Lögberg


Lögberg - 15.05.1941, Qupperneq 5

Lögberg - 15.05.1941, Qupperneq 5
LÖGBEBG, FIMTUDAGINN 15. MAl, 1941 5 fokið var í öll skjól, og mændu himins. Gott er að treysta Guð, á þig, Gleður það mannsins hjarta. Yfirgefðu aldrei mig, englaljósið bjarta. ^ ísur þær, sem hér eru greind- ar» hafa eigi komið fyrir al- mennisgssjónir, svo að eg viti, þó að þær hafi komið fyrir al- þýðu eyru. Mér þykja þær þess 'erðar að bjargað sé frá Sleymsku. Þær hafa vissulega stytt mörgum stundir, ásamt ^ynsystrum þeirra, sem vera niunu margar og viðsvegar. Eg hefi valið af betri endanum og skilgreint þær í svo fáum orðum, Sem mér virtist mega við una. Eg sé við yfirlestur þessa máls, að mér hefir láðst að tilgreina synishorn visna, sem fóstrur harna kváðu yfir þeim, þegar leitast var við að svæfa þau: harðu að sofa fyrir mig, iyrst þú mátt og getur, Eg skal breiða ofan á þig nfurlitið betur. ^essi elskulega vísa jafnast nærri því á við hið fagra inni- tega viðlag í kvæði séra Einars Eydölum, um barnið það, sem ritningin kallar jólabarnið: “Með visnasöng eg vögguna þina hræri.” Heilræðavísur man eg fáar i ■'esku, nema þá sem eg hefi tí- nndað: Engi lái öðrum frekt . . . aÓ undanskildum heilræðavísum ^allgríms Péturssonar og heil- eæðavísum Sigurðar Breiðfjörðs niansöng Númarímna, sem hann lætur fóstra Núma kveða y1® söguhetjuna, þegar drengur- inn fer að heiman. Það er Sennilegt, að algengum vísna- smiðum hafi þótt óárennilegt að fara i eftirleit i spor þessara snillinga og látið sér lynda vitn- eskjuna þá að konur og karlar kváðu þessar heilræðavísur við nnglinga og kendu þær, á undan e^a jafnframt fræðunum. Svo hegar stafrófskver komu á gang, h'rtust vísur Hallgríms í þeim. Sigurður varði sitt rúm sJálfur, þó mosinn settist að því, °g grásteinshellan flatvaxna. Hörn, sem eru fróðleiksfús, geta orðið mjög spurul, þegar forvitni þeirra er vakin. Meðan e8 hafði þessa ritgerð á prjón- ^num, sat eg daglega undir mey- hnrni, sem kallar mig afa, og ekki að ástæðulausu og vill heyra ^isur kveðnar, eina af annari. ^ún spyr látlaust að þýðing orða Sem henni eru ókunn, og beitir hó tæpitungunni af fremsta niegni: ‘Fa e da og deia mé fleii vidur, afi.” Slíkar kenslu- stundir opnuðu augu min fyrir agæti þessarar eldgömlu aðferð- ar< Eg komst að því að barnið Sagði móður sinni, mér að óvör- U.m> fjölda vísna, sem eg vissi eigi að hún hefði numið af mér og voru sumar þeirra erfiðar sk>lningi, t. d. þessi: ^veða skal við kollhúfumann, sem kýrnar þorir ei binda; ógirtur svo hleypur hann °g heldur í brókarlinda. Barnið hafði spurt mig um VaS kolihúfumaður þýddi og i annan stað brókarlindi. Eg ýrði visuna og hugsaði sem fVn, að síðar kynni þetta riflega )riggja ára barn að minnast skil- gre*nilegar afa síns. En eg mælti a hessa leið: ^ollhúfumaður getur táknað í^nnn, sem leggur svonefndar oihúfur og er .tregur til smá- a> en lætur sem hann þori 1 að binda kýrnar í fjósinu. ^ ann hefir mist hjartað niður i ^nxurnar vegna hræðslu. Þetta s^.hklngamál sem fullorðið fólk nr. Vísan er vej gerð skop- ynd af stráknum. Skilurðu Þetta litla lóa? “ T e veid eggi,” svaraði hún. a hreytti eg um efni: veða skal við kindina, yæðis litlu myndina; Su nuin forðast syndina, er sér í giugga grindina. Þá leit barnið út í gluggann, sem sólin ljómaði og brosti við birtunni. Vísan getur verið mjög gömul: sér í gluggagrindina er gamaldagsmál, sama sem horfir. Edda segir t. d.: “Hann sá niður i jörðina.” Og í fornum sögum er komist svo að orði: “Hann sá til veðurs” — horfði, litaðist um. Barnið hlustaði á þetta alt, enda þótt það brysti fullan skilning — að svo stöddu a. m. k. Endur- minningin getur komið upp úr kafinu þó seinna verði. Þessar vísur, sem hér eru til tíndar eiga svigrúm sitt á land- inu. Siglinga- og sjávarvisur eru komnar á þurt land i Hafrænu og er þess vegna slept hér. En sú veröld er þó lokkandi til um- ræðu og frásagna. Eg ætla nú að lokum að til- greina tvær visur um kveldúlf- sem táknar í alþýðumáli svefn- drunga sem sækir að fólki. Það er hvort tveggja að eg botna þessa ritgerð á aftni dags, og á hinn bóginn líður nú að nátt- málum æfi minnar — ef að lik- indum Iætur. Sá tími er nú lið- inn að menn kasti ellibelg: Fuglinn segir bí-bí-bi, bí-bí segir Stína, en kveldúlfur er kominn i kerlinguna mina. Kveldúlfur er kominn hér, kunnugur innan gátta. Sól er gengin sýnist mér; senn er mál að hátta. Alþýðuandinn og þjóðarsálin gátu gert visu milli svefns og vöku — sér til hugarhægðar: Svefni veldur sólarlag. Sendi vor drottinn friðinn, og svo gefi annan dag eftir þennan liðinn. Höfundur þessarar vísu hefir hlakkað til sólaruppkomunnar. —(Lesbók). Pólskir sjómenn skjóta á lögregluna í Reykjavík Klukkan um 2% í fyrrinótt gerðust þeir atburðir i pólsku skipi, sem lá við Ægisgarð hér við Reykjavíkurhöfn, sem sýna, á hvaða glapstigum nokkrar ungar stúlkur hér í bænum eru. fslenzku lögreglunni er þá til- kynt, að sézt hafi til ferða þriggja stúlkna um borð í hið erlenda skip. Var það skipverji af togaranum Skutli, sem það gerði. En slíkar næturheimsókn- ir kvenna eru nú bannaðar með lögum eftir kl. 8 að kveldi. Lög- reglan hlaut því að láta þessa hluti til sín taka. Voru þá þegar sendir 4 lögregluþjónar á vett- vang. Morgunblaðið hefir átt tal við Erling Pálsson yfirlögregluþjón og styðst frásögn blaðsins við heimildir hans. Þegar hinir 4 lögregluþjónar komu um borð í pólska skipið Charzon, varð þeim þegar auð- sætt að skipverjar voru allfrek- lega við drykkju. Gengu lögregluþjónarnir nú að sal einum miðskips, er háreysti heyrðist frá, og>var þar margt skipverja fyrir við drykkju á- samt hinum þremur íslenzku stúlkum, sem virtust una sér þar dávél. Skipstjóri og fleiri skipverjar otuðu nú skammbyssum að lög- regluþjónunum og einn þeirra hljóp út á þilfar og sótti riffil, er hann beindi í áttina til þeirra. Var lögreglunni þá ljóst, að hér myndi við ofurefli að etja og það auðsæ ætlan skipverja að verja feng sinn, hinar þrjár íslenzku stúlkur, sem með þeim sátu að sumbli. Lýsti skipstjóri því yfir, að hver sá íslenzkur lögreglu- þjónn, sem á skipinu væri, yrði skotinn. Við svo búið fór lög- reglan i land, en þá var miðað á hana riffli af þeim, sem á þil- fari stóð og síðan hleypt af, en lögregluna sakaði ekki. Litlu síðar kom brezk her- lögreglubifreið á staðinn og var þá skotið á hana frá skipinu, en ekkert slys varð þó af. Með þvi að myrkt var af nóttu og Pól- verjarnir ærir af víni ákvað lög- reglan að hafast ekki frekar að um að svifta Pólverjana stúlk- unum. Var þá vörður settur um bryggjuna til þess að hafa hend- ur í hári þeirra, ef þeir kynnu að ganga á land er á liði og eins til hins að varna frekara skipa- ráni kvenna. Um kl. 3 gekk svo einn Pól- verjanna á land með stálhjálm á höfði og riffil í hendi og gaf sig á tal bæði við ísl. lögregluna og brezku herlögregluna, sem þarna hafði vörð. Lauk því svo, að Pólverjinn skaut aftur af riffli sínum en ekki varð þó mein að. Jafnframt lét skipstjóri mjög ófriðlega um borð og hótaði nú hverjum þeim lögreglumanni bráðum bana, er réði til upp- göngu á skipið. Um þetta leyti kom bifreiðin R7 niður á bryggjuna og var þegar skotið að henni frá skip- inu, en ekki varð það að tjóni. Hafðist nú lögreglan ekki að, en beið morguns. Lögreglan vopnuð. Var þá allmikið lögreglulið kvatt á lögreglustöðina og það vopnuð þeim vopnum, sem ís- lenzka lögreglan hefir yfir að ráða, rifflum, skammbyssum, vélbyssum og táragasi. Var það 20 manna lögreglusveit, sem þannig var vopnum búin. Um kl. 2Y2 í gær gengu svo lögreglustjóri, yfirlögregluþjónn og fulltrúi lögreglustjóra um borð í pólska skipið, en lögreglu- sveitin beið á meðan í bifreiðum ofar á bryggjunni. Þegar um borð kom skýrði lögreglustjóri skipstjóra frá því, að lögreglan hefði tekið atferli hans til meðferðar og yrði hann nú að mæta fyrir lögreglurétti ásamt þeim, sem skotið hefði af rifflinum um nóttina. Var skipstjóri enn hinn þver- asti, hafði í hótunum og virtist til í alt. Gaf lögreglustjóri lögreglunni þá skipun um að koma um borð í skipið. Var skipstjóri síðan handtekinn mótstöðulaust, ásamt skotmanninum, og fluttur í varð- hald. Ennfremur voru teknir höndum af rannsóknarlögregl- unni, sem einnig var komin á vettvang, tveir menn af skipinu, grunaðir um vínþjófnað, sem kært hafði verið yfir af pólska skipinu Puck. Lögreglan leitaði siðan kvenn- anna og fanst ein þeirra í káetu skipstjóra, liggjandi þar uppi í rúmi, en hinar tvær í vistarver- um háseta fram á skipinu. Lágu þær einnig i rúmum háseta. Þá fanst og inni hjá skipstjóra hlaðin skammbyssa og annars- staðar á skipinu tveir rifflar, einnig hlaðnir, auk skotfæra. Voru þessar vopnabirgðir gerð- ar upptækar. Var síðan settur lögregluvörð- ur á skipinu um skeið. Stúlkurnar voru siðan fluttar á land og tók nú rannsóknarlög- reglan til við rannsókn máls þeirra og þjófnaðarmáls þess, sem fyr greinir. Þáttur rannsóknarlögrelunnar. Morgunbl. átti tal við Svein Sæmundsson um mál stúlknanna og þjófaðarmálið. Byggist frá- sögn blaðsins á heimildum hans. Stúlkurnar þrjár, sem um borð í pólska skipið fóru, voru þess- ar: Klara Olsen Árnadóttir, Suð- urpól, Sigríður Steinunn Jóns- dóttir, á ekki fast heimili, Anna Jóhanna Guðmundsdóttir, ekki kunnugt um heimilisfang. Tvær stúlknanna, þær Anna og Sigríður, höfðu verið með Pól- verjunum á matsöluhúsinu Heitt og Klalt um kveldið. Ennfr. höfðu þær farið í bíl upp að Baldurshaga með þeim og síðan um borð i skipið um miðnætti. Klara hafði aftur á móti koníið noklcru fyr um borð. Var þar nú mikil drykkja og gleðskapur og voru skipverjar af öðru pólsku skipi, Puck, einn- ig með í þeim fagnaði. Flóði nú alt í víni, en því hafði verið stol- ið úr lestinni á Puck en yfir þvi hafði verið kært. Gekk svo til morguns. Þegar stúlkurnar svo voru teknar í gær, voru þær ekki frýnilegar ásýndum, hinar rytju- legustu og guggnar eftir nætur- svallið. Voru þær fremur gneyp- ar, er þær voru fluttar á lög- reglustöðina til yfirheyrslu. , Þjófnaðarmálið er annars í rannsókn. Mannfjöldi almikill safnaðist saman í Pósthússtræti fyrir framan lögreglustöðina meðan vitað var að kvendin voru þar geymd. Var lítill menningar- bragúr að þeim tiltektum. —(Mbl. 15. marz). Markmiðin og árangurinn Hverja lífsskoðun og trúar- brögð verður að dæma eftir á- vsxti þeirra. “Af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá,” sagði Jesús. Hvaða ávextir eru það, sem kostað er kapps um að fram leiða? Hér á eftir verða talin þau markmið, sem hin ýmsu trúar- brögð og lífsskoðanir hafa sett sér fyr og síðar. Spekingar Forn-Grikkja lögðu þessar lífsreglur: Vertu liófsamur—þektu sjálf- an þig (sbr. Hugsvinnsmál: “Sjálfur kenn ]»ú þik sjálfan”). Rómverjar kendu: Vertu hraustur — vertu reglu- bundinn. , Kongfútse (Klonfúsíus) kendi: Vc-rtu öðrum yfirsterkari — sjálfur leiðbein þú sjálfum þér (sbr. Edda: “Sjálfr leið þú þik sjálfan”). Shinto-játendur (i Japan) segja: Vertu drottinhollur — þjá þú sjálfan þig. Búddha-játendur kenna: Losa þig úr læðingi sjónhverf- ingarinnar (Maya) (sbr. hafna þú heiminum) — gjörðu þig ó- persónulegan (sbr. Nirvana). Veda-spekingar indverskir kenna: Einangra þig — söktu þér nið- ur i guðdóminn (Brahma). Múhameðingar kenna: Vertu undirgefinn — haltu þér uppi sjálfur. Gyðingar kenna: Vertu heilagur — aga þú sjálf- an þig. Efnishggg jumenn nútimans segja: Vertu starfsamur—njóttu lífsins. Upplýsingarmenn nútímans kenna: Vertu frjálslijndur — tigna þú sjálfan þig. Kristnir menn segja: Vertu eins og Kristur — grfðu sjálfan l>ig. Þetta eru þá markmiðin, sem að hefir verið stefnt og er stefnt og eftir því fara ávextirnir. Stanley Jones. —(Heimilisblaðið). Víál er bezt Eftir Kolbrún. Víst er bezt, þú valdir aðra vini en mig til fylgdar þér. Aðra heima, aðrar leiðir altaf kaus eg handa mér. Veit eg það, að vonum minum verður ekki brautin greið, því var bezt, er bylgjur lífsins báru mig af þinni leið. Þó er oft um þöglar nætur, þegar enginn stjarna skín, að mér finst að eigi saman insta hugsun mín og þín; og að leiðir okkar hafi örlög skilið, köld og grinnn, svo að vorsins von og gleði verði eins og nóttin dimm. Þá er eins og björtu brosr* bregði fyrir augu mér: Alt, sem bezt eg átti, vinur, ósjálfrátt var gefið þér. Þó að dagur lífsins líði, ljúfast er að minnast þín. Altaf verður um þig vafin insta þrá og hugsun mín. Augnabliksins beiskja og hlátur berast að og hverfa fljótt. Vega margir myrkir dagar móti einni draumanótt? Væri betra, að augu okkar eygðu fleiri rúnaskil? En það er betra — að brenna í eldi en brosa og finna aldrei til. Eitt er vist: þó okkar kynni yrðu lífs míns þyngsta raun, á þó sorgin inst i leynum einhver hulin sigurlaun. Þó að einatt augnabliksins óhamingja reyndist sár, finst mér vorsins bjarti blámi brosa geghum öll min tár. —(Heimilisblaðið). Mannskaðar og skemdir f óveðrinu, sem gekk yfir land- ið í síðustu viku, hafa orðið allmiklar skemdir og slysarir víða um land. Sökum þess að símalínur hafa víða slitnað, eru þessar fréttir fyrst að berast nú, en ennþá er sambandslaust við ýmsa staði. ÍSAFJÖRÐUR: Þar féll snjóflóð á íbúðarhús innan við bæinn og sópaði því fram af bökkum og niður í fjöru. Voru 8 manns í húsinu og björguðust sex við illan leik úr rústunum, en 2 ungar stúlkur fórust. Þá tók þrjá menn út af vélbát frá ísafirði og druknuðu tveir þeirra. Á ísafirði er nú meiri snjór en menn muna siðustu 20—30 ár. HORNAFJÖRÐUR: Færeyska skútu rak á land og hefir hún eyðilagst méð öllu. Mannbjörg varð. VÍK: Stórt erlent flutningaskip strandaði á Kötludröngum. Á skipinu voru 44 menn og tókst að bjarga þeim öllum. Er það þakkað vasklegri framgöngu björgunarliðsins svo og björgun- artækjum Slysavarnafélags fs- lands, sem hægt var að flytja á staðinn. C10M This advertisement is not inserted by G.L.C. Commission. The Commission is not re- sponsible for statements made as to quality of products advertised. REYKJAVÍK: Þar geysaði hið mesta fár- viðri og rak nokkur skip á land, þar á meðal varðbátinn óðinn, en tókst að ná flestum út. óðinn var ekki skemdur. Á mánudag kom Ægir með stórt erlent skip til Reykjavikur, en það hafði hann fundið í hafi úti með brotið stýri. Þá kom óðinn með færeyska skútu til Reykja- víkur sama dag, sem hann fann á reki á hafinu sunnan við ís- land. VOPNAFJÖRÐUR: Stór loftbelgur fór yfir Vopna- fjarðarkauptún en olli ekki skemdum. Annar loftbelgur fór yfir Mývatnssveit og olli skemd- um á simalinum. SUÐURNES: Allmarga vélbáta rak þar á land og brotnuðu sumir þeirra i spón. —(Dagur 5. marz). Viturlegt val! VERNDUN FÆÐU MEÐ LECNACD RAF-KÆLISKÁP • SPARIÐ Á MATAR- REIKNINGUM. • SPARIÐ STARF- RÆKSLUKOSTNAÐ . . . og í viðbót njótið þér allra þeirra þæg- inda sem hafa gert Leonard óviðjafnanleg- an, að því er viðvíkur framleiðslu máltíða. Látið oss skýra fyrir yður þessa nýju Leonard sérkosti: Pop-out Ice Trays; Zero Freezer: Crispers; Hi-Humid Freshener; Meat Chest; Presto-Shelf and Temperature Control. AÐEINS $5 NIDURBORGUN . ' . VÆGIR SKILMÁLAR ciTy tiyocc BOYD BUILDING - - - SÍMI 848 131

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.