Lögberg - 21.01.1943, Síða 6

Lögberg - 21.01.1943, Síða 6
6 LÖGBERG. FIMTUDAGINN 21. JANÚAR, 1943. R U F U S Efíir Grace S. Richmond Nancy létti við þetta svar. Hún fylgdi gestin- um strax inn. Hann gekk eins hægt og hljóð- lega, eins og feitur maður getur gert, og rödd hans var ekki eins há og áður, þó hún væri stöðugt voldug og mikilfengleg. “‘Jæja, Lynn Bruce! Eg gat nú ekki farið fram hjá þér aftur, án þess að líta inn. Það er leitt, að sjá þig veikan. En það er nú bara um stund, og þér batnar auðvitað fljótt. Eg sé, hvað þú hugsar, Lynn, — þú gagnskoðar mig: “Þú ert orðinn of feitur, Olly-” Eg veit það, já, eg veit það, maður minn. Hver veit nema þú getir gefið mér ráð til að hætta að fjtna.” Nancy leit á dr. Bruce, hann var brosandi, og svipurinn í hans “gagnskoðandi” augum var fjörlegri en hún hafði nokkurntíma séð hann. Hendi hans hvarf alveg inn í hendi Olivers, þegar þeir tókust í hendur. Hún fór og skildi þá eftir saman. Hver sá, sem Lynn frændi tekur þannig á móti, hlýtur að finna, að hann er velkominn að dvelja hjá honum. Hún athugaði farangur hr. Olivers, um leið og hún fór yfir ganginn, og hún sá, að þrátt fyrir ótal merkimiða, sem voru límdir á hann, bar alt vott um, að eig- andinn væri vandlátur í vali. Hún bað Pat að segja frú Cóon, að hún mætti búast við miðdegisgesti og ef til vill næturgesti. Að þessu loknu fór hún upp á loft, þar sem frú Bruce var að skifta um kjól, áður en hún kæmi niður til miðdegisverðar, til þess að búa hana undir að mæta hinum nýkomna gesti. XXVIIII. ' Patrick Spense átti tal við frú Coon: “Það verður herra hér til miðdags, frú Coon. Meðal annara orða segist hann hafa komið hér áður — en ekki síðan eg kom hér. Hann heitir Oliver.” Frú Coon: “Oliver? Humphrey Oliver? Hamingjunni sé lof, að loksins kom þó karl- maður — maður, sem doktorinn getur haft ánægju af. Herra Oliver er góður vinur hans — og húsvinur hér. Hann er bæði gjöfull á peninga og vinsamleg orð. Það líður yfir frú Bruce — það gæti borgað sig að fara niður til að sjá hana.” Pat: “Hann er gríðar stór maður og blátt áfram í framkomu. Það lá við, að eg ræki hann burt og leyfði honum ekki að koma inn. Eg hélt, að það væri einhver, sem vildi selja majórnum eitthvað, hlut í olíunámu eða eitt- hvað af því tagi.” Frú Coon: “Einmitt það — ertu tortrygginn, þegar um karlmenn er að ræða, Patrick Spense en berð fult traust til kvenna. Herra Oliver er meira virði en allar glaðar ekkjur með sitt andlitsduft.” Pat: “Altaf að stagast á þessu “púðri”. Þaö var gott að þú fórst ekki í stríðið — það hefði nú gert út af við þig.” Frú Coon: “Eg býst við, að þér þyki gaman að því.” Pat: “Nei, en mér finst þú vera svo skrítin, frú Coon, ef eg má bara segja það. Má eg spyrja, hvaða gafla á að nota í kvöld? Það eru tveir í viðbót við það vanalega, og eg býst við að þú munir, að eitt er karlmaður.” Frú Coon: “Sannarlega skal hann fá góðan miðdag. Það er of seint að byrja að steikja kiöt, en góður hryggjarbiti með ætisvepparós er uppáhaldsmatur herra Humphrey Olivers. Eg verð að láta senda mér það samstundis.” Pat: “En hvað ætlarðu að hafa til miðdags. eí eg má spyrja?” Frú Coon: “Rifjasteik úr kálfi — varði þig um það — og það er alveg forsvaranlegur matur handa hverjum sem er.” Pat: “Hvers vegna þá ekki að hafa það handa herranum? Hann er orðinn of feitur, heyrði eg hann segja, þegar hann kom inn til Lynn. Hryggjarsteik með ætisveppsrós verður of freistandi fyrir hann að eta of mikið.” — Frú Coon virðir hann ekki svars. XXX. Um leið og frænka María heyrði hver kom- inn væri, varð henni hverft við. Hún settist þunglamalega niður og svipurinn bar vott um skelfingu. “Humphrey Oliver! Hann er þó ekki kominn hingað! Hamingjan góða! Eg vildi eins vel mæta skrattanum! Þú mátt ekki leyfa honum að setjast hér að, Nancy.” “Lynn frændi virtist mjög glaður. þegar hann kom, María frænka. Við getum ekki komið í veg fyrir, að hann bjóði honum að vera. Mér þykir leitt að þér er andstætt að sjá hann.” “Andstætt að sjá hann! Ruddalegur, venju- legur ferðalangur — í mesta máta þolir hann, býst eg við. Amma þín lét hann vera heima- gang hér, hvers vegna, skildi eg aldrei, eg býst við, að það hafi verið af því, að Lynn vildi hafa það.” Hún hélt áfram að tala skammir um Hump- hrey Oliver. Nancy gat ekki komist að því, hvað hún ásakaði hann um. “Hann er rudda- legur og óþægilegur,” sagði hún upp aftur og aftur. “Hann talaði of hátt og hló of mikið. Hann var of ríkur samanborið við stöðu hans. Eyðslusamur. Var alt af á stjái um heiminn. Enginn gat gizkað á, hvaða óþokkamenni kynnu að vera vinir hans. Hann var vel ætt- aður, því var ekki hægt að neita — að minsta kosti fremur vel” — bætti hún við í öfundar- róm. “En hann var ættleri — hinn svarti sauður fjölskyldunnar. Þannig lét hún dæluna ganga. Þegar Nancy skildi við frænku sína, hafði hún hlustað á marga sleggjudóma við- víkjandi herra Oliver, en þeir höfðu allir snú- ist honum til málsbótar í meðvitund hennar. Það, sem hana nú langaði til að vita, var, hvað Oliver hugsaði um Maríu frænku. Þegar hún kom aftur niður stigarin, var farangur heimsækjandans horfinn. Hún fékk fljótlega að vita hjá Pat, að dr. Bruce hefði sagt svo fyrir, að Oliver, vinur hans, fengi þav herbergi og alla aðhlynningu. Auðsjáanlega var alveg vonlaust um, að góðgjarnir ættingjar, sem höfðu ógeð á honum, gætu rekið hann á dyr, úr því svona var komið. Jæja, hugsaði Nancy, frændi Lynn ætti vissulega að hafa leyfi til að hafa hann í kring um sig, eins lengi og hann langar til. Ef María frænka tekur því illa, þá má hún búast við að fá mig upp á móti sér, frænda míns vegna. Það vildi svo til, að Nancy heyrði hvað Humphrey Oliver sagði, þegar honum var sv.gt, að frú Bruce væri gestur í húsinu. Hún var kominn inn á þröskuldirín á skrifstofunni, án þess að eftir henni væri tekið, og hún varð að snúa við inn í dagstofuna, til þess að geta latið hláturinn brjótast út og setja andlitið í réttar stellingar aftur, áður en hún færi inn í skrifstofuna. “Þér þykir gaman að vita, Oliver, að María frænka er hér,” sagði Lynn. “Eg vona, að það breyti engu um veru þína hér.” , “Breyti?” Nancy gat ekki séð framan í Olivex en hún heyrði á rödd hans, að hláturinn brauzt um í honum. “Nei, nú læt eg ekkert breyta fyrirætlun minni. Eg skemti mér alt af við að sjá framan í hana, þegar hún virðir mig viðlits. Það gerir veru mína enn skemtilegri. Eg hlusta ekki á ussið og sé ekki bareflið reitt að mér. Skyldi eg ekki einhverntíma ná mynd af afturendanum á henni, þegar hárin rísa á höfðinu? Eg ætla að reyna það. Það verður gaman að hitta hana og lenda í orðakasti við hana. Eg hlakka bara til þess!” Meðan á borðhaldinu stóð, skemti Nancy sér betur en hún hafði nokkurntíma gert, síðan hún kom í þetta hús. Hún sá að herra Oliver flýtti sér upp í herbergið sitt, rétt áður en gengið var að miðdagsborðinu. Eftir stutta stund kom hann aftur í kvöldjakka með svart bindi um háls- inn. Ermarnar voru dálítið ósléttar, en að öðru leyti var klæðnaður hans óaðfinnanlegur. Oliver vann með einu augnatilliti vináttu Pats. Það gekk líkt til og með Nancy, Pat var fús á að gera alt sem húsbónda hans var að skapi, en sjálfs sín vegna vildi hann vera í vináttusambandi við gestina. Pat hafði óðara í vörzlum sínum fötin, sem Oliver fór úr og lofaði að pressa þau og skila þeim fyrir hátta- tíma. Það tók herra Oliver ekki langan tíma að koma sér fyrir á þessum nýja dvalarstað, og engum mislíkaði nærvera hans, nema Maríu frænku — ekki einu sinni frú Coon, sem mundi vel eftir honum og þó einkum, hve þakklátur hann var fyrir matinn, sem hún bjó til handa honum. Herra Oliver kunni að hneigja sig fyrir kon- um, það varð Nancy að játa. Þegar hann mætti Maríu frænku, sneri hvirfill hans, með þykku, grófu malbornu hári, heint að henni og hælarnir voru í réttri línu. Hann rétti henni ekki höndina, -en lagfærði stólinn hennar, tok upp perlupokann hennar, sem hún hafði nxist, og hann svaraði kurteislega spurningum hennar um, hvaðan hann bæri að. Framkoma hans öll var hin æskilegasta. Aftur á móti var tæpast hægt að sýna meiri ókurteisi en María frænka sýndi honum, en hann lét sem hann sæi það ekki. Nancy skemti sér við að hlusta á tal hans. Þeir, sem víða fara, eru venjulega skemtilegir í viðræðum. Seinna um kvöldið sat hún klukku- tima inni í skrifstofunni og hlustaði með ó- bJandinni ánægju á frásagnir hans af sjóferð- um, sem hann nýverið hafði farið til Austur- landa, og samtímis gaf hún sjúklingnum nán- ar gætur, hvort frásagnirnar þreyttu hann ekki. Framan af voru engin þreytumerki sjáan- leg, en þegar fram í sótti, voru þau greinileg, og var Oliver jafnfljótur henni að taka eftir því. Hann stóð upp og sagði um leið: “Jæja, Lynn, sé þér það ekki móti skapi, ætla eg að fá mét göngutúr og reykja mér vindil. Þegar eg kem aftur, fer eg beint upp í herbergið mitt og hátta, án þess að gera nokkrum ónæði — geti eg gengið fram hjá hurð Maríu frænku, án þc-ss að setja eitthvað um. Við skulum svo á morgun líta á Afríkukortið og fá okkur dálítið ferðalag um hana, ef þú hefir ekkert á móti því. Þar var eg eitt ár, eins og þú veizt. —” “Hvar í Afríku?” spurði dr. Bruce, um leið og hann rétti úr sér með ákefð í rómnum. “Nei, þetta tekst þér ekki,” sagði Oliver hiæjandi. Þú færð mig ekki til að byrja á Afríkuferðunum í kvöld, gerði eg það, mundi frú Ramsey reka mig tvöfaldan á dyr, eins og hana langaði til, þegar hún sá mig fyrst. Mér er enn ekki ljóst, því hún gerði það ekki.” XXXI. “Nei, maður minn,” sagði Humphrey Oliver, um morguninn þriðja daginn, sem hann vai hjá dr. Bruce. “auðvitað get eg ekki sezt hér upp, eins og eg héldi að þú værir hótelhaldari. Eg ætla að vera á Endcott-gistihúsi, meðan eg er í bænum — eg býst við að verða hér. nokkr- ar vikur. En eg kerri til þín eins oft og þú óskar, það máttu vera viss um.” “Vissulega verðurðu kyr hér,” maldaði sá i móinn, sem sat í hjólastölnum. “Hvað er því til fyrirstöðu?” Það kom skrítinn svipur á kringlótt andlit Olivers, er hann svaraði: “Vær- ir þú í hópnum, sem situr við mahogniborðið þarna úti, þá mundir þú verða þess var, að það er töluvert erfitt fyrir frú Ramsey að halda Ö31u í skefjum. Eg og frænka þín, María, erum líkust hundi og ketti. Hún hefir svo mikið dálæti á mér, að athygli hennar beinist næst- um eingöngu að mér. Það gerir mér auðvitað ekkert til, en frú Ramsey líður fyrir það. Þaö er ekki í hennar eðli að hafa gaman af að horfa á bardaga; hún leitar allra bragða til að ganga á milli svo ekki verði úr því rispur. Hún gefur sér tæpast tíma til að njóta mál- tíðanna, og að sjá hana leggja af þess vegna, er mér mjög á móti skapi. Hún er mátulega holdug eins og hún er nú — blessunin.” “Eg vildi eg vissi hvernig eg ætti að hafa hana í burtu,” sagði dr. Bruce og stundi við. “Hafa hana í burtu!” endurtók Oliver. “Er það alvara þín, að þér þyki ekki meira vænt um hana en þetta?” “Vænt um hana! Þú skilur, að eg meina Maríu frænku.” “Nú fer eg að skilja það.” sagði Oliver, um leið og hann hagræddi sér í stólnum. “Sá, sem vildi losna við frú Ramsey, væri —. En svo við snúum okkur aftur að Maríu frænku. Held- urðu að hún sé ráðin í að vera hér til ársloka?” “Hún er aldrei vön að vera minna en tvo til þrjá mánuði. Eg get ekki rekið hana í burtu, hún var systir móður minnar. Hún fer aldrei meðan Nancy er hér, og Nancy fer ekki fyr en hún er farin — svona standa sakir.” “Svona standa sakir — og þú getur lofað * hamingjuna meðan frú Ramsey er hér, hve dýru verði, sem þú kaupir það. En — það æcti að vera hægt að hafa Maríu frænku i burtu. Eg er ekki vanur að setjast niður að- gerðalaus, þegar eitthvað þarf að færa í lag — eg verð að finna upp á einhverju, sem dugir. Og ef þú vilt endilega að eg sé hér nokkra daga enn, þá getur vel verið að það sé betra tækifæri fyrir mig að finna eitthvað upp hér heldur en ef eg færi.” “Eg vil að þú sért hér meðan þú dvelur í bænum,” sagði dr. Bruce og augu hans hvíldu lijngunrafull á vini hans, sem varð hrærður á svipinn. “Ef þú getur þolað mig,” bætti sjúklingurinn við. “Þolað þig, maður minn!” Meira sagði Oliver ekki, en hann greip báðar hendur sjúklingsins í sínar og hristi þær — látalæti, sem gaf til kynna tilfinningar hans málinu viðvíkjandi. Hann var tuttugu og fjóra klukkutíma að brjóta heilann um þetta, og meðan á því stóð, sinti hann engu. Næsta morgun byrjaði hann að hreyfa nýjum málum, viðvíkjandi undir- róðrinum. Engum hafði hann trúað fyrir leynd- armáliun. “Nú, jæja,” byrjaði hann næsta rnorgun, þegar þau voru að borða morgunverð, og leit um leið út um gluggann, “Það er meira ferða- lagið, sem eg hefi hugsað mér að fara í dag. Hvorki meira né minna en hundrað og fimtíu mílur í lokuðum vagni — niður til New Haven. Snjórinn er að hverfa af veggjunum, svo það ætti að geta orðið skemtileg ferð — og koma svo aftur annað kvöld.” Frú Bruce leit á hann. Fyrir tveimur dögum hafði hún getið þess, að hún ætti vini í New Haven, sem hún ætlaði sér að dvelja hjá um tíma, þegar hún færi þar um á leið til New York. Eftir bréfi að dæma, sem hún hafði nýlega fengið frá þeim, ætluðu þeir að leggja af stað til Englands innan hálfs mánaðar. En henni fanst hún hafa dvalið of stuttan tíma hjá frænda sínum, ef hún færi strax til þeirra. Þar að auki var Lynn að gera lækningatil- raun við hana, og af því varð hún að missa, ef hún færi strax. Hvort ætti hún að meta meira? Milly Judson var nú hálfgerður auli, en hún var alt af að skipta um fatnað — selja dýrar loðskinskápur fyrir hálfvirði til vina sinna. Það sannarlega borgði sig að heim- sækja hana. Þetta hafði fest sig í minni Olivers, einkum vegna þess, að hann sá svipbrigðin, sem komu á andlit frá Ramsey, þegar þetta var sagt. “Hverskonar vagn takið þér?” spurði frú Bruce. Það vildi ekki oft til að hún beindi spurningu að Oliver. Hún sagði þetta, eins og hún yrði að lítillækka sig mjög mikið, til þess að virða hann viðtals. “Vinur minn lánar mér bifreiðina sína, eg man ekki hverskonar bifreið það er. Öku- maðurinn hans verður með hana. Eg verð einn að byltast í henni, nema eg sitji hjá bifreiða- stjóranum, sem eg líklega geri, eg er svo mikiö fyrir félagsskapinn.” Hann bauð engum að fara með sér. Hann sat og afhýddi peru. En enginn efi var á, að frú Bruce lét sig málið skipta. Honum kom fyrst til hugar að bjóða báðum konunum að fara með sér, en við það hætti hann. Hann vildi ekki óhreinka Nancy á því, að gera hana meðseka í frekari fyrirætlunum hans. “Gaman, lítið þið á sólskinið!” sagði hann eftir litla stund og leit aftur út um gluggann. Hann var að tala um alt annað við frú Ramsey, meðan frú Bruce sat í hugleiðingum án þess að segja orð. Oliver gat séð í huganum, hvað hún gekk í gegnum, þetta augnablik. “Eg verð að fara að flýta mér. Bara að Lynn Bruce væri fær um að fara með mér — eg býst við að það sé árangurslaust að minnast á það.” “Já, eg vildi óska þess,” sagði Nancy. “Eg er stundum að vona, að sá tími komi, að hann verði fær um, að ferðast í vagni.” . “Það er vonandi. Jæja, þér afsakið mig, frú Ramsey —.” sagði hann um leið og hann stóð upp af stólnum. Nú varð María frænka að taka orðið: “Ætt- uð þér þægilegt með að taka farþega, herra Oliver?” spurði hún derringslega. “Eg á vini í New Haven, sem — Hann sneri sér að henni og svaraði sam- þykkjandi, án þess að fram kæmi, að eftir þessu hefði hann verið að bíða. “Já, vissulega, frú Bruce — glaður að hafa yður með. Ef til vill frú Ramsey —” vogaði hann að segja, fullviss um hverju Nancy mundi svara. “Vinir mínir eru að búa sig af stað í ferða- lag,” flýtti frú Bruce sér að segja, “Eg mundi nú samt ekki vera ánægð að taka pláss frá þér, Nancy.” “Eg gæti als ekki farið.” flýtti Nancy sér að segja, “eg þakka yður fyrir, herra Oliver. En það verður gaman fyrir Maríu frænku. Eg ætla að fara upp með þér og hjálpa þér til að láta niður í ferðatöskurnar, ef það er flýtii’ á herra Oliver.” “Hafið yðar hentisemi — hafið yðar henti- semi,” sagði Oliver um leið og hann leit á úrið sitt. “Eg verð hér eftir hálftíma eða svo, frú Bruce. Takið þér nóg með yður, megi eg gefa yður ráð. Það gæti komið fyrir að eg tefðist einn eða tvo daga — get ekki um það sagt fyr en þangað kemur. En New Haven er skemtilegasti bær eftir því, sem mig minnir.” Hann flýtti sér í burtu. En fyrst fór hann inn í skrifstofuna, til að kveðja dr. Bruce. “Bjart sólskin í dag, Lynn, finst þér það ekki?” sagði Oliver um leið og hann greip hendi læknisins í sína. “Það getur orðið bjart- ai-a á morgun. Eg hefi engar áhyggjur út af því. Eg hefi þá ánægju að hafa frú Bruce með niður til New Haven. Þú hefir ofurlítið írí meðan við erum í burtu. Notaðu það sem best. Eins og þú veizt, þá mundi eg næstum því vilja vinna til að verða að sitja í hjóla- stól, til þess að hafa víst fólk í kringum mig.” Andlitið tók á sig einkennilegan svip um leið og hann sagði þetta, og hann nærri því hvísl- aði því. “Jæja, í guðs friði, þar til þú sérð mig næst.” Forstofuhorðlfl skeltist á eftir honum, þegar hann fór út. Hálfum klukkutíma seinna ók lokaður vagn að dyrunum. Nancy athugaði hann út um gluggann og sýndist hann alt öðruvísi en einkabifreiðar gerast, en hann leit út fyrir að vera þægilegur. Henni fanst líka heldur ólíklegt, að einkabifreið væri lánuð öðr- um til afnota. Það leit út fyrir að vera mikið notaður vagn og líklega eign einhvers kaup- sýslumanns, hafður til ýmsra ferða til hlífðar öðrum betri vagni, og var því nokkuð óhreinn að sjá og slitinn. Oliver studdi frú Bruce niður dyraþrepin og að vagninum. Pat bar farangur hennar, Nancy stóð á pallinum og horfði á. Alt gekk í fart- inni og þau þustu af stað, Oliver og frú Bruce í aftursætunum. Nancy sneri við inn í húsið og var nú létt af henni fargi. Tvo daga að minsta kosti var hún laus við skrjáfandi silki- kjóla, sem liðu um stofurnar, laus við að þurfa að taka sérstakt tillit til veru, sem settist þunglamalega hér og hvar í húsinu og beið þess, að henni væri skemt. Hún sendi Hump- hrey Oliver hlýjar hugsanir fyrir að hafa veitt þeim þessa hvíld. Næsta morgun fékk dr. Bruce símskeyti: “Vagninn brotnaði — verð hér kyr — bréf á leiðinni — sendið ferðakistuna. M. C. Bruce.” Dr. Bruce og frú Ramsey litu hvort á annað, sameiginleg ánægja í beggja svip, en mikil undrun kom fram í málróm þeirra. þegar þau tóku til máls. “Það er þessi vinur vor, Oliver,” sagði Bruce, og lagði áherzlu á orðin.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.