Lögberg - 15.05.1941, Síða 6
6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 15. MAl, 1941
I átt morgunroðans
(Þvtt úr ensku)
“Ójá,” sagði Jeremy, leit hvössum aug-
um til hennar og gretti sig ögn. “Merrik
er auðvitað hinn allra bezti maður. Hann
er ásjálegt göfugmenni, og hæfir Nónu vel.”
Nú var það að Elyelyn hló — hlátrinum
sem Merrik, sitjandi hjá Nónu á svölum hjá-
leignhússins, hafði fundist hann heyra —
silfurskæran og hljómríkan. Eins og þetta
hafði þá valdið Merrik nokkurs kvíða, þann-
ig kom það nú Jeremy til að grípa um stól-
bríkina föstu taki og stara á Evelyn með
einhverskonar blossa í augnaráðinu.
“Hefir þú verið að leika einhver
hrekkjabrögð við Merrik ?”
“Hrekkjabrögð!” sagði Evelyn með al-
•vörusvip á vörunum og höndum flóttuðum í
kjöltu sér. “Eg veit ekki hvað þú átt við.”
“Hvað koro þér til að hlæja svona, þegar
eg sagði aÖ Merrik væri hæfilegur maður
fyrir Nónu ?”
“Ó, ekki svo sem neitt. Ef til vill var
það bara af því að hevra þig nú aftur minn-
ast á Nónu í sama tón og þú gefðir svo oft
áður — Jægar J)ú sagðir mér svo margt um
hana. Eg geri ráð fyrir að þér hafi þótt
dásamlegt að hitta hana nú aftur. Þú hefir
auðvitað komið við hjá henni?”
“Eg heilsaði upp á Brills-hjónin og
Merrik og Nónu á leið minni hingað.”
“ Það var alveg eins og vera bar. Þau
eru eins og eigið fólk þitt væri — öll saman.
Elg skil ekkert hvað eg nokkurn tíma gat
verið þér — stúlka, sem þú kyntist aðeins
um ein vikulok í Westerham og sóttir svo
eftir með öllum þínum aðlaðandi unglings-
ákafa og mörgu vindhröðu aðferðum, sem
þú notaðir til áhrifanna. Og þegar þú náðir
mér —”
Hér þagnaði hún, er hún fas í augum
Jeremys, í hörkusvipnum á vörum hans og
úr andlitsfalli hans, þar sem nú birtust
skarpari línur en aldri hans væri eiginlegar
— að nú hefði hún gengið of langt. En
jafnvel J>ótt hún hefði komið auga á öll þessi
svipbrigði hans, fann hún ekki til neins ótta
gagnvart honum. Það sem hún hefði meira
að segja, hugsaði hún, gæti beðið annarar
stundar, og sú stund myndi síðar koma.
Nitjándi Kapítuli
“Við skulum, Evelyn, nú reyna að njóta
unaðarstunda hér saman,” sagði hann.
“Þegar við byrjuðum — eða stigum fyrstu
spor samverunnar, virtist svo, sem hún
gæti ávalt verið unaðsleg. Svo breyttist
Jietta einhvern veginn — við mistum sam-
úðina, týndum því, sem við höfðum átt í svo
ríkum mæli. Ein þetta þarf ekki ætíð svo
að vera. Gætum við ekki fangað unaðinn á
ný?”
“Ef til vill,” sagði Evelyn í glettnis-
rómi, sem hann ekki tók eftir.
“Þegar stríðinu lýkur,” flýtti hann sér
að segja, “þá dveljum við saman hér að
Clovves — leggjum hér nýja lífsleið okkar.
Bvggjum hana á traustri undirstöðu. Finn-
um hér aftur hinar horfnu unaðsstundir —
alveg eins og Merrik og Nóna fuiulu J)ær.”
“Hvernig veizt þú að ánægjan hafi
hlotnast þeim? Hvers vegna ertu svo hár-
viss um það?”
“Eg sat í kvöld dálitla stund á svöl-
unum hjá þeim. Þegar eg kom þangað sátu
þau þar ein saman í rökkurhúminu, og mér
fanst eins og eg með komu minni væri að
rjúfa eitthvert dáyndi, er heyrði aðeins þeim
einum til.”
Dáyndi er einmitt orðið, sem við á, hugs-
aði Evelyn — þetta er alt dá-fallegt. “Þau
sátu þarna og ræddu um framtíðina, ímynda
eg mér,” sagði hún. “Að dreyma um hvað
framundan væri, um myndina af algjörri
h jónabandssælu. ’ ’
“Já — já, svona var það. Eg nefndi
J>au Darby og Joan, en öfundaði þau af því,
er þau hefði hrept. Getum við ekki eignast
slíkt hið sama, Evelyn?”
“Þú meinar víst slíka sambúðarsælu
sem þeirra? Jú, því ekki það; alveg eins
mikla, skyldi eg halda, og meira en það.”
Hann leit hálf-vandræðalega niður til
hennar, er honum alt í einu varð ljós sú
bitra staðreynd, að hún væri að leika með
hann, að orð hennar feldi í sér alt aðra
meiningu en hans eigin, þau væri að tala um
sitt hvað. Og hann gat ómögulega gert sér
grein fyrir slíku. Sambúð Nónu og Merriks
væri ánægjuleg; þeim hefði hlotnast það,
sem hann enn J>ráði að fá, um það væri hann
hárviss.
“Hefði eg verið Nóna, gæti J)ér ef til
vill hafa orðið auðveldara að hreppa þá un-
un, er þú virðist þrá, Jeremy.”
“Hvað áttu við með Jæssu?”
“Þið höfðuð svo lengi verið nákunnug
og áttuð svo margar sameiginlegar hug-
sjónir, þar sem við vorum á hinn bóginn
þvínær alókunnug.”
“Vorum ókunnug,” sagði hann. “En
við erum það naumast nú lengur, og J>urfum
vissulega ekki að vera það í framtíðinni.
Við getum verið hvort öðru jafn-mikið til
ununar eins og þau eru — það er eg viss
um. ”
“Já, það efast eg alls ekki um, ” flýtti
Eivelyn sér að segja, en hann 'fann aftur sárt
til þess, að hér væri um einhvern hræðilegan
misskilning að ræða, að hennar orð hefði alt
aðra meiningu en hans, og að alt, sem hann
segði, birtist fyrir henni í alt öðru ljósi, en
hann ætlaðist til.
“Viltu reika um húsið með mér? Það,
sem eg hefi séð af því, lítur býsna snoturlega
út. Eg geri ráð fyrir, að við megum þakka
Merrik og Nónu mest af því. ”
“Já, Merrik. Honum máttu þakka það
alt. Nóna kom J>ar hvergi nærri.”
“Ekki það! Nú-jæja, Merrik sér ætíð
hvað gera J>arf. Þér geðjast vel að því, vona
eg?”
“Já, húsið er ágætt. Þú hefir hlotið að
vera ánægður hér.”
“Svo var eg. Og vonast eftir að verða
hér ánægður aftur.”
“ílinu herberginu hér aðeins hefir ekk-
ert verið hreyft við. Það var, hygg eg, leik-
stofan þín, þegar þú varst lítill drengur, og
einkaklefinn J)egar þú varst fullvaxta. Mer-
rik sagðist ekki vita á hverju hann ætti þar
að byrja, en eg hygg að þar hafi verið of
margir minjagripir þínir — myndir og þess
konar, — sem hann kærði sig ekki um að
hrevfa við.”
Hún hafði í huga tylft eða meira stærri
og minni mynda af Nónu, sem herbergið var
skreytt með.
“Mér þykir fremur vænt um, að hann
var ekki að gera sér auka-ómak þess vegna.
Eg veit því svipar mest til samsteypu af
uppboðshaldarastofu og geymsluklefa -— en
eg kunni þó vel við mig í því. Ertu að
koma?”
“Farðu á undan. Eg kem seinna. Verð
nú að ná í Ira Linklater og biðja hann að
bera töskur þínar upp á loft. ”
“Jæja-þá,” sagði hann, kastaði hálf-
reyktum vindling sínum í eldstæðið og gekk
snarlega út úr stofunni. Hún heyrði hami
taka, að fornum sið, tvær tröppur í hverju
spori, og datt í hug að hann myndi svo ef til
vildi renna sér niður stigariðið aftur.
“Fylgið æskudraumunum, kæru börn—”
Hún sat kyr þarna í stofunni og starði
í kolaglæðurnar á arninum, gleymdi áformi
sínu um að ná í Ira, og hugsaði um það, að
líf sitt hefði aldrei verið tómlegra en einmitt
nú, þegar það hefði átt að vera þrungið af
unaði. Og þegar henni kom enn í hug hin
unaðsdega töframynd, er Jeremy hafði gert
sér í hugarlund um sambúð þeirra Merriks
og Nónu, þá brosti hún, og hló viðkvæmnis-
lega.
Hvað myndi hann segja, hugsaði hún,
þegar hann kæmist að því, hvernig í raun og
veni stæði á milli þeirra, ef hann annars
nokkurn tíma fengi að vita alt, eins og það
væri. Hann fengi auðvitað bráðlega að
frétta frá góðum vinum sínum, að Merrilc
hefði nú svo mánuðum skifti vanrækt Nónu,
að Merrik legði fram fórnir sínar við altari
annarar konu — hennar sjálfrar. Þannig
hugsaði fólk og tryði því sjálft, og J>að væri
Jeremy líkast, að trúa því einnig.
En honum dettur það aldrei í hug, að
hann sé sjálfur orsök þessa alls. Hann angr-
ast, einlæglega Nónu vegna, og fyrirlítur
Merrik, en hverjar tilfinnngar hans verða
gagnvart mér — nú, jæja, það gerir minst
til. Ekkert þeirra getur gert mér neitt, og
allra sízt Jeremy. En það verður broslegt
að sjá, hversu fljótlega hann skipar sér að
hlið Nónu og verður fljótur til að sakfella
Merrik og mig.
“Er þig að dreyma?” sagði Jeremy þar
sem hann stóð í stofudyrunum. “Eg varð
l>reyttur af að bíða eftir þér, sá þig sitja
J>ania og undraði mig yfir því, hvers vegna
J)ú værir svo hugsandi og dapurleg. Þú
varst svo falleg á að líta þarna hjá eldin-
um. ”
Eins og þú nokkurn tíma gerðir þér
ómak til að leita nokkurs annars en þessarar
fegurðar, hugsaði hún raunalega; eins og þú
hafir skeytt um nokkuð annað.
“Já, eg var að horfa á margskonar
myndir í eldinum,” sagði hún. “Þar er svo
auðvelt að sjá ýmislegt.”
“Og var það ánægjulegt?”
“Ekki að öllu leyti, fanst mér. En, ó,
eg gleymdi alveg að ná til Ira upp á tösk-
urnar þínar.”
“Eg kom við í eldhúsinu. Hann er nú
farinn eftir J>eim.”
“Og hvernig lízt þér á húsið þitt?”
“Húsið okkar — þitt og mitt. Mér
geðjast vel að öllu í því, hátt og lágt. Hér
er alt svo miklu unaðslegra, en þegar eg
skildi síðast við það, og eg er nú ákveðnari
en nokkru sinni áður í því, að hér verði
framtíarheimili okkar. ”
Mig undrar hvort þú munir verða það,
þegar þér berast fregnir um að Merrik hafi
dvalið hér svo iðulega síðan eg kom hingað
— því það mun fólkið reyna að láta þig
skilja. Og hvað ætli þú haldir J)á um þetta
heimili og um mig, hugsaði hún með sjálfri
sér, en sagði aðeins: “Tíminn leiðir það í
ljós.”
Jeremv fékk líka fljótt að heyra frétt-
irnar. Þær fyrstu bárust honum morg-uninn
eftir heimkomuna, á sólríkum maímorgni,
þegar Clowes-setrið bar yndislegasta svip
sinn, er vorgyðjan fór ljúfri mund um laut
og’ hól, trén í skóginum laufguðust, grasbal-
inn varð fagurgrænn á ný, og fuglarnir hófu
sinn ljúfa samsöng í sælulundum skógarins.
Hann reis árla úr rekkju, meðan Evelyn enn
blundaði, gekk að glugganum og horfði með
hýrum augum út yfir kairt og margkunnugt
umhverfið — til fljótsins enn sveipuðu tjöld-
um morgunmistursins, og alt til fjarlægra
ölduhryggja Pequaket-hæðanna. Heimilið
hafði aldrei áður verið honum svo dýrmætt
og unaðsfult. Lífið birtist honum sem í
nýrri mvnd, þar sem hann sá sjálfan sig
dvelja hér glaðan og ánægðan, með Evelyn
við hlið sér.
Þá mintist hann kvöldsins fyrir, og liins
einkennilega hjáróma bergmáls af öllu, er
hann hafði sagt, og hvernig Evelvn virtist
gera spaug að hinum ljúfu hugsjónum hans
og dýru framtíðardraumum. Hvað var hér
öfugt?
Hann klæddi sig í snatri, gekk óvenju
hljóðlega niður stigann og fram í eldhús,
}>ar sem hann heyrði Pearl litlu Linklater
vera að busla við eldavélina.
“Velkominn heim, Mr. Jeremy,” sagði
hún og hélt áfram að hræra gula bókhveitis
pönnukökusoppuna. “Og það er heppilegt
að þú komst heim einmitt núna.”
“Því J)á það?” sagði Jeremy, liallaði sér
upp að vatnsj)rónni, kveikti í vindling sín-
um, sm kom Pearl til að hósta, en starði svo
á hana gegnum reykjamökkinn.
“Vegna þess mál er komið að bundinn
sé endi á athafnirnar hér — það er ástæðan.
Athafnir, sem valdið hafa launskvaldri um
allan dalinn og eru syndsamlegar og háðung
og hneyksli, svo á þær var jafnvel minst,
óbeinlínis auðvitað, af prestinum í stólnum,
er hann á sunnudaginn var talaði um níunda
boðorðið.”
“Níunda boðorðið!” endurtók Jeremv
vandræðalega. “Hvernig hljóðar annars
níunda boðorðið, Pearl?”
Pearl saug upp í nefið og leit til hans
ávítandi skærum valsaugunum um leið og
hún svaraði: “Þú adtir að vita það, en sé
ekki svo, þá skal eg segja þér, að það hljóðar
svona: “Þú skalt ekki girnast eiginkonu
náunga þíns.”
Jeremy hnyklaði brýnnar og sagði:
“Heyrðu livað þýðir þetta? Hvað gengur
á hér?”
‘ ‘ Spurðu liana! Og spurðu Merrik Trent,
sem eytt hefir lengri stundum með henni,
síðan hún kom hingað í dalinn, heldur en
hann befir nokkurntíma gert hjá stúlkunni,
sem er lögleg eiginkona hans. Konan þín
segir þér ef til vill alt um þetta. ”
Jeremy kastaði vindlingnum í skola-
vatnsþróna, leit til Pearl eitt augnablik sjón-
lausum augum, sneri sér svo við og stikaði
út úr eldhúsinu. Fyrsta hugsun hans var
að fara beint upp til Evelyn.
Hann ,steig öðrum fæti í neðstu stiga-
tröppuna og andlit hans, sem við fréttina í
eldhúsinu hafði orðið náfölt, var nú orðið
eldrautt aftur.
En liann stanzaði þarna. Hann komst
ekki lengra. Þetta gat ekki verið satt, hugs-
aði hann. Það var ekki einu sinni neitt vit
í Jæssari sögu, um Merrik og Evelyn. Að
Merrik vanrækti Nónu fáum mánuðum að-
eins eftir gifting þeirra, og sneri sér að konu
bezta vinar síns.
“Eg trúi því ekki,” muldraði Jeremy.
“Mér er ómögulegt að trúa því.”
Þau Nóna og Merrik virtust vera svo
glöð og ánægð með lífið J>egar hann kom
til þeirra í gærkvöldi. En Evelyn hafði
hlegið, J)egar. hann talaði um það við hana
og sagðist vona að sambúð þeirra gæti verið
jafn ánæg.juleg eins og þeirra Merriks og
Nónu. Og hún hefði hlegið í huga sér að
öllu, sem hann sagði.
“Reyni hún að eyðileggja líf Nónu—”
Hann dró seinlega að sér fótinn, sem hann
stóð enn í á tröppunni, sneri sér svo við og
reikaði út úr húsinu. Hér væri nokkuð, sem
i hann malti ekki ana hugsunarlaust að. EI
hann J>yrfti að eiga í baráttu við Evelyn>
J)á væri þvingunarleiðin allra lélegasta vopn-
ið, er hann gæti notað. Hann reikaði út &
milli þéttvaxinna greina limagirðingarinnaX,
sem rennvotar voru nú af döggfallinu og
dropamir runnu af á liann niður eftir könga-
lóarvefjunum er ofnir voru í þéttum voðuffl
milli þeirra. Nú var öll fegurðin og hress-
andi ilmur hins hreina morgunlofts horfiö
honum. En Merrik — stóri Merrik og
Evelyn, liugsaði hann! Ójá, liann gat skili*
J>að, að hún hneigðist að Merrik, en gat ekki
gert sér í hugarlund, að Merrik fengi felt
ástarhug til hennar, jafnvel þótt honuD1
hefði verið }>að frjálst, og jafnvel þó hauD
hefði ekki verið bundinn stúlku eins og
Nónu.”
“Hvað þýðir þetta annars?” spurði
hann sjálfan sig aftur og aftur. “Ilvernig
liggur í öllu þessu? Merrik gæti ekki að-
liafst neitt þessu líkt.”
Jeremy gekk langa leið, og hafði náð
allgóðu valdi yfir hugsunum sínum, er hanii
kom aftur inn í Clowes-húsið. Hann hitti
Evelyn að morgunverði og bauð henni góðan
daginn í all-glaðlegum tón. Hún var klædd
í fölgrænan slopp yfir ljós náttföt linept
upp í hálsinn, og var fögur á að sjá, auguD
stór og dökk, hörundið fíngert og varirnar
mjúkar og sviphreinar.
“Þú ferð árla út að ganga,” sagði hún,
holti kaffi í bolla og rétti honum, J)egar hanD
tók sér sæti gegnt henni við borðið. “Hefit
verið að líta yfir æskuslóðirnar, geri eg ráð
fyrir. ”
“Þótt undarlegt megi virðast, þá veitti
eg þeim ekki mikla athygli.” Það var einö
og hann hefði allan hugann á að hræra 1
kaffinu. “Eg var fremur að hugsa um líð'
andi stund. Hefi aldrei brotið heilann mikið
um hina gömlu og góðu liðnu tíð.”
“Það er svol” sagði hún og ypti ögD
brúnunum. “Þú lætur hana — eins og
skáldið segir — grafa sína dauðu. Er það
ekki?”
“Jú. Er það ekki æskilegast?”
“Sé svo að þeir lialdist J)á dauðir.”
Hann bað hana ekki um skýringu á
þessum orðum hennar, en sagði: “Setjum >
svo að við höfum samfundi við Merrik og
Nónu í kvöld — hér heima, ef þér sýnist, eða
við gætum farið til bæjar—”
“Eg er þess albúin. Hefir J)ú talað uoa
það við þau?”
“Ójá, eg vék óbeinlínis að J>ví við þaD
í gærkveldi.”
Evelyn brosti um leið og hún sagði'-
“Það er ágætt. Við skulum vera hérna, ef
þau fást til að koma hingað. Það verður
þó líklega fremur kyrlátt samkvæmiskvöld.”
“Að því geðjast mér vel. Það gefur
mér tómstund til að endurvenjast hlutunuDO
hér. ” ^
“Hefir mynd þeirra orðið óljósari í
huga þínum?”
“Við því mátti búast, eims og þií skilur.”
“Þetta mun bráðum alt endurnýjast
fyrir þér, Jeremy.”
Hann gat ekki séð í augu henni, en hanD
vissi, að enn væri í þeim gletnisglampi. Og
hann hafði það á tilfinningunni, að hún væri
að leika með hann, eins og köttur við mús-
Eftir morgunverðinn fór Jeremy yfir til
Brills með bifreið Archers. Hann kærði sig
ekki um að dvelja hjá Evelyn þennan morg-
uninn. Treysti sér ekki til að hafa hana
langa stund fyrir augunum, án þess að vera
með undrandi heilabrot sjálfum sér til kval-
ræðis. Hann varð að fjarlægja sig henni-
Og það væri til Nónu, sem hann yrði að
leita. Hún var efst í huga hans. Hjá henm
gæti hann fengið svarið, og að heyra hið
eiginlega og sanna um þetta. Hún gæti full-
vissað hann um, að þetta væri alt heimska
ein, að Evelyn hefði ekkert hald á Merrik-
Hann J>ekti Nónu. Og Evelyn væri ekki auð-
velt að ganga J>annig sigrihrósandi yfir hana.
En hann keyrði J>ó fram hjá hjáleigu-
húsinu og sá aðeins Rolfe gamla sitjandi við
póstkassann, geltandi með háreysti við öllu
og engu út í geiminn. Hann sá reykinn lið-
ast upp úr hússtrompnum og hugsaði sér
Nónu J>ar í annríki við morgunverk sín,
vonaði að enginn flugufótur væri fyrir þess-
ari kynjasögu, sem Pearl Linklater haifði
sagt honum. Vonaði að ekkert yrði til að
isæra tilfinningar Nónu.
Snögglega kom honum eitt augnablik
Harmatjörn í hug, og Nóna eins og hún þa
hefði verið. En það var fyrir honum eins
og unaðsríkur stuttur kapítuli, lesinn ti*
enda og úr sögunni. Taldi sjálfum sér trú
um, að slíkt væri aðeins eitt af þeim litlu
atriðum, sem aillir karlmenn og allar konur
geymdu skráð á spjöldum huga síns og þ&u
ein fengi að lesa, hvert fyrir sig.