Lögberg - 30.07.1942, Blaðsíða 10
10
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 30. JÚLÍ, 1942
Úr borg og bygð
MATREIÐSLUBÓK
Kvenfélag Fyrsta lúterska
safnaðar í Winnipeg. Pantanir
sendist til: Mrs. E. W. Perry,
723 Warsaw Ave.; Mrs. E. S.
Feldsted, 525 Dominion Street.
Verð $1.00. Burðargjald 5c.
•f -f ♦
Gefið í náskeiðssjóð
Bandalags lúterskra kvenna
Mrs. W. Christopherson,
Baldur $ 5.00
Mrs. Thora Oliver, Seíkirk 10.00
Mr. og Mrs. Þórður Bjarna-
son, Selkirk, í minningu
um ástkæran son, G. Kr.
Bjarnason, er féll í
stríðinu mikla, í nóv.
1918 5.00
Mr. og Mrs. Gunnl. Jó-
hannson, Wpg. ........ 5.00
Mr. og Mrs. Paul Ander-
son, Glenboro 5.00
Mrs. G. Thorleifson,
Langruth 2.00
Mrs. Finnur Johnson, Wpg. 3.00
Samskot við messu á
sumarnámskeiðinu við
Rock Lake 17.70
Alls ................ 52.70
Áður auglýst $286.25
Hólmfríður Danielson.
•f ♦ -f
I lista yfir fermingarbörn, sem
eg auglýsti í síðasta Lögbergi,
hefir misritast, þar stendur:
Jonína Elín Egilson, á að vera
Jónína Elín Einarson.
s. s. c.
•f -f -f
Eftirfylgjandi nemendur, Mr.
Ó. Thorsteinssonar á Gimli,
Man. tóku próf við Tóronto Con-
servatory of Music:
Grade 1, Piano—
First Class Honors,
Lucilla Jones
Honors, Lilja Danielson.
Grade 2, Piano—
Honors, Maria Isfeld.
Grade 3, Piano—
Honors, Hargaret Jones
Honors, Elín Árnason
Honors, Phyllis Shaventaske.
Grade 6, Piano—
Honors, Sigurveig Arason.
-f -f -f
"Train" ferðir til og frá Gimli
á "íslendingadaginn" 3. ágúst:
1. Train, Special, kl. 8.30 að
morgninum frá Winnipeg.
2. Train fer kl. 10.10 að morgni
frá Winnipeg.
3. Train fer kl. 1.45 e. h. frá
Winnipeg.
1. Train fer frá Gimli kl. 7.35
eftir hádegi.
2. Train fer frá Gimli, kl. 7.55
eftir hádegi.
3. Train fer frá Gimli, kl. 12 á
miðnætti og stanzar fyrir
ofan skemtigarðinn.
Fargjald fram og til baka $1.25,
skattur aukreitis 20c.
-f -f -f
Þriðjudaginn 14. júlí gifti séra
H. Sigmar þau Thorgerði John-
son frá Mountainbygðinni, og
Rev. Earl J. Lund frá Hagen,
N.D. Eftir giftinguna fór fram
rausnarleg veizla á heimili Mr.
og Mrs. Leó Hillman við Moun-
tain. Mrs. Hillman er systir
brúðarinnar.
University
Music Exams
The following pupils of S. K.
Hall, Bac. Mus., R.M.T., passed
the examinations on June 27th,
1942. George C. Palmer was the
examiner:
Roald Buvik, high honors
Selma Buvik, high honors
Conrad Bardal, honors
Bernice Frederickson,
high honors
Joyce Hulks, honors
Corrine Helgason, honors
Barbara Leaming, high honors
Ille Lloyd, high honors
Ross McDonald, honors
Audrey McDonald, high honors
Kenneth Melsted, honors
These people of Wynyard are
to be congratulated upon their
excellent support of the Uni-
versity examinations. It is a
course of instruction as thorough
as anything known in piano
playing, being taught in all the
universities in Canada, and is
based on the course outlined by
the Royal College, and the
Royal Academy of London, Eng-
land.—(Wynyard Advance).
-f -f -f
Laugardaginn 25. júlí, voru
þau Arthur Franklin Sigfússon
og Thelma Lillian Thorgilson,
bæði frá Lundar, Man.,. gefin
saman í hjónaband, af séra Rún-
ólfi Marteynssyni, að 867 Wolse-
ley Ave. Brúðguminn er sonur
Skúla þingmanns Sigfússonar
og konu hans Guðrúnar. Nokk-
ur hópur vina og vandamanna
var við giftinguna. Heimili
þeirra verður að Lundar.
-f -f -f
Gefin saman í hjónaband af
séra Sigurði Ólafssyni að prests-
heimilinu í Selkirk, þann 22.
júlí, Rögnvaldur Sigursteinn Jó-
hannesson, Wynyard, Sask. og
Jóhanna Grímólfsson, Hecla,
P.O., Man. Framtíðarheimili
ungu hjónanna verður Wyn-
yard, Sask.
-f -f -f
Hjarlans þakklæti
Fyrir mína eigin hönd og fjöl-
skyldu minnar, þakka eg af
hrærðum huga þeim öllum, sem
auðsýndu okkur margháttaða
hluttekningu við útför elskaðs
eiginmanns og föður, Kristjáns
Hannessonar; mér finst eg geti
ekki látið fara fram hjá virðu-
lega þátttöku söngflokks Fyrsta
lúterska safnaðar í kveðjuat-
höfninni, ekki sízt' þegar tekið
er tillit til þess, hve meðlimir
flokksins eiga annríkt.—
Eg endurtek hjartans þökk
okkar til allra, er hlut áttu að
máli, og bið um vernd guðs
þeim til handa.
Winnipeg 28. júlí, 1942.
Sigríður Hannesson.
-f -f -f
Hjálparnefnd Norðmanna hér
í borginni, sem það göfuga
markmið hefir, að Noregur megi
sem allra fyrst endurheimta
sjálfstæði sitt, heldur samkomu
á hinu volduga býli Ernest S.
Parkers, Oakdean Blvd. Stur-
geon Creek, St. James, á laug-
ardaginn þann 15. ágúst. íslend-
ingar ættu að fjölmenna þang-
að, og styðja með því málstað
frænda sinna.
Mr. Sveinn Swanson frá Ed-
monton er staddur í borginni
þessa dagana, í heimsókn til
ættingja og vina.
-f -f -f
i Miss Jennie Kjartanson, 602
Simcoe Street, er nýlega farin
suður til Madison, Wisc., þar
sem hún ráðgerði að dveljast
það, sem eftir er. sumars, og
næstkomandi vetur. Heimilis-
fang Miss Kjartanson verður að
2561 Hoard St. þar í borginni.
-f -f -f
Eitt herbergi, án húsgagna,
óskast til >leigu milli Garfield og
Arlington, Sargent og Ellice, eða
Sargent og Wellington. Sími
28 505.
Landsbókasafnið fœr
bókagjöf frá Ameriku
Bandaríkjastjórnin ætlar að
gefa Landsbókasafni íslands öll
ritverk fyrsta forseta. síns,
George Washington, á afmælis-
degi Jóns Sigurðssonar forseta.
Gjöfina afhendir Lincoln Mac-
Veagh, sendiherra Bandaríkj-
anna dr. Guðmundi Finnboga-
syni landsbókaverði. Athöfnin
fer fram í lestrarsal Landsbóka-
safnsins kl. 11 f. h. á morgun.
Gjöfin er 30 bindi, hvert bindi
er meir en 500 síðtir og inni-
heldur öll persónuleg og opin-
ber skjöl sem vitað er, að fyrsti
forseti Bandaríkjanna hefir
skrifað.
Söfnun á ritum George Wash-
ingtons hófst eftir að sérstök
ályktun hafði verið um það gerð
í Bandaríkjaþingi.
Bókavörður þingsins hafði
stjórn og yfirumsjón með söfn-
un alls verksins.
Samkvæmt fyrirmælum Cor-
dell Hull utanríkismálaráðherra
var alt safnið sent MacVeagh
sendiherra með þeirri beiðni að
hann afhenti Landsbókasafninu
það.
Ummæli MacVeagh
“Það er sérstaklega viðeigandi
að þessar bækur skyldu einmitt
koma til landsins nú, svo hægt
er að afhenda þær á afmæli
Jóns Sigurðssonar,” sagði Mac-
Veagh sendiherra í gær. “Jón
Sigurðsson og George Washing-
ton eru sameinaðir á spjöldum
sögunnar sem hugprúðir foringj-
ar þjóða sinna, þeir hafa helgað
baráttu sína einum af frumrétt-
indum mannkynsins — sjálfs-
ákvörðunarrétti þjóðanna. Ef
til vill er það einnig viðeigandi
að við frá Bandaríkjunum, sem
þeirrar ánægju erum aðnjótandi
að taka þátt í hátíðahöldum á
afmæli Jóns Sigurðssonar á
þessum alvarlegu tímum, þegar
meginreglur þær, sem bæði
hann og George Washington
héldu fram eru véfengdar af
mönnum sem vilja vera for-
ingjar fólksins, en ekki þjónar
þeirra.” •
Einn liðurinn við afhending-
arathöfnina verður að María
Markan söngkona, sem nú er
meðlimur hinnar heimsfrægu
Metropolitan Operu í New York
syngur nokkur lög. María
Markan söng þessi lög á plötur
í New York fyrir nokkrum vik-
um síðan. Þetta mun verða í
fyrsta sinn sem þær eru spilað-
ar fyrir áheyrendur.
—(Mbl. 16. júní).
Heitt vatn verður óekypis fyr-
ir alla í skemtigarðinu að Gimli
á “Islendingadaginn.”
DÁNARFREGN:
Föstudaginn 17. júlí andaðist
Anna Einarsson á heimili sínu í
Cavalier, N.D., eftir langt sjúk-
dómsstríð. Sjúkdómsbyrðina
hafði hún þó borið með mikilii
stillingu og lofsverðri hugprýði.
Anna Guðmundsdóttir Einars-
son fæddist 30. september 1858
að Elliðaholti í Staðarsveit í
Snæfellsnessýslu. Faðir henn-
ar hét Guðmundur Jónsson en
móðir hennar var Björg Er-
lendsdóttir úr Dalasýslu. Árið
1880 giftist Anna Jóni Einars-
syni frá Skriðingsstöðum í Eyr-
arsveit í Snæfellsnessýslu. Þau
hjón fluttu til Ameríku árið
1888. Nam Jón þá land í grend
við Hallson, og bjuggu þau í
þeirri grend þar til þau hjón
fluttust inn til Cavalier-bæjar
929.
Jón og Anna eignuðust 4
börn, en þau dóu öll í æsku.
Var það sár og þungur harmur,
en þau báru hann með stilling
og hugprýði. Ein fósturdóttir
lifir Önnu, Mrs. O. O. Magnús-
son, Wynyard. Anna sál. var
mjög stilt og gætin kona. Var
hún greind kona; las allmikið og
las vel. Öllum varð vel til
hennar, er kyntust henni, því
hún var svo prúð og vingjarn-
leg, auk þess að vera góðgjörn
og gestrisin við alla. Eigin-
mann sinn misti Anna 7. apríl
1941. Var hún þá mjög biluð
Prestakall Norður Nýja íslands
Sunnudaginn 2. ágúst:
Framnes, messa kl. 2 e. h.
Geysir, messa kl. 8.30 e. h.
B. A. Bjarnason.
♦ ♦ ♦
Messur í Vatnabygðum
Sunnudaginn 2. ágúst—
Wynyard kl. 3 e. h., íslenzk
Kandahar, kl. 7.30 e. h. ensk
messa.
Sunnudaginn 2. ágúst messar
séra H. Sigmar í Garðar kl. 11
f. h. og í Brown, Man. kl. 3 e. h.
Messan á Garðar á ensku, í
Brown á íslenzku. Allir vel-
komnir.—
♦ ♦ ♦
Messur í Piney:
Séra Philip M. Pétursson
messar í Piney, Man., sunnudag-
inn 9. ágúst, á vanalegum stað
og tíma, á ensku og íslenzku.
Innilegar Islendingadagskveðjur
Vér óskum öllum vorum mörgu, íslenzku viðskiftavinum
ánægjulegs mannfagnaðar.
Fyrsta flokks vörur
Fyrsta flokks afgreiðsla á ís og Eldsneyti
ARCTIC ICE COMPANY LIMITED
156 BELL AVE., WINNIPEG. MAN.
SÍMI 42 321
V,ll WUJ. 11U1 111 Olllll 111C.U
sinni velþektu stillingu og hug-
prýði. Hún var einlæglega trú-
uð og kristin kona.
Útför Önnu sál. fór fram frá
heimili hennar í Cavalier og frá
kirkjunni að Hallson. Margir
fylgdu henni til grafar, og auð-
sýndu þar með vinsemdarhug
sinn. Mrs. H. Sigmar söng ís-
lenzkan einsöng við útförina.
Séra H. Sigmar jarðsöng. Við
útförina talaði einnig Rev. Geo.
McDonald, prestur í öldunga-
kirkjunni í Cavalier.
Messuboð
Lúterska kirkjan í Selkirk:
Sunnudaginn 2. ágúst—
Ensk messa kl. 7 síðd.
Allir boðnir velkomnir.
S. Ólafsson.
B. T. Sigurdsson.
Islendingadagurinn í Wynyard
MIÐVIKUDAGINN 5. ÁGÚST.
Klukkan 1 eftir hádegi
SKEMTISKRÁ:
1942
Sungið: O Canada — Ó Guð vors lands.
Ávarp forseta dagsins.
Sungið.
Ræða — Minni íslands.
Sungið.
Ræða, Björn Hjálmarsson, Regina.
Sungið.
Hreyfimyndir frá íslandi sýndar.
Sungið.
1.
2.
3.
4.
5.
6.
7.
8.
9.
íþróttir fyrir yngri og eldri. Knattleikur, keppa
þar flokkar frá Mozart, Grandy og Wynyard. Veitingar
af öllu tagi til sölu á staðnum. Inngangur í garðinn
35c, börn innan 12 ára ókeypis.
Dans að kveldinu í tveimur skólum, með beztu
músík; aðgangur að dansinum 50 cents.
Eldgamla ísafold!
' NEFNDIN.
MINNIST BETEL
í ERFÐASKRÁM YÐAR
ISLENDINGADAGURINN
SEATTLE, WASHINGTON
verður haldinn
2. ÁGÚST, 1942, að SILVER LAKE
Prógram byrjar kl. 1.30
Forseti dagsins: K. S. THORDARSON
Söngstjóri: TANI BJORNSON
Framkvæmdarnefnd:
Mrs. J. A’ Johannson, Mrs. S. V. Thomson
Ólafur Bjarnason, K. S. Thordarson, H. E. Magnússon
Lincoln Johannson, J. A. Johannson, K. Thorsteinson
Prógram:
Star Spangled Banner .........
Ávarp forseta ..............K.
Söngflokkurinn
Kvæði ...................... Jakobína Johnson
Einsöngur ..................Edward Palmason
Ræða (á íslenzku og ensku) Hon. Thor Thors
Einsöngur ..................Thöra Matthíason
Söngflokkurinn
Eldgamla Isafold og America Allir
íþróttir fyrir unga og gamla
Frítt kaffi klukkan 12 og klukkan 3 til 6
Dans frá kl. 7:30 til kl. 11 e. h.
Allir
S. Thordarson
ÍSLENDINGADAGURINN
í GIMLI PARK
Mánudaginn 3. ágúst 1942
Forseti, DR. B. J. BRANDSON
Fjallkona, FRÚ GERÐUR STEINÞÓRSSON
Hirðmeyjar:
MISS RAGNA JOHNSON, Winnipeg MISS MARIA JOSEPHSON, Gimli
Formaður íþróttanefndar, E. A. ÍSFELD, Winnipeg
Kl. 10 f. h. íþróttir á íþróttavellinum.
(Skemtiskráin byrjar kl. 2 e. h.) (Dansinn byrjar kl. 9 e. h.)
SKEMTISKRA
9.
1. O Canada
2. O, Guð vors lands
3. Forseii, Dr. B. J. Brandson, setur
samkomuna
Karlakór íslendinga í Winnipeg
Ávarp Fjallkonunnar, frú Gerður
' Steinþórsson
Karlakórinn
Ávarp, Mr. R. F. McWilliams. K.C.,
Lieutenant-Governor
8. Einsöngur, Birgir Halldórsson
10.
Minni íslands, ræða, G. B. Björnson,
Minneapolis
Minni íslands, kvæði, Dr. Sig Júl.
Jóhannesson, Winnipeg
11. Karlakórinn
12.
Minni Canada, ræða, Hon.
Thorson, Ottawa
J. T.
13.
Minni Canada, kvæði, E. P. Jónsson,
ritstjóri "Lögbergs"
14. Karlakórinn syngur nokkur lög.
Kl. 4, skrúðganga. Fjallonan leggur blómsveig á landnema minnisvarðann. Kl. 7,
almennur söngur, undir stjórn Paul Bardal. Kl. 9, dans í Gimli Pavilion. Aðgangur að
dansinum 25c. O. Thorsteinsson Old Time Orchestra spilar fyrir dansinum. Aðgangur í
garðinn 25c fyrir fullorðna, lOc fyrir börn innan 12 ára. Gjallarhorn og hljóðaukar
verða við allra hæfi. Sérstakur pallur fyrir Gullafmælisbörnin og gamla fólkið á
Betel. Karlakórinn syngur undir stjórn Gunnars Erlendssonar.
'Special Train" til Gimli kl. 8.30 — Frá Gimli kl. 12 á miðnætti.