Lögberg - 30.07.1942, Síða 9

Lögberg - 30.07.1942, Síða 9
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 30. JÚLÍ, 1942 9 Eyfjörð og Skagfjörð Eftir Kristínu í Watertown. (Framhald) Óvinur ræðsi á Jón. Seinnipart næsta dags fór Jón að fiska í læknum, hann settist á stein í fjörunni og lét fiski- stöngina sína með önglinum út á vatnið. Þarna kemur einn, fær sér bita og festist á önglin- um. Þetta er nú gott; svo kem- ur annar, þá er hann búinn að ná tveimur. Nú heyrir hann að einhver kemur að baki honum og kallar: Halló, Jónsi strákur Eyfjörð, hvað ert þú að gera hér? Halló, Bensi, sagði Jón, þú sérð hvað eg er að gera; búinn að nú tveimur fiskum, hvar eru þeir? spurði Bensi. Hérna und- ir steininum, sem eg sit á, sagði Jón. Fáðu mér þá strax, sagði Bensi, þreif fiskana og fleygði þeim út á vatnið. Því gerir þú þetta? sagði Jón, eg ætlaði að veiða nóg fyrir kvöld- mat. Þú skalt ekki hafa einn fisk fyrir kvöldmat, sagði Bensi, og sló af Jóni húfuna. Það er ekkert að þessu, sagði Jón, mér var næstum of heitt á höfðinu. Svo tók Bensi húfuna og kast- aði henni út á vatnið. Því gerir þú þetta? sagði Jón, það er nýja húfan mín, sem kostaði meir en dollar. En húfan flaut niður stóra lækinn og sást ekki fram- ar. Jóni þótti vont að missa húf- una. Því lætur þú svona við mig að ástæðulausu? sagði Jón. Eg hefi aldrei gert þér nokkuð á móti. Eg þarf að dusta þig til, sagði Bensi, svo þú vitir að eg er meiri maður en þú. Þú ert líka tveim árum eldri en eg, sagði Jón. Svo þreif Bensi í Jón og hristi hann harðlega. Eg þarf ekki þennan hristing, sagði Jón, eg er ekkert stirður. Komdu nú hérna upp að stóra steininum og stattu þar alveg kyr, eg þarf að miða á mark ' rétt ofan við höfuðið á þér, eg fer hvergi, sagði Jón. Ætlarðu ekki að gegna mér þrjóturinn þinn, sagði Bensi og þreif í kyrtukragann hans að aftan og dróg hann til baka. Jóni varð ekki um sel, hann fann þrengja að andrúminu; hann stekkur upp og losnar við Bensa, snýr sér við og slær hann rokna kinnhest; hleypur svo sem fæt- ur toga heim á leið. Bensa lá við svima. Þetta högg kom honum svo óvart; hann áttar sig bráðlega, hleypur á eftir Jóni og hendir steini í höfuð honum svo blóð féll. Jón var nú kominn upp á brekkuna og mætir þar Eiríki, en Bensi tek- ur strykið í áttina heim til sín. hvað er þetta, barn, sagði Ei- ríkur, hefirðu meitt þig. Nei, sagði Jón kjökrandi. Hvað kom fyrir? sagði Eiríkur. Jón segir honum nú alla söguna eins og hún gekk. Þetta skal verða Engravings Aren'i Made To Be Looked Ai ! It’s their “printability” that counts. When the printer is able to produce a perfect impression from an original or a stereo, the engraver has done his job well. Give us your next engraving job and we know you will agree that “WÉSTERN” plates “print best.” honum dýrt spaug, sagði Eirík- ur; við skulum ganga yfir til Árna Foss föður hans, eins og þú lítur út; þetta skal ekki koma fyrir aftur, Jón minn. Eg vona það, sagði Jón, eg hefði aldreei trúað því, að íslenzkur strákur gæti verið svona afleitur. Því er nú ver, sagði Eiríkur, það eru til illmenni í öllum þjóðum, þó eg viti að íslenzka þjóðin sé sú bezta yfirleitt. Hér voru þeir komnir til Árna. Hann var að höggva við í eldinn á bak við húsið. Þeir heilsuðust og Eirík- ur tekur til máls: Eg þykist ekki vera með það, Árni minn, að klaga undan nágrönnum mínum, en samt verð eg að láta þig vita, hvernig hann sonur þinn hefir útleikið hann Jón litla, sem er hjá okkur í sumar. Hvað er þetta? sagði Árni, hvaða sonur minn? Hann Bensi, sagði Jón. Svo varð hann að segja um viðureign þeirra Bensa. Þetta er leiðinlegt segir Árni, eg tek strákinn og lúber hann, hann á það skilið fyrir þetta at- hæfi. Farðu, Bjössi, og komdu með hann hingað, sagði Árni. Bjössi hljóp alt í kring, en fann ekki Bensa. Hann hefir skotið honum undan, hugsaði Jón. Ekki er eg með því að þú berjir hann, sagði Eiríkur, en hann þarf góða ráðning; hann má ekki éera þetta aftur; það eru þær skaðabætur, sem eg vil hafa. Auðvitað, sagði Árni, eg skal láta hann borga fyrir húfuna og fiskana og meiðslið, minna má það ekki vera. Eg er ekki að heimta nokkra borgun, sagði Jón, en eg vil ekki að hann sláist upp á mig aftur fyrir enga sök. Mér sárnar þetta ósköp mikið, en eg get ekki að því gert. Eiríkur fór nú heirti með Jón, og sagði fólkinu um svaðilfarir hans við Bensa. Ástu varð svo mikið um þetta, að hún táraðist og flýtti sér að þvo sárið á höfðinu á Jóni, sem til allrar hamingju var ekki djúpt, en stór flumbr^ Þetta grær fljótlega, sagði Ei- ríkur. Það er ekki ómenninu að þakka, sagði Ásta, að fara svona með saklaust barnið; ekki kom mér til hugar að hann Bensi væri þetta varmenni; hann kemst einhvern tíma und- ir manna hendur, ef hann held- ur þessu áfram. Eg er svo sem alveg með öllu standandi hlessa, sagði Halldór. Annar eins þorpari! hann skal svei mér fá lúskringuna hjá mér þegar eg næ í hann, eg skal lumbra á honum með asna- kjálka. Daginn eftir kemur Árni með Bensa keyrandi í vagni. Farðu nú inn og gerðu nú eins og eg segi þér, sagði Árni í harðleg- um róm, ellegar skaltu fá það, sem eg hét þér í gær. (Framhald) Aðalbjörg í Moðrudal (Ferðasögubrol frá 1860) Árið 1854 fékk Ameríkumaður einn, Shaffner ofursti, einka- leyfi hjá dönsku stjórninni til þess að leggja sæsíma um Fær- eyjar, ísland og Grænland. Átti þetta að verða fyrsta sæsíma- sambandið milli Evrópu « og Ameríku. Þetta var á fyrstu árum sæsímanna. Því það var ekki fyrri en 1850 að fyrsta símalínan var lögð yfir Erma- sund. En þrátt fyrir þenna undir- búning undir símalagningu um “Norðanvert Atlantshaf” var lagt út í það á árunum 1858 og 1859 að leggja síma beina leið frá írlandi vestur um haf. Þetta mistókst alveg. 400,000 sterlings- pund fóru þar í sjóinn. Og þá byrjaði Shaffner fyrir alvöru að athuga nyrðri leiðina. í ágústmánuði 1860 kom hann með rannsóknarskipi sínu Fox til Berufjarðar. Lagði hann af stað þaðan landveg til Reykja- víkur, fór fyrst til Akureyrar, þaðan Eyfirðingaveg og Kjöl til Reykjavíkur. Með honum var dr. John Rae, kunnur ferðamaður, er var fararstjóri á landferðalaginu, liðsforingi danskur, Th. Zeilau, er ritað hefir ferðasögu leiðangurs þessa. Skipið fór frá Berufirði til Reykjavíkur og þaðan sigldu þeir félagar til Grænlands og Labrador. Verður eigi fjölyrt um til- gang ferðarinnar eða þvíum líkt. Ferðalýsing Th. Zeilau sýnir, að hann hefir litið með velvilja og skilningi á ýmislegt er bar fyrir þá félaga. En hér er lítill kafli um komu þeirra til Möðru- dals: “Við komum um miðaftan- leytið að Möðrudal, afskektum, gildum bóndabæ, er virðist ekki vera settur nákvæmlega rétt á hinn annars ágæta landsupp- drátt Björns Gunnlaugssonar. Bóndinn í Möðrudal heitir Sigurður Jónsson. Fengum við hjá honum hinar beztu viðtök- ui;. Hann er efnamaður, á 6— 800 fjár, auk hesta og nautgripa. Bæjarhúsin og umgengni' þar öll ber vott um þau þægindi og þrifnað sem góður efnahagur getur til leiðar komið. Sigurður Jónsson er hár mað- ur vexti og fríður sýnum. Dótt- ir hans, 16—18 ára gömul, er lík föður sínum. Hún er auga- steinn hans. Það kom greini- lega í ljós, er hann kynti hana fyrir okkur. Þetta er líka eðli- legt, því stúlkan er fríð og myndarleg stúlka, með norræn- an ættarsvip, perla á öræfum, eins og bærinn hennar, Möðru- dalur. Bærinn Möðrudalur og gras- vellirnir í kringum hann eru eins og ofurlítill heimur út af fyrir sig, algerlega aðskilinn frá umheiminum, af öræfum þeim, er daginn áður höfðu haft svo dapurleg áhrif á okkur með ömurleik sínum. Þegar maður kemur á fjalls- brúnina austan við Möðrudal, og augað alt í einu mætir þess- um græna fjallareit, verður manni glatt í geði við tilbreyt- inguna frá gróðurleysinu alt um kring, svo langt sem augað eygir, og hér er sjóndeildar- hringurinn víður. Og það er hartnær ótrúlegt, hve fljótt maður flýgur áfram niður að bænum, sem fyrir fáum augnablikum virtist vera í óra- fjarlægð út við sjóndeildar- hringinn. 4- Aðalbjörg Sigurðardóttir vakti undrun okkar og aðdáun. Því merkilegt er það, hér langt inni í öræfum, fjarri allri menning heims, að hitta fólk, sem sjald- an kemur fyrir túngarð sinn, en á enga hátt virðist vera ó- kunnugt um það sem geristi úti í hinum stóra heimi, fólk, sem þarna er fætt og uppalið, en virðist ekki vera nema í hæsta lagi nokkrum póstferðum á eftir tímanum. Ferðamönnum, sem koma á slíka staði, finst þeir vera komnir svo langt frá umheim- inum, að ætla má að sú fjar- lægð og einangrun hefði sömu áhrif á fólk, eins og að koma nokkrar aldir aftur í tímann. Þeir, sem eigi hafa komið í Möðrudal, og eigi séð með eigin augum hið hrikalega umhverfi og eyðilegu einangrun, geta ekki gert sér fulla grein fyrir undr- un okkar að hitta þar fólk, eins og það sem þar var. Og það þarf betri rithöfund en mig, mann, sem betur kann að haga orðum sínum, til þess að gera lesandanum fyllilega ljóst hví- líkt undrunarefni það er. Ef eg treysti penna mínum, þá myndi eg reyna að lýsa þess- ari ungu stúlku í Möðrudal. En eg voga mér ekki að gera þá tilraun. Læt mér nægja að segja að við Shaffner vorum innilega sammála dr. Rae er hann sagði: Það er stórmerki- legt að hitta fólk hér í miðjum öræfum íslands, og þá einkum stúlku eins og þessa, sem hér er alin upp langt utan við það sem alment er kallað heimsmenning (civilisation) og ósnortin er af áhrifum slíkrar menningar. En hugsum okkur að þessi unga stúlka kæmi til London, hún væri þar klædd fegursta tízku klæðnaði Westend-búa, og hún kæmi alt í einu óviðbúin inn í veizluglaum heimsborgarinnar, eg mundi veðja 10 á móti 1 að hún myndi ganga þar um ein;- og hún væri engu öðru vön, og enginn myndi þar hafa neitt út á hana að setja, nema þá hvað fegurð hennar kynni að vekja öfund. Við fengum oftar á landferða- lagi okkar sama umhugsunar og undrunarefnið. Og þegar við að kvöldi dags sáum húsbónd ann taka sér bók í hönd og lesa úr sögunum fyrir heimafólkið, köm okkur saman um, að slíkt sveitauppeldi væri dásamlegt fjarri umheiminum og menn- ingunni þar. 4- Undir slíkum kringumstæðum freistar það manns að spyrja: Hvað er í raun og veru “Civi- lisation?” Hugsum okkur að við séum staddir í einhverri mið- stöð heimsmenningarinnar, er sendir menningargeisla sína út um öll heimsins lönd, t. d. Lon- don, og höldum svo þaðan inn í hina fátæklegu stofu Jens Christian Jakobsens 1 Straum- ey, þar sem Shaffner var við húslestur. Berum saman mið- stöðina, sól menningarinnar og Færeyjar, og segið mér svo. Hver er menningin? Eða tökum París. Ellegar leitum ekki langt yfir skamt, tökum t. d. Kaupmannahöfn, sem öðru nafni er stundum nefnd Aþena Norð- urlanda, gerum samanburð á “Aþenu” þessari og Möðrudal. En eftir á að hyggja. Lesendur mínir þekkja ekki Möðrudal af lélegri lýsing minni, og get eg ekki verið svo óréttlátur að krefjast af þeim að þeir geri samanburðinn. Samanburðar hugleiðingar mínar enduðu á þessa leið: Er það svo, að fátækar, af- skektar þjóðir geti betur varð- veitt óbrjáluð og hrein þjóðar- einkenni sín, og þær séu því sqrkennilegri, þróttmeiri, hug- djarfari—þá bið eg þess lengstra orða að föðurland mitt megi sem lengst verða fátækt, “fá- tæka landið skáldsins” og danska þjóðin varðveitist gegn drepandi eitri alþjóðamenning- arinnar.” 4- Þetta eru hugrenningár hins danska ferðamanns, sem vökn- uðu í huga hans sumarið 1860, er hann hitti Aðalbjörgu í Möðrudal. En um hana veit eg ekkert meira en það, sem hér er sagt. Enda er þetta litla ferða- sögubrot tekið hér upp af því, að margar íslenzkar sveitas’túlk- ur hafa vakið svipaðar tilfinn- ingar hjá ókunnugum ferða- mönnum. V. Si. —(Lesbók Mbl.). KAUPIÐ ÁVALT LUMBEC hjá THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD. HENRY AVENUE and ARGYLE STREET Winnipeg, Man. - Phone 95 551 r?°' <-->n<->n<->o<—rz>oc^z3ocm30crzi>o<rrr3o<->o<: >ocrrDO<->o«c=>o Hátíðakveðjur í iilefni af Þjóðminningardeginum ! Vér verzlum með allar tegundir kjöts í heildsölu og smásölu; hvergi betra að verzla. 5 0 City Meat & Sausage Company 611-613 MAIN STREET — SÍMAR 93 064 — 93 065 O ->n<->rw ><•>< ">ru->r><->m 1 — >r><->r><->r><-oc. .. )OC. ._^oc->ocr—>o< >o<. _ ÁRNAÐARKVEÐJUR TIL ÍSLENDINGA Á ÞJÓÐMINNINGARDAGINN ! Mesiu framleiðendur af fiskiveiðaáhöldum í Canada BLUEUOSE BRAND Drummondville Cotton COMPANY, LIMITED 55 ARTHUR STREET, WINNIPEG. MAN. Sími 21 020 IIUGH L. HANNESSON, framkv.stj. Œíje jHarltaougf) F. J. FALL, forstjóri SMITH STREET, WINNIPEG 220 eldtrygg herbergi, með baði Sérstakar máltíðir fyrir kvenfólk, 35c Afgreiddar á Mezzanine lofti Businessmanna máltíðir fyrir 50c; bezt í bænum Reynið vori Coffee Shop fyrir 40c máliíðir Vér önnumst um allskonar samkvæmi Dans fyrir almenning — á laugardagskvöldum Sími 96 411 !slendingar á sléttunum/ Islendingar í Canada eru góðir borgarar. Þeir sóma sér vel sem læknar, lögmenn og verzlunarmenn; þeir eru einnig afkastamiklir og framgjarnir bændur. Þeir fluttu með sér til Canada áhuga fyrir æðri mentun, frá landi, þar sem bókmentir hafa náð hámarki sínu. , Þeir fluttu einnig til Canada hreinar samvinnuhugsjónir, sem hafa skipað þeim á bekk með ákveðnustu og hyggnustu stuðningsmönn- um samvinnufyrirtækjanna hér á sléttunum. Hveitisamlögin meta mikils þann stuðning og uppörfun, sem! íslenzkir vinir þeirra hafa veitt þeim frá byrjun og fram á þennan dag. Canadian Co-operative Wheat Producers Limited WINNIPEG C A N A D A Manitoba Pool Elevators, Limited Winnipeg, Man. Saskatchewan Wheat Pool Regina, Sask. Alberta Wheat Pool. Limited Calgary, Alta.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.