Lögberg - 12.02.1942, Blaðsíða 1

Lögberg - 12.02.1942, Blaðsíða 1
55. ÁRGANGUR LÖGBERG, FIMTUDAGINN 12. FEBRÚAR, 1942 NÚMER 7 Virðulegur mannfagnaður Á föstudagskveldið þann 6. þ. m„ fór fram virðulegt og fjöl- ment samsæti í veizlusal Hud- son’s Bay verzlunarinnar í heið- ursskyni við hinn nýskipaða dómara, Walter J. Lindal, K.C. Til samsætisins var stofnað fyr- ir atbeina Junior Lcelandic League, en röggsamlega veizlu- stjórn hafði með höndum, Árni C. Eggertson, K.C., forseti þess- ara íslenzk-canadisku æskulýðs- samtaka. Eftir að sunginn hafði verið canadiski þjóðsöngurinn, flutti séra P. M. Pétursson horðhæn. Ræður fluttu, auk forseta, Mr. Sidney Smith, forseti Manitoba- háskólans, Mr. J. G. Jóhannson prófefsor, G. S. Thorvaldson lög- fræðingur, Dr. P. H. T. Thor- lakson, séra Valdimar ,1. Ey- lands, G. F. Jónasson fram- kvæmdarstjóri, Paul Reykdal fiskkaupmaður, og Dr. W. C. Graham, rektor Sameinuðu mentaskólanna hér í borginni; allar höfðu ræðurnar margt gott til brunns að hera, og báru vott Um einlægan hlýhug til hins nýja dómara; sumar ræðurnar birtast á öðrum stað hér i blaðinu þessa yiku, cn aðrar birtast síðar. Megin inntak úr ræðu Lindals dómara, er hér 'birt; mælti hann hæði á íslenzka og enska tungu, °S tókst hið bezta; er ræðan viða þrungin hinni fegurstu lífs speki. Með söng og hljóðfæraslætti skemtu þau Mr. og Mrs. Kerr Wilson, öllum til óblandinnar an*gju, en Gunnar Erlendson, píanisti, aðstoðaði við hinn al- menna söng. Þeir Kristján Páls- son og Dr. Sigurður Júl. Jó- hannesson fluttu heiðursgestin- um drápur að fornum sið. sem einnig eru nú birtar í þessu blaði, Samsætið var að öllu hið á- nægjulegasta, og hvíldi yfir því fugur eindrægnisblær. Séra Hans B. Thorgrimsen látinn Lafayette brennur Fyrir nokkrum mánuðum tók Randaríkjastjórnin franska stór- skipið Normandie til eigin af- nota; þetta 60 miljón dollara ship, sem er þriðja stærsta kaup- skipið í beimi var endurskýrt og nefnt Lafayette; skipið hefir sfðan legið við bryggju í New ^ork í aðgerð. Á mánudaginn kom upp eldur í skipinu og læsti S1g á stuttum tíma um allan efri kluta þes^ý og þótt allar stökkvi- Tálar í New York kæmu á vett- Vang, var ekki bægt að slökkva, °g að siðustu sökk skipið. Milli 2500—3000 verkamenn voru að ^dnna ó skipinu og skaðbrend- margir. Trausti lýst á sambandsstjórn við aukakosningar Sdðastliðinn mánudag fóru fram í fjórum kjördæmum auka- kosningar til sambandsþings, og lauk þeim með ákveðinni trausts- yfirlýsingu fyrir King-stjórnina; tveir hinna. nýskipuðu ráðherra, þeir Louis St. Laurent, dóms- málaráðherra og Humphrey Mitchell verkamálaráðh., gengu sigrandi af hólmi í hlutaðeigandi kjördæmum; sá fyrnefndi í Quebec East, en hinn síðarnefndi í Welland kjördæminu í Ontario. í Montreal-St. Mary, sigraði Dr Gaspard Foutex, Liberal, en í South York kjördæmi, féll sig- urinn yfir Arthur Meighen, frambjóðanda C.C.F. flokksins, Joseph Noseworthy í skaut. Mr. Hepburn fór náttfari og dagfari um South York í erind- um Mr. Meighens, og er nú árangurinn af þeim hamförum deginum ljósari. Hans B. Thorgrimsen Séra Hans B. Thorgrimsen andaðist í Grand Forks, N. Dak. sdðastliðinn laugardagsmorgun, 88 ára að aldri, einn hinn allra glæsilegasti kirkjuhöfðingi ineðal Vestur-fslendinga, og sá, er í rauninni þigði hornsteininn að skipulagningu Hins evangeliska lúterska kirkjufélags íslendinga í Vesturheimi; jarðarför hans fór fram á mánudag. Grein um þenna merka mann eftir Dr. Riohard Beck, birtist í næsta bláði. ^ “Hin fljúgandi tígrisdýr,, Árið 1937 réði Chiang Kai-shgþ í þjónustu sína nokkra Banda- ríkja flugmenn til þess að skipu- leggja kinverska flugherinn og til jþess að berjast gegn Japön um. Flugmönnum þessum var borgað $600 kaup á mánuði og auk þess fengu þeir $500 verð- laun fyrir hverja japanska flug- vél, sem þeir skutu niður. Þegar stríðið skall á 7. desember, sendi Chiang Kai-shek nokkra þessa flugmenn til Rangoon, því hann bjóst við að Japanir myndi strax ráðast inn í Burma til þess að reyna að loka Burma brautinni. Japanir hafa nú hvað eftir annað gert flugárásir á Rangoon, en varnarflugliðið hefir sýnt þeim i tvo beimana og er búið að skjóta niður um 120 flugvélar fyrir þeim, en hafa tapað aðeins 5 Iflugvélum sjálfir. Svo djarfir eru þessir flugmenn og leiknir í fluglist, að Kinverjar nefna þá “Hin fljúgandi tigrisdýr.” Þegar Japanir tóku Moulmein fyrir tveim vikum, flutti brezki herinn sig á vesturbakka Sal- ween árinnar og hafa síðan get- að varnað því að Japanir kæm- ust nojkkuð nær Rangoon. Her- sveitir þær, sem Chiang-Kai-shek sendi til Burma taka nú þátt i landvörninni. Til W. J. Lindals, dómara 6. febrúar, 1942 • Við fréttum oft, hvað framþrá komist getur Með fjársjóðs styrk á virðinganna braut. En heiðurs kransinn hæfir ætíð betur því höfði sem að eigin krafta naut; Og sigra kann á velli vits og dáða Þótt vopna tafli, drengskap léti ráða. Við treystum þeim sem frelsi og framþrá unna Og friðinn elska, en hræðast þó ei stríð. Sem þekkja og virða fornra fræða brunna En fylgja að verka æsku og nýrri tíð. Á þeirri vog, í vina fjötur bundinn, Þú veginn ert, — og drengur góður fundinn. Kristján Pálsson. Athyglisverð ummæli Mr. Herbert Richardson, for- seti Pftblic Relation nefndarinn- ar í sam’bandi við Sigurlánsút- boðið 1942, lét svo ummælt í samtali við blaðamenn í dag: “Ef til þess kæmi, að Samein- uðu þjóðirnar töpuðu striðinu, yrði þess ekki langt að bíða, að Canada kæmi undir bein yfirráð Nazista. Þetta verðum vér að láta oss skiljast til hlýtar, þvi slík örlög bíða vor óhjákvæmi- lega, ef ósigur bæri að höndum.” Mr. Richardson lagði sérstaka áherzlu á það, hvert lífsskilyrði l>að væri, að fólk þessa lands ýrði samtaka urn sigurlánið; hér væri um lán að ræða, er gæfi af sér góða ársvöxtu; í Þýzkalandi væri peningar teknir með valdi af fólkinu án nokkurrar arð- greiðslu, og sömu meðferð yrð- um vér að sæta, ef vér ættum heima í Þýzkalandi, eða kæm- umst undir þýzk yfirráð. Menn geta keypt Sigurlánsbréf fyrir frá $50 til $500 gegn af- borgunar skilmálum. Allir bank- ar selja Sigurlánsveðbréf, auk þess sem þér getið hringt upp 93 461, eftir frekari upplýsing- um. Frú Elizabet Wathne látin Þann 5. þ. m., lézt í Reykjavík merkiskonan, frú Elizabet Wathne, ekkja Friðriks Wathne, fyrrum kaupmanns á Seyðisfirði, komin fast að áttræðu; hún læt- ur eftir sig þrjá sonu, búsetta i Reykjavík, Otto, Kristján og Jó- hann; einnig Hedvig Skaptason í Reykjavík; Dagmar í Kaup- mannahöfn og Albert, búsettan i Winnipeg; en honum barst hing- að simleiðis fregnin um andlát móður sinnar. Frú Elizabet var sæmdarkona hin mesta, og heim- ili þeirra Wathnes-hjóna annál- að risnuheimili austanlands. Úr borg og bygð At the annuál meeting of the Jon Sigurdson Chapter I.O.D.E., the following officers were elected: Hon. regent, Mrs. B. J. Brandson; hon- orary vice-regents, Mrs. B. B. Jonsson, Mrs. R. Petursson, Mrs. V. J. Eyland, Mrs. P. M.y Petursson; regent, Mrs. J. B. Skaptason; first vice-regent, Mrs. G. F. Jonasson; second vice-regent, Mrs. L. E. Sum- mers; secretary, Mrs. H. F. Daniel- son; educational secretary, Mrs. G. A. Paulson; Echoes secretary, Mrs. L. A. Sigurdson; treasurer, Mrs. J. S. Gillies; standard bearer, Mrs. E. Hanson. Mrs. Sveinbj. Valdimarsson, 86 ára, lézt að heimili bróðursonar sins, Arnljótar Sigurðssonar, 600 Simcoe Street. útför hennar fór fram frá Bardals í gær. Séra Valdimar .1. Eylands jarðsöng. •f 4- -t- Sunnudaginn 1. febrúar urðu þau Mr. og Mrs. Kr. Kristjáns- son, Jr. fyrir þeirri sáru sorg að missa nýfæddan son, Ronald Keith að nafni. Jarðarför hans fór fram mánudaginn 2. febrúar í Eyfordkirkju. Séra H. Sigrnar jarðsöng. ♦ ♦ Siðastl. sunnudagskvöld lézt á heimili sínu á Elgin Ave. hér í borginni Jóhannes Jósefsson, hniginn allmjög að aldri, hinn vinsælasti maður. útför hans fór fram frá Fyrstu lútersku kirkju á þriðjudaginn. Séra Valdimar J. Eylands jarðsöng. -f > 4- Silver Tea og sala á heimatil- búnum mat verður haldin á föstudaginn 13. febr. eftir mið- dag og að kveldinu að heimili Mrs. G. K. Breckman, að 542 Victor St., undir umsjón deildar No. 2 eldra kvenfélags Fyrsta lúterska safnaðar. Gerið svo vel að koma! ^ ♦ -f -f Kvikmynd frá íslandi Þjóðræknisfélag íslands hefir sýnt Vestur-íslendingum þá rausn að senda þeim að gjöf nýja kvikmynd, sem sýnir ísland til lands og sjávar. Verður mynd þessi sýnd að öllu forfallalausu, á lokafundi þjóðræknisþingsins i Goodtemplars Hall, Winnipeg miðvikudagskvöldið 25 þ. m. Er Java nœst? Ef að Singapore fellur, er talið að Japanir muni þá beita mest- um krafti að því að taka Java næst. Singapore og Manila voru stærstu flotastöðvarnar í suð- vestur Kyrrahafinu, en næst þeim er Soerabaya á Jaja-eyj- unni. Soerabaya er bæði flota- og flugstöð. Japanir hafa nú þegar gert flugvélaárásir á þessa stöð og einnig á Batavíu, höfuð- borg Dutch East Indies. Síðustu fréttir herma að þeir séu búnir að koma her á Inad nálægt Macassar aðalborginni í Celebes, en þaðan eru aðeins 500 mílur til Java. Japanir eru búnir að koma her á land á tveimur stöðum í Borneo, en þó er langt frá því að þeir hafi þessa stóru eyju á sínu valdi. Áður en stríðið hófst höfðu hinir framsýnu Hollendingar búið til um 50 flugvelli lengst inni í villiskóg- um eyjarinnar, þar sem enginn nema kunnugur getur fundið þá og illmögulegt að komast að þeim nema á flugvél. Þaðan geta Hollendingar gert flugárás- ir á árásarlið Japana á strönd- um eyjarinnar. í HEIMSÓKN Lt.-General A. McNaughton, yfirhershöfðingi canadiska hers- ins á Bretlandi kom til Canada síðastl. viku í heimsókn eftir 2y2 árs burtveru. _ ,.r ' RÁÐUNEYTISBREYTING Churchill hefir nú breytt ráðu- neyti sínu þannig að Beaver- brook hefir verið skipaður yfir- maður yfir allri framleiðslu í þarfir stríðssóknar. Canadiskt herskip sprengir upp kafbát Smá en hraðskreið canadisk herskip (corvettes) hjálpa til þess að vernda fyrir kafbátum skip þau, sein eru á ferð i Norð- ur-Atlantshafinu; ef þau komast í færi við kafbát, varpa þau djúpsprengjum nálægt honum. Enginn fær að vita, fyr en stríðið er búið, hvað margir kafbátar hafa verið sprengdir upp á þennan hátt. Á laugardaginn var þó tilkynt að einum af þess- um canadisku “corvattes” hefði tekist að tortíma óvina-kafbál með djúpsprengjum og öðrum söktu þeir á þriðjudaginn. Á síðastl. tveim mánuðum hafa óvinakafbátar sökt 21 kaup- og flutningsskipi undan austur- strönd Ameriku. Her Japana á Singapore eyjunni Á mánudagsnóttina komu Jap- anir her á land á Singapore eyj- unni, og er nú talið að ekki verði langt þar til J>eir nái þar yfir- ráðum. Fólksfjöldi eyjarinnar er 751,000 og eru af því 600,000 Kínverjar. í byrjun stríðsins var 60,000 manna setulið í Singa- pore, en ekki er vitað hvað marg- ir eru þar nú; .víst er um það, að Japanir hafa altaf haft miklu meiri herstyrk og vélastyrk. Það tók þá 6 vikur að brjótast 400 mílur suður eftir Malaya-skag- anum og tíu daga voru þeir að undirbúa árásina á Singapore- eyjuna. Til W. J. Lindals, dómara 6. febrúar, 1942 Við lærðum ekki að syngja á sömu bók og sínum virtist hvort um flesta liti; en hvor um sig þá hugarstefnu tók að hlýða eigin sannfæring og viti. Við dómarann ei dugar, segja menn, að deila — Eg má leggja niður hrokann, í undirgefni beygja svírann senn og sannfæringu troða í minni pokann. Því ekki er gott að koma þar á þing, — Og það á kannske fyrir mér að liggja — er mótstæð vitni öskra alt í kring, sé ekki á miskunn dómarans að byggja. En sleppum öllum galsa og gáska í dag, sem geyma þessir útúrdúrar mínir. — Við komum hér að syngja sigurlag frá “Samalandi” — allir bræður þínir. Þín köllun er að verja lýð og land gegn leynisnörum ýmsra hættugesta, en kunna að rita suma dóma í sand. — — Og sú er kannske listin allra mesta. Þú skoðir það sem skyldu dómarans ef skálkar freista, að bregðast þeirra vonum; en skiljir líka sál hins seka manns og sjáir jafnvel bróður þinn í honum. Og hlutdeild þín í sögu lýðs og lands um langan aldur megi nafn þitt geyma, er skrýðst þú hefir skykkju dómarans og skilið eftir lögmannsfötin heima. Við námið gekst þú glæsilega braut, þar gáfur þínar margar skorpur sýna. Að verðug falli virðing þér í skaut: eg veit það gleður alla landa þína. Ef þér í huga leiðarljós það skín, sem lífið hlaut frá okkar stóru sálum, við hlið þér stöðugt stendur konan þín og styður þig í öllum vandamálum. Þó tímar líði, verði gröfin græn og^róin, þaðan lengi vitar skína.— Eg óska þess — á enga betri bæn — að birtist Jórunn gegnum dóma þína. Sig. Júl. Jóhannesson.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.