Lögberg - 21.01.1943, Síða 3

Lögberg - 21.01.1943, Síða 3
• LÖGBERG. FIMTUDAGINN 21. JANÚAR, 1943. Vakna þú íslenzka þjóð Kaflar úr ræðu séra Benjamíns Krisljánssonar við sefningu A1 þingis 14. nóvember. “Vakna þú og íklæð þig styrk- leika þínum Hrist af þér rykið Losa þú af þér háls- fjötra þína, þú hertekna dóttir- in Zíon! Því að svo segir drott- inn: Þér voruð seldir fyrir ekk- ert, þér skuluð og án silfurs leystir verða Fyrir því skal lýður minn fá að þekkja nafn mitt, fá að reyna það á þeim degi, að það er eg, sem segi: Sjá, hér er eg. Hversu yndislegri eru á fjöll- unum fætur fagnaðarboðans, sem friðinn kunngerir gleði- tíðindin flytur, hjálpræðið boð- ar og segir: Guð þinn er sestur að völdum.” Jesaja, 52. 1—7. Þannig hljóðaði textinn, er séra Benjamín Kristjánsson valdi fyrir prédikun sinni við setningu Alþingis. — Hann minnti á, að þessi orð hefðu fyr- ir nálega 25 öldum verið töluð til fámennrar þjóðar á hættu- legum tímum. Sú þjóð hafði verið hernumin. Börn hennar höfðu verið flutt í útlegð þús- undum saman, og útlendingum sópað inn í landið í því skyni að uppræta þjóðerni hennar og sjálfgtæði. “En þessi tilraun mishepnað- ist. Og það er verið að gefa því gaum hversvégna: Gegn ofurvaldi hins ytra hernaðar- styrks óvinarins tefldi þjóðin fram annari orku, en meir.i mátti sín. Hún telfdi fram sín- um andlega styrk: vilja sínum, trú sinni á guð og land sitt og mikið hlutverk í .sögu mann- kynsins.” Minti svo séra Benjamín á, hvað nú væri að gerast í okkar landi. Hann minti á, hvað það væri, sem gæti vakið einstaka menn og heilar þjóðir til dáða. En í hverjum manni og með hverri þjóð byggi dulin orka. Hér fara á eftir orðréttir kafl- ar úr ræðu séra Benjamíns: i “En andspænis þessu stríði stórveldanna, sem alt stefnir til dauða og tortímingar, ber oss að hugsa um það, hvernig vér meg- um íklæðast styrkleikanum til þess að lifa. Með því á eg ekki eingöngu við það, hvernig vér megum varðveita tilveru vora sem sjálfstæð íslenzk þjóð, held- ur og hitt, með hverju móti vér getum orðið menningarþjóð, hvaða hlutverk vér eigum að vinna, hvaða markmið og verð- mæti það eru, sem gefið geta Þjóð vorri tilverurétt, svo að Það hafi einhverja þýðingu, að vér varðveitum oss frá glötun, fámenn þjóð norður í höfum. Ef þetta stæði eins ljóst fyrir hugskotssjónum vorum eiijs og spámanninum, sem brýndi það endur fyrir löngu fyrir dóttur- inni Zion, þá mundum vér held- ur aldrei þurfa að leysa oss úr þrældómi, vér mundum einnig geta orðið mannkyninu til leið- sagnar og hjálpræðis, þegar ó- veðri því slotar, sem nú geisar um heim allan, þegar hrælykt- ln af viðurstygð eyðileggingar- umar fyllir aðrar þjóðir angist °g viðbjóði, að enduðum hildar- leiknum. En fyrst er að gera sér það Ijóst hvaðan hættan stafar. Vér höfum gegn vilja vorum sogast inn í hringiðu ófriðarins. Stór- veldin hafa uppgötvað, að land vort er, legu sinnar vegna, ^nikilvæg herskipahöfn hér á ^niðju Atlantshafinu. Enn hafa þrumufleygar her- guðsins eigí lostið oss með al- 'naetti sínu, enda þótt vér höfum hlotið nokkra áverka, en þetta getur hent oss hvenær sem er. Eari svo þarf eigi um það að sPyrja hvað vor bíður: Yfir oss verður helt tundri og blýi. Á skömmum tíma væri hægt að eyðileggja öll vor mannvirki, allar þær byggingar og atvinu- yrirtaeki sem vér höfum barist við að koma á fót síðasta manns aldurinn, og skilja land vort eftir í rústum og þjóðina flak- andi í sárum og sokkna í eymd, sem hún mundi eigi rétta sig úr um áratugi. En þó að þetta hendi oss eigi, sem guð forði oss frá, þá er önn- ur hættan sú, ef land vort verð- ur til langframa fótaskinn er- lendra herflokka, að vér kunn- um að glata sæmd vorri og sjálfsákvörðunarrétti, og verð- um að leiguþýjum erlendra þjóða. Jafnvel gæti svo farið, að vér glötuðum tungu vorri og þjóðerni, þegar tímar liðu fram og hyrfum inn í aðra og stærri þjóð, eins og dæmi eru um áður í sögu mannkynsins. Þetta er sú hætta, sem að oss styður utan að frá. En meiri en nokkur hætta að utan er ávalt sú hætta, sem kem ur að innan. Sú þjóð, sem ekki týnir sjálfri sér og takmarki sínu tortímist aldrei. Ef hún kann að bregðast rétt við utan að komandi hættu, getur það orðið til þess að efla einingu hennar og styrk. Norska skáldið Hinrik Ibsen sagði eitt sinn er honum fanst illa komið hag ættjarðar sinnar: “Stór sorg er hið eina, sem nu getur bjargað Noregi.” Skyldi þetta ekki vera satt enn í dag? Ef nokkuð verður Noregi til bjargar nú, mundi það vera stór sorg. En þurfum vér þá einnig að bíða eftir stórri sorg, til að hún geri oss vitrari, algáðari og betri íslendinga en vér höfum verið á undanfarandi gelgju- skeiði fullveldis vors? Næg- ir ekki sorg bræðra vorra, til þess að vér sjáum tilveruna í leiknum? Framar öllu þurfum vér að gera oss ljóst, hvaðan mein- semd hernaðarins er sprottin og strengja þess heit, eitt skifti fyr- ir öll, að afneita því hugarfari og þeirri lífsstefnu, sem er und- irrót hans. Enn er það satt, að innan frá hjartanu koma illar hugsanir og gerðir. Böl ófriðarins stafar fyrst og fremst af rangri lífsstefnu. Hörmungar hans eru sjúkdóms- einkenni andlegra lasta. Mein- semdin brýst út innan að frá. Ágirnd og yfirdrottnunarfíkn eru þær sóttkveikjur, sem styrj- öldum valda. Báðar þessar sótt- kveikjur þróast best í- efnis- hyggjujarðvegi, þar sem menn trúa einvörðungu á jarðnesk gæði og hugirnir eru haturs- fullir og þröngsýnir. Það er þá heldur ekki að undra, að þar sem drottunuarstefnan og kúgunarandinn hafa mest verið ríkjandi hafi verið unnið af kappi að útrýmingu á kristnum dómi. En tréð þekkist af ávöxtunum, Á þessu tré spretta'fallbyssur og sprengikúlur, vígvélar og orustu skip. Sé markmiðið aðeins jarð- nesk gæði, verður ávalt blóðug styrjöld. Glötun og tortíming hlýtur að verða uppskeran af þeim skemda ávexti, sem niður er sáð. Mesta hætta vor er þess vegna sú, að einnig vér höfum sýkst af efnishyggjunni og fylgifisk- um hennar, meira sótst eftir jarðneskum gæðum en andleg- ágæti. Ef vér erum hreinskilin við oss sjálf, hljótum vér að játa, að fætur vorir hafa mjög stefnt á hinn breiða veg hin síðustu ár. Hér hefir alt logað í sundr- ung. Valdastreita flokkanna hef- ir verið látin sitja í fyrirrúmi fyrir alþjóðarheill. Út um bygð- ir og bæi hefir eitur fjandskap- arins og rógburðarins verið bor- ið í þágu flokkshagsmunanna og æst stétt á móti stétt og mann á móti manni, þangað til hver höndin er upp á móti ann- ari og hver reynir að ríða á annan ofan í blindni sinni og ofstæki. Á undanfarandi tím- um, þegar aðrar þjóðir hafa barist fyrir lífi sínu og tilveru og enginn hefir sparað að fórna sínum síðasta blóðdropa á víg- vellinum, þá höfum vér í stjórn- málabaráttu vorri látið oss meira um það hugað, að sitja á svikráðum hver við annan, en að vinna með alúð og dreng- skap fyrir þjóð vora. Vér höf- um hugsað um það eitt, að græða fé, meðan svo að segja heilar þjóðir verða hungur- morða suður í álfu. Eldri og ei til vill merkilegri menningar- þjóðir en vér erum. Gagnvart slíkum atburðum er stríðsgróðinn okkar, sem allir eru að elta og gera að illinda- efni, meir til blygðunar en hug- arléttis, og gæti orðið að þeim Fáfnisarfi, sem okkur entist til meiri ógiftu, en öðrum þjóðum harmar og harðæri. Og það er sorglegt að þurfa að segja það, að allar líkur mæla með því, að hér í voru landi mundu einnig mæta vel blómg- ast hinar fimmtu herdeildir eins og annars staðar, menn sem horfa fagnaðaraugum til þeirrar vonar, að svíkja land sitt og frumburðarrétt í hendur fram- andi þjóðum. Atburðir hinna síðustu tíma hafa leitt niður- lægingu slíkra föðurlandssvik- ara fyllilega í ljós, svo að þess er að vænta, að hin illu örlög þeirra þjóða sem fallið hafa á sundurlyndi sínu og auðtryggni geti orðið oss víti til varnaðai. En svo búið má ekki standa sem nú hefir horft um hríð um sundrungu vora. Ef þjóðin á ekki að glatast, í því ægilega .fárviðri, sem nú gengur yfir lönd og lýði, þá verða allir góð- ir drengir að snúa bökum sam- an til varnar og viðreisnar þeim verðmætum sem vér eigum dýrust í menningu vorri, og þessa er sérstaklega vænst aí yður, virðulegu þingmenn, sem takið sæti á Alþingi því, sem nú verður hafið, þeirri stofnun, sem um allar aðrar fram geym- ir fjöregg þjóðernis vors og menningararfs. Vér erum svo fáir og smáir, að vér megum ekki við því, að berjast æ og æfinlega hver við annan, heldur ber oss nú mesta nauðsyn til að læra að vinna hver með öðrum. Því að enn gildir það, sem meistarinn sagði. Ef ríki er orð- ið sjálfu sér sundurþykkt, þá fær ríki það ekki staðist. Markmið lífsins er aldrei í hinsta skilningi einvörðungu jarðneskt, heldur yfirjarðneskt. Ef vér trúum aðeins á jörðina, höldum vér áfram að vera dýr, sem berjast um hVern spón og bita. Kristindómurinn þýðir einmitt það, að vér eigum að trúa á himnana, til þess að hefjast yfir duftið og verða drottnar þess, í stað þess að vera þrælar þess. Vér verðum því að íklæðast styrkleikanum til æðri trúar en þeirrar, sem nú er barist í. Vér þurfum að finna annan og æðri grundvöll undir menningu vora, en efnishyggjuna eina saman. — Mammon er af jörðu komin og trúin á hann hefir æfinlega reynst villutrú. Herguðinn er úr undirdjúpunum og harðstjórnir, spámenn hans, hafa æfinlega leitt herskara sína til glötunar. Vér þurfum að hverfa frá allri þessari hjáguðadýrkun og fara af alvöru að trúa á einn sannan guð, kærleikans og friðarins — og taka að þjóna honum í dag- legri breytni vorri og hugar- fari. Sú trú ein megnar að frelsa oss af refilstigum stríðs og nauða. — Sú trú ein getur hafið oss frá glötuninni yfir til lífs- ins. “Oft kostaði gæfuna kynslóðar æfi að kalsa við brjóstsins innstu rödd.” Einar Benediktsson skildi það jafnvel og hitjir fornu sjáendur, að guð lætur ekki að sér hæða. Ávalt er hann til staðar á meðal vor er vér göngum afvega og segir: Sjá, hér er eg! Varpi þjóðirnar frá sér trúnni á hina æðstu hluti, en falli fram og tilbiðji hjáguði þessarar ver- aldar, þá eru þær í fordæming- unni og glötunin eltir þær. Þetta er einfalt náttúrulögmál. Og ef vér þess vegna viljum ekki glat- ast fámenn og hernumin þjóð, í þeim Surtarloga tortímingar- j aflanna sem nú geisa, þá verðum vér að vakna til þessar vitundar fyrst og fremst. Vér þurfum að vakna og hrista af fótum vorum og úr augum vorum ryk þeirra efnishyggju, sem nú hefir blind- að oss um stund, ryk sundur- lyndisins, fjandskaparins og stríðsgróðadraumanna. Vér verð um að skilja að engin þjóð hefir nokkru sinni grætt á stríði, nema þá blóðpeninga, sem henni hafa orðið til ófarnaðar. En vér eigum að trúa í þess stað á guð vors lands og mikið menningarhlutverk þjóðar vorr- ar. I fátækt vorri og einangrun tókst oss fyrr á öldum að varð- veita dýran fjársjóð: fagra tungu, merkilegar bókmentir og sagnvísindi, og stóðum þar á verðinum fyrir allan hinn nor- ræna kynstofn. Hver veit nema oss mætti auðnast að vinna annað og meira hlutverk nú, ef vér ættum sameiginlega ein- hvern metnað fyrir þjóð vora, ef vér kynnum að horfa fram til komandi tíma, og horfa hátt og reyna að verða öðrum þjóðum til fyrirmyndar í friðelskandi menningu í stað þess að sýna hvarvetna undirmálstilfinningu vora í því, að elta hverja er- lenda tísku, illa sem góða. Vér eigum forna og merkilega lýðræðissögu að baki. Fræði- menn hafa fært rök fyrir því, að fyrir þúsund árum stóðum vér í stjórnarfarslegum efnum feti framar flestum öðrum ríkj- um Norðurálfunnar. Hví skyldi þetta hlutfall ekki geta verið það sama enn þann dag í dag? Hvers vegna skyldum vér láta oss vera meir um það hug- að, að herma eftir öðrum þjóð- um í vætkis verðu, en setja metnað vorn í það, að leitast við að skapa hér á meðal vor eftir eigin höfði fegurra, rétt- látara og viturlegra stjórnarfar en annars staðar þekkist? Ef viljinn er nógur, ættum vér erin 'Sfem fyr að geta sett hér á stofn fyrirmyndar skóla, skapað ágætar bókmenntir og reynt að manna þessa þjóð, með- an aðrar þjóðir eyða orku sinni í manndráp og eyðileggingu. En ef þjóð vor og forráða- menn hennar eiga engan metnað eða hugsjón til að lifa fyrir. nema verðlitla bréfpeninga, nema það að vera smámynd aí brjálæði stórþjóðanna, hverju skiptir það þá, hvort vér lifum óveðrið af eða förumst með hin- um miljónunum, sem falla í duftið og gleymast. —Mbl. 17 nóv. Wartime Prices and Trade Board Bændur og aðrir, sem fram- leiða og selja smjör, verða að innheimta seðla frá neytendum og nauðsynleg skjöl frá verzl- unarmönnum, samkvæmt smjör skömmtunarlögunum Wartime Prices and Trade Board, sem gengu í gildi 21. desember 1942. Alt smjör, hvort sem það er heimastrokkað eða frá mjólkur- búum, er háð þessum reglugerð- um. Hver sem framleiðir smjör, á að tilkynna næstu skömmtunar- skrifstofu og gefa upp nafn og heimilisfang, fyrir 31. janúar 1943. Þeir, sem framleiða til heim- ilisþarfa eiga að afhenda smjör- seðla sína næstu skömmtunar- skrifstofu. Líka eru þeir beðnir að hafa við hendina nauðsyn- legar upplýsingar, til þess að rannsaka megi hve mikið var framleitt, hve mikið notað á heimilínu, hve mikið selt. öll- um skjölum og seðlum fyrir það sem selt er, á að skila til næstu skömmtunarskrifstofu mánaðar- lega, eftir janúar lok. Smjörseðlar númer 5 og 6 í skömmtunarbókunum gengu í gildi á mánudaginn þann 18. jan. Fjórir fyrstu seðlarnir eru nú fallnir úr gildi. Ef eitthvað af þessum seðlum — 1, 2, 3, eða 4 — eru ónotaðir og í bókunum, á að taka þá úr og eyðileggja þá; þeir eru ónýtir hvort sem er, og lögin skipa að ónotaðir seðlar, sem eru ógildir séu eyði- lagðir jafnóðum og þeir falla úr gildi. Húsnæði og fæði í Winnipeg. Óskað er eftir húsnæði og fæði handa ungum stúlkum, sem hafa innritast í herinn og eiga að fá fimm vikna tilsögn í skrifstofustörfum á Daniel Mc Intyre skólanum. Námskeiðið byrjar 25. janúar, og eins og áður hefir verið tekið fram, stendur það yfir í fimm vikur. Stúlkurnar borga $32.00 á mán- uði hver. Ef tvær eru saman í herbergi, þá $30.00 hvor. Þeh\ sem búa í grend við Daniel Mc Intyre skólann og hafa húspláss, eru beðnir að tilkynna Mrs. Norman Young, Y. W. C. A. “Rooms Registry”, sími 29 801, sem allra fyrst. Spurningar og svör. Spurt. Við, sem eigum sma- börn og saumum á þau heima, viljum fá að vita hvort lögin, sem banna breiða falda og skrauthnappa eiga við okkur. Mig langar til að setja breiðan fald á barnakjól og skreyta með hnöppum af annari flík, sem nú er útslitin. Svar. Reglugerðirnar eiga við þá sem sauma heima fyrir, al- veg eins og stóru fatagerðar- félögin. Samkvæmt þeim lögum má hafa þriggja þumlunga fald á barnakjólum, og það er ekk- ert á móti því að nota hnappa aftur og aftur. Það er sparnaður en ekki eyðsla á efni. Spurt. Eg borga, sem stendur 20 cent fyrir tveggja únzu pakka af 16 tepokum. Það er sama sem að borga $1.60 pundið. Er þetta ekki of hátt verð? Svar. Það er lang dýrast að kaupa te í smápokum. Sam- kvæmt reglugerð, sem er dag- sett 20. ágúst 1942, er verzlun- um leyft að setja 20 cent fyrir tveggja únzu pakka með 15 smápokum af te, sem selzt í stórum pökkum á dollar pundið. Aukavinnan og efnið, sem þarf til þess að ganga frá teinu í smápokum fyrst, og svo í pökk- um, orsakar þessa verðhækkun. Spurt. Er leyfilegt að kaupa fjóðra part af nauts-skrokk — quarter of beef —. Það, sem ekki er notað í vetur get eg soðið niður til sumarneyzlu. Það sparar okkur margar ferðir í búðir og er þar að auki mun ódýrara. Svar. Þetta er leyfilegt, ef keypt er af bónda, sem hefir fengið leyfi frá stjórninni til að slátra, og selja kjöt. Spurt. Er ekkert hámarksverð á lambakjöti? Eg borgaði hærra verð núna í vikunni en þegar eg síðast keypti. Framh. á bls. 7 Business and Professional Cards WINNIPEG CLINIC Vaughan & St. Mary’s Dr. P. H. T. Thorlakson Phone 22 866 e Res. 114 GRENFELL BLVD. Phone 62 200 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDG, WPG. • Fasteignasalar. Leigja hús. Út- vega peningalán og eldsábyrgð. bifreiðaábyrgð, o. s. frv. Phone 26 821 Peningar til útláns Sölusamningar keyptir. Bfljarðir til sölu. INTERNATIONAL LOAN COMPANY 304 TRUST & LOAN BLDG. Winnipeg DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Office tímar 3-4.30 • Heimlli: 214 WAVERLEY ST. Phone 403 288 Winnipeg, Manitoba Legsteinar sem skara framúr Úrvals blágrýti og Manitoba marmari x SkrifiO eftir veröskrd GILLIS QUARRIES, LTD. 1400 SPRUCE ST. Winnipeg, Man. DR. A. BLONDAL Physician & Surgeon 602 MEDICAL ARTS BLDG. Sfmi 22 296 Heimiii: 108 Chataway Sfmi 61 023 H. A. BERGMAN, K.C. íslenzkur lögfrœSingur • •• Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P.O. Box 165« Phones 95 052 og 39 043 Thorvaldson & Eggertson LögfrœSingar 300 NANTON BLDG. Talsfml 97 024 DR. A. V. JOHNSON ' Dentist • 506 SOMERSET BLDG. Telephone 88 124 Home Telephone 202 398 ST. REGIS HOTEL 285 SMITH ST.t WINNIPEG • PœgiJegur og rólegur bústaSur i miSbiki borgarinnar Hefbergi $2.00 og þar yfir; með baðklefa $3.00 og þar yfir Ágætar máltfðir 40c—60c Free Parking for Ouests DRS. H. R. and H. W. TWEED Tannlœknar • 406 TORONTO GEN. TRCSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 26 545 WINNIPEO A. S. BARDAL 848 SHERBROOK ST. Selur lfkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaður sá bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. Skrifstofu talsími 86 607 HeimiUs talsfmi 501 562 DR. ROBERT BLACK Sérfræðingur f eyrna, augna, nef og hálssjúkdömum 416 Medical Arts Bldg: Cor. Graham & Kennedv Viðtalstfmi — 11 til 1 og 2 til 5 Skrifstofusími 22 251 Heimilissfmi 401 991 Dr. S. J. Johannesson 215 RUBY STREET (Beint suður af Banning) Talsfmi 30 877 • Viðtalstfmi 3—5 e. h. Office Phone Res. Phone 87 293 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 109 MEDICAL ARTS BLDG. Office Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appointment

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.