Lögberg - 23.04.1942, Síða 3
LÓGBERG, FIMTUDAGINN 23. APRÍL, 1942
vinnustofu í húsinu nr. 76 viö
Bergstaðastræti, sem hann bygði
ineð Jóni Stefánssyni listmálara
og þar býr hann enn.
Ásgrimur Jónsson ler rúmra 65
ára gamall, en maður sér ekki
á honum að hann eldist. Þótt
hann sé að einhverju leyti bilað-
ur á heilsu er hann jafn and-
lega fjörmikill og áður. Honum
fer stöðugt fram í list sinni, og
á því hefir lengin kyrstaða orðið.
Hann er einn þeirra fáu, sen;
stefna ávalt upp, leita æ hærra,
eru altaf að vaxa, altaf að auðg-
ast að þekkingu.
Það er að ifara í mannjöfnuð,
að segja leinn betri en annan —
og það vildi eg helzt forðast,
ekki sízt þegar listamenn eiga í
hlut. Viðhorf þeirra eru svo
margvisleg, starfsaðferðir þeirra
frábrugðnar hvor annari, að
það er ekki gott fyrir leikmann
að grpina þar á milli. Hitt bland-
ast engum hugur um og ekki
heldur ástæða til að leyna, að
Ásgrímur Jónsson er leinn al'
okkar allra snjöllustu landslags-
málurum og að hann hefir unn-
ið menningu vorri ómetanlegt
gagn með list sinni. Listasaga
íslenzku þjóðarinnar yrði önnur,
ef nafn Ásgríms Jónssonar væri
þurkað út.
Ásgrímur er fyrst og fremst
málari sveitanna. Hugur hans
leitar að þvi, sem hann hafði
daglega fyrir augum, þegar hann
var barn. Hann leitar til blán-
andi fjalla og hvítra jökulhvela.
Hann leitar að því sem er heið-
ast og istórbrotnast, stoltast og
tigulijgast við þetta dutlunga-
fulla, auðnarkenda en litauðga
og hrifandi land. Þessu landi
ann Ásgrímur málari af lífi og
sál, og það sem mest er um vert,
að honum hefir tekist að túlka
hina listrænu sjón á landinu,
þannig, að allir, sem skoða mál-
verk Ásgríms, hljóta að heillast
með honum, þeir geta ekki ann-
að en lifað sig inn í töfra þessa
undursamlega lands.
Og þá er lika tilganginum með
listirini náð.
Þ. J.
—Vísir.
Myndir Islands
Þegar litið er til íslands og
horft er á það gegnum sjónar-
gler sögunna, koma í ljós tvenns-
konar myndir. Það sjást dimm-
ir skýflókar, sem liggja yfir
landinu; ömurlegir hörmunga-
flókar hafa iðuliega liðið yfir
söguhiminn landsins. óblíð
veðrátta, hörð og vægðarlaus
lífskjör og vonleysis tómleiki
hefir helzt til oft byrgt fyrir
mönnum sjónir á kostum þeim,
sem kunna að finnast. Eldar úr
fjöllum og tröllslegur máttur
hafs og ísa hafa sorfið svo að
mönnum og skepnum, að lífsvon
virtist lítil.
Þegar hugleiddar eru þær
hörmungar, sem gengið hafa
yfir eina kynslóð eftir aðra, virð-
ist næstum mjög vafasamt hvort
hægt sé að telja byggilegt, svo
iðulega hörmulegt umhverfi.
Þessar hugsanir vöknuðu hjá
hér, þegar eg fyrir skömmu las
um alt það, sem þjáð hefir land-
ið frá upphafi vega til síðustu
tíða. Það mun og sannast, að
sú saga verður aldrei rakin til
fullnustu. Það er að vísu hægt
að gera sér nokkra hugmynd um
l>að, sem ritað er, en mikið er
gleymt og hefir aldrei verið bók-
fært. Það er ritað um mann-
lellir af hungri og skorti, en um
hitt vita menn fátt hve miklar
þjáningar hafa átt sér stað, þó
að það hafi ekki Ieitt til aldur-
tila. hin menn hafa fallið úr
bungri í þúsundatali á íiðnum
öldum; menn hafa mjög oft
orðið að láta fyrirberast á öræf-
um og í óbygðum, einangraðir,
yfirgefnir og gleymdir. Margar
eru sögurnar um það, og naum-
ast er hægt að lesa þær sögur
án þess að komast við.
Sjórinn hefir jægið drjúgan
skerf af kjarnmönnum þjóðar-
.nnar; er engin furða þótt mönn-
um hætti við þunglyndi út ai
öllum þessum hörmungum, enda
ælja sumir það einkenni íslend-
inga yfirleitt.
Ekki er það tilgangur minn
með línuin þessum, að deila á
ísland; en þetta eru hugleiðing-
ar, sem eru bein áhrif af kynn-
ingu sögunnar.
Satt að segja, hefir mér iðu-
lega fundist nóg um það lof, sem
menn bera á landið, eftir að
hafa orðið að flýja það með lít-
inn fararbeina. Eg held að héi
sé um andlegt fvrirbrigði að
ræða. Þegar menn hona á
myndir endurminninganna, verð-
ur mönnum ósjálfrátt að sneiða
fram hjá því sem er ógeðfelt og
geyma þess betur, sem hugur-
Lnn kýs að dvelja við.
Það er svo skemtilegt að
dvelja við bjartar og blíðar vor-
nætur, þegar lífið leikur \-ið
menn og skepnur; hitt er ógeð-
feldara, að inuna eftir hinum
grimma. langa vetri, með skort
fyrir menn og skepnur augiiti ti.
auglitis; þegar Þorrabylurinn
þrymur í baðstofustormpinum
mörg dægur í senn, runnin úr ó-
skapnaðardjúpi myrkurs hríðar
og helju; þegar gluggarnir eru í
kafi í snjó, og þegar helgræn
helja glyttir inn um hina hvítu
vetrarvoð. Þá eru daufar tíðir;
Sífið er i mótsetningu við sjálfi
sig; endurminningar um blíða
sumardaga draumur. Engm
skepna á friðland utan dyra; a.t
verður að kúldast innan dimmra
og þykkra moldarveggja; þær
móka í tilgangslausu sinnuleysi,
bíðandi með eftirvænting gjala-
umans.
Smalarnir fengu líka sinn
skerf; þeir urðu að standa yíir
fénu í öllum veðrum með frost-
bólgu á höndum og fótum, svo
komu hrakviðri sumarsins; þá
urðu menn að vera á rjátli við
hjarðgæzlu iðuiega alvotir frá
hvirfli til ilja; erfitt var um
gang, því fötin strengdu að lim-
um og liðamótum; hriðarél
koinu iðulega og bætti litt úr
skák. Man eg vel þessar ömur-
legu stundir og hugsaði: “í
þessu landi vil eg ekki vera.’’
Svo þegar þokan skall á, hinn
hræðilegi meinvættur smalanna,
þá varð að láta reka á reiðan-
um hvort féð hefðist heim ineð
ftölu þann duginn, þvi ekkert
varð séð frá sér; enda notaði
sér mörg kind það og hafði sig
burt. Þrátt fyrir mikla við-
leitni smalanna urðu næsta fá
þakkarorðin, sem þeiin bárusN
fyrir starfið; en hinu var ekki
gleymt ef tapaðist úr setunni,
voru óþvegin orð þá ekki af
skornum skamti, og minningu
þess haldið vel á lofti.
Þeir, sem hlutu það hlutfall
að vera smalar á íslandi, hafa
fremur litla ástæðu til þess að
lofa það.
Tökum sláttumanninn; hann
stóð iðulega í vatni upp að
miðju, vatnið skænt þegar leið
á sumar. Man eg þá tíð að fólk
stóð á votengi í mikiili rigningu;
til þess að geta hitað sér tesopa.
tóku menn það ráð að rífa al
buxnavasa sína niður til upp-
kveikju; tókst þá joks að fá eld-
inn til að loga.
Nú vil eg ekki dvelja við
þessa mynd lengur, þvi hún er
ekki geðfeld, en réttmæt er hún
að því Ieyti, að hún er sönn.
Eg yfirgaf landið á unglings-
árum mínum með þeirri hug-
mynd, að það mætti heita vonda
landið; munu ekki allfáir hafa
farið með sömu tilfinningum.
önnur mynd ep miklu geðfeld-
ari, séð i fjarlægð; hregður hún
upp draumblíðri og leyndar-
dómsfullri töfrablæju. Af tilefni
af þessari mynd iná að sönnu
segja, að ísland er land leyndar-
dóma og fyrirbrigða.
Þjóðsögurnar og ifrnsögurnar
fara vel með þessa mynd; þar er
margt á kreiki.
Undarlegar skepnur eigra úr
sjó, hafgúur sjást fyrir strönd-
um og vogum. Hamrar opnast
og það sézt til huidumanna inn-
an veggja. Það sézt líka tii
fierða þeirra með lestir og far-
angur yfir ófæra vegu. Undarleg
hljóð berast um loftið, sem eng-
inn maður skilur eða veit hvera-
ig á stendur; fé bregður íyrii
og hverfur á svipstundu. M nn
sjást á reið á iögðum vötnum.
þar sem er alls engin von
manna, helzt um mánabjöri
vetrarkvöld. Vilja verur þessar
villa mönnum leið og baka
þeim farartálma og mannraun.
Kirkjuklukkur kveða við af eig-
in rammleik við mikla viðburði.
Grafir opnast í kirkjugörðum;
draugar leita til fornra heim-
kynna; ekki fá þeir að ná aftur
gröf sinni nema með afarkostum,
sem þeir neyðast til að gangast
undir; hrævareldar berast í lofti
og á vissum stöðum, en hverfa
þegar er grenslast eftir um upp-
tök þeirra. Eldhnettir sjást á
dysjuni galdrainanna svo bæði
menn og skepnur verða nær vit-
stola af hræðslu. Á vissum
stöðúm við vegina er það segin
saga, að skepnur verða tryltar
og óviðráðanlégar, hvort heldur
sem farið er dagfari eða nátt-
fari; enginn veit hvernig á þessu
stendur, en það bregður nálega
aldrei út af þessu, í það minsta
það var svo; mér er vel kunn
ugt þetta af þeim, sem reyndu.
Og svo er fjalialoftið, helgi-
dómar fslands eru umhverfi
fjallanna, þar sem kyrðin og
friðurinn er sí og æ ríkjandi.
Það er eins og þar séu ósýnileg-
ar verur á ferð til þess að helga
og friða umhverfið. Þar gefur
að líta inni hjarta sjálfrar nátl-
úrunnar, þar má svo að segja sjá
æðaslög hennar, telja atburðina
og fyrirbrigðin í lífi hennar og
starfi. Þar er alt friðað, fróandi
og endurnærandi.
Fátt jafnast á við það, að draga
sig út úr vs og imynduðum veru-
leik mannfélagsins, og láta end-
urnærast af heillalyfjum hins há-
leita umhverfis — í friði við
sjlfan sig, við Guð og alt háleitt
og gott. S. S. C.
Milli sleins
og sleggju
Frá “Nemo” á Gimli.
Atburður sú, er hér skal sagð-
ur, skeði fyrir 20 árum siðan, og
þótt árin væru hálfu fleiri,
myndi hann vera mér í jafn
fersku minni.
Eg fór til Ceylon árið 1885, og
settist að skamt frá Colombo.
Það var eitt skifti sem eg gekk
út í skóg^ til veiða með tveim
kunningjum minum. Það hall-
aði degi, er eg kom auga á ljóm-
andi fallegan páfugl i 50 skrefa
fjarlægð. Eg miðaði byssunni
og skaut. . Fuglinn datt dálítið
særður, en er eg ætlaði að ná
honum hljóp hann út í grasið
og runnana. Eg hljóp á eftir
honum.
Eg komst brátt að raun um
það, að ekki er hægðarleikur að
ganga í 'skógi á Ceylon. Vegir
eru þar engir eður gangstígir, og
það má teljast óvinnandi fyrir
undirskóginum. TrjiÉHaufið
skyggir fyrir birtuna og gerir
hálfrökkur, og er það eigi hægt
að átta sig á í hvaða átt inaður
stefnir. Eg fann ekki páfugl-
inn og settist því niður á trjábol
eftir nokkra leit. Alt í einu
heyrði eg hvar tígrisdýr var að
mala, og það i helzt til miklu
nágrenni við mig. Eg spratl upp
og litaðist um eftir fylgsni. Það
eina ráð, sem mér hugkvæmdist
var að klifra upp í tré og reyna
til að dyljast þar, en slíkt var
hægra að hugsa en framkvæma,
þvi trén voru svo há og bolirnir
hálir og beinir, og limið hærra
en svo að eg gæti náð til þess
með höndunum. Aftur heyrði
eg malið og nú nær en áður. f
sömu svipan kom eg auga á tré,
er mér virtist einna tiltækilegast.
Eg mátti engum tíma eyða og
tók þagar að klifa tréð; byssuna
varð eg að skilja eftir, svo hún
tefði mig ekki. Raunar vissi e^
að ekkert dýr er fimara að klifra
en tígrisdýrið, en eg átti ekki
um i.eitt að velja, og svo vonaði
eg að það kynni að tara fram
hjá, án þess að veita mér eftir-
tekt. Þegar ieg var kominn 15—ló
fi-t upp, skiftist tréð í tvent. Nú
nam eg staðar, með því eg hugö.
að dýrið labbaði fram hjá, og
hélt niður í mér andanum, en þá
barst að eyrum mér kynlegt
hljóð úr trénu rétt fyrir ofan
mgi; varð mér því litið upp, og
mér til ofboðslegustu skelting-
ar, og eg auga á ógnarlega kyrki-
slöngu, er hafði vafið efrihlutan-
um utan um grein, en veifaði
hausnum í allar áttir, eins og
óróa í klukku. Kyrkislangan
starði á inig grimdarlega og blés
við og við, svo sem til þess að
gera mér skiljanlegt að nú væri
eg kominn á vald þess óvinar, er
enga vægð sýndi.
Eg nötraði af angist og leil
undan svo fljótt sem mér var
auðið, bæði af viðbjóð og ótta
fyrir því, að hún töfraði mig
með augnaráðinu, er eg haiði
heyrt að oft ætti sér stað í svip-
uðum kringumstæðum. Eg leit
til jarðar, ef ske kynni að eg
gæti flúið, en sá þá jafnskjótl
hinn fyrri fjanda, tígrisdýrið,
fast við tréð, og leit út fyrir að
það væri ekkert að hraða sér.
Að mínu áliti var það ekki full-
þroska, svo sem 5—7 fet á
lengd, en nægilega mikið vexti og
grimdarlegt til þess að skjóta
mér skelk í bringu.
Eg get fullvissað yður um að
þetta var skelfilegt ástand, dauð-
inn sat um mig úr báðum áttum.
Kyrkislangan fvrir ofan. Tígris-
dýrið fyrir neðan. Eg held aö
tígrisdýrið hafi ekki verið búiö
að koma auga á mig, og eg von-
aði sem fyr að það færi svo
feiðar sinnar og leitaði sér ann-
arsstað'ar að bráð. Eg var með
öllu varnarlaus, með því eg
svo sein fyr er sagt — hafði
orðið að skilja við mig byssuna,
þegar eg klifraði tréð, en þa
vildi mér til að óhapp, að eg
hreyfði mig eitthvað, og misti
um leið af mér hattinn, kom
hann niður rétt hjá tígrisdýrinu,
er stökk upp með urri og grimd
af undrun. Það leit í kringum
sig eftir því hvaðan hatturinn
hefði komið, og seinast upp fyrir
sig og kom þá auga á mig í
trénu. Eg horfði á hvernig
grænu augun þöndust út af
grimdinni, er það starði á mig
Eg sat i trjáklofunni og þorði
'ekki að færa mig minstu vitund
fyrir slöngunni er hreyfði haus-
inn stöðugt fram og aftur yfir
höfði mínu. Mér til skelfingar
tók ieg eftir því, að á meðan eg
hafði veitt tígrisdýrinu athygli
mitt, hafði slangan þokast smátt
og smátt ofan eftir, og voru nú
aðeins 10—12 þumlungar fra
höfði mínu og upp að hinum
viðbjóðslega kjafti henhar. Þeg-
ar tígrisdýrið sá hvar eg sat, fór
það að klifra tréð og urraði ógur-
lega. Hin eina lífsvon mín var
sú, að mér kynni að takast að
mjaka mér út á aðra hvora trjá-
greinina, og láta mig svo falla
til jarðar og þrífa byssuna.
Slangan var nú svo nærri höfði
minu, að eg taldi víst að hún
niundi ráðast á mig, svo eg rejfndi
að færa mig. Kaldur sviti þaut
út á enni mínu, er eg til ^kiftis
horfði á sveiflur slöngunnar og
tígrisdýrsins, er kom upp trjá-
bolinn. í þessu augnabliki kom
páfagaukur og settist í tréð.
Slangan lyfti upp hausnum til
að gleypa hann, og á meðan
vanst mér tími til þess er eg
þurfti. Eg færði mig gætilega
út eftir einni trjágreininni, og
var nú ekki sem stóð á milli
steins og sleggju. Eg tók nú að
gæta að hvað langt væri til jarð-
ar. Um 18 fet. Býsna ægilegl
stökk, og það gat kostað fótinn
eða fæturna, en eg var ákveðinn
að eiga það á hættu, heldur en
að vera rifinn í sundur. Kæmist
eg slysalaust niður og fengi :g
tekið byssuna, gæti svo farið aö
mér hepnaðist að skjóta tigris-
dýrið fvr en það kæmist ofan úr
trénu, og léki lánið við mig,
myndi eg geta sent slöngunm
einnig kúlu. Meðan þetta flaug
um hugsun mína, hafði tígris-
dýrið klifrað hægt og gætileg'a
upp eftir trénu, og slangan, sem
hafði tapað af páfagauknum,
veifaði hausnum fram og aftur
sem fyr. Var nú tígrisdýrið
komið þangað er eg áður hafði
setið, og uppi yfir því sveiflaðist
hausinn á kyrkislöngunni.
Tigrisdýrið sá hana ekki, hún
hafði allan hugann á mér, og
áður en það varð vart við hvar
eg var réðist slangan á það með
undraverkum hraða, hún vafði
sig utan um það, og fór svo að
kyrkja það.
Tígrisdýrið, sem þurfti að halda
sér föstu við tréð með klónum,
spriklaði ofboðslega dálitla stund;
þá fóru augun að kreistast út
vir augnatóftunum og tungan
teygðist út úr kjaftinum, en blóð
rann fram úr kjafti þes« og nös-
um, klærnar mistu hald sitt á
trénu, og eg sá frá mér numinn
af skelfingu hvernig tigrisdýrið
3
hékk í lausu lofti, með slönguna
vafða utan um hálsinn. Sla.ig-
an smá losaði sig nú utan af
trjágreininni, og rendi svo bráð
sinni niður á jörð. Kyrkislanga
þessi var afar stór, gutbrún að
lit og um 30 fet.á lengd, og að
því skapi digur. Þegar tigris-
dýrið var komið niður, vafði
slangan sig utan um það. Var
það ógurieg sjón. Eg heyrði
þangað sem teg sat, hvernig
brast og sargaði í beinum tígris-
dýrsins, þegar slangan var að
smá mylja beinin ineð heljar-
afli, þegar því var lokið, losaði
hún sig utan af því, og var þá
eigi annað að sjá en sem kökk
einn.
Það næsta, sem eg veitti eftir-
tekt var það, er slangan fór að
glevpa tigrisdýrið. Hún bvrjaði
fyrst á hausnum, sem hvarf von-
um fyr. Meðan þessu fór fram,
strengdist svo á hálsskinninu, að
eg hélt það mundi rifna þá og
þegar; jafnframt lak stöðugt
slímkend vilsa fram úr kjaftin-
um, gerir það slöngum auðveld-
ara fyrir að gleypa bráð sína.
Þegar eg sá hvað komið var,
sýndist mér hættulaust að yfir-
(Pramh. á bls. 7)
Business and Professional Cards
DR. B. J. BRANDSON
216-220 Medlcal Arts Bldg
Cor Qraham og Kennedy 8t«.
Phone 21 834—Offlce ttmar 3-4.30
0
Helmili: 214 VVAVERLET 8T.
Phone 403 288
Wlnnipeg, Manitoba
Legsteinar
sem skara framúr
Úrvals blágrýti
og Manitoba marmari
Skrifiö eftir verðskrá
GILLIS QUARRIES. LTD.
1400 SPRÚCE ST.
Winnipeg, Man.
J. J. SWANSON & CO.
LIMITED
308 AVENUE BLDG., WPEG.
•
Faatelgnaaalar. Leigja hús. Dt-
vega peningalán og eldsábyrgö,
bifreiSaábyrgC o. s. frv.
PHONE 26 821
Dr. P. H. T. Thorlakson
206 Medlcal Arts Bldg.
Cor. Graham og Kennedy Sts.
Phone 22 866
0
Ree. 114 GRENFELL BLVD
Phone 62 200
DR. A. BLONDAL
Physician & Surgeon
602 MEDICAL ARTS BLDG.
Sími 22 296
Heimili: 108 Chataway
Sími 61 023
H. A. BERGMAN. K.C.
islenzkur Xögfrœöinour
•
Skrlfstofa: Roora 811 McArthur
Buildlng, Portage Ave.
P.O. Box 1656
Phones 95 052 og 39 043
Arthur R. Birt, M.D.
605 MEDICAL ARTS BLDG.
Winnipeg
Lækningastofu-slmi 23 703
Helmilissími 46 341
Sérfrœðingur i öllu, er að
. húðsjúkdómum lýtur
ViStalsttmi: 12-1 og 2.30 til 6 e. h.
ST. REGIS HOTEL
285 SMITH ST.. WINNIPEO
•
pœgilegur og rólegvr bú.sta/Jur
í miðbiki borgarinnar
Herbergi $2.00 og þar yflr; meO
baöklefa $3.00 og þar yfir.
Ágæt&r mft.ltíÖir 40c—€0c
Free Farking for Uue*t*
THE WATCH SHOP
Diamonds - Watches - Jewelry
Agents for BULOVA Watches
Marriage Licenses Issued
Thorlakson & Baldwin
Watchmakcrs and Jexoellers
699 SAHGENT AVE., WPG.
Thorvaldson &
Eggertson
Löafrœðingar
300 NANTON BLDG.
Talsfmi 97 024
DR. A. V. JOHNSON
Dentist
0
506 SOMERSET BLDG.
Telephone 88 124
Home Telephone 27 702
A. S. BARDAL
848 SHERBROOOKE 8T
Selur líkkiatur og annast um Qt-
larir Allur Qtbúnnöur r& be*ti
Ennfremur selur hann allskon»«.r
nnnnlsvarÖH legHteina.
Jkrilstotu talsimi 86 607
HeiinilÍH talsími 501 562
Dr. S. J. Johannesson
215 RUBY STREET
(Beint suCur af Banning)
Talstmi 30 877
0
ViOtalsttmi 3—5 e. h.
DR. ROBERT BLACK
SérfræOingur t eyrna, augna, nef
og hálssjúkdðmum
216-220 Medical Arts Bldg.
Cor. Graham & Kennedy
VtCtalsUml — 11 til 1 og 2 tll 5
Skrifstofuatmi 22 251
Helmillsslml 401 »91
EYOLFSON’S DRUG
PARK piVER, N.D.
tslenzkur lyfsali
Fólk getur pantaC meðul og
annað meO pðsti.
Fljðt afgreiðsla.
Office Phone Pp- Phone
87 298 72 409
Dr. L. A. Sigurdson
109 MEDICAL ARTS BLDG.
Office Hours: 4 p.m.—6 p.m.
and by appointment
Peningar til útláns DRS. H. R. & H. W. TWEED
Sölusamningar keyptir.
BújarCir til sölu. Tannlœknnr
INTERNATIONAL LOAN 0 406 TORONTO GEN. TRUST8
COMPANY BUILDING
304 TRUST & LOAN BLDG. Cor. Portage Ave. og Smith 8t.
Winnipeg PHONK 26 646 WINNIPEG