Lögberg - 19.03.1942, Page 1
PHONES 86 311
Salisíaclion
55. ARGANGUR
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 19. MARZ, 1942
NÚMER 12
Sameinuðu þjóðirnar
vinna stór sigur yfir
innrásarflota Japana
Símskeyti og bréf frá
Hon. Thor Thors,
sendiherra
viðvíkjandi pósiílutningi milli
íslands og Ameríku.
Washington, D.C.,
March 13th.
Um það leyii, sem blaðið var svo að segja fullbúið til prení
unar, bárusi þaer góðu fregnir, að lofiher sameinuðu þjóðanna
hefði unnið glæsilegan sigur yfir innrásarfloia Japana, er saman
var safnað iil áhlaups á Ásiralíu; misiu Japanir 23 skip í ali, þar
Editor Lögberg,
Columbia l’ress, Winnipeg.
Pleased inform you mail to
Iceland wil'l be forwarded direct-
ly from New York after 15
March.
á meðal 12 orusiuskip. Flugher hinna sameinuðu þjóða iapaði
aðeins einu lofifari.
Hrikaleg sjórorusta
Ein hin hrikalegasta sjóorusta,
sem um getur í háa herrans tíð,
Ví*r háð í nánd við eyna Java,
úður en Japanir náðu henni á
vald sitt; stóð hún yfir í þrjá
^aga, og lauk á þann veg, að
sameinuðu þjóðirnar, Bretar,
fiandarikjamenn, Hotlendingar
°g Ástralíumenn mistu þrettán
herskip til móts við átta af hálfu
J'apana; höfðu Japanir á stöðv-
u*ö þessum margfalt meiri skipa-
host en hinar sameinuðu þjóðir.
Nýjar barnabækur
Nokkur undanfarin ár hefir
hókaforlag hins vinsæla barna-
hlaðs “Æskan,” gefið út allmarg-
ar harnabækur, sem náð hafa
nukilum vinsældum um alt land.
hyrir skömmu bárust mér tvær
^Jar bækur frá þessu forlagi.
or>nur þeirra er sérstaklega ætl-
drengjum og nefnist Sögui
P'erluveiðarans, hún er endur-
shgð af Sigurði Hielgasyni kenn-
ara- Hin nefnist Eva og er þýdd
Guðjóni Guðjónssyni skóla-
stjóra í Hafnarfirði.
Sögur perluveiðarans er æfin-
týrmik bók. Hún segir frá litl-
Uni> sænskum dreng, sem miss-
,r foreldra sína og lendir því
uæst hjá vandalausu fólki. Þar
hður honum illa, og hann strýk-
Ur að heiman og flækist nú frá
e*nu landi til annars. Loks
hygur hann að freista gæfunnar
'ið þerluveikar í Suðurhöfum,
°8 her þá margt sögullegt við.
essi atvinna er bæði erfið og
adtuleg, og stundum verður
ann að berjast við ófreskjur
Undirdjúpanna, en hann er hug-
>akkur og býður öllum hættum
n8 erfiðleikum byrginn. Eg gæti
ruað að drengjum þætti gaman
að bessari bók.
Hin bókin, Eva. er einkum
^1,r telpur. Eva er móðurlaus,
6n Vegna þess að hún er elzt af
systkinum sínum verður hún
e,nskonar “litla mamma,” er
Verður að hugsa um litlu syst-
•nin sin. Þetta verður henni
erfitt, ekki sízt vegna þess að
a lr hennar sýnir henni ekki
að ástríki, sem hún þráir. Loks
^ei hún að heiman og nú bíða
ennar mörg æfintýri, sem ekki
Verða sögð hér.
l>rjúr tólf ára telpur.
Sa9an uhi Jens Pétur.
Sv° nefnast tvær harnabækur,
Sem mér bárust fyrri nokkrum
' "giun, gefnar út af bókaútgáf•
unni “Björk” í Reykjavík, báðar
,lnar prýðilegustu að frágangi
h myndum prýddar.
*rjár tólf ára telpur er eftir
lnn vinsæla barnabókahöfund
e|an Júliusson kennara í Hafn-
k'rð* er bók, sein lýsir
n 'ausum og glöðum börnum.
^Un er laus við alt hrognamál,
n^. l)arna verður ekki fundið
e,tl sem er ljótt eða óhreint.
ár &^hetjUrnar, hinar þrjár 12
a te*Pur, eru bæði góðar og
skemtilegar, og frásögnin um
það, hvernig þær fóru að því aö
hjálpa Dóru, litlu. fátæku stúlk-
unni, til að komast í sumarleyfi
upp í sveit, er hin skemtilegasta.
Eg gæti trúað að mörgum telp-
um yrði það kærkomið að fá bók
þessa í jólagjöf.
Sagan um Jens Pétur er þýdd
af Stefáni Júlíussyni kennara, en
höfundur bennar er einn hinn
þektasti og vinsælasti barna-
bókahöfundur á Norðurlöndum,
A. Chr. Westergaard, höfundui
bókanna um Sandhóla-Pétur,
sem orðið hafa einhverjar vin-
sælustu drengjabækur, sem út
hafa komið á síðari árum hér á
landi. Jens Pétur er fátækur,
umkomulaus drengur, s>em elst
upp hjá ífrænku sinni, harð-
lyndri, gamalli konu. Sagan
segir frá uppvexti þessa litla
drengs, frá sorgum hans og gleði-
stundum, frá baráttu hans til
að verða að manni/ Jens Pétur
er góður drengur, sem lætur
ekki fátækt og umkomuleysi
draga sig niður. Sagan er
skemtileg drengjabók og mér
þætti ekki ólíklegt að Jens Pétur
yrði álíka góður kunningi ís-
lenzkra drengja eins og Sand-
hóla-Pétur nafni hans.
H. J. M.
—(Dagur).
RÚSSAR VINNA
JAFNT OG ÞÉTT Á
Að því er siðustu fregnir
herma, vinna Rússar jafnt og
þétt á svo að segja! á öllum víg-
stöðvum; einkum befir þeim þó
skilað ört áfram suður af Khar-
kow í Úkraníu, og á leiðinni til
Smolensk; mannfall hefir orðið
mikið á báðar hliðar, en þó
drjúgum meira á hlið Þjóðverja.
MOL AR
Fierðamenn. sem komu til
Vichy frá París skýra frá því, að
í kunnri bókabúð í Paris hafi
allar bækur verið teknar úr
sýningarglugga búðarinnar og i
staðinn settar tvær gríðar stórar
Ijósmyndir af einræðisherrunum
Hitler og Mussolini. Milli mynd
anna var ein bók í litlu bandi.
Það var “Vesalingarnir,” eftii
Victor Hugo.
Þegar Þjóðverjar tóku ieftir
þessu létu þeir loka verzluninni.
♦ ♦ -f
“Hvernig stóð á því að þú
hættir að syngja í kirkjukórn-
um?”
“Það iá þannig í því, að eg
var lasinn einn sunnudaginn og
þrír menn skrifuðu söngstjóran-
um og sögðu að það gleddi þá að
búið væri að gera við orgelið.”
-f -f ♦
Tveir liltir strúkar voru að
deila:
Jón: Það er vist.
Siggi: Nei, það er ekki.
Jón: Jú, það er víst. Mamma
segir að það sé og hún segir oft
að það sé, þó að það sé ekki.
Thor Thors,
Icelandic Minister.
13. marz, 1942.
Hr. Einar P. Jónsson,
Ritstjóri Lögbergs,
Winnipeg, Canada.
Kæri Einar:
Mér var það ánægja, að geta
símað þér að það er nú ákveðið,
að póstur skuli fara beina leið
heim til Islands héðan frá
Bandaríkjunum. Verður byrjað
að taka á móti póstinum á mið-
nætti 15. þ. m., og er ráðgert að
pósturinn verði skoðaður í New
York. Mun stjórn Banadríkj-
anna sjá um þessa ritskoðun,
samkvæmt tilmælum íslenzku
ríkisstj órnarinnar.
Þá ier einnig ráðgert, að póst-
urinn að heiman geti bráðlega
farið beina leið, en enn standa
yfir samningar um það, hvaða
fyrirkomulag verður á ritskoð-
uninni.
Með beztu kveðjum,
Thor Thors.
Senator Raoul
Dandurand latinn
Á miðvikuidagskvöldið þann
11. þ. m., lézt á sjúkrahúsi í
Ottawa, sienator Raoul Dandur-
and, framsögumaður frjálslynda
flokksins í efri málstofu hins
canadiska þjóðþings, áttræður
að aldri; bar dauða hans skyndi-
lega að, því daginn áður hafði
hann samkvæmt vénju, gegnt
reglubundnum þingstörfum.
Hinn látni Senator, sem var
einn af áhrifamestu stjórnmála-
mönnuin frá Quebec, tók sæti í
efri málstofunni árið 1898 í
stjórnartíð Sir Wilfrids Laurier;
hann átti sæti í þeim þrem
ráðuneytum, er Mr. Mackenzic
King myndaði, og þótti í hvi-
vetna hollráður maður og skarp-
skygn.
Senator Dandurand átti sæti á
sex ársþingum Þjóðabandalags-
ins í Geneva af hálfu Canada-
stjórnar, og var í eitt ár forseti
framkvæmdarnefndar þess; er
með honum genginn grafarveg
einn hinn ágætasti stjórnmála-
skörungur þessa lands, sinnar
samtíðar. útför hans fór fram
í Montneal á laugardaginn á
kostnað hinnar canadisku þjóðar.
Góður fjárhagur
Fjármálaráðherra fylkisstjórn.
arinnar í Manitoba, Hon. S. S.
Garson, lagði fram i fylkinu
fjárhagsáætlun sina fyrir næsta
fjárhagsár; eru tekjur áætlaðar
$18,033,384, en útgjöld $17,957,-
668. Af þessu verður sýnt, að
áætlað er að tekjuafgangurinn
nemi $75,716. Ekki er gert ráð
fyrir neinum nýjum sköttum.
FRÁ LIBYU
Af orustusvæðunum í Libyu,
má heita að alt standi við það
sania; einungis nokkrar minni-
háttar skærur hafa átt sér stað,
er sama sem engu hafa breytf
til um viðhorfið.
FRÁ ISLANDI
Þrír merkir Reykvíkingar
látnir
Nýlega hafa látist hér í bæn-
um þrír gamlir og góðkunnir
ReykVikingar. Þeir voru allir
yl'ir sjötugt.
Þann 7. janúar lézt á Landa-
kotsspitala Hannes Guðmunds-
son, sem jafnan var kendur við
Gróubæ. Merkur og vel látinn
Reykvíkingur. Hann var 75 ára
að aldri.
Pétur Þórðarson hafnsögu-
maður andaðist þann 19. janúar
síðastl. Hann var 73 ára að aldri.
Pétur var um margra ára skeið
hafnsögumaður hér í Reykjavík.
Hann var faðir Erlendar ó. Pét-
urssonar íþróttafrömuðar. —
Ásgeir Eyþórsson, faðir Ásgeirs
bankastjóra og þeirra systkina,
andaðist hér i bænum 19. janúar.
Ásgeir var 73 ára, er hann lézt.
•
318 miljón króna heildar-
viðskifti við útlönd
Útflutningurinn árið sem leið
nam að verðmæti kr. 188,504,300,
en innflutningurinn kr. 129,570,-
450. Verzlunarjöfnuðurinn varð
þannig hagstæður um 59 miljón-
ir króna.
Árið 1940 nam útflutningurinn
132,908,000 krónum, innflutning-
urinn 72,311,200 krónum og
verzlunarjöfnuðurinn varð þá
hagstæður um 60.5 milj. króna.
Verðmæti ísfiskisins nam rúm-
lega helmingi (51—52%) af
beildarútflutnings verðmætinu
árið sem leið, en afurðri sjávar-
útvegsins alment, ísfiskur, salt-
fiskur, freðfiskur, niðursoðinn
fiskur, harðfiskur, sildarafurðir,
o. fl. tæpum 180 miljónum
króna. Af landbúnaðar afurð-
um gætir raunverulega aðeins
saltaðra gæra, fyrir 4.7 milj.
króna og ullar fyrir 2.8 milj.
króna.
Heildarviðskifti okkar við út-
lönd námu árið sem leið 318
milj. kr., en árið þar áður 250
milj. kr. Er athyglisvert að bera
þetta saman við viðskiftin fyrir
stríð, er heildarviðskiftin námu
120 iniljónum króna.
•
Nýr kandidal
Samkvæmt skeyti frá sendi-
ráði íslands í Kaupmannahöfn
hefir Magnús Sigurðsson frá
Veðramóti nýlega lokið kandi-
datsprófi í viðskiftahagfræði með
ágætiseinkunn, rið háskólann í
Leipzig. Vinnur hann nú að
undirbúningi að doktorsritgerð
í fagi sínu, sem hann býst við
að muni taka eitt til eitt og hálft
ár. —(Morgunbl. 28. jan.).
•
Pétur Benedikisson skipaður
sendiherra í London
Rikisstjóri Islands skipaði þann
13. desember 1941 Pétur Bene-
diktsson, áður sendifulltrúa ís-
lands i London til að vera sendi-
herra fslands og ráðherra með
umboði í Stóra-Bretlandi.
Sendiherra afhenti í gær, mið-
vikudaginn 21, janúar, konungi
Bretlands embættisskilríki sín.
—<(Alþbl. 22. jan.)
•
Stirðar gæftir og lítill afli
við Faxaflóa
Litið hefir aflast hér í Faxa-
flóa það sem af er vertíðar. —
Hafa verið stirðar gæftir allan
þennan mánuð og afli tregur,
þótt gefið hafi á sjó.
Fæstir hafa farið nema í 2 til
3 róðra allan mánuðinn.
Af Akranesi hefir verið róið
3 til 4 sinnum og er afli hjá
Akurnesingum heldur betri, en
Fellibylur veldur miklu
manntjóni
Síðastliðinn mánudag fór felli-
bylur yfir Mississippi, Illinois,
Iventucky, Tennessee, Indiana og
Alabama, er orsakaði mikið
manntjón og eignaspjöll; mælt
er að 140 manns hafi látið lífið,
en rfekLega 1,000 s,ætt meiri og
minni meiðslum.
hjá bátum úr öðrum verstöðvum
her við flóann. Stafar það af
því, að fiskurinn er ennþá norð-
an til í flóanum og því styttra
á niiðin fyrir Akurnesinga en
aðra eins og er.
—(Mbl. 30. jan.)
•
Skipsstrand
Síðastliðinn mánudag var mað-
ur á Péturseyjarfjöru í Mýrdal
og sá hann þá ferlíki mikið í
brimgarðinum, sem líktist skips-
flaki, en þó var ekki nein yfir-
hygging á því.
Var sýsiumanni þegar gert að-
vart og sendi hann strax menn
á fjöru. Þeir stóðu þarna vörð
alilan daginn og næstu nótt. Um
nóttina og næsta dag skolaði
flakinu upp í fjöru og reyndisl
þetta þá vera oliutankskip, þó
þannig, að ekki eru neinar
hreyfivélar í skipinu og það
sýnilega bygt þannig, að það
hefir verið dregið af öðru skipi.
Var þett mikið ferlíki, 70 metrar
á lengd, 12 m. á breidd, en dýpt-
in hlutfallslega minni. Alt er
skipið úr járni, hólfað sundur
og í þvi ýmiskonar olíur, en þó
aðallega bensin. Allmikið mun
hafa lekið úr skipinu og lak
áfram úr því.
Enginn maður var á skipinu
og ekki annar manpabústaður
þar sjáanlegur ,en lítill klefi aft-
an til, en hann var fullur af sjó.
—(Míbl. 1. febr.).
Tekur að sér hervernd
Ástralíu
Hermálaráðuneyti Bandaríkj-
anria hefir formlega tilkynt, að
General Douglas MacArthur, sá
er hlotið hefir heimsfrægð fyrir
vörn sína við Bataan-sund á
Phiilippine-eyjum, hafi verið
skipaður yfirhershöfðingi sam-
einuðu þjóðanna til varnar
Ástralíu; er hann nú þangað
kominn ásamt föruneyti sínu;
eftirmaður hans, sá, er halda
skal uppi vörn Phillipine-eyja,
er Lieut.-General Wainright.
Forustumenn samieinuðu þjóð-
anna, hafa tekið þessari nýju
ráðstöfun með miklum fögnuði.
Agætur Frónsfundur
Síðastliðið mánudagskvöld hélt
þjóðræknisdeildin “Frón” fjöl-
niennan skemtifund í Good-
templarahúsinu. Forsæti skip-
aði Soffonias Thorkelsson verk-
smiðjueigandi. Skemtiskráin var
sem hér segir:
Gunnlaugur kaupmaður Jó-
hannsson flutti fjörugt og fynd-
ið erindi, er mestmegnis saman-
stóð af simellnum og sérkenni-
legum stökum; Hjálmar Gíslason
las kafla úr Heljarslóðarorustu;
Miss Jóhanna Beck, kornung
stúlka, lék þrjú lög á silaghörpu
af góðri tækni og ágætum skiln-
ingi. En aðalræðumaður var
Gunnar Norland, ungur stúdent
frá íslandi, er nám stundar við
Manitobaháskólann; talaði hann
um áhugamál íslenzkrar æsku,
og bar henni vfirleitb hinn bezta
vitnisburð; var erindi hans
skipulega samið, gagnfróðlegt og
vel flutt.
Miss Ragna Johnson skemti
með yndislegum einsöng, er á-
hærilega hreif hugi áheyrenda.
Gunnar Ertendsson var við
hljóðfærið.
Við vorum smalar
Við vorum litlir smalar undir háum hamrasal
og heyrðum landsins frjálsu auðnir kalla.
Við vorum bæði mótuð af djúpum Islands dal
Og draumum hinna stóru, bláu fjalla.
Við áttum sma'labyrgi við lítinn lækjarál,
sem liðaðist um græna birkivöllinn.
Þar biðum við og ræddum okkar bernsku-leyndarmál,
er blessuð sólin skein á gömlu fjöllin.
Við vorum tekin þrettán ára aftur heim að stað,
en aðrir látnir hafa á fénu gætur,
en oft lágu okkar brautir upp að byrginu eftir það,
er bygðin svaf um hljóðar júlínætur.
En svo áður en varði við vorum orðin stór.
Þá varstu fegurst mær, sem bygði dalinn.
En einskisvirtur var eg, og einn eg löngum fór
og orti ljóð um þig og hamrasalinn.
Þú kvaddir mig um nótt, þegar myrkrið mókti á strönd,
— að morgni lágu draumarnir í valnum,
því út í fjarskans skauti voru skær þín draumalönd.
— Við skildum þannig smalarnir í dalnum.
Og eftir, lítilsmetinn og vinalaus, eg var
og vissi alt mitt ríki brent og fallið.
— Með nokkur skrifuð kvæði á íilöðum, sem eg bar,
eg bjóst af stað og yfir Hamrafjallið.
Eg reikaði um löndin, hef löngum verið einn
og lifað mest um þöglar skugganætur,
og hingað er eg kominn sem hljóður förusveinn
með harða og eydda gönguskó um fætur.
Svo finn eg þig hér drekkandi gómsætt gamalt vín
í glaumi, þar sem dagsins ljós er bannað.
Já, þannig er nú farið, ó, fagra vinan mín,
— sem fjallasmala dreymdi þig um annað.
Við fundum hvorugt gæfuna í glaumi lífs við sæ,
— hin gullnu blóm þau liggja öll í valnum.
En komdu með mér héðan, — við byggjum okkur bæ
við byrgið okkar gamla heima í dalnum.
Eiríkur Hreinn.
(Eimreiðin).