Lögberg - 16.04.1942, Blaðsíða 7

Lögberg - 16.04.1942, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 16. APRÍL, 1942 ywwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwww> \niZLUNARSKOLA NÁMSSKEIÐ Það borgar sig fyrir yður að leita upplýsinga á skrifátofu Lögbergs, við- víkjandi námsskeiðum við beztu verzlunarskól- ana í Winnipeg . . . Veitið þessu athygli f nú þegar. kMMMAAAAMAAAAAMAAMAMMMAAM*AMAMAAMA/ Skipálapinn frá Æðey 1 864 Efíir handriti Ólafs Davíðssonar. en hann fylgir frásögn Skarð- strendingasögu Gísla Konráðs- sonar. Um 18(i0 bjó Þorsteinn í Æðey á ísafjarðardjúpi sonur séra Þor&teins Þórðarsonar í Gufudal (11940) en faðir Davíðs Schev- iugs læknis í Barðastrandarsýslu, Péturs Thorsteinsson á Bíldudal og Thorsteins útgerðarmanns i Beykjavík. Hann var hinn ötulasti rnaður, og fékst ýmist við verzlun eða formensku. Veturinn 1864 vai- hann formaður fyrir hákarla- skipi, er hann átti sjálfur, átt- æring, og hafði jafnan átta há- seta. Lítið aflaði Þorsteinn framan af vetrinum, og minna, en venja var til. Þann 6. desember var hægt veður um morguninn, og sendi Þorsteinn eftir tveimur hásetum sinum vestur í Ögursveit. Annar 'þeirra var Ólafur Jóhannesson á Blámýrum en hinn Árni Jóns- son að Strandseljum. ólafur 'ar tvítugur að aldri, þriggja álna hár og þrekinn að því skapi, enda var hann talinn ein- hver hinn hraustasti maður norður þar. ólafur átti marga bræður, og hét sá Guðmundur, er elztur var. Þegar þeir vökn- Uðll um morguninn, spurðu þeir systur sína, er út hafði farið, hvernig veðrið væri, en hún sagði, að veður væri gott. “Þá mun Þorsteinn vilja fara i legu í dag,” mælti ólafur, “og vildi eg gefa mikið til þess, að eg væri ekki ráðinn hjá honum, þvi að mér segir þungt hugur um ferð þessa.” Enn hafði ólafur orð á því, að hann vi'ldi geta fengið mann til þess að fara i leguna fyrir sig. Guð- nrundur sagði, að Ólafur skyldi koma á haldfæri með sér um daginn, og mundu sendimenn Þorsteins þá ekki geta leitað þá l,ppi, og mundi honum veita hægt að fá annan mann í stað- inn fyrir sig. ólafi þótti þetta þjóðráð, og bjuggust þeir bræð- ur af stað, og héldu til sjávar, en þegar þar var komið, og þeir ætluðu að fara að setja frain þátinn, sagði ólafur: “ómann- iegt er það fyrir mig að fara ekki, ef þeir koma eða hafa ekki fengið mann fyrir mig, og ætla eg að ganga út í ögur og fá þar uianninn, en sjálfur fer eg nauð- Ugur, ef eg fer.”1 Að svo mæltu skildu þeir bræður, og reri Guð- niundur til fiskjar, en ólafur gekk til ögurs, og voru sendi- uienn Þorsteins þá komnir þang- að. ólafur fór nú með þeim að StrandseJjum til þess að sækja Árna, en þegar hann var að láta uesti neðst í skrinu sína, tók hann peningabuddu úr öðru i- láti, lét hana í skrínuna, og mælti: “Þetta skil eg ekki eftir, því að eg mun ekki koxna aftur í þennan bæ.” Þetta heyrði ól- afur og svo piltur einn i Strand- seljum. Þegar þeir komu til Æðeyjar, voru þar allir önnum kafnir að búa sig út í leguna. Gísli Jóns- son, vinnumaður Þorsteins, átti að vera fyrir nýjum sexæringi, er Þorsteinn átti, og smiðaður hafði verið um sumarið, og skyldi hann líka leggja í há- karíalegu, enda voru komnir nógir hásetar til beggja skip- anna, en flestir vildu vera með Þorsteini, þvi að þeir sögðu, að Þorsteinn væri reyndur formað- ur og ættæringurinn væri al- reyndur, en nýja skipið væri lítt reynt. Þeir Þorsteinn og Gísli lögðu nú frá Æðey að áliðnum degi, og hafði Þorsteinn átta háseta, eins og vant var. Þeir Ólafur og Árni Jónsson voru báðir á hjá honum. Þeir sigldu hægan byr út með ströndinni, og sigldu svo iit Djúpið. Gísli var nokkuð á undan, og sigldi hann, þar til hann var kominn þangað, er Sund heita, en þau eru mjög langt undan landi. Þar feldi Gisli, og rendi þar stjóra. Skömmu seinna sigldi áttæring- urinn fram hjá bátnum og kall- aði einhver af honuin, hvort Gísli vildi ekki fara lengra, því að þar mundi ekki vera mikil! hákarl undir. Gisli svaraði, að nógu langt þætti sér komið i því útliti; sigldi Þorsteinn nú til hafs, og vita menn ekki til ferða þeirra félaga eftir þetta. Gísli lá til þess, >er mjög var liðin nótt, og var lítið um há- karl, en veðrið versnaði óðum; hvesti landnorðan, og geklc að með Ihrið. Gísla þótti ekki vært lengur, svo að hann leysti, og hélt fil lands; var þá ekki seinna vænna, því að ávalt harðnaði veðrið, og sögðu þó menn Gísla, að það mundi hafa verið miklu harðara úti fyrir. Þeir komust til Skutulsfjarðar um miðjan dag, og vaf þá kom- ið ófært veður: stórhríð með snjókomu svo mikilli, að i minn- um er haft þar um slóðir. Ýmsir af mönnum þei-m, er fórust á áttæringnum, höfðu grun um, að þeir mundu týnast aðrir en þeir ólafur og Árni, og er sagt meðal annars, að haust- inu áður hafi Þorsteinn eitt sinn verið í stofu með mönnum sín- um og hásetum, og veitt þeim púns. Áttæringurinn flaut þá á höfninni andspænis stofuglugg- unum. Þorsteinn horfði út um gluggann, og mæilti: “Fallegur ertu, áttæringurinn minn.” Þor- steinn Arason, einn þeirra, er fórst með Þorsteini, varð fyrir svörunum, og mælti: “Satt er það nafni, en þó förumst við allir af honum.” “Það getur verið,” svaraði Þorsteinn, “og því sýnist mér hann svo falleg- ur.” Haustið áður en Þorsteinn formaður fórst, sagði hann við einhvern kunningja sinn, að hneddur væri hann við þennan vetur, en ef hann lifði hann af, þá myndi hann verða gamall maður. Halldór Hafliðason hét maður í Æðey. Hann kom að Laugabóli þetta sama haust um aðventuleytið, og gisti þrjár næt- ur hjá Jóni hónda Halldórssyni. Einn morgunn sagði hann bónda draum sinn, og gat þess um leið, að hann væri hræddur um, að Þorsteinn í Æðey mundi farast næsta vetur. Hann sagði, að sér hefði þótt hann vera staddur úti í Æðey undir vegg á íveruhús- inu. Þar ihafði og Þorsteinn for- maður verið og hásetar hans. Alt í einu hefði veggurinn hrunið á Þorstein, vinnumenn hans og háseta, en hann hefði sjálfur komist undan með Gísla formanni sinum; hafði og Hall- dór verið á hjá Gísla daginn, sem Þorsteinn fórst. (Jón bóndi Halldórsson sagði Guðbrandi Jónssyni i Skáleyjum draum þennan, en hann mun hafa sagt GJsla Konráðssyni). —(Lesbók). St. Osyth-klauálrið reis úr rúátum á einni nóttu íslenzkað af Jakobinu J. Stefánsson í Essex á Englandi var, litln eftir síðustu aldamót, umferða- sali einn, að nafni Jenkins, á ferð. Lá leið hans ekki fjarri rústum hins forna munkaklaust- urs St. Osyth. En hann vissi samt ekkert um það, þvi það var orðið dimt af nóttu, og hann hafði þessvegna vilst af réttri leið. Staðnæmdist hann nú um stund, til að reyna að átta sig. Þá heyrði hann söng hljóma úr nokkrum fjarska. Fyrsl heyrðist honum það vera ýmist organs eða hörpu eða fíólíns hljómar, en gat þó ekki verið viss um hvert hljóðfærið var. Að lokum hélt hann það vera samspil af þeim öllum. Stund- um var það lágt, ljúft og angur- blítt, stundum sterkt, hátt og voldugt, en þó jafnframt átak- anlega raunalegt, frá upphafi til enda. Jenkins varð nú svo hrifinn, að hann gleymdi hve þreyttur og sárfættur. hann var af göngunni, og einnig því, hve brýn nauð- syn var fyrir hann að komast á rétta leið, og gekk í áttina, sem þessi indlæli hljóðfærasláttur kom úr: en þá kom hann inn í allþéttan skóg; gegnum hann lá krókóttur götustigur, sem Jen- kins fór eftir. Að nokkurri stundu liðinni Var hann kominn út úr skóginum, á bersvæði eitt mikið. Á því stóð stærðar stein- hýsi, alt öðruvísi að liyggingar- lagi og lögun en öll önnur mannahíbýli, sem hann hafði nokkm sinni séð. Það voru virkisturnar á hús- inu. Þessutan var sjálft hús- þakið ein þyrping af smáturnum. Hinumegin við það var bygging, sem líktist kirkju. Það voru al- staðar, að öllu er séð varð, turn- ar og skrautlegir útskotsgluggar, ljömandi af sterkum, en þó föl- bleikum bjarma. Umferðasalanum tók nú, sem vonlegt var, að leika svo mikil forvitni á, að vita nokkuð gjör um þennan einkennilega stað, að hann í sakleysi gekk þangað, fór gegnum stærðar hlið, sem lá þar inn að, og kom inn á allstórt fer- kantað svæði, umgirt af risahá- um húsum, með óvanalegu bygg- ingarsniði, og geysiháum stjörnu- turni i miðið, að þvi er virtist. Jenkins litaðist nú um, og vissi ekki hvað gera skyldi. Þá sá hann mann einn klæddan mjög líkt munkum, koma hlaup- andi út um dyr nokkrar, sem væri hann i miklum flýti, og stefndi til kirkjunnar. Jenkins kallaði til hans, og spurði hvaða staður þetta væri; þá sneri munkurinn sér við, og gerði Jenkins vishendingu um að koma með sér. Jenkins gerði það, tafarlaust. Brátt komu þeir inn í kirkjuna, munkurinn á undan, og um- ferðasalinn fylgdi honum fast eftir. Þar voru fyrir margir inunkar, láu þeir allir á knján- um, syngjandi með lögri rödd. Á þrepi kórsins fyrir framan söfnuðinn stóð hár maður, með mítur á höfði. Hann söng líka, en rödd Ihans, eins og allra hinna sem sungu, fanst Jenkins óma úr fjarska, og vera hás. En ailtaf sungu munkarnir sama lagið, sem Jenkins hafði heyrt áður en hann kom á þenn- an stað, og inn t kirkju þessa. Amist lágt, ljúft og angurblítt, eða sterkt, hátt með yfirgnæf- andi hátignartónum, en var þó frá upphafi til enda afar rauna- legt, undarlegt og einkenuilegt. Jenkins hafði ekki verið við messu í fleiri ár; tók honum nú að leiðast mjög; fór að hugsa um hvað gera skyldi. En þá benti munkur sá, sem hann hafðl fylgst með inn i kirkjuna, hon- um að krjúpa, og gaf honuni um leið reiðilega visbendingu um að taka ofan höfuðfatið. Jenkins hlýddi þessu hvoru- tveggju. En þar eð hann kraup fyrir aftan alla hina, fékk hann færi á að líta í kringum sig. Þvilík stærðarbygging þessi kirkja var! Stærri en allar aðr- ar, sem hann hafði nokkru sinni komið í; honum virtist engar mundu jafnstórar til í landinu, nema helzt St. Páls kirkjan >eða Westminster Abbey. Svo voru þessar einkennilegu útskornu myndir, og áletranir á veggjun- um, og kringum gluggana; þar voru ferleg andlit höggvin úr steini. í þessum síkvikandi ljós- bjarma, sem með bleikrauðu skini lék um þau, eins og alt annað, var sem þau ýmist skruinskæ.Idust, eða glottu grimdar-glotti, ilskan stóð út- máluð á hverjum andlitsdrætti. Því lengur sem Jenkins horfði á þau, því sannfærðari varð hann um að þau væru lifandi. Væri það misskilningur að svo væri, gerði það. engan mismun fyrir hann. Fyrir hans sjónum voru þau sama sem lifandi, þess- vegna tók hann loks það eina ráð ,sem hann átti kost á — það, að h.ætta að horfa á þau, til að losna við skelfingun, sem hon- um var ifarin að standa af þeim. Þar sem skugga bar á, eins og í bogagöngunum í fordyrinu og út frá hinum úthöggnu stóru legsteinum á Jeiðunum, sá Jen- kins að myrkrið var öðruvísi en vanalegt myrkur. Þessir skugg- ar virtust geigvænlegri. Það var lífrænn, afskræmislegur iðandi innan í þeim, ilJgirnisIegar gláp- andi glyrnur störðu alstaðar út úr þeim. Jenkins var svo niðursokkinn við að horfa á og athuga um þetta, að hann var búinn að gleyina munkunum. Það var fyrst, þegar söngurinn hætti, að hann mundi eftir þeim. Dauða- þögn sú, sem þá varð, vakti efl- irtekt hans, svo hann hætti að horfa á myrkrið og beindi nú at- hygli að söfnuðinum og öllu, sem næst munkunum var. Nú fyrst sá hann að það lágu tröppur niður af kórgólfinu öðrumegin, ofan í jörðina. Með- an hann var að gera sér fulla grein fyrir þessu, þá gaf maður- inn sem hafði mítrið á höfðinu, -söfnuðinum visbendingu. Þá risu allir munkarnir á fætur í einu, þannig, að tveir og tveir stóðu saman hlið við hlið, aftur af hinum, sem fremstir voru, og gengu ha>gt og hátíðlega að tröppunum, sem lágu ofan i jörðina. Jenkins sá hina fyrstu tvo hverfa ofan í hið myrka djúp jarðarinnar svo þá tvo næstu, og svo koll af koflli. Nú greip hann ótti mikill um að sér mundi einnig ætlað að fara sömu leiðina. Leit hann nú í kringum sig eftir dyrum eða einhverri opningu, sem hann gæti komist út um, en sá fyrst í stað enga. Loks kom hann auga á dyr, sem voru hálfopnar; gekk hann nú að þeim, og fór út um þær, og kom þá aftur á sama ferhyrnda bersvæðið, sein hann hafði fyrst komið að, og ifarið eftir til kirkjunnar. Varð hann nú þessu stórfeg- inn. En þegar Ohann kom að stóra bogamyndaða hliðinu, til að fara út um það, varð honum í meira lagi bylt við: nú var fyrir því rammgjörð járnbent tréhurð, harðlæst. Hann reyndi hvað ofan í samt að ná henni opinni, en það varð árangurs- laust. Hún lét ekki undan. Hann stóð nú um stund, ráða- laus, og vissi ekki hvað til bragðs skyldi taka. Það var ekki annað sýnna en hann væri lokaður þarna inni, en þá kom hann auga á mann, sem stóð á afviknum stað þar nálægt, — eins og ef hann væri hliðvörður, —> og horfði á hann. Var mað- ur þessi í útlendingslegum bún- ingi, sem Jenkins virtist þó likj- ast munkaklæðum. Jenkins gerði nii manninum vísbendingu um að opna fyrir sér hliðið, svo hann gæti komisl út; en maðurinn Ihristi höfuðið í neitunarskyni. Þá rétti Jen- kins að honum krónu-pening. Þetta dugði; maðurinn kom út úr afkimanum og gekk með und- arlega hröðum skrefum og hreyfingum að hliðinu. tók stór- an lykil af belti sínu, stakk hon- um í skrána og opnaði hliðið, rétti svo fram hendina eftir krónunni. Jenkins lagði peninginn í lófa hans, en sér til mikillar undrunar og ótta sá hann pen- inginn fara í gegnum hendina og ofan á jörð, svo small við Jenkins var nú áður orðinn allskelkaður af öllu, sem á und- an var gengið, en þegar krónan fór í gegnum heila hönd manns- ins, var honum öllum lokið. Hann snerist á hæli frá honum, tók á rás og fór á harðahlaupi til baka, þá sömu leið og hann kom. Ekki löngu seinna náði hann til þorps eins, hafði þar upp á gistihúsi, til að vera i, það sem eftir var nætur. Sagði hann nú gestgjafanum hvað fyrir sig hefði komið um nóttina, en gestgjafanum stökk ekki bros. Hann varð alvarleg- ur á svip. “Ekki vil eg segja, að þig hafi verið að dreyma, góði maður,” sagði hann. “Það vita flestir eða allir hér um slóðir, að reimt er i og umhverfis klausturtóft- irnar af St. Osyth. Einkanlega er það áberandi á miðsumars- nóttu. Nú er,. eins og þú veist, 23. júní; en frásögn þín er samt merkileg, því hún er lýsing á munkaklaustrinu eins og það hefir verið fyrir mörgum öldura síðan.” “Eins og það var!*’ sagði Jen- kins með ákafa. “Við hvað áttu? Er það ekki eins, enn þann dag í dag? Eg lýsti nákvæmlega (fyrir þér hvernig það nú er — lýsti þvi eins og það er, í raun og virkilegleika.” Gestgjafinn ypti öxlum og varð hálf vandræðalegur á svip. “Farðu þangað á morgun, svo þú getir séð það í dagsbirtunni. Þá skilur þú við hvað eg á.” Svö töluðu þeir ekki meir um þetta. En morguninn eftir gerði Jenkins eins og gestgjafinn sagði honum, og fór tiil sama staðar og hann hafði verið á um nótt- ina. Hann varð í meira lagi undr- andi þegar ekkert af hinuni veg- legu og háreistu byggingum, sem hann hafði þá séð þar voru þar fyrir, heldur aðeins nokkrar eldgamlar húsatóftir og mosa- vaxnar rústir, alt í eyði. Hann gekk á þann stað, sem stóra hliðið, sem hahn hafði farið í flýti út um um nóttina, hafði verið. Þar var nú engin hurð ifyrir: engin merki um að nein hefði þar verið. En þar lá krónan á jörðinni og glitraði i geislum morgunsól- arinnar!

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.