Lögberg - 16.04.1942, Blaðsíða 4

Lögberg - 16.04.1942, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 16. APRÍL, 1942 ------------ILögberg---------------------- QefltS út hvern fimtudag af THE COL/UAtBIA PRESS, IJMITKD •06 Sargent Ave., Wtmnipeg, Manituba Utan&skrift ritstjórans: KDITOR LÖGBERG, 695 Sargent Ave., Winnípeg, Man. Edltor: EINAR P. JÓNSSON VerC $8.00 nm árið — Borgist fyrirfram The “LögbeiV is printea and pubtished by The Columbia Press, Limited, 69 5 Sargent Avenue, Wlnnlpeg, Manitoba PHONE 86 327 Inntak úr ræðu Eflir Hon. J. T. Thorson, Nalional War Services ráðherra. (Ræða þessi var flutt í Canadian Club, Toronto, 13. apríl, 1942) Við þetta tækifæri, langar mig til þess að tala við yður um stríðssókn canadisku þjóð- arinnar. Og áður en máli mínu lýkur, mun eg vikja að nokkru að þjóðaratkvæðinu, sem fer fram 27. yfirstandandi mánaðar; og vil eg þá þegar í upphafi máls míns, láta í ljósi þá einlægu von, að svar þjóðarinnar verði jákvætt með slíkum meirihluta, að eigi verði um vilst. Canadiska þjóðin fór í þetta stríð af fús- um og frjálsum vilja, sem afleiðing frjálsrar atkvæðagreiðslu frjálsborins þjóðþingsf vér hófum þátttöku vora í stríðinu sem einhuga þjóð, og vér stöndum enn saman eins og einn maður, eins og ein sál. Vér fórum eigi einungis í þetta stríð sem samherjar Bretlands og Frakklands, heldur emnig sem sérstakur aðilji, á ‘eigin ábyrgð, og í eigin nafni. Þetta stríð, er ekki stríö Bretlands eins út af fyrir sig; það.er engu síður stríð canadisku þjóðarinnar sjálfrar; þetta strið er háð fyrir tilveru allra frjálsra, og frjálshugs- andi þjóða; það er frelsisstríð fyrir allan heim- inn. Jafnvel þó mat vort á friði væri hátt, og vér hötuðum stríð, og hefðum gert oss í hugar- lund, að takast mætti að halda þjóð vorri út úr ágreiningsefnum Norðurálfuþjóðanna, þá var síður en svo, að vér þyrðum eigi að horfast 1 augu við þær staðreyndir, sem.stríði eru sam- fara, vegna þess að oss var ljóst hve friður án frelsis, var óvirðulegur og innihaldslaus í aug- um frjálsborinna manna. Þegar harðstjórn og ofbeldi Nazismans lokaði sundum fyrir heims- friðnum, köstuðum vér frá oss öllum einangr- unarhugsunum, og einbeittum afli voru til stríðssóknar með allri þeirri ákvörðunarfestu, er vér áttum yfir að ráða; vér vorum fyrsta þjóð- in í hinum nýja heimi, sem kom auga á þá stað- reynd, að engin þjóð gæti staðið ein í hjaðn- ingavígum yfirstandandi tíðar; oss var það ljóst, að hvorki meira né minna en sjálft heims- frelsið væri í hættu; mannkynið sjálft í hættu, og að þessvegna væri það lifsskilyrði öllum þeim þjóðum, er vernda vildi frelsi sitt, að samræma öll öfl sín í órjúfandi breiðfylking. Oss skildist það ennfremur, að um skammvint stríð gat ekki verið að ræða, ef vænta ætti sigurvænlegra málaloka. Það er ekki ætlun mín, að fara mörgum orðum um það, sem Canada þegar hefir afrek- að; eg hefi miklu sterkari tilhneigingu til þess, að víkja að því, sem enn er ógert, og þarf að gerast. Engu að síður ber oss þó að festa i minni það, sem þegar hefir áunnist. Sjálf boðalið vort tekur nú þátt í herþjónustu vítt um heim. Á Bretlandi, er liðsstyrkurinn héðan óhjákvæmilegur og ómetanlegur, til verndar því forna virki lýðréttindanna; hermenn vorir hafa einnig á öðrum vettvangi stríðsþjónust- unnar, getið sér margháttaða sæmd, og þeir standa reiðubúnir til sóknar á þeim stöðum, þar sem þörfin er brýnust. Siglingamenn vor- ir, en slíkum hetjum fer mjög fjölgandi, hafa haldið opinni samgönguleiðinni milli hins nýja og gamla heims; þeir hafa eigi aðeins stuðlað að flutningi hermanna vorra og þeirra, sem í loftflotanum þjóna, austur yfir hafið, heldur hafa þeir einnig gert kleifa flutninga á ótölu- legum smálestafjölda að nauðsynlegustu vist- um og hergögnum; flughermenn vorir í þús- undatali, heyja jafnt um nætur sem daga harð- sóttar loftorustur yfir hinum mismunandi árás- arsvæðum striðssóknarinnar; þannig hefir Can- ada fram að þessu átt sinn mikilvæga þátt í því, að halda herskörum frelsisins sameinuð- um, og fyrirbyggja hrun þeirra. En þetta er engan veginn fullnægjandi; vitaskuld er það lífsnauðsynlegt, að fyrirbyggja hrun; en það út af fyrir sig, megnar ekki að tryggja fullnaðarsigur; aðalmarkmiðið er sigur, og að því markmiði beitir Canada í samstarfi við sameinuðu þjóðirnar, samstiltum átökum þar til yfir lýkur; og þetta veit eg að þjóðin gerir óhikandi og djörf. Mr. Churchill fór ekki dult með skcðanir sínar viðvíkjandi stríðssókn canadisku þjóðar- innar, er hann í september-mánuði síðastliðn- um lýsti því skýlaust yfir í Mansion House í London, að Bretland hefði ekki getað haldið áfram andspyrnu sinni gegn ofbeldisþjóðunum án stuðnings af hálfu Canada. Jafnvel þó ekki verði sagt að horfurnar sé bjartar á vettvangi stríðssóknarinnar, og jafn- vel þó herskarar Breta og Bandaríkjanna hafi hvað ofan í annað orðið fyrir skakkaföllum, þá finst mér sem vér getum í fyllri einlægni talað um sigur á vora hlið, en unt Var að gera fyrir sex mánuðum. Með hugprýði þá fyrir augum, sem komið hefir fram hjá Rússum, og þær hrakfarir, er Þjóðverjar hafa sætt af þeirra hálfu, og meö hliðsjón af þolgæði Kínverja, ásamt því, sem mest er um vert, þátttöku Bandaríkjaþjóðar- innar með sínar hundrað og þrjátíu miljónir íbúa, staðráðnar í því, að berjast til þrautar á vora hlið, fæ eg ekki betur séð, en sigur- horfurnar sé grundvallarlega bjartari en þær voru fyrir sex mánuðum, eins og eg þegar hefi sagt, þrátt fyrir bráðabirgða vinninga Japana sem stendur. Með þessari yfirlýsingu, kemur mér vitaskuld ekki til hugar, að draga úr þeirri afar alvarlegu hættu, sem sameinuðu þjóðirnar óneitanlega eru staddar í; engu síður er sannleikurinn sá, ef vér komum auga á hann í tæka tíð, að eðli stríðsins og viðhorf hefir gerbreyzt; þetta er ekki stríð Breta, og það er heldur ekki framar Norðurálfustríð, — það er alheimsstríð, háð fyrir frelsi veraldarinnar allr- ar; stríð, sem vér megum til með að vinna og getum unnið, ef sameinuðu þjóðirnar leggja tram í einingu alla sína krafta, hver og ein! Canada hefir aldrei í liðinni tíð brugðist skyld- um sínum, og hún gerir það heldur ekki í framtíðinni.----- Þó það sé síður en svo ætlun stjórnarinn- ar, að hverfa frá sjálfboðastefnunni á sviði stríðssóknarinnar, þá mun hún ekki hugsa sig um að beita herskyldu skoðist slíkt nauðsyn- legt til fullnaðarátaka. Og þó herskylda sé í sjálfu sér ekkert markmið, þá getur hún verið meðal til þess að ná ákveðnu takmarki; og standi þannig á, mun stjórnin ekki hika við að beita þeim hjálparmeðölum, er hún telur nauð- syn á að beitt skuli.--- Eins og eg mintist á áðan, langar mig til þess að víkja nokkrum orðum að hinni fyrir- huguðu atkvæðagreiðslu, sem fram fer þann 27. yfirstandandi mánaðar; afstaða stjórnar- innar til þessa máls, er ljós og ákveðin; hún hefir frjálsar og óbundnar hendur til þess að beita hverjum þeim aðferðum er hún telur æskilegar, með hliðsjón af stríðssókninni, að því undanskildu, að beita herskyldu utan vé- banda Canada; í þessu efni eru hendur stjórn- arinnar bundnar, svo að hvorki hún sjálf, né heldur þjóðþingið, geta óhindrað komið bol- magni við; stjórn og þing eru bundin við á- kveðin loforð, sem fólkinu voru gefin; loforð, er það fólu í sér, að herskyldu yrði eigi beitt utan canadiskrar landhelgi. Stjórnin hefir lagavald til þess að htinda herskyldu í fram- kvæmd; í því efni hvíla á henni engar hömlur; á hinn bóginn er stjórnin siðferðilega bundin við þau loforð, sem hún gaf; í öllum atriðum nema þessu eina, getur stjórnin beitt hverjum þeim átökum, er hún telur nauðsynleg, en í þessu tilfelli, getur hún ekki, vegna siðferði- legra skuldbindinga við kjósendur, haft óbundn- ar hendur nema því aðeins, að kjósendur sjálf- ir leysi hana undan fyrri skuldbindingum í þessa átt; það er með þetta fyrir augum, að stjórnin fer fram á það við kjósendur, að verða leyst frá þeim skuldbindingum, er undir öllum kringumstæðum hömluðu henni frá því að beita herskyldu handan við haf, hvernig svo sem viðhorfið kynni að breytast frá degi til dags. Stjórnin fer ekki fram á það við kjósend- ur, að þeir greiði “Já,” eða “Nei” atkvæði um herskyldu í sjálfu sér; slíkt er ekki undir nein- um kringumstæðum tilgangurinn með atkvæða- greiðslunni; það er ekki verið að spyrja fólkið í Canada um það, hvort herskylda eigi að kom- ast á, eða það gagnstæða; sú ábyrgð verður ekki lögð á herðar þess. Vér förum fram á það við fólkið, að fá að bera þá ábyrgð sjálfir óhindrað í Ijósi viðurkendra staðreynda, og þeirra þarfa, sem ástandið að voru áliti krefst með tilliti til ábyrgðar vorrar gagnvart þing- inu. Ákveðinn skoðanamunur hefir komið fram um þetta mál; eg ætla mér hvorki að ræða um kosti né vankosti herskyldunnar; fram að þessu, hefi eg enga þörf séð fyrir herskyldu, og lítið gildi í henni; en með hliðsjón af þeim öru breytingum, sem heimurinn um þessar mundir horfist í augu við, er ekki unt að segja fyrir um það, hverra ráða verði óhjá- kvæmilegt að grípa til; það getur komið fyrir, að innleiðsla herskyldu verði óumflýjanleg. í öllum tilfellum þarf þannig að vera um hnúta búið, að stjórnin fái ráðið því sjálf, hvort herskyldu skuli beitt eða ekki, með hliðsjón af staðreyndum, og því breytta viðhorfi, sem jafnt og þétt kann að skapast. — Ekki ber heldur svo að skilja, sem stjórnin með áminstri atkvæðagreiðslu, sé að leita póli- tískrar traustsyfirlýsingar; því fer fjarri; hið eina, sem hún fer fram á, er það, að verða leyst undan skuld- bindingum er hún gaf, og í þá átt lutu, að beita ekki ákveð- inni aðferð á vettvangi stríðs- sóknarinnar til þess að ná því takmarki, sem eg nú hefi gerí að umtalsefni, þannig, að hún í því efni líka, mætti hafa frjáls- ar og óbundnar hendur. Eg treysti því þessvegna, að já- kvæða hliðin gangi með yfir- gnæfandi meirihluta sigrandi af hólmi við téða atkvæðagreiðslu þann 27. yfirstandandi mánaðar. Canadiska þjóðin hefir verið sameinuð, og hún verður ávalt að vera sameinuð; vér lifum á raunalegum tímum, skuggarík- ustu dögunum í sögu vorri; ó- þarfa ágreiningur má hvergi komast að; sérhver þegn þessa lands, verður að ala í brjósti gagnkvæmt traust til meðbróð- ur síns; því með þeim hætti ein- um má þess vænta, að Canada fái beitt öllu afli í sigursókn mannfrelsisins, að hver og einn sonur hennar inni af hendi fullnaðarskyldu sína við land og þjóð— íslendingar og atkvæðagreiðslan 27. apríl nœátkomandi Eg er meira en hálf hissa á því, 'hve hljótt er á meðal ísl. um atkvæðagreiðsluna, sem fram á að fara í CanadU 27. apríl n. k., þó að málið, sem liggur til grund- vallar fyrir henni sé eitt hið al- varlegasta og þýðingarmesta mál, sem Canada þjóðin hefir verið beðin að athuga og greiða at- kvæði um í mörg, mörg ár, og auk þess að vera svo þýðing- armikið fyrir heildina; snertir það hvert einasta mannsbarn i Canada persónulega. Á yfirborð- inu, eða við fyrstu athugun, virðist málið eða atriðið, sem greiða á atkvæði um, ekki vera svo mjög yfirgripsmikið. Stjórnin í Canada biður kjós- endur landsins að leysa sig frá því loforði, sem hún gaf við síð- ustu kosningar. En loforðið var þetta: að senda ekki neina af þeim mönnum, sem kvaddir væru til herskyldu í Canada, til út- lendra vígvalla. iFrá þessu lof- orði biður stjórnin nú um lausn, og hún biður alla atkvæðisbæra menn og konur í landinu að veita þá lausn með atkvæði sinu 27. april næstkomandi. Hversvegna er þessi leið valin? Veit ekki stjórnin, að þjóðin myndl samþykkja þegjandi, þó hún tæki sér þetta vald að henni fornspurðri; eða þvi bað hún ekki þingið — umboðsmenn þjóðarinnar —■ að leysa sig frá þessu loforði? Hvi þarf hún að láta greiða atkvæði um þetta, sem að tekur tíma og kostar bæði fyrirhöfn og fé? Við erum í stríði og höfum gefið þá heit- strenging að beita allri orku, sem við eigum yfir að ráða til þess að vinna það. Það er því hverjum manni auðsætt, að við megum ekki leggja neinar höml- ur á þá, sem fyrir stríðsmál- unum standa fyrir okkar hönd, sem í þessu tilfelli er lands- stjórnin — megum ekki og vilj- um ekki leggja neinar hömlur á hana, svo það sem hún biður um með atkvæðagreiðslunni tel eg vist að Vestur-íslendingar og þjóðin öll verði fús á að veita. En því alt þetta umstang? Hvi voru ,ekki auðveldari og ódýrari leiðirnar valdar? Loforðið var gefið þjóðinni og það var þ jóðin ein, sem gat eða getur legst það, og þessvegna verður að leita til hennar, svo framarlega að stjórn- in vilji reynast þjóðinni trú og sjálfri sér samkvæm. fslendingar öðrum fremur kunna að meta drengskaparorð, gefið og haldið, svo eg tel vist, að frá þvi sjónarmiði einu þá vildu þeir leggja á sig að fara á atkvæðastaðinn þann 27. þ. m. og sýna með hélzt öllum íslenzk- um atkvæðum í Canada, að þeir kunni að meta þessa drengskap- ar viðleitni stjórnarinnar og séu þess reiðubúnir að styrkja hana af alefli. En þessi atkvæða- greiðsla er miklu þýðingarmeiri og víðtækari en þessi drengskap- ar viðleitni stjórnarinnar, þó hún sé þýðingarmikil og lofsverð á öllum tímum og undir ölluin kringumstæðum, en sérstaklega þó nú, eins og viðhorfið í heim- inum er. Að standa við loforð sitt nú, þegar barist er upp á líf og dauða, út af loforðasvik- um og gjöra það svo, að ekki aðeins samherjar og fjandmenn sjái, iheldur aít fólk — það er eltki þýðingarlítið. En eins og eg sagði hér að framan, þá nær þessi atkvæða- greiðsla lengra en að drengskap- ar takmarkinu. Hún er óumflýj- anlega tengd við stríðið og stríð- ið við hana. Allur heiniur veit að þjóðaratkvæði á að fara fram í Canada 27. iþ. m. og augu jafrit vina sem óvina hvila á þjóðinni 27. apríl n. k. til þess að ganga úr skugga um, hvort Canada þjóðin sé einhuga og samhuga, hálfvolg eða hiklaus, samfeld eða sundruð. Atkvæðagreiðslan gjör- ir1 annaðhvort að veikja eða styrkja hendur stjórnarinnar í Canada. Ef fá atkvæði verða greidd, eða atkvæðin verða skift, þá hlýtur það að veikja starfs- þrek stjórnarinnar, vekja kvíða og draga úr framsóknar atorku okkar eigin hermanna og með- herja okkar allra, en örfa hug og framsókn fjandmannanna, en við því megum við ekki, og vart er það hugsanlegt, að nokkur sá ís- lendingur sé til á meðal Vestur- fslendinga, sem standa vilji þeim megin í fylkingunni. Á hinn bóginn, ef jákvæðu at- kvæðin verða yfirgnæfanleg, sem þau þurfa að verða, þá styrkja þau ekki aðeins hendur Canada stjórnar, heldur allra samherja vorra, en veikir að sama skapi sjálfstæðisþrótt óvinanna. Þetta og ekkert minna er það, sem atkvæðagreiðslan 27. þ. m. mein- ar. Fjöldi af æskufólki, vinum og vandamönnum okkar fslendinga í Canada, eru farnir, á förum og munu fara i stríðið. Eg er viss um, að við eigum ekkert til, sem þeim getur að liði orðið og við af hendi látið, sem þeim er ekki meira en velkomið, ef það gæli styrkt þá, eflt áræði þeirra og hugrekki og látið þá finna til þess að við sem einstaklingar, og partur af þjóðinni þeirra séum vakandi yfir velgengni þeirra og virðingu. Á vígvellinum getum við ekki staðið með þeim, en við getum, við eigum og við skulum halda uppi heiðri þeirra heima; og látum oss byrja með því, Canada fslendingar, að sjá um, að hver einasti atkvæðisbær ís- lendingur í Canada fari á at- kvæðastaðinn á mánudaginn sið- asta í þessum mánuði, 27. apríl og greiði já-atkvæði, og sýnum með því, ekki aðeins að við kunnum að meta og unnum sönnu lýðræði, heldur og einnig, að því er okkur snertir, þá stönd- um við sem einn maður, með og á bak við drengina íslenzku og alla samherja Canada á vígstöðv- unum, en á móti Hitlers, Musso- lini og Tojos yfirgangi, ofriki og áþján. J. J. Bildfell. Vér höfum séð, að framsókn andans á að vera takmark rík- isins.—Schiller. + Sá lærir, sem spyr. ---Grískur málshattur. + Sá faðir er vitur, sem þekkir barn sitt.—Shakespeare. + Ef Satan gæti elskað, væri hann ekki lengur illur. —Sainte Thérése. UPPTfNINGUR GUNNL. JÓHANNSSONAR Hugprúði drengurinn “Þetta er þá nýi káetudrengur- inn,” sagði eg við sjálfan mig um leið og eg koin auga á falleg- an dökkeygðan unglingspilt, sem stóð út við borðstokkinn og horfði með angurblandinni al- vöru á ólgandi öldurnar velta sér stærilátar og storkandi yfir sltip- ið. Eg var búinn að heyra skip- verja tala um þennan dreng og var kunnugt um það, að þeim gazt engan veginn vel að honum, — þótti hann ómannblendinn og einrænn. Þeir sityttu sér iðulega stundir með því að stríða honum og með grófgerðu gamni og ruddalegu glensi. Hann hafði aldrei fengist tii að neyta nokkurs áfengis, síðan hann kom um borð. Mig lang- aði til að kynnast honum betur. Áhugi minn og hluttekning fyrir kjörum og kringumstæðum drengsins óx með hverjum degi, og eg ásetti mér að vaka yfir honum og vernda hann að svo miklu leyti sem i mínu valdi stæði, fyrir hinum óstjórnlegu skapsmunum skipstjórans og hinu ruddalega glensi og gamni hásetanna. Nokkrum dögum síðar var eg i samræðum við skipstjóra. Alt i einu heyrðum við hávær hróp og hlátra. Við gengum á hljóð- in til að sjá hvað um væri að vera. Við sáum þá fjölda af háset- unum samankomna og vera að telja um fyrir Allan (það var nafn káetudrengsins) og reyna að ginna hann með margskonar röksemdafærslu til þess að drekka með þeim spíritusblöndu. “Þið megið hlæja að því,” heyrð- um við Allan svafa í ákveðnum alvöruróm, “en eg skal aldrei' láta það inn fyrir mínar varir. Þið ættuð að skammast ykkar fyrir að drekka það sjálfir og þó miklu fremur fyrir það, að bjóða öðrum það.” Storkandi hæðnishlátur og hróp var það eina svar sem AHlan fqkk. Við komu skipstjórans, sem allir vissu að var stórfeldur drykkjumaður, örvaðist ósvifni eins hásetans, svo hann gekk beint til Allans og sagði: “Nú, nú, ljúfurinn minn, búðu þig undir að missa jafnvægið, þegar þú ent búinn að svelgja þetta.” í sama vetfangi ætlaði hann að hella spíritusblöndunni ofan i Allan, en skjótur sem elding þreif Allan af honum flöskuna og kastaði henni langt út á sjó. Skipverja setti hljóða. Þeir horfðu með söknuði á eftir flösk- unni. En Allan leit rólegur en lit- verpur til skipstjóra Hardens, sem nú var orðinn rauður af reiði. Meðaumkunar tiltringur gagn- tók mig og ótti fyrir örlögum drengsins. Skipstjóri þreif til Allans og öskraði: “Dragið þennan snáða upp í siglu-körfuna.” Tveir skipverjar gáfu sig fram til að fullnægja iskipuninni, en Allan bandaði hógværlega við þeim og sagði í lágum undir- gefnum róm: “Eg skal fara sjálf- viljugur, herra skipstjóri, og vona þér fyrirgefið mér, það var ekki meining mín að fremja af brot. Hendur Allans titruðu af ó- styrk, þegar hann hóf för sína upp reiðann. Það er ákaflega hættulegt fyr- ir viðvaning, að klifra þá hæð. Allan hikaði augnablik og sýnd- isit vera að mæla hæðina með augunum, en náði sér þó fljól- lega aftur, og hélt áfram hægt og gætilega. “Áfram með þig,” öskraði skipstjórinn! Þegar hann sá hve vaúlega hann fór. Og Allan reyndi að hraða sér eftir mætti en nú varð honum fótaskortur.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.