Lögberg - 08.10.1942, Page 2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 8 OKTÓBER, 1942
•l
Fá orð um Orminn
langa
Eflir Finnboga Hjálmarsson.
Það ber ekki ósjaldan til hvar
sem við gömlu Islendingarnir
mætumst, hvort það er hérna í
kaffihúsinu eða knattstofunni á
Sargent, krossgötunni í Winni-
peg, þegar við höfum heilsast
og kastað dómgreind okkar á
svip dagsins, því sé hann heið-
skír og hlýr þá hlýtur hann al-
mennings lof og hæstu einkunn
fyrir fegurð, en hafi honum orö-
ið sú skyssa á að hræra nokkra
skýflóka saman við sólskinið
sitt, þá lækkar fljótt mundang-
ið á metaskálum dómgreindar-
innar. Svoleiðis flókadagar fá
sjaldan betri vitnisburð en
þriðju einkunn lakari. En svo
áum við sjaldan lengi við sam-
tal okkar um dagana og svip-
brigði þeirra. Við vitum það af
margra ára reynslu, að þeir hafa
verið einvaldir um það, að kasta
kylfum sínum hvar og hvert
sem þeim hefir sýnst, án þess
að skifta sér eina vitund af því,
hvað dómar mannanna hafa
sagt um það. Og núna fyrir fá-
um dögum, þegar við sátum við
kaffiskálarnar okkar hjá Kín-
verjanum, þau hugurinn með
okkur í einni andrá austur að
Hlaðhamri í Noregi, þangað sem
Ormurinn langi var reistur fyrir
943 árum. Við stóðum víst í
þeirri einfeldnis ímyndun að
sjón yrði sögu ríkari, við það að
heimsækja hamarinn og sjá með
eigin augum hrofið, þar semj-
stærsta og skrautlegasta herskip
norðurálfu heims var bygt á
þeirri öld. En þegar við kom-
um þangað, varð saga Snorra
Sturlusonar sjónum vorum rík-
ari, því á hamrinum sáum við
ekkert. Snorri frændi okkar
hafði auðsjáanlega tírtt upp í
Heimskringlu sína hvern einasta
tréspón, sem fallið höfðu til
jarðar úr skýli höggunum hans
Þórbergs Skafhöggs. Þarna kom-
umst við að því, og það ekki í
fyrsta sinn, að forvitnin hafði
leitt okkur í gönur, svo við söns-
uðumst á þáð að réttast myndi
vera að halla huga okkar að frá-
sögn Snorra, það sem þetta at-
vik um bygging Ormsins langa
áhrærir. Eg ætla því að halda
huga mínum við orð Snorra,
eins og hann segir frá því í
Heimskringlu sinni,- hverjir af
forfeðrum vorum það voru, sem
hryntu knerrinum á flot af Hlað-
hamrinum árið 999. Þessu læt
eg svo fylgja nokkrar vísur úr
fyrstu Svoldarrímu eftir Sigurð
Breiðfjörð, sem ortar eru eftir
frásögn Snorra um nefnt sögu-
efni. Svo hygg eg að þeir verði
fáir gömlu íslendingarnir, sen)
grípa óþyrmilega í lurginn á
mér fyrir það, þó eg minnist á
þá mestu þjóðarskemtun, sem
við höfum átt og eigum enn,
sögur og ljóð.
Mannlal á Orminum langa.
Úlfr rauði hét maðr, er bar
merki ólafs konungs ok í stafni
var á Orminum; ok annarr Kol-
björn stallari; Þorsteinn uxafótr;
Vikarr af Tíundalandi, bróðir
Arnljóts gellina. Þessir voru á
rausninni í Söxum: Vakr elfski
Raumason, Bersi hinn sterki,
Ann skyti af Jamtalandi, Þrándr
rammi af Þelamörk ok Óþyrmr
bróðir hans; þeir Háleygir:
Þrándr skjálgi, Ögmundr sandi,
Hlöðvir langi úr Saltvík, Hárekr
hvassi; þeir Innþrændir: Ketill
hávi, Þórfinn eisli, Hávarðr ok
þeir bræðr ór Orkadal. Þessir
voru í fyrirrúmi: Björn af Stuðlu
Börkr ór Fjörðum, Þorgrímr ór
Hvini Þórólfsson, Ásbjörn ok
Ormr, Þórður ór Njarðarlög,
Þorsteinn hvíti af Ofrustöðum,
Arnór mærski, Hallsteinn ok
Haukr ór Fjörðum, Eyvindr
snákr, Berþór bestill, Hallkeli
af Fjöllum, Ólafur drengr, Arn-
fiðr sygnski, Sigurður bíldr,
Einarr hörðski ok Finnur, Ketill
rygski, Grjótgarðr röskvi. Þessir
voru í krapparúmi: Einarr
þambarskelfir; hann þótti þeim
eigi hlutgengr: því at hann var
átján»vetra; Þórsteinn Hlífarson,
Þórólfur, Ivarr smetta, Ormr
skógarnef; ok margir aðrir menn
mjök ágætir váru á Orminum,
þótt vér kunnum eigi nefna.
Þat var mál manna, at þat
mannval, er á Orminum var, bar
eigi minna af öðrum mönnum
fríðleika ok afl ok fræknleik en
Ormurinn af öðrum skipum.
Kappatal á Orminum langa
Úlfur rauði í stafni stóð,
stillis bar sá merki,
af Heiðmörk, með hetjumóð
halurinn var hinn sterki.
Stallari Kolbeinn stóð hjá hal
í stafni, og varnar gætti,
rekkurinn var úr Raumadal,
ramur að sóknar mætti.
Indriði var þar Ilbreiður
einnig tamur brandi,
var þar líka viðstaddur
Víkar af Tíundalandi.
Arnljóts bróðir eigi sljór,
álma var sá njótur,
þar var hjá þróttar-stór,
Þorsteinn uxafótur.
Við söxin gjörðu sterkir stá,
þó stála vaxi góla,
Hyrningur og Þorgeir þá,
þeir voru mágar Sjóla.
ívar ljómi unda börk
otaði stáls í verki;
Þorsteinn rami af Þelamörk,
þar hjá Bessi sterki.
Óþyrmir og vakur vel
vöktu sára glæður:
Hárek líka hvassa tel
og Háleygja tvo bræður.
Ólafur drengur, Önundur,
Arnór, Ketill spakur,
Bjarga-Finnur Brynjólfur,
Björn og Dala-Vakur.
I krapparúmi þá var þar
þambarskelfir Einar,
Hallsteinn kunni hrotta-skar,
Hlífarson að reyna.
Þó Einar væri saddur seim
og sæmdar hetju þrótti,
óhlutgengur öllum þeim,
átján vetra þótti.
Þorsteinn skelkur, Þórólfur
þar hjá varnar krefur,
ívar svarti öflugur
og Ormur skógarnefur.
Þar var líka þróttharður
Þorgrímur með falnum,
Ketill hávi og Hávarður,
hann var úr Orknadalnum.
Frá Stuðlum voru Bárður,
Björn
og Börkur af finnsku kyni,
Þorgrímur með þrekna vörn
Þjóðólfsson úr Hvini.
Þorsteinn hvíti, og Þórður var,
þar frá Orfustöðum
og Hallsteinn sonur Hrómund-
ar
halta, beittu nöðum.
Grímur voru’ og Þórður þá
þar úr Marðardölum,
Einar, Bessi, Hallsteinn hjá
og Hróaldur af Fjölum.
Þessir voru miðskipsmenn,
Mostrar Ásbjörn sterki,
Sigurður bildur, Einar enn,
allir hildar verki.
Þorkell dýrðill ögðum af
álfum fylgdi spanga;
þessir fram á kylja kaf
keyrðu Orminn langa.
Kappa þessa alla enn
öðling þangað velur
og ótal fleiri afreksmenn,
sem ekki bókin telur.
Svo var valin sveitin stinn
af seima njótum snörum,
eins og langi Ormurinn
öðrum bar að knörum.
Svona endar Sigurður Breið-
fjörð fyrstu Svoidar-rímuna:
Lætur fundur óma enn
ending finna rímu;
nætur-blundur mæðir menn
myrkri sinna grímu.
(velt einu sinni)
Grímu sinna myrkri men'n
mæðir blundur nætur,
rímu finna ending enn
óma fundur lætur.
“The Icelandic
Canadian”
Svo heitir nýtt tímarit, sem
gefið er út á ensku af ‘The Ice-
landic Canadian Club. Það er
að stærð rúmar fjörutíu blaðsíð-
ur í sama broti og Tímarit Þjóð-
ræknisfélags íslendinga, og mun
koma út í fjórum heftum á ári.
Mun það starfa í sambandi við
þjóðræknismál, en að mestu
leyti á nýju sviði, á meðal fólks
sem er af íslenzku bergi brotið,
í aðra eða báðar ættir, og sem
notar að mestu leyti enskt mál.
Til þess að öðlast skilning á
sínum andlegu eiginleikum
verður hver einstaklingur að ná
haldgóðri þekkingu á uppruna
sínum. En til þess er nauðsyn-
legt fyrir fólk af íslenzkum ætt-
stofni, að kynnast þjóðararfin-
um íslenzka.
Afkomendur íslenzkra frum-
byggja eru óðfluga að blandast
öðrum þjóðflokkum. Það er
víst óhætt að fullyrða að af gift-
ingum á síðari árum er það full-
komlega helmingur af íslenzkum
afkomendum, sem giftist annara
þjóða fólki. Það er aðeins und-
antekning ef einhver afkomandi
þessa fólks lærir íslenzku. Það
eru því margar þúsundir fólks
af ísl. stofni í Vesturheimi, sem
ekki kunna íslenzkt mál. Engu
þjóðræknisstarfi hefir verið
komið á stofn á meðal þess.
Hlutverk tímaritsins mun verða
að nokkru leyti það að hjálpa
þessu fólki til að kynnast for-
tíð íslenzku þjóðarinnar, og
túlka fyrir því hin haldbeztu,
íslenzku andlegu verðmæti, sem
eru undirstaðan til þess að
verða sem fullkomnastir borg-
arar í þessu landi.
Einnig ætti ritið að styrkja
samband milli þeirra, sem af
Canadian Women's Army Corps
NEEDS RECHUITS— AGE LIMITS 18 TO 45
Full information can now be obtained from your local Army
Recruiting Representatlve
WOMEN! REPLACE A SOLDIER
RECRUITS
are urgently required for Canada's
ACTIVE ARMY
It Needs EVERY FIT MAN
belween 18 and 45 years of age
VETERAN’S GUARD (Active)
Wants Veterans of 1914-1918 up to age 55
See your LOCAL RECRUITING REPRESENTATIVE
íslenzkum ættstofni eru runnir,
en eru dreifðir um alla þessa
stóru álfu. Enn fremur er á-
formað að hvetja fólk, sem hæfi-
leika hefir til að rita, að leggja
rækt við það. í fyrsta heftinu
eru boðin ofurlítil verðlaun
fyrir frumsamda smásögu.
Ritstjóri tímaritsins er Mrs.
Laura Goodman Salverson, sem
mikla frægð hefir hlotið fyrir
ritstörf sín. Að efni er ritið
fjölbreytt. Meðal annars eru
þar ritgerðir eftir Próf. Skúla
Johnson, Walter Lindal dómara;
einnig saga eftir Mrs. Ragnhildi
Guttormsson, og margt fleira,
ásamt myndum.
Búist er við að útsölumenn
verði fengnir í hinum ýmsu
bygðum Isl. beggja megin landa-
mæranna, en fyrst um sinn
verður áskriftum veitt móttaka
af Björnsson’s Book Store, 702
Sargent Ave.,* Winnipeg; M.
Peterson, 313 Horace St., Nor-
wood og af undirrituðum að
869 Garfield St., Winnipeg.
Áskriftargjaldið er einn dollar
um árið.
Hjálmur F. Danielson.
Vancouver Folk
Festival
In the chaotic state of the
world at this time,. with its
hates and its turmoil, the note
of sanity and harmony struck
by the Vancouver Folk Festival
has a new meaning and value.
Its aim, the cementing of all
peoples within Canada by the
encouraging of national folk-
songs and dances, and the ex-
hibition of handicrafts, learned
generations ago by the fore-
bears of these people of all
races, who are now Canadian.
All the beauty and culture of
all the lands from which these
people have come, kept alive in
the homes of these “new” Cana-
dians, (many of whom have been
here for generations), can make
a Canadian culture which will
stand us in good stead in years
to be. For, unless these old
cultures are encouraged, not
only to survive, but to grow in
the new lands, the world will
be barren indeed.
This year the Festival opens
in the Hudson’s Bay Store,
(Georgian Room) October 13 to
17. Exhibits of handicrafts of
all kinds, coming from all over
Canada with special exhibits
from each of the Provinces will
be greater than ever.
The value of the Vancouver
Folk Féstival has been now
nationally acknowledged, and
this year it is sponsored by the
Department of National War
Services, carrying on locally,
the work of the National Com-
mittee for Co-operation in Cana-
dian Citizenship. It is hoped
that this will be but the first of
such Folk Festival Societies to
be formed with exhibitions to be
held in all the leading cities
across Canada. Where it is pos-
sible, visit the Festival. Where
groups and organizations can-
not attend en masse, send dele-
gates to see this beautiful dis-
play and to take back a word
picture to their communities.
Unity and harmony are needed
today, help to attain this by
working for and through the
Folk Festival.
DÁNARMINNING
Þriðjudaginn 22. sept. andaðist
Kristín Jónína Kráksson á heim-
«
ili sonar síns og tengdadóttur,
Mr. og Mrs. H. B. Sigurdson,
suðvestur af Mountain. Hafði
hún verið lasin nú nokkrar vik-
ur og kraftarnir að þrotum
komnir.
Kristín Jónína Thorsteinsdótt-
ir Kráksson fæddist í Þingeyjar-
sýslu á íslandi 30. sept. 1853.
Foreldrar hennar voru Þorsteinn
Arason og Guðrún Jónsd., bæði
ættuð úr Suður-Þingeyjarsýslu.
Árið 1877 giftist Kristín Sigurði
Krákssyni og fluttu þau næsta
ár (1878) til Ameríku og korau
til Nýja íslands; en þaðan flutt-
ust .þau til Norður-Dakota 1880
og settust að á bújörð 4 mílur
suðvestur af Mountain. Þar dó
Sigurður árið 1903. Hefir
Kristín svo mest af búið þar
síðan; nú all-mörg síðustu árin
hjá syni sínum og tengdadóttur,
Mr. og Mrs. H. B. Sigurdson.
Hefir hún notið þar -kærleiks-
ríkrar umönnunar og aðhjúkr-
unar á æfikveldinu.
Sigurður og Kristín eignuðust
12 börn; Lifa 6 af þeim nú. Auk
þess lifa hina látnu 46 barna-
börn, 36 barna-barna-börn og 4
barna-barna-barna börn — alls
92 afkomendur.
Kristín sál. var mesta myndar-
kona, ljóðelsk, bókhneigð og veJ
að sér. Heilsu virtist hún hafa
góða og mikið lífsþrek og lífs-
fjör. Hún var söngelsk og
hafði miklar mætur á góðum
söng.
Kristín naut mikillar ástúðar
af hendi sinna mörgu ástmenna
og ættingja, og var mikils viit
og vinsæl hjá samferðafólki
sínu. Hún virtist ávalt flytja
með sér birtu og glaðværð, hvar
sem hún var.
Útför 'hinnar látnu fór fram
Sunnudaginn 27. sept. frá Sig-
urðssons heimilinu og Eyford
kirkju. Var kirkjan og lík-
kistan skrýdd mörgum fögrum
blómum. Enda elskaði hún
blómin. Fjölmenni meira en
rúmaðist í kirkjunni fylgdi
henni til grafar, og auðsýndi þar
með vinarþel sitt til hennar og
fólks hennar. Húri var lögð til
hvíldar við hlið eiginmanns síns
í Eyford-grafreitnum. Mrs. H.
Sigmar söng sóló á íslenzku í
kirkjunni. Séra H. Sigmar
jarðsöng.
fior/i
-
pf3%
Of,
EXPORT WILTSHIRES SHOULD BE OF TOP GRADE
REMEMBER:-
IThe most desirable Wiltshires are made
only from hogs of bacon tyþe and
breeding.
2Breeding stock of suitable conforma-
tion is essential in improving Carcass
quality and grade.
Wise selection is based on knowledge
w of the stock and its performance at the
trough and on the rail.
5Gilts for replacement or addition to the
herd should be carefully selected Jfrom
good parent stock.
4Sows and boars of satisfactory perform-
ance are difficult to replace and should
be kept as long as they are useful.
ÓEarly selection of animals for breeding
is advisable.
7EarIy breeding should be practised if
farrowing facilities permit.
Plan this Fall’s breeding operation to improve quality as well as to increase quantity!
Forfnrther information consult your Provincial Deþartment of Agriculture,
Agricultural College, nearest Dominion Experimental Farm or Live Stock
Office of the Dominioti Deþartment of Agriculture.
AGRICULTURAL SUPPLIES BOARD \í
Dominion Department of Agriculture, Ottawa
Honourable James Q. Gardtner, M inister