar þær voru farnar að birtast nokkmm vikum áður en Þýzkaland tók Danmörku, og voru þannig ekki sprottnar upp af þeim at- burði eða svo mikið sem af honum litaðar. Það er athyglisvert, að enginn hefir gert tilraun til þess að hrekja röksemdir Héðins Valdimarssonar, og sú- ályktun verður ekki umflúin, að blöðin og stjómmálamennirnir hafi talið þau óhrekjandi. Það er illa, að ekki skuli hafa verið gerður kostur á þessum greinum í enskri þýðingu, því að líklegt er að fyr eða síðar komi til þess fyrir brezka stjórnmálamenn að svara tillögunni, og fyrir brezkan almenning að verða með henni eða móti. Þar er eina leiðin, sem sumir okkar fslendinga sjá til þess að tryggja frelsi Is- lands.” The American Scandinavian Review Lögbergi hefir nýverið borist í hendur nýútkomið hefti af The American Scandinavian Review, vandað injög að hinum ytra frá- gangi, og þá ekki síður mergj- að og fjölþætt að innviðum; vegna þeirra ömurlegu viðburða, sem gerst hafa með Norður- landaþjóðum í ár, gat ekki hjá því farið, að þeirra óhjákvæmi- legu blæbrigða, sem hinu breytta viðhorfi á Norðurlöndum var samfara, yrði vart í ritinu í þetta sinn; enda er það í megin atriðum sterklega mótað linum og litum núverandi ásigkomu- lags; en góðu heilli, gengur eins og rauður þráður gegnum frá- sagnir allar og viðburðalýsingar, bjargföst trú á fullkomna stjórn- arfarslega endurrei'sn þeirra þjóða, sem hernumdar hafa ver- ið, og að minsta kosti eins og til hagar, eiga við raman reip að draga; öll él birta upp um síðir, segir hið fornkveðna, og mun þetta engu síður rætast á Norðurlandaþjóðum en þeim þjóðum öðrum, er orðið hafa rándýrseðli Hitlerismans að bráð; öðru máli gegnir um her- nám íslands; þar á í hlut voldug vinskaparþjóð, er forustu hefir á vettvangi þeirra þjóða, er frækilegast halda uppi vörn fyr- ir drengskap og mannréttindum; og þó hið breytta viðhorf íslands sé vandasamt, þá þarf þjóðin þó ekkert að óttast; hernám hennar varir aðeins um stundarsakir, eða þar til núverandi hildarleik lýkur með fullnaðarsigri lýð- ræðisiþjóðanna.— Hinn drengilegi og víðskygni erindreki fslands í Bandaríkjun- um, hr. Thor Thors aðalræðis- maður, hefir samið fyrir hefti þetta, stutta en gagnorða ritgerð um breytt viðhorf íslenzku þjóð- arinnar, sem skapaðist vegna hernáins Danmerkur, en skömmu seinna við komu brezka hersins til landsins og bráðabirgða her- nám þess; grein þessi felur í sér glögt yfirlit yfir þá atburði, sem gerðust á Alþingi, er þjóðin fyrir hönd fulltrúa sinna fól ráðu- neyti sínu framkvæmd konungs- valdsins ásamt meðferð utanrík- ismálanna, sem Danir höfðu farið með fyrir hönd fslands samkvæmt fyrirmælum full- veldissáttmálans frá 1918. f nið- urlagi ritgerðar sinnar, %ikur höfundur að þeim vanda, sem sambúð hinnar fámennu ís- lenzku þjóðar og hins fjölmenna, erlenda hers, sé samfara; lætur hann þess getið, að brezkir liðs- foringjar hafi framkvæmt skyld- ur sínar með góðri háttlægni, og framkoma setuliðsins í flestum tilfellum verið óaðfinnanleg; er- lenda setuliðið hafi á engan hátt blandað sér inn í stjórnarstarf- ræksluna, né heldur hróflað við frjálsræði blaða eða útvarps; útvarpið daglega flutt nýjustu fregnir frá London og Berlín, auk þess sem gefið sé daglega út kommúnistablað, er fordæmi málstað Breta. Hr. Thors efast ^kki um það, að á sinum tima hverfi hið erlenda setulið af fs- landi, og að líf þjóðarinnar komist aftur i sinn eðlilega far- veg. ÞAKKARORÐ öllum þeim, er heiðruðu okk- ur með veglegu samsæti og vin- argjöfum á tuttugu og fimm ára giftingarafmæli okkar, vottum við okkar hjartanlegasta þakk- læti. Sérstaklega þökkum við nefnd kvenna, er gekst fyrir samsætinu og vann að undirbún- ingi ógleymnalegrar fagnaðar- stundar, er við urðum aðnjót- andi. Guð launi góðvilja okkur sýndan. Mr. og Mrs. Iíristján fíessason, Selkirk, Man. F r á Auátf j örðum Eftir Jens Hólmgeirsson. BAKKAGERÐl t BORGARFllWl (íbúar 140) Bakkagerðisþorp stendur við botn Borgarfjarðar, og að nokkru norðan fjarðarins, og er hluti af Borgarfjarðarhreppi, sem nær yfir Borgarfjörð og nokkrar næstu víkur. Þorpið, sem að mestu er með dreifbýlis- sniði, er bygt í landi jarðanna Bakka og Bakkagerðis. Bakki og hálft Bakkagerði er eign hreppsins. Land nefndra jarða má áætla 350—400 ha. að stærð, auk mikils beitilands. Land þetta er því nær alt samfeldar mómýrar og hálfþurrir gras- móar með hæfilegum halla ti! framræslu og er því óvenjulega álitlegt til ræktunar. Utan við þorpstakmörkin er jörðin Geita- \dk, sem hefir a. m. k. 100 ha. af ágætu ræktunarlandi. Innan við þorpið eru einnig nokkrar jarðir með ágætum ræktunar- möguleikum. Mór er mikill og frekar góður í landi þorpsins og er hann árlega mikið notaður. Sem sönnun þess, má nefna, að kolanotkun í öllum hreppnum er aðeins 10—12 smál. á ári. Þararek allmikið er í fjörum, sem hagnýta má bæði til beitar og áburðar. Þá er einnig sæmi- legt byggingarefni nærtækt. Þorpið er óskipulegt og hafa byggingar verið settar nokkuð af handahófi. Félagsleg þæg- indi eru engin. Vatnsveita er þó ráðgerð og er aðstaðan frekar góð. Talið er að virkjunar- möguleikar séu fyrir hendi ekki alllangt frá þorpinu, en það mál er órannsakað ennþá. Samgöngur á sjó og landi eru hinar verstu í Bakkagerði. Nú mun ákveðið að koma Borgar- firði í bílvegakerfið með vega- lagningu um Njarðvíkur og Gönguskörð og tengja við út- héraðsbraut, sem nú er komin langt út eftir Hjaltastaðaþinghá. Búist er við að þessi vegur verði bílfær meiri hluta árs. Höfnin i Bakkagerði er grunn og frekar slæin, einkum í austanátt. Vart getur uin það verið að ræða, að byggja þar hafskipabryggju nema með ærnum kostnaði. Hinsvegar er frekar auðvelt að gera þar hafnarbætur, er nægi hreyfilbátum og hefir verið á- ætlað, að það verk myndi kosta liðlega 40 þúsund krónur með verðlagi eins og var fyrir strið. Kunnugir telja, að þessar hafn- arbætur myndu hafa mikla þýð- ingu fyrir útgerðina og afkom- una í þorpinu, og auk þess auð- velda mjög mikið afgreiðslu stærri skipa. Hskimið eru að öllum jafn- aði fengsæl og fremur nærtæk í Bakkagerði. Aflinn er aðal- lega þorskur, sem veiddur er á handfæri. Talið er nauðsynlegt að geta haft línu líka, þegar fjölfiski er. En það er nú tor- velt sökum beituskorts, því að ekkert beitugeymsluhús er til á staðnum. Kúfiskur, sem nota má til'beitu, mun vera alJmikill í firðinum, en tæki eru engin til að ná honum. Þá er og talið, að veiða megi í firðinum sel, hrognkelsi, hnísu og kola. Fiskaflinn í þorpinu er salt- aður og þurkaður, og er sú venja, að hver skipshöfn verk- ar yfirleitt sinn afla. Beinum og fiskiúrgangi er öllu fleygt í sjóinn. Lifrarbræðslutæki eru engin á staðnum og er það hið mesta tjón. Veiðiflotinn í þorpinu eru 10 hreyfilbátar, alt að 4 smál. að stærð. Auk þess eru þar allofl nokkrir aðkomubátar. Bátarnir eru eign sjómannanna, og eru margir þeirra skuldlausir. Venju. legur veiðitími er vorið og sum- arið. Vetrarróðrar eru nokkuð stundaðir með góðum árangri, en vegna hafnleysisins er vetrar- sjósóknin allhættuleg, Báta- kostur þorpsbúa er nægur nú- verandi fólksfjölda, eða því sem næst. Af framansógðu er ljóst, að útgerðaraðstaða fyrir hreyfil- báta er ágæt í Bakkagerði, hvað snertir fiskisæld og nálæg fiski- mið. Lendingarskilyrði eru hinsvegar erfið, en úr því er verulega hægt að bæta. Allar fjölskyldur í þorpinu hafa ræktun og búskap. Rækt- unin er þó altof lítil til fóðurs núverandi bústofni, enda verða þorpsbúar að sækja útheysskap- inn í sveit með ærnum kostnaði og fyrirhöfn. Ræktunin er að nokkru leyti í kring um húsin, en þó mest í nokkurri fjarlægð. Hreppurinn hefir undanfarin ár varið atvinnubótafé sínu i rækt- unarundirbúning með ágætum árangri. Ræktað land í þorpinu má áætla 35 ha., en a. m. k. 300 ha. af ágætu ræktunarlandi eru ennþá óræktaðir. Árið 1939 var uppskera og búfénaður sem hér segir: Taða 1400 hestb., úthey 600 hestb., kartöflur 56 tunnur, róf- ur 7 tunnur. Kýr 35, sauðfé 1000, hestar 35. Athyglisvert er, hve garðrækt- inni er lítill sómi sýndur, þrátt fyrir mjög sæmileg garðyrkju- skilyrði í þorpinu. Bakkagerði tel eg hafa einna álitlegust og glæsilegust vaxtar- skilyrði allra austfirzkra þorpa. Fer þar saman stórt og álitlegt ræktunarland, sem einnig er auðugt af sæmilegu eldsneyti — og nærtækt og fengsæl fiskimið ásamt ýmsum fleiri gæðum. Þótt hafnarskilyrði séu eigi góð, má með nokkrum kostnaði úr þvi bæta, svo að nægi hreyfilbátaút- gerð, en hún virðist bezt eiga við i Bakkagerði. Tel eg því öll skilyrði fyrir því, að í Bakka- gerði geti risið upp farsælt þorp, sem hafi atvinnu af sjósókn og búskap sameiginlega. Mun ekki of hátt að áætla, að 1000 manns geti lifað þar, ef gæðin til lands og sjávar eru gjörnýtt skynsam- lega. Sennilega er rétt að gera réð fyrir dreifbýlissniði á bygð- inni. En sú skipulagning þvi auðveldari, þar sem landið er heillegt og vel lagað, og bygging og öll inyndun þorpsins á frum- stigi, enn sem komið er. Til þess að þetta geti orðið, þarf að beina nokkru fjármagni á staðinn. En ólíkt virðist það skynsamlegra heldur en að strita við að halda uppi bygð á óbyggi- legum stöðum með árlegri með- gjöf frá þjóðfélagsins hendi í ýmsum myndum. En hvað sem Jíður bollalegg- ingum um stórfelt aukið land-. náð á Bakkagerði, þarf að gera ýmsar framkvæmdir í þorpinu vegna þess fólks, sem þar er nú, og sem vafalaust fer fjölg- andi þegar stundir líða. Hafnar- bætur, vegasamband, frystihús og stóraukin ræktun, ásamt gjörnýtingu allra áburðarefna, eru alt aðkallandi úrlausnarefni, sem vinna þarf að markvist og sleitulaust. VOPNAFJORÐUR (íbúar 256) Þorpið stendur sunnan til á Kolbeinstanga, sem er nes á milli Nípsfjarðar og Vopna- fjarðar, og er hluti af Vopna- fjarðarhreppi. Á Kolbeinstanga voru áður jarðirnar Norður- Skálanes, Austur-Skálanes og Leiðarhöfn og er hin síðasttalda ennþá sjálfstæð bújörð, en á þó örlítinn hluta af landi því, er þorpið stendur á. Hreppurinn á Skálanesjarðirnar báðar og eru þær eingöngu í notum þorpsins. Rolbeinsnes er nokkuð hálent og smáklettótt. Um miðbik nessins eru mýrar og melar, sem eru sæmilega til ræktunar fallið. Land þetta er nú eingöngu not- að til sauðfjárbeitar á vorin, og er þó beitin frekar léleg. Að sumrinu gengur sauðfé þorps- búa í afrétt sveitarinnar. Mótak, frekar lélegt, er á nesinu, og er það almikið notað, einkum nú. Þorpið er með dreifbýlissniði,

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.