Lögberg - 08.05.1941, Síða 4
4
\
LÓGKBRG. FIMTUDAGINN 8. MAl, 1941
-----------Högberg------------------------
GefiB út hvem fimtudag aí
TtLfc. COlA.MItlA l'KICtoS, lilMITKl>
«»5 Sargent Ave., Wiunipeg, Manitoha
Ulanúskrift ritstjórans:
fcjDITOK LOGBEKG, 695 Sargent Ave.,
VVinnipeg. Man.
Editor: EINAR P. JÖNSSON
Verö $3.0« uin árið — tíorgist fyrirfrain
The "Lögberg" is printed j-nd pub.ished by
The Columbia Press, Uimited, 695 Sargent Avenue,
Winnipeg, Manitoba
PHONE 86 327
Viðsjár miklar í Iraq
Svo að segja í lok fyrri viku gerðust þau
tíSindi, aS ófriSur brausf út í smáríkinu
Iraq, er fram í lok síSasta lieimsstríSs laut
yfirráSum Tyrkja, en öSlaSist í lok þess
fullkomin ríkisréttindi; landiÖ er afarauSugt
af olíunámum, og liggja þaðan olíupípur til
Landsins helga; þessar olíunámur eiga Bret-
ar, er höfSu meS samþykki Iraq-stjómar
nokkurn herstyrk í landinu. Eins og sakir
standa situr þar aS völdum stjórn, sem auÖ-
sjáanlega er hliÖholl ÞjóSverjum; formaSur
hennar er Kashid Ali A1 Gailanif er meS
undirferli, og ekki ósennilega aS undirlagi
Hitlers, kollvarpaSi stjórn þeirri, er Adul
Illah prins veitti forustu, og hrifsaÖi undir
sig völd; sú stjórn var vinveitt Bretum, og
hafSi þaS aS markmiÖi, aS halda dyggilega
alla sáttmála viS erlend ríki. Bretar höfSn
fariS ]>ess á leit vegna hins ískyggilega viS-
horfs á vettvangi stríSsins, aS fá aÖ auka
herstyrk sinn í landinu; þessu mótmælti hinn
þýzksinnaÖi forsætisráSherra, og krafSist
þess í viSbót, aS Bretar kveddi þegar heim
])ann her, er fyrir var; aS gengiS yrSi aS
slíkum afarkostum, var vitanlega ekki nokk-
urt viSlit eins og mikiS var í húfi fyrir brezk
stjórnarvöld; er hér var komiS sögu, hóf
Iraq-herinn árás á meginflugstöö Breta í
landinu, og bútaSi í sundur, aS því er sagt
er, áminstar olíupípur til Landsins Helga.
Tyrkir buSust til aÖ miSla málum, en viÖ því
kváÖust Bretar eigi geta orÖiÖ fyr en Iraq-
búar legi niður vopn. Stjórn Egyptalands
ibauðst einnig til þess að beita sér fyrir um
sáttatilraunir, en eins og málum var skipað,
sáu Bretar sér ekki fært að sinna slíku
heldur; í þess stað sendu þeir aukinn her-
afla inn í landið, þó einkum fluglið, sem
mælt er að veitt hafi þegar Iraq-búum það
þungar búsifjar, að loftfloti þeirra megi
teljast úr sögunni; þó hafa þeir enn við lýði
talsvert stórskotalið, sem auðveldlega getur
gert 'þó nokkum usla.
1 sömu andránni og Iraq-ófriðurinn
hófst, sendi Gailani forsætisráSherra sím-
skejdi til Hitlers og baS haim ásjár; af þessu
má ljóslega ráða hvernig í pottinn hefir
verið búið, og hvaða öfl hafa að verki verið
í landinu áður en til ófriðar kom; fingraför
Hitlers dyljast hvorki í Iraq fremur en
annarsstaðar; sama fláræÖið, sama ólyfjan-
in og skotið hefir rótum í öllum þeim ríkj-
um öðrum, er hann hefir snortið fingurgómi
sínum.
Ekki myrk í máli
Miss Dorothy Thompson, víðfræg fyrir
blaðamensku og orðkjmgi í ræðuformi, flutti
í Toronto þann 3. þ. m., ræðu um núverandi
heimsstyrjöld, sem svo var þrungin af hugs-
anaþrótti og stílsnild, að naumast verður
lengra komist. Miss Thompson fór ekki dult
með þá skoðun sína, að blóÖferill Hitlers
yrði dæmdur til ósigurs.
“Vér, sem meginland Norður-Ameríku
byggjum, teljum 150- miljónir djarfhugsandi
manna og kvenna. Séum vér einhuga, og
einbeitt í áformum vorum til sjálfsvarnar,
án tillits til þjóðernislegrar, trúarbragða-
legrar og efnahagslegrar aðgreiningar, er
ekkert það til á þessari jörð, er komið geti
öss á kné. Vér höfum innan vébanda vorra
afl þeirra hluta, sem gera, auðinn og hina
hagkvæmu þekkingu; vér erum arfþegar
hinnar glæsilegustu sögu og hinnar glæsileg-
ustu menningar; hugsjónir vorar grundvall-
ast á persónufrelsi, og slíkar hugsjónir hljóta
að koma mannkúgunarstefnu Hitlers fyr en
síðar á kné.,r
Mannvit og manndómur
Eftir prnfessor Richard Beck.
(Brot úr erindi um “Lífsspeki norrænna
manna”).
Eigi leikur það á tveim tungum, að ein-
hver allra merkasta heimild um lífshorf for-
feðra vorra, og norrænna manna í heild
sinni, eru “Hávamál,” eitt hið víðfrægasta
og aðdáunarverðasta allra Eddukvæðanna.
En í þeirri mynd, sem þau eru til vor komin,
eru “Hávamál” talin að vera frá 10. öld;
rætur þeirra liggja þó vafalaust lengra aftur
í forneskju; og margar þær skoðanir á lífinu,
sem þar koma fram, eru mjög gamlar. Þar
er safnað í hlöðu árangrinum af reynslu
margra kynslóða. Og eflaust hefir mörg sú
vizkuperlan, sem þar glitrar svo fagurle^a,
verið dýru verði keypt, því að sönn reynd-
ust í löngu liðinni tíð sem í samtíSinni orð
skáldspekingsins:
Á sorgarhafs botni sannleiksperlan skín;
þann sjóinn máttu kafa, ef hún skal verða
þín.
Fprfeðrum vorum skildist, að yizkan og
þekkíngin reynast löngum haldbezta vega-
nestið á lífsleiðinni; í þeirra augum var hún
hið bjarta leiðarljós hverjum vegfaranda.
Höfundur “Hóvamála” syngur vizkunni —
mannvitinu — örlátt lof í þessum frægu
orðum:
Byrði betri
berrat maðr brautu at,
an sé manvit mikit;
auði betra
þykkir þat í ókunnum stað,
slíkt er válaðs vera.
Með öðrum orðum: Mikið mannvit er
bezti förunautur hverjum ferðalang, dýrmæt-
ara gullinu sjálfu, athvarf hins volaða, hins
vinafáá og snauða. Annarsstaðar segir svo
í hinu forna kvæði, að tryggari vin sé ekki
unnt að finna heldur en mikið mannvit. For-
feður vorir hafa sannarlega sett mikið traust
á vitið — þekkinguna. En hér gægist einnig
fram einstaklingshyggja þeirra. Þeim var
annt um það, að menn væru færir um að
standa á eigin fótum andlega, skoðanalega,
eigi síður en stjórnarfarslega, að vizku engu
síður en að hreysti. Og þegar maður rif jar
upp fyrir sér ást forfeðra vorra á mannvit-
inu, koma manni í hug ljóðlínurnar hans
Jónasar Hallgrímssonar:
Vísindin efla alla dáð,
orkuna styrkja, viljann hvessa,
vonina glæða, hugann hressa,
farsældum vefja líf og láð;
tífaldar þakkir því ber færa
þeim sem að guðdómseldinn skæra,
vakið og glætt og verndað fá
vizkunnar helga fjalli á.
Nú kann einhver að segja, og ekki að
ástæðulausu, að eigi hafi öll afrek vísind-
anna orðið oss til blessunar. En því mun
þá ekki sízt til að svara, að vér skammsýn
og grunnsýn mannanna börn eigum sjálfum
oss einum um að kenna, að þau hin miklu
gögn og gæði, sem vísindin — aukin hagnýt
þekking — hafa fengið oss í hendur, hafa
eigi orðið oss til þeirrar blessunar, sem
vamta mætti og vera bæri. Hvað sem því
líður, þá verður seint með rökum neitað, að
“mént er máttur. ’r Hinsvegar ber þess að
gæta, að mannvitið eitt, þó dýrmætt sé, er
ekki einhlýtt til fullrar farsældar. Hvað það
snertir má minna á spakleg orð Einars Bene-
diktssonar:
Sjálft hugvitið, þekkingin, hjaðnar sem
blekking,
sé hjartað ei með, sem undir slær.
Þeir hafa löngum reynst þjóðunum mest-
ir velgerðarmenn, sem átt hafa hvorutveggja
í senn gnægð mannvits og mannástar. Sam-
vinna heila og hjarta er undirstaða hinnar
hollustu lífsskoðunar og menningar, en það
rýrir á engan hátt lofsöng “Hávamála” um
mannvitið.
Að dómi höfundar þeirra fornu speki-
mála er mikið mannvit hinn tryggasti vinur.
en á hinn bóginn telur skáldið auðinn vera
valtastan vina, minst á að treysta, og hefir
margur fengið að kenna á beiskju þess sann-
leika á vorri tíð, þegar bankar og aðrar f jár-
sýnlu-stofnanir hafa hrunið sem spilaborgir
víða um lönd. Réttilega hefir dr. Guðmund-
ur Finnbogason bent á það í hinni ágætu riþ
gerð sinni um “Hávamál,” að það sé mjög
merkilegt atriði, hve smáum augum höfund-
urinn lítur á auðinn, og segir ennfremur, að
það sé bein afleiðing af því, “að hann metur
mann eingöngu eftir því, hvað hann er, en
ekki eftir hinu, hvað hann á.” Höfundur
“Hávamála” leggur sama mælikvarða á
mennina eins og Robert Burns, þjóSskáldiS
skozka:
Því skal ei bera höfuS hátt
í heiðursfátækt, þrátt fyrir alt!
Svei vílsins þræl, — þú voga mátt
að vera snauður, þrátt fyrir alt,
þrátt fyrir alt og þrátt fyrir alt,
þreytu, slit og baslið alt;
alt hefðarstand er mótuð mynt,
en maðurinn gullið, þrátt fyrir alt.
Hinsvegar þarf engum að koma á óvart,
þó höfundur “Hávamála” syngi lof mann-
dómi og mannréttindum. Það er einnig í
fullu samræmi við einstaklingshyggju og
ríka sjálfsstæðistilfinningu forfeðra vorra,
sem hvarvetna blasir oss við sjónum í Is-
lendingasögum.
Togararnir búaát til
saltfiskveiða
Samtal við Kjartan Thors
framkvæmdarst jóra.
Togararnir safnast nú hver af
öðrum í höfn og er enn alt í ó-
vissu um, hvernig úthaldi þeirra
verður hagað í nájnni framtíð.
En vegna þess að togaraútgerð-
in snertir svo mjög hag og af-
komu fjölda einstaklinga, bæjar-
félaga og þjóðfélagsins í heild,
fór tíðindamaður Morgunblaðs-
ins í gær á fund Kjartans Thors
framkvæmdarstjóra, en hann er
formaður Félags ísl. botnvörpu-
skipaeigenda, og spurði hann,
hvað nú yrði gert með togarana.
Honum sagðist þannig frá:
—Strax og fréttist um hina
hryililegu árás á “Fróða” greip
ótti og skelfing útgerðarmenn,
sjómenn og alla landsmenn.
Sýnilegt var, að hér var komin
ný, alvarleg hætta fyrir sigling-
ar okkar til Englands.
Hvað átti nú að gera? var
fyn>ta spurningin, sem vaknaði
hjá okkur útgerðarmönnum, hélt
Kjartan Thors áfram. Útgerðar-
menn komu strax saman á fund.
Á þeim fundi var óskað viðtals
við atvinnumálaráðherra, til
þess að ráðgast við hann um,
hvaða möguleikar væru á því, að
gera siglingarnar öruggari og
tryggari. Var m. a. rætt við
ráðherrann um möguleika á, að
sigla í samflota undir vernd her-
skipa, og ýmislegt fleira bar á
góma í þeim viðræðum.
Atvinnumálaráðherra brást vel
við og lofaði að athuga, hvaðia
leið tiltækilegast væri að fara.
Kvaðst hann mundu ræða þetta
við yfirstjórn brezka setuliðsins
hér og sendiherra Breta.
Nokkru síðar skrifuðu stjórn-
ir sjómannafélaganna ríkis-
stjórninni og óskuðu þess, að
atvinnumálaráðherra boðaði á
sinn fund fulltrúa allra stéttar-
félaga sjómanna og útgerðar-
menn, til þess að ræða sameig-
inlega þetta nýja viðhorf. At-
vinnumálaráðherra varð strax
við þessum tilmælum.
Síðan hafa verið haldnir marg-
ir fundir með þessum aðiljum
og er þeim ekki lokið enn. Ráð-
herrann hefir einnig oft» rætt
málið við brezku herstjórnina
hér og sendiherra Breta.
Skipin í höfn.
En hvað varð um skipin?
spurðum vér Kjartan Thors.
— Strax og þessi málaleitan
hófst, héldu útgerðarmenn skip-
um sínum í höfn, svarar Kjart-
an. Með hverjum degi fjölgaði
skipunum í höfnunum, sum full-
fermd, reiðubúin að sigla. Þessi
skip biðu með farminn nokkra
daga En þar sem þessar mála-
leitanir hafa enn engan árangur
borið, hafa útgerðarmenn ekki
séð sér annað fært en að taka
fiskinn upp úr skipunum og
verður hann nú ýmist saltaður
eða seldur við skipshlið. Ein-
staka útgerðarmenn hafa haft
möguleika til að frvsta fiskinn í
landi.
—Eru það margir togarar, sem
þurft hefir að losa hér þannig?
—Hér í Reykjavík eru það
sex heilir farmar og einn hálfur.
kunnig nokkur skip í Hafnar-
firði.
— En hvað varð um skipin,
sem voru ytra?
— Þegar hingað bárust hin
hryllilegu tíðindi af “Fróða” og
síðar af Reykjaborginni, voru
allmörg skip ýmist á útleið eða
stödd í enskri höfn. Eftir á-
kvörðun þá, sem tekin var á
fundinum með atvinnumálaráð-
herra, símaði hver einstakur út-
gerðarmaður til síns umboðs-
manns ytra og gaf fyrirskipun
um, að fresta burtför skipanna
unz frekari ákvörðun yrði tekin.
En áður voru nokkur skip lögð
af stað heim og eru þau nú öll
komin, heilu og höldnu. Þessi
skip höfðu haft fregnir af árás-
inni á “Fróða” og einnig óljóst
hugboð um Reykjaborgina. Þau
tóku því það ráð, að sigla í sam-
flota heim. Enn eru þó ytra
6 togarar, auk nokkurra smærri
skipa, sein bíða þar, unz þau fá
nánari fyrirskipan.
Á saltfiskveiðar.
-—En hvað verður nú um tog-
arana?
—. Yfirleitt munu útgerðar-
menn helzt kjósa, þar til úr
raknar, að senda skipin á, salt-
fiskveiðar. Er og þegar ákveðið,
að allmargir togarar hefji þessar
veiðar.
En eins og sakir standa er,
því miður, ekki útlit fyrir lang-
varandi úthald skipanna á salt-
fisksveiðar. Er margt sem því
veldur. Fyrst og fremst saltleysi,
þar sem menn höfðu ekki gert
ráð fyrir, að til þess kæmi, að
saltfiskveiðar yrðu stundaðar á
þessari vertíð. Svo er, a. m. k.
að því er Reykjavík snertir, mjög
erfitt með að fá pláss fyrir af-
greiðslu skipa í höfninni. Má
því búast við stórvandræðum, ef
allir togarar færu að fiska í salt.
Loks er svo það, að flest fisk-
húsin í bænum eru nú í hönd-
um brezka setuliðsins, en ekki
er við því að búast, að það geti
rýmt þau í skyndi.
En útgerðarmenn eru að vona,
heldur Kjartan Thors áfram, að
þegar skipin hafa farið 2—:3 túra
á saltfiskveiðar, verði ástandið
það breytt, eða ný úrræði fund-
in, að siglingar til Englands
verði taldar færar á ný.
Annars er nú svo ástatt um
okkar togaraflota, segir Kjartan
að lokum, að um 20 skip þurfa
að ganga undir allsherjar skoð-
un (klössun) á þessu ári. Er
ekki sýnt, að þær viðgerðir, sem
af því leiða, geti orðið fram-
kvæmdar hér á landi, með þeim
vinnuskilyrðum og því vinnu-
afli sérfræðinga, sem þarf til
þessa verks. útgerðarmenn
höfðu þessvegna, fyrir tilstilli
umsjóntarmanns flotans, Gisla
Jónssonar vélfræðings, fengið
því til leiðar komið, að ákveðin
stór skipasmíðastöð í írlandi
tæki að sér það af þessari við-
gerð, sem ekki væri unt að fram-
kvæma hér heima.
En eins og nú er komið getur
þannig farið, að ekki verði unt
að nota sér af þessu og þá horfir
til stórra vandræða.
—Morgunbl. 26. marz.
Þegar brezki
kafbáturinn átöðvaði
íslenzka togarann
Skipstjórinn, sem var með ís-
lenzka togarann er brezki kaf-
háturinn stöðvaði, kom á skrif-
stofu blaðsins í gær og ópkaði
eftir því, að nánar væri sagt frá
atburðinum#en gert var í blaðinu
í gær.
Frásögn hans var á þessa leið:
4Jað var kl. 4.40 þann dag, að
kallað var á mig og mér sagt, að
kafbátur væri nálægt okkur.
Rauk eg á fætur og sá, að kaf-
bátur kom á móti okkur á hægri
ferð. Sendi eg strax menn
“aftur í” til þess að sjá um, að
allir væru viðbúnir því, sem
kynni að koma.
Þegarx kafbáturinn kemur á
móts við okkur — hann var
talsvert til hliðar við okkur —
sá eg að hann hafði fána uppi.
En fáninn hékk niður, vegna
þess hye lygnt var, og undir sól
að sjá, svo eg gat ekki greint
hverrar þjóðar hann var. Kaf-
báturinn hélt áfram framhjá
okkur. En þegar hann er kom-
inn nál. 3. smómílur fram hjá
okkur, sneri hann alt í einu við
og hélt nú í áttina til okkar.
Allan þenna tíma héldum við
áfram ferð okkar.
Er hann var nál. % sjómílu
frá okkur, fór hann að “morsa”
til okkar með ljósmerkjum, og
stöðva eg þá skipið. En “morse”-
merkin gátum við ekki greint til
að skilja þau, vegna sólarglampa.
Kafbáturinn kemur nú nær okk-
ur, og er kallað til okkar, og
spurt á hvaða ferð við séum. Er
við svörum því, þá var okkur
skipað að fara í bátana og skipa
eg svo fyrir tafarlaust. Því þá
hafði eg dregið upp merkiflögg.
sem áttu að duga til þess að
segja til um það, hvaða skip
væri hér á ferð.
Eg skildi ekki í þessum að-
förum. Hélt helzt að hér væri
þýzkur kafbátur á ferð undir
fölsku flaggi, og bjóst við að þá
og þegar myndi skothríðin hefj-
ast á togarann.
Við vorum komnir skamt frá
togaranum þegar okkur var gef-
ið merki um að róa að kafbátn-
um. Ætlaði eg að fara kringum
kafbátinn og komst sem fyrst úr
skotlínunni milli hans og togar-
ans. En nú fór eg beint til kaf-
bátsins. Var okkur gefin bend-
ing um að róa að stefni hans, því
þar var þægilegast að leggjast
að honum.
Þrír menn komu nú fram á
stefni hans. En aðrir skipverj-
ar voru við fallbyssu bátsins og
skipshöfnin sýnilega vigbúin, og
viðbúin ef hættu bæri að hönd-
um.
Fyrirliði þeirra er fram á
stefnið komu spyr okkur nú að
því hvort við séum íslenzkir.
Eg segi svo vera.
—Við héldum, sagði hann þá,
að þið kynnuð að vera þýzkir.
—Okkur var farið að detta hið
sama í hug um ykkur, sagði eg
þá.
Síðan segir hann okkur af hin-
um þýzka togara, sem hafði ver-
ið þarna á sömu slóðum daginn
áður, með íslenzku þjóðernis-
merkin, en reyndist mjög vopn-
aður. Sagði þessi brezki liðs-
foringi að þýzki togarinn með
islenzku merkjunum hefði haft
2 tundurskeyta-“rör,” 2 fallbyss-
ur, 2 vélbyssur og útbúnað til
þess að leggja tundurduflum.
Liðsforingi þessi kemur svo
með okkur til þess að líta á
skipsskjölin. Hann bað okkur
síðan afsökunar á þessu ónæði,
sem hann hefði gert, og spurði
hvort það væri nokkuð, sem
okkur vanhagaði um, eða nokk-
uð sem hann gæti gert fyrir
okkur.
Sagði eg að við hefðum nóg
af öllu, vistum og öðru.
Skildum við við kafbátsmenn
með virktum og héldum okkar
leið. — (Morgunbl. 21. inarz).
Með morgunkaffinu
Einn allra sjaldgæfasti sjúk-
dómur, sem sögur fara af, er sá,
að menn missi hæfileikann til
þess að verða þyrstir. f sögu
læknavísindanna er aðeins vitað
um fjögur tilfelli þessa sjúk-
dóms.
★ ★ ★
Um 5% af ibúum jarðar hafa
svokallaða “lita-heyrn.” Þegar
þetta fólk heyrir vissa tóna, sér
það fyrir sér vissa liti, eða
öfugt.
* * *
Til þess að sanna það, að
karlmennirnir i bæ einum
frönskum væru hégómagjarnari
en kvenfólkið, setti blaðamaður
upp spegil á uinferðamikilli götu
og lét gefa gætur þeim, sem fram
hjá gengu. Á einum klukku-
tíma námu 19 menn staðar þarna
og spegluðu sig, en aðeins 18-
konur.
* ★ ★
—Hefi eg nokkurntíma sagi
þér hvernig hann ólafur bað
mín?
—Bað hann þín?
★ * ★
Hefirðu samið erfðaskrá?
Sjúklingurinn á banabeði:—
Já, eg hefi ánafnað aleigu mína
lækninum, sem bjargar líl1
mínu.
★ ★ ★
Gamall læknir hitti einn af
fyrverandi sjúklingum sínum og
spurði, hvernig honum liði.
—Ef þér takið það ekki illa
upp, læknir góður, þá líður mér
eiginlega ljómandi vel núna,
svaraði gamla konan.
k
i