Lögberg - 05.03.1942, Blaðsíða 1
PHONES 86 311
Seven Lines
\\VVV
flvio^
V.Vvvvv^'
>rers
Ln,ko^ atl For Betíer
CoT’ Dry Cleaning
and Laund”v
C"“v!0s
PHONES 86 311
Satisfaction
55. ÁRGANGUR
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 5. MARZ, 1942
Sjötíu ára ungur
Sveinn Thorvaldsson, M.B.E.
Á þriðjudaginn átti Sveinn Thorvaldson, M.B.E., kaup-
hvaður í Riverton, sjötugsafmæli, og var honum í tilefni af
því, haldið veglegt samsæti á Fort Garry hótelinu þá uin
kvöldið. Mannfagnaði þessum stýrði Capt. J. B. Skaptason,
°g fórst hið bezta úr hendi; mikið var um ræðuhöld, eins
°g vænta mátti, en flestar voru ræðurnar stuttar, og öllu
stilt í hóf. Til máls tóku Guðmundur Grímsson dómari,
Mr. McFaddyen, Paul Reykdal, Ásmundur P. Jóhannsson,
ólafur Pétursson, Dr. Thorbergur Thorvaldson, W. .1. Lindal
dómari, Páll S. Pálsson, Thorvaldur Pétursson, S. V. Sig-
urdson, Einar P. Jónsson, Árni G. Eggertson og Dr. Lárus
Sigurdson, er afhenti heiðursgestinum forkunnar fagran
vindlakassa úr silfri, sem góðviljavott frá vinum heiðurs-
gestsins; var áletrunin á þessa leið: “Presented to Sveinn
Thorvaldsson, M.B.E., on his 70th Birthday, by a group
°f friends, 3rd March, 1942.” Dr. S. E. Björnson flutti
heiðursgestinum ágætt kvæði, auk þess sem honum barst
faguryrt ávarp frá forseta Þjóðræknisfélagsins, Dr. Richard
®eck. Gunnar Erlendson hafði forustu um söng. f lok
samsætisins flutti Mr. Thorvaldson skipulega ræðu, er víða
kom við, og dró fram í dagsljósið mörg mikilvæg atriði úr
s°gu islenzkra frumherja og nýbygðanna við 4Winnipeg-
yatn. Sveinn Thorvaldsson kom ungur af fslandi, og er því
1 rauninni í frumbyggjatölu; hann er einn af allra áhrifa-
mestu athafnamönnum í hópi íslendinga vestanhafs, og
stendur jafnan i fylkingarbroddi. Sveinn Thorvaldsson er
þéttur á velli og þéttur í lund; hann er manna vinfastastur,
og höfðingi mikill heim að sækja; enda hefir heimili hans
jafnan staðið í þjóðbraut.
Lögberg árnar Sveini Thorvaldssyni allra heilla í tilefni .
af sjötugsafmælinu.
Vegleg og þakkarverð gjöf
f’ennan fagra verðlaunagrip hefir Keystone Fisheries,
Lrmited, gefið Curling Association kvenna i Riverton til
orlegrar samkepni. Mr. G. F. Jónasson er aðaleigandi og
ramkvæmdarstjóri Keystone fiskverzlunarinnar, sem nú
yr orðin stærsta og umfangsmesta verzlun slikrar tegundar
1 Manitoba; enda er Mr. Jónasson óvenjulegur athafnamað-
Ur» og áhugasamur um mannfélagsmál sem þá er bezt getur.
UpPLÝSING FRÁ OTTAWA
Herinálastjórnin í Ottawa hef-
lr fen8ið vitneskju um það, að
* menn af liði Canadamanna
1 Hong Kong, hafi fallið eða
ynst; ekki er vitað um nöfn
þessara manna enn.
LOFTÁRÁS Á PARÍS
Simað er frá Vichy á mið-
vikudagsmorguninn, að flugher-
inn brezki hefði kveldið áður
gert snarpa órás á vélaverk-
smiðjur í París, er orsakað hefði
dauða 650 manna.
Velkominn geátur
Hingað kom til borgarinnar á
mánudaginn merkur og velkom-
inn gestur af íslandi, Steingrím-
ur Jónsson, rafstjóri, sá er unnið
hefir að því manna hezt, að
hella ljósi yfir landið; hann hef-
ir dvalið í Bandaríkjununi um
nokkura hríð í erindum íslands-
stjórnar.
Steingrímur er sonur gáfu-
mannsins mikla, séra Jóns
Steingripissonar, er prestur var
í Gaulverjabæ, en lézt á ungum
aldri; hann var bróðir Guðmund-
ar Grímssonar dómara, og þeirra
systkina. Steingrímur Jónsson,
er einnig, sem hann á kyn til,
fjölhæ.fur gáfumaður, og nyt-
samur þjóð sinni sem þá, er bezt
getur; hann er í orðsins sönn-
ustu merkingu, einn af áhrifa-
mestu vökumönnum íslands á
sviði athafnalífsins.
Niðursuðuverksmiðja
á Akranesi
Haraldur Böðvarsson & Co. á
Akranesi hafa látið byggja Nið-
ursuðuverksmiðju með vélum
og öllum útbúnaði af nýjustu
gerð, ásamt reykháfi til að
reykja í sild og fisk.
Vélarnar eru að mestu leyti
sjálfvirkar og ganga fyrir raf-
orku, en niðursuðuvörurnar eru
soðnd'r við gufu og afkældar með
nýrri aðíerð. Verksmiðjustjóri
er Pétur Jóhannsson.. Firinað
hefir látið skrásetja vörumerkið
“Hekla” fyrir niðursuðuvörur
sinar og«eru fiskabollur frá verk-
smiðjunni þegar komnar í flestar
verzílanir landsins, en á næst-
unni er von á fleiri tegundum,
t d reyktum sildarflökum, fisk-
búðingum o. fl.
Firmað Eggert Kristjánsson &
Co. hefir söluuinboð til kaup-
manna og kaupfélaga um land
alt.
Á Akranesi eru hin beztu skil-
yrði fyrir þenna rekstur, glænýi
fiskurinn og sildin úr sjónum
og nýmjólkin á staðnum og úr
nærsveitum í bollurnar.
Við flökun, reykingu og niður-
suðu á síld, þarf um 70 manns
til vinnu og afkasta vélarnar þá
20—30 þúsund dósum á dag. En
af fiskabol'lum getur verksmiðj-
an búið til 7500 heildósir á dag
og í þær í’ara m. a. 3000 lítrar
af nýmjólk.
Þessi starlsemi getur hjálpað
bændunum í nágrenni Akraness
állverulega, með sölu mjólkur-
innar og það vill svo heppilega
til, að þegar mest er af mjólk-
inni, þá eru bezt skilyrði fyrir
þessa framleiðslu, þá er ýsan
feitust og bezt og mest af henni.
Þessi 'starfsemi er aðallega
hygð upp með útlenda markað-
inn fyrir augum, en að sjált-
sögðu verður líka selt á inn-
lenda markaðnum eftir þörfum.
—(Mbl. 7. des.).
Sigurlánið •
Þegar blaðið var svo að segja
fullbúið til prentunar, bárust
þær fregnir frá Ottawa, að Sigur-
lán cana,disku þjóðarinnar væri
komið nokkuð yfir þær 600
miljónir, sem fram á var farið;
enn eru eftir tveir dagar af hin-
um tiltekna fjársöfnunartima, og
má þvi ætla, að áður en sá tími
rennur út bætist enn álitleg upp-
hæð við; ber þetta vott um ein-
ingu og viljafestu hinnar cana-
disku þjóðar.
Skipaður
framkvæmdarstjóri
Hugh L. Hannesson
Svo hefir skipast til, að Mr.
Hugh L. Hannesson, sá, er um
nokkur undanfarin ár veitti for-
ustu Hannesson Net & Twine
félaginu, hefir nú tekið að sér
forstjórn Drummondville Cotton
Company, sem skrifstofu hefir
og vöruhús að 55 Arthur Street
hér í borginni. Mr. Roy E. Park,
sem haft hefir með höndum for-
stjórn þessarar veiðarfæraverzl-
unar. flytur til Montreal í vor.
og verður aðalsþlustjóri félags
þessa í Canada.
Mr. Hannesson er ungur og
glæsilegur maður, fæddur i Sel-
kirk, en uppalinn í jiessari borg,
og hlaut þar mentun sína; hann
er sonur þeirra góðkunnu hjóna,
Mr. og Mrs. Jóhannes Hannes-
son, að 523 Sherbrook Street,
sem frá íslandi komu á önd-
verðri landnámstíð íslendingu
vestan hafs.
Skagstrendingasaga
Gísla Konráðssonar
Nýjasta bókin, sem ísafoldar-
prentsmiðja hefir gefið út, er
Skagstrendingasaga, eftir Gisla
Konráðsson, allmikil bók og
vönduð að frágangi. Páll læknir
Kolka ritar formála að henni.
Eins og kunnugt er, eru það
ókjörin öll, sein eftir Gisla liggja
af ritverkum og er mest af þvi
óprentað. Hefir hann dregið
saman meiri fróðleik um menn
og málefni, sagnir og önnur
fræði, heldur en flestir aðrir. í
ritum hans er þessu vafið hverju
innan um annað, og þótt um
heildarsögu sé að ræða, þá er
efnið oft annáls kent, og jafn-
vel þjóðsagnabragur á þvi. En
alt, sem Gísli hefir skrifað á
sammerkt i þvi, að það er
skemtilegt aflestrar, og fróðlegt
að mörgu leyti, þótt menn telji
ek'ki allar heimildir hans ó-
vggjandi.
En það er vist, að margur
mun lesa þessa bók sér til skemt-
unar, og stór kostur er það við
hana, að henni fylgir ítarleg
nafnaskrá.
—(Mbl. 9. des.)
RÚSSUM MIÐAR ÁFRAM
í ÚKRANÍU
Síðustu fréttir af austurvíg-
stöðvunum herma, að Rússar sé
jafnt og þétt að vinna á í
Úkraníu, og hersveitir þeirra sé
nii innan við 130 mílur frá iðn-
aðarborghini Kharkow.
Norrœn jól
í bleikum loga byltist hrönn að flúðum
með brotin skip og rótlaust þang . . .
Vort gamla land var gert að fangabúðum,
en geigur nístir Danavang.
Vor norski bróðir bíður einn og þjáður,
og barist er um Finnaskóg.
En fjöllin bera sama svip og áður
og söm er þeirra tign og ró.
Vort sverð er týnt, vor bogastrengur brostinn —
og bryndrekar í hverri höfn.
En þjóðin blessar, þjáð og harmi lostin,
sín þúsund ára hetjunöfn,
og fleirum dylst hver fyrstur muni deyja,
hvað ferst í þeirri sókn og vörn,
sem loðinbjörn og brezka ljónið heyja
við bróður sinn — hinn þýzka örn.
Vér hlutum margt af fögrum guðagjöfum,
sem geta orðið björg og hlíf.
Á eynni góðu yzt í norðurhöfum
er altaf von um líf.
Þótt yfir bygðum vofi vígabrandar
þá verður jörðin aftur græn.
Á miklum stundum mætast þjáðir andar
í minningum — og bæn.
Lát sverð og brynju sjónum vorum hverfa
og sökkva í jörð öll gálgatré,
svo börnin megi ættjörð sína erfa
og öll sín fornu vé.
En ef oss brestur trú og þol að þreyja,
unz þjóðin verður frjáls á ný,
þá gef oss öllum dáð til þess að deyja
sem djarfir menn, en ekki þý.
Vér erum ekki sköpuð til að skilja
og skýra öll hin dýpstu rök,
en enginn fjötrar frjálsan þjóðarvilja —
hans feigð er eigin sök.
Vér sjáum öll hvað söguspjöldin geyma,
af sumum rýkur níðingsblóð,
og allir þeir, sem guði sínum gleyma,
þeir glata fyrstir sinni þjóð.
Það brennur stjarna björt í austurvegi
og bjarma slær um föðurtún.
í suðri hækkar sól með hverjum degi,
en seglin blika, strengd við hún.
Vér tignum ennþá lög frá liðnum öldum
og lútum þeim, sem frelsið ól.
Vor æðsta dýrð á dimmum vetrarkvöldum
er draumurinn — um norræn jól.
Davíð Stefánsson
frá Fagraskógi.
NÚMER 10
Séra Carl kallaður
til Flin Flon
Séra Carl J. Olson, B.A., B.D.
Séra Carl J. Olson var kosinn
prestur Lúterska satnaðarins í
fc’lin Flon (First United Lutheran
Ghurch) í einu hljóði, ineð einni
atkvæðagreiðslu og án þess að
nokkur annar prestur væri til-
nefndur, á fjölmennum safnað-
arfundi, sem var haldinn 8.
febrúar.
Þessi söfnuður var myndaður
af United Lutheran Church in
America árið 1932, skömmu
eftir að Hudson’s Bay Mining
and Smelting Co. bygði sitt 50
miljón dollara verkstæði og
fyrstu Ibúðjrnar og íveruhúsin
voru reisit. Nú er Flin Flon
þriðja borgin í Manitoba að
stærð. Röðin er ú þessa leið:
Winnipeg, Brandon, Flin Flon,
Portage la Prairie, o. s. frv.
Lúterski söfnuðurinn bygði
sér einkar fallegt guðshús í miðri
horginni á hæð þar sem útsýnið
er tignarlegt í allar áttir. Þessi
kirkja ber af öllum öðrum
kirkjum bæjarins o'g áhrif-safn-
aðarins eru að sama skapi. Frá-
farandi prestur hans; séra Ivar
O. Iverson var forseti Prestafé-
ilaí^ins unz hann lagði niður
embættið i Plin Flon til að gjör-
ast prestur í Greenport, Long
Island, New York. Frá Lúterska
söfnuðinum þar hafði hann
fengið einróma köllun.
Séra Carl býst við að hefja
starf sitt í Flin Flon um miðjan
inarZ mánuð.
Rausnarlegt Keimboð
Síðastliðinn laugardag buðu
þau nýgiftu hjónin, Mr. og Mrs.
Sigvaldi Nordal hartnær fimtiu
manns til veglegrar veizlu á
Merchants hótelinu í Selkirk, og
Skorti þar hvorki gleði né góðan
fagnað. Séra Sigurður ólafsson
hafði með höndum veizlustjórn;
voru við þetta tækifæri margar
ræður fluttar, er allar báru vott
um vinsældir þeirra Nordals-
hjóna. Frú Ingibjörg ólafsson
afhenti Mrs. Nordal fagrar
minjagjafir úr silfri. Tíu boðs-
gestir voru frá Winnipeg. Hjört-
ur Brandsson flutti Mr. Nordai
kvæði, sem birt er á öðrum stað
hér í blaðinu.
Innrás á Java
Japanir hafa nú komið her á
land á þrem stöðum i Java, en
töpuðu mörgum skipum í þeirri
atrennu. Þeir sækja nú að
höfuðborginni Batavíu og flota-
stöðinni Sarabaya. Java er síð-
asta vígið i suðvestur Kýrrahaf-
inu. Hollendingar hafa nú tekið
að sér alla herstjórn á þessu
svæði, en Gen. Archibald Wavell
er farinn til Indlands aftur;
mun það land verða í hættu ef
Rangoon fellur.