Lögberg - 21.01.1943, Side 7
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 21. JANÚAR. 1943.
7
Ferð til Louisville, og
þing Lútersku kirkj-
unnar þar
Eftir G. J. Oleson.
IV. Þingið.
Margt fleira mætti segja um
Louisville, og vík eg máski að
því aftur áður líkur, en nú vil
eg snúa mér að þinginu. Það
var sett á miðvikudagskvöldið
14. okt. í Fyrstu Lútersku kirkj-
unni þar í borginni, er það veg-
leg kirkja og all tilkomumikil,
prestur þeirrar kirkju C. B.
Lindsey er mjög viðkunnanleg-
ur og hugljúfur í framkomu, og
óefað all mikilhæfur. Forseti
U. L. C. A. Dr. F. H. Knubel
flutti þingsetningarprédikun og
fórst það skörunglega. Hann er
mikilhæfur karl, mun nú vera
73 ára en ber árin vel, hefir
hann verið forseti U. L. C. A.
frá byrjun, og var hann á þessu
þingi enn kosinn með miklu afli
atkvæða, raddir heyrðust þó hjá
einstöku manni að hann væri
búinn að vera nógu lengi, og
nauðsynlegt væri að breyta til
Álengdar fannst mér hann að
manngildi til svipa til þess er
séra Jónas A. Sigurðson var
og þó í engu skörulegri en séra
Jónas, en þá er mikið sagt samt,
því séra Jónas, fyrir manngildi
Magnús Ingimarson
Dáin 30. nóv. 1942, í Wynyard, Sask.
Af fornum stofni er fallinn hlynur,
ei feigðin spyr, hve djúp sé und.
En íslands son og einkavinur,
þú alt varst fram á hinstu stund.
Við feðraarf, á fornum slóðum,
hann festi best yndið sitt,
en oftast fann, með öðrum þjóðum,
sig útlending, í hópnum mitt.
Að leggja á útleið yfir hafið,
og eiga lítið nema kjark,
það hefir margan hraustann tafið,
en hann leit þar sitt æfimark.
Og fátt er dýpri dráttum litið,
á sögunnar spjöldum þessa lands,
né hugdyrfð, þol og heiðri ritað,
sem hetjusaga landnemans.
Eg þekkti ei mann sem fróðleiks fýsti,
og fúsar sérhvers lærdóms naut,
því það, að nema líf hans lýsti,
sem leiðarviti um æfibraut.
Hann sagði fátt, en sótti að grunni,
í sannleiksleit um rökfært mál.
En fleipur ei né flaður kunni,
og fyrirleit alt hjóm og tál.
Hann áleit skyldu sína og sinna,
í samferð greiða manna leið,
af góðvilja og gagnsemd vinna
þá gjörð, er ligði runnið skeið,
því það kvað víst, að eðlið ætti
í innstu rótum sérhvers manns,
sinn einkarétt að alheimsmætti,
sem ætti að fylla lífið hans.
Á tilverunnar trúðir herra
og treystir dýrð og mætti hans,
kvaðst áframhaldið aldreí þverra
um alla geima himnaranns,
því var þér ríkt, með rómi brýnum
að rita um það og færa í ljóð,
og víða glóði í vísum þínum
af vitrunum og skygnis glóð.
Með kærri þökk skal kveðjan hljóma
við kistu þína, vinur minn,
í upprisunnar undraljóma
er eilíf bjart um svipinn þinn.
Og þau sem kunnu þig að meta
og .þitt hið besta ferðalín,
þau vildu gjarnan viljug feta
í valinkunnug fótspor þín.
T. T. Kalman.
Til Vilborgar
Lýsir skamt hin lága sól,
lítið hlýjar daginn.
Skammdegisins skelfi tól,
skuggum fylla bæinn.
Yfir grúfa geigvæn ský,
grimdarfullur lætur
dauðans lúður lofti í,
langar, kaldar nætur.
Þó er verstur voðinn sá
við að stríða lengi,
ef að kuldinn innan frá
ísar hjartasterengi.
Er þá lífsins undraverk,
ei að bugast láta.
Vaxa í þraut og vera sterk,
við skulum ekki gráta.
Vissan gefur viðnámsþrótt,
vona gjöfum lagin,
eftir lengstu ársins nótt,
aftur lengir daginn.
Aftur signir sólin blíð
sinuberann hjallann,
meðan blómin birtufríð
bæta kuldann allann.
T. T. Kalman.
Í«««S«4««««««SS4«44S«ÍSSSS«4«54*5S««««Í«5«5«««5Í«4««S««««5«4««Í«S««Í«Í5««
og hæfileika, sómdi sér með af-
brygðum vel hvar, sem hann
kom fram.
Þingsetningarhátíð þessi var í
alla staði hin virðulegasta, og
var yfir henni mikill hátíðablær
á eftir var altarisganga, sem all-
ur þingheimur tók þátt í, tók
það langan tíma því fjölmenni
var mikið.
Þingið var háð í veglegum
fundarsal á Brown Hotel og
hófst næsta morgun, og var
starfað sleitulaust alla dagana,
sem þingið stóð. Kom skörung-
skapur Dr. Knubels vel í ljós,
sem þingforseti stóð hann þar
sem klettur úr hafinu frá
margni til kvölds án þess að
honum sæist nokkur bilbugur,
hann hafði ágætt vald á þinginu,
var fljótur til úrræða, hafði
góðann skilning á öllu, sem fram
fór, gat stundum verið dálítið
glettinn, er því var að skipta.
Á fimtudagskvöldið fyrsta
þingdaginn var hátíðahald mik-
ið undir forystu leikmanna
hreyfingarinnar “The Laymens
Movement” í minningu um það
að 100 ár voru liðin síðan
Christian Frederik Heyer hóf
trúboðsstarf á Indalandi, undir
merki Lútersku kirkjunnar. Fór
það fram í stórum sal á Brown
Hotelinu, var þar fyrst ágæt
máltíð og síðan skemtiskrá, sem
var með afbrigðum góð, var þar
mörgu tjaldað, sem vert var á
að hlýða, margar ágætra ræður
og söngvar sungnri.
Herra Prentice Cooper L. L.
B. ríkisstjórinn í Tennessee
flutt.i þar kraftmikla ræðu, sem
hann nefndi, “Stríð og kristin-
dómur” :— War and Christianity
— Var sú ræða þrungin góðri
hugsun og vel flutt. Önnur ræða,
sem vakti allmikla eftirtekt var
sú er aðstoðardómsmálaráðherra
Pennsylvania, herra Myran
Shimer flutti, um aldlega kristi-
lega ráðsmensku. Andrúmsloft-
ið var gott og heilnæmt á þess-
ari samkomu og bjart var um
minningu Heyers, sem með
þessu móti var heiðraður. Eld-
stólpans í eiðimörkinni, sem um
100 ára skeið hefir mörgum
lýst leið og marga huliðsheima
opnað mönnum með lífi sínu og
starfi. Vil eg eiða nokkrum orð-
um til þess að minnast á hann
og æfiatriði hans helztu og lífs-
starf, því þó hann bæri merkið
hátt og sé víðfrægur í kirkju-
sögunni, þá er hann samt al-
menningi ekki eins kunnur og
skyldi.
Christan Frederick Heyer.
Hann var fæddur á Þýzka-
landi 10. júlí 1793, foreldrar
hans voru trúhneigð og vel
metin, og sendu þau drenginn
á skóla á unga aldri. Var hann
námfús og drakk í sig allann
fróðleik auðveldlega. Það var
eins með hann og marga ipga
drengi með æfintýraþrá að her-
menskan heillaði hann, en for-
eldrar hans vildu heldur að
heimshöfin aðskildu hann frá
þeim, en að hann gjörðist her-
maður, sendu þau hann því til
Ameríku 1807 til frænda hans,
sem heima átti í Philadelfia.
Hann var nýlega fermdur er
hann fór vestur, snerist hugur
hans fljótt að kirkjustarfi, varð
kennari í sunnudagaskóla, söng
í söngflokknum og tók þátt í
kristilegu og bókmentaféjlags-
lífi ungra manna. Þegar hann
var 17 ára, tók hann fasta á-
kvörðun með það að helga líf
sitt kirkjulegu starfi, stundaði
hann nám við guðfræðisskóla í
Ameríku í fimm ár, fór síðan
heim til föðurlands síns til æðra
náms. Þegar hann kom vestur
aftur var hann vígður til starfs
af Pennsylvania Minesternium á
þingi í York Pa. og var sendur
til að rækja heimatrúboðsstarf í
Vestur-Pensylvania og Mary-
land. Sem prestur var hann
vígður 1819, og starfaði hann
upp frá því á víðlendu svæði
í Ohio, Indiana og Kentucky, á
þe.\m, ,árum voru safngönguc
slæmar, landið strjálbyggt og
ribbaldaháttur allmikill og víga-
ferli í nýbygðunum, í alt starf-
aði hann 23 ár að heimatrúboðs-
starfi og varð mikið ágengt. Var
hann á þessum árum kosinn
fulltrúi Guðfræðisskólans og
Gettysburg College. Hann sáði
frækorni lúterskrar trúar vítt
um Ohio, Indiana, Illinois og
jafnvel vestur fyrir Missisippi-
fljót. Á Lútersk kirkja og krist-
in honum mikið að þakka fyrir
þann grundvöll, sem hann lagði
með áhuga og trúmensku. En
það var ekki fyrir heimatrúboðs
starfið, sem hann varð frægast-
ur, það var starf hans sem el-
lendur trúboði, sem gjörði hann
heimsfrægann. Hann var fyrsti
trúboði Lútersku kirkjunnar í
Ameríku, sem sendur var til
Indlands, var hann kallaður til
þess starfs af hinu nýstofnaða
trúboðsfélagi kirkjunnar 1839,
þó hann væri nú orðinn nokkuð
við aldur, svaraði hann því
kalli, og eru einkunnarorð hans
nú >á allra vörum, “I am ready
now”. Eg er reiðubúinn nú
þegar. Voru þessi orð prentuð
stórum stöfum á veggmynd fyr-
ir framstafni þingsalsins. Heyer
sigldi til Indlands haustið 1841
og náði þangað eftir harða úti-
vist í apríl 1842. Hann kom
þangað vinalaus og þekkingar-
laus á landsvísu og hafði hvergi
höfði sínu að að halla fremur en
meistarin á sínum hérvistardög-
um. Fór hann brátt að líta sér
eftir verustað, og er hann mætti
Brezka valdsmanninum þar Hr.
Stokes tók hann vingjarnlega á
móti honum, en spyr hann
strax hvar hann hyggi á dvalar •
stað, þarna segir Heyer á milii
trjánna þar sem eg hefi búið
mér skýli. Þér komið til Ind-
lands til að lifa en ekki deyja
segir Hr. Stokes, og þarna getur
þú ekki lifað. Tók hann trú-
boðann heim til sín og breitti
við hann eins og góður bróðir
breitir við bróðir.
Byrjaði hann brátt á starfi,
og er álitið að starf lútersku
kirkjunnar á Indlandi hafi verið
hafið 31. júlí 1842. Fyrstu fjögur
árin voru ekki ávaxtarík, en þó
snerust nokkrir til kristinnar
trúar, Sinti hann eins og allir
áhugasamir trúboðar ekki síður
mentastarfi og kærleiksþjónustu
en trúboðsstarfi.
Á þessum árum reisti hann
byggingu, sem notuð var sem
kirkja og skóli og íbúð fyrir
trúboðann. Loftslagið á Ind-
landi hefir jafnan verið erfitt
lífi og helsu hvítra manna, og
um þetta leyti bilaði heilsa
Heyers svo hann mátti fara
heim sér til heilsubótar og
hressingar, en brátt fór hann
austur aftur og tók til óspiltra
mólanna aftur í Paluad, vann
hann mjög hart og lagði mikið
á sig, og varð nú brátt mikið
ágengt, höfnuðu margir fornum
átrúnaði og voru skírðir til
kristinnar trúar, fólkinu þótti
mjög vænt um hann, trúði hon-
um og treysti og kölluðu hann
hinn “helga mann” mannúð
hans og réttsýni vann og sigr-
aði hjörtu fjöldans. Flaug orð-
stýr hans vítt um landið og er
m^nnlng hans erín i dag í
miklum hávegum þar í Austur-
löndum, og hefir sú trúboðs-
stöð er hann stofnaði verið ein
hin blómlegasta á Indlandi.
Heyer var alls ekki ólíkur
nafna sínum Christian Frede-
rick Schivarty, hinum heims-
fræga trúboða, sem starfaði á
Indlandi alla æfi, sem öllum
var trúr og allir treystu, vegna
majnríkostahæfileika og dugn-
aðar.
Er Heyer gekk inn og út með-
al fólksins, komast hann við af
neiðinni, sem var á allar hliðar
og hendur, sjúkdómar og ömur-
leg fáfræði hélt fólkinu í dróma,
og enga hjálp var að fá, engir
lærðir læknar, aðeins skottu-
lækningar fjötraðar í örgustu
miðalda fáfræði, líkast því sem
tíðkaðist þegar verzt var á Is-
landi.
Heyer sá þörfina hér öllu
fremur, og á meðan hann var
í orlofi sínu í Ameríka stundaði
hann læknisfræði af kappi og
þegar hann var 54 ára tók hann
próf og útskrifaðist í læknis-
fræði, flaug nú orðrómur hans
út um byggðir manna meir en
nokkru sinni áður, komu menn
úr fjarlægum stöðum til að sjá
hann og læra af honum.
Hann sá það eftir nokkra dvöl
mjög glögglega, að ef kristin
siðmenning átti að sigra á Ind-
landi, varð það að gjörast að
mestu leiti í gegnum líf og
starf landsins eigin sona og
dætra, og með það fyrir augum
stofnaði hann skóla fyrir unga
menn, sem líklegir voru til for-
ystu og kendi þeim grundvallar-
atriði í þeim fræðum, sem leið-
togum eru nauðsynleg, og í
sama anda stofnaði hann skóla
fyrir ungar stúlkur.
Árin liðu og starfið hélt áfram
og blómgaðist og kirkjan heima
fyrir í Bandaríkjunum styrkti
það eftir megni, árin færðust
yfir Heyer og þar kom að, að
heilsa hans bilaði, starfið var
erfitt og loftslagið skaðlegt fyr-
ir heilsuna, svo hann hvarf
heim, hann var nú 64 ára og
hans líkamlega mótstöðuafl ekki
það sama, sem áður var. En
hann gat ekki látið af starfi,
eða setið við arinhelluna. Verk-
efnin voru of mikil og mörg hið
víðáttu mikla norðvesturland
kallaði, kom þú og hjálpaðu
okkur, og hann svaraði kallinu
enn sem fyr. Árin framundan
voru erfið, borgarastyrjöldin
mikla lagði allt í rústir, starf
kirkjunnar heima fyrri og út á
við var torvelt og leit helst út
fyrir um tíma að starfið á Ind-
landi færi fyrir borð um þriggja
ára skeið var aðeins einn maður
sem starfaði á þessu sviði, og
kirkjan heima fyrir var í þann
veginn að gefast upp, fjárhagur-
inn var þröngur, og allar ástæð-
ur erfiðar.
Heyer var í Þýzkalandi 1869,
er hann fékk þessar ömurlegu
fréttir, hann hraðaði sér Vestur
um haf, honum var um fram
alt annað, áhugamál að Lúterska
biði hér ekki ósigur. Hann skildi
ástæðurnar betur en nokkuv
annar, reyndi hann að leggja
málið fyrir fólkið svo það næði
til sem flestra á sem skemmst-
um tíma. var um þetta leiti
verið að halda kirkjuþing, hrað-
aði Heyer sér þangað, og lagði
hann nú málið fyrir þingið með
þeim áhuga og eldmóði, sem
hann átti til, þörfin var mikil
játuðu allir, en hvar er maður
sem getur eða vill fara? “Heyer
er ekki eins ungur og hann
áður var” sögðu þeir, “vér get-
um ekki búist við að maður
með 77 ár að baki, færist í
fang slíkt sem þetta.”
Gamli maðurinn reis úr sæti
sínu er þetta var rætt og sagði:
“Hér er ég; sendið mig.” Var
þetta nú samþykkt á augabragði
og Heyer fór til Indlands einu
sinni enn, og hélt áfram verkinu
þar til hæfir menn fengust til
þess að taka við því af honum
og halda því áfram, síðustu ár
æfinnar, var Heyer prestur
— Chaplain — við Guðfræði-
skólann í Mourit Airy. Phila-
delphia, hann dó 1873 áttræður,
var æfistarf hans langt, mikið
og göfugt.
Heyer átti þann anda, sem
heiminum er þarfastur, en það
er fórnfærsluandi, anda, sem
laus er við sjálfselsku eða sjálfs-
hugsun, anda sem leggur á-
herzlu á það að láta sem mest
gott af sér leiða anda bjart-
sýnis, réttlætis og hugrekkis,
hvergi hefir andi hugrekkis og
manndóms verið á hærra stigi
hjá mönnum heldur en hjá trú-
boðshetjunum, sem kveikt hafa
ljós og elda til endimarka jarð-
ar, því þar kemur fram hin
óeigingjarna hugprýði, sem sæk-
ir ekki eftir fánýtu lofi manna.
Frh.
Wartime Prices and
Trade Board
(Framh. frá bls. 3)
Svar. Það er hámark á kjöt-
verði. En þú verður að muna
að verðið breytist með árstíð-
um. Nýtt lambakjöt hækkaði um
fjögur cent pundið í skrokknum
til heildsala, þann fyrsta þessa
mánaðar. Þessi hækkun kemur
fram hjá smásölum í verðhækk-
un, sem nemur í sumum tilfell-
um átta centum hvert pund, ef
dýrasti parturinn er keyptur.
Spurt. Hvernig eru reglugerð-
irnar viðvíkjandi skömtunar-
seðlum á sjúkrahúsum? Þarf
sjúklingur, sem ekki dvelur
lengur en 9 daga; að láta af
hendi skömtunarseðla? Hvernig
er með afskekta “Red Cross”
spítala?
Svar. Það er ekki nauðsyn-
legt að láta af hendi skömtun-
arseðla, nema þar, sem sjúkl-
ingur liggur á spítala í tvær
vikur eða lengur. Ef “Red Cross”
spítalar eru í afskektum lands
hlutum, þar sem íbúar hafa eng-
ar skömmtunarbækur, er nátt-
urlega engra skömmtunarseðla
krafist.
Spurt. Við höfum leigt hús frá
fyrsta nóvember, fyrir sex mán-
aða tímabil, með leyfi til þess
að fá tímanum framlengt ef
þess væri óskað. Nú kemur
maður, sem segist hafa “lease”
á húsinu, og vill að við flytjum
út. Getum við ekki heimtað að
fá að vera eins lengi og við
viljum ef leiga er borguð skil-
víslega.
Svar. Við vitum ekki vel
hvaða eignarrétt maðurinn kann
að hafa, sem segist hafa “lease”
Þú ættir að komast í samband
við leigunefnd Wartime Prices
and Trade Board”, og gefa þeim
frekari upplýsingar. En hvað
sem öðru líður, verður þú að
gefa húseiganda þriggja mánaða
fyrirvara ef þig langar til að fá
leigutímanum framlengt.
Spurningum á íslenzku svarað
á íslenzku af Mrs. Albert
Wathne, 700 Banning St. Wpg.
Herra ritstjóri
Á öftustu síðu í síðajjla stundu
það sakað ei getur,
þó ljóðin min birtist. Samt íslenzk þau eru.
En yrkir þú betur? *
Eg veit að hann Egill, sem býr í því blóði,
og beitir þar stáli,
mun fagna því sízt, ef að arfinn hans yrkir,
á útlendu máli.
Og því sendi’ eg augnabliks elda sem loga
til íslenzkra blaða,
og ábyrgist það, sem eg yrki og skrifa,
sé ekki til skaða.
En standi eg öðrum að baki og bregðist
svo blóðinu mínu,
þá sýndu mér eitthvað, sem betur er boðlegt
í blaðinu þínu!
Pálmi.
«4«i«««5«í«í««4«ií«4«í4««Í4«4«4«««Í«««4«4«««Í«««Í«í4««S4«i4«4««S«Si««5555«»5S««: