Lögberg


Lögberg - 21.01.1943, Qupperneq 4

Lögberg - 21.01.1943, Qupperneq 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 21. JANÚAR, 1943, ----------Xösberg--------------------- Gefið út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS, LIMITED 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba Utanáskrift ritstjðrans: EDITOR LÖGBERG, 695 Sargent Ave., Winnipeg^ Man. Editor: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið — Borgist fyrirfram The "Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba PHONE 86 327 Pólitísk vistaskifti Mr. Braken hefir sagt íig úr lögum við Liberal Progressive flokkinn í Manitoba, og gengið á mála hjá íhaldsflokknum í Canada, við þessu er óþarfi aðamast, því vitaskuld er Mr. Braken frjáls maður gerða sinna, og fær í flestan sjó. Meginpart þess langa tíma, sem Mr. Braken hafði stjórnarforustu fylkisins með höndum, veitti Lögberg honum að málum, en - fann jafnframt að því af fullri einurð, er að- finsluvert þótti í sambandi við stjórnarstörf hans. Af tuttugu ára reynslu í forsætisráð- herrasessi, hefir Mr. Bracken getið sér slíkan orðstír, að naumast verður um það deilt, að hann standi í fremstu röð hinna hæfustu stjórnmálamanna þessarar þjóðar; og þrátt fyrir ýmissar ágjafir, sem varla er tiltökumál á jafn langri siglingu, verður ekki annað réttilega sagt, en sæmilega tækist til um skip- stjórn. í stjórnmálatíð Mr. Brakens hefir fjárhagur fylkisins haldist í góðu horfi, auk þess sem bílvegakerfið um fylkið þvert og endilangt, hefir mjög breytst til hins betra, að því ó- gleymdu hve námuvinsla og grávöruframleiðsla hafa stórkostlega fært út kvíar. Því verður heldur eigi mótmælt, að í afskiptum við sam- bandsstjórn, varð það þrásinnis hlutskipti Mr. Brakens, að halda uppi vörn fyrir vestur- fylkin í heild; þetta allt ber að færa í tekju- dálk Mr. Brackens, og vafalaust eitt og annað fleira. Mr. Bracken er sérfræðingur á sviði akur- jrkjunnar, og meðal bænda hefir hann að jafnaði notið síns traustasta kjörfylgis. Og nú hefir Mr. Bracken fengið eftirmanni sínum Mr. Stuart S. Garson í hendur lykilinn að forsætisráðherraskrifstofunni, og valið sér sjálfum víðtækari verkahring; hvernig honum tekst til úm samræming ýmissa þeirra fjar- ' skyldu afla, er línum skipta milli Austur- og Vestur-Canada, leiðir tíminn að sjálfsögðu í ljós, en á þessu stigi málsins, árna allir þjóð- hollir þegnar honum góðs brautargéngis. íhaldsflokkurinn í þessu landi, hefir um mörg undanfarin ár, átt við þráláta vanheilsu að stríða, og lánist Mr. Bracken ekki að veita honum nokkura heilsubót, er naumast annað fyrirsjáanlegt, en flokkurinn lognist með öllu út af, innan tiltölulega fárra áva. Ritsjá i. The American Scandinavian Review, Vetrarheftið, 1942 Þó íslendingar séu langfámennastir Norður- landaþjóðanna, þá væri synd að segja, að þeir væru afskiptir í því veglega tímariti, sem hér x:m ræðir; innihald þess hefst með afburða listrænni þýðingu eftir frú Jakobínu Johnson á þremur erindum úr “Friður á jörðu”, hinum siípaða ljóðflokki Guðmundar Guðmundssonar, er vafalaust mátti réttilega teljast einn hinn fimasti strengleikameistari sinnar samtíðar í Ijóði, en þýðandinn af skóla Jónasar Hall- grímssonar. J Dr. Richard Beck ritar í hefti þetta skarp- lega og íturhugsaða grein um hinn fyrsta ríkis- stjóra íslands, Svein Björnsson, og þá atburði, er til þess leiddu, að vald það sem konungi Isl. og Danmerkur bar að fyrirmælum stjórnar- skrárinnar, skyldi samkvæmt yfirlýstum vilja Alþings falið ríkisstjóra, er Alþingi kysi til eins árs í senn. Sveinn ríkisstjóri, er eins og hann á kyn til, stórmerkur hæfileikamaður, og giptusamlegur til hollverka á þeim alvöru- tímum, sem íslenzka þjóðin nú horfist í augu við; vel sé Dr. Beck fyrir það, hve glögga grein hann gerir fyrir margþættu og þjóðnýtu æfistarfi þessa mæta sonar íslands. meðal enskumælandi lýðs. Þá hefir og áminst hefti til bruns að bera vingjarnlega og fjörlega ritaða grein, sem nefnist “In Iceland Today”, eftir Harold But- cher; nútíðarlýsing eins og nafnið bendir til um Island í hershöndum. Stutt yfirlit yfir helztu, síðustu viðburði á Islandi, viðkomandi stjórnmálastraumum og efnalegri afkomu þjóð- arinnar, prýðir hefti þetta, auk þess sem gerð ei þar all ítarleg skilagrein fyrir glæsilegum þróunarferli stúdenta af íslandi, sem nú stunda nám við æðri menntastofnanir Bandaríkjanna. The Scandinavian Review, ber nafn með rentu; ritið fjallar einvörðungu um norræn menningarmál, andleg sameignarmál stofnþjóð- anna og afkomenda þeirra vestan megin Atlants ála; þetta kemur glögglega í ljós við lestur, ritskýringa um norrænar bækur, og aðra list- ræna starfsemi heima fyrir; einkum er ritgerð um sænska rith. Vilhelm Moberg, íhyglisverð; árekstra hans í byrjun og bókmenntalega sigra, er fram á leið; lífsskoðanir Mobergs eru mót- aðar norrænum hetjuanda, og hann staðhæfir, að hugsjón hins frjálsborna manns um eigna- rétt yfir jörðinni, “sé draumur þess virði, að fórna fyrir hann lífi, og mér skilst, að í því sé falinn umráðaréttur einstaklings yfir líkama sínum og sál; í því felst réttur barna minna til þess að lifa frjálsu lífi í því landi, sem ól þau; nú er farið að síga á seinni hluta minnar eigin ævi; og hafi eg fórnað æfinni til þess að vernda ónotaða orku í lífi barna minna, þá er það vel, vegna þess, að minna verðgildi hefir verið skipt fyrir annað, sem skoðast hlýtur mikilvægara og veigameira. En að lokum verð- ur það friðhelgi andans á þessari jörð, og trú mín á órjúfanlegt fullveldi sálarinnar, sem eg hef helt inn í drauma mína um konungsríki á jórðinni, er alfrjáls maður ráði yfir, er mestu i skiptir máli. Þessi verðmæti skara langt fram úr þeim verðmætum, sem mér hafa fallið í skaut á lífsleiðinni. Og af þessu er mér það ljóst hvað oss öllum ber á oss að leggja, tii þess að verjast ágjöf skaðsemdaraflanna í hvaða mynd, sem þau birtast oss í lífinu. Árni Óla, blaðamaður: Grœnlendingar Svo segir landnáma, að “frá Snæfellsnesi, þar er skemmst er, er fjögurra dægra haf í vest- ur til Grænlands”. Skemmsta leiðin frá Snæfellsnesi, yfir Grænlandshaf, er til Angmagsa- lik, sem er þar gegnt, en þó litlu norðar. Þar munu vera um 1600 sjómílur á milli. Er þar skemmst á milli bygða á ís- landi og Grænlandi, og er það sumra manna mál, að á miðju hafi megi í góðu skyggni sjá hina töfrandi fjalljötna, Hvít- serk og Snæfellsjökul, sinn tii hvorrar handar. Svo kveður skáldið Einar Benediktsson i Ólafs rímu Grænlendings: Hilli landið, mannsýn má mælast Ægis-rásin. Milli stranda heilsar hjá Hvítserk Snæfellsásinn. Eg get ekki hugsað mér mannkyn í þræla- viðjum. Ef til vill mætti þurka það út af jörð- inni, en að synir þessarar fögru jarðar verði að þrælum, virðist mér með öllu áhugsanlegt.” Mörg önnur verðmæti en þau, sem hér er vikið að, hefir rit þetta til brunns að'bera; yfir því hvílir spjaldanna á milli hugsjóna- heiðríkja hins norræna manns, sem gróður- settur er í vestrænum jarðvegi, og miðla vill Ameríkuþjóðinni í fullri alvöru nokkuru af þeim haldbeztu verðmætum, sem kynstofninn norræni býr yfir, og er slíkt fagurt hlutverk cg drengilegt. II. Jakobína Johnson; “Sá eg svani ■» J Barnabók. Útgefandi Þórhallur Bjarnason, Reykjavík, Prnetsmiðjan Hólar, 1942. Hún lætur ekki mikið yfir sér þessi nýja ljóðabók frú Jakobínu Johnson, er hún kallar ‘ Sá eg svani”, og á nafn sitt að rekja til fyrsta kvæðisins, “Sá eg svani fljúga”. Bókin er aðeins 39 blaðsíður og inniheldur 20 smákvæði helguð börnum; við mat sannrar listar, verður alin- máli sjaldan beitt svo vel sé, þó ýmsir taki lit- lausa langloku fram yfir fagurmeitlaða vísu, sem hittir mark; öll eru kvæði þessi fáguð í formi, og mótuð mildum næmleik þroskaðrar móðursálar; þau eru ýmist kveðin í þulu eða þjóðvísnastíl. Sem sýnishorn, skal fyrsta kvæðið endur- prentað hér í heilu lagi: “Sá eg svani fljúga.” — Sá eg hvíta breiðu líða hægt um heiðar-vatnsins flöt. Beið eg hljóð og hrifin. — Hér mun óskin rætast sú, er var mér sælust farar-hvöt. Eg, sem allt frá æsku unni hvítum vængjum, — dreymdi’ í fjarlægð íslands svanasöng, beið, — en brugðust vonir. ' Burt flaug skarinn hljóður. — Mörg er eftirvænting ævilöng. Ef í hreinleik hjartans heima eg síðar leita, — unga geymi sömu söngvaþrá, svanir hárra heiða, hirðskáld öræfanna, bið eg auðmjúk, bænheyrið mig þá! Þessari fallegu bók lýkur með þeirri undur- fallegu vísu, sem hér fer á eftir: Vestrið allt í leiftri — og loga — og glóð. Léttur bjarmi á haffleti, — sólsetursljóð. Með fagra mynd í huga eg friðar öllu bið, fel mig síðan draumi þar, sem austrið blasir við, — því til morgunroðans vil eg vakna. Táknrænar teiknimyndir um efni kvæðanna eftri Tryggva Magnússon, prýða bók þessa að verulegum mun; þær minna áhorfandann að vissu leyti á Mjallhvít. Vonandi er að þessi nýja bók frú Jakobínu komi senn á bókamarkað hér vestra, því vafa- laust yrði hún mörgum kærkominn gestur. íslendingar þekkja lítið til næstu nágranna sinna þarna í vestrinu, og því mun eg nú segja nokkuð frá lífi þeirra og venjum. Það eru nú nær 60 ár síðan danski landkönnuðurinn Gustav Holm kom til Angmagsalik og hafði þar vetursetu. Og það eru nær 50 ár síðan nýlendan var stofnuð þar. Gustav Holm var fyrsti hviti maðurinn, er kynntist þeim kyn stofni Skrælingja, sem á heima á þessum slóðum, því að fram til þess tíma hafði verið talið ófært að sigla þangað. Kynstofn- inn var þá á hraðri leið til þess að verða strádauða. Sáust þess alls staðar glögg merki, að þjóðflokkurinn hafði verið mörg um sinnum mannfleiri áður. Um það báru glöggast vitni ótelj- andi kofarústir meðfram strönd- inni. í sjálfum Angmagsalik- firðinum, þar sem lífsskilyrðin voru bezt — þar er frjósemi einna mest um þessar slóðir loðnuveiði, mikið um sel og bjarndýr á vissum tímum árs — höfðu íbúarnir ekki þrek til þess að berjast við hina hörðu náttúru. Þar voru nú aðeins eft- ir 225 hræður, sem bjuggu ( sjö húsum. En þarna voru rúst- ir af 40 húsum, sem Skrælingj- ar sögðu, að menn hefðu áður búið í samtímis. Þó er Angmagsalikfjörðurinn aðeins lítið svæði af þeirri strandlengju, sem Skrælingjar höfðu byggt þarna áður. Er talið að byggðin hafi einu sinni náð sunnan frá Umivík, sem er á 64. stigi norðurbreiddar, norður að Kangerdluksuak, sem er á 68 stigi norðurbreiddar. Er bein lína milli þessara tveggja staða um 600 kílómetrar. Strönd in sjálf er mörgum sinnum lengri, því að hún er víða vog- skorin. En á allri þessari strand- lengju, hvar sem hægt var að byggja hús, voru kofarústir, og sums staðar margar saman. Hjá Kangerdluksiatk voru til dæmis rústir álíka stórrar byggðar og áður hafði verið í Angmagsalik. Mestur hluti byggðarinnar hafði nú verið í eyði um aldir, Qg kynkvíslin, sem áður hefir hlot- ið að vera mjög fjölmenn, var þá aðeins 413 hræður, sem höfð- ust aðallega við hjá Angmagsa- likfirði og Sermelik, sem er dálítið norðar. Ekki má dæma um fólksfjöld- ann áður eftir því, hve margar kofarústirnar eru, því að Skræl- ingjar flytja oft búferlum og eru á flökti fram og aftur. Sögðu menn í Angmagsalik Gustav Holm frá því, að forfeður sínir hefðu stundum ferðast langar leiðir norður og suðpr með landi til gamalkunnra veiðistaða og stundum verið árum saman i þeim ferðum. Hafa þeir þá bygt sér vetursetukofa hingað og þangað en síðan yfirgefið þá, er þeir héldu áfram ferð sinni. Austlendingarnir, en svo má kalla þessa Eskimóa til aðgrein- ingar frá hinum, sem á vestur- ströndinni búa, hafa verið mestu sjógarpar og ferðamenn, og menn vita þess dæmi, að þeir hafa farið alla leið frá Ang- magsalik suður fyrir Grænlands odda og norður til Julianehaab, til þess að kaupa sér saumnál- ar, hnífa og fleiri verkfæri úr járni. En sú leið er 1800 kíló- metrar fram og aftur, og voru þeir fjögur sumur og þrjá vetur á ferðalaginu. Elztu heimildir um þetta eru frá árinu 1849. Þá sendir nýlendustjórinn í Julianehaab forngripasafninu í Kaupmannahöfn fötu og öxi, sem hann segist hafa keypt af fólki frá Angmagsalik. Og það er í fyrsta skipti, sem nafnið Angmagsalik kemur íyrir í skráðum heimildum. Þess er einnig getið, að fjölskylda frá Angmagsalik hafi komið til Pamiagdluk — Frederiksdal, — syðsta verzlunarstaðar Dana í Eystribygð, árið 1860. Og með vissu vita menn það, að Aust- lendingar komu í verzlunarerind um til Eystribygðar árið 1883. Þessi ferðalög voru stórhættu- leg, og hefir eflaust margur látið lífið í þeim. í húðkeipum og kvenbátum urðu menn að þræða meðfram óþekktri kletta strönd og berjast við hafís, strauma og hafrót. Vistaforði var enginn. Það varð að treysta á það, að hægt yrði að ná í mat á leiðinni. Þessa leið fór einu sinni ís- lenzkur maður, Þorgils orra- beinsstjúpur, á litlum báti og má lesa um hrakninga hans og mannraunir í Flóamannasögu. Af þeirri lýsingu geta menn gert sér í hugarlund, hve þess ferðalög hafa orðið Skrælingjum erfið. Ekki gátu þeir ráðið sín um næturstað, þaðan af síður sínum vetursetustað, og áttu það á hættu að lenda þá í ein- hverri veiðileysu, þar tem sult- ur hlaut að gera út af við þá Og þetta voru “kaupstaðarferð- ir” þeirra, farnar til þess að ná í nokkrar saumnálar og hnífa! Aðrar ferðir fóru þeir norður með landi til þess að komast á réttum tíma í beztu veiðistöðv' arnar. Þær ferðir voru engu síður hættulegar en hinar. Aust lendingar, sem komu til Frede- riksdal 1860, sögðu verzlunar- manninum þar, U. Rosing, að fyrir nokkrum árum hefðu þrettán kvenbátar lagt á stað frá Angmagsalik norður með landi, auk margra húðkeipa. Aðeins þrír kvenhátar hefðu komið aftur. \ Hinir hefðu farizt í brimi undir björgum, og ekk- ert spurzt síðan til þeirra, sem á þeim voru. Þegar Gustav Holm kom til Angmagsalik, höfðu norðurferð- irnar lagzt niður fyrir löngu. En árið 1882 var þó gerð tilraun til þess að vitja gömlu veiðistöðv- anna þar. Um 30 manns á tveim- ur kvenbátum og húðkeipum lagði af stað norður til Kialinek, sem er um miðja vegu milli Angmagsalik og Kangerdluks- uak. Þeir komu aldrei aftur. En árið 1899 fann Amdrup Skræl- ingjakofa hjá Nualik, nokkuð fyrir norðan Kiolinek. Þakið va^ að nokkru leyti hrunið niður í kofann. Á svefnpallinum, sem var hólfaður sundur í sjö rúm, fundu þeir Andrup um þrjátíu beinagrindur undir bjarnarfeldi. Það voru leifar þeirra, sem fóru í veiðiförina seytján árum áður Kofinn var 8x4 metrar að inn- anmáli. öll búsgögn Skrælingi- anna voru þar á sínum stað. Fyrir utan kofann voru kven- bátatrönur, og leifar af kven- bátum og húðkeipum voru þar alt um kring. Inni í snoturri grjóthrúgu voru ýmis smíðaefni og hálfsmíðuð veiðarfæri og bús- munir úr tré. Alt benti sem sagt til þess, að það hefði orðið snögt um fólkið. í kjötgröf hjá þof- anum fannst nokkuð af selspiki og í byrgi selsmegra, og mátti á því sjá, að ekki hafði fólkið dáið úr hungri. En hvað varð því þá að aldurtila? Sennilega mateitrun. Það hefir lagt sér hálfmorkið selkjöt til munns, en það er eitrað, sem allir Ang- magsalikar vita. Þeir hafa stund um hrunið niður af því að eta morkið kjöt. Víðsvegar á ströndinni, alla leið norðan frá Kangerdluksuak og suður að Umivík hafa rann- sóknamenn fundið á seinni ár- um beinagrindur manna í kofarústum. Hafa þeir ýmist dáið úr hungri og kulda eða þá úr veikindum og eitrun. Gustav Holm segir frá því, að inn með Angmagsalikfirðinum að vestan, þar sem heitir Inigsalik, hafi hann fundið kofarústir með þremur beinagrindum í. Seinna var honum sagt, að þarna hefðu sex menn dáið úr hungri tveim- ur árum áður en hann kom, en nokkrir hefðu hjarað af með því að leggjast á náina. Aðra hryggilega sögu segir Ejnar Mikkelsen. Veturinn 1881 —1882 var mjög harður, og selveiðin brást. í einu húsi í Angmagsalikfirði áttu nítján menn heima. Sulturinn var far- inn að þrengja svo að þeim, að hraustasti maðurinn afréð að reyna að brjótast í ófærð og stórhríð til næsta mannabústað- ar og fá þar hjálp. En ísinn brotnaði upp, og hann komst ekki heim aftur yfir fjörðinn. Hungrið svarf meira og meira að fólkinu, og þá lagði annar maður á stað og ætlaði að reyna að fá hjálp í Sermelik. Hann varð úti. Nú voru tveir dugleg- ustu veiðimennirnir farnir, og þá batnaði ekki í búi. Alt æti- legt var uppétið. Það var <ekki til selspik á kolurnar, svo að fólkið varð að sitja í myrkrinu, og kofinn varð loðinn af hélu að innan. Þegar kom fram í aprílmánuð, voru margir dánir úr hungri og kulda, en hinir lögðust á náina til þess að reyna að bjarga lífinu. En það var lítil næring í því, og aðeins tveir lifðu um vorið, gömul kona og dóttir hennar. Hafði gamla kon- an þá, ásamt öðrum, hjálpast að því að eta mann sinn, átta af börnum sínum og fjögur barna- börn sín. Þenna sama vetur féllu fimm- tán menn aðrir úr hungri í Ang- magsalikhéraði. Nokkrir urðu úti, er þeir ætluðu að ná i björg; sumir fleygðu sér í sjó- inn til þess að stytta eymdar- , stundir sínar, og sagt er frá einni stúlku, sem gekk vitandi vits út um nótt og .lagðist í snjóinn til að deyja. Til marks um það, hve þessi vetur var harður, má geta þess, að um vorið voru ekki eftir nema fjórir hundar í öllu hér- aðinu. Hinum hafði verið slátrað til átu. Þetta skilja þeir bezt, sem þekkja Skrælingja og vita hvað hundarnir eru þeim ó- missandi samherjar í lífsbarátt- unni. Á árunum 1881—1883 féllu um sjötíu menn úr hungri í Ang- magsalikhéraði, eða 16% af kyn- stofninum. Og þó voru sagnir um enn meiri hungursneyð. En það var ekki eingöngu sultur og slysfarir, sem kvistuðu niður hinn litla kynstofn. Alls konar sjúkdómar hjuggu stór skörð í hópinn og var berkla- veikin skæðust. Þegar hún var komin á hátt stig, var galdra- meistarinn, Angakokk, kvaddur til þess að lækna sjúkdóminn með særingum, og þegar þær dugðu ekki, flýttu ættingjar fyr- ir sjúklingnum eða hann stytti sér aldur, svo að hann væri ekki öðru mtil byrði. Þunglyndi var orsök í því, að ótrúlega margir frömdu sjálfsmorð, og var það ekki ávallt mikið, sem menn settu fyrir sig. Gustav Holm segir frá nokkrum dæmum um það: Ung kona drekkti sér vegna þess, að móðir hennar flutti heim til hennar. Maður lagðist um vetur út í snjó og krókn- aði, af því að dóttir hans, ný- komin heim eftir langa fjarveru, vildi ekki vera hjá honum. Kona drekkti sér út af því, að tengdasonur hennar sagði við hana, að það væri ekkert gagn að henni lengur. Yfirl^itt virðist lífsleiði hafa verið martröð á fólkinu og orsök hinna mörgu sjálfsmorða. Enn var það siður að bera

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.