Lögberg - 30.04.1942, Blaðsíða 1

Lögberg - 30.04.1942, Blaðsíða 1
PHONES 86 311 Seven Lines XSS&? atl For Beller Cot* Dry Cleaning and Laundry 55. ARGANGUR LÖGBERG, FIMTUDAGINN 30. APRÍL, 1942 NÚMER 18 LANDSTJÓRAHJÓNIN HEIMSÆKJA WINNIPEG Jarlinn af Athlone, landstjóri í Canada, og Princess Alice, komu hingað til faorgarinnar á fimtudaginn var í þriggja daga heimsókn; var þeim virðulega fagnað at' ölluin þ.eim þjóðabrotum, er búsetu eiga i Winnipegborg. Urslit atkvæðagreiðsiunnar á mánudaginn Þó talningu atkvæða sé enn eigi með öllu lokið, þá er það þegar sýnt, að jákvæð atkvæði nema leitthvað um 65 af hundraði. Samkvæmt skýrslu Canadiska fréttasambands- ins, er birt var klukkan ellefu fyrir hádegi á miðvikudag- inn, stóðu tölurnar þannig: Jákvæð atkvæði 2,640,304. — Neikvæð 1,510,381. , Átta af hinum 9 fylkjum, er canadiska fylkjasambandið mynda, veittu jákvæðu hliðinni yfirgnæfandi meirihluta, eða um áttatíu af hundraði til jafnaðar. En í Qulebec nam tala jákvæðra atkvæða einungis tuttugu og átta af hundraði, og veldur þetta þvi, að heildar meirihluti stjórninni i vil, er eigi stærri, en að ofan getur. úrslit atkvæðagreiðslunnar meðal manna og kvenna í hlsrþjómustu heimafyrir og á öðr- um sviðum, verða eigi gerð heyrinkunn fyr en þann 5. maí næstkomandi. Bretar herða á sókn Dag ,eftir dag, og nótt eftir nótt, hafa brezkar orustuflugvél- ar helt sprengjuregni yfir franskar hafnarborgir og helztu hergagnaverksmiðjur á Þýzka- landi; einnig hafa Bretar sótl fast að mikilvægum hernaðar- virkjum á Hollandi og í Belgíu, auk þess sem Kaupmannahöfn og Þrándheimur hafa líka fengið sina vöru selda. f Kaupmanna- höfn beindu Bretar atsókn að reiðhjólaverksmiðjum, sem mælt er að orðið hafi ifyrir stórvægi- legum skemdum. í Þrándheimi er mikil skipakví, er Þjóðverjar hafa stækkað og endurbætt tii niuna með það fyrir auguin, að koma þaðan mannafla, vistum og hergögnum til Rússlands; höfn þessi sætti hinni verstu útreið í viðureign þessari, og var þar að minsta kosti tveimur þýzkum flutningaskipum sökt. Báðir aðiljar mistu nokkuð af loftförum í þessum atrennum, en Bretar þó talsvert fleiri Frá Burma Horfurnar í Burma hríðversna með degi hyerjum- Japanir auka þar liðsafla sinn jafnt og þétt, og eru nú, að því er síðustu fregnir herma, innan við fimtíu mílur frá Mandalay-Lashio járn- hrautinni, sem er aðal tengilínan við Kína. Burmastjórn hefir flúið lil Maymyo, sem liggur um Ifjörutíu mílur sauðaustur af Mandalay yegna vaxandi hættu, sem borgin var auðsjáanlega komin í af hálfu japanskra inn- rásarhersveita; það fylgir sögu, að um níu þúsundir innfæddra Burmabúa, hafi gengið í lið með Japönum. VERÐUR TE SKAMTAÐ? Á síðastl. ári neytti Canada þjóðin 38,633,000 punda af te- Enn eru miklar birgðir í landinu, en geti Japanir hamlað flutn- ingi frá Indlandi, mun te senni- lega verða skamtað. Býður sig fram til þings Rev. Stanley Knowles Áður en langt um líður, fer fram aukakosning til sambands- þings í Mið-Winnipeg kjördæm- inu hinu nyrðra; þingsæti þetta losnaði við fráfall J. S. Woods- worths, foringja C.C.F. flokks- ins; nú hefir þessi stjórnmála- flokkur útnefnt Rev- Stanley Knowles, bæjarráðsmann sem 'þingmannsefni sitt við áminsta aukakosningu; enn er leigi vitað hvort hinir stjórnmálaflokkarnir bjóði fram þingmannsefni eða ekki. Sjö orð um sparsemina Það er hægra að afla fjár, en að læra, hvernig því skuli varið á réttan hátt. Ef vér erum sparsöm, þá neyð- umst vér til að sýna sjálfsafneit- un og það gerir oss staðfastari. Sá, siem sparar ekki á engan þátt í framförum heimsins. Sá, sem eyðir öllu, sem hann hefir, er þræll hins sparsama. Auður safnast fyrir starf, varð- veitist fyrir sparsemi og vex fyrir iðni og þolgæði. Sérhviert stórfyrirtæki, sem er framkvæmt með fé, er franf- kvæmt með fé hinna sparsömu. Aðferðin, sem menn eiga að ihafa, ef menn vilja spara, ler fjarska einföld. Eyddu minna en þú aflar- Kauptu fyrir pen- inga út í hönd og skuldaðu ekki. Gefðu ekki fé þitt fyr en þú falefir það handbært. M O L A R Nýlega hefir verið fundinn upp mælir, sem á að mæla fagn- aðarlæti hlustenda í sönghöllum, leikhúsum, kvikmyndahúsum o. s. frv. Þetta er ralfmagnsáhald með vísi og töluslettri skífu. Þegar einhver áhorfenda klapp- ar, hrópar eða stappar, þá fær- ist vdsirinn eins og á loftþyngd- armæli. Þessi mælir hefir þeg- ar verið tlekinn í notkun í Eng- landi. og er ekki ólíklegt, að hann fái talsverða þýðingu fyr- ir unga leikara, því að á honum geta þeir lesið hylli áhorfenda. • 1 Arizona-rikinu er kop- arnáma, sem er merkileg að því leyti, að þar hefir stöðugt brunn- ið eldur siðastliðin 40 ár. Reyk- ur og gulfa stíga þar upp leins og úr gosgíg. Tilraunir til að slökkva eldinn hafa engan árang- ur borið, en fjöldi ferðamanna, víðsvegar að, kemur til Arizona til að sjá þetta einkennilega náttúrufyrirbrigði- ÓVENJUMIKIÐ REGN Frá Saskatoon er símað á miðvikudagsmorguninn að meira hafi verið um rigningar í þvi umhverfi, en nokkru sinni áður síðan 1926; er fólk vestur þar, nú harla vongott um uppskeru- horfur í sumar- Gaman og alvara Högni var spurður að því, hvert hann væri að fara. —Eg er á leið til jarðarfarar- stjórans, ansaði hann, — konan mín liggur fyrir dauðanuin. —Væri þá ekki reynandi gð vitja læknis, var spurt. Högni: — Eg hefi altaf fyltgt þeirri reglu að forðast miUilifei. *—•Dýravinir erllendis eru gð vinna að þvi, að bannað verði að nota hesta i hernaði. —Ekki þyrfti nú annað en að mannvinirnir kæmu þvi í kring, að hætt yrði að brúka menn i hernað. • Dómarinn:—Af hverju börð- uð þér konuna yðar? Ákærður:—í fyrsta lagi af þvi að hún sneri bakinu að mér. í öðru. lagi vlegna þess að steik- arapannan var alveg við hönd- ina og í þriðja lagi vegna þess, að eldhúsdyrnar voru galopnar, svo að eg gat sloppið út ómeidd- ur. • Skozkur prestur var beðinn að biðja guð um regn. Þetta hafði þær afleiðingar, að það tók að rigna með þeim ódæmum, að bændur bjuggust við stórskemd- um á uppskerunni. Þá varð ein- um bóndanum að orði: Þetta hefst af þvi að vfera að láta prestinn, sem ekkert vit hefir á búskap, biðja um rigningu! Amerískur herforingi tekst á hendur herstjórn Islands Reykjavík 28. apríl. — ísland er í dag algerlega í höndum ame- riskra hernaðarvalda. Hinn brezki yfirhershöfðingi, Major- Generl H. O. Curtis, fól formlega í skilnaðarveizlu, Sjem honum var haldin, yfirhersitjórn landsins í hendur hinum ameriska hers- höfðingja, Major-General Charles H. Bonesteel, ;er fyrir hönd Roosevelts forseta afh|enti Mr. Curtis verðleika-medaliuna, á- samt þökkum fyrir mikilsvarð- andi og einlæga samvinnu. Mr. Curtis hefir dvalið á íslandi síð- an Bretar hernámu landið 1940. Roosevelt flytur rœðu Roosevelt Bandarikjaforseti Iflutti ræðu frá Hvítahúsinu i Wasihington á þriðjudagskveld- ið, þar sem hann lýsti yfir því, að eins og sakir stæði, væri her- för Japana suður á bóginn, að miklu leyti heft; hann kvaðst ekki lefast um, að barátta sam- einuðu þjóðanna yrði ströng og löng, en á hinn bóginn dyldisl sér ekki, að hún hlyti óhjá- kvæmilega að enda með sigri fyrir lýðræðisþjóðirnar- Til þess að koma i veg fyrir verðbólgu, lýsti forseti jafnframt yfir því, að stjórnin væri stað- ráðin í því, að fastbinda há- marksvlerð lífsnauðsynja á svip- aðan hátt og gert væri i Can- ada; einnig yrði vtnnlaunataxti fastsettur, og ráðstafanir gerðar í þá átt, að hæztu laun í Banda- ríkjunum færi eigi yfir 25 þús- und dali á ári. HVÍTFISKVEIÐI í WINNIPEGVATNI Samkvæmt fregnum dagblað- anna í Winnipeg, hefir náttúru- friðinda ráðgjafi Manitobafylkis, Hon J. S. McDiannid, skipað svo fyrir, að hvítfiskveiðin í Winnipegvatni, skuli á næstkom- andi sumarvertíð bundin við 3,000,000 pund. í fyrra var pundafjöldinn 2, 856,000. Sumar- vertíðin í ár hefst þann 8. júní næstkomandi, og stendur yfir til 1. ágúst. Áætlað er að um 150 fiski- bátalejdi verði veitt, og að 20,000 pund að meðaltali megi fiska á bát ihvern. SKYNDIHEIMSÓKN Hinir vösku “commandos” brugðu sér í skyndiheimsókn yifir Dover sundið til Boulogne síðastl. miðvikudag. Aðeins einn hermaður var á verði þar sem þeir lentu og gengu þeir fljótlega fráhonum; síðan skáru þeir símasambönd og gátu svo rann- sakað i næði vígi nazista á þó nokkuð löngu svæði. Gestirnir voru þarna í tvær klukkustundir, en á meðan stóð allsnörp orusta á sjónum nálægt ströndinni. Allir komust þeir heim heilu og höldnu. SPRENGJUÁRÁS Á ALEXANDRÍU Slðastliðinn þriðjudag gerðu Þjóðverjar og ftalir allsnarpa sprengjuárás á hafnarborgina miklu, Alexaudríu á Egypta- landi; fimtiu og átta af íbúum borgarinnar létu lífið af völdum þessa óvinafagnaðar, len marg- falt fleiri sættu meiri og minni meiðslum; eignatjón varð all- mikið. FRÁ LIBYU Vegna áframbaldandi sand- bylja, hefir lítið verið um víga- iferli á stöðvum þessum undan- farna daga; aðeins smáskærur hafa átt sér stað hér og þar, ler litlu sem engu hafa 'breytt til um afstöðu hernaðaraðilja; þó hafa Bretar gert nokkurar loft- árásir á hafnarborgir á þessu hernaðarsvæði, svo sem Bengasi og Derna. RÚSSLAND Mannskæðar orustur (eru nú daglega háðar á flestum orustu- svæðum Rússlands, og hefir Rússum alla jafna vegnað drjúgum betur en Þjóðverjum; hafa hinir síðarnefndu sætt hin- ilm verstu hrakförum í stóror- ustum umhverfis Smolensk og Leningrad; þá hafa og Rússar veitt hersveitum Finna þungar búsifjar, og skotið niður til agna um 2,000 finska hermenn í námunda við Ilman-vatn. HÚSNÆÐISEKLA í WINNIPEG f borginni er það siður að margt fólk flytur sig 1. maí. Nú er talið að mörg hundruð manna muni þá verða húsnæðis- lausir. Aðalástæðan fyrir þessu er sú, að mörg hús, sem áður hafa verið til leigu, hafa nú ver- ið seld. Talið er að milli 800 og 900 hús í Winnipeg hafi verið seld síðan á nýári; fólk kaupir húsin til þess að eiga vist húsa- skjól. Húsgagna-geymsluhúsin eru að verða full, því þetta heimilislausa fólk sendir þangað húsgögn sín og fær svo inni hjá vinum og skyldfólki. Síðan fyrsta janúar hafa að- eins 32 hús verið bygð í borg- inni. Morgunn veitingaþjónsins Eftir SigurS Sigurðsson frá Arnarholti Hjartað sópað, alslaust eyðitorg! Einstæðingur múgs í höfuðborg. Augað frosið hart sem hörsl í vegi. Heilinn vökusljór á björtum degi. Innantómur, tómthúsmaður orðinn. Trítlar lystarlaus um matarborðin. Langan dag frá morgni má hann doka til miðnættis og bíður þess — að loka. Dagsins iðja er að skenkja og þakka ölmusur, og draga á gesti frakka, næturfár og' fölur yfir vanga. I fyrramálið sama hermannsganga. Stundum sér þó glætu’ af gleymsku í bili, í glasi, ástarfundi, hættuspili. Þá er létt og laus í vasa krónan, sem lét hann borga — að auki — sveitadónann; en heldur kysi hann, að moka skítinn, en hella í fyrir: “Takk!” — og eyri litinn. Eina nótt hann endurdreymir sukkið. Ólöglega var þá setið, drukkið. Sátu skáld og sögðu upp nýort kvæði. Þá sýndist honum hvorttveggja og bæði, að hann kynni að geta sungið sjálfur. Síðan er hann skáld og þjónninn hálfur. Margan dag hann rís úr svona sælu á sófanum, í fýlu og reykjarsvælu, undarlega ofan af himnum dottinn í óborgaðan reikning fyrir þvottinn og man þá fögru lygina að Laugu — eða Gunnu — um ljóðin sín, sem báðar áður kunnu. En stundum dreymir hann, að hann sé gestur á hóteli, og er þó jöfur mestur þar, sem allir aðrir eiga að bíða, en aldrei hann og kann þá ekki að skríða. Við rukkara með reikning segir hann: “Borgun? Reyndu’ að koma í fyrsta lagi á morgun.” Þannig líður æskan, ellin bíður. Undir svelli móða tímans líður. Innra kvíði, utan slikja gáskans, andlaust stríð á gljúfrabarmi háskans. Með augu rök og ritjuskegg á vörum hann röltir af sér harminn — einn í förum. —(Heimilisblaðið).

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.