Lögberg - 22.01.1942, Blaðsíða 4

Lögberg - 22.01.1942, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 22. JANÚAR, 1942 -----------HöBbcrg----------------------- QeflC út hvern fimtudag af THJ£ COLUMBIA PRES8, IJMXTKD M5 Sargent Ave., Wlimipeg, lUnltebt Utan&skrift ritatjörans: KDITOR LÖOBERQ, 695 Sargent A'-e., Winnipeg. Man. Edltor: EINAR P. JÓNSSON VerC f9 00 um árið — Borglst fyrirfram The “Dögberg” is prlntea and pubUshed by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue, Wlnnipeg, Manltoba PHONE 88 327 Samvinnuátofnanir í Canada Samvinnustarfseminni í þessu landi hefir skilað örar áfram, en margan grunar; þjóðin er ennþá ung, eða að minsta kosti verður naum- ast annað sagt um Vesturlandið; og þegar tekið er fult tillit til allra aðstæðna, svo sem dreif- býlis, og fámennis í heild, verður það alt annað en smáræði, sem á hefir unnist í þessa átt, og er það góðra gjalda vert. Norðurlandaþjóðirnar, einkum Danmörk og Svíþjóð, voru fyrir hernámið, komnar lengst allra þjóða á vettvangi skipulagðrar samvinnu, þó nú sé eigi ólíklegt, að íslenzka ríkið hafi með höndum forustu í þessum efnum. Meðan á landnámi í Vesturfylkjunum stóð, kom þangað margt fóik af Norðurlöndum, er flutti með sér margvísleg menningarverðmæti að heiman, sem sett hafa svip sinn á hérlent þjóðlíf, og er samvinnuhugsjónin þar vita- skuld engin undantekning. Blaðið Toronto Star flutti nýverið íhyglis- verða grein um samvinnumálin í Canada, og er efni hennar slíkt, að það í rauninni varðai allan almenning, því alt, sem miðar til bóta, er að einhverju leyti viðkomandi öllum mönn- um hvernig svo sem þeir kunna að líta á málin og gang þeirra í þann og þann svipinn. Inntak áminstrar greinar fer hér á eftir í lauslegri þýðingu: “Samvinnuhreyfingin, sem í rauninni átti rót sína að rekja til smásöluverzlana á Eng- landi, hefir skotið traustum rótum í þessu landi, þó einkum meðal bændanna. Saskat- chewan gengur í þessum skilningi í farar- broddi; þar eru flest samvinnufélög, hæzt með- limatala, og langmest árleg umsetning í kaup- um og sölum að hætti hinnar skipulögðu sam- vinnu. Ýmsir canadiskir bændur selja árlega alla framleiðslu sína fyrir atbeina samvinnustofn- ana; slíkir bændur flytja alt korn sitt í sam- eignar kornhlöður; alt sláturfé, eða annan bú- pening, sem selja verður, til hlutaðeigandi gripasamlags, og mjólkina til sameignarrjóma- bús. Samvinnuverzlanir hafa víða risið upp, þar sem fjöldi bænda kaupir meginþorra lífsnauð- synja sinna, þeim til verulegra hagsbóta, en ýmsir kaupa alla sína olíu fyrir rekstur dráttar- véla, sem og gasolíu frá sameignar olíustöðv- um. I Nova Scotia, Quebec og British Columbia, eru um þessar mundir starfræktar þrjátíu sam- eignar og samstarfsstofnanir meðal fiskimanna í þessum þremur fylkjum, sem mælt er að dafni vel. I höfuðborginni í Saskatchewan, Regina, er starfrækt fyrirtæki, sem nefnist Consumers’ Co-operative Refineries, Limited, er það hlutverk hefir með höndum, að hreinsa hráolíu og breyta henni í fyrsta flokks gasolíu. Þá er og verið að koma á fót í Sléttufylkjun- um þremur búnaðaráhaldasamlagi, er gengur undir nafninu Canadian Co-operative Imple- ments, Limited, með það fyrir augum, að greiða fyrir bændum viðvíkjandi kaupum á óumflýjanlegustu verkfærum til búnaðarþarfa við eins sanngjörnu verði og frekast má verða. Og nú, svo að segja alveg nýverið, hefir verið stofnað til sameignar húsagerðar hér og þar um landið, auk þess sem stofnuð hafa verið sjúkravistarsamlög við góðum árangri.” Af þessu, sem nú hefir sagt verið, er það auðsætt, hve samvinnustefnan hefir fært út kvíar í Canada upp á síðkastið, og er þess að vænta, að slíkri þróun vaxi frá ári til árs fiskur um hrygg, því oft var þörf, en nú er nauðsyn. Stríðsátökin krefjast samvinnu, og þegar friður kemst á, verður canadisku þjóðinni ekki síður samstiltrar samvinnu þörf! Sjálfsögð nýtni Lögberg hefir birt undanfarandi, og birtir enn, auglýsingar frá War Services ráðuneytinu í Ottawa, því, er Hon. J. T. Thorson veitir for- ustu, þar sem farið er fram á, að almenningur auðsýni sjálfsagða nýtni á hverju því sviði, er stríðssókninni má að gagni koma; fólk er á- mint um, að halda til haga öllum umbúða- pappír, öllum málmbrotum, öllum tuskum og öllum slitnum fötum, sem eigi þykja lengur nothæf; alt þetta kemur að margháttuðum not- um í sambandi við stríðssókn hinnar cana- disku þjóðar, og verður það því að teljast hrein, og bein borgaraleg skylda, að koma öll- um áminstum tegundum á framfæri við þá að- ilja, er fyrir stjórnarinnar hönd, hafa umsjón með slíkri söfnun; þetta verða allir að festa í minni. Tímabœr og heilbngð erindi Eflir prófessor Richard Beck. Pétur Sigurðsson: Sögulegasía ferðalagið. Útgefandi: ísafold- arprentsmiðja, Reykjavík, 1941. Síðan hann hvarf heim til íslands fyrir rúmum áratug, hefir Pétur Sigurðsson kenni- maður verið sístarfandi að íslenzkum félags- málum og mennginarmálum, með ferðalögum og fyrirlestrahöldum víðsvegar um land alt, auk þess, sem hann hefir ritað sæg af greinum um áhugaefni sín í blöð og tímarit. Eru bind- indismálin og trúmálin, á breiðum grundvelli, mikill þáttur í þessari þörfu og þakkarverðu starfsemi hans, en þó má með fullum sanni segja, að hann lætur sér fátt óviðkomandi, sem þjóðinni má verða til aukins þroska og gagn- semdar. í þessu riti eru eftirfarandi erindi, senj Pétur hefir flutt í útvarpið eða við önnur tæki- færi: “Verndarengill lífsins og hinn mikli skaðvaldur þess,” “För óskandans á Helgafell,” “Hugurinn og hjartað,” “Hjartað, heimilið og félagslífið,” “Konan,” “Ættjarðarást og sigur- sælasta vopnið,” “Æska og menning,” og “Að vaxa gegn vaxandi erfiðleikum.” En bókin er tileinkuð konu höfundar í tilefni af tuttugasta og fimta hjúskaparafmæli þeirra. Ekki er erfitt að gera sér grein fyrir því, hvað höfundur telur “sögulegasta ferðalagið,” en það er sjálf lífsferðin, sú ferðin, er við verð- um öll að fara á skeiðsenda, hvort sem hún er löng eða stutt; og hún er þeim mun sögulegri og þýðingarmeiri, þegar sú augljósa staðreynd er í minni borin, að engum leyfist að fara hana öðru sinni, hvernig svo sem ferðalagið kann að hafa gengið. Eins og*heiti erindanna gefa í skyn, fjalla þau þá einnig um það horf við líf- inu og vandamálum lífsins, sem höfundur tel- ur líklegast til einstaklings- og þjóðarþroska, og til einstaklingshamingju og þjóðarheilla. En þetta tvent, hinn sanni þroski og hin sanna hamingja, eru miklu nátengdari heldur en margur sýnist gera sér fulla grein fyrir. Hlutverk það, sem hann hefir valið sér með þjóð sinni, skýrir Pétur í upphafsorðunum að síðasta eríndinu í ritinu á þessa leið: “í fornum íslenzkum bókmentum er svo að orði kveðið, að eldur sé beztur með ýta sonum. Og víst er það, að í köldum heimi er gott að orna sér við eldinn. En hvar sem eg hefi farið með skipum eða járnbrautum, þar sem orka eldsins knýr farartækin, eða eg hefi setið við eldinn í heimahúsum manna, þá hefi _eg tekið eftir því, að altaf þarf einhvern til þess að viðhalda eldinum, að bera brenni á eldinn og sjá um, að logi glatt. — Hér á landi þurftu konur stundum í gamla daga að blása í eldinn, svo að tárin runnu úr augunum á þeim. I brjóstum manna býr einnig eldur, en hann logar misjafnlega glatt, og í hann má einnig blása. Eg hefi valið mér það starf. Það getur kostað erfiði og jafnvel tár, en það er sannreynt, að áhuga manna má efla og glæða, og það er skemtilegt starf.” Sannarlega hefir höfundur þessara erinda því valið sér göfugt og nytsamt hlutskifti, og þau bera því vitni, að honum er bjargföst al- vara með umbótaviðleitni sinni, enda hefir hann á margan hátt sýnt það í verki. Og eins og allir sannir umbótamenn hafa verið og verða að vera, þá er hann fasttrúaður bjart- sýnismaður, en raunsær að sama skapi, því að hann er sér fyllilega meðvitandi þeirra mörgu og miklu erfiðleika, sem verða á vegi hug- sjónamannsins. Djúpstæð trú á sigurmátt hins góða, djarfhuga hugsjónaást, eru meginein- kenni þessara tímabæru erinda; þau eru borin upp af sterkum vandlætingaranda og brenn- andi umbótaþrá; sá hressandi manndómsblær, sem um þau leikur, verður, eins og réttilega hefir verið um þau sagt, “stundum að heil- næmum stormi.” Því fjarri fer að höfundur dragi fjöður yfir það, sem honum þykir miður fara í lífi þjóðar sinnar eða í heimsmenning- unni yfirleitt; annars ætti hann eigi heldur um- bótamannsnafnið skilið. Eðlilega kunna ýmsir að líta alt öðrum augum á þessi mál en höf- undur gerir. Hinu munu fáir verða til að neita, að mikil heilbrigði er í kenningum hans, holt jafnvægi í hugsun, því að öfgarnar, hvort sem er til lofs eða lasts, eru löngum jafnfjarri sannleikanum. “Vonleysið og vantraustið er hinn mikli skaðvaldur lífsins,” segir höfundur, og hann bætir við: “Ef vonin — hinn góði og mikli verndarengill lífsins — varpar ekki ljósi bjart- sýninnar á veginn framundan, verður lítið um sigurvænlegt áræði og framsókn.” Hann tekur undir orð hins djúpsæja skálds (Einars Bene- diktssonar): “Hve verður sú orka öreiga snauð, sem aldrei af trú er til dáðar kvödd.” Sú harmsaga er altaf að endurtaka sig 1 lífj einstaklinga, í félagsmálum og í þjóðlífinu. Hitt veit höfundur þessara erinda einnig ofur- vel, og leggur nauðsynlega áherslu á það, að menn komast ekki upp á Helgafell hugsjóna sinna, nema þeir eigi, samhliða sigurtrú sinni og þroskalöngun, viljann til að klífa hið bratta fjall og fúsleikann og hæfileikann til þess að fórna miklu, svo að þeim áfanga verði náð. Hvað verður um þjóðerni islendinga eítir 50 ár? Eftir Sigurð Einarson, dócent. Af engu höfum vér íslendingar miklast svo mjög, sem af þjóð- erni voru og þjóðlegri menningu. Vanmáttarkend sú, er lekldi af vitund einangrunar og mikillar smæðar, skóp sér mótvægi sitt í stórlátuin hugmyndum um per- sónulegt ágæti íslendingsins um- fram aðra menn, og yfirburði áslenzkra lífshátta umfram það, er msð öðrum þjóðum væri títt. Kjörunum var að vísu ærið þröngur stakkur skorinn, en kynið var hátiginborið í aldir ifram. Hinir frumstæðu búnað- arhættir vorir til sveita voru túlkaðir sem hátindur lífslistar- innar, þeirrar, er ein mætti skapa hina þroskuðustu menn. Gáfur íslendingsins, þær sem birtust í bragsmíðum alþýðumanna og almennri fróðleikshneigð, voru metnar sem æðri tegund vits- muna en hin hagnýta tækni- kunttátta framandi þjóða. Þannig mætti lengi telja, ef rekja skyldi alla þá þráðu, er til skamms tíma voru saman slungnir i sjálfs- mati fslendingsins. En ofar öll- um öðrum þjóðlegum verðmæt- um var hinn ginnheilagi arfur fornra bókmenta þjóðarinnar, sem horið hafði nafn hennar út um viða veröld og skipað henni sess með öndvegisiþjóðum heims- menningarinnar. Og tungan, sem varðveitzt haifði í þessum bókmentum, — heimsins eina lifandi klassiska mál. Oft og einatt hefi eg séð um þetta ritaö á þá leið, sein stæðum vér svo óhagganlega múraðir á þessum mienningargrundvelli vorum, að þaðan gæti oss ekkert bifað. En er þetta satt? Mundi þetta sjálfsmat vort standast lífsins þungu og margvíslegu raun? Þetta er spurning, sem holt er að hugleiða, og það því ifremur, sem ekki er annað sýnna en að um þetta muni raun gefa vitni á næstu árum og áratugum. Her- nám landsins og styrjaldarat- burðirnir munu sjá uin það. Og eitt hafa hernám landsins og styrjaldaratburðirnir þegar leitt i ljós, siem reyndar var þeim löngu kunnugt, sem nokkuð höfðu svipast um að marki utan við landsteina íslands á undan- tförnum árum. Og það er i stuttu máli það, að æði mikið í þessu þjóðernislega sjálfsmati vor íslendinga var blekking, and- leg gervivara, óraunhæfar hug- smíðar, fóstraðar í smæðarkend og einangrun. En vissulega ekki alt. Oss er alveg óhætt að lifa upp á það, og reyndar deyja upp á það líka, að tunga vor, íslenzkan, er “ástkæra ylhýrft málið og allri rödd fegra,” og hún er málið, “sem hefir mátt að þola meinin öll, er skyn má greina” og að hún hefir verið þjóðinni um langar aldir mikilla rauna “hennar brjóst við hungri og þorsta, hjartskjól, þegar brott var sólin.” Og sama máli gegn- ir um hinar fornu bókmentir þjóðarinnar. Þær eru ómetan- legur fjársjóður. Og ekki ein- ungis hinar fornu, heldur og kvæði Einars prests Sigurðsson- ar i Heydölum, sálmar Hallgríms Péturssonar, postilla Jóns Ví- dalins, Nýja Testamenti Odds Gottskálkssonar, ljóð Eggerts Ólafssonar og þannig allar göt- ur fram á vora daga. Þetta eru alt undursamleg verðmæti, og þessir og ótal fleiri eru menn- irnir, s»em staðið hafa vörð um hinn heilaga arin islenzks þjóð- ernis og gegnt prestsþjónustu í musteri íslenzkrar menningar. Loks er þess að geta, að í sam- búð sinni við landið og náttúru þess hafði þjóðin á mörgum öld- um lært vissa, heilsusamlega háttu í aðferð sinni allri og ráði, þar sem hófsemi, þolgæði, still- ing og ráðsvinn gát voru í vit- und almennings orðin að höfuð- lögmáli alls farnaðar, þetta voru þjóðlegar íslenzkar dygðir, sem sannað höfðu lífsgildi sitt í reynslu margra alda. Að sjálf- sögðu mætti einnig telja þær fteiri En á þessum megum vér sízt inissa sjónar. f þessu er fólginn hinn þjóð- legi arfur vor, dýrmætasta sam- eign allrar þjóðarinnar. En í hverjum skilningi getum vér sagt, að hann sé sameign vor allra? Eigum vér hann í raun og veru öll? Þá ætti öllu að vera prýðilega borgið og engin ástæða til þess að óttast um þjóðerni íslendinga eftir fimtíu ár. En það er svo fjarri þvi, sem mest má verða, að vér megum við því að vera áhyggjulausir og andvaralausir í þessum efnum. Það hefir komið átakanlega í Ijós, eftir að hinn mikla brotsjó erlendra áhrifa braut á landi voru með hernáminu, að þjóðin er furðulega berskjölduð í menn- ingarlegu og þjóðernislegu til- liti. Það er hrapallegt að sjá þjóð, sem hefir stært sig af þús- und ára gamalli menningu, apast og verða að hálfgerðu við- undri á rúmu ári, þegar þjóð- erni hennar og metnaður kemst í verulega raun í fyrsta sinni í allri hennar sögu. Eg skal ekki fara að ýfa hér upp það, sem þegar er orðið alþjóð ljóst af skýrslu hinnar svokölluðu á- standsnefndar. Sú saga er öll- um kunn i sinni sorglegu nekt. En hún er þó eitt þeirra fyrir- bæra, sem gefa verður auga, er vér leiðum hugann að framtíð íslenzks þjóðernis. Það, siem hér gerist, er í stuttu máli það, að andspænis marg- háttuðum og mögnuðum erlend- um áhrifum í sambúðinni við hinn framandi her, kemur það í Ijós, að íslendingar eiga furðu litið af þjóðerniskend og mikill þorri þeirra er sem útlendingur andspænis sinni eigin menningu, veit engin skil á henni, þekkir ekki auðæ'fi hennar og fegurð, kann ekki til nokkurrar hlítar sína eigin timgu, þekkir ekki bókmentir þjóðarinnar né sögu og er því í raun og veru ekki knýttur neinum þeim ástarbönd- um eða metnaðar við ísland og það, sem islenzkt er, að það gefi honum heilbrigt öryggi hins sið- mentaða manns í sambúðinni við útlendingana. Þetta hefir orðið ljósara með hverjum mánuði undanfarið. í mjög skjótri svip- an erum vér hér að taka gjöld þess, sem vanrækt hefir verið í uppeldi þjóðarinnar og mentun á undanförnum áratugum. Hinn skólagengni æskulýður landsins nú er flatari fyrir erlendum að- komulýð um tungu sina og sið- gæði en öreiga kotkarlar óskóla- gengnir voru fyrrum fyrir ofur- magni einokunarkaupmannanna og fógetavaldsins danska. En munurinn var sá, að þeir vissu tíðum skil á göfugum uppruna sínum og fundu sig skuldbundna af honurn. Þeir varðveittu lengst af með sér þann metnað, sem reistur var á þekkingu og ást á þjóðlegum verðmætum. Það er oss ótrúlega lítill sæmdarhlutur, ef vér nútimamenn verðum þar allir, sem fyrri kynslóðir sáu hlut sínum' borgið vanzalaust, þó að ekki þættu mentaðir á við oss. Annars er bezt að hafa um það ienga tæpitungu, heldur segja það hreint eins og það er, að æði stór hluti æskulýðs höfuðstað- arins er að týna máli sínu í sam- búðinni við hið erelnda setulið, um leið og hann týnir þar sið- gæði sinu og mannrænu. Sama máli gegnir að allverulegu leyli um hina ýmsu verkamenn. Þeir tala hispurslaust um að vinna í þessum og þessum “taumi” (team), í þriðja eða fjórða “ganga” (gang). Eg hefi í suin- ar talið og skrásett upp undir eitt hundrað orðskrípi af þessu tagi, sem borið hafa fyrir eyru min i viðtali við fólk, sem annað hvort sækir vinnu sína til Brela >eða unað sinn i nánari persónu- legar samvistir við herliðið ann- aðhvort í veitingahúsunum eða hermannaskálunum. Það er ekki nema gott eitt um það að segjá, að þeir, sem tii þess eru kjörnir, talci upp ti! meðferðar hin sérstöku siðferðis- mál, er af þessum ástæðum hafa skapast. En þessar ástæður hafa líka leitt fram kröfuna um gagngerða endurvakningu og endurnýjun á uppeldi þjóðarinnar i allra við- ustu merkingu, leitt fram kröf- una um þjóðlegt upi>eldi og tamningu. Oss er i þeim efnum engin vorkunn. Vér eigum nóg- an grundvöll til þess að byggja á. En uppeldinu ber að haga þannig og allri mentun æsku- lýðsins, að þessi þjóðlegi menn- ingararfur verði i raun og sann- leika ástkær eign allra landsins barna, þeirra sem manndóm eiga og greind til þess að nema og mannast. Vér megum ekki una þvi lengur, sem sómasamlegum árangri af þjóðaruppeldi voru** og skólanámi, að sæmilega gefn- ir unglingar, piltar og stúlkur, standi uppi fákunnandi, mátlaus og þjóðernislaus i sínu eigin landi, menningarlaus og við- námslaus foksandur í ofviðri at- hurðanna, eins og nú er háttað. Þá er ekki annað sýnna en að óþarft sá að ræða um þjóðerni fslendinga eftir ifimtiu ár, af þeirri góðu og gildu ástæðu, að það er þá ekki lengur til. Vér skulum vona, að svo fari ekki, að áminningin, sem vér nú ihöfum fengið, megi nægja oss til þess að vér vöknum drengi- lega við, svo að í endurminning- unni verði þjóðernisuppgjöfin, sem vér nú höfum leyft oiss, eins og svimakast við hið fyrsta á- fall, en ekki byrjun á tærandi uppdráttarsýki, sem dregur is- lenzkt þjóðerni til dauða. —(Samtíðin nóv. 1941). ---------y-------- Lundúnabréf Frá Bjarna Guðmundssyni. Síðastliðinn sunnudag var haldinn fundur í fslendinga- klúbbnum i London og var furidurinn að venju haldinn í húsakynnum The Strangers Club. 25 íslendingar mættu á fundinum og þar á meðal var góður gestur frá öðru lands- horni, sem hafði kornið til Lon- don frá Hull til að sitja fund þenna. Maður þessi var Guð- mundur Jörgensen í Hull. Þá voru á fundinum fimm Vestur-fslendingar, sem eru her- menn í her Canada, sem nú er i Bretlandi. Þrir þeirra voru hræður, þeir Heimir, Freyr og - Þór, synir séra Adams Þorgríms- soriar, Jóhann Johnson og Nor- man Westdal. f ráði var að fundinum yrði útvarpað, en það reyndist ókleift að þessu sinni. Hinsvegar voru ávörp og ræður viðstaddra tekn- ar á hljómplötur og verður þeim útvarpað við fyrstu hentugleika. Þessi fundur var sá fjölmenn- asti, sem íslendingar hafa haldið í London. íslendingum hér líður öllum vel. Pétur Benediktsson, sendi- 'fulltrúi flutti fyrsta ávarpið, og sdðan formaður íslendingafélags- ins, Björn kaupmaður Björns- son. Allir viðstaddir sendu kveðjur heim. Að fundinum loknum fóru margir fundarmanna til kvöld- verðar á veitingastaðinn “Hun- garia.” Var þar gleðskapur fram eftir kvöldi, en hin ungverska hljómsveit veitingahúissins lék lög eftir Sigfús Einarsson, Pál ísólfsson, Sveinbjörn Svein- björnsson og fleiri. Hljómsveit- in lék smellna útsetningu af laginu “Seltjarnamesið er litið og lágt,” sem landar hér í Lon- don syngja mikið er þeir koma saman. Vegna vandamanna og vina fs- lendinga í London hefi eg leitað mér upplýsinga um líðan þeirra. Það er ástæðulaust að bera neinn kvíðboga fyrir okkur, sem hér dveljum í London. Eg hefi engan hitt, sem ekki hefir slopp- ið óskaddaður frá loftárásunum

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.