Lögberg - 30.07.1942, Qupperneq 4
4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 30. JÚLÍ, 1942
----------lögberg---------------------
Gefið út hvern fimtudag af
THE COLUMBIA PRESS, LIMITED
695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba
Utanfiskrift ritstjórans:
EDITOR LOGBERG,
695 Sargent Ave., Winnipeg^ Man.
Editor: EINAR P. JÓNSSON
Verð $3.00 um árið — Borgist fyrirfram
The “Lögberg” is printed and published by
The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue
Winnipeg, Manitoba
PHONE 86 32 7
Hátíðahöld
Fólk af íslenzkum stofni, sem meginland
Norður Ameríku byggir, er nú í óða önn að
undirbúa hina árlegu þjóðminningardaga; sum-
staðar eru slík hátíðahöld um garð gengin,
svo sem samkoma Islendinga í Blaine, Belling-
ham og Vancouver, sem haldin var við Frið-
arbogann á landamærum Canada og Bandaríkj-
anna á sunnudaginn í námunda við Blaine;
önnur hátíðahöld eru í aðsigi, svo sem í Seattle,
Wynyard og á Gimli; fer hin síðastnefnda há-
tíðin fram í skemtigarði Gimlibæjar á mánu-
daginn kemur, þann 3. ágúst, en sá dagur er
almennur hvíldardagur Winnipegbúa. f
Gimlihátíðin, sem í rauninni er hátíð
Winnipeg-íslendinga í samvinnu við íbúa Nýja
íslands, er hin fimtugasta og þriðja 1 röðinni;
það liggur í augum uppi, að eitthvað meira en
lítið sé spunnið 1 þann þjóðstofn, sem haldið
hefir uppi jafn veglegum mannfélagssamtökum,
og íslendingadagurinn óneitanlega er, á sjötta
áratug við vaxandi aðsókn og glæsileik; þetta
má í raun og veru til þrekvirkja teljast, er tekið
er til greina dreifbýli fólks, og örðugar aðstæð-
ur á margan annan hátt; það skyldi og að
makleikum metið, að á þjóðminningardögum
vor Vestmanna, nýtur hinn tigni blær tungu
vorrar yfir höfuð sín litlu miður, en gengur
og gerist við hliðstæð hátíðahöld á Fróni;
þetta er ekki mælt út í hött; það er viðurkent
af þeim góðu gestum að heiman, er heimsótt
hafa oss frá ári til árs. íslenzkan á enn langt
líf fyrir höndum vestan hafs, og það ætti að
vera oss metnaðarmál, að vernda í lengstu
lög hreinleik hennar og tign.
Frá tilhögunum næsta Islendingadags á
Gimli, hefir forstöðunefndin þegar skýrt með
auglýsingu í íslenzku blöðunum, og þarf í
rauninni litlu þar við að bæta, að undanteknu
því, að endurhvetja fólk vort til þess að fjöl-
menna á hátíðina; svo hefir verið ágætlega til
undirbúnings vandað, að víst má telja, hamli
ekki veður, að þessi hátíð verði sú allra fjöl-
mennasta, sem íslendingar hafa haldið á vest-
rænni grund.
Dr. B. J. Brandson stjórnar þessari næstu
íslendingahátíð á Gimli; hann er svo kunnur
að sterkum persónuleika og skörungsskap, að
öllum er ljóst hvers vænta má úr þeirri átt.
Táknræn ímynd Fjallkonunnar verður frú
Gerður Steinþórsson; hún er gáfuð kona eins
og hún á kyn til; dóttir Jónasar Jónssonar
fyrrum dómsmálaráðherra, og ber málfar henn-
ar á sér ómengað “heimalandsmót”; hirðmeyjar
hennar verða þær ungfrúrnar Ragna Johnson
og María Josephson; báðar glæsilegir fulltrúar
yngri kynslóðarinnar af íslenzkum uppruna í
þessu landi.
Gunnar B. Björnson, skattstjóri frá Minne-
apolis, flytur ræðu fyrir minni íslands; hann
er eldlegur mælskumaður og víkingur að
vallarsýn, en Dr. Sigurður Júlíus Jóhannesson,
minnist stofnþjóðarinnar fagurlega í ljóði.
Sá maðurinn af íslenzkri ætt, er valdið
hefir mestum straumhvörfum í stjórnmálasögu
canadisku þjóðarinnar, Hon. J. T. Thorson,
stríðsþjónustu ráðherra, minnist Canada í
ræðu; mun það nokkurn veginn einmæli, að
hann sé einn af allra atkvæðamestu ráðherr-
um þeirrar stjórnar, er nú fer með völd í
Ottawa; hann er með fágætum markviss í
ræðu, og hefir “marga stranga hildi háð” á
pólitískum vettvangi hinnar canadisku þjóðar.
Einar P. Jónsson les vísur, helgaðar Canada.
Klukkan fjögur um daginn, leggur Fjallkonan
blómsveig á minnisvarðann yfir íslenzka frum-
herja.
Hon. R. F. McWilliams, K.C., fylkisstjóri í
Manitoba, ávarpar hátíðargesti nokkrum orð-
um; er hann prýðilega máli farinn, og ljúf-
menni í framgöngu; er hann ætíð boðinn og
búinn til þess að auðsýna íslendingum sæmd.
Hinn ágæti tenórsöngvari, Birgir Hall-
dórsson, sem jafnt og þétt er að stækka land-
nám sitt í hugum og hjörtum Vestur-íslend-
inga, skemtir með einsöngvum á áminstri þjóð-
minningarhátíð, og mun mörgum það ósegjan-
legt fagnaðarefni, að eiga það í vændum, að
fá að hlusta á hans tæru og fjaðurmögnuðu
rödd; síðast, en ekki sízt, ber að minnast Karla-
kórs íslendinga í Winnipeg, er undir forustu
Gunnars Erlendssonar, syngur allmörg lög á
hátíð þessari; flokkurinn á af skiljanlegum
ástæðum, nokkru erfiðara uppdráttar vegna
þess hve margir af hinum yngstu meðlimum
hans nú eru gengnir í herþjónustu; hann hefir
unnið íslenzkri þjóðrækni, og íslenzkri söng-
menning ómetanlegt gagn; gagn, sem á heimt-
ing á því, að vera metið að makleikum. Um
kveldið fer fram almenningssöngur, undir for-
ustu Paul Bardals, fylkisþingmanns, en að lok-
um verður svo, venju samkvæmt, stiginn dans
í hinum rúmgóða dansskála Gimlibæjar, með
aðstoð ágætrar hljómsveitar.
íslendingadagurinn er sterkur þáttur í
þjóðræknissamtökum vor Vestmanna, og þar
verða íslendingar: “Allir eitt,” eins og Matt-
hías skáld sagði.
Hittumst heilir í þúsundatali á Islendinga-
daginn á Gimli á mánudaginn kemur!
Merkilegt
bókmentaátarf
Þrátt fyrir umsvifamikið heimilishald,
vinst frú Jakobínu Johnson því nær furðuleg-
ur tími til stórnytsamrar bókmentaiðju; koma
þar vafalaust andvökur til greina, eins og títt
hefir verið um flesta mikilvirka rithöfunda
íslenzka, er unnu andleg þrekvirki sín í hjá-
verkum.
Frú Jakobína hefir fyrir margt löngu
haslað sér völl meðal vorra beztu, lýrisku
skálda; um kvæði hennar má segja, að það
gangi til hjartans, er frá hjartanu kemur;
yrkisefnin eru mörg, og fjölbreytni í háttum
því nær ótæmandi; með ágætum ljóðaþýðing-
um sínum af íslenzku á enska tungu, hefir frú
Jakobína unnið hið þarfasta verk, og verið
hinn nytsamasti landkynnir; á þeim vettvangi
stendur henni enginn íslendingur á sporði,
þeirra, er við hliðstæðar ljóðaþýðingar fást;
en með þessu er þó engan veginn öll sagan
sögð; með þýðingum sínum á Lénharði fógeta,
Nýársnóttinni, og nú síðast Galdra-Lofti vJó-
hanns Sigurjónssonar, hefir frú Jakobína veitt
enskumælandi lýð útsýn yfir nýheima ís-
lenzkrar leikritagerðar, er að mestu máttu telj-
ast sem lokuð bók.
Það er tímaritið Poet Lore, sem gefið er út
í Boston, er birtir þýðingu frú Jakobínu af
Galdra-Lofti, sem hún á ensku máli nefnir
“Loft’s Wish”; er þýðingin í heild sinni frá-
bærlega vönduð, og ber fagurt vitni myndug-
leika þeirra tveggja tungna, er að verki
standa. Jóhann Sigurjónsson er máttugasta
leikritaskáldið, sem íslenzka þjóðin fram að
þessu hefir eignast; 'það er þv( enginn smá-
ræðis gróði, sem í því felst, að kynna list hans
meðal enskumælandi þjóða; ekki ætlum vér, að
Galdra-Loftur verði réttilega talið hans bezta
verk; þar mun Fjalla-Eyvindur jafnan skipa
öndvegið. —
Stuttorð greinargerð af helztu æfiatriðum
Jóhanns skálds fylgir ámnistri þýðingu; kenn-
ir þar á stöku stað dálítillar ónákvæmni, að
því er námsferil skáldsins snertir, því þó Jó-
hann stundaði bæði nám í latínuskólanum og
við háskólann í Kaupmannahöfn, útskrifaðist
hann af hvorugri þessara mentastofnana;
þetta varpar þó vitanlega engum minsta
skugga á þýðingu frú Jakobínu, sem teljast
má hið mesta snildarverk.
Vandað og eigulegt
tímarit
“Samtíðin,” tímarit það hið prýðisvandaða,
sem Sigurður Skúlason er ritstjóri að, apríl og
maí heftin, hafa nýverið borist Lögbergi í
hendur til umsagnar; er þar um margháttaðan
fróðleik að ræða, sem holt er að kynnast; það
er jafnan bjart yfir “Samtíðinni,” málfar vand-
að og blæfagurt; flytur maí-heftið meðal ann-
ars kjarngresis, gagnorða ritgerð um Canada-
manninn Sir Frederick Banting, er ritstjórinn
réttilega nefnir einn af mestu velgjörðarmönn-
um yfirstandandi aldar; en Sir Frederick
fann upp, sem nú er víðfrægt orðið, lyf það,
sem kallað er insulin, og notað er með ágæt-
um árangri gegn hinni skæðu sykursýki. Dr.
Banting lézt á bezta skeiði af flugslysi, á
mikilvægum leiðangri í þjónustu lands og
þjóðar.
Af öðrum raunnýtum ritgerðum, ber að
nefna “Frú Musica er húsvilt á Islandi,” er
að því lýtur, hver þrándur í götu íslenzkrar
söngmentar það sé, að eigi hafi enn verið kom-
ið á fót sönghöll í Reykjavík.
Nokkur smákvæði flytur “Samtíðin” að
þessu sinni eins og endrarnær, svo sem “Tii
bátsins míns,” eftir Jón Halta, og “Máttur
orðsins,” eftir Hreiðar E. Geirdal, hin prýði-
legustu að efni og orðavali.
“Samtíðin” ætti að verða aðnjótandi auk-
innar útbreiðslu vestan hafs; hún verðskuldar
það í ríkum mæli allra hluta vegna.
Þjóðrækni og þjóðrækt
Eftir prófessor Richard Beck.
Ritgerð þessi fttti að birtast í fyrri
viku, en barst blaðinu svo seint að
þess var ekki kostur. — Ritstj.
i.
Með mörgum hætti hafa land-
ar vorir heima á ættjörðinni
sýnt það í verki undanfarið, að
þeim er ant um að treysta sem
mest ættarböndin og fram-
haldandi menningarsamband
milli íslendinga austan hafs og
vestan. Eigi hafa þeir þó fram
að þessu stigið merkilegra eða
þakkarverðara spor í þá átt,
en með frumvarpi því um styrk
til Islendinga vestan hafs til
náms í íslenzkum fræðum í
Háskóla Islands, sem Bjarni al-
þingismaður Ásgeirsson flutti og
Alþingi íslands samþykti og af-
greiddi sem lög þ. 22. maí s.l.
Samþykt þessi lýsir frábær-
um drengskaparhug í garð vor
íslendinga í landi hér, og eiga
flutningsmaður frumvarpsins og
Alþingi í heild sinni skilið ó-
mældar þakkir vorar fyrir þá
ágætu ræktarsemi og framsýni,
sem liggur hér að baki. Má
einnig vafalaust fullyrða, að
þetta djúptæka samvinnuspor
hafi vakið almennan fögnuð
meðal íslendinga hérlendis; en í
því felst einnig traust til vor,
sem vér megum eigi bregðast,
og eggjan um að byggja sem
viturlegast og traustast á þeim
grundvelli, sem hér hefir verið
lagður. Um annað fram ætti
þó þetta mikla vinarbragð
heimaþjóðarinnar að verða oss
styrkur í harðsóttri þjóðræknis-
baráttu vorri og hvatning til
aukinnar árvekni í þeim efnum.
Fleira hafa Islendingar heima
nýlega unnið í vora þágu, sem
minnast ber og þakka; hefi eg
þá sérstaklega í huga skálda-
styrk þann, er Alþingi sæmdi
þá J. Magnús Bjarnason rithöf-
und og dr. Sigurð J. Jóhannes-
son skáld, og báðir voru löngu
maklegir; en áður hafði Þor-
steini Þ. Þorsteinsson rithöfundi
verið samskonar sómi sýndur.
Þá voru það einnig ágætar
fréttir, að gefin verði út á næst-
unni heima á Islandi ljóð Ein-
ars P. Jónssonar skálds og rit-
verk J. Magnúsar Bjarnasonár.
Ætti sú viðurkenning, sem
skáld vor og rithöfundar hljóta
af hálfu heimaþjóþar vorrar,
hvort sem um er að ræða
skáldalaun eða útgáfu verka
þeirra, að vera hollum metnaði
vorum byr í seglin og áminn-
ing um að hlúa eftir föngum
að andans mönnum vorum og
andlegum mentum.
En með þeim heiðri, sem fyr-
nefndum skáldum vorum hefir
verið sýndur af heimaþjóð vorri,
er siglt í það kjölfar, sem mark-
að var með heimboðum annara
skálda vorra til íslands, þeirra
Stephans G. Stephanssonar, frú
Jakobínu Johnson og Guttorms
J. Guttormssonar.
Annars er það ekki síður á-
nægjulegt til frásagnar, að verk-
um skálda vorra og öðrum ís-
lenzkum ritsmíðum héðan að
vestan virðist vaxandi gaumur
gefinn með heimaþjóðinni.
Þannig las Kristján Gunnarsson
(eg kann, því miður, ekki frek-
ari deili á honum) upp í útvarp-
inu þ. 25. apríl hina ágætu smá-
sögu Þorsteins Þ. Þorsteinsson-
ar “Hnífakaup”; en daginn eftir
las dr. Guðmundur Finnbogason
einnig upp í útvarpinu (úr Lög-
bergi) “Endurminningar frá
Möðruvöllum” eftir frú Kristínu
í Watertown.
Hinsvegar er það ekki nýtt,
að verk vestur-íslenzkra höf-
unda séu tekin til meðferðar í
útvarpinu íslenzka, því að all-
langt er nú orðið síðan eitt af
hinum táknrænu og efnisríku
leikritum Gúttorms J. Gutt-
ormssonar var leikið í útvarpið.
og hlaut mjög lofsamleg um-
mæli.
II.
Hin vaxandi menningar og
viðskiftasambönd milli íslands
og Bandaríkjanna og Canada
gera enn æskilegri og þýðingar-
meiri hér vestan hafs aukna
þekkingu á íslandi og íslenzk-
um menningarverðmætum. Enda
lagði Bjarni alþingismaður á-
herzlu á þetta grundvallaratriði
í greinargerð sinni fyrir um-
ræddu frumvarpi sínu. Með það
í huga er gott til þess að vita,
að íslenzkir mentamenn í landi
hér, og aðrir velunnarar þjóðar
vorrar, halda stöðugt áfram út-
breiðslustarfsemi sinni í þágu
Islands, í ræðu og riti.
I febrúarhefti tímaritsins The
Lawyer. sem gefið er út af The
American Law Book Company
og hefir lesendur svo tugum
þúsunda skiftir, er fróðleg og
vel samin ritgerð um samband
íslands og Vesturálfu (“Iceland
and Its Relation to the North
Vinátta
og
Það er ánægjulegt að
American Continent”) eftir Guð-
mund Grímson dómara, og fylg-
ir henni mynd af Leifsstyttunni
í Reykjavík, er Bandaríkin
sendu íslandi að gjöf árið 1930.
I maíhefti ársfjórðungsritsins
Scandinavian Studies and Notes
málgagni fræðafélagsins Society
for the Advancement of- Scandi-
navian Study, er ítarleg bók-
fræðileg ritgerð eftir dr. Stefán
Einarsson um rit og annað
prentað mál varðandi forn-ís-
lenzkar bókmentir og tungu,
sem út hafa komið á tímabilinu
1939-40; er þar um harla auð-
ugan garð að gresja, og ber
þessi vandaða grein því órækt
vitni, hve mikla rækt fræði-
menn víða um lönd leggja við
íslenzka tungu og hinar fornu
bókmentir vorar. Fyrnefnt rit
flytur altaf öðru hvoru ritgerðir
eða ritdóma um íslenzk fræði;
í nóvemberhefti þess síðastliðið
ár voru ritdómar um nýjustu
bindi Islandica, hins gagnmerka
góðvild
vita, að fólk á þessum
örðugleikatímum, veitir sér tíma til árlegra
skemtihalda, eins og áður gekst við. Þessi vin-
gjarnlegu mannamót eru tengiliðir milli gæfuríks
gærdags og þess bjartari dags, sem við vonum,
að rísi á morgun.
Vinátta og góðvild skapast vegna frjálsra mann-
félagssamtaka frjálsra þegna í öllum þjóðfélags-
stéttum. Engin tilraun til þess að grundvalla
heilbrigt þjóðskipulag, eða nýskipun þjóðfélags,
getur lánast án þessara megin skilyrða.
City Hydro á vöxt sinn og viðgang að þakka holl-
um stuðningi hinnar borgaralegu heildar; vegna
hinnar ódýru orku, og þeirrar stefnu, að veita
öllum aðgang að rafmagni, hefir stofnun þessi
skapað sér verðskuldaða góðvild.
ciTy cyccc
Slarfrækl af og fyrir Winnipegborgara
HAMINGJUÓSKIR TIL ÍSLENDINGA
frá
Keystone Fisheries Limited
Og
Perfection Net & Twine Co.
325 MAIN STREET, WINNIPEG
í tilefni af Islendingadeginum á Gimli
G. F. JÓNASSON, forstjóri
VÉR FLYTJUM VORUM ÍSLENZKU VINUM
INNILEGAR HÁTÍÐAKVEÐJUR !
McFadyen Company, Limited
362 MAIN STREET, WINNIPEG
Óháð Tryggingargjöld, Elds- og Bílatryggingar