Lögberg - 23.01.1941, Qupperneq 5
LÖGBEKG, FIMTUDAGINN 23. JANÚAR, 1941
5
töku tvö skifti er hún kom á
samkomur “Ljómalindar.”
Þá var sungið “Ó fögur er vor
fósturjörð.” Næst lék píanó sóló
Miss Elva Pálsson (dóttir Jónas-
ar Pálsson) og spilaði af hrein-
ustu snild, og: er það ánægju-
legt að eiga aðra eins sólóista
og Miss Pálsson. Þá kallaði
fundarstjóri fram aðal ræðukonu
kveldsins, Mrs. Douglas Durkin.
Hún talaði á ensku og eins og
vænta mátti varð enginn fyrir
vonbrigðum hvað Mrs. Durkin
snerti, því hún er vel kunnur
ræðuskörungur. Talaði hún um
islenzkan ljóðaskáldskap að
fornu og nýju, og tókst henni
framúrskarandi vel og var unun
að hlusta á hana, því hún er
stórfróð um íslenzk ]jóð.
Svo lék Barnev Friðleifson’s
Trio (tvær fiðlur og pianó).
Tókst þeim vel, spiluðu tvö lög.
Þá tók íorstjóri til máls og með
hpurð gerði hann Maríu Markan
aðvart að honuni hefði verið fal-
ið á hendur að afhenda henni
ofurlitla gjöf fyrir hönd Van-
couver fslendinga félaganna i
minningu um komu ' hennar
hingað.
Þa tók María Markan til n
þakkaði gjöfina og alla vel
sem sér hefði verið auðsýnd
alaði af tilfinningu og fa
leMa. Sagðist heldur vilja
th samsætishns í söng en rs
°g gerði hún það, og var d
andr lófaklapp, 0g varð húr
syngja tvisvar. Söng afar fal
eins henni er tamt. Lj
nyrkvuð meðan hún söng.
Var þá sungið ó Guð
ands. Hér má ekki gleyrns
nunnast á að Mrs. Frank F
ickson aðstoðaði með píanói
þetta kveld sern oftar. Si
'ar öllum gefið tækifæri
heilsa Maríu og tala við h
nokkur orð eins og tími leyf
óefað er þetta hið lang I
mennasta samsæti, sem fsh
ingar hafa nokkru sinni stof
1 her á Ströndinni og voru
yhr 250 manns viðstad
nokkrir frá Blaine og P
Boberts. Fór alt fram með
og reglu og var rausnarlegt
tilkomumikið, og mun verða
11 m hér lengi minnistætt.
Það var ánægjulega að heiðra
hma frægu söngkonu, Maríu
Markan. Við þökkum henni
ynr komuna, óskum henni allra
hedla og vonum að hún hverfi
td okkar aftur sem fyrst. Svo
vil eg fyrir hönd nefndarinnar
þakka öllum, sem að aðstoðuðu
okkur svo drengilega fyrir vel
unnið verk.
STREAMLINf
Pantanir með pósti, eru
innkaupsaðferðir nútím-
ans. Það stendur á sama
hvaða innkaupsaðferðir
eru við hendi — eða hvar
þér eigið heima —- þér
munuð sannfærast um
að Póstpantanir eru hag-
kvæmar, spara fé og eru
yfir höfuð ánægjulegasta
aðferðin til þess að full-
nægja þörfum fjölskyldu
yðar og heimilisins.
Hugsið yður hið mikla
úrval á boðstólum —
birgðir, sem sérfræðingar
haupa inn á stærstu
inörkuðum heimsins;
hugsið yður þægindin,
sem því eru samfara, að
g'eta gert “innkaupin” í
shjóli heimilisins.
Berið saman og athugið
Þessi óviðjafnanlegu kjór-
kaup; hugsið yður liina
skjotu afgreiðsíu og þjón-
l’stu, sem yður stendur
tjl boða vegna vorra ný-
tizku f I u t n i n gstækja.
Hugsið yður loks hve
nnkils um vert það er, að
njota verndar hinnar
frægu EATON’S trygg-
ingar “Goods Satisfactory
°r Money Befunded” —
°g einnig þér munuð taka
undir með þúsundunum
i Vesturlandinu, sem vita
að Póstpantanir eru á-
nægjulegasta innkaupa
aðferðin.
«’T. EATON C<3„.„
WINNIPEG CANADA
Við háborðið sátu:
Mr. og Mrs. L. H. Thorlaksson,
Miss Maria Markan, Mrs. A.
Graham, Consul og Mrs. L. Jes-
sen, Mr. og Mrs. Jónas Pálsson,
Mrs. Douglas Durkin, Mr. og
Mrs. Archie Orr, Mr. og Mrs. H.
Friðleifsson, Miss Beatrice Gisla-
son, Mr. Douglas Cox, Mr. og
Mrs. Erling Bjarnason, Miss
Wennberg, Mr. Magnús Elíason,
Mr. og Mrs. Frank Fredrickson,
Mr. og Mrs. G. F. Gislason.
G. F. Gislason.
Frá Mountain,
N. Dak.
Herra ritstjóri,
Einar P. Jónsson,
Winnipeg, Man.
Kæri Mr. Jónsson:
Eg sendi þér hérmeð reikn-
ingsskil yfir inntektir og útgjöld
fyrir minnisvarða K. N. Júlíus.
Þjóðræknisdeildin hér, sem fyr-
ir verkinu stóð, treystir því, að
þú gerir okkur þann greiða að
birta þessa skýrslu í þínu heiðr-
aða blaði, svo að allir geti séð
hvað gert hefir verið við þá pen-
inga, sem lagðir voru í þenna
sjóð, og eins hvert kvittað er hér
fyrir allra tillög; ef ekki, þá að
gera okkur aðvart.
Vegna lasleika formanns og
skrifara Minnisvarðanefndarinn-
ar hefir það dregist lengur en
skildi að gera þessi reiknings-
skil og viljum við sérstaklega
biðja þá velvirðingar á þessu,
sem ekki hafa áður verið kvitt-
aðir í blöðunum.
Svo þökkum við öllum inni-
lega sem studdu þetta fyrirtæki á
einhvern hátt og fyrir ágæta sam-
vinnu, en sérstaklega báðum ís-
lenku blöðunum og síðast en
ekki sízt þökkum við Herra
Chris. Johnson í Duluth, sem
sparaði hvorki vinnu né kostn-
að við að útvega okkur mest af
fallegustu steinunum, sem fóru
í varðann, auk höfðingslegs pen-
ingatillags.
Fyrir hönd byggingarnefndar
og þjóðræknisdeildarinnar Bár-
an. Virðingarfylzt,
Thorl. Thorfinnson.
* * *
MOUNTAIN, N. DAK,—
Oskar Heary, $1.00; Chr. Indrida-
son, $2.07; Pétur Hermann,. $1.00;
Th. Thorfinnson, $1.00; Mr. og Mrs.
Stefán Hallgrímson, $2.00; Mr. og Mrs.
W. G. Hillman, $2.00; Hjörtur HJalta-
lin, $1.00; Mr. og Mrs. Halldór Björn-
son, $1.00; Mrs. Oddný S. Kristjánson,
$1.00; Jóhannes Anderson, $1.00,
Magnús Snowfield, $1.00; Mr. og Mrs.
Rev. Sigmar, $2.00; Aðalheiöur Ind-
riðadóttir, 25c; Jón Heary, $1.00; H.
G. Gudmundson, $1.00; O. G. Gud-
mundson, $1.00; Sören Hjaltalln, $1.00;
J. P. Hillman, $2.60; Tryggvi Bjarna-
son, $1.00; P. A. Björnson, 50c; Mr.
og Mrs. Rðsman Gestson, $1.00; Mr.
og Mrs. G. J. Jónasson, $1.00; Mrs.
Rósa ólafsson, 50c; S. K. Johnson.
Mrs A v' TJo.hnson' M.00; Mr. og
Mrs. BeoVS.JHh=n,$1$!.;;oMVTkugr
Haend6r^on$1$020006-Mo' K ThS'
50c- O « nT ’ K- Thorsteinson,
öoc. C. S. Gudmundson, $l.oo- A P
Bjornson, $1.00; Haraldur Á, * F'
»2.00; W. K. HaIldórsSndm$1.06o,afS"nr
og Mrs. S. J. Sigurdson, $1 OO' Wm
Benedtktsson $1.00; Pred Halldórson'
50c; Mrs. Helga S. B. Björnson, 50c-
S. P. Steinólfsson, 50c; Louis Byron’
7 5c; S. G. Gudmundson, 50c- Steiní
Byron, $1.00; Mrs. Thorbjörg Eyjóifs-
son, $1.00; Elmar Thorfinnson 50c-
Mr. og Mrs. B. P. Olgeirsson, ’$l.oo’-
Th. M. Thorfinnsson, $1.00; Mr. og
Mrs. V. G. Gudmundson, $2.00; Mr
og Mrs. Haraldur Sigmar (yngri)
»1.25; Magnús Byron, $1.00; Mrs
Guðbjörg Snowfield, $1.00; Joseph
Anderson, $1.00; Marino Johnson,
$1.80; B.iörgvin Johnson (staddur á'
Mountain), $1.00; Gústi Paulson, $2.40:
H. J. Hallgrímson, 55c; Mr. og Mrs.
P. M. Einarson, $2.00; Brynjólfur Jó-
hannesson, 25c; Mrs. A. E. Paulson,
$1.00; S. R. Johnson, $1.00; G. Gud-
mundson, $1.00.
AKBA, N. DAK.—
Mrs. Málmfrlður Einarson, $1.00;
B. H. Hjálmarson, 50c; O. K. Thor-
waldson, 50c; Mrs. H. Anderson, 50c;
.1. H. Jónasson, 50c; Anna Thorvard-
son, 50c; Kristín Thorvardson, $1.00:
Guðmundur Thorlákson, $2.50; Beggi
Thorvardson, $1.65; S. G. Northfield.
$1.00.
GARÐAR, N. DAK.—
Gamaliel Thorleifsson, $1.00; Thorl.
Thorleifsson, $1.00; S. S. Laxdal, $1.00:
Miss Kristfn Thorfinnson, $1.00; Mrs.
Stefán Eyjólfsson, $1.00: Mr. og Mrs.
T. K. Óiafson, $1.00; Príða Eggertz,
60c; S. M. Gudmundson, $1.00; Pred
G. Johnson, $1.00; O. K. Olafsson,
$1.00; Mrs. Guðbjörg Johnson, 50c;
Garðar kvenfélag, $10.00; B. M. Mel-
sted, $1,00; Mr. og Mrs. Kr. Krist-
iánsson, $3.00; Jóhann Hall, $1.00'
Mrs. S. M. Breiðfjörð, $1.00; H. M.
Jónasson, $1.00; Jón Jónasson, $1.00;
Gunnlaugur Gestson, $1.00.
EDINBURGH, N. I)AK.—
Chris. Geir, $5.00; V. S. Hanson,
$1.00; Mrs. Rósamunda Johnson, $1.00;
Mr. og Mrs. Hannes Björnson, $1.00:
Mr. og Mrs. Kristján Halldórson. $1.50;
Sveinn Johnson, $1.00; Sigurður Sig-
urðson, $2.00; Sigurður Davlðson,
$1.00; Kvenfélag Eyfordbygðar, $10.00;
Gísli K. Halldórson, $1.00; John A.
Hanson, $1.00; Kristján G. Kristjáns-
son, $1.00; G. C. Jensen and Son, $1.00;
Mr. og Mrs. Hannes Hannesson, $1.00:
Mr. og Mrs. H. B. Sigurdson, $1.00;
B. S. Gudmundson, $1.00; G. A.
Christianson, $1.00; Mr. og Mrs. Jónas
Hanneson, 50c; Helgi Björnson, $2.00:
Paul B. Olafson, $1.00.
BOTTINEAU, N. DAK,—
Ásmundur Benson, 50c; Th. Thor-
leifson. 50c; Freeman Hannesson, 50c;
Sigurd Sigurdson, 50c.
HALLSON, N. DAK.—
Einarsons Brothers, $1.00; Bjöm
Stefánsson, $1.00; Mrs. E. Sæmund-
son, $1.00; Bjarni Jóhannson (eldri),
$1.00; Barney Eastman, $1.00; Júlíus
Björnson, $1.00; Mr. og Mrs. Einar
Einarsson, $1.00; O. G. Johnson, 50c;
Johann D. Jónasson, 50c; Ingvi Jónas.
son, 50c.
SVOLD, N. DAK.—
Ásbjörn Sturlaugson, $1.00; Jón
Goodman, 50c.
MILTON, N. DAK.—
Helgi Pinnson, $1.00: Hermann
Bjarnason, $1.00; Gunnar Gunnarsson,
$1.00; Th. Goodman, 50c.
LANGDON, N. DAK.—
J. M. Snowfield, $1.00; Ellis Snow-
field, $1.00; Prank Jóhannson, 50c;
Steve Sturlaugson, 50c; Sig. Sturlaug-
son, 50c; Bjarni Johnson, $1.00; Victor
Sturlaugson, $2.00.
MUNICH, N. DAK.—
John J. Hillman, $1.00.
CAVALIER, N. DAK.—
Einar Eiríkson, $2.00; J. K. Einar-
son, $1.00; Matt. Björnson, 50c; Mr.
og Mrs. Thom. Freeman, $1.00; Mr.
og Mrs. Pred Snowfield, $2.00; Stone
Hillman, $1.00; M. B. Hillman, 50c;
Mr. og Mrs. J. H. Axdal, $2.00; Sam.
Samuelson, 25c.
HENSEL, N. DAK.—
William Sigurðsson, $1.00; Mrs.
Kristn Johnson, $1.00; B. J. Austfjörð,
5Óc; O. M. Olason, 50c; Skúli Stefáns-
son, 25c; J. B. Sigurðson, 25c; Á. M.
Ásgrímson, $1.00; Tryggvi Anderson,
50c; Jón H. Norman, 50c; Margrét
Scheving, 50c.
CRYSTAL, N. DAK.—
Joseph J. Mýres og Mrs., $1.00;
Mr. og Mrs, Jóhann Geir, $3.00.
RUGBY, N. DAK.—
Judge G. Grímson, $2.00; Dr. O. W.
Johnson, $1.00; Dr. Christian Johnson
$1.00.
UPHAM, N. DAK.—
Thórunn og Stefán Einarson, $1.00'
Mr. og Mrs. B. T. Benson, $1.00;
Sveinn Sveinbjörnsson, 50c; J6n Ás-
mundsson (eldri), 50c; T. G. Ghristian-
son, 50c; Guðmundur Freeman, 50c;
Mrs. María Benson, 50c; Th. Breiðl
fjörð, 50c; Stefán Jónsson, 50c; G.
Bergþóra Einarson, 50c; Einar Ein-
arsson, 50c; Ingibjörg Sverrisson, 3 5c'
Glsli E. Benediktsson, 50c; Mrs. Pálína
Thordarson, 50c; Joe Sveinson, 50c.
BANTRY, N. DAK.—
Björn Jónsson (frá Hofi), 50c; Er-
lendur Sveinsson, 50c.
TOWNER, N. DAK.—
Nels Johnson, $1.00.
FARGO, N. DAK.—
T. W. Tordarson, $2.00; John Free-
man, $1.00; A. S. Sigurdson, $1.00;
Dr. B. K. Björnson, $2.00.
Mr. og Mrs. Dr. Richard Beck,
Grand Forks, $2.00.
MINNEAPOLIS, MINN.
Safnað af Gunnari B. BjörnSon:
Mr. og Mrs. G. B. Björnson, $2.00;
K. V. Björnson, $1.00; G. Björn Björn-
son, $1.00; Helga Bjrnson, $1.00; Jón
Björnson, $1.00; H. B. Gíslason, $1.00;
P. S. Jökuli, $1.00; Mrs. S. Hallgríms-
son, $1.00; Dr. O. G. Olafson, $1.00;
Mr. og Mrs. F. C. Zeutten, $1.00;
J. T. Athelstan, $1.00; Mrs. Rósa
(Dalman) Donehower, $1.00; Mr. og
Mrs. S. . Magnús, $1.00; Mr. og Mrs.
C. M. Gíslason, $1.00; Mr. og Mrs.
(Rev.) B. Theo. Sigurðsson, $2.00:
Otto Anderson, $1.00; Dr. R. Penning-
ton, $1.00; R. A. Westdal, $1.00; E.
Paradis, $1.00; Judge and Mrs. A. B.
Gslason (New Ulm, Minn.), $1.00:
w- Jónasson (Aberdeen, S. Dak.),
»100; B. J. Dalman, (St. Paul, Minn.),
o Co1' C' w- Ferguson (Port
Snelhng, Minn.), $1.00.
CHICAGO, ILL.
Safnað af J. s. Björnson:
Árm Helgason, $1.00; Mrs. Kristín
Heigason, $1.00; S. K. Björnson, $1.00;
T. B. Bjornson, $1.00; .1. g. Björnson,
$ .00 Aurora Björnson $1.00; Mr. og
Mrs. S. W. Gudmundson, $2.00; Sig-
I, nr Arnason, $1.00; S. K. Storm,
‘ ’ 1 s* ^nsibjörg' Thordarson (sent
Sér), $1.00; Paul H. Reykjaln, $1.00.
‘■■uumoiA, JVlllNIN.
Safnað al W. B. Gislason:
w. R. Glslason, $2.00; G. Guttor
son, $1.00; Barney Jones, $1.00- J
C' $V°°: Elnar Hallgrlms
$1.00; Marvína Stone, $1.00; G
Bðidal, $1.00; J. B. Gíslason, $1.
Arnie J. Thorkelson, $1.00' s
Peterson, $1.00; S. A. Anderso’n, $i
TIL OG FRÁ AЗ
H. B. Thorfinnson, Wahpeton, N.D.,
$1.00; S. M. Thorfinnson, Forman,
N. D., $2.00; Magnus B. Johnson, For-
man, N.D., $1.00; M. A. Thorfinn-
son, St. Paul, Minn., $1.00; Chris.
Johnson, Duluth, Minn., $5.00; Krlst-
inn Gunnarsson, Duluth, Minn., $1.00;
T. S. Thorfinnson, Lincoln, Nebraska.
$2.00; Lestrarfél. “Kári”, Belligham,
Wash., $3.00 Dr. Jón Árnason John-
son, Tacoma, Wash., $2.00; Mrs. Dýr-
finna Thorfinnson, COrvallis, ®regon,
$1.00; Rev. Albert Kristjánsson, Blaine,
Wash., $2.00.
Sent hingað norðanfyrir línu:—
G. J. Oleson safnaði i Argyle Man.
Karlaklúbburinn I Glenboro, $2.00;
A. E. Johnson, $1.00; G. J. Oleson,
$1.50; Hans Jónsson, 50c; A. J. Hörg-
dal, Elfros, Sask., $1.00; Lúðvík Krist-
j nsson, Winnipeg, Man., $2.00; Rev.
Sigurður ólafson, Árborg, Man., $1.00;
Sveinn Thorvaldson, Riverton, Man.,
$2.00; Th. J. Gíslason, Brown, Man,
$1.00; Jóhannes Húnfjörð, Brown,
Man., $1.00; Mr. og Mrs. Oddur Dal-
man, Long Branch, Wash., $1.00.
Samanlagðar upphæðir Bandaríkja-
megin, $298.27.
Yfirlit yfir inntektir og útgjöld
við K. N. Júlíus minnisvarða.•
INNTEKTIR:—
Með tekið frá Friðrik Krist-
jánssyni, féhirði Winnipeg-
söfnunarnefndar, I Canada
peningum $256.75 (U.S.).... $231.08
Inntektir Bandarlkjamegin.... 298.27
Samanlagðar inntektir ..........$529.35
ÚTGJÖLD: —
Alt efni til minnisvarðans .... $80.60
Til K. Ármann fyrir höfuð-
mynd af K.N. og plötu með
áletrun (úr Plaster of Paris) 65.00
Fyrir bronze.steypu af hvoru-
tveggja ................... 149.00
Til K. P. Ármann fyrir höfða-
stein úr concrete-steypu við
gröf K.N..................... 8.00
Fyrir alla aðra vinnu vlð
byggingu varðans ........... 77.50
Til Geirmundar B. Olgeirsonar
fyrir umsjón og vinnu alla
við bygging varðans ........ 75.00
Fyrir alla aðra vinnu til
ýmsra: aðflutning á grjóti,
cementi, sandi o. fk, ásamt
vinnu við bygging .......... 68.35
KostaðUr við afhjúpun Minn-
isvarðans ................... 5.90
Samanlögð útgjöld ..........$529.35
W. G. HILLMAN, form.
THORL. THORFINNSON ritari
Allir reikningar yfir kostnað og
byggingu K.N. Minnisvarðans og einn
ig inntektir, skoðaðir og réttir fundnir.
Jóhannes Anderson,
C. Indriðason.
yfirskoðunarmenn.
Til Maríu Markan
Eg kom til að hlusta á þinn
svanasöng.
Sannlega reyndist hann fagur.
Eg óska að framtíðin lýsi þér
löng—
Einn ljömandi eilífðar dagur.
Meðlimur ísafoldar.
Vor þjóð var æ í landa leit
Þótt Iéttu ættarbönd
Frá kvía-staur hún kugg sinn
sleit
Að kanna sjónarrönd.
Og margur niðji nafn sitt reit
Á nýja furðuströnd.
Og síðan fyrst að frónskri vör
Sér fylkti kappalið
í leit hins fjarra lundin ör
Fékk lagt á ótal mið.
Og nú ert þú á nýrri för
Að nema ’in æðri svið.
Á víkinganna úlfa-öld
Við áttum frækið lið
Er sóttu fram með sverð og
skjöld
Og seldi fáum grið,
En hremdi auð og áttu völd
Um yztu jarðar mið.
Þeir öðrum fyrri urðu samt
Að auka menning heims
Hvert spekiorð varð tungutamt
Og trygging hugarseims.
Og loks tók fleygur andinn aml
Um ytri hverfi geims.
Þótt víða nú á lönd og lýð
Úr lofti deyð sé spýtt,
Þótt hjörtun sýki haturs tíð
Og hugartún sé grýtt,
Til okkar gegnum agg og stríð
Þinn ómur hreimar blítt.
Á bvlgjum allífs orkulind
Sitt afl um heiminn ber
f náttar-sveflum 'sérhver mynd
Að sjónum túlkuð er;
Og þannig inn um eyrans þind
Hver óður mál sitt tér.
Þín rödd berst út á öldum þeim
Um óinælandi firð.
Þu talar Irið í tryldan heim,
Um torg og kónga hirð,
Og temur saman hug og hreim
í höll og sveitar kyrð.
Og landnám þitt í heimi hljóms
Oss hóf á frægðar tind.
Þú hrífur sálir guðs og gróins
En glepur fyrir synd,
Og listargyðja lokadóms
Mun líkjast þinni mynd.
P. B.
GIRL OF BRITAIN’S LAND ARMY
Leaving peace-time occupations as secretaries, shop-girls,
mannequins, etc., the land-girls of Britain have done value work
on fj,rms. Seen here in her serviceable uniform is a land-girl
who seems to have a way with exuberant young bulls.
Nýárskveðja til Maríu Markan,
söngkonu
á almennu samsæti í- heiðurs-
skyni við hana, kveldið 13.
janúar, 1941, á Hotel Georgia í
Vancouver, B.C., undir forstöðu
og framkvæmd allra islenzku fé-
laganna, Ingólfs, Sólskins, Ljóma-
lindar og ísafoldar.
Sólskins geisla sumargyðja!
Söngvamál er lífs þins iðja,
Á hæztu tón.um hljóms og ljóðs!
Lofstír þinn er langtum stærri
En Ijóðdís min, svo mikið smærri,
En þó vill hún óska þér til góðs.
Með útþrá æskudaga
Og óm í vöggugjöf,
Á bylgjum ljóðs og laga
Þú leiðst um ókunn höf!
Og sigling þín varð saga!
f sönglist þinni — að gröf.
Með steinda strengi á tungu!
Og stjórn á hljómsins snild
Og yfirbragði ungu
Og andans töfra í fylgd.
Þér hrós öll söngskáld sungu
Þín sál er hrein og mild.
Þú hefir heiminn kannað
Og hlotið söngva frægð!
Með sjálfsment þinni sannað
Hve söngrödd þin er fægð.
Þó æðst og mest sé annað!
Þín ættlands-hljóma gnægð.
Við þökkum þér af hjarta—
Að þú sást okkar strönd—
Með ósk um burtför bjarta
Og byr um höf og lönd!
I nz heim við móðurhjarta
Þu heilsar Ingólfs-strönd!
Pórður Kr. Kristjánsson.
Port Mellon, B.C.
Danir lifa í vaxandi
von um lokasigur Breta
Danska stjórnin er nú aftur
lniin að leyfa að halda lands-
málafundi, en þeir voru bann-
aðir í vór, eftir innrás Þjóðverja.
Þess hafði fyrir löngu verið
krafist af nazistaflokk Fritz
Clausens, hins danska Quislings,
sem ekki reyndist hafa nema
1% danskra kjósenda að baki
sér við síðustu kosningiar, að
fundabanninu yrði aflétt, og
mun hann hafa gert sér von um
það, að geta notað sér þá ógn,
sem dönsku þjóðinni stendur af
nærveru Þjóðverja, til þess að
hræða fólk til fylgis við sig.
Clausen hefir nú byrjað að
halda fundi víðsvegar i Dan-
mörku, en það eru engar horfur
taldar vera á því, að honum
verði mikið ágengt. Vonir
dönsku þjóðarinnar um það, að
öðlast frelsið og sjálfstæðið á
ný, hafa vaxið mjög síðustu tvo
mánuðina, eða síðan það kom i
ljós, að þýzka nazistastjórnin
gat ekki staðið við sin stóru orð
um að ljúka stríðinu um miðjan
ágúst með innrás í England.
Vonleysið, sem greip alla þjóð-
ina í bili við hina miklu sigra
Þjóðverja á vesturvígstöðvunum
í vor, er horfið. Danir lifa nú
og þreyja í sterkri von um loka-
sigur Breta í styrjöldinni.
—Alþbl. 2. nóv.
Quisling lofar að leggja
ísland undir Noreg!
Fregnir lrá Stokkhólmi, sem
Lundúnablaðið “Times” flutti
þ. 15. október, herma, að Quis-
ling og hinir norsku nazistar
reyni nú <ið slá sér upp á þjóð-
rembingi og hlægilegustu draum-
árum um norska landvinninga.
Þannig lýsti Lunde, útbreiðslu-
málaráðherra Quislings, því ný-
Iega yfir, að ísland og Grænland
skyldu lögð undir Noreg að
fengnum fullnaðarsigri Þjóð-
verja.
Um Færeyjar sagði hann, að
Danmörk myndi fá að halda
þeim í viðurkenningarskyni fyr-
ir það, að hún hefði ekki gripið
til vopna gegn innrás Þjóðverja.
Og til mála gæti komið að hún
fengi einnig Hjaltlandsevjar
(sem eins og kunnugt er til-
heyra Englandi!).
Quislingsirnir hafa nú tekið
sér kjörorðið “Með Quisling fyr-
ir föðurlandið!” Það er eins
konar ný útgáfa á kjörorði Há-
konar konungs: “Með guði fyrir
föðurlandið.”
f Noregi hefir útbreiðslumála-
ráðherra Quislings, Lunde, ný-
lega lýst því yfir, að takmark
hans væri að gera öll norsku
blöðin Quislingsinnuð og i þeim
tilgangi hefir ritstjórum og ýms-
um þektum starfsmönnum blað-
anna verið sent spurningaskjal
til útfyllingar, um það, hvort
þeir væru reiðubúnir til þess að
starfa með Quisling að “nýsköp-
un” Noregls? Jafnframt hafa
þeir verið látnir vita, að þeir,
sem ekki séu reiðubúnir til þess,
megi gera ráð fyrir þvi, að verða
'að hverfa frá blöðunum.
Hingað lil hafa flest norsku
blöðin reynt að komast hjá á-
rekstrum við þýzka innrásarher-
inn og landráðamennina með
því að forðast allar ádeilur og
birta ekki annað en það, sem
þýzku yl'ir\V)Idin fyrírskjpuðu
eða leyfðu. Þau blöð, sem ekki
vildu þýðast fyrirskipanir og
skoðanakúgun nazistanna, hafa
öll verið bönnuð og ritstjórar
margra þeirra verið teknir fast-
ir. Kunnugt er, að fáeinir rit-
stjórar og blaðamenn hafa ekki
þorað annað en að svara spurn-
ingum Lundes þegar játandi.
En frá flestum blöðunum hefir
ekkert svar komið.
—Alþbl. 2. nóv.