Lögberg - 23.04.1942, Page 8
I
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 23. APRÍL, 1942
Or borg og bygð
MATREIÐSLUBÓK
Kvenfélag Fyrsta lúterska
safnaðar í Winnipeg. Pantanir
siendist til: Mrs. E. W. Perry,
723 Warsaw Ave.; Mrs. E. S.
Feldsted, 525 Dominion Street.
Verð $1.00. Burðargjald-öc.
♦ -f ♦
Fimtifdaginn 30. apríl hefir
Víkursöfnuður að Mountain ís-
lenzka samkomu í samkomuhús-
inu á Mountain kl. 8.30 að
kveldi. Stuttur sjónleikur. Kapp-
ræða, söngur. Vonast eftir góðrí
aðsókn.
♦ *■ ♦
Mrs. Guðlaug Eggertsson,
hjúkrunarkona, tekur að sér nú
þegar sjúkrahjúkrun; hefir hún
frcklega 30 ára æfingu við hjúkr-
unarstörf við góðan orðstír.
Heimili hennar er að 543 Victor
Street. Sími' 33 695.
♦ ♦ ♦
Veitið athygli!
Sameiginlegur fundur Skuldar
og Heklu fimtudagskveldið í
næstu viku (30. apríl). Tekið
verður á móti Stórstúkunni það
kvöld, með prógrammi og veit-
inguin. Alt hindindisfólk verð-
ur viðstatt vafalaust.
-f -f -f
Skemtifundur sá, er þjóðrækn-
isdeildin Frón hélt síðastl. mánu-
dagskvöld var vel sóttur. Aðai-
ræðuna flutti Jón J. Bíldfell, uin
veru sína á Baffinlandi og kynni
af Esikimóum, var það skemtilegt
og itarlegt erindi. Forseti deild-
arinnar, Soffonías Thorketsson,
stýrði fundinum.
♦ ♦ -t-
The Junior Icelandic League
will hold a general meeting in the
Antique Tea Room, Enderton
Building, on Sunday evening,
April 26th, at 8.30. The speaker
will he Judge W. J. Lindal. Mat-
ters of importance will be dis-
cussed at the meeting.
-f f f
Hi ya Neighbor! How long is
it since you have seen —? Meet
your old acquaintance of the
Junir Icelandic League at a
dance in the I.O.G.T. Hall, Mon-
day, April 27th at 8.15 p.m. Ad-
mission 25c including refresh-
ments.
f f f
Junior Icelandic League
The
held a meeting in the Antique
Tea Room on Sunday evening,
April 12th. After the meeting
the guest artists, Mr. and Mrs.
Wilson entertained. Mr. Wilson,
accompanied at the piano by
Mrs. Wilson, gave three vocal
selections. A film from thc
Canadian National Film Board
was shown. The title of the film
was“ Ghurchill’s Island.”
f f f
Á aðfaranótt mánpdagsins
lézt að heimili dóttur sinnar,
Auðar Septon, Jóhanna Hall-
grimsdóttir Johnson, ekkja
Benjamíns Jónssonar frá Háreks-
stöðum í Jökuldalsheiði, er um
langt skeið bjó við Lundarbæ hér
í fylkinu; hún var komin fast
að sjötugu; kveðjuathöfn, er séra
Plhilip Pétursson stýrði, fór fram
frá Bardals á miðvikudagsmorg-
uninn, en síðar var líkið sent
til jarðsetningar i Lundargraf-
reit. Jóhönnu Iheitinnar verður
nánar minst í næsta blaði.
. f f f
Laugardagsskóli Esjunnar í
Árborg hefir ákveðið að hafa sína
lokasamkomu á föstudagskveld-
ið þann 24. þ. m. Hefir verið
mjög til þess vandað að gera
samkomuna vel úr garði. Verð-
ur þar meðal annars mjög gott
barnaprógram, s. s. söngflokkur,
upplestur og leikur, sem öll
börnin taka þátt í. Ennfremur
flytur Mrs. Einar P. Jónsson
erindi um viðhald íslenzkunnar
en Einar P. Jónsson ritstjóri Ies
upp kvæði. Eru menn hér með
mintir á að fjölmenna á þessa
samkomu og styðja með því að
viðhaldi móðurmálsins, sem öll-
um ætti að vera jafn kært.
S. E. G.
Dr. Ingimundson verður í
Riverton þann 28. þ. m.
f f f
Umsögn um lokasamkomu
laugardagsskólans bíður næsta
hlaðs. + t + +
Dr. Richard Beck kom til borg-
arinnar á föstudaginn tii þess að
sitja fund í framkvæmdarnefnd
Þjóðra'knisfélagsins; hann hélt
heimleiðis á mánudagsmorgun-
inn.
f f f
Mr. G. F. Jónasson, fram-
kvæmdarstj. Keystone Fisheries,
Limited, kom heim ú laugardags-
morguninn var úr ferðalagi suð-
ur um Bandariki, sem stóð yfir
á þriðju viku.
f f f
Þann 1. maí næstkmandi, verð-
ur haklin skemtisamkoma í Ár-
borg til arðs fyrir Árdalssöfnuð;
fer skemtun þessi fram í sam-
komulhúsinu, og hefst kl. 9 aö
kveldi; verður þar margt til fróð-
leiks og skemtunar, sem almenn
ingi mun þykja gott að hl’ða á:
meðal annars flytur Jón J. Bíld
fell erindi um íslendingabygðirn-
ar fornu á Grænlandi.
f f f
Tengdapabbi
Þáð er fyrir löngu orðið við-
urkent að Leikfélag Sambands-
safnaðar sýnir’ aðeins góða leiki
og vandar mjög til þeirra bæð;
með útbúnað og leikendur. Leik-
félagið hefir ekki sýnt gaman-
leik um nokkur undanfarin ár,
og var því “1 engdapabbi” val-
inn í þetta sinn svo fólk fengi
góða kvöldskemtun, þrungna
gleðskap og ánægju. Hvað leik-
endum viðvíkur eru þeir sérstak-
lega valdir í þessi hlutverk og sú
nýung einnig að tveir efnilegir
stúdentar frá íslandi taka þátl i
leiknum. Eru það þeir Gunnar
Norland og Bragi Freymóðsson,
og eiga þeir þakkir skilið fyrir
að gefa sinn dýrmæta tíma og
starf í þágu íslenzkrar leikjistar
hér vestra. Gunnar hefir eitt
aðal hlutverkið í leiknum og má
búast við góðri fraininistöðu af
hans hálfu. Bragi hefir lítið
hlutverk, en mikið undir þvi
komið að það sé vel af hendi
leyst, sem hann óefað inun gera.
Það fækkar nú óðum íslenzk-
um ileiksýningum og virðisi
erfiðara með ári hverju, að
vanda til þeirra sem skyldi.
Leikfélag Sambandssafnaðar er
alveg sérstætt hér vestra með að
halda uppi þessari vandasömu
Jist, og ætti því almenningur,
með aðsókn að þessum leiksýn-
ingum, að sýna að þetta þjóð-
ræknisstarf sé metið sem skyldi.
Gleymið ekki mánudags- og
þriðjudagskveldi, 4. og 5. mai,
þegar skemtilejkurinn Tengda-
pabbi verður sýndur í samkomu-
sal Sambandssafnaðar. Ágætir
leikendur, prýðileg Ieiktjöld,
fjörgandi 'samtal og hlægilegir
atburðir.
Messuboð
Fyrsta lúlerska kirkja
Séra Valdimar J. Eylands
prestur.
Sunnudaginn 26. apríl:
Guðsþjónustur með venjuleg-
um hætti: á ensku kl. 11 f. h.
á íslenzku kl. 7 e. h.
♦ -f ♦
íslenzk guðsþjónusta í Vídalins
kirkju sunnudaginn 26. apríl, kl.
11 f. h. Allir velkomnir.
♦ ♦ ♦
Sunnudaginn 3. maí messar
séra Sigurður ólafsson í kirkju
Víðinessafnaðar í Húsavík, kl. 2,
síðd. Offur verður tekið við þá
messu til Heimatrúboðssjóðs
kirkjufélagsins. — Stutt samtal
með fermingarbörnum eftir
messu. Fólk beðið að fjölmenna.
t S. ótafsson
♦ ♦ ♦
Lúterska kirkjan í Selkirk:
Sunnudaginn 26. apríl:
Sunnudagaskóli kl. 11 árd.;
íslenzk messa kl. 7 síðd., sumri
fagnað í söngvum og ræðu. —
Allir velkomnir! S. ólafsson.
Hvernig forsjónin
greip í taumana
Fyrir 4 árum síðan barst eftir-
farandi fregn út um heiminn frá
New York.
“Will Purris/frá Iæmbester i
Montana er dáinn. Þetta er að
vissu leyti í annað sinn, sem
hann deyr, því að íyrir 44 árum
síðan var hann hengdur fyrir
m-orð, sem hann átti að hafa
framið.”
Það var árið 1884 að Purris
þessi, er dó tvisvar, var handtek-
inn og ákærður fyrir morð.
Hann var dæmdur til lífláts.
Tvisvar tókst honum að strjúka
úr fangelsinu, en náðist aftur í
bæði skiftin.
Er hann var leiddur til aftök-
unnar, beið þar múgur og marg-
menni til þess að sjá, hvernig
líflát hans færi fram. Hann var
dæmdur til hengingar.
Hann var leiddur upp á af-
tökupallinn. Hengingarólinni var
smeygt um háls honum, og fall-
hlemminuin var skotið undan
fótum hans. En á undursam-
legan hátt smokraðist ólin fram
af höfði hans og hann féll ó-
skaddaður til jarðar.
Mannfjöldinn, er horfði á hvað
fram fór, gerði rni inikið upp-
þot og heimtaði að fanginn
dauðadæmdi, sem slapp svo
einkennilega út úr hengingaról-
iiini, fengi líf. Aftökunni var
frestað. Síðan var Purris náð-
aður. ^
Átján árum seinna meðgekk
maður einn á banasænginni að
hann hefði framið morðið. seni
Purris var dæmdur fyrir.
•
En þessi saga minnir á aðra
svipaða. Árið 1936 andaðisi
prestur einn í Bretlandi, sem
sagði frá merkilegustu atburð-
um. sem fyrir hann höfðu komið
á þessa leið: ,
Laust lyrir 1890 var hann
langelsisprestur. Tvítugur mað-
ur, John Lee að nafni, var á-
kærður fyrir að hafa myrt hús-
móður sína, frú Keyne. Hann
var dæmdur af líkum. Hafði
hann eitt sinn drukkinn baft í
hótunum við konuna, í votta
viðurvist. Þó að sannanirnar
væru hæpnar og dómararnir
hefði tilhneiging til þess að
sýkna manninn, varð það ofan á,
að hann var dæmdur, þrátt fyrir
það, að hann játaði aldrei afi
hann væri nokkurn hlut við mál
þetta riðinn.
Þann 24. febrúar 1886 átti að
taka Lee af lífi. Snemma um
mrguninn kom hinn ungi prestur
til hans í fangaklefann. Er
presturinn kom, lá Lee og stein-
svaf. Presturinn vakti hann.
Með tárin í augunum tilkynti
hann hinum dæmda manni, að
nú nálgaðist dauðastundin. En
fanginn sagði: Gfátið ekki, kæri
prestur. Guð ihefir ávarpað mig.
Hann vill ekki, að eg láti lífið
nú.
Lee var leiddur úr klefanuin.
Dómurinn var lesinn upp fyrir
honum. Aðstoðarmenn böðulsins
færðu hann í aftökustelingarnar.
Jafnvel er Ix'iðullinn setti heng-
ingarólina um háls honum, brosti
hinn dauðadæmdi.
Nú hað presturinn hann að
meðagnga glæpinn. Fanginn
svaraði ekki öðru en þessu: Guð
veit að eg er saklaus og hann
vill ekki að eg deyi nú.
Nú gaf forstjóri fangelsis-
böðlinum merki. Böðullinn greip
í handfangið á vogarstönginni,
sem átti að losa fallhlemminn
undan fótum hins dauðadæmda.
En undrun áhorfendanna varð
mikil. Hvorki stöngin né hlemni
urinn bifaðist. Tveir þjónar
komu böðlinum til hjálpar. En
alt fór á sömu leið.
Nú var Lee leiddur burt af af-
tökupallinum. Útbúngðurinn var
reyndur. Alt reyndist i réttum
skorðum. Enn var Lee leiddur
á hlemminn. Énn þreif böðull-
inn í vgarstöngina. Enn stóð
alt fast.
Enn var Lee leiddur á brotl.
Presturinn kraup á kné og bað
M I N N 1 N G
Sigriður Thorðardóttir
Thorsteinsson
Þessi ágæta og stórmerka kona
var fædd 10. júní 1853 að Þúfum
í Vatnsfjarðarsveit; hún kom
'hingað til lands ásamt Thorsteini
manni sínum 1887, og áttu þau
lengst af- heima í Beresford, og
nutu þar, sem annarsstaðar, vin-
sælda og mannihylli. Sigríður
lézt í Beresford 11. apríl 1941.
Far þú í friði —
Friður Guðs þig blessi,—
Hafðu þökk fyrir alt og alt.
Gekst þú með Guði, —
Guð þér nú fylgi;
Hans dýrðarhnoss þú hljóta
skalt. '
Planta á leiðið lilju bjarta,
lífsins mark á dauðans ból.
Gegnum myrkrið grafar svarta
glóa blómin hýr mót sól.
Hvert eitt blað á gröf er grær
Guðs er engils vængur skær.
Dauðaklukkur dimt ei hringja,
dýrðarljóð Guðs englar syngja.
Kveðja frá ættingjum og vinum.
G. S. A.
Snemma á miðvikudagsmorg-
uninn, varð bráðkvaddur að
heimili sínu, 584 Balmoral Streel
hér í borginni, Jón Finnbogason,
ættaður úr Mývatnsssveit, 92 ára
að aldri; hann lætur eftir sig
ekkju og þrjú börn. Jón heit-
inn var um hríð eftirlitsmaður
Columbia Press byggingarinnar;
hann var vinsæll maður og
greinargóður.
fyrir ihonum. Lee brosti og sagði:
“Ekkert að óttast. Það er satt,
sem eg hefi sagt yður. Guð vill
ekki að eg deyi.”
Aftur var Lee leiddur að gálg-
anum. íin enga svipbreyting
var að sjá á honum. Böðullinn
ýtti honum óþyrmilega út a
hlemminn. Og nú skyldi útbún-
aður gálgans vera í lagi. En
alt fór á sömu leið. Þá seig í
böðulinn. Hann þreif sleggju
og ætlaði að lemja hlemminn
niður, svo hinn dauðadæmi hlyti
að missa fótfestu og snaran
renna að hálsi hans.
En þá tók presturinn af skarið
greip fram fyrir hendur böðuls-
ins og sagði: “Nú er nóg kom-
ið. Þessi maður hefir hlotið
nægilega hegningu. Eg heimta,
að þér hættið þessum aðförum.”
Forstjóri fangelsisins hafði
horft á. Hann skalf af geðs-
hræringu. Fanginn var leiddui
til klefa síns. Forstjórinn fór
samdægurs til London. Hann
fékk því til ileiðar komið, að
dóminum var breytt í lífstiðar-
fangelsi. Sakleysi hans sannað-
ist aldrei. En fimtán árum
seinna var hanp látinn laus.
Hann fór til Ástralíu og var þar
í mörg ár. Á efri árum sínum
kom hann heim til Englands og
gifti sig. Hann dó árið 1919.
En hvernig stóð á þessari
björgun hans. Brátt kom það í
ljós. Rigningar höfðu verið ó-
venjulega miklar dagana áður
en aftakan átti að fara fram.
Hlemmurinn hafði þrútnað i
pallinum. Er maðurinn stóð á
hlemminum, festist hann enn
meira í grópinu.
K. V. Z.
—(Lesbók).
Erkióvinur
fegurðarinnar
Fyrir nokkru sagði ein vin-
kona min við mig: “Er það
ekki leiðinlegt, að ait. sem gott
er á bragðið og maður hefir dá-
lítið gaman af skuli vera skað-
legt fyrir mann.” Og þetta er
alveg rétt athugað hjá henni.
Hvert smá hliðarspor hefir áhrif
til hins verra, á fegurð okkar og
fyrir hvern ósið, sem við leggj-
um okkur til verðum við afi
greiða toll.
Eg hugsa fyrst til vindling-
anna af því að flestar okkar eru
dálítið háðar þeim. Af þeim fá-
um við gular tennur, hjartslátt,
lélegar taugar. gula fingurgóma
og döpur augu, sem missa ljóma
sinn smám saman. Þó að lagt
sé á móti reykingum er ekki þar
með sagt að maður eigi alls ekki
að reykja. En fólk verður afi
kunna þá list, að stilla reyking-
um sínum í hóf. Það er nauð-
synlegt. Þegar maður er búinn
að “púa” 10—15 stk. um dag-
inn og hjartað tekur að láta all-
ófriðlega, þegar maður þarf að
flýta sér upp stigana, þá er á-
stæða til þess að endurskoða líf-
erni sitt. — Og hvernig á svo að
lara að því að ihætta? Alt i
einu eða smátt og smátt? Eg vil
ráðleggja yður að minka notkun-
ina um einn vindling á dag og
borða þá mentolbrjóstsykur í
staðinn, ef illa gengur. Lyfja-
húðirnar hafa líka haft menthol
cigarettur. með glóð og öllu til-
heyrandi en án tóbaks. Þeim,
sem mikið ímyndunarafl hafa,
þykir þær hjálpa.
Stundum hitti eg fólk, sem ei
reglulegir “regluseilíis-postular.”
Það eru ákaflega leiðinlegar
mannverur. Borða ekkert nema
grænmeti og tala ákaft um eitrið
i kjötinu, fiskunum og sósunum.
Það getur talað um það tímun-
um saman hvað það borði og
hvernig það verji tímanum —-
snemma að hátta — snemma á
fætur — ekkert tóbak — ekkert
áfengi — .ekkert kjöt eða neitl
af því, sem vér köllum. kraft-
fæðu — en grænmeti og 10 mín.
morgunleikfimi fyrir galopnum
glugga hvernig sem viðrar og á
öllum tímum árs. Maður er far-
inn að draga ýsur áður en þetta
blessað fyrirmyndar fólk er
íhálfnað með lesturinn. Venju-
lega er svona fólk þurt á mann-
inn og ihundleiðinlegt — vantar
alla gamansemi. Líf þess fer a!t
eftir vissum reglum. — Hvilikl
líf!
Það var til þess að hughreysta
yður, að eg lét þetta út úr mér.
En ekki má gleyma því, að óhóf-
leg nautn í mat og drykk er ekl<i
lil bóta, heldur þvert á inóti og
kemur okkur í koll siðar meir.
Ofmiklar kræsingar, ofmiklar
reykingar, ofmikil áfengisnautn
— alt er þetta skaðlegt og veldur
heilsntjóni, er til lengdar lætui.
Það getur stolið mörgum árum
af mannsæfinni.
“Cocktail”-drykkja er t. d.
skaðleg. Hvergi er sú tegund
drykkjar eins útbreidd og í
Ameríku og undanfarin ár hefir
hún aukist mjög hér á landi.
Cocktail er langtum skaðlegri en
óblönduð vín. Allar þessar mis-
munandi áfengis- og víntegundir,
sem hristar eru saman hafa
mörgum slnnum sterkari áhrif
en borðvin. Og hver og ein ung
kona, sem finst hún ekki geta
verið án þess, að fá sér “drykk”
daglega, verður að greiða fyrir
hana með æskufegurð sinni og
er það að minu áliti of ihátt verð
fyrir stundargaman. Áfengið get-
ur ef til vrll bætt skapið og auk-
ið fjörið um stundarsakir, en af-
leiðingin er án efa hörkulegur
munnsvipur og dauflegt augna-
tillit.
Farið því varlega! Drepið í
cigarettunni, áður en hjartað fer
að slá of hratt. Setjið frá yður
glasið, áður en augun missa
Ijómann.
—Frá X.
—(Vísir).
S T A K A
Hallar degi, þrýtur þrótt
þann, sem hríðin villir;
allar leiðir náköld nótt
næturmyrkri fyllir.
Th. Nelson.
MINNIST BETEL
í ERFÐASKRÁM YÐAR
TIL ÞESS AÐ TRYGGJA
YÐUIi SKJÓTA
AFGREIfíSLU
Skuluð þér ávalt kalla upp
SARGCNT
IWÍ
PHONE
34 355 - 34 557
SARGENT and AGNES
TRIJMP TAXI
ST. JAMES
Phone 61 111
1.
2.
3.
4.
5.
6.
V
SrCHTISAHI\CMA
KARLAKÓRS ÍSLENDINGA í WINNIPEG
í
Goodiemplarahúsinu
MIÐVIKUDAGINN 29. APRlL
Klukkan 8 e. h.
SKEMTISKRÁ:
Karlakórinn.
Upplestur, Gordon Paulson.
Quartett
Piano Solo, Richard L. Beck
Einsöngur, Birgir Halldórsson
Gamansöngvar, Páll S. Pálsson
Karlakórinn.
Söngstjóri, Gunnar Erlendsson
Meðspilari Ricard L. Beck
Dansar, gamlir og nýir
Hljómsveit Hannesar Kristjánssonar, Gimli
x Aðgangur 35c
Aðgöngumiðar fást í Björnsson’s Book Store,
702 Sargent Avenue
Steindór Jakobsson, Phone 30 494
og hjá meðlimum Karlakórsins