Lögberg - 30.04.1942, Blaðsíða 3

Lögberg - 30.04.1942, Blaðsíða 3
 þeir Suðurlandamenn, heldri maður og þjónn. Sá fymefndí var hár og grannur með slýgræn- an andlitsblæ og og með stór dökk augu, hann var klæddur siðri yfirhöfn, en ofanundan henni sást koma skór á sverðs- skeiðum. Hinn maðurinn var lægri en hraustlegri, með þykk- an, hrokkinn kamp og flóttaleg- ur útlits. Hann var i samkyns yfirhöfn og húsbóndi hans. Eftir að þeir höfðu talað við ökuþjóninn, hurfu þeir inn i skuggann í götu þeiri er eg mót vilja mínum var staddur í. I>eir námu staðar gagnvart mér, og þótt eg aldrei hafi álitið mig hugdeigan, þá tróð eg mér upp að steinveggnum titrandi af ótta. Mennirnir pískruðu nú eitthvað sainan á útlendu máli, svo fór lægri maðurinn að raula leikhús- vísu, sem hinn ávítti hann fyrn. há varð steinhljóð. Við biðum allir þrír eftir einhverju. Eg reyndi ekki til að giska á hvað það gæti verið, en sá að þeir lélagar störðu á steinriðið. Mér varð ósjálfrátt að lítá þangað 'Sinnig, með því eg bjóst við að persónur er ættu að leika næsta sýningu í leik þessum kæmu einmitt þaðan. Og loksins komu leikendurnir. Aldraður maður með unga stúlku við hönd sér, og þjónn með ljósker sáust efst á stein- riðinu og bjuggust til að feta ofan. Það var bjart af tungl- skini, svo sem væri hádagur, og gat eg því greinilega séð góð- mannlega og göfugmannlega and- lit aldraða mannsins, og jafn- framt þvi yfirbragð þeirrar feg- urstu stúlku, er eg á æfi minni hefi ilitið- Eg legg ekki út í að lýsa henni, því til þess vantar •nig bæði vilja og mátt, en get þess aðeins. að þegar hún fetaði °lan slitna riðið, þá virtist mér hún bera engiis ásjónu. Þegar þau gengu fram á fyrirsætið, heyrði eg aldraði maðurinn sagði ‘ hluttekningarróm á bjagaðri ensku: “Það er undarlegt, Caris- sina, að aumingja Pietro skyldi verða svona hastarlega veikur. Vonandi —” Nú byrjaði sorgarleikurinn. í einni svipan lá þjónninn með- vitundarlaus á strætinu. Hraust- legri maðurinn hafði þrifið til áldraða mannsins, sem árang- nrslaust reyndi að slíta sig laus an og samhliða þessu hafði hús- hóndi hans tekið annari hendi l*m mittið á ungu stúlkunni og leitaðist við að draga hana að 'agninum, en með hinni hélt hann fyrir munn henni. Eg hom upp engu orði fyrir *hræðslu, — sem eg tæpast get nefnt hugleysi — þar sem eg stóð náfölur og nötrandi af skelfingu i sömu sporum og horfði á hvað fram fór. Fólkið hafði nú borist fram í tungls- hirtuna og svipurinn á andlitum þess mótaðist með óumræðilegri nákvæmni í endurminninguna. Mér kom það draugalega fyrir sjónir og óeðlilegt í mánaskyn- *nu. Andlit aldraða mannsins ]ýsti bæði hrygð og reiði, en þó óttalaust, þótt hann ekki gæti losað sig frá fjandmanni sínum. Augu háa mannsins loguðu æðis- lega af taumlausri ástríðu, og fölt andlitið var afskræmt, þegar hann var að lokka stúlkuna með orðuin að fylgja sér að vagnin- u*n. í andliti stúlkunnar lýsti sér hatur og viðbjóður blandað hræðslu, er hún reyndi af öllu niegni að iosa sig úr faðmlagi hans, og þegar maðurinn laut niður að henni með græðgislegu girndartiliti varð hann beinlínis ójöfull€gUr Hann kallaði eitt- hvað til félaga sins, er samstund- is dróg svíerð sitt úr sliðrum, eins og hann ætlaði að vega að aldraða manninum. Þegar stúlk- an varð þess vör. braust hún um nieira en nokkru sinni áður, ti,l að slíta sig lausa. Sverðið var reitt upp til að greiða aldraða Jnanninum banahögg- Alt i einu var sem líifsþróttur niinn væri snertur af töfrasprota, °g á augabragði var eg kominn inn í miðjan hópinn og hafði greitt fantinum svo mikið högg að hann slengdist niður sem dauður, en sverðið hraut 20 fet í loft upp. Og enn er mér hópurinn í fersku minni eins og leit fu fyrstu sekúndurnar. Fram und- an mér stóð unga stúlkan, sem nú var orðin laus við háa mann- inn. Blómlegu varirnar titruðu af geðshræringu, og himnesku aug- un loguðu af þakklátsemi og endurvakinni von; við hlið henn- ar stóð faðir hennar og starði á mig orðlaus af undrun með op- inn munn. ' Til vinstri handar stóð hái maðurinn. Augun ranghvolfdust í höfðinu af djöfullegri heift, hann hvesti á mig augun og með hægri hendi kipti sverði sínu úr slíðrum. Kven-tigrisdýr, sem hefir séð ketlinga sína drepna fyrir aug- um sér og hefir veiðimanninn í stökkfæri, hlýtur að líta þannig út þegar hún hniprar sig sam- an til að stökkva. Eg laut niður, þreif sverðið er lá við fætur mér. Allir þögðu og stóðu kyrrir í sömu sporum. Hópmynd þessi breyttist við það að fótatak heyrðist og eg sá að ökumaðurinn hafði yfirgefið hestana og kom hlaupandi til okkar. “Farið með hana burt,” hróp- aði eg til aldraða mannsins -- “Farið með hana!” og benti á steinriðið. “En þér, herra minn, sem guð---------—” — Hugsið ekkert um mig, þér getið útvegað hjálp,” sagði eg. — Þau fóru ofurlitið af stað, en hái maður- inn eJti. Mér tókst að komast í veg fyrir hann- Sverð okkar skullu saman, er hefti ferð hans. Þegar eg var ungur hafði eg lært vopnaburð, og var það leik- ur er eg kaus mér öðrum leikj- um framar, en fjandmaður minn var öllum fimari þeirra er eg hafði ]>ekt. Hefði hann eigi ver- ið jafn æstur og hann var, hefði ihann vegið mig þegar í stað, en hann var svo blindur af ofsa- bræði, að hann færði sér eigi i nyt yfirburði sína. í þriðju at- rennu fann eg stingandi sárs- auka í vinstri handleggnum, og vissi eg að sverð hans hafði hitt mig. Eg heyrði nístandi ang- istaróp ofan frá riðinu. í“Faðir ininn — eg ætla að fara ofan td hans. Ætlum við að láta hann falla sem bjargaði lífi okkar.”— Það sem nú kom fyrir er einn átakanlegasti hluti sögu minnar, en það eru næg efni til afsökun- ar, lífslöngun mín og nauðvörn og hálfgert meðvitundarleysi i þætti þeim er eg lék í sorgarleik ]>essum. Það sem skeði var í stuttu máli þetta: í hinni ó- stjórnlegu bræði sinni hafði fjandmaður ininn eigi gætt sín er hann gjörði þriðju atrennuna, og sat eg mig þá eigi úr færi, heldur rak sverðið í gegnum íhann upp að iskafti. Aftur heyrðist óp frá riðinu. Eg stóð sem dæmdur, og horfði á blóð- dropana sem drupu af sverði inínu, ofan á strætissteinana, og feigðarsvijiinn en smáfærðist yfir andljt manns þess er hafði vegið. Svo heyrði eg að hvíslað var í eyra mér, um leið leit eg upp og sá ungu stúlkuna við hlið mína. — “Æ, herra minn- þér verðið að flýja héðan tafar- laust,” mælti hún og tók út- saumaðan klút upp úr vasa sin- um, er hún í skyndi batt utan um handlegg minn. — Hann vann til þess,” bætti hún við og leit með viðbjóð þangað er dauði njaðurinn lá. “En hann er ífrændi kardínálans, og þér verð- ið að flýja. Þér hafið bjargað lífi minu og föður míns einnig. Segið mér nafn yðar?” — John Tregarron.” — “Rött er það, og eg iheiti —” Hún þagnaði og hlustaði. “Varðmennirnir koma, ökumaðurinn h^fir sótt þá. Við verðum að fara. ó, flýtið þér yður!” — “Og hvert er nafn yðar?” spurði eg með ákafa. Þá suðaði fyrir eyrum minum. Mér sortnaði fyrir augum af sárri verkjarþraut i vinstra handlegg- LÖGBERG, FIMTUDAGINN 30. APRÍL, 1942 3 inn. “Og hvert er nafn yðar?” spurði eg aftur með veikum málróm. “Emerson læknir, verið þér nú stiltur og reynið ekki ineira á yður.” — Eg opnaði augun og sá að eg var í svefnherberginu mínu. öðru rnegin við rúmið stóð húsmóðir mín, en hinumeg- in læknirinn. “Hvað hefi eg verið hér lengi og hvað er klukkan? Kanskt þetta hafi verið draumur?” -— “Þér fundust meðvtundarlaus í Belton stræti kl. 3% særður í vinstri handlegginn. Einhver ökumaður ók yður heim, og nú er klukkain 5.11 in.” — “Var eg einn? Fanst nokkuð hjá mér?” — “Það var engnn hjá yður. Svo fljótt sem þér getið gefið skýrslu um það, sem fyrir yður hefir komið. mun lögreglan gjöra gangskör að því að þeir? sem á yður hafa unnið fái makleg málagjöld. Útlent sverð fanst við hlið yðar, og kvenmanns- vasaklút var bundið um hand- legg yðar.” — “Hvar er vasa- klúturinn?” — Svo var mér af- hendur útsaumaður klútur úr mjög smágjörfu efni, allur blóð- ugur, með nafnstöfum í einu hornmu. — “Hlustið nú á, Mrs. Burdett, það sem eg ætla að segja,” mælti eg og sneri máli mínu að húsmóður minni. “Fari svo að eg veikist, mæli eg svo fyrir, að kilútur þessi sé varð- veittur með þeim ummeirkjum er hann nú hefir; leggið hann þarna ofan i skúffuna og eigið ekkerí við hann framar — svona þetta er ágætt. Nú ætla eg að reyna til að sol'na.” —• Svo liðu þrir mánuðir til þess eg gat farið á flakk aftur og hafði verið langt leiddur í heila- bólgu. Eg sagði lögreglunni að legan hefði svift mig öllu minni á því er fyrir mig hafði komið um nóttina á strætinu, en slík ó- sannindi. Jafnvel smæstu atvik atburðarins voru greypt óafmá- anlegu letri i sál minni, og ekki hvað sizt himneska andlitið ungu stúlkunnar er eg hafði bjargað. Eg lagði niður þingmenskuna og slepti með öllu lífsstefnu þeirri, er eg áður hafði sökt mér ofan í. Eg fór úr London til megin- landsins og þaðan til ítalíu. og þótti mér þar liklegast til rann- sóknar. Eg skeytti engu hættu þeirri er eg stofnaði mér í fyrir að vera kærður um morð, ef lýs- ing hefði verið gefin út af mér opinberlega. Eg varði tveimur mánuðum í leit í borgunum á Norður ftalíu, en alt kom fyrir eitt. Loks komst eg til Florenz og hóf þar leitina tafarlaust í út- hlutum borgarinnar. Að kvöldi annars dags höguðu örlögin þvi svo til, að eg ait í einu var stadd- ur undir sömu steinsvölunum og nóttina góðu, og atburðurinn all- ur rann jafnskjótt upp fyrir hugskotssjónum roínum. Eg stikaði upp eftir gráa steinrið- inu, og starði á koparmynda- stytturnar er virtust draga eftir- tekt mína að sér með töframagni. Nú var hér alt kyrlátt og frið- samt, og enginn hefði trúað því að fyrir jafnstuttum tíma hefði hér verið háður jafn alvarlegur leikur og átt hafði sér stað. Eg nam staðar á vissum stað á strætinu og aðgætti steinlagn- inguna. Þarna sást það; eftir- stöðvar eftir stóran hlóðblett. Leiðsögumaður minn hafði sjáanlega • veitt því eftirtekt, hversu gaumgæflega eg virti blettinn fyrir mér tók nú til máls og ypti öxlum. Mónsieur er að horfa á blóð- blettinn. Þér hafið vafalaust heyrt söguna af því sem hérna gerðist fyrir 6 mánuðum síðan” — Eg hristi höfuðið svo hann hélt áfram. “Aðalsmaður nokk- ur hér í borginni, greifi di Fiolessi er á höll skamt frá steinriðinu þarna, giftist enskri konu, og átti við henni eina dóttur. Ungur maður Signor Mulazzi fékk brennandi ást á henni. Það var mjög undarlegur maður, menn héldu jafnvel að hann væri vitskertur, en hvað sem því leið, þá vildi hin ung.i stúlka hvorki heyra hann né sjá. Honum datt þá það andstyggi- lega ráð i hug að nema hana á brott að næturþeli. í því skyni sendi hann mann um kl. 3 um nóttina til greifans, er kvaðst kominn frá föðurbróður hans, er býr skamt héðan og hafði verið mjög lasinn; sendi- maður kvað hann liggja fyrir dauðanum og hann óskaði eftir að fá að kveðja greifann og Signoru Adrienne áður en hann létist. Þau klæddust því í hasti og lögðu af stað með aðeins ein- um þjóni. Þegar þau komu að þessum stað. spratt Signor Mulezzi og varmenni nokkurt, er hann • hafði keypt, fram og réðust á þá. Þjóninum var fleygt flötum, hálfdauðum, Sign- orinn var dreginn burt og faðir hennar, er isjálfsagt hefði verið drepinn, ef ekki í sama bili hefði komið að risavaxinn Englending- ur, felt fylgdarmanninn með hnefahöggi, þrifið sverð hans og lagt Mulezzi í gegn, sem þó var ieinn frægasti skilmingamaður borgarinnar. Þegar næturverð- irnir koinu var Mulezzi dauður og Englendingurinn horfinn, og hefir ekki spurst til hans síðan. Þetta er mjög undarlegt, eður finst yður það ekki?” — “Jú, mjög svo undarlegt. Er svo leit- inni að þessum Englending hald- ið áfram?” — Hann hristi höf- uðið. — “Nei, málið var barið niður Ofbeldisverk það er Mulezzi ætlaði að fremja. drap niður alla hluttekningu fyrir af- drifum haras, og engir aðrir en Fiolessi greifi hafa reynt að hafa upp á Englending þessum. Dag- inn eftir viðburðinn var mikið fé lagt til höfuðs honum, en þegar greifinn hafði sagt sögu sína yfirvöldunum, voru fundarlaunin tekin aftur.” — “Við skulum snúa aftur til gistihússins. Eg hefi nægilega séð mig um i dag,” sagði eg í styttingi. Eg reikaði um borgina í viku eftir þetta en kom mér aldrei að að framkvæma neitt, en loks- ins var það kvöld eitt, er sólin var að setjast bak við hæðirnar, að eg fetaði upp steinriðið, og lét kynna komu mína greifanum Palasso Fiolessi. Þjónn fylgdi mér gegnum mörg skrautleg her- liergi, og eftir mörgum marmara- göngum, þar til að við komuin í sal einn, er lniinn var að ensk- um hætti. Fólkið var út á svöl- unuim. Þar skildi þjónninn við mig, en gekk að dyrunum og kallaði: ‘‘‘Signor Tregarron!” — Eg sleppi að lýsa viðtökunum og veru minni í höllinni meðan eg dvaldi þar og svo í sumarhýsi hans við Róm, með því að eg er að skrifa játningu. en ekki ástarsögu. Gkkur kom saman um, að minnast aldrei á þenna atburð, er hafði komið okkur í kynni. Hann var þrunginn af sárum endurminningum fyrir okkur öll. Stundum auðnaðist mér að hrinda honuin úr huga mér, einkum þegar íhugurinn snerist um Adrienne. Sórstaklega var það þó ljúft og unaðslegt sumar- kvöld eitt, er við þrjú sátum úti í garðinum hjá sumarhýsi greif- ans við Róm, þegar Adrienne hvíslaði í eyra mér því orði, er trygði mér hamingju mína, og lét allar óskir niínar rætast. Eg tók i hönd hennar og leiddi hana til greifans, sem lagði blessun sína yfir okkur- “Sonur minn!” imælti hann, “þetta er það sem eg hefi lengi þráð. Guð blessi ykkur!” Svo vék hann sér afsíðis yfir- kominn af tilfinningum sínurn. Við Adrienne héldumst í hendur og gengum yfir grasflötina mill- um marmaramyndanna og dáð- um gullnu birtuna af suðræna mánanum, er endurskein á öld- um Tíber-árinnar og Ijómaði á Vínþrúguklösunum, er klæddu brekkurnar hinnmegin árinnar. ó, þá var" lífið unaðslegt! Nú er sögu minni lokið. Eg hefi gefið glögga en ófegraða lýs- KAUPIÐ ÁVALT LIMBER hjá THE EMPIRE SASH & D00R CO. LTD, HENRY AVENUE and ARGYLE STREET Winnipeg. Man. - Phone 95 551 ingu af því er fyrir mig kom þessa nótt. Dularöfl þau, er vér eigi fáum skilið í okkar núver- andi ástandi, birtust mér og létu mig kenna á mætti sínum. Eg býst ekki við að allir trúi sögu ininni, en eg hefi létt á mér áhyggjum. það finn eg glögt er eg les það er eg nú hefir skrif- að, og svo er það ekki framar leyndarmál — og-----og Adrienne kallar á mig. Eg verð að fara. Familie Journal — E. G. “Þeir búa ekki til eins góða spegla núna, eins og þegar eg var ung,” sagði kerling, þegar hún gekk fram hjá spegli og sá sjálfa sig. BÆN Þú alheims sál, þú lífsins líf! þú ljósið heims og allra hlíf, er tigna þig, eg til þin svíf í trú á kaldri braut! ó, vertu mín og minna hlif gegn mæðu og syndaþraut! ó, farsæl vora fósturjörð! Og faðmi vef þú kristna hjörð! Lát gróa líf um land og fjörð og leið oss hættum fjær! Við dauðann engla- heilög -hjörð oss himni flytji nær! G■ Kaldbak. Business and Professional Cards Peningar til útláns Sölusamningar keyptir. Bújarðir til sölu. INTERNATIONAL LOAN COMPANY 304 TRUST & LOAN BLDG. Winnipeg DR. B. J. BRANDSON 213-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Oífice tlmar S-4.30 • HeimiU: 214 WAVBRLEY ST. Phone 403 288 Winnipeg, Manitoba Legsteinar sem skara framúr Úrvals blágrýti og Manitoba marmari SJcrifió eftir verðskrá GILLIS QUARRIES, LTD. 1400 SPRUCE ST. Winnipeg, Man. J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDG., WPEG. • Fajsteignasalar. Lelgja hús. Ot- vega peningalán og eldsábyrgð, bifreiðaábyrgð o. s. frv. PHONE 26 821 Dr. P. H. T. Thorlakson 205 Medlcal Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 22 866 • Ree. 114 GRENFELL BLVD. Phone 62 200 DR. A. BLONDAL Physician & Surgeon 602 MEDICAL ARTS BLDG. Sími 22 296 Heimili: 108 Chataway Stmi 61 023 H. A. BERGMAN, K.C. islensskur lögfræðingur • Skrifstofa: Room 811 McArthur Bulldlng, Portage Ave. P.O. Box 1666 Phones 96 062 og 39 043 Arthur R. Birt, M.D. 605 MEDICAL ARTS BLDG. Winnipeg Lækningastofu-simi 23 703 Heimilissími 46 341 Sérfrœðingur í öllu, er að húðsjúkdómum lýtur Viðtalstími: 12-1 og 2.30 U1 6 e. h. EYOLFSON’S DRUG PARK RIVER, N.D. lslenzkur lyfsali Fólk getur pantað meðul og annað með pústi. Fljót afgreiðsla. DRS. H. R. & H. W. TWEED Tannlœknar • 406 TORONTO GEN. TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smlth St. PHONE 26 545 WINNIPEG ST. REGIS HOTEL 285 SMITH ST„ WINNIPEO • pœpilegur og rólepur bústaffur í miðbiki borparivnar Herbergí S2.00 og þar yfir; mefi baCklefa $3.00 og þar yfir. Ágætax mft.ltíOir 40c*—60c Free Farkinp for Cbueats THE WATCH SHOP Diamonds - Watchcs - Jewelry Agents for BULOVA Watches Marriage Licenses Issued Thorlakson & Baldwin Watchmakers and Jcwellers 699 SARGENT AVE., WPG. Thorvaldson & Eggertson Lögfrœðingar 300 NANTON BLDG. Talsiml 97 024 DR. A. V. JOHNSON Dentist • 606 SOMERSET BLDG. Telephone 88 124 Home Telephone 27 703 A. S. BARDAL 848 SHERBROOOKE ST. Selur Ukkiatur og annast um út- farir. AUur útbúnaður sá besU. Ennfremur selur hann allskonar mlnnlsvarða og legstelna. Skrlfstofu talsiml 86 607 Heimilis talsfml 601 562 Dr. S. J. Johannesson 215 RUBY STREET (Beint suður af Banning) Talsimi 30 877 • Viðtalsttmi 3—5 e. h. DR. ROBERT BLACK Sérfræðingur í eyrna, augna, nef og hálssjúkdðmum 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham & Kennedy VlðtalsUml — 11 U1 1 og 2 U1 I Skrlfstofusimi 22 261 Helmilisslml 401 »91 Office Phone Pe» Phone 87 29? 72 409 Ðr. L. A. Sigurdson 109 MEDICAL ARTS BLDG. Office Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appointment

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.