Lögberg - 29.07.1943, Blaðsíða 2

Lögberg - 29.07.1943, Blaðsíða 2
10, LÖGBERG, FIMTUDAGINN 29. JÚLÍ 1943. Ný jörð og nýr himinn Efíir Wendell Willkie. Jónbjörn Gíslason. (Framhald) Við erum smámsamán að komast að raun um, að litar- háttur máiina auglýsir ekki ætíð rétt þeirra innri mann. Jafnvel þjóðernismúr Hitlers hefir hlotið alvarlega áverka við játningu hans á sameigin- 'legum málstað við hina hrein- ræktuðu og drengilegu útvöldu þjóð Japani. Við höfum einnig okkar eðlilegu og sjálfsögðu bandamenn. Við verðum nú og í fram- tíðinni að binda okkar hnúta á sama hátt og allar þær þjóðir er unna frelsi fyrir sjálfa sig og aðra hvað sem líður úppruna og hörundslit. Við verðum í sam félagi við þær að afneita öllum landvinningum og arðráni, sem vígir veröldina endalausum styrjöldum. INNILEGAR HATÍÐARKVEÐJUR! NOTIÐ HAPPY GIRL HVEITI í alla yðar bökun $00 LINE MILLS LIMITED Higgins og Sufherland. Winnipeg t St HAMINGJUÓSKIR! Til íslendinga á Þjóðminningardaginn I fullan aldarfjórðung hafa Winnipegbúar notið hins ljúf- fenga Purity Ice Cream, eins og annara heilsustyr'kjandi City Dairy mjólkurafurða. Sími 87 647 Megi Islendingar njóta ánægjulegrar þjóðminningar að Gimli þann 2. ágúsl næstkomandi. Riverton Co-operative Creamery flss’n Ltd. Riverton, Manitoba Eg vil enn einu sinni leggja áherzlu á, að þjóðerni og litar- háttur koma ekki til greina við fylkingaskipun þjóðanna í yfir- standandi ófriði. Við höfum glöggt dæmi í Asíu. Japan er fjandmaður okkar vegna hinna gengdarlausu og villimannlegu árása á máttarminni þjóðir, og tilrauna sinna að leggja heiminn í hlekki þrældóms og kúgunar. Japan er andstæðingur okkar vegna hinna sviksamlegu og á- 9tæðulausu árása er þeir hafa hafið til framdráttar þessum landvinninga áformum. Kína er vinur okkar vegna þess að þá drevmdi enga land- vinningadrauma og af því að þeir unna frelsi og sjálfstæði. Þeir eru bandamenn okkar, aif því þeir fyrstir allra þjóða veittu mótstöðu og neituðu að láta arðræna sig og undiroka. Hér er um að ræða tvær austurlandaþjóðir, önnur er fjandmaður, en hin er vinur okkar og bandamaður. Þjóðerni og litur ákveða hér ekki með hverri þessara þjóða við berj- umst. Hvítu þjóðirnar læra sitt af hverju af þessu stríði; nauð- syn bar til að við lærðum. Jafnvel óvinum okkar Japönum hefir heppnast að rumska við okkur þjóðernislegu sjálfs- ánægju. Við höfum vaknað við illann draum, við þá staðreynd, að hvítu þjóðflokkarnir eru í raun og veni ekki útvaldar þjóðir og njóta engra forrétt- inda í vopnaviðskiftum þratt ifyrir margvislegar undangengn- ar framfarir. Fyrir háilfu öðru ári síðan, vorum við fullir fyrirlitningar á Japönum sem mögulegum and stæðing; nú könnumst við greið- lega við að hafa mætt voðaleg- um óvini, gegn hverjum við þörfnumst allra okkar krafta ó- skiftra. Bandamenn okkar Kínverjar, hafa einnig veitt okkar lexíu í heilbrigðu lítillæti og auðmýkt. Við höfum verið vitni að bar- áttu þeirra; í fimm ár hafa þeir aleinir, með lélegum vopna- kosti, boðið byrginn hræðileg- um fjandmanni. Enn í dag veita þeir öfluga mótstöðu, meðan við erum að vopnast til að taka okkar rúm í baráttunni. Hið siðferðislega andrúmsloft hvítu þjóðanna er að breytast, áhrifin eru merkjanleg, ekki einungis gagnvart austurlandaþjóðunum, heldur einnig í okkar heima- landi. Langur tími er liðinn síðan Bandaríkin beittu yfirdrottnun gagnvart umheiminum, en við höfum iðkað nokkuð annað heima fyrir sem jafngildir þjóð- ernis undirokun. Hegðun hvítra borgara í þessu landi gagnvart svertingjunum, hefir óneitanlega ómjúk einkenni arðráns og harð stjórnar í giarð vamarlausra manna. Við höfum réttlætt það með því að telja sjálfum okkur trú um að meiningin og niðurstaðan væru góð. Stöku sinnum hefir svo verið, en sama má einnig segja um nýlendupólitík í ein- stökum tiilfellum. Andrúmsloft- ið sem slfkt hefir þroskast í, er samboðið tali manna ;— manna sem meina í raun og veru vel — um “byrði” hvíta mannsins. Þessar skoðanir eru að breyt- ast. Það skýrist með hverjum degi öllum hugsandi mönnum, að við getum ómögulega barist gegn erlendum arðránsöflum, samtímis því er slíkt á sér stað heima fyrir. Þannig hefir þó srtríðið breytt hugsanafarvegin- um. Svertinginn öðlaðist fullt frelsi sem ófriðarráðstöfun — það var hernaðarleg nauðsyn. Vitanlega hefði dregið að því án stríðs, með hægfara eridur- bótum, samkvæmt þjóðfélags- legri framþróun. Það kostaði ó- heillavænlega og mannskæða styrjöld að leysa úr spurning- unni um frelsi þessara manna, en þá voru líka hlekkirnir brotnir í eitt skifti fyrir öll. Nú er öllum augljóst að þungi stríðsins er að brjóta á bak aft- ur alda gamla hleypidóma; varn ir okkar gegn utanaðkomandi ofríki hafa leitt í ljós ýmsar yfirsjónir liðins tíma. Tilkynningar okkar um, hverju við berjumst fyrir, hafa dregið okkar eigin rangsleitni fram í dagsljósið. Þrátt fyrir alt okkar skraf um frelsi og tækifæri fyrir allar þjóðir, verð ur ekki lengur hægt að ganga fram hjá hinum háðuglegu fjar- stæðum í okkar eigin þjóðlífi. Ef við á annað borð tölum um frelsi, þá verður það hugtak að eiga við aðra, jafnt og okkur sjálfa, innan okkar landamæra sem utan. Þetta er sérstaklega mikilsvarðandi á ófriðartímum. Ógnanir í garð minnihlutans, í þjóðernismálum, trúmálum og jafnved í stjórnmálum, spretta jafnaðarlega af tveimur ástæð- um: ofmiklum vandlætingar- ákafa meirihlutans á hendur minnihlutanum og endurnýjun eða uppvakning alda gamallar trúarbragða. og þjóðernis tor- tryggni í hita geðshræringanna. Þá er handhægt að varp'a á- byrgð á stríðinu sjálfu og af- leiðingum þess á herðar minni- hlutans; hann er tortryggnislega undirorpinn allskonar rann- sóknum í því skyni að stað- festa hvort hann sé aðnjótandi nokkurra grunsamlegra fríðinda. Öllum er kunnugt um hvernig slíkir hlutir myndast sálfræði- lega; hið óvenjulega og sjald- gæfa er tortryggt og alt sem ekki treður alfaraleið, er af sum um talið að vera tengt við ætt- jarðarsvik; blint ofstæki getur gripið hvaða þjóðfélag sem er heljartökum. Ungur maður var tekinn höndum í styrjöldinni 1812, og sakaður um njósnir; ástæðan var sú að hann bar langa svipu í hendinni óg hafði óvenjulega marga hnappa á nær- buxunum. Þegar almenn mál- efni mishöndlast, er gamall sið- ur fjöldans að heimta einhvem píslarvott, og hann er ætíð auð- velt að finna í minnihlutanum. Slíkt atvik sem þetta mundi þykja hlægilegt á okkar upp- lýsinga og framfaratímum, ef ekki væru dæmi til um blindar ofsóknir meðal þjóða er áður voru taldar mentaðar. Við er- um jafnvel sjálfir í okkar eigin landi, vitni að skriðdýrslegum og undirförulum Gyðinga ofsókn um. Það er gott að hafa hug- fast að við nú berjumst gegn umburðarleysi og undirokun; en farL svo að við töpum stríðinu, verður einmitt það hlutskifti okkar sjálfrá; ef .við leyfum slíkp að blómgvast í okkar heimalöndum, samtímis því er við berjumst handan heimshaf- ánna, mun það efalaust veikja viðleitni okkar og aðstöðu á víg- völlunum. Frh. -----y------------------------ * * * * * WAR Giviliajj ÍNS TA cvxtaus telephone LL&TIons :rafa um sín,. . . v»9»a aukinna. “1ÍUNS fa ^1«« fTut fafiaJtión09™” V"5a “ýiír * a« ^ frTa,r„TvTa S1minn í herkl^A Ulu afkasíar Z fxr-, r nieiru en a®Ur- Þökfe- Hátíðakveðjur til íslendinga frá Selkirk Fisheries - LIMITED • Wholesale Dislrutors of Fresh and Frozen Fish. 228 CURRY BLDG. WINNIPEG, MANITOBA ^ ^ I Islendingar á sléttunum/ • * Islendingar í Canada eru gó8ir borgarar. Þeir sóma sér vel sem læknar, lögmenn og verzlunarmenn; þeir eru einnig afkastamiklir og framgjarnir bændur. Þeir fluttu me?5 sér til Canada áhuga fyrir æfiri mentun, frá landi, þar sem bókmentir hafa náð hámarki sínu ’ Þeir fluttu einnig til Canada hreinar samvinnuhugsjónir, seyn hafa skipaö þeim á bekk með ákveðnustu og hyggnustu stuðningsmönnum samvinnufyrir- tækjanna hér á sléttunum. Hveitisamlögin meta mikils þann stuðning og upp- örfun, sem íslenzkir vinir þeirra hafa veitt þeim frá byrjun og fram á þennan dag. Canadian Co-operative Wheat Producers Liníted WINNIPEG CANADA Manitoba Pool Elevators, Saska.tchewan Wheat Limited PqoI Winnipeg, Man. Regma, Saísk. Alberta Wheat Pool, Limited Calgary, Alta. 1

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.