Lögberg - 19.11.1942, Blaðsíða 3

Lögberg - 19.11.1942, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 19. NÓVEMBER, 1942 3 sjón frumherjanna verði kom- andi kynslóðum ljós og leiðar- vísir, minni þær á að þeir lögðu sérstaka rækt við andlegar hug- sjónir og vildu stefna að háleitu marki sannleikans í öllum grein- um; ef vér gerum það, ef kom- andi kynslóðir gera það, þá verður grundvöllurinn traustur, efnaleg og andleg velsæld hald- ast í hendur, og hið margþráða frelsi sem allir menn sækjast eftir, verður virkilegleiki, því aðeins “sannleikurinn getur gert mennina frjálsa.” G. J. Oleson. Flökkuskipið (Framhald) Mér hugkvæmdist, að við framvegis skyldum hengja ljós- ker í káetu-gluggann á hverri nótt, til merkis. Olían var eydd fyrir löngu, en til allrar ham- ingju var til gnægð af hangnu fleski, er eg notaði á lampann með dálitlu af olive olíu. Og alla nóttina lýsti ljósið út á sjáv- arflötinn til þess dagur rann. Eg vonaði að eitthvert skip kynni að sjá ljósið og koma og bjarga okkur . . . en við máttum bíða enn um stund. Hver mánuðurinn leið eftir annan. Það kom vor og með því nýir erfiðleikar. Frá því í desember hafði skipið borist eft- ir miklum boga á reki sínu. Fyrst hafði straumurinn hrifiö það með sér til norðurs, upp undir Alaska og svo aftur til vesturs og að lokum til norðurs. Fyrsta janúar 1878 komumst viö lengst í suður á ferð þessari. . . . Á þessum langa hrakningi,, hafði mér smátt og smátt tekist að átta mig, þó mig brysti verk- færi. Það sem stytti mér stund- irnar — sem fyr — voru skýin í loftinu, freyðandi öldurnar, sjófuglarnir, sem flugu fram hjá og alt sem bærðist lifandi á skip- inu, jafnvel ísjakana — þar sem við komumst nyrst — gat eg horft á með ánægju. Daga og vikur höfðum við rekist innan um þessi blikandi og tindrandi klungur, og mátti telja það kraftaverk að skipið eigi rakst á jaka og brotnaði í spón. Kínverjarnir höfðu í þessum harða reynsluskóla, fengið ofur- litla nasasjón af sjómensku. Þeir voru farnir að hafa gagn af stýrinu, og með óþreytandi þol- inmæði og ákaflegum erfiðis- munum, hafði þeim tekist að festa seglbleðil á fremsta siglu- brotið, svo þeir gætu stýrt í vestur, þangað sem þeir hugðu að Kína væri, en ef þykknaði í lofti eða hvesti, fór alt út um þúfur, þá réðu straumar alger- lgea ferðum okkar. Eg reyndi til að kenna þeim að færa sér áttavitann í nyt, en ekki trúðu þeir mér betur en svo, að þeir vanalega stýrðu þveröfugt frá því er eg hafði sagt þeim fyrir. Þeir gerðu mér skiljanlegt að þeir ætluðu til Kína og þeir þektu leiðina ágætlega, því þeii hefðu farið hana einu sinni áður. Tuttugasta og sjöunda apríl um sólarlag sáum við síð- ustu hafísjakana hverfa við sjóndeildarhringinn. Langan tíma eftir þetta höfðum við auð- an sjó og skip-hróið okkar var sá eini syndandi hlutur í margra mílna fjarlægð. Það fór að smá hlýna í loft- inu, þótt okkur bæri stöðugt í norður. Síðustu vikurnar höfð- um við orðið að kappkynda ofn- inn í káetunni, því þá var raki mikill og kuldi. Við brendum skilrúmunum á milli káetanna, því allur laus viður var brend- ur fyrir löngu. Þann 10 maí sá- um við aftur land. Það var hár og kollóttur fjallshnjúkur. Við færðumst nær og nær, þar til við sáum brimgarðinn, sem sauð og freyddi upp á ströndina, en Balbóa rak fram hjá í vestur- átt. Landið hvarf okkur sjón- um. Kolsvört þokan lagðist utan að okkur og líktist köldum fangelsismúr. Næsta morgun þegar eg var að stara út á sjóinn — er þar virtist grunnur, létti þokunni alt í einu, og strönd skógi vaxin blasti við um 500 faðma frá skipinu. Landið var hæðótt, og hæðirnar snæviþaktar. Mér fanst mér birtast himnaríki. Hefði eg getað synt, myndi eg óðara hafa fleygt mér á sund, en nú varð eg að naga mig í hand- arbökin fyrir að hafa ekki lært þá list. Að líkum var landið ó- bygt. Hvergi sáust mannaverk. Okkur bar hægt áfram. Eg horfði til lands við öllu búin. Andahópur flaug upp undan skipinu og hélt til lands. Æ, það var skammvinn ánægja. Það var að sjá sem skipið ætlaði ekki að hvíla sig að þessu sinni, heldur barst lengra og lengra út í geiminn. Mér lá við ör- vinglun. Eg var sannfærður um að við höfðum farið gegnum smá-eyj- arnar fyrir norðan heimskauta- bauginn. Eg kvaldist ákaflega af kvíða fyrir mótlæti, hungri og kulda. Átti það að verða af- drif okkar, eftir allan þenna mæðusama flæking í heita og kalda beltinu, að finna grafir okkar í heimskautaísnum eilífa. Þessa dagana lá straumurinn meira til vesturs og við vorum komnir að öllu vonlausir — að mér fanst — í meginstrauminn, er endaði hringferð sína í þess- um hluta Kyrrahafsins. Tvisvar sá eg segl í fjarska, er hvarf svo aftur. Svona bárumst við um hafið dag eftir dag, en að lok- um bar okkur til suðurs. Kín- verjarnir, sem hugðust stýra í vestur höfðu sýnilega enga hug- mynd um að við værum langt, langt í burtu frá ættlandi þeirra. Tuttugasta júní sáum við tvær eyjar sem straumurinn bar okk- ur til. Um miðjan dag vorum við komnir mjög nálægt annari eynni. Litlu síðar varð fyrir okkur djúpur og kyr vogur. Hann var girtur grenitrjám og þyrnirunnum. Inst í voginum var dálítill kofi; úr strompinum stóð reykjarstólpi í háaloft og á spegilsléttum sjónum skreið bát- ur á leið til okkar . . . Æ, guð minn góður! Eg titraði af kvíða fyrir því að þetta væri sjón- hverfing er óðar hyrfi. Báturinn kom og eg leit í hon- um menn, er klæddir voru að háttum Norðurálfumanna. Úr þessu var eg hættur að taka eft- ir kofanum eða landslaginu í kringum hann. í stað þess horfði eg af öllum mætti á bát- G. J. Oleson Thos. E. Oleson G. J. Oleson & Son GLENBORO, MANITOBA Selja akuryrkj uverkfæri af beztu og nýjustu gerð Red Head og Anglo-Canadian Olíu Repair Service . . . Specialty Einkunnarorð: “Fram með hug og hjartaprýði Horfum beint mót hverri þraut; Þreytum dug og þrek í stríði Þá skal sigur krýna braut.” lafði við brotinn siglustúf, og allar líkur fyrir að skpisrekaldið væri að liðast í sundur. Hægt og þeyjandi mjakaðist skips- skrokkurinn áfram án þess að skeyta köllun hafnsögumann- anna, eður láta sig varða urn hvað yrði á leið þeirra. Horaðir og dapurlegir menn, áátu eður lágu til og frá á þilfarinu, kring- um siglu-stautinn, þegar skips- flakið rakst á hliðinni að sken og stóð þar fast. Þarna endaði þá þessi lang- sami flækingur skipsins Balbóa við strendur Asíu. Eg hefi svo litlu hér við að auka. Embættismaður fór tat- arlaust um borð í þetta strand- aða skip og fann 46 kínverska þræla, sem neituðu að segja hvaðan af löndum þeir væru komnir eður hvert þeir ætluðu, og ekki var hægt að sjá nafn skipsins, því það var vandlega skafið út. Dagbók skipsins og flaggi höfðu þeir kastað fyrir borð og eyðilagt öll blöð og bréf, að undanteknu einu bréfi, sem þeir annaðhvort hafa gleymt eða ekki fundið. 1 bréfinu stóð að handhafi þess yæri sendur frá Makaó til Callaó á þrímöstruðu skipi, sem héti Providenza, en enginn, sem sá þetta skip kann- aðist við að það væri það. En samt var þetta lykillinn að gátunni og þótt að þeir af þræi- unum, sem lifðu eftir hyrfu sem dropi í sjóinn innan um milj- ónirnar í Kína og Japan, gekk þó sagan um þá og skip þeirra um öll dagblöð. Lýk eg svo frá- sögu þessari um þenna fágæta flæking minn á Kyrrahafinu. E. G. þýddi. Frá Mountain, N.D. 13. nóvember 1942. Herra ritstjóri Lögbergs: Viltu gera svo vel að ljá eftir- fylgjandi línum rúm í blaðinu í næstu viku (þann 19.)? Hinar margumræddu íslands- myndir verða sýndar hér á Mountain, kl. 8 að kveldi þess 27. þ. m. Það er áríðandi, aö allir, sem hafa löngun til að sja þær noti þetta tækifæri, því á öðrum stöðum í íslenzku bygð- unum er ekki hægt að sýna þær, sökum skorts á raforku Dr. Beck hefir lofast til að vera hér og skýra myndirnar. Enginn inngangseyrir, en sam- skota leitað til að borga fyrir húslán og annan kostnað. Verði afgangur gengur það í Rauða- kross sjóðinn, og vonum við að þeir, sem geta verði ríflegir á centunum. Komi allir, sem koma vilja, hvort sem þið hafið pen- inga eða ekki. í umboði framkv.nefndar Bárunnar, Thorl. Thorfinnson, (skrifari). Business and Professional Cards inn og mennina, sem réru hon- um slíkt sem af tók. Það duld- ist ekki, að þeir voru steinhissa á útliti skipsins. “Hverjir eruð þið?” var svo kallað til okkar á ensku máli, og orðin hljómuðu í eyrum mér sem fegursta lag og tár komu í augu mér. Eg kom upp engu orði, en baðaði út höndunum og benti þeim að koma sem bráðast. Nú tóku þrælarnir að ókyrrast, þeir slógu um mig hring og drifu mig með hnúum og hnef- um ofan í káetuna. En eg hafði samt komið því til leiðar er eg vildi. Su-Hu-Jok skaut slag- brandi fyrir hurðina meðan eg ekki hafði augun af mönnuhum í bátnum. Tími lausnarinnar var fyrir hendi. Eg kastaði longu snæri — sem eg bar jafn- an á mér til vara — út úr glugg- anum. Safnaði í snatri öllpm fötunum, sem eg náði í, batt þau í bagga og rendi mér síðan á snærinu ofan í bátinn, sem var kominn fast að skipshliðinni. Á næstu mínútu kom Su-Hu-Jok sömu leið, að því búnu sneri báturinn til lands. Kínverjarnir stóðu í þyrpingu á þilfarinu og horfðu glottandi á eftir okkur. Eg jafnvel hugði þá hróðuga yfir því að geta losast við okk- ur svona fyrirhafnarlítið. Eg sneri mér við og virti þræla- skipið fyrir mér. Balbóa var orðið með öllu óþekkjanlegt úr þeirri fjarlægð, sem eg var í. Þessa nýju vini mína fýsti að snúa aftur, greiða uppgöngu á skipið og reka Kínverjana af því, en mér tókst að fá þá ofan af því. Við vorum aðeins 5 í bátnum og hvað máttum við jafn fáir á móti 50 ósvífnum þorpurum, eg var einnig svo þakklátur og glaður yfir fengnu frelsi mínu, að eg bar ekkert hatur í brjósti til þessara fá- fróðu mannaræfla. Mér létti um hjartaræturnar, þegar eg sá að skipsskrokkinn rak undan og hvarf mér sjón- um. Tíu mínútum eftir stökk eg í land frjáls maður. Mér er ekki auðið að lýsa tilfinningum mínum. Þó eg væri langt i burtu frá föðurlandi mínu, fanst mér eg þekkja alt, eins og þessir ókendu sjö menn væru aldavinir mínir og eins og eg ætti alt er eg leit í kringum mig. Umhverfis mig var mér alt nýtt og þó svo gamalt. Eg kann- aðist við það alt frá fornu fari og þó vissi eg ekki hvar eg var niður kominn. Mér fanst eg ganga í svefni en var þó glað- vakandi. Eg var kominn til eyjarinnar Rankoke, sem verður á leiðinni frá suðurodda Kamschatka til Japan. Björgunarmennirnir voru hvalaveiðimenn hollenzkir og hét “Marja” skip þeirra. Eyjan var bygð af dvergkynjuðum þjóðflokki er hélt til uppi á eyj- unni. Á suðurströndinni höfðu rússneskir sjómenn stofnað án- ingastað fyrir skip. I öndverð- um ágúst kom amerískt skip skonnortan “Grant” og varpaði akkerum við áfangastað þenna. Hún vamá leið til San Francisco og gafst mér því færi á loksins að komast til átthaga minna, er eg svo lengi hafði þráð. Mér þótti mikið fyrir að skilja við Hollendingana, .en var samc fljótur að kjósa um kosti. Nítjánda sept. 1878 kom eg á- samt Su-Hu-Jok til San Fran- cisco, einu ári þremur mánuðum og nítján dögum eftir að við létum út frá Callao. Tuttugasta og fyrsta október var eg orsök í því að Robert frændi væri nærri dauður úr hræðslu þegar eg — sem skollinn úr sauðar- leggnum — kom til Margarítu Nýlendunnar. Tuttugasta og sjöunda ágúst sama ár hafði undarlegur og dularfullur hlutur komið af hafi utan inn í flóann Hakodades, sem er hafnarbær í Japan. Það var draugalegur skipsskrokkur. Það leit þó út fyrir að á honum væru lifandi verur. Segldrusla Dr. P. H. T. Thorlakson 20^ Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 22 866 • Res. 114 GRENFELL BLVD. Phone 62 200 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDG., WPG. • Fasteignasalar. Leigja hús. Út- vega peningalán og eldsábyrgð. bifreiðaábyrgð, o. s. frv. Phone 26 821 Peningar til útláns Sölusamningar keyptir. BújarBir til sölu. INTERNATIONAL LOAN COMPANY 304 TRUST & LOAN BLDG. Winnipeg DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Office tfmar 3-4.30 • Heimili: 214 WAVERLEY ST. Phone 403 288 • Winnipeg, Manitoba Legsleinar sem skara framúr Úrvals blágrýti og Manitoba marmari SkrifiO eftir veröskrd GILLIS QUARRIES, LTD. 1400 SPRUCE ST. Winnipeg, Man. DR. A. BLONDAL Physician & Surgeon 602 MEDICAL ARTS BLDG. Sfmi 22 296 Heimili: 108 Chataway Sfmi 61 023 Arthur R. Birt, M.D. 605 MEDICAL ARTS BLDG. Winnipeg Lækningastofu-sfmi 23 7 03 Heimilissfmi 46 341 SérfrceOingur i öllu, er aO húOsjúkdómum. lýtur ViStalstfmi: 12-1 og 2.30 U1 6 e. h. H. A. BERGMAN, K.C. Islenzkur lögfrœöingur Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P.O. Box 165« Phones 95 052 og 39 043 Thorvaldson & Eggertson Lögfræöingar 300 NANTON BLDG. Talsfmi 97 024 DR. A. V. JOHNSON Dentist 606 SOMERSET BLDG. Telephone 88 124 Home Telephone 27 702 ST. REGIS HOTEL 285*SMITH ST.( WINNIPEG • pœgilegur og rólegur bústaöur i miöbiki borgarinnar Herbergi $2.00 og þar yftr; með baðklefa $3.00 og þar yfir Ágætar máltíðir 40c—60c Free Parking for Ouests DRS. H. R. and H. W. TWEED Tannlæknar • 406 TORONTO GEN. TRCSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 26 545 WINNIPEO A. S. BARDAL 848 SHERBROOK ST. Selur lfkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaður sá bezti. Ennfremur. selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. Skrifstofu talsími 86 607 Heimills talsími 501 562 DR. ROBERT BLACK Sérfræðingur f eyrna, augna, ne( og hálssjúkdðmum 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham & Kennedy Viðtalstfmi — 11 til 1 og 2 til 5 Skrifstofusfmi 22 2 61 Heimilissími 401 991 Dr. S. J. Johannesson 215 RUBY STREET (Beint suður af Banning) Talsfmi 30 877 Viðtalstfmi 3—5 e. h. Office Phone Res. Phone 87 293 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 109 MEDICAL ARTS BLDG. Office Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appointment

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.