Lögberg - 15.05.1941, Qupperneq 8
8
___-v
Úr borg og bygð
MA TREIÐSLUBÓK
Kvenfélaga Fyrsta lúterska safn-
aðar í Winnipeg. Pantanir
sendist til: Mrs. E. W. Perry, 723
Warsaw Ave.; Mrs. E. S. Feld-
sted, 525 Dominion St. Verð:
$1.00. Burðargjald 5c.
♦ ♦ ♦
Gefin saman í hjónaband á
prestsheimilinu á Gimli þ. 10.
maí voru þau Herbert Ingersol!
Johnson og Sigurbjörg Lilja Sól-
mundson, dóttir Mr. og Mrs.
Guðmundur E. Sólmundson,
Gimli. Séra Bjarni A. Bjarna-
son gifti.
♦ ♦ ♦
We can arrange, at very rea-
sonai)le rates, the financing of
automol)iIes being purchased.
Consult us for particulars.
J. .1. SWANSON & CO.
308 Avenue Bldg. Phone 26 821
♦ ♦ ♦
Þau Gurt Leonard Osland,
námumaður frá gullnámunum í
Favorable Lake, Ont., og Fjóla
Guðrún Goodman, dóttir Mr. og
Mrs. J. Goodman, 519 Toronto
Street, voru gefin saman af
presti Fyrsta lúterska safnaðar,
að 776 Victor Street, laugardag-
inn 10. maí.
+ + +
Safnaðarfundur Fyrstu lút-
ersku kirkjunnar í Winnipeg
verður haldinn sunnudagskvöld-
ið 1. júní, 1941, að aflokinni
messu. Kosning erindreka til að
mæta fyrir safnaðarins hönd á
kirkjuþingi Hins ev. lúterska
kirkjufélags, sem haldið verður
20. til 24. júní n.k. i Winni-
peg, verður aðalefni fundarins.
G. L. Johannson,
skrifari.
+ + ♦
Kvenfélag Fyrsta lúterska
safnaðar, deildir No. 3 og 4, efnir
til sölu á beimalibúnum mat í
fundarsal kirkjunnar á föstu-
daginn þann 16. þ. m. frá kl.
2—6 e. h. Auk margs annars
góðgætis, verður þar á boðstól-
um skyr og rjómi, kaffi og
kryddbrauð, o. fl.
♦ ♦ -f
Á þriðjudaginn var (6. maí)
lézt að heimili sínu á Lundar,
Jón Brandson, áður bóndi við
Siglues P.O. Hann var fæddur
að Markhóli í Gullbringusýslu
árið 1866, en kom til Ganada
1^04. Hann lætur eftir sig ekkju
sina Þorgerði Árnadóttur frá
Hofi í öræfum, þrjá sonu: Jó-
hann bónda við Otto, Man., Sig-
urð heima og Valgeir, fiskimann
við Winnipegvatn. Eina dóttur
höfðu þau átt, en hún er dáin
fyrir mörgum árum. Jarðarförin
fór fram frá Lútersku kirkjunni
á Lundar, mánudaginn 12. maí.
Séra Valdimar J. Eylands jarð-
söng.
♦ ♦ ♦
JUNIOR ICELANDIC
LEAGUE NEWS
A general meeting of the
Junior Icelandic League will be
held in the Antique Tea Rooms,
210 Enderton Bldg., on Sunday
evening May 18th, commencing
at 8.30 p.m.
A variety programme has been
arranged, which should prove
very entertaining.
Anyone interested in becoming
a member, is cordially invited
to attend.
G. Reykdal.
Til þess að tryggja, yður
skjóta afgreiðslu
Skuluð þér ávalt kalla upp
SARGENT
TAXI
AND TRANSFER
FRED BUCKLE, Manager
•
PHONE
34 555 - 34 557
SAROENT and AGNES
Jóhann Lamers, 606 Mountain
Ave., Winnipeg, og Amelia Ben-
der, 884 Mountain Ave., voru
gefin saman að heimili brúð-
gumans á laugardaginn 10. maí
af séra Valdimar J. Eylands.
Móðir brúðgumans er islenzk,
var þekt undir nafninu Bertha
Goodman áður en hún giftist;
faðirinn er hollenzkur.
♦ ♦ ♦
FR ÓNSFUND U R
FIMTUDAGINN 15. MAÍ
Næsti fundur þjóðræknisdeild-
arinnar “Frón” verður i efri sal
Góðteinplarahússins fimtudaginn
15. maí kl. 8.15. Ræðumenn
verða fyrv. forseti “Fróns” Mr.
Sofonías Thorkelsson og Dr.
Eggert Steinþórsson. Með söng
skemtir Mrs. R. Gíslason. Það
er vonandi að fólk fjölmenni,
því þetta verður hin vandaðasta
samkoma. Á fundinum verða til
sölu aðgöngumiðar að “Barna-
hljómleikum” “Fróns” og eru
mieðlimir deildarinnar beðnir að
kaupa þá og hlynna að sölu
þeirra eftir mætti. . Allir vel-
komnir. Aðgangur ekki seldur
og engin samskot tekin.
—Nefndin.
♦ ♦ ♦
Þann 30. apríl s.l. andaðist að
Deaconess Hospital, Grand
Forks, N. Dak., ekkjan Thora
(Dora) Freeman, frá Upham,
N. Dak. Foreldrar hennar voru
þau Mr. og Mrs. Andrew John-
son. Móðir hennar, sem var ís-
lenzk, hét Anna Josephsdóttir og
var ættuð úr norðanverðri Snæ-
fellsnessýslu á fslandi, en kom
til þessa lands, þ. e. Bandaríkj-
anna, og þá til Elk Rapids, árið
1874. Mrs. Freeman var fædd
22. desember 1876 í Elk Rapids,
Mich., og átti æsku sína og upp-
vaxtarár i Milwaukeeborg í
Wisconsin. Þar tók hún ríkan
þátt í starfi æskulýðs og í starfi
sunnudagaskóla og annars krist-
ins starfs. Var þannig líf henn-
ar snemma mótað kristnum á-
hrifum og reyndi hún ætíð síðan
að samrýma við heimilisstörf sín
og móðurskyldur það sem hún
vissi gleðiríkast og sannast til
gæfu, fyrir kristið heimili og
uppvaxandi börn. Árið 1903,
þann * *18. febrúar giftist hún
Gísla A. Freeman frá Akra, N.
Dak. Gísli var sonur Sigríðar
ekkju Jóns Jónssonar frá Köldu-
kinn í Dalasýslu, og seinni
manns hennar Lárusar Free-
man, þjóðahagasmiðs. Komu
þau bæði vestur um haf og dóu
i Mouse River nýlendunni, ná-
lægt Upham, N. Dak. Hin ungu
Freemans hjón, Gísli og Thora,
fluttust til Upham 1907. Reistu
þau þar ágætt beimili, var Gísli
þar framúrskarandi vinsaíll
kaupmaður og lagði einnig
gjörfa hönd á alt, því hann var
listhneigður, en kona hans eign-
aðist ótal vini bæði meðal yngri
og eldri í sveitinni, vegna sam-
úðar sinnar í sorg ög gleði hvers
sem hún náði til. Hefi eg
aldrei þekt neina persónu, sem
svo var minnug á hamingjudaga
og afmælisdaga vina sinna og
kunningja, eins og hún var; og
ætið skyldi hún láta mann finna
þetta með annaðhvort gjöf eða
ham(ingjuósk. Hjarta hennar
var stórt og gjafmilt, og margir
munu þeir sem blessa minningu
hennar vegna alls þess, sem hún
var þeim meðan kraftar leyfðu.
Mann sinn misti hún 1. sept.
1937. Dvaldi þó eftir það á
heimili sínu í Upham þar til í
haust að hún flutti til Gísla son-
ar síns að Larimore, N. Dak.
Þar fór að bera á veikindum
þeim, sem leiddu hana til dauða
eftir tveggja mánaða spítalavist.
Þrjú böm syrgja ástríka móður:
Anna, skólakennari, Glendive,
Montana; Andrew, electrical
engineer, Grand Forks, N. Dak.;
Gísli, skóggræðslufræðingur.
Larimore, N. Dak. Jarðarför
hennar fór fram frá ísl. kirkj-
unni í Upham, 3. maí, að við-
stöddu miklu fjölmenni. Hún
hvílir við hlið manns síns í
grafreit Rugby bæjar. Sr. E. H.
Fáfnis jarðsöng.
Ungfrú Ragnhildur Þorsteins-
son frá Reykjavík, stúdent við
Manitobaháskólann, lagði af stað
á miðvikudagsmorguninn í mán-
aðarskemtiferð suður um Banda-
ríki.
♦ ♦ ♦
Mr. G. F. Jónasson eigandi og
framkvæmdarstjóri Keystone
Fisheries, Ltd., lagði af stað síð-
astliðinn sunnudag suður til
New York í erindum fyrir firma
sitt; hann gerði ráð fyrir að
verða að heiman i tveggja til
þriggja vikna tíma.
♦ ♦ ♦
Um fjörutíu vinir Mr. Thor-
bergs Halldórssonar héldu hon-
um samsæti i samkomusal
Brookland hótelsins hér í borg á
mánudagskveldið var í tilefni af í
hönd farandi giftingu hans; var
samsætið hið ánægjulegasta.
Thorbergur er sonur þeirra Mr.
og Mrs. Jón Halldórsson,' er um
langt skeið áttu heima í River-
ton.
♦ ♦ ♦
Að öllu forfallalausu heldur
Karlakór íslendinga í Winnipeg
samsöng í Lundar Community
Hall á föstudagskveldið þann 23.
þ. m. Auglýsingar verða festar
upp í Lundarbæ og grend. Búist
er við miklu fjölmenni.
♦ ♦ ♦
ÁGÆTT TÆKIFÆRI
fyrir íslenzka miðaldra konu,
sem venjuleg innanhússtörf vill
vinna, stendur til boða nú þegar,
á islenzku heimili í Baldur, Man.
Þetta yrði yfir alt sumarið. Á
heimilinu eru aðeins hjónin, en
engin börn og maðurinn vinnur
út alla daga. Allar frekari upp-
lýsingar um kaup eða annað
fást með því að skrifa.
Bergur Johnson,
Baldur, Man.
Richard L. Vopni látinn
Þessi ungi efnilegi maður lézt
á Kjing Edward spitalanum hér í
bænum á þriðjudaginn var 6
maí, eftir langvarandi veikindi.
Hann var sonur þeirra velþektu
hjóna Jóns J. Vopna prent-
smiðjustjóra og Sigurborgar
konu hans. Hann var fæddur 4.
febrúar 1913 og hafði alið allan
aldur sinn, sem var aðeins rúm-
lega 28 ár, í Winnipeg.
Árið 1933 giftist hann Mar-
grétu, dóttur Eyjólfs Eyjólfsson-
ar að Selkirk og Þórunnar konu
hans sem að Eyjólfi látnum gift-
ist Jakob Jakobssyni á Gimli.
Þau Richard og Margrét eignuð-
ust tvö börn, Carol og Wilfred
Leon, sem bæði eru lcornung.
Auk eiginkonu foreldra og barna,
lætur hann eftir sig fjórar syst-
ur, Aurora, Mrs. H. E. Ross, Mel-
ville, Sask., Margaret, Mrs. S. R.
Lloyd, og Ágústa, Mrs. J. Clark,
báðar til heimilis í Calgary, og
Helen, Mrs. E. Munday í Winni-
peg, og fimm bræður, Edward,
Herman og Magnus í Winnipeg,
Jón í Davidson, Sask., og Wil-
fred sem heima á i Carberrv,
Man.
Richard var einkar efnilegur
maður, og hvers manns hugljúfi.
Hann var prentari að iðn. Hann
átti drjúgan þátt í að koma af
stað skátahreyfingunni innan
Fyrsta lúterska safnaðar, átti
lengi sæti í djáknanefnd, og
stundaði sunnudagaskólakenslu
um hrið. Útför hans fór fram i
kirkjunni á laugardaginn var,
þann 10. maí, að viðstöddu fjöl-
menni. Ekkjan vill með línum
þessum votta söngflokkum safn-
aðarins innilegt þakklæti fyrir
þátttöku þeirra í kveðjuathöfn-
inni, og einnig djáknanefnd
safaðaris fyrir samúð þeirra og
hjálpsemi á hini löngu reynslu-
tíð fjölskyldunnar.
V. J. E.
Brjálað fólk getur stundum
unnið fulla vinnu, þó að það sé
talið ólæknandi, einkum ef það
er góðum gáfum gætt. Prófessor
einn í London var t. d. talinn
hættulega sinnisveikur um þrjá-
tíu ára skeið, en á þeim tíma
skrifaði hann alt að 6000 greinar
i fræga alfræðiorðabók.
35 hús bygð í
Reykjavík
Byggingarfulltrúi Reykjavík-
urbæjar, Sigurður Pétursson,
hefir samið skýrslu um bygg-
ingar hér i bænum s.l. ár. Sam-
kvæmt skýrslunni hafa verið
bygð 35 ný hús og þar af eru 25
nýjar íbúðir.
f skýrslunni segir:
35 hús hafa verið bygð. Þar
af 5 íbúðarhús, 14 vinnustofu- og
verksmiðjuhús, 1 gripahús og 15
geymsluhús og bifreiðaskúrar.—
Aukningar á eldri húsum sam-
tals 24 eru ekki lagðar við tölu
húsa, en rúmmál þeirra og flat-
armál er tekið í þeim flokki er
þau tilheyra.
Alls hafa 25 íbúðir bæst við á
árinu, þar með taldar íbúðir, sem
vitað er að gerðar hafa verið í
kjöllurUm húsa, án samþykkis
byggingarnefndar.
Á árinu hafa .verið bygðir
1788.84 ferm. af timburhúsum
og 2609.11 ferm. af steinhúsum,
eða samtals 4397.95 ferm. og
5954 rúmmetrar af timburhús-
um og 18090 rúmmetrar af stein-
húsum, eða samtals 24044 rúm-
metrar. Hefir því verið bygt fyrir
1.27 milj. krónur.
óvenju miklar breytingar hafa
verið gerðar á eldri húsúm, sem
ekki hafa þó haft í för með sér
neina rúmmálsaukningu, en þær,
svo og girðingar um lóðir o. þ. h..
hafa ekki verið teknar með í
yfirliti þessu, þareð ókleift er að
fylgjast með þeim kostnaði, sem
í slíkt hefir verið varið.
Á árinu hefir Teiknistofa land-
búnaðarins látið gera tilraun
með byggingu íbúðarhúss úr
“moldsteypu,” en þeiri tilraun
er ekki lokið. —(Mbl. 14. marz).
Með morgunkaffinu
Bob Bleecher, 11 ára gamall
skóladrengur í Wilmington, U.
S.A., sýndi allmikið verzlunar-
vit einu sinni, er hann fékk
mislinga og auðvitað um leið
frí úr skólanum. Hann tók að
sér að smitta félaga sína, svo að
þeir fengju líka fri, og tók fimtíu
aura fyrir hvern. Hann var
kominn upp í fjórar krónur,
þegar foreldrar hans komust að
þessu og skárust í leikinn.
★ ★ ★
-—Slær maðurinn þinn þér
nokkurntíma gullhamra? spurði
vinkonan.
—Já, svaraði frúin. Hann
sagði síðast í gær: “Þú ert lag-
leg manneskja!”
* ★ *
Lúðvík II. konungur í Bayern,
sem var uppi 1864—1886, var
ekki með öllum mjalla. Aldrei
mælti hann orð við nokkra m&nn-
eskju, ef hann komst hjá því, og
þegar hann var í Munchen, var
það hans mesta ánægja, að
kaupa upp alla miða í hirð- og
ríkisleikhúsunum, til þess að
njóta sýninganna einn í ró og
næði. Heima í höll sinni hafði
hann látið búa út lítið vatn á
þriðju hæð og þar reri hann i
bát sínum, er enginn gat séð
hann.
* * *
Bóndi einn í Sviss hafði í 40
ár átt í málaferlum út af jörð,
sem faðir hans hafði átt, og var
orðinn langþreyttur á því að
greiða lögfræðingi sínum fyrir
málaflutninginn. 72 ára gam-
all tók hann sig til og fór að
lesa lög, lauk embættisrófi,
flutti sjálfur mál sitt fyrir rétt-
inum og vann það!
* ★ *
Á vesturhveli jarðar er talan
7 álitin heillatala, af þvi að i
biblíunni er talað um 7 erki-
engla, 7 dygðir, 7 dauðasyndir
o. s. frv. í Kína er talan 5
happatala. Kínverjar tala um 5
fastastjörnur, 5 liti, 5 dygðir, 5
dauðasyndir — og fimm áttir
— norður, suður, austur, vestur
og miðbik jarðar.
—(Morgunbl.)
Messuboð
FYRSTA LÚTERSKA KIRKJA
Séra Valdimar J. Eylands
Heimili: 776 Victor Street.
Sími 29 017.
Sunnudaginn 18. mai:—
Ensk messa að morgninum
kl. 11; sunnudagsskóli kl. 12.15
e. h.; íslenzk messa að kvöldinu
ld. 7.
♦ ♦ ♦
Sunnudaginn 18. maí messar
séra H. Sigmar í Vídalínskirkju
kl. 11 f. h. í Péturskirkju kl.
2.30 og i Hallson kl. 8 að kveldi.
Messurnar í Vídalíns og Péturs
kirkju á islenzku. Almenn altar-
isganga í báðum seinni kirkjun-
um. Messan í Hallson á ensku.
Allir velkomnir!
♦ ♦ ♦
LÚTERSKA KIRKJAN
i SELKIRK
Sunnudaginn 18. maí, 5. sd. e.
páska: — Sunnudagaskóli kl. 11
árd.; ensk messa kl. 7 siðd.
S. ólafsson.
♦ ♦ ♦
GIMIA PRESTAKALL
Sunnudaginn 18. maí:—
Betel, morgunmessa; Víðines,
messa kl. 2 e. h.; Gimli, íslenzk
messa kl. 7 e. h.; sunnudagsskóli
Gimli safnaðar kl. 2 e. h.
B. A. Bjarnason.
♦ ♦ ♦
LÚTERSIÍA PRESTAKALLIÐ
í VATNABYGÐUM
Sunnudaginn 18. maí:—
Kandahar, kl. 11 f. h. (mæðra)
Wynyard kl. 3 e. h. (mæðra)
Leslie kl. 7 e. h.
Guðsþjónustan að Wynyard
verður á íslenzku. Allir eru
boðnir og velkomnir!
Vinsamlegast,
Carl J. Olson.
Wynyard, Sask.
Talsími 27.
Fyrsta járnbrautin, sem bygð
var í Kína, árið 1876, vakti svo
mikla andúð hinna afturhalds-
sömu Kínverja að stjórnin varð
að láta rífa upp teinana og
fleygja vögnunum í fljótið.
★ ★ *
783 þúsund þýzkir og enskir
hestar voru drepnir í síðustu
heimsstyrjöld. En eftir stríðið
voru minnismerki reist þeim til
heiðurs, eitt í London og annað
í Hannover.
★ ★ ★
Eitrið, sem Tetanus-sóttkveikj-
an framleiðir, er álitið mjög ban-
vænt. Þó er all-misjafnt, hver
áhrif þaðhefir á dýr. Skamtur-
inn, sem drepur eina hænu, næg-
ir til að drepa 500 hesta.
Minniát BETEL
í
erfðaskrám yðar
The Watch Shop
Diamonds - Watches - Jewelry
Agents for BULOVA Watche*
Marriage Licenses Issued
THORLAKSON & BALDWIN
Watchmakers and Jewellers
699 SARGENT AVE., WPG.
H. BJARNASON
TRANSFER
Annast greiðlega um alt, sem að
flutningum lýtur, smflum eða
stðrum Hvergi sanngjarnara
verB.
Heimili: 591 SHERBURN ST.
Slmi 35 909
BÆNDUR, KAUPMENN
FLUTNINGSBÍLASTJÓRAR
Muskrat, Badger og Beaver óskasl
Verð hráskinna og annara tegunda,
sem við verzlum með, hafa allmjög
hækkað í verði; yður mun undra
hve hátt vér greiðum. Sendið oss
hráskinn í dag. Nákvæm vigt, og
peningaávísun send um hæl.
American Hide&FurCo.Ltd.
157-159 RUPERT AVENUE,
WINNIPEG, MAN.
SENDIÐ FATNAÐ YÐAR
TIL ÞURHREINSUNAR
TIL PERTH’S
pér sparið tíma og peninga. Alt
vort verk ábyrgst að vera hið
bezta I borginni.
Símið 37 261
eftir ökumanni vorum
í einkennisbúningi.
Pnflá
Cleaners - Dyers - Launderers
HAMBLEY UNGAR úr Rafofni
Skjðt afgreiðsla. púsundum ungað út
á hverri viku, og sendir nú þegar
af flestum tegundum.
SKRIFIÐ, SENDID SKEYTI,
SÍMIÐ eða KOMID
Úrvals ungar, stjðrnarviðurkenning,
seldir með samkepnis verði.
MANITOBA VERÐ
100 50 25
W. Leghorns ...$10;25 $ 5.50 $2.90
W. L. Tullets 22.00 11.50 0.00
W. L. Cockerels .... 3.00 1.75 1.00
Barred Rocks 11.75 0.25 3.25
B. R. Pullets B. R. and N. H. 17.00 9.00 4.75
Cockerels 10.09 5.25 2.76
New Hampshires 11.75 6.25 3.25
N. Hamp. Pull .... 17.00 9.00 4.75
100% I.ive Arrival Guaranteed.
Pullets 98% accurate
HAMBLEY R.O.P. Sired Chicks.
Our Portage and Brandon Hat-
cheries will produce only R.O.P.
Sired Chicks for 1941.
Effective Mixed Sex Cullets
May 10 100 50 100 50
W. Legs......$13.25 $0.50 $25.00 $12.1»
B. Rocks .... 13.75 7.25 21.00 10.78
R. I. Reds ...14.50 7.75 23.00 12.00
B.R. Cockls.. 11.00 5.75 Pullets 98%
W.L. Cockls..... 4.00 2.25 Accurate
J. J. HAMBLEY HATCHERIES
WinnipeR, Brandon, I'ortajfe, Dauphin
Notice of Annual Meeting
Riverton, Man., May lOth, 1941.
Dear Sir and Madam:
Tihe annual 'meeting of the shareholders of the
Riverton Co-operative Creamery Association Limited
will be held in the Riverton Community Hall, Tuesday,
May 20th, 1941, at 2 o’clock p.m. Mr. John W. Ward
will be present at this meeting and it is to be hoped
that as many shareholders as possible will attend.
Yours very truly,
A. Lárusson
(Sec’y. Treas.)
* Refreshments served after meeting.
D.A.—For Convenience
and Economy
An EATON DEPOSIT ACCOUNT has these notable ad-
vantages:—
1. Special values advertised “No. C.O.D. Phone
Orders” may be ordered by phone or mail.
2. D.A. parcels go out paid — no waiting at
home to pay for a C.O.D. parcel.
3. Each month you get a D.A. statement show-
ing exactly what you bought—exactly how
much you still have on deposit. And the cash
balanoe in your D.A. earns interest.
For further information consult the D.A. Office, Third Floor
^T. EATON C°„™
WINNIPEG CANADA