Lögberg - 12.02.1942, Side 4

Lögberg - 12.02.1942, Side 4
4 LÖGBERG. FIMTUDAGJNN 12. FEBRÚAR. 1942 ■------------Hugberg------------------------ QefiB út hverri fimtudag af I'ilK COL.CMU1A PKGSS, IdMITKI) •Vo Sargeut Ave., W'innipeg, Manitoba Utan&skriít ritstjórana: KOITOH UiQBlSKG, 695 Sargent A’ e.. Winnipeg. Man. Kditor: EINAR P. JÖNSSON \ erO »:i 00 um áriö — Borgiat fyrirfram Tne “Lögberg ’ ia printea _nd pub ,shed by Th« Columbia Preas. Uimited, 69 5 Sargent Avenue. Wlnnipeg, Manltoba PHONE 86 327 Nýtt sigurlán í uppsiglingu Eins og vitað er, hefst útboð hins nýja, canadiska sigurláns á mánudaginn þann 16. þ. m., og hafa fullnaðarráðstafanir þegar verið gerðar í þessu augnamiði. Upphæð sú, sem stjórnin að þessu sinni fer fram á að fá, og verður undir öllum kringumstæðum að fá, nemur 600 miljónum dala; þetta er geysihá upphæð, en þegar tekið er fult tillit til allra aðstæðna, með glögga hliðsjón af því, hve mikið er í húfi, verður það hrein og bein borgaraleg skylda, að bregðast drengilega við, og einbeita samstiltum átökum að einu og sama marki; stríðsátök canadisku þjóðarinnar eru umfangsmikil, og krefjast þar af leiðandi stór- fenglegra fjárframlaga; þetta ættu allir að láta sér skiljást, hvort heldur þeir hafa mikið eða lítið af mörkum að leggja. Menn verða að gera sér þess ljósa grein, að þó skattar séu, eins og nú horfir við, ærió háir, þá er hi^t þó víst, að mest af því fé, sem stjórnin fær til umráða vegna hins nýja Sigur- láns, verður í veltu innanlands í þágu fólksins sjálfs; með þessum hætti skapast atvinna í stór- um stíl, sem óneitanlega gerir það að verkum, að meira verður um peninga í umferð. Og svo er heldur ekki í annað hús að venda, en til fólksins heima fyrir í heild; um erlendan veðbréfamarkað getur naumast verið að ræða, því þar hafa flestir nóg á sinni könnu, og í mörg horn að líta. Eins og málum nú er skipað, getur engum blandast hugur um það hvert stefni, sé eigi fullnaðar átökum beitt; vesturhvel jarðar er í hættu; svo að segja upp í landhelgi Canada og Bandaríkjanna, aru ósvífnir stigamenn að verki, er sökkva verzlunarskpium vorum, og stofna til fjörráða við friðsama sæfarendur; að skip komi í stað skips, er engan veginn full- nægjandi; skipastól vorn verður að auka, og tekur það, út af fyrir sig, feikna mikið fé; loft- flotann verður að efla, auk þess sem hergagna- framleiðsluna þarf einnig að auka á öllum hennar margháttuðu sviðum. “Það verða silfurkúlurnar, sem koma óvin- um vorum á kné,” sagði David Lloyd George í fyrri heimsstyrjöldinni; og þær verða að inna af hendi sama hlutverk í þeirri átakanlegu orrahríð, sem nú geysar í mannheimi. “Auðurinn er afl þeirra hluta, sem gera skal,” segir gamla máltækið; er hér um sígilda staðreynd að ræða, sem á þessum tímum kall- ar til almennings í enn ákveðnari tón, en nokkru sinni fyr; við kröfum þeirrar stað- reyndar má enginn daufheyrast, heldur verður nú hver og einn í frelsandi framtíðamafni, að ganga djarflega fram, og láta eldvígslu yfir- standandi tíðar sanna í eitt skifti fyrir öll, hvað í hann sé spunnið, er til úrslita þrek- raunarinnar kemur. Canada er gott og glæsilegt þmd; land. sem vert er hinna mestu fórna; megi ávalt yfir því blakta fáni hins frjálsborna manns! Verum samtaka! Styðjum sigurlánið af ráði og dáð! Svo fór um sjóferð þá Á öndverðum vetri sótti íhaldsflokkurinn Arthur Meighen upp á hillu, og dubbaði hann til foringja. Mr. Meighen var um skamma hríð forsætisráðherra þessarar þjóðar, og tapaði tveimur kosningum í Portage la Prairie. Mr. Bennett lét það verða eitt af sínum fyrstu em- bættisverkum, að skipa Mr. Meighen í senators embætti; þessu embætti sagði hann lausu á dögunum, til þess að leita kosningar til neðri málstofunnar, og takast á hendur flokksforust- una á þingi, því kosningu hefir hann vafalaust talið sér alveg vísa. Mr. Meighen bauð sig fram í South York kjördæmi, en það hefir jafnan verið eitt af traustustu varnarvirkjum íhaldsins; gegn Mr. Meighen sótti Mr. J. W. Noseworthy, C.C.F., og vann sá kosninguna með freklega 4,000 atkvæða meirihluta um- fram Mr. Meighen. Mr. Noseworthy á heima í Toronto, og er skólakennari að mentun; þykir vegur hans mjög hafa vaxið við þenna eftir- minnilega kosningasigur; hann er fyrsti C.C.F. þingmaður, sem Ontariofylki sendir á sam- bandsþing. — Og nú eftir fall Mr. Meighens, stendur íhaldsflokkurinn uppi sem höfuðlaus her. Nýárskveðja til lslendinga auátan hafs Eflir dr. Richard Beck, forseia Þjóðr.fél. ísl. í Vesiurheimi. Á þesum tíma árs, um jóla og nýársleytið, hverfur hugur vor íslendinga vestan hafs venju fremur heim til ættjarðarinnar, þó að eigi þurfi hátíðar eða tyllilaga til þess, að mörgum af oss verði hugsað þangað. Á oss sannast þráfaldlega orð Gríms skálds Thomsen, er langdvöl erlendis hafði glöggvað skilning á sálrænum og menningarlegum tengslum við ættland sitt: “I átthagana andinn leitar.” Eigi að síður er því svo farið, að á jólun- um sérstaklega verða bernsku- og æskuminn- ingarnar frá átthögum og ættlandi ofar og skýrari í hugum vorum en endranær. Þessar hjartfólgnu minningar hafa um hátíðarnar í ár fengið byr undir vængi með hinni fögru og bróðurlegu Jólakveðju til vor Vestur-Islend- inga, er biskup Islands talaði á hljómplötu að tilhlutun Þjóðræknisfélagsins í Reykjavík, og fjölmargir í vorum hópi vestan hafs hafa hlýtt á í kirkju sinni eða útvarpi, eða lesið í viku- blöðum vorum. Vakti kveðja þessi bergmál hlýleika og þakklætis í brjóstum vorum, og mikinn fögnuð, því að þar hljómaði oss kærleiksrödd bræðra og systra í heimalandinu. Þar heyrðum vér “íslands lag.” Sama máli gegnir um hina drengilegu og samúðarríku kveðju, er ríkis- stjóri Islands sendi oss á hljómplötu síðast- liðið sumar, og margir heyrðu, en ennþá fleiri lásu í vikublöðum vorum sér til ánægju og þjóðernislegrar hugarhressingar. Því að slíkar kveðjur treysta stórum meir en margan grunar ættarböndin milli Islend- inga austan hafs og vestan. Með þeim byggist meginstoð undir þá brú gagnkvæms skilnings og ræktarsemi, er vér viljum að sem allra lengst tengi oss saman um hið breiða haf. Og það er mikið fagnaðarefni, og ætti að vera góðspá um framhaldandi samband vort og sam- starf um langa hríð, að margar stoðir hafa á síðustu árum runnið undir brúna vor á milli yfir Atlantsála. Þeir álar verða altaf væðir bróðurhug beggja aðila, því að Örn skáld Arnarson hafði rétt að mæla, er hann komst svo að orði í kvæði sínu til Guttorms J Gutt- ormssonar skálds: “Það tekur trygðinni í skóvarp, sem tröllum er ekki vætt.” Eigi skal þess dulist, að þjóðræknisbarátta vor hér í erlendu umhverfi vestan hafs er á ýmsan hátt þungur róður, en mörg af oss hafa strengt þess heit, að leggja ekki árar í bát, fyr en yfir lýkur. Þjóðræknisleg starfsemi vor er margháttuð, stendur enn víða fótum, og á sér heilhuga unnendur, meðal eldri og yngri, í bygðum Islendinga víðsvegar um meginland Vesturálfu. Má þessvegna fyllilega ætla, að hún eigi enn langt líf fyrir höndum, ef vitur- lega og rétt er á haldið. Borgaralega skuld eigum vér eðlilega þeim löndum að gjalda, er vér búum í; en vér erum — mörg af oss að minsta kosti — sannfærð um það, að þá skuld greiðum vér bezt með því að varðveita í lengstu lög hina íslenzku menning- ar- og hugsjóna-arfleifð vora. Vér erum fast- trúuð á varanlegt og lífrænt gildi þeirrar arf- leifðar og segjum með Einari P. Jónssyni skáldi í einu af hans íslands-minnum: “Enn eru þínir allir góðir andlegu sparisjóðir!” Þessvegna erum vér einnig jafn fasttrúuð á það, að heimaþjóð vor beri gæfu til að ganga sigrandi af hólmi í viðureign sinni við þá örð- ugleika, sem hún á nú við að stríða. Vér ætlum, að hún standi á svo traustum merg sögulega og menningarlega, að núverandi vandkvæði vaxi henni eigi í augum, en eggi hana til vakandi viðnáms og öflugrar árvekni í varðveizlu sinna dýrmætu menningarerfða. I þeim anda flyt eg heimaþjóð vorri kveðj- ur og velfarnaðaróskir Þjóðræknisfélags Is- lendinga í Vesturheimi og Islendinga vestan hafs alment og tek einhuga undir orð Jóns skálds Magnússonar í kveðju hans til vor Vestur-íslendinga Alþingishátíðarárið ógleym- anlega: “Við höldum ennþá hópinn, þó hafið skifti löndum. Og okkar sæng er sveipuð af sömu móðurhöndum. Við hverja vöggu vakir sem vorblær frónskur óður. Og systkin öll við erum, sem elskum sömu móður.” (2. janúar, 1942). Trygg innátæða Þér sannfærist um að sparifé í Royal Bank of Canada, er trygg innstæða; reglubundin innlegg vaxa fljótt, og þér getið tekið pen- inga út, nær sem vera vill. THE ROYAL BANK OF CANADA — Total Assets $950,000,000 — Addresses Delivered at Judge Lindal’s Banquet ♦ ♦ + MR. G. F. JONASSON’S address at Testimonial Dinner in honor of Judge W. J. Lindal, Friday, February 6, 1942. Mr. Chairman, Honored Guest, Ladies and Gentlemen:— Tonight it is proposed to take our guest of honor apart, so to speak. To lay him on the table and look at his various constituent parts. Per- haps I should rather say that his life is to divided into epochs, to be dealt with by different speakers, selected for the sake of their ac- quaintance with the particular per- iod with which they will deal. I have accordingly been asked to speak to bim and extend felicitations on behalf of the fishing industry of Manitoba, and to speak of him in the days of his youth when he was laying the foundation for his bril- liant career, the crowning event of which we are celebrating here this evening. In order to do this subject justice I find it necessary to rem- ínisce a bit. In the year of 1898 the Canadian National Railways completed a branch line from Dauphin to the village of Winnipegosis, which was then in the process of formation. The completion of this road opened up a large area rich in fish, timber and furs. It was also quite well suited for ranching and mixed farm- ing. This area attracted the atten- tion of many aggressive and am- bitious Icelanders in the province, among them Jacob Lndal, the father of our guest of honor, who was then living on a farm at Fox Warrens. Hearing about the possibilities in the new fiistrict, he packed up his effects on horse-drawn wagons and drove his cattle, pioneer style, to Winnipegosis, where he arrived after a full week’s travel. This was in the early spring of 1901. His son, our guest of honor, was then a talented and ambitious young lad of only fourteen years. The first year in the settlement this lad at- tended the local school. The second year he took a job in a sawmill During this time he became very much interested in the work of the fishermen and after a while gave up his job in the sawmill to join their ranks. Let us remember that these were days of pioneering in the fishing industry as well. Gas boats were unknown at that time and the row boats and sail boats used required a great deal more skill and seamanship to navigate than is now necessary where power driven boats are the common conveyance. Young Walter Lindal was quick in mastering the technique of a suc- cessful fisherman and in 1905 he was invited to join J. Ingram, who was a very capable and successful fisherman, as an equal partner. This promising partnership had not lasted long when Mr. Ingram was taken seriously ill and had to go to a hospital, leaving the burden of responsibility entirely upon the shoulders of his young partner. The spring season of that year and the following fall season, during both of which young Lindal was entirely in charge of operations, were so suc- cessful that after all expenses for Mr. Ingram’s hospital and doctor’s cares had been deducted there were still $600.00 to be divided equally. As an example of Mr. Lindal’s seamanship and the true fisher- man’s pride in his boat and equip- ment, I would like to mention that the boat which he operated during these seasons, named the “Sir Wil- fred Laurier,” was according to Lindal’s version at least, the fastest sail boat on the lake at that time. This belief, however, was challenged by a new boat, and prizes were put up. In the race that followed, Lin- dal’s boat outsailed the other in a short time and brought home the prize. This little incident, insignifi- cant as it may seem, is characteris- tic of the man that was then in the making. Ambition, earnestness, self-confidence, complete willing- ness to challenge any opponent, no matter how formidable, in the be- lief of the righteousness of his cause and ultimate victory. But young Lindal was not destined to remain an ordinary fisherman. A calamity befell him but this too turned out to be a stepping stone toward further success. The great physical and mental strain upon him, while carrying the load of two men during the fishing seasons referred to before, proved too much. At the close of the latter season he was brought home from the lake on a stretcher, and advised by a doctor to stay away from the lake for at least a year. That fall he entered college here in Winnipeg, somewhat broken in health with $300.00 as his entire capital. But the fisherman’s luck was still with him. During that and successive years he earned scholarships which made it pos- sible for him to complete his college career. But although Mr. Lindal was thus forced out of the fishing industry by the turn of events spoken of, he never lost interest in that business, and has always been a great friend and adviser to the fishermen. As one associated with the fishing industry for many years, I am in a position to know that any •time there were problems to be solved or councils to be sought in any matters pertaining to the fishing in- dustry, Walter Lindal was the unani- mous choice of the fishermen. They always felt that he was one of them, and that he understood their prob- lems and was always ready to ren- der service and assistance. During the last twelve years Mr. Lindal and I have been associated to the extent of sharing the same of- fice and I know that I speak the sentiments of my staff when I say that we all miss him very much from our midst. During this time I have had ample opportunity to become well acquainted with Mr. Lindal. As a representative ,here tonight of the fishing industry, I am safe in saying that it is no surprise to us that he has now received recognition for his community in- terest, for his fine intellectual quali- ties and sound judgment, which he has always exercised in dealing with his fellow men. While the fishing industry has lost the services of a friend and a good counsel, who will be greatly missed, nevertheless, Judge Lindal, it affords me great pleasure tonight on behalf of your many fishermen friends, whom you have so well served, to extend to you our congratulations on your splendid achievements and to wish you the very best both in personal and official capacity in the days to come. Thank you. 4- 4- + TO W. J. LINDAL February 6, 1942. Mr. Chairman, Walter Lindal, Ladies and Gentlemen:— It is a pleasure to take part in a friendly gathering where you, Wal- ter, are the guest of honor, and \vhich is héld in view of your recent appointment to the Bench. What are the necessary qualifica- tions for the appointment of a Judge? The late Sir John A. Mac- Donald once answered this question as follows: “In the first place, the man must be a gentleman; and if he knows a little about the law, that is all to the good.” In the first place, Walter, you are a gentleman. In the second place, you know the law, and in the third place, you are a true, loyal Brit- isher. So there is no doubt as to your qualifications. But it is Walter Lindal the indi- vidual that I wish to discuss. As an individual, you have done your duty by your fellow men, your commun- ,ity and your country. You have always looked upon yourself as one of the common peo- ple from where you sprung and amongst whom you will always feel at home. I have never seen you happier than when you had on a pair of overalls, an old sweater, a pair of moocasins or rubbers on your feet, a gun on your shoulder; wading through the sloughs and pot- holes in the Lundar district duck- shooting. You always went out after maximum results, and when your bag of birds was the largest, or equal to that of anyone with you, you were satisfied; but if you were a little behind, there was always a pot-hole or two where you had lost something; and you usually found it. About your competitive spirit there is not any doubt. Whether it was in your profession, games, or other competitions, you always gave your best. When you won, you took for granted that was as it should be. When you lost, you took it with a smile—but you always began to analyze and make a research as to the causes, and to reinforce the weak spots. You never took a loss as a defeat; but simply as a temporary set-back towards ultimate victory; therein, as always, showing the true British spirit. When I was on my back last summer, you visited me. I ap- preciated that, and I also ap- preciated when you bluffed me so beautifully that day; but this eve- ning we will not be allowed to reminisce old times. I came here this evening to ex- press to you, on behalf of myself and my family, our heartiest congratu- lations on your appointment to a position you had made up your mind years ago you were going to attain, and one I know you will fill with distinction and honor to yourself, and that you will be a credit to the Judiciary of this Province and of Canada. I have, however, one regret — that your life partner, one of the greatest women Canada has ever produced, is not here to rejoice with us in your hour of triumph. PAUL REYKDAL. Ræða W. J. Lindals dómara flutt í samsæti 6. febrúar 1942 í samkomusal H. B. búðarinnar. Eg vil þakka nefndinni fyrir þá góðvild, sem hún hefir sýnt mér með því að stofna til þessa samkvæmis. Einnig vil eg þakka ykkur fyrir að koma, sérstaklega þeim, sem komu utan af landi. Þið komuð ekki einungis í þeim tilgangi að sýna mér heiður, heldur og til að sýna mér og dætrum minum velvild, einmitt þegar hennar er mest þörf. Svo veit eg einnig að þið eruð að samgleðjast, ekki af því það var eg, heldur af því það var íslendingur, sem hlaut heiður- inn. Vestur-íslendingum þykir altaf vænt um þegar einhverj- um þeirra auðnast að ryðja sér braut inn á nýja vegi. Menn láta sig litlu skifta hver einstakling- urinn er. Eg vil þakka skáldunum báð- um fyrir kvæðin. Eg á dálítinn kistil, þar sem eg geymi þau bróf og annað þessháttar, sem mér þykir mér vænt um það, sem að bæta kvæðunum í safnið. Eg þakka séra Valdimar Ey- lands fyrir hans hlýju orð i ininn garð og svo I)r. Richard Beck fyrir bréfið. Þessir menn tala bæði persónulega og fyrir hönd Þjóðræknisfélagsins, og þykri mér vænt um það, sem þeir sögðu. Þjóðræknisfélagið hefir unnið stórt og þarflegt verk og á eftir að gera miklu meira. Fyrir nokkrum dögum síðan las eg kvæði til Dr. Beck eftir vin okkar allra, Magnús skáld Markússon Fyrsta línan hljóð- ar þannig: “Beck, þú prýðir bekkinn okkar beztu drengja.” Mér þykir slæmt að Dr. Beck

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.