Lögberg - 22.01.1942, Side 7

Lögberg - 22.01.1942, Side 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 22. JANÚAR. 1942 7 Jóhann Ólafur Guðmundsson — ÆFIMINNING — Hann var fæddur 25. október 1875, í Reyðarfirði, í Suður- Múlasýslu. Foreldrar hans voru hjónin Hálfdán Guðmundsson og Jarðþrúður Andrésdóttir. Sem ungur maður lifði Jóhann djörfu og þróttmiklu starfslífi. Þótt hann færi að mestu á mis við skólanám, unni hann mjög bók- vísi og hvers konar mentun. Hann las. mikið og varð á þann hátt vel að sér í sögu og bók- mentum þjóðar sinnar. Hann var fermdur árið 1890 af séra Lárusi Halldórssyni fríkirkju- presti, á Kollaleiru. Nokkrum árum síðar fluttist hann með for- eldrum sínum til Ameríku. Fjöl- skyldan tók sér að lokum heim- ilisfestu í Bandaríkjunum, — í Minneota, Lyon County, Minne- sota. Það var í ágústímánuði árið 1903. Þar dó l'aðir Jóhanns ó. marz 1908, og móðir hans 20 árum síðar, eða 22. janúar, 1928. Þau hvila bæði í íslenzka graf- reitnum i Minneota. Jóhann var góður og skyldurækinn sonur °g lét ekkert það ógert, sem orð- ið gæti foreldrum hans til að- stoðar og ánægju í hinu nýja 'heimkynni þeira. Eftir að hafa unnið nokkur fyrstu árin við ýmsa vinnu, tók hann upp land- búnað. Fyrir hvöt þriggja ná- frænda sinna, bræðranna, Ottó, Sigurðar og óla, Anderson, fór hann að búa upj) á eigin reikn- ing. Tók hann upp fleirþætta húskaparaðferð, en lagði sér- staka stund á svína- og maís- ræktun. Vann hann að búskapn- um með hinni mestu elju og at- orku. Hlaut hann á búnaðar- sýningu Minnesotarikisins við- urkenningu (borða og jjeninga- verðlaun) fyrir sýnishorn af út- sæðis-maís. Árið 1920 giftist hann Mrs. Mariu Dahl, frá Winnipeg, Can- ^da. Atti hún einn son frá fyrra hjónabandi, er Carl heitir. Unnu nú hjónin bæði að búskapnum °8 lögðu í það alla sína krafta, með það sérstaklega fyrir aug- lim að gjöra Carli fært að ná sem heztri mentun. Reyndist Jóhann honum sannur faðir og leiðbeindi honum og hvatti hann á menta- hrautinni. Var honum hin mesta anægja i því að brýna metnað hans og sjá ihonum borgið gegn- l|m miðskóla og háskóla ríkisins. ^rið 1936 lögðu hjónin niður húskapinn og komu sér upj) heimili í borginni Minneapolis, 1 Minnesotia, þar sem Carl dvaldi m€ð þeim. Ekki varð þó þelta heimili til langrar frambúðar, Pví að ári liðnu tóku þau sig UPP á ný og fluttu þá til 'Blaine I Washingtonriki. Haustið 1941 hafði Jóhann verið að ráðgera °S hlakka til ferðar austur á fyrri stöðvar til að sjá frændur gamla vini og reika um forn- hunnar slóðir. Ætlaði hann einnig, j þessari ferð, ag heim- ^*kja stjúpson sinn, Carl, í EI ‘ftna, Oklahoma, og dvelja á heunili hans um stund. Þessi ráðagerð hans Varð þó ekki að framkvæmd, því sjúkdómur sá, er dróg hann tii dauða tók hann nn tokum og bannaði allar ferð- ,r- Hann dó 15. október 1941, var jarðaður í grafreit Blaine- h*jar. Hann á systur lifandi, rs- Stefan Nicholson, í Vestur- f^nada. Jarðarförin fór fram Já útfararstofu Purdy & Mc- hanney, að viðstödidum ættingj- l,m og mörgum vinum. Séra hert E. Kristjánsson jarðsöng. að er alls ekki nóg, að segja Um þennan mann, að hann hafi .. > að hann hafi lifað svo ^*°r® ár; að eftirlifandi ættingj- ur muni hann og sakni hans og lnnist dauflegt *og eyðilegt án nns» því hann var mikill og h'óður maður. Andlitsfar hans VaUarsýn; hlátur hans og al- II ar viðinót; hreinskilni hans, greiðvikni og sjálfstæði, — alt )etta mun geymast í minning- Unni og verða framkallað í sain- ræðum yfir mörgum islenzkum kaffibolla. Við sjáum í hugan- um hina þrekvöxnu líkamsbygg- ingu hans, stælta við erfiði, hina sterku fótleggi, hið hrausta hjarta, hinar þreklegu höndur með sigg í lófum og hina stæltu handleggja-vöðva, hið dökka ó- stýriláta, hrokkna hár, hið sér- kennilega höfuðlag og augun, sem ljómuðu og sindruðu þegar hann varð fyrir geðshræringu.. Við munum eftir bráðlyndi hans; eftir hinum létta, glaða hlátri hans. Við sjáum í anda hina stálhörðu vöðva um herðar og arma, þegar hann hélt um taum- ana á óstýrilátum og skapmild- um hestum eða höndlaði óþægar skejmur. Við minnumst hinna þreytandi löngu vinnutíma hans með herfi og plóg og bindara; hinnar þolinmóðu umönnunar búpeningsins; hinna mörgu vökunótta, þegar grísir og kálf ar fæddust eða hestar voru veik- ir. Við skulum einnig muna og hafa í heiðri örlæti hans og manndáð, skilvísi hans við þá, sem unnu verk fyrir hann, ást hans og skilning á börnum og ungmennum, góðfýsi hans og skyldurækni við heimili sitt og fjölskyldu. Alt þetta, og meira, var og er, maðurinn sem nú er dáinn, — sannur víkingur, sem yfirgaf föðurland sitt, til að ryðja sér og sínum braut í nýju og ókunnu landi. Hann varð trúr borgari þess lands og bauð sig fram i þjónustu þess i hinu mikla stríði 1914-1918. Hann gleymdi þó aldrei föðurlandi sínu og sögu þess og bókmentum unni hann hugástum. Slikur var Jó- hann ólafur Guðmundsson. Megi minning hans og allra góðra is- lenzkra frumbyggja verða að uppsprettum lifandi vatns, sem halda sígrænum reitum dslenzkra dáða og drengskapar í Vestur- heimi. A. E. K. --------V--------- Harðindin í Húnavatnssýslu 1886-1887 Vetrai-vertíðina 1886 reri eg frá Deild á Álftanesi. Það var dag nokkurn, er við sátum undir líniu vestur á Sviði, að tíðrætt var um harðindi, er þá gengu, m. a. höfðum við þá nýfrétt, að Sig- urður bóndi d Stardal hefði skor- ið fjörutíu gemlinga vegna hey- leysis. Segir þá einn skipverji, heldur vitgrannur: “Það má segja að það hafa verið harð- indi um þessi aldamót.” Hlóguin við dátt að. Þá voru páskar fyrsta sunnu- dag í sumri, og fórum við til Reykjavíkurkirkju en meðfram til að ná í áfengi. Fyrripart dagsins var skafheiðríkt loft og sólskin, en um kl. 4, er við fór- um suður Skildinganesnniela, sá- um við regnský yfir grindaskörð- uim. Skip okkar stóð í Þor- móðsstaðavör, en svo bar rign- inguna brátt yfir og úrkoman var svo mikil, að þó við rérum sem mest við máttum yfir fjörð- inn, þá vorum við eins og dregn- ir úr sjó, er við komum í lend- ingu á Deild. Á túninu stóðu stórar tjarnir; voru þau þó orðin ved þur áður, enda jörð farin að grænka. Um kl. sjö fló af loftinu og gerði suðaustan hlý- vindi og bjartviðri um kvöldið. Er eg kom norður um vorið frétti eg, að þar hefði fyrsta sunnudag d sumri verið norðan slyddu kafald frarn til kl. sex siðdegis, en þá snerist til land- sunnan þíðviðris og bjartviðris. Eg segi frá þessu hér vegna þess, að það var gamalla manna mál, að veðurfar sumarsins væri oft líkt því, sem væri fyrsta sunnu- dag í sumri. Mér hefir löngum virst þetta rétt, og svo reyndist í þetta sinn. Þetta sumar var einmuna heyskapartíð á Suður- landi, þar til 16—17 vikur af suinri, en þá gerði þar slikar úr- hellisrigningar, að skriður féllu úr Esjunni niður á Kjalarnes, en d ölfusi og Flóa var svo mikill vatnagangur, að heyskapur hætti að mestu og kaupafólk varð að fara suður. En á Norðurlandi voru bleytuslyddur og kafökl af norðri fram um sextán vikur af sumri. Var oft grasfyllir af snjó, svo ekki var sláandi og náðist enginn bakki fyr en eftir höfuðdag, töður voru hraktar og lélegar. En um höfuðdag gerði öndvegistíð, með land- sunnanátt og sólskini, og hélsl sú veðrátta fram á sólstöður. úthey verkuðust ágætlega og varð aðal heyskapur um haustið. Hustvertdð reri eg frá Sel- tanga við Miðfjörð hjá Jóhannesi frá Útibleiksstöðum. Fiskuðum við lítið, enda var það mörg ár eftir að hvalinn rak á Ánastöð- um, að fiskur gekk ekki í Mið- ifjörð. Veturinn 1886-’87 var heldur harðari en í meðallagi. Gerði eftir nýárið útsynnings veðráttu og umhleyping, skiftust á snjó- komur og slagviðri. Fjárbeit nýttist því illa og var gjafasamt, töður voru hraktar, en úthey sæmileg. Var risjuveðrátta þar til seint á góu. Einmánuður var bærilegur, en votviðrasamur; var þá fé alment slept. Um sumar- mál gerði kaat, en stóð stutt, og var góð tíð til krossmessu. Á krossmessudag, 14. maí, var norðan stórrigning allan daginn iþar til um kl. niu um kvöldið, en þá hljóp í snjóbyl, sem stóð stanslaust til 23. mai. Frost var lítið, rétt að skóf við, en fann- koma mikil. ó'færð var svo mikil, að t. d. var Lárus Blöndal sýslumaður heilan dag að kom- ast frá Brekku fram að Hnaus- um. Fénaður var kominn víða urn fjöll og fenti fjöldi fjár, en fjöldi bænda orðinn heylaus, rétt að hægt var að halda lífinu í kúm og þeim skepnum, sem í húsum voru, og í skepnurnar fór allur kornmatur, sem til var. Sauðfé, hross og jafnvel kýr féll þá í hrönnum, svo að sumir áttu næstuin engar skepnur eflir. Ekkja, sem þá bjó á Efra-Vatns- horni, setti á um haustið 120 fjár, 2 kýr og 6 hross, en eftir hretið átti hún eftir eina skjótta hryssu, sem í leysingunum á eftir fór i Gauksmýrarlækinn. Haustið eftir kom þó fram vetur- gömul gimbur með marki ekkj- unnar. Hefir gimbrin væntan- lega skriðið úr fönn. Hallgrimur, sem síðar bjó í Hvammi, en þá á Þingeyrum, misti á annað hundrað fjár úti í Þingeyrasandi. Hallgrímur á Hnjúki misti um hundrað. Hjá Samúel á Helgavatni fóru um hundrað. Og hjá Magnúsi í Hnausum fóra 50 ær, 50 sauðir, 130 gemlingar og þrettán hross. Magnús átti þó nóg hey, og það til stórfyrninga. Sama var með þá Hallgrdmana og Samúel. En þessir menn náðu ekki til fjárins fyrir hríð og ófærð, en hross króknuðu og drápust úr lungna- bólgu. Á mörgum bæjum i austursýslunni og miðsýslunni drapst frá 30 til 50 fjár á bæ, og einnig mörg hross. Bændur i vestursýslunni mistu flestir margt fé, nema þeir sem bjuggu úti á Vatnsnesi. Margir áttu ekki eftir nema í kúgildin og sumir tæplega það. Þorsteinn Hjálmarsson, sem þá bjó í Hvarfi, misti sjö hross, en Páll í Dælir sex, öll úr lungnabólgu hjá báðuim. Hrossin voru hýst á nóttum, en þoldu ekki hrak- viðrin. Sumarið var heldur rýrt og fjöldi fólks flakkaði um, mest eldra fólk. En einnig ungt fólk 20—25 ára, þvi fáir voru aflögu- færir og gátu því ekki tekið vinnufólk. Orðlagðir dugnaðar- menn eins og Benedikt Björns- son, báðu um að fá að vinna fyrir mat. Benedikt í Miðhópi, en Friðrik bróðir hans á Lækja- móti. Þetta vor sýndi Jón Skúláson á Söndum hvílíkt stórmenni hann var. Hann tók aldrei fleiri menn í vinnu en það vor, og það eingöngu fjölskyldumenn. Lét ’hann þá vinna að jarðabótum og KAUPIÐ ÁVALT LUMBER hjá THE EMPIRE SASH & D00R CO. LTD. HENRY AVENUE and ARGYLE STREET Winnipeg, Man. - Phone 95 551 galt hverjum fult kaup eins og þá var venja. Galt hann kaupið alt i matvörum, sem verkamcnn- irnir fóru með heim til sín um helgar. Það vor lét hann úti hátt á fimta þúsund pund af kornmat, auk annara matvæla. Þó ekki yrði tilfinnanlegur manndauði þetta vor, þá man eg þó, að eg sá menn máttlitla af hor og hungri, og sumir lágu lengi á eftir, veikir af næringar- skorti. Og þetta er eina árið, sem eg man til að hafa verið svangur. Fólk sópaðist þá til Ameríku, margt kostað af sveltasjóðunum. Menn voru orðnir vonlausir eftir undangengin harðæri. Eg hygg að árið 1887 sé öm- urlegasta árið, sem lengi hefir gengið ýfir Húnavatnssýslu. Og tjónið vegna hins duglega fólks, sem þá flutti til Ameríku, verð- ur alidrei metið. Jón L. Hansson. —(Lesbók). - -----V--------- Fjórar nýjar bœkur ísfoldarprentsmiðja s e n d i r þessa dagana nýja sendingu á bókamarkaðinn. Eru það fjórar bækur að þessu sinni, um óskyld efni, og allar þarflegar. Er þá fyrst að nefna annað hefti af íslenzkum sagna- þáttum og þjóðsögum, er Guðni Jónsson magister hefir safnað. Fyrsta hefti kom í fyrra og hlaul miklar vinsældir. Þetta hefti er enn fjölbreyttara en hið fyrra og kennir hér margra grasa. Má nefna þáttinn af Jóni í Koti og Jóni i Dagverðarnesi, Dulbúna förumanninn, Reimleiki á Gamla- Hrauni, Furðuleg villa. Reim- kikarnir á Snæfolgsstöðum, Fyr- irburður á “Leifi hejma,” Huldu- konan í Nesi, Svipur Sigriðar ifrá Ráðagerði, “Þú gleymdir graftólunum,” Sagnir úr Eyrar- sveit, “Hlæðu nú að skalla mín- um,” Sýnir Kristínar Þorleifs- dóttur, Fyrirboðar skiptapa, Leirubakkadraugurinn og fjölda- margt fleira. Heftið er fróðlegt og skemtilegt. önnur bókin er Formálabók, eftir þá fulltrúa lögmanns, Árna Tryggvason og Bjarna Bjarna- son. I formálanum segja höf- undarnir meðal annars: “Það eru nú bráðum liðin 30 ár síðan lögfræðileg formálabók eftir Ein- ar Arnórsson kom út. Er því ekki óeðlilegt, þótt hún sé að ýmsu leyti orðin úrelt enda hafa margar og miklar breytingar orð- ið á löggjöf landsins á þessu tímabili. Það er því auðsætt, að brýn þörf er orðin slíkrar bókar sem þessarar, og þess vegna hef- ir verið ráðist í útgáfu hennar.” — Höfundar geta þess í formtíl- anum, að Einar Arnórsson hæsitaréttardómari hafi lesið nokkurn hluta bókarinnav í handriti og gefið þeim ýmsar góðar bendingar, og Björn Þórð- arson lögmaður hafi verið þeim hliðhollur við samningu bókar- innar. Er fullvíst, að bók þessi muni vera ágætlega úr garði gerð og verða landsmönnum að miklum notum. Þriðja bókin er íslenzk-dönsk orðabók, er Jakob Jóh. Smári hefir samið. Er. Guðm. Gam- alielsson kostnaðarmaður bók- arinnar, en aðalútstölu hefir ísa- foldarprentsmiðja á hendi. — Bókiji er 240 blaðsíður á stærð, prentuð með skýru og falLgu letíi. Hefir verið tilfinnanlegur skortur á slíkri bók, og hefði hún mátt fyr vera út komin, því að þótt hin mikla islenzk-danska orðabók Sigfúsar Blöndals sé á- gætt verk, þá er hún bæði of viðamikil fyrir unglinga til notkunar og svo er hún eðlilega miklu dýrari en svo, að almenn- ingur hafi efni á að eignast hana. Fjórða bókin heitir úr dag- bókum skurðlæknis, eftir James Harpole, en dr. Gunnlaugur Claessen hafir islenzkað. Er þetta stór og prýðileg bók, prent- uð á teiknipappír og bundin í vandað band. Þarf ekki að efa, að þar sem dr. Gunnl. Claessen leggur hendur að verki, að þar muni vera vandáð til máls og efnis, enda er dr. Claessen einn af vinsælustu mönnum hér á landi. f eftirmála segir dr. G. Cl. ineðal annars: “Höfuhdurinn segir frá ýmsum atvikum og við- skiftum milli sjúþlinga annars vegar, og hins reynda og lærða læknis hins vegar. Þar ber margt markvert á góma viðkom- andi sjúklingum, og notar höf- undurinn öll þau atvik til þess að lýsa orsökum og gangi sjúkl- inganna og segir frá þeim leið- um, sem læknavísindin hafa far- ið til þess að finna ráð til lækn- inga. Afdrif sjúklinganna verða lesandanum minnisstæð, og þao sem á dagana hefir drifið, meðan læknirinn hefir Iþá undir hendi.” — Bókin hefir hlotið miklar vin- sældir í ættlandi höfundar. —Mbl. 7. sept. ---------y-------- Stærsta blóm í heimi heitir Rafflesía Arneodi og sprettur i eyjunni Sumatra. Blómbikarinn er 1. m. í þvermál. Blómið veg- ur meira en 6 kg. og getur drukkið i sig um 9 lítra vatns í einu. Fóðrun svína krefst skipulagningar og nærgætni, ef hinn bezti árangur á að fást hvað viðvíkur skrokk- gæðum og hagnaði. RÉTTILEGA FÓÐRUÐ SVÍN OG UNDIRBÚIN FRAMLIEÐA BETRA FLESK HANDA BRETUM Athugulir svínafóðrendur gera sér far um að blanda fóðrið með nægilegum holdgjafarefnum og málm- efnum, er fullnægir þörfum þeirra þannig, að þau nái tilætluðum skrokkþunga. Reynslan hefir sýnt, að þessi aðferð er nauðsynleg til þess að draga úr fóðurkostnaði og tryggja góð slátur- svín. Bændur, sem hafa í hyggju að nota hveiti til svína- fóðurs, ættu að blanda það með grófu korni nú þegar. - Leitið frekari upplýsinga hjá Landbúnaðarráðuneyti fylkis yðar, Landbúnaðarskólanum, næsta Tilraunabúi eða Landbúnaðarráðuneytinu í Ottawa. 1*91 AGRICULTURAL SUPPLIES BOARD Dominion Department of Agriculture, Ottawa Honourable James G. Gardiner, Minister

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.