Lögberg - 08.05.1941, Blaðsíða 7

Lögberg - 08.05.1941, Blaðsíða 7
LÖGBEEG, FIMTUDAGINN 8. MAI, 1941 j^nahagur PJóðarinnar veltur ^ útgerðinni Fafli úr útvarpsræöu ólafs Thors, atvinnumálaráðherra. , * yfirlitserindi því, er eg flutti 1 fyrra, leiddi eg athygli að ^rkilegri þróun sjávarútvegsins a s>6iistu árum. . sýndi fram á að þorskur- p11 Var að hverfa fyrir síldinni. .'rir áratug hafði hann haft 6- gildi á við síldina í útflutn- lnksskýrslunum. Árið 1939 var komin upp fyrir þorskinn, >ns, lei Vlsu að nokkru vegna ófriðar- ea að mestu þó sakir djarf- , ^rar baráttu þjóðarinnar yfir ny svið atvinnulifsins, þegar Un<'an tók að halla um sölu a'ffisks. Jafnframt leiddi eg at- 'k'li að því að saman hefði far- io K‘: ‘•iorka og gifta þjóðarinnar i Ssi|m efnum. úr því saltfisk- ^rkaðir lokuðust, var til bóta af|i brást. Ef síld hefði hrugð- Oíf , '1 er> þorskur aflast, hefðu af 1 stafað ineiri vandræði en ttle_nri hafa gert sér í hugarlund. A siðasta ári hefir að vísu ^klast öll eðlileg þróun. En er athyglisvert hversu bar- atta nndanfarinna ára fyrir nýj- Urræðum í stað þverrandi *a*ffisksölu hefir komið að góðu einmitt nú. Og enn kem- _ 1 ijós, að saman fer atorka og gæfa. j a$ eru síldarverksmiðjurnar, ^'tihúsin. kaldhreinsunar- övarnar, en einkum og sér- , a*ega stærri fiskiskiiiin, þau sein • .. r f 1 ondverðu var fleira ætlað saltfisksveiðar, sem er grund- . 'nrinn undir hinum mikla út- f|1tni aS ningi. Saltfiskurinn skipar , 'nsu enn virðulegan sess, en ann sker ekki úr um afkom- ^ a- Og þar sem skýrar kveð- a> er, að enda þótt íslending- ar liefðu saltf: n>o að vísu getað selt meiri isk en þeir höfðu á boðstól- j^"> eru því þó takmörk sett af v lrr> skipakosti, sem nærtækur ^ til slíks flutnings, en hann ^er ekki úr um afkomuna. Og r sem skýrar kveður á, er, að ^<fa þótt fslendimgar hefðu að j^sn getað selt rneiri saltfisk en j),lr höfðu á hoðstólum, eru þvi ^ takmörk sett af þeim skipa- f,°sti, sem nærtækur var til slíks ntnings, en hann er lítill. Gömul skip. f’að saltf \ er lán, mikið lán, að þegar •skframleiðslan dregst sam- °g þegar henni yrði varl h0tnið á áfangastað, þótt hún *i verið í land dregin, að þá afnii gamlir og úreltir ryðkláf- j... reynast þess megnugir að °®gva af þjóðinni þann skulda- J'itiir, að er margur hafði kviðið, K, ^ynni að revnast þungur niekk Ifl mr um fót á síðasta áfanga elsisbaráttu nnar. Það er lán, jl)..nr bvi ha>gt er að selja síldar- sh°i °g jafnvel líka síldarlýsi, nii vera til í landinu margar j^stórar síldarverksmiðjur og er lán, að úr því hægt er að WfS' ^stan fisií’ ba skulum við sh. 1 eiga frystihúsin og kæli- ^nhost, er nægir þörfunum. s, etta eiga íslendingar að láta ^kiljast. eR 111 ntfiutningsverzlunina ^kal Vera stuttorður. raU f ntningsskýrslurnar eru í 11 veru sagan um afkomu Varútvegsins á árinu. Af tæp- milj. kr., sem út var flutt f • Urg. ‘yrir, er alt fyrir sjávaraf- jSf.lr’ nema rúmar 5 miljónir. jPSf<Ur er talinn fyrir 57 mil- lý$.'r’ Saittisiínr um 20 milj., nUi Um ^ iniij- °8 freðfiskur Uj ft milj. > Þessar tölur eru f]., Ulr úr striðinu. Þær sýna Uj/t^nginn gróða. út frá þeim ú,vn« vísu ekki draga almennar Vin tanir um framtíðarþróun at- að niitsins, en þetta eru engu fv,.Siður eftirtektarverðar tölur ,r fátæka þjóð. henni stafi einhver ægilegur voði af þessum tölum. Og satt er það, að þær verða því aðeins til góðs, að við kunnum fótum okk- ar forráð. Ef íslndingar fyllast mikil- mensku peningabrjálæði, fer hér auðvitað alt á kaf aftur og því dýpra, sem úr hærra söðli kann að vera að detta. En kunni þeir sér hóf og lifi eins og fátækri þjóð sæmir, geta þeir nú greitt erlendar skuldir sínar, og loks eftir langvarandi áhyggjur um frjálst höfuð strokið. Verzlunarskýrslurnar sýna, að inn hafi verið flutt fyrir 72 milj. kr. Ætti þvi verzlunarjöfnuður að vera hagstæður um 60 milj. kr. Þetta er þó mjög ófullkomin mynd af afkomunni. Okkur hafa áskotnast iítiljóna tugir, sem ekki koma fram á verzlunarskýrslunum. Auk þess er mikið af landbúnaðarvörum óútflutt. En við höfum líka frest- að mörgum nauðsynlegum fram- kvæmdum og ennfremur koma svo einnig til drádráttar ósýni- legu greiðslurnar. Hirði eg eigi að freista þess að skýra það frekar. En hvað sem því líður, árið 1940 hefir verið íslendingum fjárhagslega hagstæðara en dæmi eru til. Því til sönnunar nægir að benda á, að í landinu lágu i árslok meiri birgðir af útflutn- ingsvöru en í ársbyrjun. Sama máli gegnir um nokkrar aðflutt- ar nauðsynjavörur. Samtímis hefir svo aðstaðan út á við breyzt þannig, að bankarnir áttu inni erlendis í árslok 54 miljónir króna, en skulduðu 14y2 miljón í ársbyrjun. Hér er því um ekkert að vill- ast. En hér er þá líka bezt að setja greinileg kapítulaskifti, því en,g- inn veit hvað framtíðin ber í skauti sínu. Björg i bú. Það er sjávarútvegurinn, sem á árinu hefir sérstaklega fært björg í búið, og hvað skyldi nú bíða hans? í heilan áratug hafði hallað undan fyrir honum. Árið 1938 var svo af honum gengið, að fyrir atbeina allra lýðræðisflokk- anna var stórútgerðinni veitt frelsi eða frestur um greiðslu tekjuskatts til ríkisins og jafn- framt settar skorður við útsvars- álagningu á hana. Næsta ár, árið 1939' fluttu svo þrir þing- menn, hver úr sínum flokki, til- lögu um að þessi friðindi skyldu ná einnig til línuveiðaFa og vél- báta að því er skifti þeirra við ríkissjóð snerti. Eigi koin fram nein tillaga á Alþingi 1940 um að afnema þetta fyrirheit, enda hafði þá útgerðin ekki af miklu að státa. Eftir að ísfiskverð fór að hækka, en af því naut nær öll útgerð landsmanna góðs, fóru að koma fram kröfur um afnám fríðindanna, og þegar sýnt þótti, að flestir myndu losna úr skuld- um, en sumir safna gildum sjóð- um, urðu stjórnmálamenn sam- mála um að breyta lögunum, enda þótt lögfræðinga greini á um hvort Alþingi hafi til þess heimild, þar eð fríðindunum var heitið til 5 ára. Er nú vissa fyrir, að af arði ársins 1941 verður tekið eftir því, sem talið verður að þörf þjóðarinnar krefj- ist, en sennilegt að sainkomulag náist innan stjórnarflokkanna um skattlagningu arðsins 1940. hörfur um sölu á hraðfrystum fiski. 5. óvissar horfur um verðlag og sölu á hraðfrystum fiski. 5. óvissar horfur um verðlag o,g sölu á saltfiski. Aflist vel, getur skapast hætta á skorti á beitu og jafnvel líka á salti. Bagi hvorugt, er þó að minsta kosti óvíst um, að hægt verði að tryggja skipakost til að koma fiskinum á neyzlustað. 6. Stórfeld hækkun fram- Ieiðslukostnaðar meðal annars vegna kauphækkunar um ára- mótin. 7. Afnám skattfrelsis ef græð- ist. 8. Stríðsgróðaskattur á það, sem útsvör og tekju- og eigna- skattar kynnu að leifa. 9. Verði samt eitthvað af- gangs, er afnuminn umráðarétt- ur eigandans, ef varan er seld í pundum. Var það nýverið gert með bráðabirgðalögum, sam- kvæmt einróma ákvörðun allrar ríkisstjórnarinnar, þótt öllum væri ljóst, að miklir annmarkar væru á því. 10. Áframhaldandi lokun veiði-svæða. 11. óvissa um sölu síldaraf- urða, einkum lýsis, en hér ligg- ur nú óselt lýsi úr nærfelt jafn mikilli síld og lögð var í hræðslu 1939, og standa daufar vonir til sölu. 12. Aflabrestur, verðhrun, ó- höpp og óáran, er altaf getur að steðjað. Ma Háar tölur. argir leggja sig nú fram um Sannfæra þjóðina um, að Margvíslegar hættur. Yfir útveginum, jafnt stærri sem smærri vofa nú þessar hætt- ur: 1. Innflutningstollur á ísfiski í Englandi. 2. Hámarklsverð á isfiski i Englandi, sem eftir siðustu fregnum virðist alveg yfirvof- andi. 3. Nýr útflutningstollur til ríkissjóðs íslands á útfluttum ís- fiski. 4. óvissar og ekki vænlegar Utan frá og innan. Þessar hættur eru tvennskon- ar. Þær sem koma utan að og við ráðum ekki yfir, og hinar, er koma að nokkru leyti innan frá og við höfum áhrif á. Varðandi hinar fyrri, er eigi annað að gera en verða vel við þvi, sem að höndum her, og inæta þeim eftir því sein við er um menn til. En að því er hinar snertir, ber að gæta varfærni. Það ber að sýna útgerðinni nær- gætni, og umfram alt verður út- vegurinn að finna, að sá er vilji valdhafanna. En útgerðin, — útgerðarmenn, sem margir hafa létt af sér þungu skuldafargi, en aðrir rakað saman fé, og sjó- menn, sem einnig hafa borið mikið frá borði — allur þessi hópur má líka vera minnugur sinnar borgaralegu skyldu. Þjóð- in verður að geta gengið að gróð- anum, þar sem hann er. út- gerðin verður hinsvegar að mega treysta því, að það er ekki löng- unin til að rýja hana, heldui raunveruleg fjárþörf ríkissjóðs, sem ræður álögum á útgerðina. Megi útgerðin treysta þessu, mun hún áreiðanlega leggja sig jafnt í framkróka, þótt arðurinn lengi engu síður hjá alþjóð en henni sjálfri. tírgggisráðstafanir. Meginstefnan er þessi: útgerðin verður að fá að létta af sér skuldum. Margir eru bún- ir að þvi, eða langt komnir. Hún verður að fá að aafna varasjóðum til endurnýjunar á framleiðslutækjunum. Sumir eru þegar vel á vegi með það. Og loks verður hún að fá að safna í sarpinn til þess að forðasthrun, þegar verðfallið hefst, þvi þá lækka afurðirnar miklu fyr en kaupgjald og ýmis annar til- kostnaður. Eftir það nýtur hún sama rétt- ar og aðrir þegnar. En þeir verða að missa sem eiga, og þeir að gjalda mest, sem af mestu hafa að miðla. En þótt útgerðin þannig ætti eigi að þurfa að óttast banvænar atlögur innanfrá, verður að við- urkenna, að yfir henni vofa margvíslegar hættur er við að engu ráðum yfir. Allir vita, að efnaleg velmegun als þjóðfélags- ins veltur að langsamlega mestu leyti á afkomu útvegsins, en af þvi mega menn skilja, hve alt er í óvissu um þjóðarbúskap íslend- inga á næstunni. Skal eg eigi orðlengja um þetta, en aðeins bregða upp einni einustu mynd til skýringar: Ef innflutningurinn á árinu 1940 hefði að magni verið hinn sami og 1939 — en nann var þá tal- inn ófullnægjandi — og ef jafn- framt isfisksalan hefði verið arðlaus, eins og venja hefir ver- ið til mörg undanfarin ár, og orðið getur að nýju á hverri stundu, þá myndi hafa látið nærri, að i járnum stæðu reikn- ingarnir út á við, svo að við enn mættum stynja undan gjaldfölln- um og kræfum skuldum. Svona völtum fótum stöndum við. Við skulum fagna því, sem unnist hefir, án þess að sjá alt i hill- ingum, og gæta þess að missa ekki eggjakörfuna, eins og kerl- ingin forðum. .4 meríkuviðskifti. Annars þýða lítið heimspeki- legar hugleiðingar og vangavelt- ur út af því, sem við höfum á engin tök. Okkur ber að horfa fram á veginn, og búast sem hezt til varnar gegn hverju, sem á kann að dynja. Sum viðfangs- efnin blasa beint við. Það er til dæmis augljóst mál, að á miklu veltur að geta selt sem mest af framleiðsluvörunni til Ameríku. Ella er hætt við, að mikil þröng verði á gjaldeyri til kaupa það- an, en þangað mun helzt að sækja ýmsar nauðsynjar okkar. Okkur ber því gaumgæfilega að rannsaka öll skilyrði, er fyrir hendi kunna að vera til sölu þangað, hvaða vöfu þeir helzl vilja og hvernig verkaða, eti haga okkur siðan eftir föngum þar eftir. Þorskalýsið íslenzka selsl fyrir afarhátt verð í Ameríku, einnig selzt þangað saltfiskur og niðursoðinn fiskur. Margt ann- að kemur þar til greina, og hafa um sumt komið bendingar bæði frá sendifulltrúa fslands i New York og London. geti síðar verið sæmilega sam- kepnisfær, miðað við að stofn- kostnaður greiðist að fullu af arði fyrirtækisins meðan það nýtur verndar óvenju hárra farmgjalda. Mörgum leikur hugur á fram- leiðslu tilbúins áburðar og ann- ars þess, er innlend þörf kallar á og hægt mun að framleiða hér. Er vel að að þvi sé unnið, ef kleift þykir. Mörg önnur verkefni híða úr- lausnar. En það er einkafram- takið, sem hér á fyrst og fremst að vera að verki. Hlutverk hins opinbera ætti ekki að vera annað en það, að standa boðið og búið til þjónustu og fyrirgreiðslu einkaframtakinu. Framtiðarmál einstaklinga og þjóðar. Þá er að athuga um alla okkar útflutningsvöru, hversu hún verði unnin í landinu, og útflutt sem aukið verðmæti frá þvi sem nú er. Má þar t. d. enn nefna síldarlýsið, er vissulega áður en langt um líður verður hert hér á landi og selt þannig hærra verði. Er líkt um marga aðra vöru. Þarf að vísu að leggja fram mikið fé í stofnkostnað, bæði vélar og byggingar, og er óvíst að hægt reynist eða hagkvæmt a"ð hefja sumar þeirra framkvæmda meðan dýrtið er mest. En það raskar ekki þvi, að einmitt nú, á rannsóknin að framkvæmast, svo að fyrir liggi fastar áætlanir, og hægt verði að hefjast handa tafarlaust, er Wrðhrun ríður yfir og atvinnuleysi siglir í kjölfarið Þá eiga menn nú að leitast við að gera ér glögga grein fyrir, hverskonar skip íslendingar eigi að byggja eftir ófriðinn, eða þeg. ar fært þykir að byggja. Vafa- laust vilja margir hafa hraðann á, þegar þær framkvæmdir hefj- ast. En þá gildir um, að alt sé þrauthugsað og vel undirbúið. Til þess er nú timi, einmitt nú, og ættu útgerðarmenn og sjómenn ásamt lærðum bygging- armönnum, að leggja saman þekkingu sina á því sviði. Þarf ekki að taka það fram, að sér- hver sú aðstoð, er hið opinbera gæti veitt í þeirn efnum, verður áreiðanlga fúslega í té látin. VeJ sýnist einnig fara á þvi, nú, þegar margir útgerðarmenn hafa handbært fé, að athugað væri, hvort eigi þætti tiltækilegt að byggja hér hið bráðasta skipa- smiðastöð, er smíðað gæti að minsta kosti þau skip, er ætlað er að taki hér við af togurunum, og jafnvel stærri skip. Þá benda líkur til að hægt sé að vinna sement hér á landi. Er alveg sjálfsagt að ljúka tafar- laust þeim rannsóknum, en hefj- ast svo handa um framkvæmdir, ef nokkur tök eru á. Leikur á þvi lítill vafi, að farmgjöld verða há um langa hríð. Er því ein mitt á þessu sviði óhætt að leggja fram óeðlilega háan stofnkostn- að, ef líkur benda til, að vinslan Þáttur rikisvatdsins. Á sínu sviði á svo ríkið að undirbúa sig. Það á, meðan fært þykir, að veita le á fjárlög- um til nauðsvnlegra fram- kvæmda. Knýjandi þörf er á stórhöfn við Faxaflóa, er miðist við þarf- ir alls landsins. Hún mun kosta margar iniljónir. Það á að byrja að veita fé til hennar nú þegar. Það þarf að ljúka við Norðurlandsbraut. Til hennar á að leggja ríflega nú þegar. Hér er mikil þörf margra nýrra vita. Þeim á einnig að leggja riflega nú þegar. Ymislegt fleira híður óleyst, er veita þarf fé til á fjárlögum, svo sein líka venja er. Aðalatriðið er, að nú þegar á að veita til nytjamálanna eftir því sem frekast eru föng á. En það á.ekki að nota þetta fé nú, meðan hver hönd er að starfi. Það á að geymast i sérstökum sjóðum, handbært hvenær sem til þarf að taka, þegar útfallið hyrjar og atvinnulevsið ella hlasir við. Það skiftir miklu máli að hið opinbera geri skvldu sina í þess- um efnum. Jín þó ltíður annað verkefni Alþingis og rikisstjórn- ar, er miklu meira veltur á að rétt sé skilið og fljótt og vel af hendi leyst. Athafnafrelsið undirstaðan. Fyrir ófriðarbyrjun voru hér á landi meiri hömlur á athafna- frelsi manna á sviði atvinnulífs- ins en títt er hjá frjálsum þjóð- um. Síðan hefir æ verið hert á, og má nú heita að flest sé i viðj- um, enda þótt böndin séu enn hvorki jafn mörg né fast reyrð sem í síðustu heimsstyrjöld. Eg játa, að sennilega er ekki hægt að slaka á klónni eins og sakir standa. Má og vera að ekki komi verulega að sök með- an framtakið sér hylla undir happagróða. En það skulu menn sanna, að eftir ófriðarlok in, þegar baráttan við verðfall og margvíslega aðra örðugleika hefst, mun hæsti vinningur happdrætti atvinnulífsins verða of smár, til þess að hann freisti nokkurs manns. Þá bjargar ekkert frá atvinnuleysi og böl nema sjálf athafnalöngunin kraftur og eðlisþrá athafna mannsins. En þurfi menn þá að leita frá nefnd, sem vísar til efndar, sem visaði til nefndar sem vísar til nefndar, sem ætlar að athuga málið, þurfi menn þá, sem nú, að sækja um leyfi til nærri sérhverrar athafnar, er hætt við að margur kjósi frem- ur að halda að sér höndum, en strita sig uppgefinn við leyfis- beiðnir, til þess svo á eftir að þræla í þvi að tapa þvi, sem unnist hefir. Aldrei hefir þjóðfélaginu ver- ið meiri þörf dugmikilla athafna- manna, en verða mun þegar út fallið hefst eftir ófriðinn. Fátt er þvi þýðingarmeira en einmitt það, að valdhafarnir hafi gert sér fulla grein fyrir, hvað við á að taka, og séu svo viðbúnir með reiddu öxina til þess að höggva sundur hlekkina, sem framtakið um langa hrið hefir legið i. Með frelsinu einu, fullu og ó- skertu atvinnufrelsi, getum við gert okkur vonir um að vinna bug á atvinnulysi því, er að mun sækja þegar í stað er verðhrunið hefst. Að öðru leyti verða menn að vera viðbúnir að taka hverju sem að höndum ber, og það getur alt að höndum borið. Islendingar eiga að fagna þvi, að fjárhagsafkoma ársins er hetri en nokkrar vonir stóðu til og fórnirnar færri. Af þessu má að sjálfsogðu enginn ofmetnast, en hitt er engu betra, að væla þgar illa gengur og stynja svo þegar í lyndi leikur. Ró, festa og jafnvægi skifta jafnan mestu máli. Bíta á jaxlinn þegar móti blæs, brosa við gæfunni, og þramma svo eins og leið fátækrar þjóðar liggur gegn um lífið, það er okkur flestum hollast, að minsta kosti eins og nú standa sakir. — (Mbl. 7. febr.). Skemtisamkoma “Bárunnar’’ Föstudaginn 25. apríl hélt þjóðræknisfélagsdeildin í Norður Dakota, “Báran,” sína árlegu sumarmálasamkomu í samkomu- húsinu á Mountain. Samkoman 'itti að verp á sumardaginn fyrsta, en varð að fresta um einn dag, vegna þeirra, sem komu langt að til að skemta. Eins ant er, voru ræður aðal- atriðið á skemtiskránni, — en lika barna- og ungmenna söng- ur, og framsögn ungmenna á ís- lenzku. Fyrstu ræðua flutti Þórhallur Ásgeirsson, ungur og glæsilegur mentamaður frá Reykjavík, sem fólk mun kannast vel við. Stund- ar hann nú nám við háskólann Minnesota. Talaði hann um stríðið og framtíð íslands og hinnar íslenzku þjóðar. Ræðan var skörugleg, ihugunarverð og alla staði hin bezta. Aðra ræð- una flutti ung og glæsileg menta- kona, íslenzk í aðra ætt — Mfss Doris Thorfinnson. Stundar hún nám við hinn sama skóla. Er hún dóttir Matthíasar Thorfinn- son frá Minneapolis, sem líka flutti ræðu. Talaði Miss Thor- finnson sérstaklega til ungra stúlkna um að velja stöðu og atvinnu. Var erindi hennar stutt en gott og skemtilegt. Þriðju ræðuna flutti faðir henn- ar, Matthias Thorfinnson, sonur Mr. og Mrs. Thorláks Thorfinn- sonar á Mountain. Hann er mentamaður, sein starfar við búnaðardeild Minnesota háskól- ans. Flutti hann ágætt erindi, sem hann nefndi “Nesv Fron- tiers.” Er hann snjall ræðumað- ur eins og þeir bræður allir. Fyrsta ræðan var flutt á íslenzku en hinar tvær á ensku. Barnakór allstór, sem þær höfðu æft og undirbúið, Miss Kathryn Arason og Mrs. William Olgeirson, söng nokkur lög. Voru það alt islenzkir söngvar, allir fallegir og flestir vel þektir. Nýtt lag eftir Ragnar H. Ragnar við kvæði Davíðs Stefánssonar um “litlu Gunnu og litla Jón” söng kórinn. Var það skeintilegt og fjörugt lag. Tókst söngur- inn allur mjög vel, þó ekki væri tíminn langur, sem lniið var að æfa börnin. Höfðu sum þeirra verið æfð á Garðar en hin á Mountain. En hóparnir voru sameinaðir til að svngja við þetta tækifæri. Sex ungar stúlk- ur sungu tvo íslenzka söngva. Var einnig gerður hinn bezti rómur að söng þeirra. Dr. Richard Beck frá Grand Forks, forseti Þjóðræknisfélags- . ins stýrði samkomunni. Fer honum ávalt slíkt verk vel úr hendi, og að þessu sinni var hann alveg í essinu sínu, og lét spaugið fjúka! f sambandi við inngangserindi sitt flutti liann lika fagurt, nýort kvæði. Aðsókn var hin ágætasta. Veit- ingar 1 neðri sal samkomuhúss- ins, undir umsjón kvenna i þjóðræknisdeildinni voru sérlega góðar og vel framreiddar. Mann- fjöldinn skemti sér hið bezta fram að miðnætti, og fagnaði sumri með glaðværð og góðum vonum. — x.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.