Lögberg - 26.03.1942, Blaðsíða 3

Lögberg - 26.03.1942, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 26. MARZ, 1942 3 torskilda skáldskap hans. Hve tast þetta var í mönnum. Þetta klingdi altaf. Eg man t. d. et’tir þvi þegar kvæðið “Stjarnan” kom út í Þjóðólfi. — Eg var heimagangur hjá Benedikt Grön- dal. Við Helga dóttir hans vor- um náskyldar og góðar vinkon- ur. Eg kom þangað sama dag- inn, sem þetta Þjóðólfshlað kom út með kvæðinu. Gröndal segir við mig, er hann sér mig: “Hefir þú séð þetta “pródukt” eftir kær. astann þinn,” Hann vissi þá, að við hittumst stundum og kall- aði hann kærastan minn. En kvæðið spratt út af því, að við vorum saman ú gangi eitt stjörnubjart kvöld. Munið þér eftir kvæðinu hans “Jörð,” heldur frúin áfram. Mér datt það i hug í sambandi við Stjörnukvæðið. Fólki finst það kannske mont af mér, að segja trá því. En kvæði það er þann- ig til komið. Einar segir eitt sinn við mig: Um hvað á eg nú að yrkja? Mig vantar efni í svipinn. Þá segi eg við hann. Þú ert nú búinn að yrkja um stjörnurnar og him- ingeiminn. Nú finst mér þú ætt- ir að yrkja um þá stjörnu sér- staklega, er við eruin á. — Hvaða vitleysa, sagði hann þá. En félst síðan á þessa uppástungu mína. í því kvæði vil eg minn- ast þessa erindis: I*ú deplar auga og dagur verður kveld. , Þú dregur blæju hægt á mána- gluggann — og breiðir þér að brjósti nætur- skuggann. Þú blundar, vaknar, kveikir morguneld. Þú dúðar okkur hljótt í hausts- ins field, en heitan móðurkoss til vorsins geymir. Syo snýr þú við, sem víf að ást- arhótum °g vetrardvöl í röðulfaðmi gleymir. Lítið um lækiíæriskvæði —Var hann ekki oft beðinn um að yrkja tækifæriskvæði? —Það kom fyrir. En þeir, er þektu hann vissu sem var, að það bar sjaldan árangur. Hann vildi ekki yrkja tækifæriskvæði. Hann gat ekki fengið sig til þess, neina rétt í einstöku tilfellum. Hann orkti erfiljóð eftir frú Elínu Bjarnason, og einu sinni eftir barn. Tvö brúðkaupskvæði eru til eftir hann, og svo má heita upp talið, og erfiljóð eftir konu Hannesar Þorsteinssonar rit- stjóra Þjóðólfs. Þau voru altaf niiklir vinir. Myndir Við fórum siðan að tala um hvaða myndir væru beztar til af Einari. Tók frúin mynd eina otan af vegg og sýndi mér, um leið og hún sagði: —'Þessi mynd er afskaplega lik honum, eins og hann var, meðan hann hafði fulla heilsu. Eg vil helzt muna eftir honuin svona. En myndin, sem hann hafði mestar mætur á var þessi, sem er pnentuð fyrir framan aðra útgáfuna af “Sögum og hvæðum.” Svona leit hann út, þegar hann var stúdent í Höfn. Eg þekti hann aldrei svona. Fruin flettir Ijóðabókunum, og *egir, eins og við sjálfa sig: En hvað lifið getur verið einkenni- ^egt. Eg var að lesa í bókunum hans í gærkvöldi, og mér fanst öll iþessi kvæði hafa orðið til á svo undarlega skömmum tíma. °g þó voru þau einmitt mörg þeirra hvert fyrir sig, lengi að verða til. En þegar alt kemur saman getur það í huga manns orðið stutt stund, þegar litið er til bakia. Nú eru j)ag Hafblik, er frú- Ir» hefir hönd á, og segir: —Mér þykii* vænt um þessa hók. Mér finst beztu kvæðin hans vera hér. Finst yður ekki síðasta erind- ið í Stefjahreim hefði mátt vera á legsteininum hans: Mitt verk er, þá eg fell og fer, eitt fræ, mitt land, í dupl þitt grafið, mín söngvabrot, sem býð eg þér, eitt blað í Ijóðsveig þinn vafið. En insta hræring hugar míns, hún hverfa skal til upphafs síns, sem báran — endurheimt í hafið. Enginn getur sagt, segir frú Valgerður, að þetta sé torskilið, alt fátlaust, blátt áfram. Og þannig var hann og þannig eru kvæðin hans fyrir þá, sem kæra sig um að kynnast þeim, hlusta á hann. V. St. — (Lesbók Mbl.). Fynr SMiiinain Rio íjiFaiMle Eftir Pálmu. (Framhald) V. Dagurinn, sem við höfðum kosið til þess, að byrja ferð okk- ar tíl Acapulco, var fagur og sólríkur. Acapulco er einhver syðsta höfnin i Mexico, við Kyrrahafið. Bandaríkin hafa þar aðsetursstöð fyrir sjóflota sinn og er því höfn þessi vel þekt og oft heimsótt af ferðafólki frá Ríkjunum. Á þeirri braut, skamt fyrir 'utan Mexico-borgina, er gamall sögufrægur orustuvöllur frá 20. ágúst 1847, þar sem lið- sveitir Bandaríkjanna Unnu sig- ur á Gen. Pétro Aneya. Aðrir söguríkir staðir við braut þessa eru 35 mílur frá Mexico-borg- inni, þar sem ræningjaflokkur réðist á járnbruatarlest 1812 og drápu alla farþegana. Lengra til suðurs er hinn nafnfrægi Cortéz-kross, siem var settur þar, af honum, sem landamerki. Þessi kross er fyrsta tákn um eignar- rétt lands af einstökum manni í Mexico. Fáum inílum sunnar standa mörg krosstré, þar sem Gen. Serrano (með mönnum sín- um) var skotinn í uppreistinni 1927. Á þessu svæði eru fjöllin, sem brautin liggur yfir hér um bil 10,000 feta há, og eftir það byrjar að “halla undan fæti.” Hallinn er svo mikill að á fáum mílum hefir wgurinn lækkað um 5,000 fet og kenna menn til einkennilegs svima við breytingu loftslagsins. Þar er hin fyrsta sykuVverksmiðja, siem bygð var af Kortéz, og nú sjá menn bráð- lega gróður hitabeltanna, svo sem orange, lemon, papaya og banana-tré. Og fyr en menn vita, eru þeir í “borg hins eilífa vors,” Cuernavaca. Þessi borg er líklega bezt þekt á seinni tím- um, fyrir það, að þar var um langan tíma, heimili hins góð- kunna fulltrúa Bandaríkjanna, Dwight Morrow’s. Dótir hans, Anna, giftist hinum fræga flug- manni, Charles Lindbergh. Cuer- navaca er í raun og veru ekki annað en aðsetur auðuga fólks- ins í Mexico. Þar sem borgin er svo skamt frá Mexico-borg- inni, hafa inargir, sem reka at- vinnu sína þar, skrautleg heim- ili í Cuernavaca. Eg er sann- færður um það, að hvergi í Mexico er svo mikið af glæsi- leguin aðsetrum og í þessari borg, heilsusamlegs loftslags, sólskins og sumars. Hið fyrsta, sem eg gerði þeg- ar eg kom til Cuernavaca, var að líta inn í höll Cortézar. í fyrstu hafði þesis geysimikla steinbygging verið íbúðarhús hans og sögur fara af því, að alt hið bezta hvað húsgögn snertir, málverk og úthöggnar myndir, hafi skreytt hvert herbergi þess- arar íbúðar, þó nú séu öll þessi listaverk töpuð eða týnd. Eftir dauða Cortézar var enginn sem hirti um þessa byggingu um langan tíma; þekjan féll inn og raiosi og gróður huldi steinvegg- ina. 1767 var þó byggingin end- urbygð með nokkrum breyting- um hvað herbergjaskipulag snerti. Að utan er þó alt, eins og það var á Cortézar tímum. Gamli steinstiginn, sem liggur upp á aðra hæð byggingarinnar, er þó nákvæmlega eins og Gortéz lét hyggja hann, þó að fótaför þeirra, sem þar hafa gengið um umliðnar aldir, hafi eytt stein- unum talsvert. Á öðru lofti byggingafinnar, geta menn séð hin frægu “murals”, sem voru niáluð þar af hinum nfantogaða málara Diego Rivera og geínar til borgarinnar af Dwight Mor- row. Þar eru einnig mörg önnur Iistaverk seinni tíma til sýnis. Nú ieru inörg herbergi þessarar byggingar notuð sem lögreglu- og eldgæzlustöð borgarinnar. i Guernavaca er, eins og i öðrum sögufrægum borgum landsins, merkileg kirkja. Þessi mikla bygging er í dag nákvæmlega eins og hún var fyrir fjórum öld- um síðan. Eg vil þó ganga fram lijá því, að lýsa nánar þessu mikla byggingar-listaverki, þar sem eg hefi áður í ritgerö þessari, eytt talsverðu rúmi um kirkjur. Eg vil því biðja les- andann að fylgja mér til Borda- aðsetursins, sem er einhver allra söguríkasti bletturinn í Cuer- navaca. Þietta fagra aðsetur var bygt af José de la Borda, sem koin frá Frakklandi eins og fá- tækur innflytjandi 1716. Hann fann seinna silfurnámu þar í ná- grenninu, sem auðgaði hann svo, að hann varð einhver hinn rik- asti maður í þessu bygðarlagi. Hann bygði fyrirmyndar bústað þar í borginni með skrautlegri kirkju. Bak við þessar bygg- ingar er Borda-garðurinn, sem hann lét leggja eftir ítalskri fyrirmynd. Þar ræktaði hann allar trjátegundir, sem geta gró- ið í samskonar loftslagi. Hann innflutti því margar trjátegundir frá öðrum beimsálfum. Suin af þessum trjám eru nú dauð vegna vanhirðu. Eg gleymi seint list- gildi þessa staðar, sem tennur tímans hafa enn ekki máð. Þrátt fyrir alla þá fiegurð og listhæfni, sem ótakmarkaður auður gat keypt, hefði þessi staður nú ver- ið að mestu gleymdur og eyði- Jagður, hefði sérstakur atburður í sögu Mexico ekki átt sér stað, hér um bil 100 árum seinna. Eftir sigur Frakka við Mexico, 1863, varð Maximillian konung- ur eða keisari þar. Hann var bróðir Francis Joseph Austur- ríkiskeisara. Kona hans var Charlotte dóttir Jeopold I frá Belgíu. Vegna hálendisloftslags- ins í Mexico-borginni, tók hann sér bólfestu í Cuernavaca og var hin forna og fagra íbúð Borda, valin sem aðsetur hans þar, fyrir hann sjálían, konu hans og hirð- menn. Auðvitað varð nú þessi aldar-gamla ibúð Borda skreytt og fegruð að nýju og lyrir þess- ar ástæður hefir flestu verið haldið við þar, til þessa dags, því þarna varð til merkilegur viðburður í sögu Mexico. Mikið hefir verið skrifað um Maximil- lian og Charlotte og hreyfimynd- ir hafa verið gerðar um dvöl hans í Mexico, serp hafa verið sýndar, að minsta kosti í leik- húsum Bandaríkjanna. Það fóru sögur um það, að samkomulag þeirra hjónanna hafi ekki verið gott og að þau hafi ekki lifað saman siem hjón, eftir giftingu þeirra í Miramar. Ástæðurnar fyrir þessu eru ekki vel þektar, því i almenningi voru þau mjög ástúðleg við hvort annað. Um þetta er auðvelt að fá talsvert nákvæmar upplýsingar i Cuer- navaca, því ein af þjónustustúlk- um Charlotte dó síðastliðið ár, þá yfir 94 ára gömul. Eg hafði ástæður til þess, að tala við fólk, sem hafði þekt hana og heyrt frá hennar eigin vörum sögui um Maximillian keisara og um drotninguna Charlotte. Herbergi Charlotte voru að norðanverðu við hinn breiða inngang, sem liggur til lystigarðsins, en Maxi- millian hafði berbergin að sunn- anverðu við innganginn. Eg hefi séð skirteini, sem eg tel fullnægj- andi, um það, að Maximillian féll 1 ástir við unga stúlku þar í borginni. Faðir hennar hafði verið spanskur en móðir hennar var af þarlendum kynflokki. Það eru til ábyggilegar upplýsingar i Cuernavaca, urn það, að Maximil- lian átti son með þessari stúlku, sem var skotinn sem njósnari 10. október 1928, í Vincennes á Frakklandi, ieftir að hafa verið fundinn sekur fyrir herréttinum og dæmdur til dauða. Það má því segja með sönnu, að faðir og sonur hafi sætt samskonai dauðdaga, því eins og kunnugt er, var Maximillian handtekinn 1 Queretaro og skotinn, sam- kvæmt skipunum frá Juarez 1867. Ástæðan fyrir því, að eg hefi dregið þessi atriði ihn i þessa ritgerð, er sú, að þau virð- ast hafa verið lögð til hliðar af rithöfundum þeim, sem annars hafa skrifað um þennan ein- kennilega viðburð í sögu Mexico og um Maximillian og drotningu hans. , Eg reikaði um þessi söguríku t’rjágöng í þessum fornfræga, fagra garði. Þarna var sund- laugin inikla mikla, með hinum háu, fögru rómversku súlum. Undir þeim voru steinsteypu- sætin þar sem Maximillian hafði svo oft setið með herforingjum sínum og hirðmönnum. Þarna voru hin fögru tré, sem höfðu verið gróðursett þar, fyrir meira en tveimiur öldum síðan. Hvers- vegna gátu þau ekki talað og sagt mér meira um skáldskap lífsins, sem þau báru dularfull merki um. Þau töluðu ekki, en golan, sem barst milli greina þeirra, hvíslaði í eyru mér um drauina, sem aldrei höfðu náö uppfyllingum, um vonir, sein höfðu dáið ungar og um alla þessa marglituðu þræði, sem gerðu lífið svo margbrotið og merkilegt. Ef til vill er það bezt að geta til, að dreyma ann- ara manna löngu liðna drauma, að líða inn í goluþytinn og skilja það sem aldrei var útskýrt. Þarna voru leynidyrnar, sem lágu inn í baðherbergi Maxi- millian. Þær höfðu nú verið múraðar upp að innan verðu, en mierkin um það, að þær hefðu verið þar, voru augljós. Hvaða sögu höfðu þessar leynidyr að segja? Hvað um það? — Dona Concepvión Sedano y Leguizano dó árið eftir að Maximilian var skotinn — af sorg.— Konan mín vildi ekki borða miðdegisverð fyr en hún hafði synt í Borda sundlauginni. 1 fyrstu inótmælti eg þessari til- lögu, því baðklæði okkar voru í bílnum mínum með öðrum far- angri okkar i talsverðri fjarlægð. Vatnið var kalt og hressandi i sundlauginni og eg varð glaður yfir þvi, að eg hafði ekki látið þetta ómak mitt, að sækja sund- klæðin, hræða mig frá þessu æfintýri. Við átum miðdagsverð- inn í sundklæðum okkar fyrir framan gluggana í herbergjum Charlotte drotningar, því þar voru sóltjöld og veitingar voru seldar. Áður en eg fór frá Cuernavaca, inaetti eg þar gömlum vini min- um frá Jackson, Michigan, þar sem eg á heima. Nafn hans er A Streiíf, og er hann nafnfrægur aflframleiðslufræðingur. Hafði hann verið sendur af auð- félagi til Mexico, til þess að líta yfir vatnsmagn ánna þar í fjöllunum, með tilliti til afl- framleiðslu þar seinna. Hann hafði farið í bíl svo langt inn í fjall-lendið, sem vegir leyfðu. Svo keypli hann hest og hélt leiðar sinnar lengra inn í fjöllin. Hann hafði ifengið sér tvo Indíána, sem leiðsögumenn, sem honum var sagt að væru ábyggi- legir félagar. Þegar hann gat ekki riðið hestinum lengra vegna vegleysunnar, batt hanii hann við tré, og klifraði fótgangandi upp á hjúk þar í nágrenninu með því augnamiði að líta yfir landið. Þegar hann kom til baka, fann hann hestinn brendan til dauða. Hafði Indíánaflokkur, sem lifir þar í fjöllunum, kveikt i grasinu og smátrjánum, nálægt hestinum og á þann hátt orsakað dauða hans. Þetta áleit hann að þeir hefðu gert til þess, að tefja l'ör hans til baka, og ineð því augnamiði að handtaka hann. Þó komst hann slysalaust það sem eftir var af leiðinni til bilsins, jafnvel þó honum virtust fylgdarmenn hans vera injög í- skyggilegir. Eg nefni þetta at- riði hér, sem viðvörun fyrir þá, sem þekkja lekki hina hálfviltu Indíúna, sem Íifa þarna langt uppi i fjöllunum, og sem fyrir einhverjar ástæður kunna, að vilja leggja leiðir sinar um af- dali Mexico. Að mínu áliti, eru menn i alls engri hættu, á þjóð- vegunum, en Indíánarnir, sem lifa langt frá almanna vegi eru fljótir til ályktana og hugsa sjaldan um neinar afleiðingar. Sumir þeirra bera sífeldan óvild- arhug til allra útlendinga. ,Brautin gegnum Cuernavaca tii Acapulco liggur beint til suðurs, svo það er óhugsandi, að menn geti vilst út af veginum. Fyrir þessar ástæður hafði eg ekki beðið uni neinar nánari upplýs- ingar en þær, sem eg hafði, áður en eg kom til borgarinnar. Það vakti því undrun inína, er tveir unglingar, hér um bil 9 ára gamlir, hrópuðu til mín frá götu- liorni, á skiljanlegri ensku, um það, að brautin framundan mér væri ófær. Eg stöðvaði því bíl- inn minn og spurði þessa drengi um það, hvernig eg gæti fundið hina réttu leið. Þeir voru mjög fúsir til þess, að leiðbeina mér, J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDO., WPEG. • Fastelguaaalar. Lelgja hús. Ot- vega peningalán og eldsábyrgC, bifreiCaábyrgð o. s. frv. PHONE 26 821 Dr. P. H. T. Thorlakson 205 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 22 866 Res. 114 GRENFELL BLVD. Phone 62 200 / DR. A. BLONDAL Physician & Surgeon ! 602 MEDICAL ARTS BLDG. I Sími 22 296 Heimili: 108 Chataway i Sími 61 023 H. A. BERGMAN, K.C. islenzkur lögfræðingur • Skrlfstofa: Room 811 McArthur Buildlng, Portage Ave. P.O. Box 1666 Phones 95 052 og 39 043 Arthur R. Birt, M.D. 605 MEDICAL ARTS BLDG. Winnipeg Lækningastofu-sími 23 703 Heimilissími 46 341 Sérfrœöingur i öllu, er aö húösjúkdómum lýtur ViStalstlmi: 12-1 og 2.30 til 6 e. h. EYOLFSON’S DRUG PARK RIVER, N.D. tslenzkur lyfsali Fólk getur pantaC meOul og annaO meC pósti. Fljót afgreiCsla. Peningar til útláns Sölusamningar keyptir. Bújaröir til sölu. INTERNATIONAL LOAN COMPANY 304 TRUST & LOAN BLDG. Winnipeg DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy 8t». Phone 21 834—Oífice tlmar 3-4.30 • Helmili: 214 WAVERLEY ST. Phone 403 288 Wlnnipeg, Manltoba svo eg tók þá inn í bílinn sem leiðsögumenn. Þeir bentu mér inn i götu til hægri, þá til vinstri og svo til hægri aftur, o. s. frv. þangað til við komum að breiðri hliðargötu, þá sögðu þeir mér, að nú þyrfti eg ekki lengur þeirra leiðsagnar víð, því fram- undan mér væri hin rétta leiö, ef eg sneri til vinstri. Eg horg- aði drengjunum vel fyrir hjálp- semi þeirra og var glaður yfir því, að hafa fundið hina réttu leið, án frekari uinsvifa. En þegar eg kom að götuhorninu, þar sem þeir höfðu sagt niér, að eg ætti að snúa til suðurs, varð inér það ljóst, að eg var ná- kvæmlega á sania stað, þar sem þessir drengir höfðu stöðvað bíl- inn minn! Konan mín var reið yfir þessu atviki, en mér var hlátur í huga, því með sjálfum mér var eg sannfærður um það, að þarna hafði eg fundið efni i framtíðar pólitíska leiðtoga! (Framhald) Hann: — Njála er afar merki- leg bók. Hún:—Jú, það er eins og mig minni, að eg hafi tesið hana í skrautbandi. * * * —Það kemur aldírei dropi af víni á borðið í mínu húsi. —Þá hlýturðu að hella afar varlega. Thorvaldson & Eggertson s Lögfrœöingar 300 NANTON BLDG. Talsfml 97 024 DR. A. V. JOHNSON Dentist 9 »06 SOMERSET BLDG. Telephone 88 124 Home Telephone 27 702 A. S. BARDAL 848 SHERBROOOKE ST. Selur llkklstur og annast um út- farlr. Allur útbúnaCur sá bestl. Ennfremur selur hann allskonur minntsvarCa og legsteina Skrifatofu talslmi 86 607 Heimilis talstmi 501 6(2 Dr. S. J. Johannesson 215 RUBY STREET (Beint suCur af Banning) Talsími 30 877 • ViOtalstfmi 3—5 e. h. DR. ROBERT BLACK SérfræCingur í eyrna, augna, nef og hálssjúkdómum 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham & Kennedy ViOtalstfmi — 11 til 1 og 2 tll 5 Skrifstofusfmi 22 251 Helmilissfml 401 >91 Office Phone Pe- Phone 87 29? 72 409 Ðr. L. A. Sigurdson 109 MEDICAL ARTS BLDG. Office Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appolntment DRS. H. R. & H. W. TWEED T annltrknar • 406 TORONTO GEN. TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 26 545 WINNIPEG ST. REGIS HOTEL 285 SMITH ST„ WINNIPEG • PœgUegur og rólegur hústaöur i miöbiki borgarinnar Herbergi >2.00 og þar yflr; m»C baGklefa >2.00 og þar yfir. Agætar m&ltfGir 40c—60c Free Farking for Ouestt Business and Professional Cards

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.