Lögberg - 15.05.1941, Qupperneq 1
PHONE 86 311
Seven Lines
S0tand^>^"
Cot- ^
PÍIONE 86 311 J
Seven Lines
A V^>*
«*Ao1t^a d>')
For Better
Cot-
\\0-
Dry Cleaning
and Laundry
5A argangur
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 15. MAl, 1941
NÚMER 20
Brezka þingið lýsir því
Qœr einróma trausti
n Mr. Churchill
Eftir tveggja daga umræður
stríðssóknina og viðhorf
^tríðsins, hlaut Churchill-stjórn-
In traustsyfirlýsingu með 447
atkvæðum gegn 3. Sá, er veitt-
lst þyngst að stjórninni, var
tyrruin forsætisráðherra, David
H°yd George, er bar henni á
5rýn óviturlegar ráðstafanir í
Sambandi við gríska leiðangur-
lnn; krafðist hann þess að skip-
a® yrði nýtt stríðsráðuneyti. Mr.
Oiurehill kvað ákúrur þessar
*°nia úr hörðustu átt, þar sem
v*tað væri að Mr. Lloyd George
hefði i upphafi talið það sið-
^rðislega skyldu, að brezka
Þjóðin kæmi til liðs við Grikki.
^r- Lloyd George greiddi ekki
atkvæði um traustsyfirlýsing-
nna.
Rudolf Hess, trúnaðarvinur Hitlers, og
þriðji mestur valdamaður Nazistaflokk-
sins þýzka, hverfur með furðulegum
hœtti úr föðurlandi sínu, og bjargast
með fallhlíf úr loftfari sínu í grend
við Glasgow
^ýzkar sprengjur stór-
skemma Westminster
Abbey og þinghús
neðri málstofunnar
Á aðfaranótt síðastliðins
^ánudags, veittist sægur mikill
frýzkra orustuflugvéla að London
°§ stórskemdu í árásinni West-
'oinster Abbey og þinghús neðri
^álstofunnar; báðar eru bygg-
lngar þessar harla gamlar og
sógufrægar. Neðri málstofan
‘^kk sér þegar annað húsrými
^1' fundarhalda.
Aukin þörf liðsafla
Á sunnudagskveldið var flutti
^ermálaráðh. sambandsstjórnar,
C°l. Ralston ræðu, þar sem hann
5rýndi það fyrir þjóðinni, að
ltlnan tveggja mánaða þyrfti
^erinn að fá 32 þúsundir ungra
^nna í þjónustu sína.
Þau einstæðu og undraverðu
tíðindi gerðust síðastliðinn laug-
ardag að Rudolf Hess, trúnaðar-
vinur Adolf Hitlers, og þriðji
æðsti valdamaður Þýzkalands
hvarf með skyndilegum hætti úr
föðurlandi sínu, og bjargaðist
með fallhlíf úr flugvél á landar-
eign hertogans af Hamilton í
grend við borgina Glasgow á
Skotlandi. Þjóðverjar segja að
Hess hafi tekið flugvélina í leyf-
isleysi, og létu það fylgja sögu,
að hann væri allmjög bilaður á
geðsmunum; verkamann nokk-
urn bar þar að, er Hess lenti, og
tók hann þegar fastan; ekki lét
Hess, að því er sagan segir, sitt
rétta nafn uppi í fyrstu en er
lögreglu- og hervöld komu á
vettvang, kom hið sanna í ljós
um inanninn, því í fórum sínum
hafði hann ljósmyndir af sjálf-
um sér á ýmsum stigum æfinn-
ar; eitthvað hafði hann snúist
um öklann á öðrum fæti, er til
jarðar kom með fallhlífinni, og
var hann því samstundis fluttur
á sjúkrahús. Fréttin um hina
furðulegu komu Rudolfs Hess
til Skotlands var formlega gefin
út frá hinum opinbera bústað
hrezka forsætisráðherrans, 10
Downing Street á mánudags-
kveldið og vakti þegar slíka al-
þjóða undrun, að til einsdæma
má telja.
Brezkir sérfræðingar í geð-
sjúkdómum, er skoðuðu Hess,
gengu þegar úr skugga um það,
að við geðsmuni hans væri eklt-
ert að athuga; maðurinn í alla
staði fyllilega andlega fullveðja.
Sumri fagnað
Flutt á sumarmálasamkomu að Mountain og
Islendingafélagsfímdi í Ghicago,
Sólskinsfánann hátt við hún
hefja bjartir sumardagar;
yzt frá strönd að efstu brún
angað kætir geislarún;
grænka lundir, gróa tún,
gróðri fegrast bleikir hagar.
Sólskinsfánann hátt við hún
hefja bjartir sumardagar.
Sumarradda söngvaval
sætt úr öllum runnum hljómar;
blómahvísl og blævarhjal
berast létt um hæð og dal;
sléttan við, er fönnin fal,
fagurprúð af gleði ómar.
Sumarradda söngvaval
sætt úr öllum runnum hljómar.
Hjarta manns, er klakaklóm,
kreysti vetur, greiðast bætur,
blessar sumars sól og blóm,
sigursterkum lyftir róm
himni mót, sem helgidóm
hæstra vona opnast lætur.
Hjarta manns, er klakaklóm
kreysti vetur, greiðast bætur.
Bræddu, sumar, sálarís,
sviftu hulu af augum blindum;
glæddu sólarsýn, er ris,
sigurtrúuð áttavis,
horfir djarft til himins nýs
háum ofar sannleikstindum.
Bræddu, sumar, sálaris,
sviftu hulu af augum blindum.
Richard Beck.
Svo margar og mismunandi
skoðanir hafa af skiljanlegum
ástæðum komið fram uin þetta
Hess-mál, að engan veginn er
auðvelt, að komast að ákveðinni
niðurstöðu; en sú tilgátan þykir
sennilegust, að Hess hafi flúið
land vegna þess að hann hafi
verið fallinn í ónáð hjá þeim
Hitler og Goering, og eigi þótt
hult um líf sitt heima fyrir.
Mr. Churchill hefir tilkynt, að
hann muni á næstunni gefa út
opinbera yfirlýsingu i sambandi
við þetta dularfulla Hess-mál.
Skipatjón Breta, banda-
manna þeirra og
hlutlausra þjóða
Flotamálaráðuneytið brezka
gerði heyrinkunnugt þann 10. þ.
m., að skipatjón Breta, banda-
manna þeirra og hlutlausra
þjóða á fyrsta stríðsárinu, nam
4,734,407 smálestum. I apríl-
mánuði síðastliðnum hljóp skipa-
tjónið upp á 488,134 smálestir;
þetta tjón er að visu ískyggilega
mikið, en engan veginn jafn
ægilegt og tjónið af völdum
þýzkra kafbáta í aprílmánuði
1917 er nam 840,000 smálestum.
Heiðurssamsœti
fyrir Kristleif
á Stóra Kroppi
Síðastl. laugardag héldu Borg-
firðingar fræðaþulnum og
bændaöldungnum Kristleifi Þor-
steinsyni á Stóra Kroppi og konu
hans Snjáfríði Pétursdóttur veg-
legt samsæti í tilefni af áttræð-
isafmæli hans.
Samsæti þetta sátu nolckuð á
þriðja hundrað manns víðsvegar
að úr héraðinu. Nokkrir menn
úr Reykjavík voru og í sam-
sætinu. Fóru þeir upp í Borg-
arnes með Laxfoss, en hann fór
þangað aukaferð í þessum er-
indum. Á laugardagsmorguninn
flaug örnin upp að Stóra Kroppi
með nokkra vini Kristleifs, er
völdu sér loftleiðina til þess að
árna bændaöldungnum heilla.
Flaug örnin með Kristleif yfir
héraðið. Þótti honum tilkomu-
mikið að renna augum yfir bygð-
arlagið úr háloftinu. Veðrið var
hið fegursta, heiðskír himinn
og glaða sólskin. Var þetta í
fyrsta sinn, er Kristleifur steig
upp í flugvél.
Kl. 3 hófst guðsþjónusta i
Reykholtskirkju. Sóknarprest-
urinn séra Einar Guðnason, steig
í stólinn, en séra Björn Magnús-
son á Borg þjónaði fyrir altari.
Að lokinni guðsþjónustu hófst
samsætið í fimleikasal skólans.
Hafði hann áður verið skreyttur
fagurlega. — Bauð Jóhann Frí-
mann skólastj. gesti velkomna.
Ræður fluttu þeir alþingismenn
Pétur Ottesen og Bjarni Ásgeirs-
son fyrir minni afmælisgestsins,
en Páll Zophoníasson fyrir minni
konu hans. Sjálfur hélt Krist-
leifur snjalla ræðu, þar sem
hann mintist uppvaxtarára sinna
og nokkurra þátta í lífi sínu.
Halldór Helgason skáld á Ás-
bjarnarstöðum flutti Kristleifi
kvæði, ennfremur voru honum
flutt kvæði eftir Guðlaug Jó-
hannesson á Signýjarstöðuin,
Jórunni Guðmundsdóttur skáld-
konu i Arnþórsholti og Þorstein
Jónsson á úlfsstöðum. Undir
borðum var mikið sungið og
ennfremur skemti karlakórinn
“Bræðurnir” með söng, Magnús
Ágústsson héraðslæknir með ein-
söng og Guðm. Frímann kennari
með upplestri. Heillaskeyti og
gjafir bárust Kristleifi unnvörp-
um, en aðalgjöfin, sem héraðs-
búar færðu honum sameiginlega,
var skrifborð og tveir hæginda
stólar, sinn handa hvoru þeirra
hjóna. Voru gripir þessir hinir
vönduðustu, smiðaðir úr kjör-
Ibúatala íslands
íbúatala alls landsins reyndist
við allsherjarmanntalið 2. des-
ember s.l. vera 121,348 sam-
m
kvæmt bráðabirgðatalningu Hag-
stofunnar.
Þessar bráðabirgðatölur birtast
í síðustu Hagtíðindum, en Hag-
stofan tekur það fram, að töl-
urnar kunni að breytast síðar
við endurskoðun manntals-
skýrslnanna.
Það, sem hér fer á eftir, er
tekið úr bráðabirgðayfirliti Hag-
stofunnar um manntalið.
Samkvæmt þessu bráðabirgða-
yfirliti hefir allur viðstaddur
mannfjöldi, sem fyrirfanst hér
á landi 2. des. 1940 verið 120,-
725. Af þessum mannfjölda eru
7,495 taldir staddir um stundar-
sakir á þeim stað, þar sem þeir
voru 2ó dcs. Aftur á móti voru
8,118 manns taldir fjarverandi
frá heimili sínu en þar er ekki
átt við lögheimili því að við
manntalið voru menn taldir til
heimilis þar, sem þeir voru til
langdvalar (meir en hálft ár),
nema það væri til lækninga eða
til að stunda atvinnu fyrir heim-
ilið. Þegar frá tölu viðstaddra
er dregin tala staddra um stund-
arsakir, en bætt við tölu fjarver-
andi manna þá kemur fram
heimilismannfjöldinn,- er sam-
kvæmt yfirlitinu hefir verið 121,-
348,—(Mbl. 8. april).
Brezki flugherinn sœkir
fast að þýzkum iðnaðar-
og hafnarborgum
Fimm daga í röð í vikunni
sem leið, gerði brezki flugherinn
eina árásina annari meiri á
borgirnar Mannheim og Ham-
burg án þess að verða fyrir
neinu flugvélatapi; er mælt að
heil verksmiðjuhverfi ha‘fi stað-
ið í björtu báli, er flugmenn-
irnir héldu heimleiðis.
Stalin
\
samur
við sig
Meðal fyrstu afreksverka
Josephs Stalin eftir að hann tók
við forsætisráðherra embætti á
Rússlandi, má telja það, að hann
tilkynti sendisveitum Noregs,
Belgíu og Jugóslavíu í Mosltva,
að þeim yrði hollara að hypja
sig hið fyrsta heim; þær ætti
hvort sem er ekkert erindi þarna
lengur, með því að þjóðir þeirra
hefði glatað að fullu sjálfstæði
sínu.
Með þessu tiltæki hefir Stalin
í framkvæmd, viðurkent hernám
Hitlers á þessum þrem þjóðum.
Þá hefir Stalin einnig veitt form-
lega viðurkenningu hinni þýzk-
sinnuðu stjórn, sem fyrir nokkru
hrifsaði undir sig völd í Iraq.
Allir canadiskir
hermenn farnir
frá Islandi
Hermálaráðuneytið í Ottawa
lýsti yfir því á föstudaginn var,
að nú væri allir canadiskir her-
menn famir frá íslandi en í
þeirra stað kominn þangað lið-
styrkur frá öðrum hlutuin
brezka veldisins.
Bandaríkjastjórn leggur
hald á skip
erlendra þjóða
Þjóðþingið í Washington hef-
ir veitt Roosevelt forseta heim-
ild til þess að leggja hald á skip
þeirra þjóða, sem liggja í ame-
rískum höfnum, en eru eign
þeirra þjóða, er nú eiga í striði
við Bretland; er það nú á valdi
forseta með hverjum hætti skip
þessi skuli tekin í notkun.
Flugvélatap Þjóðverja
færist í aukana
Fyrstu 11 dagana i yfirstand-
andi maímánuði, mistu Þjóðverj-
ar 167 orustuflugvélar í árásum
sínum á brezku eyjarnar; er
þetta hámark frá því í síðastliðn-
um septeinber.
viði og var á þeim hið fegursta
handbragð. Um náttmálaleytið
voru borð rudd og hófst þá dans
og annar gleðskapur fram eftir
kvöldi.
Var samsæti þetta hið til-
komumesta og fjölmennasta sem
sögur fara af í Borgarfjarðar-
héraði.—(Mbl. 9. marz).
Bretar kaupa
120 miljónir mæla
af canadisku hveiti
Verzlunarráðherra sambands-
stjórnar Mr. MacRinnon, lýsti
yfir því í sambandsþinginu á
þriðjudaginn, að brezka stjórn-
in hefði fest kaup i 120 miljón-
um mæla af canadisku hveiti;
er þetta sú mesta hveitisala, sem
nokkru sinni hefir gerð verið i
einu lagi hér í landi. Bretar
byrja að veita hveiti þessu við-
töku þann 1. ágúst næstkom-
andi. Ekki er vitað um verðið,
sem hveiti þetta seldist fyrir.
Frœkileg björgun
Húsavík fimtud. 13. marz.
f fyrradag bjargaði Friðjón
Jónasson bóndi að Sílalæk
þriggja ára dreng frá druknun
á mjög hættulegan og hreysti-
legan hátt.
Á bænum Sílalæk í Aðaldal
voru tveir drengir að leika sér
við bæjarlækinn, en hann var
íslagður og féll þá annar dreng-
urinn, sonur bóndans, Jónasar
Andréssonar, niður um vök, scm
höfð var á isnum til að ná vatni
handa kindum.
Móðir drengsins horfði á
þenna atburð og sagði það strax
mönnum, sem þar voru við.
Hljóp þá Friðjón, sem býr á
bænum út og stakk sér niður um
vök, sem var á isnum nokkru
neðar, kafaði og þuklaði sig á-
fram upp eftir læknum, móti
straum og náði í drenginn undir
isnum 20 til 25 metrum ofar en
hann stakk sér. Sneri hann nú
við og hugði að ná sama gatinu
og hann stakk sér niður um og
hepnaðist það.
Drengurinn var meðvitundar-
lítill og Friðjón mjög þjakaður
eftir þessa þrekraun og mikla
hreystiverk. — Hrestust þeir
brátt og líður nú ágætlega.
Þess má geta að kona Frið-
jóns bjargaði á síðastlinu sumri
þessum sama dreng frá drukn-
un úr sama bæjarlæknum.
—(Mbl. 14. marz).
Á mijnd þessari sézt hin veglega og sögufræga Sankti Páls dómkirkja í London; til
þess að vernda þetta glæsilega musteri fynr sprengjuá-rásum þýzkra loftvarga, hafa 6000
verzlunar og iðnfyrirtæki i borginni tekið að sér eldvörzlu fyrir kirkjunnar hönd. Á
myndinni sjást menn að verki með pumpur til þess að vera ávalt til taks, ef eld-
sprengjuregni ýrði stefnt að kirkjunni.