Lögberg - 22.01.1942, Side 1

Lögberg - 22.01.1942, Side 1
Viðhorf Kínverja gagnvart stríðssókninni SEX VIKNA SÓKN JAPANA GEGN SAMEINUÐU ÞJÓÐUNUM Nú hefir stríðið við Japani staðið yfir i meir en sex vikur; altaf kemur það greinilegar í ljós hversu miklum her og herafla þeir hal'a á að skipa; þeir eru alstaðar í isóknaraðstöðu; Hong Kong er fallin, Manila er fallin og Singapore er í alvarlegri hættu, en það sjóvígi ver Netherlands East Indies, Indland og Ástralíu, og frá Singapore myndu sameinuðu þjóðirnar ’hefja gagnsókn sína þegar til þess kemur. Og hvað kemur þá fyrir, ef Singapore fellur? Hvaðan ætla )þær þá að ná thöggstað á Japönum? Gegnum Burma og Kína Sameinuðu þjóðirnar gætu komist að Japönunum gegnum Burma og K'ína. Kina cr sá þrándur í götu, sem Japönunum héfir ekki tekist að ytfirbuga á Hálfu fimta ári, og eini sijgur- geislinn, sem að austan hefir komið síðan 7. desmeber, er 'hinn nukli sigur Kinverja við Chang- sha. Síríðið í Kína snerlir alla Japanir hafa háð grimmúðlegt árásarstrlíð á hendur Kínverjum i mörg ár; fæstir hafa veitt stríði l>essu inikla eftirtekt; staða- nöfnin, sem komu í fréttunum voru svo annarleg og erfið að koma tungunni að þeim, svo var þetta hinu megin á hnettinum, <>g mörgum hefir ef til vill fund- ist eins og Mr. C'hamberlain fansl nm Czechoslovakíu 1938: “Þetta er deila í fjarlægu landi milli fólks, sem eniginn þekkir.” Nú skilst okkur betur -að öryggi hverrar einustu þjóðar á hnett- inum er undir því komið að engri þjóð leyfist að vaða uppi nieð ytfirgangi og óbilgirni. AI- þjóðalög og alþjóðafrið verður að vernda hvar sem þeim er hætta búin. Nú skilst okkur Betur að ineð hugrekki og seiglu hafa Kínverjar ekki einungis harist fyrir sínu eigin frelsi þessi 2 ár, heldur og fyrir okkur, sem i Ameriku búum. Siríðið grípur inn í okkar daglega líf Japanir hafa nú gert árás á l>essa heimsálfú; höfin megnuðu ekki að vernda okkur. Athafnir þeirra hafa þegar gripið óþyrmi- lega inn í okkar daglega láf; margar nauðsynjar, sein við alt- a,f höfum talið sjálfsagðar, verða nú skamtaðar eða fást alls ekki, sökum þess að þær koma frá þeiin löndum sem Japanir eru <»ð brjóta undir sig, má þar til nefna gasolíu, tin, togleður, hrydd, hrisgrjón, te, ýins meðul, °- s. frv. Bretaveldi, Bandarík- ln. Hollendingar og Kínverjar hafa tekið höndum saman til að stöðva ræningjana, en nú kemur 1 Ijós að þeir eru miklu sterkari en fólk alment gerði sér grein fyrir, og hvað héfði þá komið f.Vrir ef Kínverjar hefðu gefist UPP 1936 eða 1937? Ef Kínverjar hefðu gefist upp Ef að Kínverjar hefðu gefist UPP og gengið Japönum á hönd, l)a hefðu Japanir haft fjögur friðarár til þess að skipuleggja °8 hagnýta sér hin feykilegu núttúrugæði og auðlindir Kína; þeir myndu hafa haft fjögur riðanár til þess að byggja upp her sinn og auka hergagnafram- ,e*ðsluna í sinu eigin landi; allur sa herbúnaður, sem eyðilagður hefir verið í stríðinu við Kina Va>ri enn i höndum þeirra; þvi ^ikla herliði, sem þeir verða að i Kína myndi þeir hafa Setað beitt gegn okkur. -*Við efðum þurft nú margar miljón- lr hermanna og ógrynni her- gagna til þess að verja Indland, Ástraliu, Philippine-<eyjarnar, Hawaii-eyjarnar — og jafnvel Canada og Bandarikin. Hálft fimta ár hörmunga og kvala Sem betur fór fyrir okkur, þá héldu Kínverjar uppi hreystilegri vörn og hafa gert skæðar gagn- sóknir, svo Japanir hafa orðið að undirhalda stöðugt þar í landi um miljón manna her. Allar stærstu borgir i Kína og strand- fylkin féllu í hendur óvinunum og sumar hersveitir Kinverja voru strádrepnar — talið er að um tvær miljónir kínverskra hermanna séu fallnir; fólkið fluttist í þúsundatali frá austur- fylkjunum til vesturs — sá mesti mannflutningur, sem sögur fara af. Þjóðin hefir gengið i gegn- um óumræðilegar hörmungar þessi ár; fólkið hefir verið pínt og drepið af Japönunum; hung- ursneyð og drepsóttir hafa geys- að um landið, en samt gáfust þeir ekki upp. Hinum mikla foringja, Chiang-Kai-shek, tókst að sameina þjóðina í frelsisbar- áttu hennar; hún hélt áfram að berjast og barðist ein þangað til 7. des. 1941, að Japanir réðust á Vesturálfuna. Hvað gerðum við? • öll þessi ár, sem kínverska þjóðin barðist upp á líf og dauða. ekki einungis fyrir sjálfa sig, heldur óbeinlínis fyrir okkur, senduin við henni litla sem enga hjálp. Hinsvegar sendum við ógrynnin öll af járni, stáli og gasolíu til Japana í skiftum Ifyrir silki, appelsinur, leikföng og aðrar vörur þeirra. Það var um að gera að sefa ræningjana, svo að þeir létu okkur í friði. Á tímabili var jafnvel Burma- brauitinni lokað, eina veginuin, sem hægt var að senda vörur eftir til Kína. Átök sameinuðu þjóðanna Hinum sameinuðu þjóðum er nú orðið fullkomlega ljóst hvað mikla þýðingu Kína hefir í stríð- inu. Á raðstefnunni i Wash- ington var Chiang-Kai-shek fal- in æðsta herstjórn, ekki einungis í Kina, heldur i Thailand og Indo-China, þegar til árásar kem- ur á þau lönd. Chiang hefir 5 miljón manna her og 12 miljón manna varalið. Hann hefir þeg- ar sent nokkrar hersveitir til Burma, því það er lifsspursmál að verja Rangoon-Chungking veginn eða Burma-brautina svo- nefndu. Bandaríkjamenn hafa og all-öflugan lofther þar, sem hefir skotið niður mikið af árás- arflugvélum Japana. Chiang hefir og ifylkt talsverðu liði á landamærum Indo-China; er það talið eitt bezta ráðið að draga úr sókninni á Singapore, að ráðist yrði á Thailand og Indo-China, ef hægt væri að koma þvi við. Víst er um það, að ekki mun standa á Kínverjum og foringja þeirra að gera alt sem í þeirra valdi stendur til þess að koma Utanríkisráðherra Islands lœtur af embœtti Samkvæmt bréfi, er hr. Ás- mundi P. Jóhannssyni barst á mánudaginn frá vini sínum í Washington, D.C., dagsettu þann 15. þ. m., lét utanríkisráðherra íslands, hr. Stefán Jóhann Stef- ánsson af embættti þann 8. yfir- standandi mánaðar. Orsökin talin að vera sú, að meiri'hluti stjórnarinnar afgreiddi samþykl gegn verkföllum og verkbanni, en slíkri ráðstöfun mun hinn fráfarandi utanríkisráðherra, sem jafniframt var félagsmálaráð- herra, hafa verið andvígur. Hr. Stefán Jóhann Stefánsson, átti sæti i samvinnustjórn Hermanns Jónassonar af hálfu Alþýðu- flokksins. --------V-------- Singapore í alvarlegri hættu Síðastl. viku voru Ástralíu hersveitir sendar til vigstöðv- anna á Malaya-skaganum, sér- staklega þjálfaðar til þess að berjast í villiskógum og í landi eins og þarna er um að ræða, og í fyrstu virtist mótstaðan gegn Japönum styrkjast, en nú herma síðustu fregnir að Japanir séu aðeins 60 mílur norður af Singa- pore að vestanverðu, en 75 mílur að austan. Her *frá Thailand hefir nú slegist í lið með Japönuin Stöðugar loftá- rásir eru og gerðar á Singapore, en nú virðist sein nokkur flug- vélaliðsauki hafi komist þangað, og hafa alls 41 af flugvélum ó- vinanna verið skotnar niður á þe«sum stöðvum. --------V-------- Mozhaisk í höndum Rússa Rússum miðar altaf áfram jafnt og þétt gegn Þjóðverjum. Á þriðjudaginn náðu þeir aftur Mozhaisk-borginni, sem er 57 milur vestur af Moslcva. Sagt er að á þessum stöðvum hafi verið 100,000 þýzkra hermanna, og verður nú lið þetta sennilega að hörfa til baka til Smolensk, tii þess að það verði ekki króað inni. Kuldinn var 25 gráður fyrir neðan zero meðan að orust- an um borgina var háð. Ekki er hægt að kalla sókn Rússa leiftursókn; Þjóðverjar hafa mikið mótstöðuafl og enn hafa þeir eins stórt landflæmi á Rúss- landi eins og Þýzkaland er að stærð, og síðustu fréttir herma, að þeir hafi aftur náð Theodosiu á Krímskaganum í sínar hendur. --------V-------- Halfaya gefst upp Bretar er nú búnir að hreinsa út hið síðasta af hinum þremur virkjum á Lybíu-sitrönduin, sem þeir skildu eftir i höndum óvin- anna þegar þeir ráku flótta þeirra vestur til Agedabiu. Þeir tóku Halfaya á laugardaginn, og 5,500 fanga. Aðal-herirnir eru 300 mílur vestar, við E1 Agheila; þar hefir lítið gerst sökum óveðra. óvinunum á kné. Um það leyti að hinar sameinuðu þjóðir kom- ast í sóknaraðstöðu má reiða sig á það, að Rinverjar hefja sam- stundis hliðsókn á 2500 mUna viglinu í Kína og þungi hinnar 450 miljóna þjóðar mun ekki hvað sizt ráða niðurlögum hinn- ar æðisgengnu japönsku þjóðar. CKurchill forsætisráðherra og frú í heimsókn hjá Lady Aátor —Courtesy National Home Monthly Forsœtisráðherrann í Burma tekinn til fanga Brezk yfirvöld þafa hnept for- sætisráðherra U Saw í Buuna i varðhald. Hann er sakaður um að hafa stofnað til samsæris nieð Japönum með það fyrir augum að koma landi sínu og þjóð undir jfirráð þeirra. í Burma eru 14,000,000 manna. U Saw var í heimsókn á Eng- landi síðastl. nóvemher, i þeim tilgangi að fá sjálfstjórnarrétt fvrir Burma; þegar það mistókst fyltist hann hatri'gegn Bretum. Uppljósast hefir að U Saw hefir verið i sambandi við japönsku stjórnina siðan striðið brauzt út ö|g var þvi ekki um annað að gera en að taka hann úr umferð. --------V-------- ÞJÓÐVERJAR TAKA AÐ SÉR STJÓRN ÍTALSKRA SKIPA Brezka útvarpið flutti þá fregn á þriðjudaginn, að itölsk hern- aðarvöld hefði gengist inn á það, að Þjóðverjar tæki að sér stjórn ítalskra skipa í Miðjarðarhafinu; er búist við, að öxulrikin hefji þá og þegar innrásartilraun á Malta úr lofti o(g á sjó samtímis, og Þjóðverjar treysti sér betur fyrir skipastjórn en hinum itölsku bandamönnum sinuni. v -------v-------- ÞÝZKUR HERSHÖFÐINGI LÁTINN Field Marshall Walter von Reichenau, sá er hafði æðstu herstjórn í sókninni i úkraníu fékk slag, sem leiddi hann til dauða, eða svo segja Þjóðverjar. Aðrir hafa grun um það að eitt- hvað óheilnæmt sé á seiði í her- búðum Þjóðverja, og sé ekki ó- líklegt að einhver hafi stytt hon- um aldur. --------V-------- CHURCHILL KOMINN HEIM Churchill komst heim heilu og höldnu á laugardaginn. Hann fór flugleiðis frá Bermuda. Tek- ist hafði að leyna alveg ferða- áætlun hans og bjuggust flestir við að hann myndi ferðast á herskipi. ÞREMUR KAUPFÖRUM SÖKT UNDAN STRÖNDUM AMERÍKU Af völdum hins síaukna kaf- bátahernaðar, hefir þrem kaup- förum nýlega verið sökt tiltölu- lega skanit undan strönduin Ameríku. Flotamálaráðuneyti Banidaríkjanna hefir tilkynt, að sérstakar varúðarráðstafanir hafi þcgar verið gerðar til þess að vinna bug á þessum óvinafagn- aði. --------V-------- SAMBANDSÞING KEMUR SAMAN Á NÝ í dag kemur sambandsþingið i Ottawa saman til funda á ný. Nýjustu fregnir frá Ottawa herma, að víst inegi telja, að i stjórnarboðskapnum verði gert ráð fyrir því, að látin verði fara f r a m alþjóðaratkvæðagreiðsla (referenduin) um herskyldumál- ið. —--------y-------- LOFTHER BRETA HERÐIR Á SÓKN f þrjár nætur samfleytt hefir brezki loftherinn veittst að þýzk- um hafnarborgum, og orsakað gifurlegt eignatjón; nú siðast var það flotastöðin Emden, er varð harðast úti, og er það staðhæft, að svo hafi þar alvarlega kvikn- að í oliugeymum af völdum brezkra sprengjuárása, að log- arnir hafi sézt úr fimtiu mína fjarlægð. --------v-------- HERTOGINN AF CONNAUGHTLÁTINN Á föstudaginn 16. jan. lézt hertoginn af Connaught 91 árs að aldri Hann var sonur Victoríu drotningar. Hann var landstjóri Canada frá 1911—1916. --------V-------- Flugvél ferst Sitór fólksflutninga-flugvél rakst á fjall í Nevada-ríkinu á laugardaginn. Um borð voru 21 farþegi og fórust allir. Carol Lombard kvikmvndastj arnan fræga var farþegi og var á heim- leið frá Indiana, þar sem hún var nýbúin að selja 2,500,000 dollara virði af veðbréfum til arðs fyrir stríðssóknina. Mikilsvar ðandi fundur stjórnmálamanna Um þessar mundir stendur yfir í borginni Rio de Janeiro Ifundur stjórnmálamanna, sem ætla m-á að hafi viðtæk áhrif á stríðssóknina; fundinn sitja ut- anríkisráðherrar allra amerískra þjóða, en til hans var kvatt fyrir a t b e i n a Bandaríkjastjórnar. Bandarikin hafa krafist þess, að ameríska þjóðasambandið, Pan- American Conference, slíti nú þegar fulltrúasamböndum við öxulríkin þrjú, Þýzkaland, Japan og ítalíu, og segði þeim skil- yrðislaust strið á hendur; þetta hafa nú þegar flestar hinar ame- rísku þjóðir gert, að undantekn- um Argentínu og Chile; einkum sýnist þó Argentína örðug viður- eignar í þessu efni, enda er það vitað, að þar í landi hefir í háa herrans tið verið mikið um á- róðursstarfsemi af hálfu þýzkra stjórnarvalda. En nú herma fre|gnir á miðvikudagsmorgun- inn. að Bandaríkin muni láta skríða til skarar, og krefjast þess, að þessai* tvær þjóðir vegna öryggis vesturhvels jarðar, hætti öllum mótþróa, og undirskrifi sameiginlega varnaryfirlýsingu. —----—V--------- BIÐST LAUSNAR FRÁ EMBÆTTI Hans háæruverðugheit, Cosmo Gordon Lang, erkibiskup af Kantaraborg, hefir beiðst lausn- ar frá embætti frá 31. marz næst- komandi að telja; hann er lið- lega 77 ára að aldri. —------V-------- MÓTFALLINN VÍNBANNI Prestafélag Torontol>orgar hef- ir farið þess á leit við stjórn Ontariofylkis, að tekið yTrði fyrir vínsölu innan vébanda fylkisins, að minsta kosti ineðan á stríð- inu stæði; kröfu þessari hefir Hepburn forsætisráðherra nú iformlega synjað, og telur það alt annað en æskilegt, að vin- smyglunarplágan verði innleidd á ný í fylkinu, því svo hefði hún alvarlega grafið þar um sig á dögum vínbannsins.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.