Lögberg - 22.01.1942, Blaðsíða 8

Lögberg - 22.01.1942, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG. FIMTUDAGINN 22. JANÚAR, 1942 Ur borg og bygð MA TREIÐSL UBÓIC Kvenfélaga Fyrsta lúterska safnaðar í Winnipeg. Pantanir sendist til: Mrs. E. W. Perry, 723 Warsaw Ave.; Mrs. E. S. Feldsted, 525 Dominion St. \’erð: $1.00. liurðargjald 5c. + + + Miðaldra, íslenzkur kvenmað- ur óskast í vist nú þegar að 573 Simcoe Street, hér i borginni. •f ♦ -f Mr. Skúli Sigl'ússon Iþingmað- ur St. George kjördæmis, kom til borgarinnar á mánudaginn með Sigurð tengdabróður sinn til iækninga. f f f Mrs. lijörg Thordarson, ekkja Erlendar Thordarsonar, fyrrum á Gimli, lézt nýverið á heimili Haraldar sonar sins hér í borg* inni; útför hennar fer fram frá Bandals ú fimtudaginn kl. 2 e. h. Hinnar látnu verður nánar minst síðar. f f f Mr. Sigurður Siigurðson kaup- maður frá Calgary, kom til borg- arinnar á laugardaginn ásamt frú sinni, úr því nær þriggja vikna ferðalagi um Austur-Can- ada, þar sem þau heimsóttu flestar helztu borgirnar. Þau Mr. og Mrs. Sigurðsson héldu heimleiðis á miðvikudagsmórg- uninn. f f f Dr. Richard Beck, prófessor við rdkisháskólann í North Dak- ota, kom til borgarinnar á fimtu- daginn var, og dvaldi hér fram á sunnudagsmorgun. Stýrði hann fundi í frainkvæmdarnefnd Þjóð- ræknisféJagsins á Iaugardags- kveldið, sem haldinn var til undirbúnings næsta þjóðræknis- þingi. f f f ÞAKKARORÐ Hér með þökkum við af hrærðum hjörtum alla þá hjálp samúð og velvild, sem hinir góðu nábúar og vinir sýndu okkur við lát og jarðarför Þórðar Jó- hannessonar Zoega. GuOlaug Zoega börn og barna-börn. MUS-KEE-KEE Áhriíamikið kvefmeðal, búið til úr gömlum Indíána jurta for- akriftum. Petta er verulegur heilsugdafi, sem veldur eðlilegri starfsemi hins mannlega líkams- kerfis. lláðyist viö lyfsalann i dao viðvíkjandi MUS-KEE-KEE Mrs. J. Snidal frá Brandon, dvelur í heiinsókn hér í borg- inni í nokkra daga. f f f útsala á mat og öðru góðgæti fer fram í fundarsal Fyrstu lút- ersku kirkju á fimtudaginn þ. 29. þ. m. frá kl. 2 e. h., og eins að kvöldinu. Það er deild No. 1 Eldra kvenfélagsins, er að út- sölu þessari stendur, og vænta konurnar þess, að fjölmenni mikið heimsæki útspluna, og verði aðnjótandi þeirra margvis- legu kjörkaupa, sem þar um ræðir. Munið stund og stað! f f f LISTI YFIR FARÞEGA með S.s. “Goðafoss”, sem koin til New York 16. janúar 1942. Mr. Sveinn Ingvarsson, fram- kvæmdarstjóri bila-einkasöl- unnar. Mrs. Áista Ingvarsson. Sbúdentar: Miss Nanna ólafsdóttir Mr. Jóhann Kristjánsson ' Mr. Haraldur Ásgeirsson Mr. Jónas Sigurðsson Mr. Halldór Pétursson. f f f DÁNARMINNING Þann 7. janúar lézt að heimili sínu við Silver Bay, Man. Þórður "Jóhannesson Zoega, fæddur i Reykjavík á íslandi 3. jan 1855. Hann var sonur þeirra hjónanna Jóhannasar Zoega og konu hans Bjargar Þórðardóttur. Hann læt- ur leftir sig ekkju, Guðlaugu Egilsidóttur frá Minni-Vogum í Gullbringusýslu á íslndi, og tvö börn, Björgu og Egil, 5 barna- börn og 2 barna-barna-börn. — Hinn látni var bróðursonur Geirs Zoega kaupmanns, sem látinn er ifyrir mörgum árum í Reykjavík. Reykjavíkurblöðin eru vin- samlegast beðin að taka upp þessa dánarfregn. Heiðurssamsæti fyrir hinn nýskipaða héraðsréttardómara Hr. WALTER J. LINDAL, K.C. Samsætið verður haldið í veizlusal Hudson’s Bay búð- arinnar fyrir atbeina Junior Icelandic League á föstu- dagskveldið þ. 6. febrúar næstkomandi, kl. 6.30. Engin veizluklæði viðhöfð. Ekki þarf að efa, að þeir verði margir, sem taka vilja þátt í þessum mannfagnaði og óska hinum nýja dómara til hamingju með þann heiður, sem honum hefir fallið í skaut. í samráði við Junior Icelandic League, stendur að samsæti þessu hópur íslenzkra mannfélagssamtaka hér í borg. Aðgöngumiðar, jafnt fyrir utanbæjarmenn sem innan, kosta $1.00 á manninn og fást á skrifstofu Lögbergs. L 1942 Hveitiráðs fyrirframgreiðsla $1.22s er uppástunga Line Elevators Einkakornhlöðusamtökin í umhverfi yðar, hafa í umboði Line Elevator félaganna, sent Ottawa ákveðn- ar uppástungur, sem fara fram á eftirgreindar ráð- stafanir fyrir 1942: (a) Að bændum, sem senda Canadiska hveitiráð- inu uppskeru sína 1942 verði borgað við móttöku $1.22(4 á mælinn fyrir One Northern flutt til Fort William eða Vancouver. (b) Að Stjórnin veiti viðtöku 350,000,000 mælum hveitis 1942 á áminstu verði. (c) Að afgreiðsla og sala 1942 uppskeru af hveiti, verði aðskilin frá afgangsbirgðum fyrri ára, og að þær birgðir verði til afnota að loknu stríði, sem og til óumflýjanlegra stríðsþarfa. Eintak af uppástungum Line Elevators’ félaganna til Ottawa, má fá frá hverjum Line Elevator umboðs- manni eða með því að skrifa LINE ELEVATORS ASSOCIATION Winnipeg Calgary .. ......- •...... Junior Icelandic League News The annual meeting of the Junior Icelandic League will be held at the Antique Tea Rooms, 210 Enderton Building, on Sun- day evening, January 25th, com- mencinig at 8.30 p.m. — Election of officers for the coming year will take place, and a full at- tendance of members is re- quested. — G. Reykdal. ♦ ♦ ♦ f bréifi frá íslandi er þess getið að dáið hafi 3. des. síðastl. að heimili sínu í Rieykjavik fast- eignasali Jónas H. Jónsson, Hún- vetningur að ætt, 67 ára gamall. Lifir hann ekkja hans Sigurlaug Indriðadóttir og iþrjár giftar dætur, tvær á fslandi og ein í New York. Jónas sál. var hinn myndarlegasti maður, haifði á- gætum gáfuin á að skipa, var gleðimaður og gestrisinn og þvi mjög vel látinn og vinmargur. ♦ ♦ ♦ GJAFIR TIL BETEL— Leiðréliing: $5.00 gjöfin frá Mr. M. G. Guð- laugson, Clairmont, Alta., er aug- lýst var í Lögbergi 4. des. 1941, átti að vera “í minningu um frænda minn Ásbjörn Sturlaug- son, dáinn 1. ágúst 1940, nálægt Akra, N.D., merkan og mætan mann.” J. J. Swanson, féhirðir, 308 Avenue Bldg., Winnipeg. ♦ ♦ ♦ TILKYNNING Eftirfarandi meðlimir stúkn- anna Heklu og Skuldar eru í vali fyrir fulltrúanefnd fyrir næstkomandi ár. Fulltrúakosn- ing fer fram á Skuldar-fundi 5. febrúar næstkomandi. Beck, J. T. Bjarnason, G. M. Eggertson, Ásbj. Eydal, S. Einarsson, S. Finnbogason, C. H. ísfeld, H. Johannsson, Mrs. R. Magnusson, Vala Magnusson, Arny Sigurdson, Eyvindur Skaftfeld, H. ♦ + ♦ DÁNARFREGN Laugardaginn 10. janúar and- aðist Guðmundur Ágúst Vivat- son á heimili sínu i Svold, N.D. Dó hann snögglega, hafði þó ver- ið rúmfastur eina 4 daga, og uni langt skeið lasinn mjög, þó hann væri við störf sín. Guðmundur Á. Vivatson póst- afgreiðslumaður og verzlunar- stjóri á Svold, N.D. var fæddur 23. ágúst 1879 á Eyrarbakka á fslandi. Foreldrar hans voru Halldór Vivatson og kona hans Valgerður. Með þeim fluttist hann til Norður Dakota árið 1883, og hefir ávalt búið við Svold síðan. Árið 1898, þegar hann var 18 ára, setti hann á stofn búð þar, og hefir haft hana ávalt síðan og árið 1906 tók hann við póstafgreiðslu af föður sin- um og hefir síðan haft hana með höndum. Haustið 1916 giftist hann eftirlifandi eiginkonu sinni Katrínu Sigurrós Magnússon; eignuðust þau fjögur börn, af þeim dóu tvö í æsku, en hin tvö, Esther og Alvin, lifa föður sinn. Guðmundur var gætinn maður og hæglátur, áreiðanlegur í við- skiftum og mikilsmetinn í sveit sinni. Meðlimur var hann á- samt fjölskyldu sinni í Péturs- söfnuði og góður stuðningsmað- ur hans. Foreldrar Guðmundar eru fyrir nokkru dáin, en hann á 5 systur og 2 bræður á lífi. útförin fór fram frá heimilinu og Péturskirkju við Svold mið- vikudaginn 14. janúar. Veður var blítt og hlýtt og afarfjöl- menni við útförina, sem bar vott um vinsældir hins látna og fjöl • skyldu hans, og um almenna þátttöku mágrannanna í sorg og söknuði fjölskyldunnar. Við út- förina sungu þau solos Mrs. H. Sigmar frá Mountain og Mr. Harold Thomson löginaður frá Cavalier. Séra H. Sigmar jarð- söng. ÞAKKARORÐ Hjartanlega langar mig til að senda fáein þakklætisorð-til Sel- kirksafnaðar fyrir þann mikla og ógleymanlega heiður, sem að mér var sýndur á ársfundi Sel- kirksafnaðar, sem hadlinn var í lúterska samkomusalnum þann 12. janúar 1942, þar sem eg var gerður að heiðursmeðlim safn- aðarins, með því að allir risu úr sætum sínum. b'yrir öll þessi ómetanlegu gæði og mörgu vini þakka eg að instu rót hjarta míns öllum söfnuðinum í heild sinni. Eg óska og bið himna- föðurinn að blessa prest safnað- arins og starf hans hér á meðal vor og alla starfsmenn safnaðar- ins, sem starfa að útbreiðslu guðs ríkis hér á jörð “á meðan gróa grös í mold og glóir nokkur stjarna.” Guð gefi ykkur gott og far- sælt nýár í Jesú nafni. S. W. Nordal, Selkirk, Man. ♦ ♦ ♦ Veilið Athygli! Nefnd sú, sem kosin var af kvenfélögum Fyrsta lúterska safnaðar til að annast um hag hermanna úr söfnuðinum, vill hér með þakka þeim öllum, sem hafa greitt þeim veg; sérstak- lega Ungmenna'félagi safnaðar- ins, peningagjöf, og þeim hinum sem hafa með smáum og stórum gjöfum hjálpað. Þessi nefnd hefir varast að hafa samkomur eða nokkuð það sem gæti komið í bág við annað, og hingað til hefir nefndin notið ifrjálsra samskota. Kassar, sem eru sinn hvoru megin við dyrnar i kirkjunni, hafa verið notaðir. Við (höfum aðeins getað sent þeim drengjum frá okkar söfn- uði, sem eru fyrir handan hafið. Síðast í haust sendum við 40 sendingar með 300 sígarettum hverja, og nú nýlega höfum við meðtekið viðurkenningu frá 14 af drengjunum með þakklæti. Nú langar okkur til að geta sent þeim böggla, sem kæmu til þeirra um páska þetta ár. Eí einhverjir fyndi hvöt hjá sér til að veita þessu lið, mætti senda peningagjafir til Mrs. George Eby, 1021 Dominion St. eða Mrs. A. S. Bardal, 62 Hawthorne Ave., East Kildonan, eða annara nefndarkvenna. ♦ ♦ ♦ FRÁ SELKIRK Ársfundur lúterska safnaðar- ins í Selkirk var haldinn mánu- da,gskvöldið 12. jan. í samkomu- húsi safnaðarins. Skýrslur og reikningar sýndu að ágætlega hafði starfið gengið á árinu; hefir söfnuðurinn á umliðnu ári notið, sem fyr, aðstoðar og styrks hins ágæta og stórvirka kvenfé- lags, er ‘hefir stutt söfnuðinn með dygð og trúmensku. er fá- gæt mun vera. Starfsnefndir fyrir 1942 voru kosnar sem hér segir: í safnaðarnefnd: J. Pétursson, forseti, endurKos. J. Ingjaldson, vara-forseti. S. Goodman, féhirðir, endurkos. B. Kelly, endurk. (vara-féhirðir). J. E. Erickson, endurk. skrifari. G. Eymann, endurk. (varaskrif.) Meðnefndarmenn: Gunnar Johnson, E. J. Hinrik- son. W. P. Thorsteinson. Djáknanefnd: Mrs. J. E. Erickson, Mrs. B. Kelly, Mrs. ólafson, Mrs. .1. Eyman, Mrs. Ingibjörg J. ólafsson. Yfirskoðunarmenn reikninga: Miss C. Johnson, Miss M. Ander- son, endurkosnar. Hr. Sigvaldi Nordal, einn a*- stofnendum safnaðarins og til þessa dags starfandi meðlimur safnaðarins, var gerður að heið- ursfélaga safnaðarins. Sérstakt þakklæti var borið fram til kven- félags safnaðarins, og til sóknar- prests og konu hans, og til starfs- nefnda. MINNIST BETEL í ERFÐASKRÁM YÐAR Messuboð FYRSTA LÚTERSKA KIRKJA Séra Valdimar J. Eylands prestur. Sunnudaginn 25. jan.:— Ensk messa að morgninum kl. 11; áslenzk mesisa að kvöldinu kl. 7. ♦ ♦ ♦ LÚTERSKA PRESTAKALLIÐ í AUSTUR-VATNABYGÐUM Séra Carl J. Olson, B.A.. B.D. presiur. Sunnudaginn 25. janúar:— Leslie S. S. kl. 11 f. h. Foam Lake kl. 3 e. h. Leslie kl. 7 e. h. Allir eru boðnir og velkomnir! ♦ ♦ ♦ GIMLI PRESTAKALL Sunnudaginn 25. janúar:— Betel, morgunmessa; Gimli, ís- lenzk messa og ársfundur kl. 3 e. h. Kvenfélag Fyrsta lúterska safnaðar heldur sinn reglulega ifund í fundarsal kirkjunnar á ífimtudaginn 22. janúar, kl. 2.30 eftir hádegi. ♦ ♦ ♦ í stórri verksmiðju, þar sem margir ungir menn unnu, hafði íforstjórinn orðið var við það, að þeir báðu oft um frí vegna lasleika og ýmsra heimilisá- stæðna, en fóru þá á skemtanir. Hann festi því upp svofelda aug- lýsingu i vinnusalnum: “Þeir, sem hér eftir þiirfa að fá fri vegna inflúenzu, hálsbólgu, afmælis eða mannsláta á heimili þeirra, eru beðnir að tilkynna það daiginn áður en knattspyrn- an á að vera.” Jón: “Það er sagt að þið hjónin lifið saman eins og hund- ur og köttur.” Björn: “Nei, það er ekkert líkt því. Að minsta kosti hefi eg aldrei séð hund og kött kasta leirtaui í hausinn hvor á öðrum.” B. A. Bjarnason. ♦ ♦ ♦ Séra Sigurður ólafsson messai væntanlega í kirkju Víðinessafn- aðra sunnudaginn 1. febrúar, kl. 2. e. h. Ársfundur safnaðarins eftir messu. B. A. Bjarnason. ♦ ♦ ♦ GUÐSÞJÓNUSTUR í VANCOUVER 25. jan., barnaguðsjþjónusta, kl. 3 e. h.; 1. febr. ensk trúboðs- guðsþjónusta, kl. 7.30 að kvöld- inu. Þessar guðsþjónustur eru fluttar i dönsku kirkjunni á Burns St. og E. 19th Ave. . R. Marteinsson. ♦ ♦ ♦ LÚTERSKA KIRKJAN í SELKIRK Sunnudaginn 25. jan:— Sunnudagaskóli kl. 11 árd. fslenzk messa kl. 7 síðd. Allir boðnir velkomnir. S. ólafsson. ♦ ♦ ♦ Sunnudaginn 25. jan. messar séra H. Sigmar á Mountain kl. 2 e. h. Ensk messa. Yngri kórinn syngur. Minst 100 ára afmælis trúboðs lútersku kirkjunnar á Indlandi. Trúboðsoffur. Allir velkomnir. --------V-------- Vinur er sá eini maður, sem eg má vera hreinskilinn við. — Emerson. The Watch Shop Diamonds Watches - Jewelry Agents for BULOVA Watchee Marriage Licenses Issued THORLAKSON & BALDWIN Watchmakers and Jexoellera 699 SARGENT AVE., WPO. Frúin: “Kæri Adolf, hvaða sparnaðarráðstafanir eigum við nú að gera vegna þessara erfiðu tíma? — Jú, nú veit eg um eitt. Eg byrja með því, að nota ekki perlúfestina mína í kvöld.” HLJÓMPLATA "Draumalandið" eftir S i g f ú s Einarsson og "Svanasöngur á heiði," eftir Sigvalda Kaldalóns. Sungið af MARÍU MARKAN. Hljómplata þessi er seld á að- eins einn dollar ($1.00). Alt, sem selst af þessari ágætu hljóm- plötu, gengur til “Rauða Kross íslands.” Pantanir sendar hvert sem óskað er. Póstgjald 25c fyrir eina plötu, 35c fyrir tvær. Vinsæl lög! Vinsæl og fræg söngkona! Styjið gott málefni. BJÖRNSSON'S BOOK STORE 702 Sargenl Ave., Winnipeg TIL ÞESS Atí TRYGGJA YÐUR SICJÓTA AFGREltíSLU Skuluð þér ávalt kalla upp SARGCNT JWÍ PHONE 34355 - 34 557 SARGENT and AGNES TRIJMP TA\I ST. JAMES ' Phone 61 111 Ársþing Þjóðrœknisfélagsins Tuttugasta og þriðja ársþing Þjóðræknisfélags íslend- inga í Vesturheimi verður haldið dagana 23., 24. og 25. febrúar n.k., og hefst með venjulegum hætti á mánu- daginn þann 23., kl. 9.30 f. h., í aðalsal Good Templars’ Hall. Dagskrá þingsins verður birt síðar. Samkvæmt 21. grein laga félagsins er deildum utan Winnipegborgar heimilt að senda fulltrúa á þing, er farið geta hver um sig með alt að tuttugu atkvæði fjarverandi félagsmanna. Umboðið skal vera skriflegt, og undirskrifað af forseta og skrifara hlutaðeigandi deilda. Fyrir hönd stjórnarnefndar, V. J. Eylands, skrifari. For Good Fuel Values WARMTH - VALUE - ECONOMY — ORDER - KLIMAX COBBLES “Sask. Lignite” M. & S. COBBLE “Sask Lignite” WESTERN GEM “Drumheller” FOOTHILLS “Coal Spur” CANMORE BRIQUETTES POCAHONTAS NUT ELKHORNSTOKER PHONES (23 811 • 23 812 ICOURDY gUPPLY LICENSE No. 51 1034 ARLINGTON ST CO. Ltd. and COAL

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.