Lögberg - 23.04.1942, Síða 6

Lögberg - 23.04.1942, Síða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 23. APRÍL, 1942 Á SKARÐSHEIÐUM Linden var mjög dapur í bragði út af þessu og fréttinni um athafnir Ivans, og hann leit þreytulega út. Strax og kvöldverði var lokið, héldu gestirnir á burt, hver sína leið. Smala- liðið stóð einnig upp frá borðinu og fór út í svefnklefa sinn. Linden benti Philip á að verða eítir, og hann settist niður aftur, er hinir voru farnir. Joan og Carrie settust þá við borðið til síns seinfengna kvöldverðar. “Phiiip,” sagði Linden svo, “gripasendingin núna fer til Omaha. Hvernig litist þér á að fara með Clarke á gripalestinni. Omaha er ekki langt frá Chicago, og þú yrðir því næstum kominn heim. Og það sparaði þér fargjaldið til Omaha. Mér þykir leitt hvernig fór með póst- flutninginn. Eg hefði gjarnan viljað hafa þig áfram. Þú hefir orðið hér að góðu liði. En eg hefði bara ekkert handa þér að gera hér í vetur.” Philip nuddaði sér eins og hálfvandræða- lega um hökuna. “Við þetta er ekkert að at- huga, Mr. Linden,” sagði hann svo. Linden leit þá á Joan, og mælti enn: “Á morgunmálinu getur þú, Joan, keyrt með mig inn í þorpið, svo eg nái í póstvagninn. Eg ætla að fara yfir til Idaho.” Joan leit upp stórum augum með kvíða- svip á andlitinu. “Hvert þangað?” spurði hún. “Upp í Sawtooth heiðarnar. Eða þá leið- ina. Þangað sem við A1 Roberts fórum í veiði- för fyrir fáum árum. Það er bezta gripaland- ið, sem eg hefi nokkurn tíma séð: kafgresi, óþrjótandi vatnsból, nægilegt engjaland til heytekju. Þar eru engir dundurverapiltar enn sem komið er. Það er undravert —” “Pabbi!” Joan lagði frá sér hnífaparið. “Hvað ertu að brjóta heilann um?” sagði hún. “Þú veizt hvað mér er í huga. Eg ætla að flytja héðan og vil engri mínútu eyða til ónýtis. Fer nú yfir til Idaho í þeim erindum að sjá mig um þar syðra.” Áttundi kapítuli. Joan horfði með kærleiksþrungnum við- kvæmnissvip á föður sinn. “Elsku pabbi,” sagði hún, “við getum ekki gert þetta. Þú veizt sjálfur, að við getum það ekki. Geturri ekki — byrjað alveg að nýju til.” “Hvers vegna, þætti mér gaman að vita.” Linden horfði á hendur sér fyrir framan sig á borðinu. Þær báru sáraör eftir sífelt hnjask, sumir fingurnir sem stubbar einir og hinir bæklaðir eftir margra ára þrautastarf. “Þú heldur ef til vill að eg sé orðinn of gamall. En eg er það nú samt ekki. Eg get ekki sætt mig við að vera hér lengur, eins og alt horfir nú við. Ef til vill er eg of gamall til að byggja upp annað eins bú og þetta, en ekki of gamall til að freista þess. Ekki of gamall til að koma upp einhverskonar heimili, þar sem eg fengi að deyja rólegur og í friði, að minsta kosti laus við allan tildurslýðinn, stjórnargarða- þjónana og hitt alt, er slíku fylgir.” Joan starði enn nokkra stund ástúðaraug- um á föður sinn. “Setjum nú svo,” sagði hún loks, “að Ivan selji ekki land sitt, þá gætum við haldið áfram lífinu hér á sama hátt og áður, er það ekki, pabbi? Verið öll saman kyr hér í dalnum?” Linden klóraði sér í höfðinu. “Auðvitað, Joan. En hvað kemur þér til að—” “Ef til vill selur hann ekki.” “Hvernig veiztu það?” “Mér er það vel kunnugt.” “En eg reiði mig ekki á það. Eg þekki Ivan vel og — þrályndishausinn hans. Með morgninum legg eg á stað.” Linden stóð upp úr sæti sínu við borðið og mælti enn: “Eg kaupi ekkert í þessari ferð. Fer aðeins nú tit að sjá mig um. Ef Ivan í millitíðinni breytir áformi sínu, þá þeim mun betra. Nu fer eg að leggja mig. Og vakna árla í fyrramálið." Svo, gekk hann inn í setustofuna. Joan og Philip horfðu á þreklegu herðarnar hans unz hann hvarf þeim inn í stofuna. Svo heyrðu þau hann ganga þreytulega upp stigann. Philip stóð upp einnig, gekk út úr borðstofunni og í hægðum sínum, sem annars hugar, yfir i svefnhús hjarðsveinanna. Hann fór upp í kassarúm sitt, afklæddi sig, togaði ábreiðuna upp yfir herðarnar og sneri sér til veggjar. Hann ætlaði heim — skilja við hið nýja líf sitt, til þess að samlagast aftur hinu fyrra, er hann hafði svo nýlega flúið frá. Og til þess langaði hann ekkert. Af öllu hjar’ta og þeirri tilfinning hugans, er hann bjó yfir, fann hann sér óbærilegt að hugsa til burtfararinnar. Á því var enginn skuggi í huga hans. Hann elskaði Joan af öllu afli sínu, án nokk- urrar stjórnar eða fyrirhyggju. Og nú án vonar. Joan hafði ekki hitt Ivan síðan daginn sem hann reið á harða brokki í burtu frá henni eftir hik hennar í að svara giftingartilboði hans í annað sinn. En nú, á leið sinni heim frá Barston eftir að hafa flutt föður sinn þangað urn morguninn, ætlaði hún að koma við hjá Ivan. Þangað ætlaði hún nú til að færa honum svar sitt. Og svarið átti að vera já. Það hafði hún nú fastlega ákveðið í eigin huga. Gifting hennar og Ivans myndi ráða fram úr vandræðunum, sem ekki aðeins stóðu við hennar eigin heimadyr, heldur allra í daln- um. Ivan myndi þá ekki selja land sitt. Það hafði hann sagt henni. Til þess hafði hann boðist. Hún batt hestana við kvíagirðinguna, gekk að eldhúsdyrunum og drap léttum höggum á hurðina. lvan opnaði dyrnar. “Joan!” “Hello, Ivan!” Joan smeygði sér fram hjá honum inn í eldhúsið.” “Jæja, jæja, Joán,” var Ivan að segja í undrunartón. “Viltu borða morgunmatinn með mér, Joan?” “Já,” svaraði Joan. “Mér þykir vænt um að þú komst hingað yfir um, Joan. Á eg að steikja egg handa þér? ’ “Aðeins eitt. Eg geri ráð fyrir þú vitir það, Ivan, að öllum er nú kunnugt — um allar íyrirætlanir þinar. Jenkins og David og Joe Moran komu alir til pabba í gærkveldi.” “Ivan hló. “Eg vissi, að ef eg hefði orð á því við Jenkins, giiti það sama eins og opinber yíirlýsing. Nú, allir voru að láta smaia hjá sér, og eg vildi að þeir sendu út frá sér til markaðar alla þá gripi, sem þeir byggist ekki við að geta alið vetrarlangt á eigin heyjum. Eg sagði þér að eg myndi segja þeim frá fyrir- ætlunum mínum í tæka tíð. Og — eg heyrði ekkert frá þér, Joan, um — hitt efnið okkar á miili. Eg sagði þeim um tilvonandi söiu landsins á næsta vori, og um elgsdýrahirðing- una og alt þar að lútandi, því eg hélt að alt samband milli okkar, að því er giftingu snerti, væri ekki lengur ujn að tala. Eg reyndi svo að gleyma því. Og hagaði mér eins vel og eg gat í því sambandi.” Já.” “Mér þykir leitt, að eg þaut frá þér á þann hátt er eg gerði seinast, en þú verður að minn- ast þess, að eg hafði verið að hugsa um þetta svo árum skifti, Joan, og af framkomu þinni sá eg að þetta væri vonlaust fyrir mig og mér ieið mjög illa út af því. Eg hélt þó að ef til vildi snerist þér hugur og — en hvað um það, þá er þetta nú útkljáð mál, Joan, og eg er að útrýma því úr huga mér, og eg vona að það hafi engin áhrif að því er snertir vinfeng; okkar á sama hátt og ávalt hefir átt sér stað frá því fyrsta. En hvað landsöluna snertir—” Ivan leit um öxl sér og glotti þaðan sem hann stóð við eldfærið að steikja eggið handa henni. “Hvað höfðu þeir að segja um það? Hvað sagði Jenkins?” “Hann sagðist vera til í að selja sitt land og Moran sagði sitt lánd gæti þeir tekið fyrir sköttunum.” Ivan veifaði hendinni óþolinmóðlega og sagði enn því nær í gremjutón. “Jæja. eg get ekki gert við því, ef þeir líta á þetta alt irá röngu sjónarmiði. Geti þeir ekki komið því inn í hausa sína, að alt sá að breytast hér, þá þeir um það. Eg sá hvað var í aðsigi. Eg sá það fyrir löngu, og er að færa mér það í nyt, í stað þess að sporna móti því. Eg er að nota heiiann í þessum efnum, Joan.” “Svo hefir þú áður sagt.” “Hvað sagði faðir þinn?” “Eg kom rétt frá því að flytja pabba niður í þorpið. Hann tók sér far með póstvagninurn út yfir skarðið.” “Hvert er hann að fara?” “Upp í Sawtooth hálendið. “Til hvers ætlar hann þangað?” “Hann er að líta sér eftir hjarðverssvæði.” Ivan ýtti steikarapönnunni aftar á eld- færið, settist við borðið og leit með ygldri brá til Joan. “Einmitt það,” sagði hann. “Það eru bara látalæti.” “Eg vildi að eg gæti haldið það, Ivan.” “Og ef hann skyldi finna sér hentugt hjarð- lendi, færir þú auðvitað með honum.” “Já. Eftir nokkra stund færir þú ef til vill að átta þig á því, Ivan, hvaða þýðing þetta hefði fyrir okkur öll. Eg vona bara, að þú sjáir það ekki of — of skyndilega.” - Ivan leit á hana, sneri sér svo undan og hló glettnislega. “Hvað sem því líður,” sagði hann, “þá geri eg í alvöru ráð fyrir, að þetta bindi enda á alt, að því er okkur viðkemur.” Hann stóð upp frá borðinu og fór yfir að eldavélinni, lauk við að steikja eggið, ásamt fleskflögun- um og helti kaffi í tinbollana. “Það bindur nú ekki að sjálfsögðu enda a það alt,” sagði Joan. Ivan nam staðar með bollana í höndum sér. “Við hvað áttu?” Joan talaði eins kyrlátlega og henni var unt. “Daginn sem við töluðumst seinast við uppi á hólnum þarna, sagðist þú skula hætta við alt, ef eg vildi — Ivan. Nú tek eg þig á orðinu, sé það ekki um seinan. Eg kom yfir hingað til að segja þér, að við gætum gift okkur ef þú kærðir þig nú um mig.” Ivan leit á hana eins og hann skildi varla hvað hún væri að segja. Svo birti yfir svip hans. “Þú átt við — ef eg vildi hætta við öll , þessi áform mín?” “Já.” Ivan tók sér sæti. “Auðvitað yrði eg að uppfylla samningana um heyið í vetur. Þeir eru þegar undirskrifaðir.” “Eg veit það. Eða hygg svo sé, að minsta kosti. En þú yrðir ekki að selja landið. Þú þyrftir ekki að skrifa undir þessi blöð, sem Jenkins sagði að þú hefðir hérna.” Ivan hallaði sér fram á borðið. “Ef ekkerl af þessu hefði noku'rntíma komið til orða, Joan, myndir þú þá hafa gifzt mér, hefði eg mælzt til þess við þig?” “Eg held —” “Kærðu þig ekkert um að geta þess hvað þú haldir. Segðu mér beran sannleikann. Eg vil ekki láta þá hugmynd vakna hjá mér, að þú gerir nú þetta aðeins vegna — einhverrar sérstakrar aðstöðu. Ertu að því?” “Nei,” svaraði Joan tafarlaust. “Nei, Ivan. Eins og til hefir hagað um lífsafstöðu okkar, held eg að þetta sé hið bezta, sem við getum gert. Það væri náttúrlegt og — hið skynsam- legasta.” “Samt sem áður varð faðir þinn að leggja i:pp í landskoðunarferð til þess að sannfæra þig um þetta.” “Stundum á maður örðugt með að fast- ráða huga sinn, nema eitthvað sérstakt komi fyrir, Ivan.” “Jæja þá,” sagði Ivan; “jæja þá.” Hann stóð upp og gekk umhverfis borðið. “Þetta dugar mér, Joan. Eg skal gera það, Joan. Eg er viljugur til þess, Joan, því eg elska þig. Þú trúir því, er það ekki?” “Auðvitað geri eg það.” “Nú, æja, eg geri það líka. Það getur þú markað af því hverju eg fórna nú til að þókn- ast þér, Joan.” Hann gekk til hennar, tók um handlegg henni og togaði hana á fætur. “Kysstu mig nú,” sagði hann. Hún kyssti hann. “Elskar þú mig, Joan?” “Já, eg — já.” Hún leit upp til hans bros- andi og tár stóðu í augurn henni. “Mér þykir svo vænt um, að þetta er nú afráðið, Ivan.” Ivan togaði hana fast að sér aftur. “Eg vil að við giftum okkur strax. Eða bráðlega, Joan.” Hann þrýsti henni að sér, og kyssti hana. “Með vorinu,” sagði Joan. Hún losaði sig úr faðmlögum hans og tók sér aftur sæti. “Eg hefi svo margt að gera — búa mig undir gift- inguna, Ivan. Auk þess væri ekki ráðlegt aö þú opinberaðir trúlofun okkar og — segðir þeim um þann ásetning þinn að selja ekki landið, hvorttveggja svo að segja í sömu and- cánni.” “Hví ekki?” “Af því — fólk léti sér kannske detta i hug —” hún þagnaði, og stokkroðnaði. “Því dytti ef til vill í hug það, sem þú ímyndaðir þér.” Níundi kapííuli. • Ivan horfði harðneskjulega til Joan. Tók svo tóbak og vindlingablöð upp úr brjóstvasa á skyrtu sinni, vafði sér vindling og kveikti í honum. “Eg skil það,” sagði hann og hló stytt-* ingslega. “Nú, gott og vel, við skulum hafa þetta eins og þér þóknast. En eg segi þeim ekkert um landið, fyr en faðir þinn kemur heim aftur.” “Hví ekki?” “Eg vil ekki að sú hugmynd breiðist út, að hann hafi verið að leika á mig til þess eg hætti við landsöluna. Hann finnur ef til vill engan hentugan hjarðversstað, og það gerði okkur auðveldara fyrir um þetta. Eg hefi nú fengið einlægt loforð þitt, er ekki svo, Joan'' Um gifting okkar með vorinu, á eg við.” “Já, það hefir þú. Ekkert gæti breytt því, Ivan.” Joan stóð upp, án þess að líta til hans. “Nú verð eg að komast heim. Piltarnir leggja á stað með morgninum til að reka gripina út um skarðið að brautarendanum.” “Hverjir þeirra fylgjast með gripunum tii Omaha?” “Philip og Slim.” “Philip? Hvaða þekkingu hefir hann á slíku ferðalagi?” “Hann er að fara út — til dvalar. Veru hans hér er lokið, og frá Omaha fer hann til Chicago. Við náðum ekki í póstflutnings- verkið. Akers fékk það.” Ivart hló ögn góðlyndislega. “Gott og vel, látum hann þá fara.” Joan horfði fast framan í Ivan. “Það ska' eg gera. Eg ætla að láta hann fara.” Hún fór þegar út og Ivan með henni þang- að sem léttivagn hennar stóð og hestarnir j bundnir við girðinguna. Hún leysti hestana og fór upp í vagninn. “Þú kemur bráðum aftur,” sagði hann. “Það geri eg, Ivan. Vertu nú sæll.” Löngu áður en hún komst heim, fór hún að heyra beljandann í gripunum á beitinni og raddir smalanna, af og til, er unnu nú að því að tína úr markaðsgripina. Hún keyrði heim að hlöðunni, tók aktýgin | af hestunum og fór inn í húsið. Bob Crew var í eldhúsinu, að tala við Hector. Hann heilsaði Joan, með sólskinsbrosi á andlitinu. ' “Hvað heldur þú um þetta?” sagði hann. Joan ypti öxlum. “Hvað er nú um að vera?” “Við fengum póstflutninginn.” “Við — hvað?” ‘Tengum póstflutningsverkið,” endurtók Crew og ískraði í skinninu af ánægju. “Akers kallaði hingað í símanum. Hann sagðist nú hafa afráðið að taka verkið ekki. Þeim hjónunum, honum og konunni, reiknaðist svo til í gær- kveldi, að þau hefði ekki nægileg tæki tii að fullnægja kröfum samningsins, og það kostaði of mikið að afla sér þeirra. Hann sagði að okkar tilboð hefði verið Tiið næsta í röðinni Svo við fáum verkið.” Joan strauk hönd um enni sér og sagði: “Eg vildi að pabbi 4-” “Hafðu engar áhyggjur út af þessu, Joan. Það er mánuður enn til stefnu. Verði faðir þinn þá ekki kominn heim, skal eg sjá un'< allar framkvæmdirnar. Hann myndi að lík’ indum hvort sem er fá mér það alt í hendur, alveg eins og hann gerði næst áður. Eg hefi . allareiðu sagt þeim Philip og Alvarez að þeir geti verið hér áfram, ef þeir vilji.” “Vildu þeir það?” “Auðvitað. Alvarez ypti bara öxlum, en Philip fór á handahlaupum um svefnklefann. TRAUST Engan þarf eg óttast voða, eigi’ hin dekkstu þrumuský. Gegn um lífsins brim og boða ber mig drottinn faðmi í. Þegar hinzta brotnar bára, brýt eg skip við, feigðarströnd, framhaldslíf í fegra heimi fel eg, guð, í þína hönd. —Erla: Hélublóm. AÐ L Ý S A Maður nokkur kom með eldspýtnahylk* meðal annara muna, sem hann gaf konunni sinni, er hann kom úr ferðalagi. Það var húð- að með fosfór að utan, og átti því að lýsa 1 myrkri. Þegar hann rétti konunni sinni það. slökti hann ljósið. En alt var dimt. “Hvað á þetta að þýða? spurði konan. “Nú, það átti að gera dálítið. sem það gerir nú ekki. En hve það er líkt mönnunum!” 0.4 hann ályktaði því, að hann hefði verið svik- inn. Þegar konan hans fór að athuga það næsta dag, kom hún auga á örsmátt letur —- reyndist það að vera frönsk áletran. Hún fór með það til einhvers, sem kunni frönsku, og fékk að vita að það þýddi: “Ef þú ætlast til að eg lýsi á næturnar, láttu mig þá vera í sól- skini á daginn.” Hún setti það því út í sól- skinið.” , Eftir kvöldverðinn kom hún inn með hylk' ið, slökti ljósið og birtan ljómaði frá hylkinU- “Hvernig stendur á þessu?” spurði maðui'- inn. “Eg komst að leyndarmálinu.” svarað; konan. ♦ Ef þig langar til að lýsa á myrkum stað. verður þú að dvelja í sólskininu, þú verður að vera þar, sem sólskin Guðs skín á þig. “Eins og faðirinn hefir elskað mig, þannig hefi eg elskað yður, standið stöðugir í elsku minni.” “VarðveitW yður sjálfa í kærleika Guðs.” —Bjarmi. HVER ER MIKILL? Það voru tveir drengir í enskri fjölskyldu. Eldri drengurinn ætlaði að vinna ætt sinni virðing og heiður, og honum hepnaðist að verða þingmaður. Yngri bróðirinn fórnaði sér algjörlega fyrir kristniboðsköllunina og helgaði Kína líf sitt. Kristniboðinn dó elskaður, virtur og heiðraður. Nafn hans var þekt um allan heim. Um bróður hans standa eftirfarandi línur í enskri alfræðiorðabók: Bróðir hins fræga Kínatrúboða, dr. Hudson Taylor. —Bjarmi.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.