Lögberg - 30.04.1942, Blaðsíða 5
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 30. APRÍL, 1942
5
Fátækilingarnir urðu hissa.
Þeir höfðu aldrei gfert sér í hug-
arlund, að slík fegurð væri til í
heiminum. Ríka fólkið var
einnig hissa og varð að játa, að
slíka fegurð hefði það hvergi
séð i framandi löndum. — Kvöld
eflir kvöld var húsfyllir hjé
málaranum.
Að lokum var það aðkomu-
niaður nokkur, sem kvað upp úr
og sagði: “Þetta >er umhverfi
þorpsins ykkar, skógarnir ykk-
ar, fjöllin ykkar, og hlíðarnar
ykkar!”—
Þegar fólkið gætti betur að,
sá það, að þetta var satt- Og
það sá ennfremur, að helmingur
þaksins hafði verið rofinn af
gisitihúsinu, og að það hafði ávalt
horft á umhverfi þorpsins sins,
en ekki á neitt málverk! —
—(Hlín).
Náttfari
og ambáttin
Eftir Bjartmar Guðmundsson.
Fyrir frainan mig á borðinu
hggur Landnámabók opin- Eg
les: “Uin vorið, er Garðar
Svafarsson var búinn til hafs
(frá Hsúsavík), sleit frá honum
mann á báti, er hét Núttfari, og
þræl iog ambátt. Hann bygði
þar síðar, sem heitir Náttfara-
vik.”
Lesandinn býst við meiru og
leitar áfram að nafni hans innan
um brot af sögum annara
manna. Að lokum er hann aft-
Ur á sjónarsviðinu eftir nær 140
síðar:
“Eyvindur Þorsteinsson nam
Reykjadal upp frá Vestmanns-
vatni. Náttfari er með Garðari
hafði út farið, eignaði sér áður
Reykjadal og hafði merkt á við-
um, en Eyvindur rak hann á
hraut og lét hann hafa Nátt-
(faravik.” Saga þessa manns er
ekki rituð annað en þetta. í
fyrstu virðist svartamyrkur um-
hverfis hann frá því hann skilur
við víkingaskipið á Húsavíkur-
höfn, unz Eyvindur rekur hann
bunt úr Reykjadal nokkrum ár-
um síðar. Staða Náttfara er ein-
stök meðal íslendinga. Og saga
hans er þannig meitluð í fáein
0rð, að það er lekki hægt að
gleyma henni. Það er ekki
þægt annað en hugsa sig inn í
það, sem drífur á daga þeirra
uianna, sem fyrstir allra gera
Ser hér bygð. íslendingurinn
§etur varla annað. Staður og
stund fjarlægjist og gufa i burtu
1 bili. Landnáma lokast Árin
þverfa, sem á milli eru. Heilar
utdir hjaðna eins og hjarnskafl-
ar í sólskini. Nútíminn fjarar
frá. Fortíðin legst vfir. Það
er eins og að horfa gegnum
f,'mt loft inn á bjartara svið.
Blásandi byr. Garðar hefir
tátið draga upp seglin. Vorgolan
fyllir voðirnar og stendur af
landinu. Skipið tekur skriðinn
°8 dýfir stefninu í bláa ölduna.
Hkipverjar leika á alsoddi- Það
er gaman að losna eftir 7 mán-
aða legu og athafnaleysi í mann-
tausu landi. Engiun veitir Nátt-
fara athygli, eða dundi hans
bak við aðra menn. Hann læð-
'st frá skipi í lítilli kænu um
ieið
og seglin fyllast. Hann
þrífur ár og þrællinn aðra ár.
^u ambáttin eggjar báða með
aUgunum. Þau hata þetta skip.
^au hata víkingana, sem fara að
eUgum lögum gagnvart fé og
°uum. Um veturinn hafði
gerst saga í vetursetubúð Garð-
ars Svafarssonar i Húsavík —
^rsta ástarsaga á íslandi.
^að er áhætta að nema stað-
ai °g ielta þau, þegar flóttinn
°ks verður uppvis. Vinda læg-
'r stundum skyndiiega. Þessi
gat verið einn af þeim Þessi
j" eru tæpast þess virði að
ætta miklu til þeirra vegna.
ugur víkingsins er bundinn við
annað á þessari stundu: Austur
' Noregi og Svíþjóð biða vinir
frændur. Enginn veit þar,
vort Garðar Svafarsson er lif-
andi eða dauður. Hann he.fir
frá dálitlu að segja, þegar þang-
að kemur. Hann hefir fundið
land í hafinu. Það verður talað
um Garðar Svafarsson i Svíþjóð
og Noregi, engan meira. Enginn
maður verður frægari en hann.
Á þessari stundu er hefnigirnin
svo sljó, að hún druknar í heim-
þrá. Það dregur sundur með
árunum og seglunum. Víking-
arnir beygja til hægri handar út
með Tjörrresi hjá Lundey, sem
enn heitir engu nafni, og bruna
til hafs á skipi sínu. En lesari
Landnámabókar stendur eftir á
ströndinni í sporum Náttfara á
fyrsta vori fslandsbygðar-
Þau eiga eld. Og þau eiga
einhver áhöld. Það er að vísu
stolið. En voru ekki allir hlut-
ir áður stólnir eða rændir í eigu
þessara víkinga? Það fanst
þeim.
Þau nota búðina fyrsta kastið,
á meðan vorið er að þoka vetr-
inum úr víkinni. Það hlýnar í
veðrinu meira og hetur. Bruin-
ið Iþrútnar á birkinu, sem klæðir
hverja hæð frá Húsavíkurfjalli
ofan á fjörubakka. Nóttin verð-
ur albjört. Sólin situr uppi um
miðnætti og vakir yifir íslenzkri
þjóð —- þreniur mönnum. Nú
er timi til kominn að kanna ó-
bygðina og velja bólfestu. Þau
halda af sitað og fylgja strönd-
inni og koma að árósi: Laxá.
Selir velta sér í bárunni við
ósinn, kyrlátir og undrandi eins
og forvitnir krakkar. Þeir hafa
aldrei mann séð Endur vafra
um árbakkana. Æðarfugl um
alla hólma. Áin morar af sund-
fugli. Silungar vaka. Laxar
stökkva. Þau Náttfari fika sig
inn með ánni. Aðaldalur opn-
ast fyrir þeim, ósnortinn eins
og guð gekk frá honum eða nátt-
úran sjálf. Náttfari hugsar:
Innar í landinu hlýtur áin að
grynnast og mjókka. Þar er
auðveldara að vieiða fiskana á.-
haldalítið. Þau hitta fyrir sér
brunahraun. Þrengja sér gegn-
um birkihlíðar Hvammsheiðar
og Núps. Karlmenftirnir verða
að beita öxinni og höggva sig
gegnum frumskóginn, þar sem
hann er þéttastur. Rjúpur skríða
í lynginu, spakar eins og hænsni
í túni- Þau r,eika um graslend-
isifláka, mjúka undir ilinni af
þúsund ára sinulubba. Það er
útengi framtíðarinnar, sem bíður
síns vitjunartíma. Þau klifra
upp úr dölunum og litast um
af tindum fjallanna. Enga
mannabygð er þaðan að sjá. Að
lokuixi nema þau staðar á bakka
‘l
Reykjadalsár inn frá Vestmanns-
vatni. Svanir hópa sig á vatninu.
Gæsir garga á hverjum polli og
andirnar um alt. Hér er skjól.
Hér er friður. Hér eru þau
frjáls gerða sinna. Ambáttin
eru laus við kvalara sína, ræn-
ingjana, sem fluttu hana nauð-
uga úr foreldrabúsum. Þegar
nóttina lengir í ágúst, stendur
þarna torfhús með birkiröftum
— fýrsti sveitabær á íslandi.
Hér lifa þau lífinu eins og kona
og karl hafa gert frá upphafi
veraldar til loka
Það líða ár. Þá jer kyrðin
rofin. Þau verða vör við mann-
komu í héraðið. Skip koma af
hafi. Varningi er róið í land.
Konur og börn ganga upp frá
sjónum og hertýgjaðir menn
fylgja á eftir. útlendur fénað-
ur er rekinn með hundum inn
sveitir. Klyfjahross reka lest-
ina. Holt eru rudd kringum
bæjarstæði. Bæir rísa upp. Göt-
ur gangast ofan í jörðina bæja
á milli. Smalar hóa og reka
ásauð á kvíaból til mjalta. Reyk-
ir koma upp á hverjum morgni
hér og þar um héraðið. Náttfari
fær nágranna norðan við vötnin.
Þá fyrst fer hann að hugsa um
landamerki og “merkir á viðum.”
Landið er að nemast.
Öldin heitir vikingaöld og rétt-
ur mannanna hnefaréttur. Skóg-
armennrinir í Reykjadal eru
bæð fegnir og uggandi. Fásinn-
ið er rofið. En frelsið er i hættu.
Þeir eiga ekkert bolmagn til að
reisa rönd við ofurefli, verði því
veitt. Eitt sinn náði Náttfari
Ó, lífsins faðir
Lag: Ave Maria eftir Schubert
ó, lífsins faðir, herra hár,
vor hjörtu minnast þinna gjafa.
Vort skjól varst þú í þúsund ái
i þungu róti storma og hafa.
Þinn geisli laut að lágum glugg-
um,
að litlum báti og grýttri strönd.
Þú! lagðir veg úr ljósi og skugg-
um
og lézt oss ganga þér við hönd
í beiskju og blíðu.
Þú sendir ofan ótal ljós
til eii\nar sálar til að græða,
er hljóðlát bæn við yzta ós
barst upp til þinna tignu hæða.
Þú varst vor Guð í gæfu og synd-
um,
þú gafst þeim veiku trú og þrótt.
Á enni lúð af landsins vindum
féll Ijómi af þinni dýrð um nótt.
Þú gafst og gefur.
Heyr bænakvak vort bljúgt og
veikt:
Lát birta og fagran morgun
renna.
Lát hjörtun, sem þú hefir kveikt.
í helgidónii þinum brenna
Lát enga sál við hlið þín hika,
sem heyrir köll úr áttum tveim.
Gef æfi ihárra augnablika.
sem anda mannsins visa heim,
að lífs þíns lindum.
Ó, blessa, faðir, þá, sem þjást,
lát þreyttan fagna nýjum degi.
Lát tindsins dýrð úr dalnum
sjást,
er dimt er yfir barns þíns vegi,
og leið oss einn um aldaraðir
frá efans 'hiki að trú og dáð.
Gjör stórt hið litla land vort,
faðir,
í Ijóssins heimi af þinni náð,
sem stráin styður.
Helgi Sveinsson.
—(Kirkjuritið).
frelsi sinu —- ekki með áhlaupi,
heldur annari aðfierð. — Enn ei
hann samur og jafn. Þegar
hann sér, að ágirnd Eyvindar
Þorsteinssonar grúfir yfir daln-
um eins og pest, bjargar hann
enn lífi sínu og frjálsræði með
sömu aðferðinni -— undanhald-
inu.
út með fjöllum, sein standa
mjeð votar tærnar í hafinu vestan
megin Skjálfanda, finna þau litla
vik. Hana vill enginn annar eiga
Bygðin þéttist um Aðalreykjadal,
Tjörnes og Köldukinn. Ys og
þys mannlifsins fer að mestu
fram hjá honum og þeim í Nátt-
faravík, ýfingar, áverkar og
vígaferli. Náttfari er aftur kon-
ungur í ríki sínu og ambáttin
drotning.
Á vorin, þegar sólin skin, sitja
dimmhærð börn í hlaðbrekkunni
í Náttfaravík og brosa við lífinu.
Það er æskan, sem á að erfa
landið og skila siðan sinum arl'i,
fyrsta bernska á íslenzkri jörð.
Það er framtíðin, sem flyjta skai
ísljenzkt draumlyndi yfir í nor-
rænt kyn. Það er komandi tíð,
sem á eftir að skila sínu pundi
og bera frækorn keltneskunnar
frá inanni til manns og kynslóð
til kynslóðar, frá landnámsöld
yfir í þá tuttugustu og áfram.
Það er fyrsti vísir að alþýðu fs-
lands.
Það er satt. Heimildirnar
steinþegja um þetta flest. Eg
hef líklega verið að lesa á millí
ilinanna. En þetta er þó stað-
fest á bókfellinu: Náttfari er
búsiettur í landinu áður en
HrafnaÆlóki fellir búfé sitt við
Breiðafjörðinn á sínu fyrsta bú-
skaparári og hrökklast siðan af
landi burt- Hann hefir dvalið
þar árum saman, sennilega i
Reykjadal, áður ^n Ingólfur og
Hjörleifur koma. Hann hefir
því fyrstur allra manna tekið
sér varanlega bólfestu hér á
landi. Hann er fyrsti fslending-
ur, sem sögur þekkja. Vafalaust
hvíla bein hans í hérlendri mold.
Halfi írskir munkar dvalið hér
á undan honum og samtimis
BYSSIIR FUSSI
Vér höfum verið spurðir um hvernig það sé hœgt fyrir Saskatchewan
Hveitisamlagið, að borga viðskiftavinum gróðahlutdeild
Ástæðan fyrir því, að Saskatchewan Hveitisamlagið hefir getað greitt viðskiftavinum
sínum hálft cent á mælinn í ár, sem gróðahlutdeild, liggur í því fornkveðna, að "ræna
Pétur til þess að borga Páli." í þessu tilfelli væri réttar að orði komist ef sagt væri, "að
ræna Pétur til þess að borga Pétri."
Saskatchewan Hveitisamlaginu hefir reynst kleifi, að greiða viðskiftavinum gróðahlut-
deild, vegna þess að það sá sér ekki fært að greiða vexti af því láni, sem það fékk hjá
bændum í Saskatchewan út á hveiti, sem Samlaginu var sent á árunum 1924 — 1929.
Yður stendur í minni, að af öllu hveiti, sem Samlaginu barst á því tímabili, lét það draga
frá tvö cent af hverjum mæli, til þess að byggja fyrir kornhlöður. Þegar þetta fé var
lánað hjá bændum, var þeim þannig frá skýrt í ársskýrslu framkvæmdarstjórnar:
“Reikningur hefir vérið opnaður fyrir hvern hlutaðeigandi bónda,
þar sem lögð er í innieignardálk hans full upphæð þess, sem dregið
var frá af því hveiti, sem sent var inn, og það hefir verið ákveðið,
að slíkar frádragnir með hliðstjón af tekjustyrk Samlagsins^ beri sex
af hundraði í ársvöxtu. Vextir skulu greiðast í fríðu við lok samn-
ingstímabilsins og verður þá hagnaðarskírteini, er nær yfir allar
frádragnir í reikningi hvers viðskiftavinar, gefið út.”
í annari, þriðju og fjórðu ársskýrslu endurviðurkendi
framkvæmdarstjórn Samlagsins þessar skuldbindingar. og gaf
í skyn, að það fé, er þannig væri innheimt frá bændum, yrði
fengið þeim aftur í hendur.
í viðbót við að lána hjá bændum árlega tvö cent á mæli
til kornhlöðubygginga, innheimti Samlagið á ári hverju af
iramleiðslu bóndans frekari upphæð, sem nam einum af
hundraði af söluverði kornsins. Þessi verzlunarlega vara-
sjóðs frádragning, nam hér um bil 1% centi árlega á mælinn,
er orsakaði samtals því sem næst 3% éent
á mæli. Uppskeruárin 1924-25 til 1928-29
seldu bændur Saskatchewan Hveitisamlag-
inu ^85,462,659 mæla hveitis. Á þessu tíma-
bili lánaði Samlagið hjá bændum upphæð,
sem svaraði 16 centum á mæli fyrir korn-
hlöður og til varasjóðs þarfa. Öll sú pen-
ingaupphæð, er Saskalchewan Hveiíisam-
lagið lánaði hjá meðlimum, nam $18,755,-
911.24. Það er mikil fjárhæð, "sem ekki er
rélí að hnerra að."
$1,500,000 Is Not To Be f
SNEEZED ATe
Durin* the pul two crop years. Sukstchewsn Pool
Elcvatora have pald out pstronege dividenda emountlnf
to close to $1.500.000
Ot thle emount $500.000 wes euthortxed fot Ute crop
yeet 1030-40 Recenlly Pool Elevetore have been diatrlbu-
tlng a dlvtdcnd of $000.000 coverlng dcllverlea for the
crop yeer 19*0-41
HaH ol thl* amounl haa bcen diatrtbuted in ceah—the
balance la bclug * cd for the fiurchaar of commerclel
rcaervc and elcvator dcduction rcrtiflcatea lo be credlted
lo jtalron ahareholdera. who delivered grain dunng 1940-
41. More than SO.-XiO chcques have been paid out ranging
a.ze from a few dollars to more than $400.
Pool ehareholdera who dellvered thelr
grnln to Pool Elevatora, sharrd In the
diatributlon of theae dlvldenda
Saskatchewan Pool
Elevators Limited
llead.omca. RECINA
Afrit af auglýsingu Saskatchewan
Hveitisamlagsins.
Það "eru aðeins tvær leiðir til þess að afla
fjár til útbúnaðar fyrir hernienn vora, flug-
nienn og mennina í sjóflotanum. Sú fyrri er
með sköttum, en hin síðari með Sigurláns
veðsk u ldabréfum. Saskat<‘ho\van II veiti sanila.g -
ið liefir ekki greitt Sambandsstjóm eitt cent
í Tekju- eða Ofgróðaskatt, þó önnur korn-
blöðuféHig liafi greit-t slíka skatta. I/igmarks
tckjuskattur er nú 40%; upphæð, S4»m ekki
verður “fussað við,” Snmiim finst það sniðugt
að >nii)kra af sér sköttum; en ef sérhver við-
skiftastofnun í Canada hefði brugðist fram-
lagi
tekjuskattsíleild Sambandsstjómar á
Vextir, 6% af $18,755,911.24 ýfir eitt ár,
nema $1,125,354.67. Saskatchewan Hveiti-
samlagið hefir haft not þessara peninga
siðan 1. ágúst 1929, án þess að greiða bænd-
um, sem lánuðu þá nokkra vexti. Vextir,
sem átt hefði að greiðast bændum síðan
1929, nema $19,002,229.96. Allir bændur í
Saskatchewan vita, að þeir þurftu að greiða
vexti af lánsfé, og að þeir voru venjulega
hærri en sex af hundraði. Vaxtagreiðsla ai
stofnfé samvinnufyrirtækja til meðlima, og
af sparifé, sem lánað var hjá þeim, er við-
urkend grundvallarregla samvinnuhreyfing-
arinnar, sem lögleg leið til þess að afla
peninga.
Það er auðsæll, að Saskalchev/an
Samlagið skuldar Saskalchewan bænd-
nákvæmlega:
í fyrsta lagi: Þær $18,755.911.24, er
Samlagið lánaði hjá bændum fyrir
kornhlöður og til varasjóðsþarfa.
í öðru lagi: Vestti af þessum pening-
um, er alls nema $19,002,229.96.
Þessar tvær upphæðir, er Samlagið
skuldar meðlimum sínum, nema $37,-
758,141.20.
En hér er ekki öll sagan sögð vegna hvers
Saskatchewan Samlaginu reyndist kleift, að
greiða viðskiftavinum hálft cent á mælinn
af móttekinni uppskeru 1940, er það hefir
auglýst svo víða, og nefnt þá upphæð,
“sem ekki beri að fussa að.”
Vér ætlum, að Saskatchewan Kornhlöðu-
félögin hafi smokkað fram af sér greiðslu
Dominion-tekjuskatts og ofgróðaskatts, síð-
an starfrækslu Hveitisamlagsins slepti. Frá
þeim tíma hafa Pool Elevators félögin rek-
ið starfrækslu alveg á sama hátt og önnur
kornhlöðufélög, að því undanteknu að þau
hljóta að hafa eytt svo miljónum dollara
skifti í áróðursstarfsemi, auglýsingar, út-
varpsauglýsingar og aðrar útbreiðsluað-
ferðþr, auk þess að viðhalda Western Pro-
ducer..
saina íiátt <>»- SaskaUdiewan llveitisamlagið,
liefðn canadiskir hermonn, að meðtöidum syni
yðar. oða soiiinn, sem í berþjónustu eru.
orðið að nurta skriðdiækum Þjóðvorja, byss-
nm os d.vfínii^vélum, öldungis lierskjaldaðir.
Áætlað er, a3 sú upphæð, sem Hveiíi-
samlagið í Saskalchewan hefði átt að greiða
í Tekju- og Ofgróðaskait á árunum frá
1930 til 1941, myndi nema í ali $3,232.774.
Fyrir þeíta mætti kaupa mikið af skrið-
drekum, lofivélum og byssum. Enginn her-
maður myndi segja, að slíkum útbúnaði
“yrði fussað að.”
Það er sanngjarnt og réttmætt, að þér
spyrjið hví Saskatchewan Samlagið gat
greitt gróðahlutdeild af mótteknu hveiti
árið 1940.
Svai- vort er þotta, ag ef Sii.inlagift átti aS
rulln;»‘g,ja þoini ásotninai. a?) giviða liæmlum
vvli af því l’é, sem þa?i lánaSl hjá þclm, ok
lcgKja li-am á sama, (íma fó, cins <ig allir'
aðrir cru að gcra. til varnar laixli vora (seni
fclar í scr vomd gruinlvallarr»*glna samvinn-
nniiar. og jalnvcl viirn Pool Klevator samtak-
Iiniia). þá licl'iM þnð ekki verið þcss uni-
knniiS, a.S «i'cií)a vlS.skiltavlnnni gróðalilnt-
(leiW. ” ~‘
Saskatehewan Hveltisamlajtið skuldar rétti-
le«a bieinlum í lylklnu $37,758,141.20. sem
samanstendur af $1S,755,1)11.24. er frá þeim
var tekið í iiciiiiigiiiii, að viSliu-ttani $19.(102,-
22».»« viixtam af þeirrl uppliu-S frá I9U9 III
1941, Þar að auk, cr skattskyldur til Sani-
bandsstjómar metnar á $3.232.774.00, «-ða í
a It $40,»»0,» 15,20.
Vextir, 6% af $40,990.915.20, nema árlega
$2,459,454.91. Tilraun Saskatchewan Sam-
laganna í þá átt, að kaupa inn kvaðir sínar
frá ekkjum og munaðarleysingjum látinna
meðlima fyrir 50 cents á dollarinn, er síðar
var hækkað upp í 60 cents á dollar, myndi,
ef það lánaðist, gera því kleift, að snið-
ganga skuldbindingar um hærri peninga-
greiðslu, sem að ætlun þess, “eigi bæri að
fussa að.”
í stríðstímum er það æskilegt, að komast
hjá, eins og bezt má verða, innbyrðis á-
greiningi. Undir kringumstæðunum höfum
vér engar afsakanir fram að færa fyrir því,
að leggja spilin á borðið, því sérhver bóndí
á fullan rétt á að fá fylztu vitneskju með
tilliti til þess verðs, er hann fær fyrir fram-
leiðslu sína.
Tölurnar í jsessari skýrslu má íullsanna með því a8
yfirfara með nákvæmni fjárhagsskýrslu Samlagsins.
LINE ELEVATOK COMPANIES
(12)
hinum megin á landinu, þá voru
þeir aðeins gestir, sem engai
menjar skildu sig í sál þjóðar-
innar og blóði. Það er að vísu
ekki skjalfest aðþað hafi ambátt-
in gert og Náttfari. En allar
likur styðja það.
Sjálfsagt hefir hann engin
frumkvæði átt að útför hingað
né landal;eit. Slík stórræði eru
ólík hans skaplyndi. En hann
er merkilegur maður samt.
Nægjusemi, þrautseigja og still-
ing einkenna hann. Á þeim
eiginleikum lifir hann og varð-
veitir frjálsræði sitt og sinna. Á
sömu leiginleikum hefir stétt
hans og þjóð lengst lifað, þegar
harðast svarf að.
Það má segja með sanni, að
atvik meira en ásetningur hafi
skákað honum fremstum í röð
allra islenzkra landnámsmanna
Slíkt hið sama má segja með
miklum sanni um fl,esta eða alla
hina. En hvað sem þvi liður.
þá.skipar Náttfari sitt rúm í
broddi þeirrar fylkingar og verð-
ur aldrei þaðan hrakinn, þó að
ýmsum sjáist máske yfir hann
þar eftirleiðis eins og hingað
til, af því hann er maður, sem
ekki gnæfir upp úr eins og fjall
úr hafinu.—Eimreiðin.
Vellauðug kona ein, belgisk,
mælti svo fyrir í erfðaskrá sinni,,
að allir ættingjar hennar, sem til
næðist, alt að tólfta lið, skyldu
erfa hana að jöfnu. Hún hafði
gert ráð fyrir, að þeir myndu
verða um 200, en nánustu ætt-
ingjarnir vonuðu, að þeir yrðu
færri. Ættfræðingum var nú
falið þetta mál, og þegar skiifta-
fresturinn vair útrunninn, kom
það á daginn, að þeir höfðu haft
uppi á 4760 skyldmennum kon-
unnar, stern rétt höifðu til hlut-
deildar í arfinum. Og þegar bú-
ið var að draga frá fúlgunni all-
an skiftakostnað, reyndist hlutur
hvers einai* 125 krónur.