Lögberg - 12.02.1942, Blaðsíða 6

Lögberg - 12.02.1942, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 12. FEBRÚAR. 1942 STRÍÐSTÍMASAGA “Aldrei frá hugprúðum mönnum . . . ‘ "Betri er brotinn en beygður háls." sagði hún. — Þá kom brosandi blindur maður utan úr geimnum . . . Eftir I. A. R. WYLIE [Hún er alþekt söguskáld — “Fædd I Astrallu — mentuð í Belgfu, Englandi og pýzkalandi. — Seldi fyrstu sögu sína um tvítugt. — Ann útivist og ferðalöguni — en mest >6 landsetri sfnu f New Jersey’’ — segir ritstjóri blaðsins lAberty, sem sagan er þýdd úr.—s.s.] “Ef til vill eggjaköku —” “En það eru engin egg til, Mam’zelle Jacquine.” “Eða svínslæris fiögur — eins og þér til- reidduð þær — með skvettuögn af Madeira —” “Ekkert svínakjöt til — þótt hamingjan viti að nóg sé til af svínunum. Og að því er Madeira snertir, þá er ekki til svo mikið sem einn dropi af nokkru víni —” Kænskuglampi lýsti upp hið hrukkótta andlit sveitaþernunn- ar, er beygði sig yfir þvottastampinn. “Nei, ónei, okkur hér er vissulega ekkert eftir skilið. Þrátt fyrir það gæti eg, Mam’zelle, náð í hænsnisunga handa Monsienr Paul —” Stúlkan stundi og rétti úr sér. “Babette,” sagði hún. “Mér þykir vænt um yður. Þér hafið verið mjög trúföst þerna. En fái Mons. Paul hænsni í miðdagsverðinn, þá tala eg aldrei eitt orð framar við yður.” Svo bætti hún við með gremjusvip: “Og ef hann vissi um það, myndi hænsnakjötsbitinn standa í honum.” “Ó-sussu!” Gamla andlitið varð þrjózku- legt. “Mons. Paul geðjast það bezt.” “Honum geðjast annað betur.” “Má vera. En eigi löngun manns að haldast við, verður hann að fá kraftgóða næringu. Maður ætti að vera sanngjarn —” Stúlkan sneri skyndilega í burtu. Hún vildi ekki að athugula gamla þernan tæki eftir hve þreytt og hugdeig hún væri. Fór því fram úr hráslagalegu eldhúsinu og inn í stóra sal- inn. Það var gamaldagslegt herbergi, ofskipað húsmunum, þó vel umgengið og með tignar- svip. Stóru gluggarnir stóðu opnir og hún gekk út í umgirt garðsviðið. Þar var alt á kafi í illgresi, því að Jacques, er garðinn hafði hirt sem unaðsreit sinn, var nú dáinn. En Paul var þá að koma heim. Hann myndi upp- ræta illgresið svo garðurinn gæti næsta sumar blómgast aftur og glitrað í sinni fyrri dýrð. Það yrði sem einn þáttur hinnar dularfullu upprisu lífsins. Járngrindinni í garðshliðinu var skelt aftur með glamri. Maður kom stikandi upp eftir stígnum. Hún hrökk við, er hún kannaðist við einkennisbúna manninn. Þetta var látlaus búningur, en það látleysi virtist henni svipa til kurteisis-kveðju mannsins — yfirdrifið svo að við móðgun lægi. “Þetta er yður ánægjudagur, Mam’zelle. Mér skilst að bróðir yðar hafi verið látinn laus og sé að koma heim.” “Já, Capt. Rudrich.” “Leiðtoginn okkar er göfuglyndur. Hann virðir mann eins og bróður yðar. Snjallan flugmann. Þið áttuð svo fáa hans líka, að við veittum honum athygli. En við berum enga andúð í brjósti til hans. Eins og félagi hefi eg skipað Serg. Hildebrandt að koma með sjam- paní-flösku til fagnaðarmótsins, sem eg vonast eftir að mega njóta með yður.” Hann sá roðann færast í hreinfölar kinnar henni. Það jók glampa ljósbrúnu augnanna og afmarkaði nánar þóttasvipinn á rauðum og mjúkum vörunum. Nú var sem stirndi á þykka lokka brúna hársins öðruvísi en hann hafði áður veitt eftirtekt. Það var alveg eins og hið innra með henni hefði tendrast bál, er af glampaði í hverri taug tilveru hennar. Já, þessar frönsku konur bjuggu yfir einhverju hið innra með sér. Þrátt fyrir snjáðan dökka kjólinn, sem stúlka þessi klæddist, bar hún á sér þann sérkennilega tignarsvip, er jafnvel yfirgnæfði hina feimniskendu og töfrandi feg- urð hennar. Þetta æsti í huga kafteinsins hina ekki óalgengu skyndilöngun til ofbeldis gegn henni. En fyrirskipanirnar höfðu verið fast- ákveðnar. Landsfólkinu átti að sýna hin ströngustu virðingarmerki — þangað til aðrar reglur yrði settar. “Þökk Capt. Rudrich. En við þiggjum ekki gjafir frá óvinum okkar. Né heldur njótum við fagnaðarmóta með þeim.” “Þetta er þrályndislegt, Mam’zelle. Reigðir hálsar eru óþjálir. Þeim er brotgjarnt.” “Betri er brotinn en beygður háls.” sagði hún. "A cliché!" sagði hann í djúpri góðlyndis- raust. “Þetta eru gamaldags orð, liebes Frau- lein. Nú eru nýir siðir að koma í gildi. Á þeirri öldu er bezt að berast með velþóknunar- huga.” Hann sló saman hælum að hermanna- sið. “Hafið það í huga. Margt af yðar þjóðar fólki hefir þegar gert það. Bróðir yðar ef til vill þar á meðal.” Hún brosti við þessu. Bros það hefði hann gjarnan viljað mega strjúka af andliti hennar. Og þegar hún sneri í burtu án þess að virða hann svars, fékk hann hvöt til að kalla á eftir henni: “Yður mætti detta í hug,” sagði hann, “að ekki heldur látum við lausa okkar óvini.” Það marraði í hjörum járngrindarinnar þegar hún opnaði garðshliðið. Faðir hennar, faðir hans og afi höfðu verið læknar, er dvelja vildu sem mest í námunda við fólk sitt, svo að stóra húsið, er stóð dálítinn spöl frá aðai þorpsgötunni, hafði verið Ronsard-heimilið kynslóð eftir kynslóð. Á hverjum morgni er Jacquine Ronsard leit út um svefnherbergis- gluggann sinn hafði hún séð þrílita fánann blakta frá mairie-inu þar andspænis. Nú var þríliti fáninn horfinn. Hún gekk hratt. Litla járnbrautarstöðin var utanvert við þorpið. Þunglamalegir her- menn mættu henni, og þorpsbúarnir. sem ver- ið höfðu kunningjar hennar. Nú litu þeir hornauga til hennar, eða létu sem þeir sæi hana ekki. Hún var að gera þeim erfiðara fyrir, með því að halda uppi mótþróa-stríði þeirra, sem ósigur höfðu beðið. “Ó, Paul!” hvíslaði hún. Við það nafn var öll hennar von bundin. Blériot gamli stóð við dyrnar á litlu búð- inni sinni. Gluggarnir voru tómir og rykugir; en kjallarinn var honum að sögn, eins og auka- skópar í viðlögum. Blériot og þorpsstjórinn hötuðust. Þeir höfðu staðið í háa rifrildi kvöldið sem mótorhjóla njósnarliðið nam stað- ar við mairie-una. Blériot hafði viljað halda áfram að berjast alt til seinasta varnarvirkis — hvar sem það væri — en þorpsstjórinn, sem gildan sjóð, geymdi í góðu fylgsni, hafði alls ekki viljað berjast á nokkrum stað. Nú forðuðust þeir að segja nokkurt orð hvor við annan. Blériot sagði blátt áfram að þorpsstjórinn væri reglu- leg raggeit, ef ekki eitthvað verra, og þorps- stjórinn ásakaði Blériot um að vera nurlara. Og vissulega hafði eitthvað undarlega ískyggi- legt komið yfir Blériot, sem verið hafði hraust- ur hermaður og heiðarlegur kjötsali. Hann hæddist nú að öllu. Glotti jafnvel við Jacquine, þegar hún mætti honum. “Eruð þér að fara til móts við annan af okkar hugrökku piltum?” spurði hann. “Á eg ekki að keyra með yður út á stpðina? Þeir hafa áætlað mér bálsvökvann.” Þetta var satt. Blériot keyrði með fyrir- liða þýzka setuliðsins til stöðvarinnar á París- arbrautinni og með óbreyttu hermennina til I'staminet des Quatres Rats við vegamótin, svo hann hafði ráð á allri þeirri gasolíu, er hann kærði sig um. Það var nú erfitt að minnast þess að hann hefði barist við Verdun og verið sæmdur verðlaunakrossinum til viðurkenning- ar fyrir frækilega frammistöðu. Og öllum var kunnugt um að hann hefði selt krossinn ein- um innrásar-hermanninum eins og minnis- merki. Je m'en fous, sagði hann. Paul var í einkennisbúningi. En eins og alt annað voru fötin óhrein og sem illa fengin. Hið veglega flugkappamerki hafði verið slitið af þemi, og hinn djarfmannlegi svipur andlits hans var orðinn að þrjázkukendum frekju- hroka. Hann hló gáskalega er hún studdi sig við hann. Eh bien, litla systir, — af hverju ertu að snökta? Eg er kominn heim heill á húfi. Ekki með eina einustu rispu á mér. Svo út af hverju er þá að gráta?” Jacquine hafði prýtt borðið með kerta- ljósum og gömlum kristalsmunum, hverra feg- urð og verðmæti innrásarliðið ekki hafði kunn- að að meta. I mjúkri kertaljóssbirtunni komu drættirnir í andliti Pauls hlífðarlaust út, línur er fangavistin hafði myndað um munn honum og augu — kæruleysis- og fyrirlitningar-línur, sem bægðu frá allri harms- og blygðunarkend. Hann og Babette skildu hvort annað, og hann rak upp hryssingshlátur er hún sagði honum hvernig hún hefði smjaðrað hænsnið út úr Blériot, sem það hefði fengið frá Serg. Hilde- brandt fyrir fría keyrsluferð til eslaminei, en sem eignast hefði það auðvitað með “kröfu- gerð.” “Babbette er ráðkæn,” hafði Paul sagt. “Hún notar sér fljótlega nýja fyrirkomulagið.” Og þegar Capt. Rudrich hafði komið með sjampaní-flösku undir hvorum handlegg. fagn- aði Paul honum sem félaga og heiðursgesti; þeir klingdu glösum hvor öðrum til heilla, án þess að skeyta nokkuð um fölleitu stúlkuna, er hjá þeim stóð, með vínstaup í hendinni. “Til heiðurs þeim, sem hæst gnæfir — hver sem hann er — guð blessi hann!” hafði Paul hrópað. Þá kipti Jacquine sundur staupsfætinum milli fingra sér. Brotsbresturinn hafði hvinið hátt við í kyrð stofunnar, meðan karlmennirnir tveir tæmdu staup sín, og þeir litu báðir til hennar, Capt. Rudrich með bros leikandi um varir sér, en Paul með bitrum gremjusvip á brá. “Þetta var heimskuleg sorgar-söngleiks- athöfn, systir góð,” sagði hann. “Þér verðið að afsaka hana, hr. kafteinn. Kvenfólkið fær ekkert skilið í ósigrum — eða jafnvel því, að betra sé að verða fyrir ósigrum, þegar maður er ekki fær um að vinna sjálfur sigur. Vissuð þér það, kafteinn, að foringi flugdeildar minn- ar sneri beinlínis á flótta — en plein combat — og flaug burt til að bjarga lífinu. Eg skal einhvern tíma segja yður alt um þær athafnir. Þær eru dauðans hlægilegar —” Hann varð alt í einu þungbrýnn og valdsmannslegur. “Farðu ekki burtu, Jacquine. Þú mættir eins vel heyra sannleikann núna eins og seinna. Eg er nú hættur að vera Frakki. Það nafn þýðir ekkert annað en skítuga pólitík, flýjandi hershöfðingja og græðgisfull smámenni í um- brotum við að ná greiðri leið á miðri götunni. Til vítis með þá alla!” Hann skelti hönd á öxl Capt. Rudrichs. “Hér er nú klingt til heilla framtíðarinnar — minnar eigin framtíðar líka, um þrjár máltíðir á dag, þak yfir höfuðið og lokaðar varir.” Capt. Rudrich brosti nú beint við stúlk- unni. “Bróðir yðar er dálítið ölvaður, liebes Fraulein. En öl er innri maður. Eg sagði yður — var það ekki? — að við sleptum ekki okkar óvinum.” Nú hindruðu þeir ekki burtför hennar, er hún fór inn í setustofuna. Þangað bárust henni hin ömurlegu hlátursköll Pauls bróður síns, og hún fann að alt umhverfis hana væri aðeins dauðir og hrörnandi hlutir. Þetta her- bergi, með erfðaóð þess og endurminningar var henni nú sem grafarhólf. Þar gæti hún ekkert skjól fengið né jafnvel heldur í garð- inum, sem aldrei framar myndi blómum skrýðast. Nú væri hún orðin ein af vesalings flóttalýðnum, sem mánuðum áður hafði streymt gegnum þorpið á blindri og stefnulausri flótta- för frá heimilum sínum. Nú væri líka hún orðin heimilislaus. Hún hraðaði sér út úr þorpinu eftir götu- slóða, er að lokum eyddist og hvarf í engja- landið. I skjóli trjáraðar þar kraup hún niður, grúfði andlitið í mjúku stuttgresinu við rætur þeirra og grét eins og hún væri að syrgja dauðan ástvin. Gegnum höfgan grátekkann heyrði hún djúpar og kunnuglegar drunur, sem ekki smá- hljóðnuðu þó nú út í geiminn, en hættu alt í einu. Hún settist upp. Húmið var nú orðið að dimmu náttfalli. Ofar nærlægum misturs- hjúpnum tindraði kvöldstjarnan eins og bjart og stöðugt vitabál. Og undir trjánum, eins og runnið saman við skugga þeirra, hafði flugfar fundið sér lendingarstað og skjól. Hún gat enga grein gert sér fyrir því hvprsvegna hún varð ekkert óttaslegin — nema ef til vildi það, að hún ætti nú ekkert eftir til að óttast um. Hún stóð á fætur og gekk að flugfarinu. Fast hjá því stóð maður, en hún gat ekki séð í andlit honum. Hún skildi ekkert í því hversvegna þessi dökki, hreyfingarlausi skuggi virtist svo dapurlegur. Hann hélt hönd fyrir augu og laut höfði eins og til bænar. En hann virtist hafa heyrt hana nálgast, og spyr á ensku: “Hvar er eg?” og hún svarar einnig á ensku: “Þetta er Jonville, á Frakklandi—■” “Þökk!” sagði hann aðeins. “Er nokkur með yður?” spurði hún. “Ekki nú lengur. Ginger — flugfélagi minn — er í flugmannsklefanum. En hann er nú farinn. Hann fann á sér að hann væri að fara — en sagðist skyldi lenda fyrst. Það gerði hann líka snildarlega. Hver eruð þér?” “Eg heiti Jacquine Ronsard —” “Ronsard — það hljómar eitthvað kunnug- lega. Þér eruð frönsk, auðvitað?” “Já —” “Eg veit nú ekkert hvers vegna eg sagði ‘auðvitað.’ Þessi staður hlýtur að vera morandi af Jerries. Geri ráð fyrir að þeir hafi hendur á hálsi mér hvert næsta augnablikið sem er.” “Hví lentuð þér hér?” spurði hún hálf- gremjulega. “Við neyddumst til þess. Gulnefurinn einn sendi okkur sprengjuskeyti. Ginger fékk sinn skerf, aumingja pilturinn. Og svo var gasolían okkar líka uppgengin, hvort sem var —” “Þér eruð líka særður.” “Ofurlítið. Það er ekkert. Eg er enn á fótunum. En eg býst ekki við að eg sé mikil sjón að sjá. Gerið svo vel að líta ekki framan í mig — ekki svo sem eina mínútu —” Hann fór að þukla um yfirhöfn sína, og hún sá hann draga upp vasaklút, snúa baki við henni, þerra andlit sitt og stumra við að binda dökka druslu um augu sér,. eins og til að dylja þar fyrir henni eitthvað ófagurt og aumkvunarvert. En hún sagði stillilega.: “Eg hefi séð svo margt — Faðir minn var læknir. Leyfið mér að hjálpa yður.” “Þökk.” Hann sneri sér að henni — þó ekki algerlega, en stóð þarna þráðbeinn eins og svört ör er bæri við drungalegt flugfarið að baki hans. “Það þætti mér vænt um,” sagði hann svo og rétti fram aðra höndina, þó ekki alveg beint að henni, en hún gekk til hans og greip um höndina. Þar sem næturhúmið huldi nú alt, fór dauft ljós tindrandi stjarnanna að dreifa ögn dimmunni. En fyrir honum hugði hún að húmið væri nú orðið algert. Og hún beygði sig skyndilega yfir höndina, er hún enn hélt um, og brá kossi á hana. “Nú — ekki þetta — Hvers vegna gerðuð þér það? Af vorkunnsemi við mig?” “Nei —• eg er ekki að aumkva yður. Eg gæti ekki látið yður skiljast það. Þér yrðið að vera í mínum sporum til þess. Um mig er nú ekkert að gera. Um ekkert okkar hér er neitt framar að hugsa. Hvernig fæ eg hjálpað yður?” Hann svaraði þessari spurning hennar ekki undir eins. Og hún gat sér til að hann berðist með sjálfum sér við að ná fótfesti í þessum dimma og kvalaþrungna óskapnaði tilveru sinnar. “Eg geri ekki ráð fyrir að þér getið gert neitt — nema að ná í einhvern gildan Jerry til að taka við mér. Út úr þessu er engin leið —” Hann lagði hönd á flugfarsvænginn, eins og í kveðjuskyni. “Eitt er það, þó, sem við verðum að gera — með einhverju móti,” sagði hann. “Við verðum að brenna hana — láta hana ekki falla í hendur þeim. Hún er hreinasta gersemi — og þeir myndi nota hana til óþverraathafna . . . Er hér nokkur, sem hjálpað gæti — einhver af yðar fólki?” “Eg á bróður,” sagði hún í lágum tón. “Hermann?” “Hann er flugmaður —” “Hann myndi skilja þetta. Eg er, sjáið þér, hálf-ráðalaus. Svo virðist, sem eg geti ekki hugsað greinilega. Að verða snögglega blindur — eins og truflar manni hugsanagang- inn —” Hann mintist ekkert á þjáningar sínar, en hún fann þær fara eins og eldheitan rafmagns- straum gdgnum allar taugar áér frá hönd hans, er hún enn hélt um. Hún greip utan um hann, er hún fann hann heykjast ögn og hallast upp að henni. “Þetta er mér léttir,” sagði hann lágt. “Lofið mér því, þó — að þér látið þá ekki ná í flugfarið okkar —” “Því lofa eg.” “Þér eruð undur smávaxin, eruð þér það ekki? Eg ætti ekki að hallast svona þunglega að yður.” “Styðjist við mig,” skipaði hún. Henni virtist aukast þrótturinn hans vegna, og einhvernveginn staulaðist hún með hann hægum skrefum inn yfiir engjateiginn. Þar sem stígurinn nálgaðist alfaraveginn, myndi hættan mæta -þeim. Á hverju augnablikinu sem væri rækist þau kannske á næturverðina, eða menn, sem selt hefði sig til njósnarstarfs og ekki myndi hika við að framselja aðra. Við gatnamótin, þar sem dökka veggi næstu þorps- húsanna bar við stjörnulýst loftið, heyrði hún skrölt af bifreiðarför nálgast þau, og dró því íörunaut sinn með sér inn í húmskjól við einar húsdyrnar. Þetta var hin gamla Citroen-bif- reið Blériots, þéttsetin Jerry (þýzkum) her- mönnum á leið til Quatres Rats. Þeir voru að belja einhverja sér hugljúfa ástarsöngva og hún heyrði piltinn við hlið sér gefa frá sér lágt hláturskvak. “Eg hygg þetta sé svarið við erindum þeirra. Þeir eru að gera sér glaðar stundir. Það var heppilegt fyrir okkur,” sagði hann. I húsinu hinu megin við garðsauðnina var grafarkyrð, eins og vera bar. Ljósglæta sást enn frá borðstofunni, en ekkert mannamál heyrðist þaðan. Svo Capt. Rudrich hafði þá lokið erindi sínu þar og farið sína leið. Aðeins heyrðist Babette gamla vera að rjála eitthvað við diska í eldhúsinu. Hin gömlu eyru henn- ar voru æði hljóðnæm, og stúlkan hálf-stóð á öndinni meðan hún leiddi förunaut sinn inn eftir dimmum gangi og upp mjóan bakstiga inn að eigin herbergi sínu. Hávaðinn af reikulu fótataki hans skelfdi hana. “Eg geri skollans hávaða,” sagði hann. “Þér verðið að aðvara heimilisfólkið. Það kann að halda mig einn Jerry-anna.—” Hann hugði sig hafa lent meðal vina. Hún kveikti ljós í herbergi sínu. Hann þurfti ekki á ljósi að halda, en sat kyr þar sem hún íékk honum stað á rúmsbrúninni, og lét hendurnar lafa inn af knjám sér. Blóðið hafði seytlað úr lélegum umbúðunum á augum hans. Hún losaði um- þær. “Mér þykir leitt,” sagði hann “að vera svona illa- til reika.” En litla undrunarstunan, sem brauzt út af vörum henni, var ekki vegna hinna blóðidrifnu augnatófta hans, þar sem áður hafði glampað líf og viðkbæmni og mjúkur brosgeisli, heldur vegna birtingar hins undrafríða andlits hans — staðfestulega svips varanna, göfugmannlega ennisins, sem brúnir, svitastorknir hárlokk- arnir liðuðust niður um. Hún þvoði andlit hans og vaíði augun nýjum umbúðum.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.