Lögberg - 06.03.1941, Blaðsíða 6
6
LÖGBEBO, FIMTUDAGINN 6. MARZ 1941
I átt morgunroðans
(Þýtt íir ensku)
“Eins og maður geti,” umlaði hann með
sjálfum sér, “dregið fram sérstæðar myndir
af Kfsleið sinni, ritað um þær snotra kafla,
sett dej)il aftan við hvern 'einn og sagt: ‘hér
endar þetta, og nú má á nýjum byrja’ ? Það
er ekk lífsins gangur; ekkert getur þar stað-
ið eitt og út af fyrir sig. Hvað eina hlýtur
að styðjast við það, sem á undan fór, alveg
eins og það sjálft er orsök þess, sem á eftir
kemur. Aðeins konunnar hugur myndi reyna
að ráða þannig úr atvikum lífsins og geyma
hvert eitt í lokuðu glerhylki í skápnum,
merbt eins og niðursoðinn og sérstæður mat-
arforði væri.”
Merrik ráfaði í hægðum sínum aftur
heim að húsinu, fór Idjóðlega inn í J>að og
til svefnklefa síns. Hann kveikti ekkert
ijós, J»ví bjart tunglsskinið veitti honum alla
þá birtu, sem hann kærði sig um. Hann
settist á rúmið og starði á þunna skilrúms-
]>ilið, >em aðskildi þau Nónu og hann. Að-
eins þunnur milliveggur. Væri það nú að-
eins veikt þil, í staðinn fyrir ægilegur götu-
þrándur úr himinháum hergsvegg, sem hann
aldrei gæti gert sér von um að ryðja leið
um eða komast yfir.
Hina hálf-styggu og alfeimnu drauma
sína um Nónu Brill hafði hann alla þaggað
og kastað frá sér. Og Jieir höfðu ekki einu
sinni bært á sér þegar hún frammi fyrir aug-
liti guðs lofaði að verða konan hans.
“()g Jteir munu nú aldrei rætast,” uml-
aði hann með sjálfum sér. “Nei, aldrei. ”
Hann lá vakandi í mánalýsta klefanum
og sá tunglsglampann færast yfir gólfið og
upp á vegginn, meðan hann liugsaði um af-
stöðu sína, um Nónu og um það hvernig sam-
búð þeirra myndi verða, unz hann að lokum
þreyttur og vonlaus féll í blund, til jtess enn
á ný að dreyma um Nónu, Jeremy og sig
sjálfan, þegar J)au voru börn og léku sér
saman í unaðslegri þrímenningu hvert með
öðru.
S j ö t t i K a p í t u l i.
Nóna var \röknuð og farin að hreyfa sig
J/egar Merrik oftir draumleiðan og óværan
svefn opnaði augun og starði í kringum sig'
eitt augnablik, eins og hann hefði gleymt
hinum nýju athöfnum er fyrir lionum lægju
og þyrfti átta sig. Hann heyrði Nónu at-
hafna sig gætilega hinu megin við þunna
fjalaskilrúmið, fara svo út úr svefnklefan-
um, loka hurðinni hljóðlega á eftir sér, opna
húshurðina og ganga út á svalirnar. Kann-
ske hún ætli sér, hugsaði hann, að hlaupa
frá. mér, sé búin að fá nóg af þessu. En
hvert myndi hún fara? Nú voru ]>au gift,
og það yrði ekki afturtekið.
A þessum heiðbjarta haustmorgni fanst
lionum framkoma sín við Nónu enn hin eina
l étta, alveg eins og þegar hann fyrst réði
með sér hvað hann skyldi gera. Og jafnvel
þó hann hefði nú egnt andúð Nónu gegn
sér, svo engin von væri um samkomulag,
væri það þá ekki betra að hann einn liði fyrir
jietta, heldur en að Archer og Elízabet yrði
að líða raunir þessa vegna? Velferð þeirra
og hugarró væri hið eina, sem til greina
kæmi — miklu fremur heldur en nokkurt
ranglæti, sem Nóna gæti ímyndað sér að
liann hefði viðhaft gagnvart henni.
Það myndi ekki heldur verða neitt örð-
ugt, hugsaði hann, að láta líta svo út á yfir-
horðinu, að hjónaband þeirra væri ánægju-
legt. Hann skyldi sjá um að lijáleigan, hinu
megin við hæðina um hálfrar mílu leið frá
Brills-heimilinu, yrði til reiðu handa Nónu
og honum til að setjast að í stax og þau
ka'mu heim. Starf sitt yrði hið sama og
ávalt áður. Öllum deginum eytt við
búnaðaréftirlitið á Brills-setrinu, heima við
og út um akra, engi og skógarteiga; Nóna
gæti hagað athöfnum sínum að eigin geðþótta
og eytt jafnlöngum stundum lijá foreldrum
sínum, eins og hún hefði nokkurn tíma áður
gert.
Þegar hún að ári liðnu hefir náð sér
aftur, hugsaði hann með sjálfum sér, getur
hún farið. Hjónaskilnaður væri nú á dögum
kyrlátur og sárindalaus atburður. Slíkt
myndi vissulega ekki valda henni hugarang-
urs. Eg skal láta hana skilja jiað, að Jiessi
sambúð okkar skuli standa aðeins svo lengi
sem henni jxSknist. Eg hefði átt að segja
lienni það í gærkveldi. En svo er eiht ár
ekki lengi að líða hjá. Hann fór fram úr
rúminu, rakaði sig, klæddi sig svo í snatri
og fór fram til að kveikja eld í matreiðslu-
vélinni. Ilmurinn af bálandi birkiviðar-
kubbunum hresti hann vel. í matarskápn-
nm var malað kaffi og niðursoðin dósa-
rnjólk, ásamt ávaxtakönnum og kexi. Nóna
kom inn í eldhúsdyrnar og sá hann vera að
róta í Jiessum matarforða.
“Góðan daginn, Nóna. Við fáum víst
*að njóta nú könnu-sælgætis til morgunverð-
ar. Svafstu vel í nótt ?”
Hún játti ])ví með ofurlítilli höfuðsveiflu
og sagði svo: “Eg skal laga kaffið, Merrik.
í’að er — er víst verk konunnar, er ekki
svo ? Eða ætlar þú þér að annast mitt verk
líka ?”
“Láttu ekki eins og óþægin- krakki,
Nóney.” Hann ávítaði hana, eins og hún
væri enn hin liila og óstýriláta Nóna æsku-
áranna.” Eg ætlaði bara að rétta út hjálp-
andi hönd, þótt eg vissi að þú gætir lagað
betra kaffi en eg. Nú skal eg þá opna á-
vaxtakönnurnar og svo eru hér tvíbökur—”
Hann hætti að handleika vistirnar, er
honum datt í hug, að þetta væri sömu hlut-
irnir sem hún og Jeremy hefði skilið þarna
eftir, og jiessi morgunskattur mvndi minna
hána á aðra morgunstund, sem hún ef tij
vildi k\rsi heldur að gleyma. Jæja, en við
jiessu varð nú ekki grert.
“Hvað eigum við nú að gera, Merrik?”
sagði hún, um leið og liún gekk að skápnum.
tók fram úr honum tíglaðan dúk og breiddi
á borðið, lét svo ó það hnífapör, postulíns-
bolla og diska, berjamauks-bauk, og linetu-
smjör, og sagði svo: “Eg á við — hvert
förum við héðan ?”
“Segjum lil Halifax,” datt honum ó
augnablikinu í liug að leggja til. “Hvernig
ya-ri það? Þar er margt að skoða.” Og
hann hugsaði ennfremur: Þaðan sigldi
Jeremy; þú getur séð þar hafnarbryggjurnar
og stóru fólksflutningaskipin, og hugsað um
Jeremy sigla burtu þaðan, skilja þig eftir og
fara aftur í stríðið og finna Evelyn Arundel,
njóta unaðsstunda j>ar og gleyma þér fljót-
iega. Þú getur hugleitt alt Jietta, og hvað
sloðaði j»að þig svo?
“Við getum farið þangað, eins vel og
eitthva annað,” sagði hún.
“ Eg skal reyna að gera þér það skemti-
legt, Nóney. Svo höfum við líka aldrei verið
i vandræðum með að skemta okkur saman.
()g J)\rí ætti þetta að verða nú á annan veg?”
Hún leit á hann. Blói litblærinn i aug-
u m hennar á Jiessum morgni var mildur og
þreytulegur sorgarsvipur um munninn, en
hrokabragð varanna horfið, er lnin svaraði
honum: “Þú veizt hvers vegna, Merrik.
Af því að eg —”
“Getum við ekki gleymt því ? Sjáðu nxí
til —” Hann gekk til hennar, lagði hend-
urnar á axlir lienni og eins og neyddi hana
til að líta upp til sín. “Þetta ætti nú ekki
að verða mjög erfitt fyrir okkur, hvorki þig
eða mig. Það þarf ekki að vara nema eitt
ár eða svo, eins og þú veizt. Þá getur þú
skilið við mig. ”
“Auðvitað veit eg þetta. En um það
hefi eg aldrei liugsað.” Hún hristi hendur
hans af öxlum sér og sneri baki við honum.
“Þú ert blindur, Merrik. Goturðu ekki gert
þér í hugarlund, hvað mér er þetta þung-
bært? Ó, en það er mín eigin yfirsjón, það
veit eg. Og eg verð að umgangast þig dag-
lega og minnast — hugsa um þennan auma
skrípaleik—”
“ Þess ]>arft þú ekki,” sagði hann höst-
um rómi, en röddin var mýkri er hann bætti
við: “Vertu nú væn, Nóna. Þú veizat það,
að um mig þarft þú ekkert að hugsa. Eg er
hara Merrik. Þú varst aldrei neitt hrædd'
við mig og þarft aldrei mig að óttast.”
“ Þannig var það,” muldraði hún lágt.
“Einmitt þannig. Hafði aldrei ástæðu til
þess. En eg — eg get nú ekki haldið þessu
áfram, Merrik. Eg var ekki með sjálfri mér,
jiegar eg gerði það. Mér er það óbærilegt,
segi eg þér. Eg verð að fara burtu héðan,
(itthvað—” '
“Ó, nei, Nóney. Að flýja örðugleikana
er aldrei til neins gagns. Það myndi að-
cins gera þér j)á enn þyngri. Þú verður
kyr. Eg skal hjálpa þér eins og mér er
inögulegt. Eg — eg skal gera alt, eins og
j)ér þóknast, Nóna. Eg skifti mér ekkert
af athöfnum þínum, og þú skalt engin óþæg-
indi hafa af mér. Mér er aðeins ant um að
styðja j)ig út úr vandræðunum. Þú leyfir
mér að gera það, er ekki svo, Nóna.”
“Eg skal reyna það.”
Hann sat gegnt henni við borðið, og
virti hana fyrir sér meðan hún helti kaffinu
í bollann hans. Svipur hennar á þessum
morgni var allur annar en áður, virtist hon-
um, eitthvað bældur, fullorðinslegri og mild-
ur. Hörundið á andliti hennar og hálsi lýta-
laust og mjallhvítt. Aðeins örlitlir freknu-
dílar hér og þar um nefið milli augnanna;
augnahárin hennar löng og dökk, brúnin
breið og hrein, og rauða hárið hennar bylgj-
aðist um höfuð og háls í gullnum lokkum.
Kaffið varð gómsætt. Hvorugt þeirra
neytti mikils, þau sátu bara þarna og hjöluðu
i hægðum sínum um líðandi morgunsárið,
iaðandi haustfegurðina alt um kring, og hvað
þau skyldi gera á útleiðinni og í áfangast'öð-
unum meðfram veginum, er þau stöldruðu
jiar við.
Hún let ekki einu sinni við Harmatjörn,
jiegar þau lögðu á stað út eftir votum gras-
fletinum áleiðis að bifreiðinni. 1 huga Mer-
riks var nafnið á vatninu nú í samræmi við
aðstöðu hgnnar. Honum þótti þó vænt um að
hún hefði afráðið að vera þar nóttina fyrstu
eftir giftingu þeirra. Það átti, fanst honum,
einhvernveginn vel við; en nú mundi hann
j)ó eftir því, að skug’gi Jeremys hefði alls
ekki nálgast ]>au meðan þau kvöldið áður
ræddust við framan við arineldinn, hann
hefði að minsta kosti þá litlu stund verið
gleymsku hulinn, en nú væri hann aftur ná-
lægur. Svipur hans myndi ávalt fylgja þeim
hvert sem jiau færi; birtast þeim bláeygur
og brosandi í hvaða átt sem leiðin lægi.
A þessum svala og sólríka októbermorgni
keyrðu þau nú áleiðís til Monoton, fram hjá
kyrlátum smáþorpum og bændabýlum, gegn-
um Anagance hlynviðarskóginn, skrýddan
gullslegu litskrúði haustsins; inn í hin öldnu
La Cadie héruð, þar sem franskan er enn
almenna tungumálið; þá í gegnum Memram-
cook-dalinn, yfir Tantramer mýramar miklu
og um hina sögufrægu sveit Evangeline, nið-
ur á strönd hins síkvika sjávar, þar sem
varnarbyssu-báknin stefna glitrandi hólkum
sínum út yfir breitt Atlantshafið og í hyll-
ing sjást grá herskipin í fylgd með vöru- og
iolksflutninga leiðangrum frá Canada aust-
ur um liinn ólgandi mar.
Þau lilóu léttlyndislega og gleymdu nú
þvínær alveg hinni huldu nólægð, er ávalt
fylgcli þeim við fótmál hvert.
1 augum Archer Brills og Elízabetar,
er fagnaðartámm nú grétu, virtust þau,
daginn sem þau komu heim í Lydondal, svo
hamingjusöm sem nokkur brúðhjón gæti
verið. Nóna nú umvafin örmum móður
sinnar og um hönd Merriks fast gripið af
hinum gildu fingrum öldungsins.
“Við vorum búin að fvrirgefa ykkur
innan klukkustundar eftir að þú kallaðir,
Merrik,” urraði hann. “Eg er glaður,
drengur minn — stoltur og ánægður út af
jiessu — og það er Elízabet líka.”
“Jó, það er eg líka, Merrik,” sagði hún
og kom yfir til hans, sem tók veiklulegan
líkama hennar í fang sér og yfirvegaði með
kærleiksþrungnu augnaráði áður en liann
kysti hana innilega. “Þetta var einmitt
það, sem við höfðum altaf þráð í hjörtum
okkar — óskað einlæglega — þó við ekki
gerðum okkur fulla grein fyrir því. tJr
þessu hefir nú svo blessunarlega rætzt. Við
höfum að sumu leyti tapað Jercmy, en erum
nú viss um að fá haldið þér, þótt eg geti
ekkert skilið í því, hvers vegna þið viljið
flytja yfir í hjáleiguna.”
“Þau vilja vera út af fyrir sig, ” sagði
Archer, Merrik til undrunar og ánægju yfir
að hann væri sama hugar ,um þetta eins og
þau. “Og það er ekki nema náttúrlegt,”
bætti Archer við. “Þú ert fædd sem ein-
valdssinni, Elízabet. Við verðum að lofa
unga fólkinu að lifa eigin lífi sínu. Eg tók
eftir því, Merrik, að alt væri til reiðu þarna
vfir frá, en þið mættuð þó að minsta kosti
njóta miðdagsverðarins og eyða þessari
kvöldstund hér með okkur.”
“Með ánægju,” svaraði Merrik, og tók
eftir ánægju-glampa í augum Nónu út af
j>essu. Hún var nú næstum eins og hún
Iiafði venjulega átt að sér að vera; lék ó
slaghörpuna og söng fyrir þau, aldrei betur
og hjartanlegar, virtist Merrik, þar sem
hann sat hæglátur og sem út af fyrir sig í
hornskugga stofunnar og hlustaði.
Nóna hreyfði finguma léttilega á víð og
dreif um lykla hörpunnar, þar til hún eins
og af tilviljun lenti á upphafsnótum gamla
söngsins þeirra og Jeremys:
“Kom þú er dgsljós dvínar—
dvel mér við hlið— gef ljúfa mund—”
En hún liikaði sig eitt augnablik, eins og
hún aúlaði sér að hætta við jætta; en svo
byrjaði hún aftur og söng lagið til enda;
cn ef að dálítilt skjálfti var í röddinni og
ekkakendur sársaukahreimur, þá var það
Merrik einn, sem eftir því tók og ástæðuna
vissi. Hann gat gert sér í liugarlund, að
Jeremy stáiði þarna við hlið henni, lútandi
ljósa kollinum fast að gullnu lokkunum henn-
ar, eins og kvöldið síðasta er þau voru Jrnrna
saman og hún söng—
“Ræð ei um raunir skilnaðs—
rétt mér einn koss—á fararstund.”
•
Og Jeremy hafði gleymt henni. Leitaði
í augnaráði annarar stúlku þess, sem hann
hefði ekki fundið í augum Nónu. En hjá
henni væri ekki um gleymsku að ræða. Merrik
vissi að hún væri enn að hugsa um Jeremy,
er þau nú buðu Arclier og Elízabetu góða
nótt og keyrðil yfir liæðina lieim að hjáleig-
unni. Og þá óskaði hann þess í huganum,
að hún hefði nú ekki sungið gamla lagið
þeirra.
Hún var mjög kyrlát og þögul. Þegar
hann hafði opnað húsdyrnar og kveikt for-
stofuljósið, sneri hann sér Við og greip hana
orðalaust \ipp á arma sína til að bera hana
irin fyrir þröskuldinn.
“Nei, nei, Merrik — æi-nei —” sagði
hún og reyndi að losa sig; en ekki fyr en hún
var komin inn fyrir dyraþrepið lét hann hana
lausa og brá um leið léttum kossi á kinn
henni.
“Eig — eg vildi að ])ú liefðir ekki gert
þetta, Merrik,” sagði hún og barðist við að
halda aftur af tárunum, er sóttu fram í augu
hennar. “Það gerir þetta enn örðugra en
]>að í raun og veru er. ”
“Fyrir þig, ” sagði hann stillilega. “En
jæja, eg hefi oft verið að undra mig yfir
j»ví, livernig það tæki sig út að eg — jafnvel
aðeins til málamynda — bæri brúði mína
inn í nýtt heimili hennar. Þú telur það
ekki eftir mér, Nóna?”
Þessum orðum hans svaraði hún engu.
S j ö u n d i Kapítuli
í næstu vikunni var frá því skýrt, að
flugmaðurinn Jeremy Clowes væri týndur.
Engin boð um þetta komu til Brills-fólksins
eða Merriks; það stóð sem símfregn frá Eng-
iandi til dagblaðs í St. John. Jeremy hafði
um nokkurt ára bil verið í flugferðum bæði
á Englandi og í Canada, verið svo einn af
fyrstu flugmönnunum til að liraða sér austur
lil Englands og ganga í konunglega flug-
liðið, þegar stríðið hófst. Iiann skildi þá
Nónu eftir og dreymdi alls ekki um það, að
hann myndi hitta aftur stúlkuna, sem hann
hafði áður giftzt í Englandi og sem hann
hugði horfna sér að fullu og öllu í dauðan-
um.
Engar skýringar voru tilfærðar um það
hvað fyrir Jeremy hefði komið. Þetta var
aðeins á öðrum mánuði stríðsins. *
Daginn, sem fréttin um hvarf Jeremys
birtist, var Merrik staddur í St. Jolin. Hafði
hann þá keypt kvöldblaðið og hið fyrsta sem
hann rak augun í var þessi fáorða frétt:
“Flugmaðurinn Jeremy Clowes talinn týnd-
ur.”
Stóri Merrik var staddur á markaðs-
svæðinu, nýkominn út úr banka sínum. Hann
reikaði eins og blindandi að bekk sem nálæg-
ur var, settist þar niður og starði stöðugt
á fréttagreinina. 1 brjósti hans var sár
verkur, þvínær líkamleg kvöl, og hann endur-
tók hvað eftir apnað í huganum: Jeremy —
Jeremy farinn!
Það yrði hans lilutverk, að flytja Nónu
og Brills-hjónunum fréttina.
Hann keyrði heimleiðis í hægðum sínum.
Nóna var hjá foreldrum sínum, þar sem hún
eyddi flestum dögunum, Hún var í setu-
stofunni með Archer og Elízabetu, og voru
þau að búa um böggul til að senda Jeremy.
Þau litu á Merrik er hann kom inn til
þeirra og sáu í svip hans að eitthvað væri
að. Nóna varð fyrst til að veita þessu eftir-
tekt, og leit á blaðið, sem hann hélt á í hend-
inni.
“Hvað er að, Merrik?”
“Jeremy er sagður týndur,” svaraði
hann, rétti blaðið að Archer og tók eftir
hversu bláar æðarnar í hönd hans tútnuðu
upp, að höndin skalf ögn og að hann deplaði
lítt augunum með'an hann las fréttina.
“Þetta þýðir ef tií vill ekki neitt,” sagði
Merrik og reyndi að liughreysta þau. Ilanu
sá Nónu snúa sér út að glugganum, en Elíza-
betu koma nær og lesa frásögn blaðsins yfir
olnbogann á Arclier.
Gamli maðurinn rétti Merrik aftur blað-
ið og mælti um leið: “Maður fær að frétta
um hann á einhverjum óhultum stað. Og
svo kemUr hann aftur í leitirnar. ”
Elízabet virtist ekki vera eins sannfærð
um þetta. Frá ]>eirri stundu, er hún kvaddi
Jeremy seinast, hafði hún beðið ]>ess meö
kvíða að eitthvað eins og þetta kæmi fyrir.
“Aumingja unga konan hans,” veinaði
hún. “Þetta hlýtur að valda hepni sárrav
sorgar — að hafa hann hjá sér aðeins örfáar
vikur. Karlmennirnir heyja stríð, og þraut-
irnar lenda hjá kvenfólkinu. En Nóna —”
Nóna var að gráta. Herðar hennar titr-
uðu af ekkanum, sem hún gat ekki ráðið við.
“Aumingja barnið mitt!” stundi Elíza-
bet, gekk til hennar, dró hana að brjósti sér
og klappaði henni með titrandi hönd, til að
sefa hana og hugga. “Svona, svona, yndið
mitt! Þú verður að hrista þetta af þér.
Við finnum öll sárt til út af þessu. Og —-
og enn])á er von um að betri fréttir berist
okkur.”