Lögberg - 08.10.1942, Page 1
i 1 -"'I J!L
HELZTU FRÉTTIR
daginn áður hefði þýzk orustu-
Skipaður dómsforseti
HON. J. T. THORSON
Svo hefir skipast til, að Hon. J. T. Thorson, National
War Services ráðherra, hefir sagt af sér því embætti, en
var samstundis skipaður dómsforseti Exchequer réttarins í
Canada; ráðstöfun þessa gerði King forsætisráðherra
heyrinkunna á þriðjudaginn, ásamt öðrum víðtækum breyt-
ingum á samsetning ráðuneytisins; meðal annars þeim, að
í ráðuneytinu taka sæti þrír nýir ráðherrar frá Quebec.
Um það verður ekki vilst, að margir sakni Mr. Thorsons
af vettvangi virkra athafna í stjórnmálalífi hinnar cana-
disku þjóðar, því svo hefir hann verið róttækur umbóta-
maður; á hinn bóginn árna vinir hans honum einlæglega
heilla í hinum nýja og virðulega verkahring; hann hefir
enn varpað hækkandi bjarma á íslendingsnafnið í þessu
landi, og verður það að sjálfsögðu metið að makleikum.
•
Íslenzka lúterska kirkjan í Seattle
FRAMLEIÐIR 250 SMÁLESTIR
Á DAG
Hon' J. S. McDiarmid, nátt-
úrufríðinda ráðgjafi fylkisstjórn-
arinnar í Manitoba hefir lýst
yfir því, að pappírsgerðarverk-
smiðjan við Pine Falls starfi nú
hér eftir fullan vinnutíma á
dag; í fyrra starfaði verksmiðja
þessi aðeins hálfan vinnutíma;
framleiðslumagn hennar á dag
nemur 250 smálestum af prent-
pappír, og verður meginið af
birgðunum selt til Bandaríkj-
ann.
•
KÍNVERJAR í FJÁRÞRÖNG
Blaðið Manchester Guardian
birti nýverið greinarkorn um
það, hve fjárhagur Kínverja
væri alvarlega þröngur um þess-
ar mundir, og hve áríðandi það
væri, að sameinuðu þjóðirnar
hlypi undir bagga með þeim áð-
ur en það yrði um seinan; nokk-
urs stuðnings njóta Kínverjar
frá láns- og leigulögum Banda-
ríkjanna, þótt eigi þyki • slíkt
fullnægjandi.
•
VOLDUG STUTTBYLGJU-
STÖÐ
Hon. J. T. Thorson, National
War Services ráðherra, hefir ný-
lega lýst yfir því, að reist verði
hér i landi, eins fljótt og því
framast verði við komið, voldug
stuttbylgjustöð, er kosta muni
um 800 þúsundir dala. Yfirum-
sjón með verkinu hefir Dr.
Augustin Frigon, aðstoðar for-
stjóri canadiska útvarpsins.
•
LÁTA GREIPAR SÓPA UM
FRAMLEIÐSLU GRIKKJA
Að því er símfregnir frá New
York herma að þann 2. þ. m.
hafa hernámsvöldin þýzku tekið
í sínar hendur meginið af allri
þessa árs uppskeru Grikkja til
afnota fyrir þýzka herinn, svo
að nú horfist gríska þjóðin í
augu við hungur og hallæri.
•
CANADISKI FLOTINN HEFIR
SÖKT FJÓRUM ÓVINA-
KAFBÁTUM
Samkvæmt yfirlýsingu flota-
málaráðh., Mr. Macdonalds, hef-
ir canadiski flotinn sökt að
minsta kosti f jórum, ef ekki sex
óvinakafbátum.
Hinn konunglegi, canadiski
sjófloti telur um þessar mundir
því nær 500 skip, en mannafli
hans nemur 48 þúsundum, að
því er Mr. Macdonald segist frá.
•
AUKAKOSNING TIL
SAMBANDSÞINGS
í WINNIPEG
Nú hefir það formlega verið
tilkynt frá Ottawa, að auka-
kosning til Sambandsþings í
Mið-Winnipeg kjördæminu hinu
nyrðra, fari fram þann 30. nóv-
ember næstkomandi.
AUKIN SYKURFRAMLEIÐSLA
Áætlað er, að sykurrófna
framleiðslan í Manitoba muni í
ár, nema frá 124,000 til 130,000
smálestum, og að framleiðsla
Manitoba Sugar Co., Ltd., nemi
ekki undir 30 miljónum punda
sykurs; þessi iðnaður í Manitoba
má kallast afar ungur; en hann
hefir á þessum stutta tíma tekið
það risavöxnum framförum, að
mikils má af honum vænta í
framtíðinni.
•
RÁÐIST Á ÍSLENZKT SKIP
Hernaðarvöld Bandaríkjanna
á íslandi, lýstu yfir því þann
30. september síðastliðinn, að
flugvél gert aðsúg að íslenzku
skipi skamt undan austurströnd
Islands; á skipinu urðu lítils-
háttar skemdir, en manntjón
ekkert.
•
ÞÝZKAR KAFBÁTASTÖÐVAR
VIÐ FLENSBURG FÁ SÍNA
VÖRU SELDA
Á aðfaranótt síðastliðins föstu-
dags, veittust brezkir og cana-
diskir flugmenn að Flensburg,
sem er eitt af kafbátahreiðrum
Þjóðverja, og ollu þar víðtæk-
um skemdum. Flensburg ligg-
ur nálægt landamærum Dan-
merkur og Þýzkalands, og hafa
Þjóðverjar rekið þar kafbáta-
smíðar í stórum stíl. Gizkað er
á, að í atrennu þessari hafi tekið
þátt af hálfu sameinuðu þjóð-
anna milli 300—400 loftför.
Seytján af þeim, er mælt að hafi
verið skotin niður.
•
BUNDNN ENDI Á FRAM-
LEIÐSLU STERKRA
DRYKKJA
Sambandsstjórn hefir nú skor-
ist þannig í leikinn, að bundinn
verði endi á framleiðslu sterkra
drykkja í Canada meðan á Yiú-
verandi styrjöld stendur; verk-
smiðjur þær, er framleitt hafa
brennivín, verða allar teknar í
þjónustu stjórnarinnar til fram-
leiðslu ýmsra efnafræðilegra
samsetninga, er nauðsynlegar
teljast verða stríðssóknar þjóð-
arinnar. Talið er, að á yfir-
satndandi ári, muni áfengis-
neyzlan í landinu hlaupa upp á
250 miljónir dala.
Þessi áminsta fyrirskipun
sambandsstjórnar, nær ekki til
öls eða léttra víntegunda.
DR. E. CORA HIND LÁTIN
Á þriðjudaginn lézt hér í
borginni Dr. E. Cora Hind, 81
árs að aldri, ein af merkustu og
víðkunnustu konum þessarar
þjóðar; hún starfaði í þjónustu
Winnipeg Free Press, sem akur-
yrkjuritstjóri yfir 40 ár, samdi
tvær merkar bækur á efri árum,
og hélt óskertum burðum svo að
segja til hinztu stundar; hún
var fyrir nokkrum árum sæmd
heiðursdoktorsnafnbót af Mani-
tobaháskólanum.
•
TIM BUCK LEYSTUR
ÚR GÆZLU
Dómsmálaráðherra sambands-
stjórnar lýsti yfir því síðastlið-
inn þriðjudag, að hann hefði
skipað svo fyrir, að ritari
kommúnistaflokksins 1 Canada,
Tim Buck, yrði samstundis
leystur úr gæzlu; ráðstöfun þessi
nær einnig til 16 annara komm-
únistaleiðtoga; lausn þessara
manna, er skilyrðum bundin, er
enn hafa ekki verið látin í ljós.
STALINGRAD
Rússar halda enn uppi fræki-
legri vörn um Stalingrad, og
hafa orsakað gífurlegt mannfall
af hálfu hinna þýzku innrásar-
sveita; norðvestur af borginni
hafa herskarar Rússa þröngvað
mjög að Þjóðverjum og rekið þá
til baka frá ýmsum mikilvæg-
um varnarvirkjum. Yfirhers-
höfðingi Rússa í Stalingrad lét
svo ummælt á miðvikudags-
morguninn:
“Eg er sannfærður um það, að
þrátt fyrir örðuga aðstöðu eins
og stendur, mun okkur lánast
að verja Stalingrad og hrekja
þaðan hvern einasta og einn
óvin áður en langt um líður;
þennan ásetning okkar megna
engin illræðisöfl að yfirbuga.”
Nýtt stórhýsi fyrir póst
og síma á Akureyri
Að því er Vísir hefir fregnað
frá Akureyri hefir póst- og síma-
málastjórnin keypt löðina nr.
102 við Hafnarstræti á Akureyri
og mun ætla að reisa þar stór-
hýsi, sem yrði sameiginlegt fyrir
póst og síma.
Hafa húsakynni þau, sem
póstur og sími að undanförnu
hafa haft til afnota, verið að-
skilin og ófullnægjandi á allan
hátt. Bæði eru þar þrengsli og
húsaskipun svarar heldur ekki
nútímakröfum.
Hin nýja bygging verður alt
að fjögra hæða há. Húsameist-
ari ríkisins mun Nnnast upp-
drættina og ef tök verða á,
verður ráðist í framkvæmdir í
haust.—(Vísir 1. sept.).
VAXANDI ÓÁNÆGJA í
NOREGI OG DANMÖRKU
Alveg nýverið hafa tíu föður-
landsvinir, norskir, verið teknir
af lífi í Þrándheimi fyrir það,
að neita að kyssa á Fascista-
vöndinn þýzka. Þá hefir óá-
nægja Dana við þýzk hernáms-
völd magnast svo undanfarið, að
líklegt þykir að Þjóðverjar
gleypi dönsku þjóðina með húð
og hári.
FLOKKSÞING
ÍHALDSMANNA
Nú hefir það verið tilkynt, að
flokksþing íhaldsmanna verði
háð í Winnipeg og standi yfir í
þrjá daga frá 9. til 11. desember,
að báðum dögum meðtöldum;
þar verður gert út um það,
hvort Arthur Meighen verði á-
fram leiðtogi flokksins eða ekki.
íslenzkir kjósendur í
Mið-Winnipeg kjör-
dœminu hinu nyrðru!
Rækið þjóðræknisskyldur yðar
með því að fjölmenna á fram-
boðsfundinn á Marlborough hó-
telinu næstk. föstudagskvöld
þann 9. þ. m., kl. 7. Það er
hvqrki meira né minna en hrein
og bein þjóðræknisskylda, að
stuðla að því að Konnie Jó-
hannesson nái þar útnefningu,
sem þingmannsefni Liberal
flokksins fyrir auka-kosningu þá
til sambandsþings, sem fram fer
í Mið-Winnipeg kjördæminu
nyrðra þann 30. nóvember næst-
komandi; þetta er opinn fram-
boðsfundur, sem allir kjósendur
kjördæmisins, konur sem karl-
ar, hafa jafnan aðgang að. Kjós-
endur eru ámintir um að sækja
fundinn stundvíslega, og tryggja
sér með því þátt í atkvæða-
greiðslunni.
Til þess að útiloka það, að
aðrir en kjósendur áminsts kjör-
dæmis sæki fundinn og greiði
atkvæði, ber kjósendum að
framvísa við innganginn skrá-
setningarspjaldi sínu (Registra-
tion Card).
Það hlýtur að vera Islending-
um metnaðarmál að tryggja
Konnie Johannesson útnefningu,
og vinna síðan kappsamlega að
kosningu hans. Konnie er slík-
ur athafna og kostamaður, að
hann mundi mjög auka á sæmd
íslendinga, er á þing kæmi.
JOSEF STALIN
hefir mint Breta og Bandaríkin
á, að uppfylla hjálparskyldur
þeirra við Rússa á réttum tíma
og á réttum stað; vill hann að
hafin verði þegar innrás á meg-
inlandið.
Hún er nú útborguð í nafm
Hallgrímssafnaðar, eftir 16 ára
starfsemi. Fyrir þessa bygging
mun hafa verið borgað alt að 12
þúsund dollarar, eru þá taldar
rentur og rentu-rentur.
Söfnuðurinn sjálfur er að vísu
nokkuð eldri, var endurreistut
1917. Þá voru liðin nokkur ár
frá því hann fyrst var stofnaður.
Þær nýjungar gerðust á s.l.
sumri, að hið stóra kirkjufélag,
sem þekktist undir bókstöfunum
U.L.C.A. sendi hingað hr. Harold
S. Sigmar guðfræðinema til þess
að rannsaka hvort hægt væri
að lífga safnaðarstarfsemi -á
meðal Islendinga, svo að viðun-
anlegt væri.
Hann kom svo hingað, beint
frá kirkjuþingi og kona hans
með honum. Prestsefnið byrj-
aði strax á húsvitjun og varð
fljótt nokkuð ágengt í safnaðar-
málum. Fólk tók sig til og sótti
vel messur hans. Fyrir hans
áeggjan lögðu safnaðarmenn
fram 400 dali, sem varið vgr til
viðgerðar á kirkjunni. Harold
vann sjálfur að ræsting og
málning og gat sér þá gott lofs-
orð, kona hans fylgdi honum
til verka; var þetta ærin hvöt
öðru fólki.
Hækkar í tign
Sigurbjörn Sigurðsson, fyrr-
um kaupmaður í Riverton, sá, er
fyrir tveimur árum tókst á
hendur skrifstofustjórastarf við
þá deild náttúrufríðindaráðu-
neytis Manitobafylkis, er um
umsjón fiskiveiðanna annast,
var síðastliðinn mánudag skip-
aður af fylkisstjórninni aðstoð-
ar Director of Game and
Fisheries. Sigurbjörn er gáfu-
maður mikill, og auðugur aÁ
framsóknarhug; hann er fæddur
í þessu landi, en hefir lagt frá-
bæra rækt við íslenzka máls-
menning, og íslenzka menning-
ararfleifð. “Svona eiga sýslu-
menn að vera,” segir hið forn-
kveðna, og hefir það í raunveru
sannast á þessum mæta niðja Is-
lands.
Ríkisstjórn Islands
kaupir strandferðaskip
Kaupverð er 200,000 dollarar,
en ennþá ekki endanlega gengið
frá kaupunum.
Ríkisstjórnin hefir ákveðið að
festa kaup á 430 smálesta skipi
frá Suður-Ameríku til strand-
ferða kringum ísland, ef skipið,
sem samningar hafa staðið um
reynist nothæft og uppfyllir þau
skilyrði, sem krafist verður.
—(Vísir 31. ág.)
BÆRINN WYNYARD
í SASKATCHEWAN
Wynyard, fagur og veglegur bær
vafinn er laufgrænum skógi,
frjósamar ekrur fjær og nær
flattar und slóðum og plógi.
Veðrasæld býr í viðarrunn,
vorsins og sumarsins friður kunn,
háspennu dýrð í dagvitund
—dynjandi söngfugla kliður.
M. I.
En er sæmilegar umbætur
höfðu verið gerðar á kirkjunni,
þá var hr. Harald S. Sigmar lög-
lega kallaður til að þjóna Hall-
grímssöfnuði, með þeim skilyrð-
um, að hann komi vígður prest-
ur 1. júlí 1943.
Er þetta fréttist, þá innrituð-
ust 27 manns í söfnuðinn. Telj-
ast þar nú um 125 manns,, en þá
eru ófermd börn ekki talin með.
Fyrir atorku Harolds var svo
settur sunnudagaskóli kirkjunn-
ar, með auknum meðlimum;
veitir þar forstöðu hr. Jónatan
Björnsson, hinn góðkunni for-
söngvari safnaðarins.
Nú er Harold farinn á
prestaskólann. Fylgja honum
héðan hlýjar óskir, því hann var
hvers manns hugljúfi og kona
hans honum mjög samvalin.
Ekki er því að leyna, að ís-
lenzku messurnar féllu bezt í
geð hfns fullorðna fólks. Er
þetta mjög eftirtektarvert þar
sem Harold er afkomandi Is-
lendinga í Vesturheimi, hinn
þriðji liður.
I vetur verða ungu hjónin bú-
sett í Philadelphia, en í fjarveru
þeirra munu ýmsir prestar ann-
ast hér um messu'gerðir.
—Safnaðarmaður.
Gengur í þjónustu
J. J. Swanson & Co.
Mundi Einarsson
Mundi Einarsson, sem starfað
hefir undanfarið fyrir Nash bíla-
félagið, hefir nú gengið í þjón-
ustu J. J. Swanson & Co., og
mun gefa sig mestmegnis að
húsasölu, einkum í suðurhluta
borgarinnar. Mundi er ötull
sölugarpur, sem víst má telja,
að brátt ryðji sér braut í hinum
nýja verkahring.
Hálfníræður
- T
Fyrir skömmu átti landnáms-
maður af Austurlandi, Magnús
Snowfield, 85 ára aldursafmæli,
og var þess atburðar minst með
veglegu vinamóti á heimili dótt-
ur hans og tengdasonar, Mr. og
Mrs. F. M. Einarson í grend við
Mountain. Voru þar saman
komin hin mannvænlegu börn
þeirra Snowfield hjóna og
venzlafólk. Magnús er fróður
maður um margt, lífsglaður og
ern sem ungur væri. Lögberg
flytur honum hugheilar árnað-
aróskir í tilefni af afmælisfagn-
aðinum.