Lögberg - 08.10.1942, Síða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 8. OKTÓBER, 1942
3
Rússneska leyni-
vopnið
Eftir Dyson Carter.
(Þýtt úr “Russia’s Secret
Weapon”)
Jónbjörn Gíslason.
(Framhald)
Jafnvel þó missir stöðvarinnar
væri tilfinnanlegur, er þeim
málum nú svo komið, að afi
hennar væri aðeins örsmár hluti
af þeirri geysimiklu rafyrkju,
sem þar hefir verið bygð upp og
hvergi á sinn líka, jafnvel ekki
i Ameríku.
Rússland hefir ummyndast á
tíu árum; orðrómur þess efnis
barst til umheimsins, en fáir
lögðu trúnað á slíkar sagnir.
SJÚKRAHÚSIN.
Fyrir nokkrum árum síðan,
tóku enskir læknar sér ferð á
hendur til Rússlands, með það
fyrir augum að rannsaka hve
langt læknisvísindi væru komin
þar. Þeir dvöldu í Moskva og
heimsóttu þar ákveðið sjúkra-
hús, með glöggu gestsauga.
Þegar heim kom,skýrðu þeir frá
athugunum sínum, fullir undr-
unar og aðdáunar, en fáir gáfu
því mikinn gaum; þeir sem lásu
ferðaskýrslu læknanna, sögðu
aðeins: “Rússneskur áróður
enn.”
Nú er hægt að birta sannleik-
ann í þessu máli. Enskir og
amerískir læknar hafa skoðað
þetta sjúkrahús og gefið sina
skýrslu. Sú skýrsla er nú
grandgæfilega athuguð af þeirri
ástæðu að læknar víðsvegar um
heim, vita fullvel að læknis-
fræðin hefir tekið risaskref í
Rússlandi á síðari árum. Jafn-
vel ólærðir menn geta áttað sig
á þessum málum að nokkru og
mundu því skilja hvað gjörst
hefir, ef þeir sæu þetta um-
rædda sjúkrahús, en þeim er
ókleift að heimsækja Moskva í
þeim erindum og geta því aðeins
látið hugann reika þangað, það
er vissulega betra en ekki, sé
hann í fylgd með góðum leið-
sögumanni.
Eitt af merkustu sjúkrahús-
unum í Moskva — og einmitt
það sem förinni er heitið til —
er fögur bygging og líkist meir
kauphöll en sjúkrahúsi; vissu-
lega ber það líka af öðrum
samskonar stofnunum í reynd,
eins og það' tekur þeim fram að
útliti og fegurð; annað slíkt fyr-
irfinst ekki um víða veröld. Það
hefir mestmegnis til meðferða
slysa- og lífsnauðsynja-tilfelli —
hættuleg meiðsli og mjög snögga
sjúkdóma. “En hversvegna að
hafa sérstakt sjúkrahús í þessu
skyni,” spyrja menn. Rússnesk-
ur læknir svarar þeirri spurn-
ingu svo: “í ýmsum tilfellum
hangir mannslífið á bláþræði, er
getur brostið á broti úr sekúndu
og með því er líf tapað, sem ekki
verður endurheimt, það ber því
rík nauðsyn til, að hafa alt við
hendina því til bjargar meðan
tími er til. Venjuleg sjúkrahús
með einni deild fyrir ýms bráð
hættutilfelli, koma ekki að full-
um notum. Við ásettum okkur
því að byrja frá grunni og höf-
um þegar komið á fót svo full-
kominni stofnun í þessu augna-
miði, að hún svarar fyllilega til
þeira krafa er tilfellin leiða í
ljós.”
Hugsum okkur að við séum
vottar að hættulegu slysi í
Moskva, strætisvagn hefir keyrt
yfir gamla konu; við hlaupum
til lyfjabúðar og gerum aðvart
um slysið. Hér skiftir engu máli
hvort við tilkynnum það lögregl-
unni, lækni eða sjúkrahúsi, tal-
símastöðin kemur þér tafarlaust
í samband við aðalsjúkrahúsið.
Símastúlkurnar þar hafa lært og
öðlast sálfræðilega þekkingu á
raddarslagi manna í ákveðnum
tilfellum, hún heyrir því tafar-
laust á málróm þínum, að bráð
hætta er á ferðum. Meðan hún
talar við þig, þrýstir hún á raf-
uiagnshnapp er hringir klukku í
sjúkravagnadeildinni á neðstu
!iæð byggingarinnar. Einn vagn
úr langri röð er settur á fulla
ferð um leið og tveir læknar—
er hafa beðið tilbúnir í hliðar-
herbergi — stökkva upp í hann.
Tíu sekúndum síðar hefir síma-
stúlkan fengið að vita upp á hár
hvar slysið vildi til og sendir þá
upplýsingar til sjúkravagnsins á
“radio” bylgjulengd; alt þetta er
hnitmiðað með rafmagnsklukk-
um.
Reglugerð sjúkrahússins leyfir
aðeins tveggja mínútna töf frá
tilkynningu slyssins, til þess að
bifreiðin er farin, sé tíminn
lengri er hafin rannsókn í mál-
inu. Jafnskjótt og ein bifreið
fer út, kemur önnur inn og bíð-
ur hún og tveir læknar eftir
næsta kalli.
Sjúkrahús þetta er einstakt í
sinni röð, einkunnarorð þess eru,
að vernda mannslífin og afstýra
þjáningum; það hefir 700 rúm
og 100 lækna á verði, auk þess
fjöldamarga til vara Stofnunin
höndlar að jafnaði 60,000 tilfelli
á ári á friðartímum. Það er
bygt með það fyrir augum að
afkasta slíku verki; öll vinnu-
brögð eru snör og hárviss.
Símastúlkur og bifreiðar-
stjórar sjúkrahússins þekkja
hverja einustu borgardeild i
Moskva og hvert einasta stræti
í hverri deild. Ein aðalbifreið-
arstöð er í byggingunni sjálfri
og fjórar aðrar, sem eru dreifðar
um borgina, þar sem mestu þyk-
ir varða; tugir bifreiða eru ætíð
reiðubúnar við kalli, vegna þess
að flýtir er hér lífsnauðsynleg-
ur; vitanlega kallar símastúlkan
ætíð þá til hjálpar, sem er næst
slysastaðnum.
Eftir að sjúkravagninn er far-
inn, koma frekari skýringar frá
þeim er tilkynti slysið og fyrir-
skipanir gefnar til lækna og
hjúkrunarkvenna er bíða reiðu-
búin eftir sjúklingnum í aðgerð-
arstofunni; allar þessar skipanir
fara fram gegnum útvarpið.
Enginn læknir fær aðgang að
þessari stofnun, utan tíu ára
náms og æfingartímabils, vegna
þess að hinir beztu kraftar og
hæfileikar eru ekki taldir ofgóð-
ir á þessum stað. Þar eru allar
tegundir sérfræðinga í öllum
greinum læknisfræðinnar, reiðu-
búnir 24 tíma á sólarhring.
Enskir herlæknar telja áhöld
og allan útbúnað sjúkrahússins
svo mikilfenglegan og fullkom-
inn, að slíkt sá vissulega fyrir
meira en tækifæris slysatilfelli,
því þar fari fram mjög vanda-
samar og flóknar skurðlækning-
ar, er oft séu nauðsynlegar til að
frelsa líf vðikomandi sjúklinga.
Á þessum stað hafa verið
gjörð mest snildarverk innan
læknisfræðinnar á Rússlandi og
merkustu sporin stigin í þeirri
grein yfir höfuð. I því sam-
bandi má nefna hina alkunnu
blóðinndælingu; um allan heim
er blóðið venjulega geymt fryst
eða þurkað og notað eftir hent-
ugleikum á sjúkrahúsum og víg-
völlum. 1 okkar landi er þessi
grein þó tiltölulega á bernsku-
skeiði. Rússar eru viðurkendir
að vera lengst komnir allra
þjóða í blóðrannsóknum, er hóf-
ust þar fyrir tugum ára síðan.
Þeir nota ekki ætíð nauðsyn-
lega blóð úr lifandi mönnum til
inndælingar, heldur einnig úr
dauðum mnnum, er farist hafa
af slysum. Þessi merkilega að-
ferð hefir þegar frelsað líf
fjölda manna og er viðhöfð á
hinu mikla sjúkrahúsi.
Það hefir uppgötvast að blóð
úr mönnum er hafa beðið vissr-
ar tegundar dauðdaga er merki-
lega heilnæmt og áhrifamikið til
þessara hluta og tekur öllum
oðrum blóðtegundum fram. Þeg-
ar maður er snögglega líflátinn,
eða bíður bana án allra kvala,
og blóðið er tæmt úr líkamanum
með vissum aðferðum, skeður
merkilegur hlutur: blóðið storkn-
ar eins og venjulega, en verður
innan stundar fljótandi aftur af
sjálfu sér án allrar efnafræði
legrar aðstoðar. Af þessari og
fleiri ástæðum er blóð úr dauð-
um mönnum hið bezta og heil-
næmasta til að gefa særðum og
blóðvana mönnum nýja krafta.
(Framhald)
Eftir dúk og disk
Til frekari íhugunar og út-
skýringar á ráðning þriggjs
stefa gátunnar hans Finnboga
Hjálmarssonar og þeirra fimm
sem hafa lagt lykkjur á leið
sína til að ráða hana, og herra
Finnbogi hefir lokið lofsam-
legu hrósi á þá fyrir vel unnið
verk.
Mér ber í byrjun spils, að
biðja mér hljóðs og fá áður-
greindar stökur prentaðar eins
og eg lærði þær á barndómsaldri
og hafði þráfaldlega heyrt marg-
an herma þær þannig:
Verkamaður vildi fá
verkalaun sín bónda hjá;
hann sá fljúga fugla þrjá,
fór því út að veiða þá.
Öndin gildir álnir tvær,
álptin jöfn við fjórar þær,
titlingana tíu nær
tók eg fyrir alin í gær.
Af fuglakyni þesu þá
til þrjátíu álna reikna má.
Þó má ekki fleiri fá
en fuglar og álnir standist á.
Gömlu konurnar sex
sem eru nú búsettar á jörðinni
hafa nú lent í nokkru ósætti sín
milli og hafa þær talað sig
saman þrjár og þrjár. Hverjar
um sig vilja þrengja ögn land-
rýmið hjá hinum, en rýmka sitt.
En þess má geta, að þær eru all-
ar miklar búsýslukonur og
þurfa mikils með til sinna þarfa,
og þeim finst nú að jarðnæðið
landamerkin víst fremur óglögg
sé orðið alt of lítið, enda eru
og engir “máldagar” að leiðrétta
sig eftir. Þarna sitja þær sín á
hverju býli og seiða strjúginn.
Sú elzta og virðulegasta á aðra
hlið og margreynd í búskapar-
vafstri er “London” gerist hún
nú málsvari hinna tveggja kyn-
systra sinna, er henni fylgja að
málum, sem eru í þetta sinn
“Moskya” og virðuleg “Wash-
ington”; en svo eru nú hinar
þrjár gömlu konurnar, og “Róm”
er þeirra rosknust og ráðnust
og mikil búsýslukona, og henni
veita “Berlín” og “Tokio” að
málum. Alt eru þetta góðar og
reyndar og greindar búkonur, en
þurfa mikið til heimilis, því
fjölskyldurnar eru stórar og
vinnuhjúin mörg og heimtufrek,
en hver um sig vill sjá sér og
sínum farborða.
M. I.
Samkvæmt því sem eg hafði
lært þessar þrjár bögúr - og W anJ
með orðamun, sem á þeim hefir ”dri|IHC * rK.cS anu
orðið og taka jafnhliða tii
greina hvað þær eru skiljanlegri
til réttrar ráðningar — með
þeirri breyting, sem á hefir orð-
ið til skilningsauka.
En hvað svo sem um það er
að segja, þá mátti ekki gleyma
undirstöðu steinunum í gátunni,
því það segir svo greinilega, að
öndin gildir álnir tvær, og álftin
jafnt við fjórar þær, titlingana
tíu nær, tók eg fyrir alin í gær
Þessari vísu má ekki raska, því
hún er lykillinn til að ráða gát-
una rétt. Spurningin er: Hverj-
ar þær? þarf nákvæmlega að
komast að niðurstöðu um —
þetta er aðalatriði — þær —
hverjar þær? Það má ekki
hlaupa fram hjá því eins og
það hafi ekkert gildi í sér fólg-
ið. I þessari miðvísu er öll
ráðning gátunnar — er svo
greinilega útskýrð að ekkert er
um að villast.
Leyfið mér í bróðerni að draga
athygli yðar að því að hér er
verið að ná réttum gjaldmiðli á
fuglagildi í álnamat — til jafnr-
ar útkomu — en ekki álnagildi
sem mér skilst að eigi að vera
landaura álnir. Er ekki svo við-
víkjandi því að til þrjátíu álna
reikna má — það segir ekki
reikna á — því tilfellið er sam-
kvæmt gildi fuglanna. Þá er
mér óskiljanlegt að það sé hægt
— þessvegna er sagt, þó má
ekki fleiri fá en fuglar og álnir
standist á. Eins og að ofan er
sagt — Það er ómögulegt fyrir
mig — gerið þér grein fyrir því,
góðir menn. Hví slengið þér
verðgildi dýrasta fuglsins ofan
tvær álnir? Svarið þér mér. Að
mínu áliti má engu hagga af
verðgildi fuglanna í öðru stéfi,
ef é að ráða gátuna rétt. Því
tilfellið í þessu völundarverki
á þessari gáfnaspeki forn-íslend-
inga er svo inntvinnað í þann
hulinshjálm, sem er innifalinn í
því að villa fyrir manni sjónir
í svip, til að gera sem erfiðast*
fyrir.
Nú bið eg yður alla, sem haf-
ið lagt lykkju á leið yðar til að
ráða gátuna nú þegar og auð-
vitað eins marga eða fleiri aðra
að vera svo velviljaðir við mig
og greina ráðning gátunnar nú 1
náinni framtíð. En að áður öll-
um frágengnum, þá kemur til
minna kasta að reyna að gera
ráðninguna og þá svo skiljan-
lega, að ekki þurfi um neitt að
villast. En ef mér mistekst, þá
auðvitað er eg fús að biðja fyr-
irgefningar, — en fram að þeim
degi segi eg að gátan sé óráðin.
Jón halli.
Business and Professional Cards
Trade Board
Spurt — Eru nokkrar nýjar
reglugerðir viðvíkjandi sölu
svínakjöti, við erum beðin að
takmarka kaup á þessu kjöti,
en kjötsalar segjast hafa nóg af
því.
Svar—Það eru vissir partar,
sem ekki eru sendir til útlanda
og þá parta er kjötsölum leyft
að selja til heimilisneyzlu. Það
er t. d. enginn útflutningur
“pork tenderloin” og því mjög
líklegt að nægar birgðir af
þessu kjöti séu á boðstólum fyr-
ir almenning.
Spurt — Er hámarksverð á
hveitimjöli?
Svar—Já. Ef verð á hveiti-
mjöli stígur hjá nokkrum kaup-
raanni á strax að tilkynna næstu
skrifstofu Wartime Prices and
Trade Board.
Spurt—Dóttir okkar gengur á
kvöldskóla. Skólinn hefir ný-
lega hækkað kenslugjöldin frá 5
dollurum upp í 6 dolara.
Svar—Það hefir, enn sem
komið er, ekkert hámarksverð
verið sett á kenslugjöld.
Spurt—Ef maður óskar eftir
að kaupa heyrnartæki Jianda
einhverjum, hvað þarf mikla
niðurborgun?
Svar—Til þess að takmarka
ekki sölu á nokkru er kann að
geta linað þjáningar þeirra, sem
eiga bágt, eru lasburða eða hafa
orðið fyrir limlesting, hafa gervi-
limir, tilbúnar tennur, heyrnar-
tæki og alt þesskonar verið
undanþegið lánslögunum.
Spurt—Eg get ekki drukkið
sterkt te, og bið því vanalega um
meira heitt vatn, á matsöluhús-
um þar sem eg borða. I dag var
mér neitað um þetta, og sagt að
eg fengi ekká nema einn bolla af
te. Mér finst ekki að eg hafi
farið fram á neitt, sem kallast
geti lagabrot.
Svar—Ef að te-ið er tilbúið i
könnunni, og ekki er beðið um
annað en heitt vatn til að þynna
svo manni líki betur, þá er engin
ástæða til að neita. Það er eng-
in skömtun á heitu vatni.
Spurningum á íslenzku svarað
á # íslenzku af Mrs. Albert
Wathe, 700 Banning St., Winni-
Peg.
NÍTJAN ÁRA MENN KVADDIR
TIL HERÞJÓNUSTU
Hernaðarvöldin í Canada hafa
lýst yfir því, að í náinni fram-
tíð verði 19 ára þegnar þessa
lands kvaddir til heræfinga; á-
ætlað er að tala slíkra manna
Dr. P. H. T. Thorlakson
205 Medical Arta Bldg.
Cor. Graham og Kennedy Sts.
Phone 22 866
Res. 114 GRENFBLL BLVD.
Phone 62 200
J. J. SWANSON & CO.
LIMITED
308 AVENUE BLDG., WPG.
•
Fasteignasalar. Leigja hús. Út-
vega peningalán og eldsábyrgð.
bifreiðaábyrgS, o. s. frv.
Phone 26 821
EYOLFSON’S DRUG
PARK RIVER, N.D.
íslenzkur lyfsali
Fðlk getur pantað meðul og
annað með pósti.
Fljót afgreiðsla.
Peningar til útláns
Sölusamningar keyptir.
Bújarðir til sölu.
INTERNATIONAL LOAN
COMPANY
304 TRUST & LOAN BLDG.
Winnipeg
DR. B. J. BRANDSON
216-220 Medical Arts Bldg.
Cor. Graham og Kennedy Sts.
Phone 21 834—Office tímar 3-4.30
Heimili: 214 WAVERLEY ST.
Phone 403 288
Winnipeg, Manitoba
Legsteinar
sem skara framúr
Úrvals blágrýti
og Manitoba marmari
Skrifiö eftir veröskrá
GILLIS QUARRIES, LTD.
1400 SPRUCE ST.
Winnipeg, Man.
DR. A. BLONDAL
Physician & Surgeon
602 MEDICAL ARTS BLDG.
Sími 22 296
Heimili: 108 Chataway
Sími 61 023
Arthur R. Birt, M.D.
605 MEDICAL ARTS BLDG.
Winnipeg
Lsekningastofu-sími 23 703
Heimilisslmi 46 341
Sérfræöingur i öllu, er aö
húösjúkdómum lytur
Viðtalstlmi: 12-1 og 2.30 til 6 e. h.
H. A. BERGMAN, K.C.
isienzkur lögfrœöingur
Skrifstofa: Room 811 McArthur
Building, Portage Ave.
P.O. Box 165«
Phones 95 052 og 39 043
Manitoba nemi frá
undum.
5 til 6 þús-
J. W. MORRISON & CO.
Oeneral Hardioare
MÁL og OLlUR
"Sé það harðvara,
höfum við hana”
•SfMI 270
SELKIRK, MAN.
No. 1 Call 2
DR. M. C. FLATEN
Tannlœknir
EDINBURG, N. DAKOTA
SINCLAIR’S
TEA ROOMS
Staðurinn þar sem allir vinir
mœtast.
SELKIRK, MAN.
Gilhuly’s Drug Store
THE REXALL STORE
Lyfjasérfrœöingar
SELKIRK, MAN.
Sími 100 Næturslmi 25
Thorvaldson &
Eggertson
Liögfrœöingar
300 NANTON BLDG.
Talslml 97 024
DR. A. V. JOHNSON
Dentist
606 SOMERSET BLDG.
Telephone 88 12 4
Home Telephone 27 702
ST. REGIS HOTEL
285 SMITH ST., WINNIPEG
•
pægilegur og rólegur hústaöur
í miöbiki borgarinnar
Herbergi $2.00 og þar yfir; með
baðklefa $3.00 og þar yfir
Ágætar máltíðir 40c—60c
Free Parking for Guests
DRS. H. R. and H. W.
TWEED
Tannlæknar
•
406 TORONTO GEN. TRCSTS
BUILDING
Cor. Portage Ave. og Smith St.
PHONE 26 545 WINNIPEO
A. S. BARDAL
848 SHERBROOK ST.
Selur llkkistur og annast um út-
farir. Allur útbúnaður sá bezti.
Ennfremur selur hann allskonar
minnisvarða og legsteina.
Skrifstofu talsími 86 607
Heimilis talslmi 501 562
DR. ROBERT BLACK
Sérfræðingur 1 eyrna, augna, nef
og hálssjúkdómum
216-220 Medical Arts Bldg.
Cor. Graham & Kennedy
Viðtalstlmi — 11 til 1 og 2 tll 5
Skrifstofusími 22 261
Heimilisslmi 401 991
Dr. S. J. Johannesson
215 RUBY STREET
(Beint suður af Banning)
Talsími 30 877
Viðtalstlmi 3—5 e. h.
Office Phone
87 293
Res. Phone
72 409
Dr. L. A. Sigurdson
109 MEDICAL ARTS BLDG.
Office Hours: 4 p.m.—6 p.m.
and by appointment
%
%ö°
V
S. E. Björnson, M,D.
Lœknir og lyfsali
ARBORG, MAN.
Dr. K. I. JOHNSON
Physieian and Surgeon
Slmi 37
CENTRE ST., GIMLI, MAN.
VICTORY BOWLING
FIVE and TEN PINS
•
Slmið 206 til þess að
tryggja aðgang
•
SELKIRK, MANITOBA
E. G. EIRIKSSON
Lyfsall
CAVALIER, N. DAKOTA.
Slmi 24