Lögberg - 22.01.1942, Blaðsíða 3

Lögberg - 22.01.1942, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 22. JANÚAR, 1942 3 land. Þetta tiltæki skaut öllum góðum fransmönnum skelk í bringu, og þar á meðal Voltaire Undir eins og stjórnin í París varð þessa vör, var bókin bönn- uð og fyrirskipað að brenna hana, hvar sein hún fyrirfyndist, hún var kölluð “hneykslanleg”, andstæð trúarbrögðunum, góðum siðum og virðingu fyrir vald- stjórninni. Nú sá Voltaire að hann nuindi bráðlega verða settur í Bastill- una, en þangað langaði hann sizt af öllu að koma. Hann tók því það til bragðs að flýja sem fljótast úr borginni, og notaði tækifærið til þess að strjúka með annars manns konu, sem hann hafði verið í ástahralli við áður. Þessi kona var markgreifainna Du Chatelet. Hún var 28 ára gömul en Voltaire um fertugt. Hún var hámentuð kona, og hafði getið sér sérstakt frægðar- orð sem stærðfræðingur. Hún hafði þýtt Nevvtons kenninguna á frönsku, og skrifað margar skýringar og athugasemdir við |»á kenningu. Hún stóð næst tii að fá heiðursverðlaun háskólans fyrir ritgjörð í eðlisfræði; hún var alls ekki líkleg til að vera i hópi þeirra kvenna sem strjúka frá heimi'li sínu, með elskhuga sínum. En greifinn var gamal! og daufur, en Voltaire var að- laðandi. Hann endurgalt úst hennar með innilegri aðdáun. Þau settust að á óðali hennar í Ciroy. Greifinn var lengst af við herinn; honum þótti það eins og nokkurs konar griðastaður fyrir sig, frá þessum sífelda stærðfræðis og eðlisfræðis heila- brotum konu sinnar, svo hann hafði ekkert á móti þvi þó Vol- taire væri hennar annarar hand- ar maður. Hún hafði verið gift þessum aldraða greifa, til að tengsla saman ættgöfgi og anð. Hún var ung og lifsglöð, og hafði heita þrá til æfintýra og ásta, auk þess þótti það i þá daga lítið eða ekkert siðferðisbrot, þó kona í hárri stöðu tæki sér annan elsk. þnga, ef það var gert á þann hátt sem hræsni aðalsfólksins kallaði eðlilegt, þar sem hún hafði ekki einungis valið sér elskhuga, heldur og genius, þá datt eng- um i hug að ásaka hana fyrir það. — (Framh.). --------V-------- DáNARMINNING Fimtudaginn 18. desember andaðist Sigriður Sigurðardóttir Arnason á heimili Ingimars ólaf- sons, frænda síns, þar sem hún hafði dvalið all -inörg síðustu ár- 'n. Hún varð bráðkvödd, hafði þar á undan virst vera eins frísk (>« áður. Sigriður sál. fæddist í Eyja- Hirði 20. jan. 1853. Hún var 'nóðursvstir Ólafsons-systkin- anna i Brown-bygðinni í Mani- toba Eiginmaður hennar, Jó- hannes Árnason dó fyrir 20 ár- Urn siðan og hafði hún ávalt síð- an dvalið á vegum systurbarna s'nna, og oft verið bústýra á heimili yngstu ólafsons-bræðr- anna, sem var heimili foreldra þeirra þar i bygð. Sigríður var aldrei mjög sterk en altaf hafði hún fótavist. Sigriður var góð kona og vel 'netin í bygð sinni. Dugleg var hún og ástundunarsöm við sín störf. Og mátti með sanni Segja, að trúmenska auðkendi ^amkomu hennar ávalt. Húu 'ar trúuð kona og trúrækin. Síð- Ustu árin, þó að hún væri orðin SVo hnigin að aldri og væri fötl- l'ð, svo að það var henni mjög orfitt að ganga, sótti hún guðs- þjónustur í Brówn stöðugt. Jarðarförin fór fram á Þor- 'áksdag (23. des.) frá heimilinu Þar sem hún hafði dvalið, og þar Sem hún andaðist. Var dagur- 'nn dýrðlegur og fagur og veður- J'ða mikil þó á þessum tíma ^l1eri- Dylgdi stór hópur hins ís- enzka bygðarfólks henni til krafar, og vottaði henni, ef ekki einlinis þá minsta kosti ólrein- nis, þakklæti sitt og vinarhug. ra Haraldur Sigmar jarðsöng. Gyðinga spursmálið Eg þýddi grein fyrir nokkru eftir konu i Bandaríkjunum, sem hafði, eftir nána viðkynning við Gyðinga, fundið hjá þeim svo mikla kosti og göfuglyndi, að hún fann sig í þakklætisskuld við þá. Tilgangur hennar mun hafa verið sá, að koma vitinu fyrir það fólk, sem þrungið er af óvild og ofsóknaranda gegn Gyð- ingum, en í lok greinarinnar virðist hún vondauf um árangur- inn, því henni mun það ljóst, að það sé ekki miklu viti til að dreifa hjá þeim, sem láta flekast af kviksögum og rógburði um Gyðinga. Nú hefi eg þýtt aðra grein um Gyðinga spursmálið, eftir Gyð- ing, Lewis Browne, sem er höf. hinnar víðlesnu bókar “This Believing World.” Höfundurinn bendir á leið til lausnar á þessu spursmáli, sem eg hygg að sé heilbrigð og myndi gefast vel ef eftir henni væri farið. Mér finst ekki ástæðu- laust að þetta mál sé rætt í ís- Jenzku blöðunum, því eg hefi rekið mig á að andúð og næstum því Ihatur á Gyðingum er að gera vart við sig hjá okkar þjóðflokki hér. Mér hefir sárnað meir en Jítið að nokkur af okkar fólki skyldi sýkjast af þessari andlegu pest, sein í seinni tíð á upptök sín hjá erkimorðingjanum Adolf Hitler. í bók hans “Mein Kampf” er hrúgað upp heimskulegum og staðlausum ásökunum á Gyð- inga, en á hinn bóginn fárán- legum fullyrðingum um yfir- burði hinna hreinu “arísku” Þjóðverja Rússar kveður hann að naumast geti talist manneskj- ur; þeir séu “sub-human.” (En svo skeður það undur, að þessir hreinu “Aríar” Jlitlers eru nú á flótta undan þessum rússnesku ómennum). Eg ætla að endingu að minnast tveggja Gyðinga, sem voru uppi fyrir nærri 2000 árum. Annar var talinn að vera kominn af Davíð konungi i föðurætt. Hann flutti boðskap bræðralags. “Elska skaltu náunga þinn eins og sjáLfan þig.” Og þetta: “Eins og þér viljið að mennirnir breyti við yður, eins skuluð þér breyta við þá.” Hinn Gyðingurinn hét Páll og ritaði einn hinn dýrð- legasta lofsöng um kærleikann, sem til er i bókmentum heims- ins. (13. kap. Fyrra Kortintu- bréfsins). Eg hygg að ef menn tækju kenningar þessara fornu Gyðingo alvarlega og breyttu eftir þeim, þá myndi það ekki einungis leysa úr Gyðinga spursmálinu, heldur einnig úr mörgum öðrum vand- ræða spursmálum í þessum skrykkjótta heimi, sein við bú- um í. Friðrik Sivanson. HVAÐ GETA GYÐINGARNIR GERT? Eftir Lewis Browne. Eins og margur annar Gyðing- ur get eg sagt að sumir af mín- um beztu vinum eru “Gentiles” og þeir spyrja mig iðulega: “Hvað ætlið þið Gvðingar aö gera?” Gyðingarnir í Þýzkalandi og Austurriki eru kaffærðir í blóði haturs og ofsókna. Þeir sem búa í ftalíu eru í hættu. Nazistar og Bandamenn þeirra eru að verki í öðrum löndum, sem þeir ná til með háværum hótunum um að hundelta okkur alla leið inn í “Ghetto” kviarnar — eða í gröf- ina. Hvað ætlið þér Gyðingar að gera? Eg vildi að einhver af oss vissi það. Á miðöldunum þjöpp- uðum við okkur i kös innan “Ghetto” veggjanna þangað til stormurinn var farinn fram hjá. Við leituðum skjóls í vorum forna átrúnaði og reyndum að li'fia voru lífi á vorn eigin hátt. Gyðingdómurinn var þá meira en sérkredda — hann var þá heil- steypt, yfirgripsmikil þjóðmenn- ing. Alt þetta er horfið. Vér getum ekki lengur sniðið líf vort úr eigin efnum. Vér eruð ekki svo mjög sjálfkjörnir Gyðingar — heldur fremur ósjálfráður utan- veltu flokkur, sem er talinn í andstöðu við Gentiles. Miljónir af okkur þekkja ekki lengur siði feðra vorra og aðrar milj. fólks vors álíta að siðvenjur feðra vorra og venjur séu úreltar og ógeðfeldar. Vér höfum verið að segja okkur sjálfum, að Gyð- ingahatur eins og kólera og aðr- ar fornar plágur, myndi fljótlega hverfa. Flestir af oss hafa alist upp meðal “Gentiles”; nú rekum við okkur á, að það er verið að reka okkur út. Eigum við að stofna eigin þjóðfélag? Zíonistar reyndu það í Pale- stinu. Á skeminra en 20 árum breyttu þeir pestar óræktarlandi í akra og aldingarða og fluttu menning inn i landið; en síðast- liðin 2 ár hefir xerið róstusamt á landinu helga. Gyðingarlnir kenna Aröbum um — Arabar Gjrðingum, og Bretar ásaka ítali — en það ei ekki aðalatriðið. Það sem skift- ir mestu máli er það, að 400,000 Gyðingar í staðinn fyrir að finna nýtt líf í Palestínu, þá er þeim hótað skjótum dauða. Jafnvel i Palestínu finnum vér að vér erum óvélkomnir. Jafnvel þó við fengjum alla Palestdnu, gætum vér ekki kom- ist fyrir þar; flestir af oss kæra sig ekkert um að reyna það; flestir af oss vilja vera þar sem vér erum, vegna þess að þar finnum við oss heima. Ef að levfi fengist, myndi 90 o/0 af þýzkum Gyðingum hverfa aftur 'til Þýzkalands tafarlaust, þrátt fyrir raus Hitlers, þá er Þýzka- land heimaland þeirra. Hinn ameríski Gyðingur hefir óendan lega meira sameiginlegt með amrískum “Gentiles” heldur en hann hefir með frönskum Gvð- ingum. Aðeins einféldningar ímynda sér að Gyðingar séu allir sam- einaðir. Athugið oss líkamlega. Sumir Gyðingar eru dökkir, sum- ir ljósir sem Sviar, sumir eru hreinir svertingjar, sumir Hindú- ar. Edward G. Robinson er stutt- ur, dökkur, líkist Mongóluin i út- liti. Melvyn Douglas er hér, l.iós- hærður og líkist Norður-Evrópu manni; báðir eru kallaðir Gvð- ingar. Frá kynflokks sjónar- miði eru þeir ekkert skyldari heldur en Persakeisari og her- toginn af Windsor. Sýnilega er of seint að aðskilja þennan hrærigraut og bvggja vort eigið land. Vér hljótum að verða á dreifingu. Ef það væri nokkur heilbrigð hugsun í þessari útilokunar her- ferð gegn oss, myndum vér reyna að finna ástæður fyrir henni og uppræta þær, en það er, því mið- ur, engri hugsun til að dreifa. Vér stöndum andspænis þykkum mekki af fordómum. Það er sagt: “Gyðingar er yfirlætismenn, hrokafullir, sam- heldnir, höfðingjasleikjur, auð- ugastir kapítalistar; þeir eru kommúnistar; þeir eru snikju- dýr millistéttanna; þeir eru hættulegir verkamanna æsinga- menn.” Fjarri er mér að gefa í skyn, að vér séum svo gallalausir, að vér gætum ekki staðið til bóta. Þvert á móti, þegar eg lít yfir initt fójk, þá skil eg vel hvers- vegna einn Rabbini skilgreindi “Anti-Semíta” sem “menn sem fordæmdu Gyðinga meira en er alveg nauðsynlegt,” þvi við verð- skuldum nógsamlega dóma og aðfinslur. Með alla þá spámenn, skáld, listamenn og vlsindamenn, sem ihjá oss hafa fæðst, þá ættum vér að vera orðnir einhvers virði þegar hér er komið; en í staðinn fyrir það, þá höfum við vorn skerf af heimsku og varmensku Vér getum líka verið óþokkar og hrottar, — það er ekki til neins að neita ásökuninni að vér Gyð- ingar erum mannlegar verur — og þó erum vér einhvern veginn aðskildir. Er það af því að vér höfum önnur trúarbrögð? Það gildir ekki lengur um marga af oss. Eins og svo margir, sem ekki eru Gyðingar, höfum vér einnig lent inn í sjó af trúleysi — en það hefir ekki bjargað oss frá útilokun. Á þýzkalandi gengu margir Gýðingar í kristnar kirkj- ur, en það hefir ekki bjargað þeim frá ofsóknum. Eins og einn þeirra sagði við mig nokkru áður en hann stytti sér aldur: “Eg er dæmdur maður. Til kristinna manna er eg Gyðingur — til Gyðinga er eg kristinn. Eg á hvergi heima.” Eigum vér að breyta um at- vinnu? Það er stundum fundið að okkur að vér séum ekki bændur. En ef vér eruin þæfari fyrir starf í borgum, þá ætti að hvetja oss til að vinna við það, sem vér eruin hæfastir fyrir. Góður bókhaldari er þarfari en lélegur bóndi. Það er satt, að Gyðingar hæn- ast að vissum sviðum atvinnu- Qífsins. Vér erum t. d. hlutfalls- lega fjölmennir við kvikmynda- iðnaðinn, en svo eru ítalir t. d. við vínbrugg, Armenar við mottuiðnað. Vér Gyðingar virð- umst hafa talsverða hæfni við fatagerð, læknisfræði, lögfræði og hljómlist — vér erum fjöl- hæfir; en er það nokkur synd? En svo er knnske sagt, að það sé ekki atvinnan, heldur það, hvernig vér rækjum hana, sem fundið er að — vér séum áleitn- ir, vér séum sniðugir — í stuttu máli, vér séum ekki prúðmann- legir. Það er ómögulegt að neita þvi að vér erum óvenjulega háspent- ir og metnaðargjarnir, en vér vitum að vér höfum við andúð og tálmanir að etja — stöndum illa að vígi í samkepninni. Marg- ar iðnaðarstofnanir, lögfræðinga- félög og háskólar hafa Gyðinga út undan. Auðvitað geta sérstaklega hæf- ir Gyðingar brotist i gegnum tálmanirnar, en þeir verða að vera afburða hæfileikamenn. Þess vegna erum vér svona á- leitnir — vér skiljum að vér verðum að vera tvöfalt betri en sá sem er ekki Gjrðingur eða vinna helmingi harðar til að komast háQfa leið á við keppi- nauta vora. Þetta fer í taugarn- ar á fólki, sem vér búum með og bakar okkur óvild. En er þetta oss að kenna? Vér Gyðingar sem Gyðingar, getuin ekkert gert við þessu. Vér erum litill minnihluti. Vér getum að- eins orðið fyrir áhrifum — vér verðum að haga oss eftir því sem við oss er gert. Ef að Gyð- ingaspursmálið á nokkurn tima að leysast, þá verða “Gentiles” að leysa úr því. Hvernig? Bara með því að gleyma því að vér séum Gyðingar, en muna það aðeins að vér erum mannlegar verur. Látið oss í friði, og vér mun- um eftir hæfilega langan tima hætta að vera til. Hvar sem vér höfum verið minst hundeltir, þar höfum vér haft mesta hneigð að hverfa. Það virðist nokkuð almenn skoðun, að vér blöndumst aldrei ifólki, sem vér búum innan um. Þetta er algerlega rangt. Ein sönnunin fyrir þvi er hinn afar margbreýtilegu líkamseinkenni vor. Þegar Jesús var uppi, voru að minsta kosti miljón Gyðingar i Egyptalandi. Eftir þrjár aldir vottaði naumast fyrir nokkrum Gyðing þar. Á svipaðan hátt var farið stór- um hóp Gyðinga, sem flutti til Kína á síðari miðöldunum. Þeir hurfu í kínversku þjóðina. Á ítaliu, sem áður fyr var eitt fjölmennasta heimkynni Gyð- inga, eru aðeins 40,000 taldir nú. Voru þeir reknir burt? Var þeini slátrað? Þvert á móti. Vegna mann- úðarstefnu páfanna á miðöldun- um, þá var ítalía tiltölulega um- burðarlynd gagnvart Gyðingum, og árangurinn varð sá, að Gvð- ingarnir sameinuðust þjóðinni. Eitt er víst. Ofstdtnir megna ekki að eyðileggja oss. Ofsókn- irnar megna aðeins að framkalla það versta í oss — og yður. Það sem mest þörf er á, er ákveðin hlýleg, bróðurleg um- gengni og samvinna — ekki að- eins umburðarlyndi. Með þessu meina eg fúsleika að viðurkenna Gyðinginn sem mannlega veru, hvorki betri eða verri, eða á nokkurn hátt grundvallarlega öðruvisi en þér eruð sjálfir. Eg skil vel að þetta er stór krafa, þegar litið er á alla þá fordóma og óvild á einu og öðru, sem mannanna börnum er með- ifætt. En ekkert minna dugar til að leysa úr þessu spursmáli endan- lega. Ef að sumir vilja kúga og myrða oss, þá geta þeir slopp- ið með það um stund, en þegar til lengdar lætur, mun það eyði- leggja þá sjálfa. Þeir fara þá að ofsækja hvern annan. Pro- testanti gegn katólskum — inn- fæddir gegn útlendingum — maður á móti manni. _ Vér erum i vonlausum minni- hluta. Því þá að spyrja oss: Hvað ætlið þér Gyðingar að gera? Rétta spurningin er: Hvað hafið þér “Gentiles” i hyggju? Þýtt af F. Swanson. --------y--------- Islenzkur skipátjóri heiðraðar Fyrir skömmu var ungur ís- lenzkur skipstjóri, Páll Aðal- steinsson, sæmdur brezku heið- ursmierki (M.B.E.) fyrir fræki- lega björgun, hugprýði og dirfð. Atvik að þvi voru þessi: Togarinn “The Ness” frá Grimsby, sem Páll var skipstjóri á, var í skipalest, er þýzkar flugvélar bar þar að. Réðust þær á skipaflotann og hæfði ÓFRIÐURINN MIKLI Skálmöld geysar, skjálfa hallir, skothríð dynur, veldur kvölum. Líftjón hljóta lýðir snjallir — logar eyða glæstum sölum. Harmi sárum heimur fyUist; hraustur hnígur drengur margur. “Fenrisúlfur” óðum tryllist — allra landa heiftarvargur. M. Ingimarsson. sprengja skip Páls, svo að það laskaðist allmjög. Annar togari varð líka fyrir sprengju og tók að sökkva. Flutningaskip frá London, sem var næst, setti þá út bát með sjö mönnum til þess að reyna að bjarga skipshöfn togarans. En veður var svo mikið og sjó- gangur, að báturinn fékk ekki við neitt raðið, og urðu bátverj- ar seinast að flýja upp i hið sökkvandi skip. Þá var það að Pál bar þarna að. Hann afréð þegar að reyna að bjarga mönnunum, því að hinn togarinn maraði þá hálfur í kafi. En menn Páls sögðu, að það væri óðs manns æði; hann mundi aðeins brjóta sitt eigið skip, ef hann legðist að hinu skipinu í þessu foraðs veðri og stórsjó. En Páll svaraði aðeins: “Eg ætla að bjarga þessum mönnum.” Og svo lagði hann skipi sínu síbvrt við hinn sökkvandi togara og gat fest vírkaðli i framstafn hans og haldið honum að sínu skipi á ineðan mennirnir forð- uðu sér. Þegar seinasti mað- urinn var kominn upp á skip Páls lét hann höggva á streng- inn og samstundis sökk togar- inn. En Páll komst með sitt bilaða skip til hafnar, og stóðst það á enduin, að þá var gufu- krafturinn orðinn svo lítill, að toigarinn hefði ekki komist lengra. Páil er kornungur maður, rúnrlega tritugur. Hann er son- ur Aðalsteins Pálssonar skip- stjóra á “Belgaum.” —(Mbl. 11. sept.). Amaranth, Man Akra, N. Dakota Árborg, Man Árnes, Man Baldur, Man Bantry, N. Dakota Bellinsliain, Wash Blaine, Wash Cavalier. N. Dakota Oypress River, Man Dafoe, Sask Edinburg, N. Dakota Elfros, Sask l’oam Laho, Sask Garöar, N. Dakota Gerald, Sask Geysir, Man Gimil, Man Glenboro, Man Hailson, N. Dakota Hayiand P.O., Man Hnausa, Man Husavick, Man Ivanhoe, Minn Ijangruth, Ma.11 Tjeshe, Sask Lundar, Man Minneota, Minn Mountain, N. Dakota Otto, Man Reykjavík, Man Riverton, Man Seattle, Wasli Selkirk. Man * Svold, N. Dakota Tantalion, Sask Upham, N. Dakota Víðir, Man Vogar, Man Westbonrne, Man Winnipeg Beach, Man. . Wynyard, Sask uiiininiiuiHiHiuiiiiitimi1"

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.