Lögberg - 08.10.1942, Qupperneq 4
4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 8. OKTÓBER, 1942
----------lögöerg----------------------
Gefið út hvern fimtudag af
THE COLUMBIA PRESS, LIMITED
695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba
Utanáskrift ritstjórans:
EDITOR LÖGBERG,
695 Sargent Ave., Winnipeg^ Man.
Editor: EINAR P. JÓNSSON
Verð $3.00 um árið — Borgist fyrirfram
The “Lö&berg” is printed and published by
The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue
^ Winnipeg, Manitoba
PHONE 86 327
Aukin útgjöld auknum
átökum samfara
1 hinu tröllaukna ljóði sínu, “Fróðárundrin
hin nýju,” kemst Einar Benediktsson þannig
að orði:
“Og fólkið var étið á fæti.”—
I þessari átajcanlgeu ljóðlínu felst ófögur
lýsing á öfugstreymi liðinna tíma, er svo hag-
aði til, að ráns- og gripdeildahugurinn virtist
öllum öðrum öflum yfirsterkari; þá var fólkið
í vissum skilningi beinlínis étið á fæti, og nú í
samtíð vorri, eru tug-þúsundir manna og
kvenna í áþjánarlöndum Nazismans, daglega
étnar á fæti, þar sem þær verða að þræla við
ömurleg sultarkjör að tilskipan þeirra ægi-
legustu illræðisafla, er sögui* fara af; þetta er
“skipulagið nýja,” sem Adolf Hitler hefir ein-
sett sér að koma á fót um gervalla Norður-
álfuna, og svo vitanlega með tíð og tíma til
endimarka heims, gæfist þess nokkur kostur;
slíkt má aldrei henda, og getur heldur ekki
hent, stan<fi lýðræðisfylkingarnar saman sem
einn maður, sem ein sál!
Atburðir þeir, sem nú eru daglega að ger-
ast í hernumdu löndunum, eru þyngri en tár-
um taki; merkilegar menningarþjóðir, er á
einskis manns hluta, og engrar þjóðar hluta
höfðu gert, en undu glaðar við sitt, hafa verið
sviptar frelsi; þar, sem áður logaði skærast á
vitum mannréttinda, hvílir nú myrkur yfir
djúpinu; myrkur hallæris, myrkur hvers konar
áþjánar og villimensku. En þrátt fyrir þessi
kyngimögnuðustu Fróðárundur allra alda leyn-
ist þó með hinum undirokuðu þjóðum neisti úr
glóð, er á sínum tíma verður að ómótstæðilegu
báli, er brennir af fjötra, og hefur þær til frjáls-
mannlegs öndvegis á ný, og þá “verður dýrð-
legur dagur,” eins og góðskáld vort eitt komst
svo fagurlega að orði; þá munu hugsjónir
rætast, og “þá mun aftur morgna.”—
Þegar ráðist var á Pearl Harbor, vöknuðu
ýmsir þeir, er notið höfðu værðar í Paradís
flónskunnar upp við vondan draum, og þeim
fór þá fyrst að skiljast, að ekki væri alt með
öllu trygt um hag vesturhvels jarðar; hlið-
stæðra draumrofa varð vart, er það varð lýð-
um ljóst, að óvinakafbátar' væri teknir að
sokkva canadiskum skipum í St. Lawrence
fljótinu.
Forn raunspeki, og ekki ósennilega ný
líka, staðhæfir að enginn skilji sorgina fyr en
hún drepi á dyr hjá honum sjálfum; hliðstætt
lögmál gildir um hættuna; það þarf ekki að
kynna neinum þeim eðlislög hennar, er horfist
í augu við hana sjálfur. Hættan, sem yfir
Vesturálfunni hvílir af völdum Möndulveld-
anna, er nú orðin það auðsæ og áþreifanleg, að
nú hljóta hugir þeirra allra, er álfuna byggja,
að beinast að einu og sama markmiði, sem sé
því, að tryggja lýðræðisþjóðunum fullnaðar-
sigur, og það sem allra fyrst; í kostnað má
ckki horfa, hverrar tegundar, sem er.
Það liggur í augum uppi, að aukin átök
á vettvangi stríðssóknarinnar, hafi í för með
sér stórkostlega aukin útgjöld. En hvað eru
hinar svonfendu fémunafórnir borið saman við
hfsfórnina sjálfa? Við slíkri spurningu er
ekki vandfundið svar.
Fjármálaráðherra sambandsstjórnar, Mr.
Ilsley, er nú í þann veginn að bjóða út hið
þriðja sigurlán canadisku þjóðarinnar síðan að
núverandi alheimsstyrjöld hóf göngu sína;
koma sigurlánsveðbréfin á markað þann 19.
yfirstandandi mánaðar, eri upphæðin, sem
stjórnin fer fram á nemur 750 miljónum dala;
ef til vill hrýs einhverjum hugur við þessari
fjárhæð, og vantreystir því, að markinu verði
náð; slíkt er með öllu ástæðulaust; síðasta sigur-
lánið fór langt fram úr hinutllætlaða markmiði,
og síðan hefir hagur þjóðarinnar batnað að stór-
um mun sakir hagstæðs ársferðis svo að segja
á öllum sviðum athafnalífsins; það er þess-
vegna gild ástæða til þess að ætla, að sigur-
lánsútboði því, sem nú er í vændum, verði á
skemmri tíma en áður viðgekst um hliðstæð
lán, greiddur vegur að settu marki; málstaður
sá, er canadiska þjóðin berst fyrir, krefst þess
að svo verði í nafni þess friðarríkis, sem koma
á, að loknum yfirstandandi hildarleik.
Hið mikla hlutverk vort
í landnámi Ingólfs Arnarsonar, er engan
veginn “hult um heimamann,” eins og Stephan
C. Stephansson sagði í einu af hinum mörgu
eftirminnilegu ljóða sinna; yfir geigfegurð þess
svipmikla landnáms hvílir dularfull blika, sem
vonandi er, að fram úr ráðist á betri veg, þó
óneitanlega sé í þjóðernismálunum heima fyrir
allra veðra von; þetta er forustumönnum
heimaþjóðarinnar hið mesta áhyggjuefni;
þjóðin býr við tvíbýli, þar sem svo má segja, að
naumast sé hársbreidd að tölu milli innfæddra
manna og gesta, og sannast þar í veruleik hið
fornkveðna, “að fáir lofa einbýlið, sem vert
er”; með hliðsjón af þessu viðhorfi, liggur það
í augum uppi, hve miklis það er um vert, að
vér, synir eða barnabörn íslands, sýnum í verki
fullan trúnað við eðli vort og ætt, og látum
einskis þess átaks ófreistað, er vernda megi
íslenzka tungu í þessu landi, því tungan og
þjóðernið er í raun og veru eitt og hið sama.
Boðorðið mikla, “Heiðra skaltu föður þinn
og móður,” stendur óhaggað að sannleiksgildi
enn þann dag í dag; hið mikla hlutverk vor
Vestmanna, er fólgið í því, að tryggja íslenzkri
tungu langlífi í þessu landi, stofnþjóð vorri og
kjörþjóð vorri til nytsemdar og sæmdar, í stað
þess að verða upplitaðir og lítilþægir meðal-
menn; það er of seint, að iðrast eftir dauðann,
og þessvegna er það heilög skylda, að berjast
fyrir verðmætum lífsins, eins og bezt sæmir
afkomendum hins norræna kynstofns. í mark-
vissri ritgerð, sem birt er í nýkomnu hefti
Eimreiðarinnar eftir Ólaf Lárusson, prófessor
í lögum við háskóla íslands, er rætt um mál,
sem á brýnt erindi til vor Vestmanna; það fjall-
ar um verndun ísíenzks þjóðernis, og því lýkur
á þennan veg:
“Þjóðernismálin eru eilífðarmál þjóðanna.
Sú þjóð, sem glatar þjóðerni sínu, heimtir það
aldrei aftur. Þar er engin upprisuvon. Þess
vegna hafa miljónir manna fyr og síðar lagt
lífið sjálft í sölurnar fyrir þjóðerni sitt. Þess
vegna er verndun þjóðernisins mesta málið,
sem nokkur þjóð á. Eilífðin tekur yfir alt,
fortíð, nútíð og framtíð. Sá, sem bregzt þjóð-
erni sínu, Kvort sem hann gerir það viljandi
eða hann vanrækir í hirðuleysi og hugsunar-
leysi þær skyldur, sem það bindur honum,
hann bregzt fortíðinni, svíkur fjöldann undir
mold og meið, sém á undan honum gekk, sem
skapaði þjóðerni hans og verndaði og fékk
honum það með þeirri kvöð, að hann skilaði
því í hendur næstu kynslóð. Hann bregzt
framtíðinni, hinum ófæddu, sem áttu að taka
við arfleifðinni, sem hann fékk og glataði. Hann
bregzt samtíð sinni, svíkur þá, sem hann átti að
standa við hliðina á, og hann svíkur sjálfan
sig. Þjóðerni manns er ekkert leikfang, sem
hann má brjóta og týna að vild, getur íleygt
frá sér, þegar honum sýnist. Þjóðernið er sál
hans sjálfs. Sá, sem spillir þjóðerni sínu eða
glatar, bíður tjón á sálu sinni.”
Tjón af völdum eldsvoða
Nú stendur yfir sú árstíð, er stjórnir þessa
lands, allar í sameiningu, brýna fyrir almenn-
ingi að fara varlega með eld, og fyrirbyggja
þann háska, sem af gáleysi getur stafað í þessu
efni; árið sem leið, létu 323 manneskjur 1 þessu
landi líf sitt í eldsvoða, þar á meðal 117 börn;
eignatjónið nam 28 miljónum dala. Á síðast-
liðnum tíu árum nam tala dauðsfalla áf þess-
um völdum, 2,785, en eignatap hljóp upp á
269 miljónir dala; þetta hvorttveggja er afar
í^kyggilegt, og liggur það þessvegna í augum
uppi, að alvarlegar ráðstafanir þurfi að taka
með það fyrir augum, að fyrirbyggja eins og
framast má auðið verða, hliðstæð slys í fram-
tíðinni; margir fara gálauslega með vindlinga,
og henda frá sér hálfbrunnum stúfum hér og
þar; þetta hefir oft og einatt valdið skógar-
eidum og líftjóni í heimahúsum.
Brent barn forðast eldinn, segir gamalt
máltæki; stundum sýnist fullorðna fólkið eiga
erfitt með að átta sig á hliðstæðum staðreynd-
um.
Þakkarhátíð
Þann 12. þessa mánaðar halda íbúar þessa
mikla meginlands þakkarhátíð. Fyrsta þakk-
arhátíðin, sem sögur fara af í þessari álfu, var
haldin árið 1588, og voru það sægarpar nokkr-
ir, er eftir harða útivist lentu við strendur
Newfoundlands, sem að henni stóðu; þökkuðu
þeir forsjóninni í sameiginlegri, heitri bæn
fyrir það, að hafa náð heilir til hafnar eftir
baráttu við brimsjó og annað ferðavolk. Jafn-'
vel frummaðurinn, sem örðugt átti með að láta
í ljós tilfinningar sínar, fagnaði, eða hélt
þakkarhátíð á sína vísu yfir því, að hafa lifað
af fellibylji, flóð, landskjálfta og drepsóttir;
það er andlega heilbrigðum manni í blóð borið,
að þakka það, sem þakkarvert er; yfirborðsiðir
í þessu sambandi, eru því í rauninni ekki nema
svipur hjá sjón borið saman við það, sem hið
innra með manninum býr; það er þakklæti
hiartalagsins eitt, er gefur þakkarhátíðinni var-
anlegt gildi.
Milli mála
Eftir Guðmund Friðjónsson.
Það er margt, sem fer milli
mála, til dæmis það, hvað skáld-
um sé fyrir beztu.
Jónas Jónsson lét í veðri vaka
í ræðu þeirri, sem hann helgaði
mér — í útvarpi — á sjötugs-
afmæli mínu, að sú aðstaða, sem
mér hlotnaðist, æfilöng í heima-
högunum, muni hafa staðið mér
lítt eða ekki fyrir andlegum
þrifum. Sigurður Nordal kemst
að samskonar niðurstöðu um St.
G. St. í formála að úrvali kvæða
skáldsins, sem flúði til andvök-
unnar til ljóðagerðar.
Eg ætla í þessu greinar-kríli
að láta St. G. svara fyrir okkur
báða, og er eigi svo að skilja,
að í þessu tiltæki felist mann-
jöfnuður okkar í milli.
St. G. gat þess eitt sinn í bréfi
til mín, að hann hefði orðið að
rækja ljóðagerð sína með fjós-
verkunum, á næturþeli, og þeg-
ar illviðri bönnuðu honum akur-
yrkju. Slík tækifæri eru svo
óskáldleg sem mest má verða.
Það þori eg að fullyrða.
Mentun sína þurfti St. G. að
sækja undir það högg, sem hann
túlkar í þessari vísu:
Eg gat hrifsað henni af
hratið, sem hún vék mér,
meðan lúinn makrátt svaf,
meðan kátur lék sér.
Um Kolbein, sem kvaðst á við
óvin mannanna, segir St. G. og
er sú umsögn undir niðri um
hann sjálfan, andvöku-Bragann:
. . Hann kunni þá list,
sem er fáum hent,
að lepja upp mola af lífsins stig,
en láta ekki baslið smækka.
Fáum tekst að verða, sem
dæmdir eru til að “nurla” á
landi, höfðingjar, og því síður
stórhöfðingjar.
Lúi er eigi heldur til þess
fallinn, að gera stórskáld úr
sessunaut sínum. “Giktin — og
syndin — hefti gangtól” Bólu-
Hjálmars, að sjálfs hans sögn,
eftir að hann
“sneið úr veggjum þarfleg þök,
þrýsti veggjum saman.”
Lúi og þreyta úthýsa anda-
gift, miklu oftar en hitt, að þau
sýni henni gestrisni. Þetta má
sanna, þegar um St. G. er að
ræða. Ártölin við kvæði hans
í andvökum sýna það, að hann
kveður fá kvæði og eigi mark-
verð, frá því að hann kemur til
Vesturheims 1874 og til 1890.
Orsökin er augljós: Á þeim ár-
um ryður hann sér til rúms
þrem sinnum á nýju og óbygðu
landi. Flest skáld eru bezt fall-
in til afreka frá tvítugsaldri til
fimtugs. Nærri má geta um svo
hugumírjóvan mann, sem St. G.
reyndist þangað til hann var
sjötíu ára, að þögn hans milli
tvítugs og fertugs, stafar af lúa
og tómstundaskorti.
Þrándur í götu getur eigi leik-
ið á tveim tungum. Tölurnar
sanna, að skáldgáfa St. G. fær
eigi það undanbragð að geta
.orðið andvaka. Eigandi gáf-
unnar er svo miklum önnum
kafinn frá því að hann er tví-
tugur og þangað til hann er fer-
tugur, að honum verður ekki
ljóð á tungu.
Þegar þessa er gætt, verður
það eigi torskilið, að St. G. er
eigi háttslyngur að sama skapi
sem hann er djúpúðigur. Hann
yrkir flest öll kvæði sín á þeim
aldri, sem fjörspor æskumanns-
ins eru að baki hans.
“Lítið til fuglanna í loftinu”
og gaumgæfið þeirra vinnubrögð.
Hvenær syngja þeir fegurst? Á
vorin, þegar vel viðrar og þeir
eru hugfangnir af ástúð. Þar
er náttúran sjálf “með í spil-
inu.” Sumir fuglar syngja með
vængjunum, til dæmis hrossa-
gaukur — á vorin, ekki á haust-
in.
Skáldin þyrftu að sæta þeim
kjörum, að þau gætu verið í
vorhug, svo að þeim væri “létt
um vik.” Lúi og andvaka geta
gert skáld að spekingi, en varla
munu þau geta skapað léttvígan
listamann.
Vinnuþrælar dugðu ekki til
íþrótta á víkingaöldinni. En
þeir menn gátu drýgt fimleika,
sem áttu þess kost að hlífa sér
við vinnubrögðum.
Gáfaðir menn, t. d. Jónas
Jónsson og Sigurður Nordal,
geta fært líkur að því, að lúinn
bóndi mundi eigi hafa betur
kveðið né orðið fjölskrúðugri, þó
að hann hefði verið með höfð-
ingjum og átt þess völ, að leika
sér útiáum lönd. Tungumjúkur
maður getur á einni og sömu
eykt “sannað,” að Guð sé til og
að hann geti ekki verið til. Sig-
urður Fáfnisbani var langtalað-
ur á þingum — segir sagan
og svo orðfær, “at þat eina þótti
rétt, er hann mælti.” Þessa, í
rauninni hálfkveðnu vísu, má
botna þannig, að þeir, sem
hlýddu og horfðu á Fáfnisban-
ann, voru svo hugfangnir - af
honum, að hann gat vafið þeim
um fingur sér. Þegar svo geng-
ur, er leiðtoginn orðinn að á-
trúnaðargoði mannfjöldans, sem
þá og þar er um að tefla.
Það er sagt, að hver mús
haldi, “að verst sé í sinni holu.”
Sá fiskur liggur undir steini
þarna, að hver maður sá óá-
nægður með sitt hlutskifti.—
Eg mætti eitt sinn Einari
Benediktssyni við Austurvöll,
vorum báðir á leið til steinsins.
þar sem Alþingi var háð. Einar
spurði mig tíðinda utan af Leir-
unni minni og eg bað hann að
segja mér fréttir sunnan úr
löndum. Báðir vörðust allra
frétta. Þá varð mér þetta að
orði:
“Mikið öfunda eg þig, Einar,
af þínu hlutskifti, að vera tím-
um saman suður í löndum, sjá
þá víðu veröld, og kynnast
margs konar mönnum, grípa
þar á lofti skáldskaparefni, sem
ekki eru hér á neinu strái.”
Einar leit þá á mig og svaraði
í lægri tón en hann var vanur
að beita:
“Eg er eigi viss um, Guð-
mundur, að þú hafir ástæðu til
að öfunda mig, þegar öllu er á
botninn hvolft. Fár veit, hverju
fagna skal.”
Að svo mæltu hvessti hann
röddina og fór þá út í aðra
sálma.
Einar var orðinn roskinn mað-
ur, þegar við áttum þessi orða-
skifti, og farinn að hneigjast
til þeirrar trúar, eða skoðunar,
að mennirnir gætu lifað svo
hundruðum ára næmi, ef þeir á-
stunduðu alla æfi heilagt líferni.
Manninum er ásköpuð löngun
til langrar æfi og hann segir við
sjálfan sig — eða upphátt, þeg-
ar sér í tvo heimana, það sem
maðurinn mælti á Sturlungaöld,
sá sem var leiddur undir öxar-
munn: “Gott væri að lifa leng-
ur.” Lífið er fagurt, þegar vel
gengur klyfjabandið. Og sum-
um mönnum þykir máli skifta,
að bæta ráð sitt, þ. e. a. s. gera
betur á morgun en í gær.
“Drengir eru vaskir menn og
batnandi,” segir Snorri Sturlu-
son. Þetta er svo að skilja, að
þeir menn séu drengskapar-
menn, sem vaxa og batna með
aldrinum.
St. G. St. byrjar sitt ljóðræn-
asta kvæði með þeim hætti, að
hann varpar af sér fargi lúans
og brýnir aðra menn, sem
þreyttir eru, til þess að brjóta af
sér fjötur þann, sem þreyta og
lúi skapa, og okið, sem þau
leggja á undirsáta sína. Röddin
er óvenjulega hljómfögur:
Hver er alt of uppgefinn
eina nótt að kveða og vaka,
láta óma einleikinn
auðveldasta strenginn sinn,
leggja frá sér lúðurinn,
langspilið af hillu taka!
Hver er alt of uppgefinn
eina nótt að kveða og vaka?
Það kemur í ljós síðar í þessu
kvæði, að íslenzk vornótt yngir
St. G. — ást hennar, svo að
hann leikur á als oddi. Og í
þeirri andrá kallar hann á
frónskan lækjarnið til fullting-
is rödd sinni.
“Þar hafa þeir hitann úr,”
sagði álfkona, ef eg man rétt.
Þó að St. G. gæti orðið svo
söngvinn — undir guðvefjar-
skikkjublaði vordísar í “nótt-
lausri voraldar veröld,” sem
þetta kvæði sýnir, má með
sanni segja, að hann fer eigi á
þessháttar kostum að jafnaði.
Þegar andvakan byrjar í húsi
hans,
“og jörðin vor hefir sjálfa sig
frá sól inn í skuggana elt,”
hefir hann þá sögu að segja,
að þreytan liggur á honum eins
og mara, milli náttmála og dag-
mála:
Og lífsönnin dottandi í dyrnar
er sezt,
sem daglengis vörður minn er,
og stygði upp léttfleygu ljóðin
mín öll,
svo liðu þau sönglaus frá mér,
og vængbraut þá hugsun, er hóf
sig flugs
og himinninn ætlaði sér.
Þessi skriftamál verða eigi vé-
fengd. St. G. veit og viðurkenn-
ir, að hann er bandingi vinnu-
lúans og að ljóðagerð hans dreg-
ur dám af þeim sessunaut. Hann
gerir hana þunglamalega, held-
ur henni niðri — hamlar henni
frá háfleygi, rænir hana létt-
leik. Þess vegna verða mörg
kvæði hans “milli lesmáls og
ljóða,” “blaðagreinar í rími,” að
sjálfs hans sögn.
Þetta er eigi mælt til þess að
varpa skugga á skáldið, heldur
til hins, að gefa mönnum á-
minning, sem láta í veðri vaka,
að einyrkjabúsýsla sé til þess
fallin að skapa afreksmenn á
sviði bókmenta.
Það munu þeir skilja í gröfum
sínum, Sturla og Snorri, Hómer
og Dante, Goethe og Shake-
speare, og önnur afburða skáld,
sem lifðu við allsnægtir og
sluppu við að vera “kerra, plóg-
ur, hestur.”—(Dvöl).
Ráðast Borgfirðingar
í virkjun Andakílsár-
fossa?
árfossa og leiðslur úr þeim til
Akraness og Borgarness og bæja-
kerfi á báðum stöðunum, mun
heildarkostnaðurinn nema um 5
milj. króna. En virkjun Anda-
Samkvæmt kostnaðaráætlun
er Árni Pálsson verkÍEæðingur
hefir gert um virkjun Andakíls-
kílsárfossa er um þessar mund-
ir mjög á döfinni í Borgarfjarð-
ar- og Mýrasýslum og hafa raf-
orkunefndir sýslnanna og Akra-
neskaupstaður setið á rökstólum
hér í Reykjavík fyrir skemstu,
þar sem kostnaðaráætluanir
Árna Pálssonar, ásamt nákvæm-
um rekstursáætlunum, sem hann
hafði gert, voru lagðar til grund-
vallar.
Fundur raforkumálanefndanna
var ekki til þess að taka ákvarð-
anir í málinu, heldur til að at-
huga kostnaðarhliðina og yfir-
leitt möguleikana fyrir virkjun-
inni. En nú um helgina mun
bæjarstjórn Akraneskaupstaðar
taka ákvörðun um hvað hún
fyrir sitt leyti vill gera, en
skömmu síðar munu sýslunefnd-
ir Borgarfjarðar--og Mýrasýslna
koma saman á aukafundi til að
ræða þetta velferðarmál, sem
um áratugi hefir verið eitt-
stærsta áhugamál héraðsbúa.
Strax og allsherjarvirkjun
fyrir Borgarfjarðarhérað kom
til umræðu, urðu menn sammála
um Andakílsárfossa, sem heppi-
legasta vatnsfallið til virkjunar,
enda liggja þeir vel við, vatns-
fallið er mikið og auðvelt að fá
algerðan renslisjöfnuð úr Skorra
dalsvatni.
Nokkru eftir að Árni Pálsson
verkfræðingur hafði lokið áætl-
unum að Laxárvirkjuninni, var
honum falið að gera kostnaðar-
áætlun um virkjun Andakílsár-
fossa og lauk hann þeirri áætlun
árið 1939. Þá nam áætlaður
kostnaður 1650 þús. kr., en við