Lögberg - 30.04.1942, Side 2

Lögberg - 30.04.1942, Side 2
2 LÖGBERG. FIMTUDAGINN 30. APRÍL. 1942 iryFir smniiaii Rio (jrrand.e Eftir Pátmn. (Niðurlag) VII. P2ins og eg gat um fyr i þess- ari ritgerð, þótti mér kynnisferð mín til Mexico mest minnisverð vegna þess, hve litríkt þjóðlíf gaf þar að líta. Ennfremur gat eg þess, að þeir, sem vilja hafa full not af ferðalagi um þetta ein- kennilega land, verða að gera sér far um að skilja þessa undarlegu þjóð, sem þar lifir. Það er í raun og veru ranglátt að segja, að þar lifi ein þjóð, því hin mörgu þjóðflokkabrot sem þar lifa, hafa enn ekki runnið saman til þess að fullnægja orðfakinu “þjóðerni.” Það er því sann- gjarnt. að skifta Mexico þjóðinni i þrjá filokka, þannig: Hvítingj- ar eru þar hér um bil 20%, Indi- ánar 35% og kynblendingar 45%. Kynblendingarnir eru þar þvi mest áberandi og get eg með sanni sagt, að mér virtust þeir ekki standa nokkurri annari þjóð að baki, hvað líkamsbyggingu snerti. í listum og visindum standa þeir sem hafa átt kost á þvi, að stunda slíkar greinar, framarlega. Mexico er t. d. talin að standa framar í bókmentum og listum en nokkurt annað land i Suður-Ameriku. Um íramtíð Mexico-rikjanna er eg því í alls engum vafa, því með umbótum stjórnarfarslega og aukinni þekkingu eða mentun á meðal almennings, tel eg víst, að þar muni hraust og heilbrigð þjóð láta til sín heyra á eyðum óskrif- aðra blaða í sögusafni komandi tíma. I>andið sjálft er fagurt og margbreytt. Það er mjög sjald- gæft, að menn geti étið hádeg- isverð upp í frosti jökulfjall- anna en þremur stundum seinna skemt sér í gróðri og allsnægt- um hitabeltanna, en það geta menn gert í Mexico. Núverandi stjórn í Mexico er mjög vinveitt í garð Bandarikj- anna, enda fara sögur af þvi, að Bandarikin hafi notið áhrifa sinna, til þess að koma þessari stjórn að völdum. Annars virt- ist mér mikill skoðanamunur eiga sér stað á meðal almenn- ings um stjórnarskipulag lands- ins. Eg rakst þar bæði á socialista og kommúnista í orðs- ins fylstu merkingu.. Annars eru flestir tregir til þess að tala um stjórnmál eða láta í Ijósi hvar þeir standi í þeim efnum, við ferðafólk frá Bandaríkjun- um. í mörgum lyfjabúðum og einnig í flestum sölubúðuin sá eg stór auglýsingaspjöl um það. að allar viðræður um stjórnmál, utan og innanríkis, væru strang- iega bannaðar. Mér var sagt að tildrög til þessara auglýsinga væru þau, að viðræður um slík efni, hefðu undantekningarlaust endað í slagsmálum eða baráttu milli þýzkra og enskra þegna landsins. Flestir Mexicobúar eru mjög metnaðargjarnir. Þeir elska Mexico þjóðlögin og aðrar þjóð- legar listir. Þeir þreytast aldrei á þvi, að tala um þjóðlegar í- þróttir og þeir vilja fremur svelta sjáifa sig, en vera án nautaatanna. Athetjur þær, sem hætta lífi sínu til þess, að fram- kvæma eitthvert snarræðisbragð eru dýrðlingar fjöldans. Hreysti og hugprýði eru því kostir, sem eru í miklum metum í Mexico. Metnaðargirni Mexico-búa kem- ur fram í mörgum myndum. T. d., ef að eg fór fram hjá bii á veginum, sem mér virtist ekið um of hægt, fann eg að það var hérumbil undantekningarlaust, að bilstjórinn reyndi til þess, að fara fram hjá mér á sama hátt, jafnvel þó hann yrði að brjóta hraðalög landsins Það var því einu sinni að eg fór fram hjá bíl. sem auðsjáanlega hafði ver- ið gerður í Evrópu, því öku- mannssætið var hægra megin i bílnum. Eftir að eg hafði farið fram hjá honum með löglegum hraða fór hann, fáuin minútum seinna, fram hjá mér með geysi- hraða. Svo dró hann af hrað- anum og fór hægt. Auðvitao vildi eg þá fara fram hjá honum aftur en þá jók hann hraðann og þessu hélt hann áfram svo klukkustundum skifti. Mér fór að renna í skap, þvi þessi félagi varð, með þessu háttalagi, orsök að mikilli töf. Þrátt fyrir það, var mér það ljóst, að hættulegl var að hefja kappakstur við hann, þar sem brautirnar eru svo mjóar og sjaldan beinar. Að lokum komum við að beinni braut sem var umferðarlaus framundan okkur svo miluni skifti Eg ásetti mér því að “opna bílinn minn upp” sem leg vissi að var nýr og í alla staði ábyggilegur með kröftugri 12 cylindra hreyfivél. Mér til meslu gremju sá eg að þetta var ein- mitt það sem Mexico-búinn hafði búist við, þvi hann herti að sainu skapi á hraðanum. “Áttatíu,” hevrði eg Mrs. Pálmi segja. Eg vissi að hún hafði augun á hraðamælinum. Báðir bilarnir fóru með auknuin hraða. “Níu- tiu,” sagði Mrs. Pálmi og hreim- urinn í rödd hennar lýsti dálitl- um ákafa. Millibilið milli bíl- anna Var hið sama. “Hundrað,” og eg sá að Mexicobúinn hallaði sér fram yfir stýrishjólið á bíln- um sínum. Það dró saman. “Hundrað og fimm — hundrað og tíu,” hrópaði Mrs. Pálmi um leið og bíllinn okkar smaug fram hjá hinum bílnum sem hafði nú gefið upp kappaksturinn. Eg dró nú af hraðanum og mér til mikillar gleði sá eg að keppi- nautur minn gerði alls enga til- •aun til þess að fara fram hjá mér aftur- Mér var það fuli- komlega ljóst, að kappakstur etti ekki að eiga sér stað á slík- um þjóðvegum. En eg hafði inikla afsökun, þó eg fyndi ti! þess með sjálfum mér, að í raun og veru var það metnaðargirni mín, sem hafði knúð mig til slíkra athafna. Og til þess að friðþægja mig við sjálfan -mig, raulaði eg vísu, sem eg gerði einu sínni í samræmi við líkt atvik, suður i Florida: Aftast hýrast eínn í lest, aldrei kýs hinn slyngi; það er hrís um herðar verst hverjum íslendingi! Það er mjög auðvelt að kynn- ast fólki í Mexico ef menn nálg- ast það kurteisislega. Látprýði og snyrtimenska er þar alstaðar í miklum metum. Það var, til dæmis, einu sinni að við vorum stödd í dálitlum lystigarði ná- la*gt Mexico borginni. Með okk- ur var ungur maður frá Chicago, sem við höfðum kynst fyrir sér- stök atvik. Þessi félagi var full- ur af fjöri og gleði og þreytt- umst við aldrei á því, að hlæja að uppfyndingum hans og æfin- týragirni. Hann stöðvaði hér um bil alla, sem hann mætti ■ arna i garðinum og bað um upplýsingar um alt sem fyrir augun bar. Hann notaði dálitla vasa-orðabók til þess að gera sig skiljanlegan. Sérstaklega var hann fimur að nota þessa bók, þegar hann átti tal við kven- fólkið. Það var alveg undan- tekningarlaust, að allir stöðvuð- ust og gerðu alt, sem þeir gátu til þess að upplýsa hann. Einu sinni ávarpaði hann tvær ungar stúlkur, sem voru mjög vel til fara og þar að auki mjög fagrar. Þarna kom orðabókin vel að notum. Hann vildi gera annari þessari stúlku það skiljanlegt, að hann elskaði hana, að hún væri fögur, o- s. frv. “Mucho Amor,” sagði hann hvað eftir annað og svo bætti hann við nýjum orðum, Sem hann fann í orðabókinni, sem ef til vill áttu við eða ef til vill ekki. Báðar stúlkurnar hlóu dátt og i mörg- um tilfellum hjálpuðu honum til þess, að finna hin réttu orð i orðabókinni. Eg hafði tekið mér sæti með Mrs. Pálmi og skemt- um við okkur vel við það, að hlusta á Donald (svo hét hann) og þessar stúlkur. Eg gat þess við Mrs. Pólmi að þarna hefði hann fundið góða skemtun. Þá sneru stúlkurnar sér að okkur og sögðu á ágætri ensku, að skemtunin væri alveg sameigin- leg! Svo kvöddu þær Donald, sein var nú alveg orðlaus, og fóru inn í götuvagn, sem stóð þar skamt frá. “Nafn mitt er Donald Laske — hvað heitið þið?” hrópaði hann til þeirra. Stúlkurnar hlóu og önnur þeirra opnaði vagngluggann, kysti á fingurna á sjálfri sér og sveiflaði hendinni til Dortalds. “En, hvað heitir þú?” endurtók Donald. Vagninn var nú í hreyfingu og stúlkan, sem hafði sveiflað hend- inni til Donalds, hrópaði til baka: “Mucho Amor” (mikil ást; og svo hvarf vagninn fyrir götu- hornið. Það eru í raun og veru smáatvik af þessu tagi, sem gera ferðalög nokkurs virði: söguilegir viðburðir í sambandi við gamlar byggingar eða héruð, verða bráðlega bragðlausir, ef menn tapa tilfinningunni fyrir þvt, sem gengur og gerist um- hverfis þá í hinum algengu á- hyggjum og umsvifum daglegra viðburða. 4- Kæru lesendur: Um leið og eg þakka ritstjóra þessa blaðs fyrir vinsamlegan formála, sem hann ritaði framan við þessa ferðasögu mína um Mexico, langar mig til að geta þess, sjálfum mér til afsökunar, að eg stal timanum, sem eg hefi notað fyrir þessar ritgerðir frá önnum og umsvifum daglegs lifs. Eg vona hreinskilnislega, að það sem eg hefi hér ritað, hafi borið ykkur einhverjar upplýsingar, sein gætu komið ykkur að gagni og að eg hafi hvergi ofboðið þolinmæði ykkar með of mörgum orðum Mér er vel ljóst, að eg hefði átt, að vanda frágang þessara ritgerða betur, en afsökun mín er sú, að eg hefi mjög sjaldan átt kost á því. að tala íslenzku við íslending um 25 ára skeið og er því eðlilega farinn að stirðna í tungunni. Ef þið takið alt þetta til greina, finst mér að. eg geti treyst því, að þið takið viljann fyrir verkið. • —Pálmi. Hræðilegt leyndarmál Frá “Nemo” á Gimti. Fyrir skömmum tíma las eg sögu í blaði einu merku, sem fyrir sérstakar kringumstæður vakti eftirtekt mína. Höfundi sögunnar — sem mér er annars ókunnugur---og mér, svipar dá- lítið saman. Við höfum báðir orðið fyrir yfirnáttúrlegum áhrifum, sem hvorki vísindi né eðli mannsins getur gert sér grein fyrir. Með þvi höfundurinn hefir sagt þessa eftirtektaverðu sögu sína, án þess að skeyta fordóm- um manna, hefi eg ráðist í að létta á mér leyndarmáli, slem hefir legið á meðvitund minni sem martröð í 30 ár. Þó atburð- ur þessi hafi um stund hvarflað úr huga mér, hefir þó jafnan sótt í sama horfið, að hann hefir mint mig á þann hluta æfinnar, er eg komst undir áhrif þeirra duldu afla, er áreiðanlega ekki heyra til þessum heimi. Nú er eg sit og skrifa niður linur þess- ar, til að draga frá fortjald það, er til þessa hefir hulið einn kapítula æfi minnar, finst mér jafnvel ekki fleiri dagar en ár liðin síðan hann skeði. Sú of- boðs hræðsla sem sumir munu verða fyrir, er á líkan hátt og eg verða fyrir áhrifum þessara yfirnáttúrlegu krafta, er tilfinn- ing, sem eg er hvorki fær um að draga úr og því siður upp ræta. , Eg er nú 58 ára gamall, heið- arlegur og guðhræddur maður, sem með góðri samvizku þori að líta framan í alla menn, en end- urminningin um nótt eina, er þrátt fyrir það var þess eðlis að í hvert skifti er eg minnist henn- ar, þýtur sviti út á enni mér og óstyrkur fer um sterkbygða limi mína. Að þessu eina atviki und- anteknu, hefi eg verið svo lán- samur sem framast verður á kosið. Eg á góða og elskuverða konu, sem ann mér hugástum Börn mín fylla upp vonir mínar, eg er auðugur á vini, sem bera virðingu fyrir mér, og nýt þeirra skemtana, sem lífið í almennum skilningi getur veitt. Það er með þeirri von i huga að atburð- ur þessi tapi einhverju af skelf- ingum sínum, að eg i dag hefi ákveðið að gera hann mönnum kunnan. Eg heiti John Tregarron og var þegar atburður þessi skeði 28 ára að aldri, reglumaður með góðri heilsu og lýtalausu fram- Iferði, hafði mist foreldra mína, og var vel efnaður. Eg hafði ný skeð verið kosinn á þing i fæðingarbæ minum. Mér þykir ■ekki eiga við að lýsa lyndisein- kennum mínum, þess gjörist og heldur engin þörf í þessu efni. Það verð eg þó að taka fram, að eg var laus við alig öfgatrú, og gat hrósað mér af að hafa heil- brigða og staðfasta vitsmuni. Hefði einíhver á þeim tima sagt mér sögu þá, er eg nú ætla að segja, myndi eg ákveðið hafa á- litið hann brjálaðan; hvorki dýr- ir eiðar né óhrekjandi sannanir, hefðu orkað því, að eg legði trún- að á orð hans, sem strangur efnishyggjumaður hefði eg hæðst að hugmyndinni eingöngu, að álíta það sönnun, er var með öllu ósamrýmanlegt skilyrðum fyrir núverandi ásigkomulagi. Hið sama munu og menn segja, er þeir lesa þessa einföldu og ó- skáldlegu sögu mina um atburð þann, er kom fyrir mig; eg gel ekki komið í veg fyrir það, eg er óæfður söguritari, á til enga mælsku, og kann engin þau brögð er rithöfundar hafa til að vinna sér traust lesendanna; eg get aðeins ritað blátt áfram og í sem fæstum orðum hvað kom ifyrir mig um morguninn 13. nóv. 1858, frá því kl. 3% og til kl. 4 f.m. Eg lofa þeim að hlæja sem það vilja, eg hvort sem er heyri ekki til þeirra- Að minsta kosti verður mér hughægra að vita til þess að aðrir beri ineð mér vitundina um leyndarmál þetta. Þenna umrædda dag gekk eg út úr neðri málstofu þingsins, —- eftir að hafa átt þar harða og langa orðasennu —1 fáeinum mínútum eftir kl. 3 f.m. Eg hafði fengið mér kaffi, þvi eg hafði verið lengi inni í þingsaln- um, og datt svo í hug að ganga heim tiil mín, þar sem hét May- fair. Klukkan hefir verið sem næst 3.10. Þegar eg gekk fram hjá St. Stephens kirkjunni, og klukk- an var aðeins 4 þegar eg var borinn inn í herbergi mitt, og á þessum tíma ihafði eg farið um 1500 enskar mílur, fyrir kraft þess dularfulla máttar ier eg ótt- ast að hugsa til. Æ, mér er sern eg sjái lesendur þessara orða sperra brýrnar og flestir þeirra fullir vantrúar. Hvað sem því líður, þá ier það áreiðanlegt, að eg þessa marghötuðu stund var í London, svo sem húsmóðir mín og margir aðrir geta borið. og á samri stund var eg einnig staddur á ítalíu, samkvæmt ó- hrekjandi sönnunum er eg hefi í höndum. Eg gekk hratt eftir mannauð- um strætunum og reykti vindil og teigaði í hig haustloftið. Þeg- ar eg beygði inn í Beltisstræti festist göngustafurinn minn i vatnsræsisgrind og rann úr hendi mér. Eg laut niður til að taka upp stafinn, og rétti mig svo upp aftur til að halda áfram leiðar minnar- Eg hafði ekki tekið fyrsta skrefið er eg varð þess var að mikil breyting var orðin á umhverfinu. Eg hopaði skelkaður aftur á bak, og vissi ekki hvað eg ætti að taka til bragðs. Var eg í þessu vetfangi orðinn brjálaður? Eður gekk eg í sVefni og dreymdi? Breiða Beltisstrætið með röðum af rauð- um tígulsteins'húsum, og ljósker- unum var horfið. f þess stað var komið þröngt stræti, sem endaði í hárri steingirðingu. Beggja vegna á steingirðingunni voru raðir af fornlegum steinrið- um, er náðu svo langt sem augað eygði í myrkrinu. Fyrir. neðan hvert steinrið stóð myndastytta úr daufgljáandi málmi, með sverð i höndum. Þau lutu öll í áttina til mín og sýndust ógn- andi. Þær sýndust líkar mönn- um i tunglskynsglætunni. Eg stóð í skugganum af gríðarmik- illi steinbyggingu, í þeim bygg- ingarstíl, sem mér var að öllu óþektur. Beint yfir höfði inér skutu sér út illa gerðar vegg- svalir, er vörpuðu skáhöllum skugga á stræið neðan undir þar sem eg stóð og gjörði diminra en annars myndi. Mér fanst loftið hlýrra og þrungnara ilmi en eg áður hafði vanist og tungl- ið skina skærara frá heiðríku himinhvolfinu en nokkurn tíma getur átt sér stað í þoku borg- inni mikiu. Fyrst í stað hélt eg að þetta væri einhver undra sýn, er hyríi jafn skjótt aftur, svo eg gæti haldið leiðar minnar ofan eftir Beltisstræti, og hélt eg því niðri í mér andanum, en það beið ekki lengi til þess að eg vissi að þetta var engin missýning, heldur sjónleikur er eg skyldi taka þátt í og meðan ieg var að reyna að horfa gegnum myrtkrið sem um- girti steinbygginguna fóru leik- endurnir að koma. Kerra með tveim hestum fyrir — einhVerju mjúku hafði verið vafið utan um hófa hestanna, því ekkert heyrðist til þeirra — var ekið að endanum á þrönga strætinu, og tVeir menn stigu út. Þeir námu snöggvast staðar í tunglskins geislunum, svo eg sá þá mjög greinilega- Eftir því sem ráða mátti af búningi þeirra, voru TOGLEÐURS ÚRGANGUR YÐAR er nú lífsnauðsynlegt efni til átríðsþarfa Athafnir óvinanna í Austurlöndum, hafa orsakað svo alvarlega þurð á tog- leðri, að öll stríðssókn var í ískyggilegri hættu. Canada og Bandamenn þjóðarinnar verða að hafa togleður nú þegar fyrir herinn, verksmiðjur og skip. Japanir ráða nú yfir því óunna togleðri, ér vér fluttum inn, — eina skjóta leiðin til úrlausnar, er að safna öllum hugsanlegum togleðursúr- gangi, sem hægt er að notfæra sér umsvifalaust. Sérhver Canadaþegn verður að gera sinn hluta í því, að safna saman öllum togleðurs úrgangi í landinu, og fá stjórninni í hendur til stríðsafnota. ÞETTA ER ÁRÍÐANDI ÁFRÝJUN TIL YÐAR UM HJÁLP SPURNING: Er togleðursástandið mjög alvar- legt? SVAR: Togleðursþurðin er svo ískyggileg, að sérhver borgari sem lumar á þvl, eða notar það að ðfyrirsynju. hefir drýgt verknað. sem teljast má brot á þegnhollustu. SPURNING: Til hvaða gangs er togleðursúr- gangur? SVAR: Gamalt togleður. er þannig endurunnið, að togleðursinnihald þess megi nota á ný. Petta endurheimta togleður er notað fyrir mikilvæga hergagnaframleiðslu, og kemur þannig I staö hráefnatogleðurs. SPURNING: Hversu mikils togleðursárgangs er þörf? SV.4IÍ: Fimtfu miljón punda. petta er afar- mikið. en það VERÐUR að fást. Hver smátog- leðurs úrgangur f Canada, hve örsmár sem er, þarf að fást NÓ pEGAR. SPURNING: Á eg að senda nothæfa togleðurs- hluti, engu síður en þá, sem sýnast útunnir?- SVAR: Nci, hreint ekk.it I.átið ekki frá yður neitt það, sem nothæft er, sem annað þyrfti að fá I staðinn fyrir. Á hinn böginn skal senda inn togleðurshringi^ sem notaðir eru við báta eða sveiflur, o. s. frv. HVERNIG Á EG AÐ LOSNA Skóladrengir og stúlkur stofna fvlking- ar fyrir atbeina skólaumsjónarmanna, er taka að sér opinbera söfnun togleð- urshluta. Næsti skóli er þessvegna bezta söfnunarmiðstöð.. Þér getið losn- að við togleðurs úrgang með þessum hætti: SPURNING: Hverra annara togleðurs úrgangs- tegunda er þörf? SVAR: Alla al-togleðurshluti, eða að nokkru úr þvf efni, þarf að vernda. Hér eru nokkrir hlutir, sem senda verður inn: Allskonar togleðurshringi, gamlar innri túbur, lág-yfirskó og hærri yfirskö, togleðurstfgvél, hatta, treyjur, svuntur, buxur, glófa, mottur og leikföng barna, sportskó (crepe sólar eink- um góðir), garðslöngur, togleðursflöskur, stigamottur, baðhúfur og margt fleira. SPURNING: Hvað verður af samsöfnuðum togleðursúrgangi ? SVAR: /Crgangurinn er flokkaður, bundinn f vöndla og settur I vagnhlöss, ög kaupir svo stjórnin þetta vfðsvegar um landið gegn ákvæð. isverði. Stjórnin borgar fyrir flutning á þess- um vagnhlössum, og ber ábyrgð á úthlutun þeirra. pér megði treysta, að þetta alt gengur tíl strfðsþarfa. SPCRNING: Hvernig á að safna togleðursúr- gangi? SVAR: Svipist um nú þegar. Hreinsið út kjallara, hanabjálka, bflaskýli og geymsluskúra; þér finnið þar meira togleðursrusl, en yður óraðl fyrir; sendið alt þetta til orustuvalla. VIÐ TOGLEÐURSORGANGINN? 1. Fá hann börnum til skólasöfnunar þeirra. t. Koma honum til National Salvage ncfndar- innar á staðnum. 3. Skilja hann eftir hjá Service Station, eða Tire-sala, þar sem þér sjáið merkið: ‘ Volun- tary Scrap Rubber Receiving Depot.” 4. Selja það ruslsafnaranum. Þegar þér safnið togleðursúrgangi, og afhendið hnnn samkvæmt fgrgreind- um aðferðum, þá fær stjárnin lmnn til stríðsafnota. Hefjist handa STRAX! Department of Munitions and Supply Scrap Rubber Division Royal Bank Building, Toronio This advertisement is issued in co-opcration ivith The National Salvage Campaign, Depariment of National War Services

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.